Page 1

Háskólinn á Bifröst Við menntum ábyrga leiðtoga fyrir atvinnulíf og samfélag


Á Bifröst ganga allir menntaveginn – í leikskólanum Hraunborg, grunnskólanum að Varmalandi eða háskólanum sjálfum.


Velkomin á Bifröst Á Bifröst njóta nemendur í senn nálægðar við fagurt umhverfi og stöðugrar tengingar við umheiminn. Þessi blanda – náttúra og nýjasta tækni – gerir nám á Bifröst að einstakri lífsreynslu sem býr nemendur vel undir nýja tíma.

Við skólann stunda nemendur annarsvegar staðnám og eru þá búsettir í háskólaþorpinu meðan á námi stendur, eða fjarnám sem krefst ekki búsetu á staðnum, en gerir nemendum kleift að heimsækja Bifröst reglulega með þátttöku í vinnuhelgum fjarnema. Háskólinn á Bifröst býður grunn- og meistaranám á háskólastigi á sviði heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, viðskiptafræði, lögfræði og menningarstjórnunar. Skólinn mótar kennsluhætti sína í ljósi þess markmiðs hans að mennta samfélagslega ábyrga leiðtoga. Í Háskólagátt skólans gefst nemendum sem ekki hafa lokið stúdentsprófi kostur á að búa sig undir nám á háskólastigi. Eins árs nám í Háskólagátt veitir réttindi til að skrá sig í háskólanám. Háskólagáttin hentar einnig þeim sem hafa verið frá námi í langan tíma og þurfa að laga sig að nýjum áskorunum. Við skólann starfar öflug miðstöð símenntunar sem býður upp á fjölbreytt námskeið tengd stjórnun og rekstri.

Áherslur skólans á samfélagsábyrgð og sjálfbærni stýra einnig námsframboði hans og vali á samstarfsaðilum hérlendis og erlendis. Fjölbreytt viðfangsefni, umræður og samstarf nemenda og kennara tryggja nemendum góðan undirbúning fyrir ábyrgðarstöður í íslensku og alþjóðlegu atvinnulífi. Bifröst er eini íslenski háskólinn þar sem sumarnám er hluti af reglubundnu skólaári. Þess vegna geta nemendur lokið námi á skemmri tíma en við aðra háskóla. Háskólinn á Bifröst er sjálfseignarstofnun sem býr yfir sveigjanleika og getu til að laga sig hratt að tækninýjungum og örum breytingum á samfélagi og atvinnulífi, jafnt íslensku sem erlendu. Grunnnám og meistaranám við Háskólann á Bifröst er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Sama gildir um nám í Háskólagátt.

Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á hópastarf og verkefnavinnu í nánum tengslum við innlent og erlent atvinnulíf.

3


Var tvístígandi fyrst en núna gæti ég ekki verið þakklátari fyrir að hafa komið hingað. Umhverfið, fólkið, námið eru allt góðar ástæður til að vera í Háskólanum á Bifröst. – Andri Björgvin Arnþórsson, nemi í frumgreinadeild (Háskólagátt)


Lítil borg í Borgarfirði Góð aðstaða fyrir nemendur stuðlar að árangri í námi. Háskólaþorpið á Bifröst er samfélag sem sameinar góðan vinnuanda og skemmtilegar stundir. Markmið skólans er að búa metnaðarfullt fólk undir framtíðarforystu með hæfilegri blöndu af víðsýni, skapandi hugsun og aga í vinnubrögðum. Háskólaþorpið

Frá leikskóla til menntaskóla

Háskólinn á Bifröst er í Norðurárdal í Borgarfirði, um 100 km frá Reykjavík. Eldstöðin Grábrók, Hreðavatn, Jafnaskarðsskógur, Paradísarlaut, Norðurá og fossinn Glanni eru í næsta nágrenni og yfir landinu trónir Baula, eitt tignarlegasta fjall landsins. Þetta fallega umhverfi myndar friðsæla og skapandi umgjörð um námið og býður jafnframt upp á ótal möguleika til gönguferða og útivistar.

Á Bifröst er Hraunborg, um 60 barna Hjallastefnuleikskóli. Grunnskóli Borgarfjarðar – Varmalandi er einsetinn grunnskóli með tæplega 160 nemendur sem skólabíll ekur til og frá skóla. Mjög gott íþróttahús og sundlaug eru á Varmalandi. Í Borgarnesi tekur Menntaskóli Borgarfjarðar við.

Kaffi Bifröst Kaffi Bifröst er hjarta staðarins. Þar fást ljúffengar máltíðir í hádeginu en kvöld og helgar njóta gestir og gangandi hollra og fjölbreyttra rétta af matseðli. Kaffihúsið heldur viðburði fyrir íbúa háskólaþorpsins, boðið er upp á beinar íþróttaútsendingar og hina vinsælu spurningakeppni „Gettu Bifröst“.

Lífsstíll og líkamsrækt Bifröst er þekkingarsetur sem skapar deiglu einstaklingsþroska og samfélagsþátttöku. Rík áhersla á heilbrigða lífshætti birtist í áherslum kaffihússins og aðstöðu til líkamsræktar og þjálfunar. Þreksalur og líkamsræktarstöðin Jakaból, gufubað, ljós, nuddpottur og vaðlaug tryggja líkamlegt heilbrigði nemenda alla daga frá kl. 06:00 til 23:00. Á Bifröst er einnig boðið upp á jóga við allra hæfi í nýstandsettri jógaaðstöðu.

Nemendafélag Öflugt nemendafélag stendur fyrir menningarviðburðum, vísindaferðum, dansskemmtunum, íþróttakeppnum, hátíðarkvöldverðum og „Bifróvisjón“, hinni árlegu árshátíð Bifrestinga.

Hagkvæmt húsnæði Nemendagarðar Háskólans á Bifröst reka íbúðarhúsnæði fyrir nemendur. Einstaklingar fá herbergi í 2-6 manna íbúðum en einnig bjóðast fjölskylduíbúðir af öllum stærðum og gerðum.

Frumkvæði, samvinna og ábyrgð Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á þrjú grunngildi í öllu starfi sínu: frumkvæði, samvinnu og ábyrgð. Skólinn hvetur til samskipta og þátttöku í félagslega sterku háskólaþorpi, styður virka þátttöku og sjálfstæð vinnubrögð nemenda og stuðlar að virðingu fyrir umhverfi og samfélagi með sjálfbærni að leiðarljósi.

5


Engin skólagjöld! Innritunargjald er 89.000 kr. fyrir skólaárið 2013/14.

Í gamla daga var vinnandi fólk sjaldnast með háskólapróf. Það er ekki þannig lengur.


Háskólagátt

1 ár

Inntökuskilyrði: 140 einingar á framhaldsskólastigi (fein) eða jafngildi samkvæmt raunfærnimati.

Hæfni: Nemendur sem ljúka Háskólagátt uppfylla inntökuskilyrði í háskóla.

Það er alltaf hægt að byrja upp á nýtt Háskólagáttin þjónar þeim sem þurfa á undirbúningsnámi að halda áður en hafist er handa við háskólanám. Hún er rétta byrjunin fyrir þá sem eru að hefja nám aftur eftir hlé og fyrir nemendur sem ekki hafa lokið stúdentsprófi og fullnægja ekki formlegum inntökuskilyrðum háskóla. Nám í Háskólagátt býr nemendur undir nám á háskólastigi í greinum hug- og félagsvísinda og veitir einnig undirstöðumenntun á framhaldsskólastigi sem eykur samkeppnishæfni einstaklinga á vinnumarkaði.

Kjarnagreinar og þemaverkefni

Kenndar eru þrjár kjarnagreinar; íslenska, stærðfræði og enska auk fjögurra áherslugreina; bókfærslu, lögfræði, dönsku og heimspeki. Auk þess taka nemendur styttri námskeið í upplýsingatækni og nýsköpun þar sem leitast er við að þjálfa þá í aðferðum og hugsunarhætti sem endurspeglar það sem efst er á baugi í háskólamenntun og atvinnulífi. Einnig takast nemendur á við verkefni sem tengjast læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindum, jafnrétti og sköpun.

Fjölbreytt nám Nemendur vinna með námsefni á fjölbreyttan og gagnrýninn hátt. Mikil áhersla er lögð á námstækni, markmiðasetningu og framkomu, tjáningu, verkefnastjórnun og sjálfsmynd nemenda. Þurfi nemandi að bæta við sig þriðja tungumáli eða annarri grein til að uppfylla sértæk inntökuskilyrði annarra háskóla getur hann sótt um að fá að taka viðeigandi áfanga í fjarnámi við framhaldsskóla með milligöngu Háskólans á Bifröst.

Nemendur í Háskólagátt njóta nálægðarinnar við háskólastarfið. Kennslan er sniðin að þörfum fullorðinna og nemendur eru hvattir til að byrja strax að búa sig markvisst undir það háskólanám sem þeir hyggjast stunda eftir að námi í Háskólagátt lýkur. Nemendur njóta sömu réttinda og háskólanemar og eiga fulltrúa í Háskólaráði.

Persónuleg nálgun og mikil verkefnavinna skilaði sér og rykfallinn heilinn var fljótur að taka við sér. Frábær undirbúningur fyrir frekara nám við háskólann. – Arnar Stefánsson, nemandi í viðskiptalögfræði

7


Viðskiptafræði á Bifröst byggir á raunhæfum verkefnum, ekki utanbókarlærdómi.


Viðskiptafræði

BS eða BBA

Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða sambærileg menntun.

Hæfni: Rekstur fyrirtækja, stjórnunarstörf, nýsköpun á sviði viðskipta.

2-3 ár

Viðskiptafræðingar sem kunna til verka Markmið okkar er að viðskiptafræðingar frá Bifröst komi standandi niður að námi loknu og geti strax náð árangri. Síðasti hluti námsins miðar sérstaklega að því að styrkja nýsköpun og gefst nemendum kostur á að ljúka náminu með lokaverkefni í formi viðskiptaáætlunar. Námið hefst með námskeiði í rekstrarhagfræði sem kennd er samhliða siðfræði, almennri lögfræði og upplýsingatækni. Mikil áhersla er á stjórnun og aðferðafræði á fyrstu önn, sem fylgt er eftir með námi í tölfræði, þjóðhagfræði og forystu og stjórnun á vorönn.

Hagnýtt sumarnám Sumarnám eftir fyrsta veturinn gerir nemendum kleift að sökkva sér niður í sérhæfðari verkefni viðskiptafræðinnar. Sumarnámskeiðin eru skipulögð með það fyrir augum að nemendur taki sér fyrir hendur uppbyggingar- og þróunarverkefni sem færa þeim hagnýta reynslu og getu til að bregðast við raunverulegum aðstæðum í atvinnustarfsemi.

Frumkvæði og forystuþjálfun

vinna með þær. Þverfagleg nálgun Háskólans á Bifröst er byggð á áratuga reynslu Samvinnuskólans og Samvinnuháskólans og miðar að því að efla gagnrýna og skapandi hugsun, atvinnulífi og samfélagi til góða. Skólinn leggur áherslu á að mennta ábyrga stjórnendur, sem eru færir um að sýna forystu og taka ákvarðanir byggðar á félagslegri framtíðarsýn.

Sérhæfing eykst á öðru ári, en þá fá nemendur þjálfun í reikningshaldi, arðsemigreiningu og stjórnunarbókhaldi, svo eitthvað sé nefnt. Skólinn leggur sig fram um að veita nemendum þjálfun sem eykur skilning þeirra á kviku eðli samfélags og atvinnulífs og gerir þeim kleift að bregðast við og sýna frumkvæði eftir því sem aðstæður bjóða upp á.

Viðskiptafræðin á Bifröst býr nemendur undir krefjandi aðstæður á vinnumarkaði. – Haukur Skúlason, viðskiptafræði 2007

Góð viðskiptafræðimenntun er eins og önnur háskólamenntun fræðileg í eðli sínu og felur í sér skilning á fræðilegri greiningu og kenningum og hæfni til að

9


Það er ekki langt síðan Íslendingar stærðu sig af ógnarhraða við ákvarðanatöku og miklum fjölda munnlegra samninga í viðskiptum. Oftast er þó vissara að skrifa þá niður.


Viðskiptalögfræði

BS

Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða sambærileg menntun.

Hæfni: Kunnátta til að annast og stjórna lögfræðilegum verkefnum hjá fyrirtækjum og skilningur á lagalegum hliðum viðskipta.

2-3 ár

Lögfræðingar með skilning á viðskiptum Viðskiptalögfræði fléttar viðskiptagreinar og félagsvísindi saman við þjálfun í lögfræði. Háskólinn á Bifröst er eini skólinn hérlendis sem býður upp á nám af þessu tagi en það er vel þekkt erlendis og nýtur víða vinsælda.

Markmiðið er að útskrifa lögfræðinga sem skilja aðferðir viðskipta og geta tekist á hendur stjórnunarhlutverk á vinnumarkaði. Námið er lifandi og fjölbreytt, í nánu sambandi við atvinnulíf og tekur mið af þróun samfélagsins og viðfangsefnum líðandi stundar. Nemendur í viðskiptalögfræði hefja námið á inngangi að almennri lögfræði sem kennd er ásamt rekstrarhagfræði, aðferðafræði og upplýsingatækni. Mikil áhersla er þannig á aðferða- og viðskiptafræðilegan þátt námsins á fyrstu önn, sem fylgt er eftir með námi í tölfræði og reikningshaldi á vorönn. Sumarnám eftir fyrsta veturinn gerir nemendum kleift að sökkva sér niður í sérhæfðari lögfræðinámskeið, en sú sérhæfing heldur áfram á öðru ári, t.d. með námskeiðum í vinnurétti, verðbréfamarkaðsrétti, skattarétti og Evrópurétti. Námið byggir á verkefnavinnu þar sem nemendur kynnast þeim viðfangsefnum viðskiptalögfræðinnar sem eru í brennidepli atvinnulífsins hverju sinni. Megingreinar námsins eru í stöðugri þróun með breytingum og sviptingum í heimi fyrirtækjarekstrar og því leggur skólinn mikið upp úr því að nemendur öðlist skilning á slíkum breytingum.

geta lokið BS og ML gráðu á samtals fjóru og hálfu ári, haldi þeir fullri námsframvindu. Mikilvægur þáttur námsins eru misserisverkefni – sjálfstæð verkefni sem nemendur vinna í hópvinnu í lok haust- og voranna.

Það er sama hvar mann ber niður í atvinnulífinu, viðskiptagrunnur laganámsins á Bifröst er gulls ígildi. – Ögmundur Hrafn Magnússon, viðskiptalögfræði 2006, ML 2008

Nemendur geta valið hvort þeir ljúka hefðbundinni ML gráðu sem veitir þeim rétt til að þreyta lögmannspróf eða sérhæfa sig á sviði viðskiptalögfræði. Nemendur

11


Það skiptir ekki máli hverjir stjórna. Það skiptir máli hvernig stjórnendur hugsa.


HHS

BA

Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða sambærileg menntun.

Hæfni: Skilningur á samfélagslegum forsendum hagkerfa og stjórnkerfa, geta til heimspekilegrar greiningar og skapandi og gagnrýninnar hugsunar.

2-3 ár

Pólitík, peningar og prinsippmál HHS – Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði – býr metnaðarfulla nemendur undir störf og nám á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Reynslan sýnir að grunnnám í þessum þremur greinum er dýrmætur undirbúningur fyrir stjórnmálaþátttöku, störf á sviði fjölmiðla, í opinberri stjórnsýslu og við hvers kyns almannatengsl. HHS fléttar þrjár greinar saman og gerir nemendum kleift að beita þeim jöfnum höndum við vandamál og viðfangsefni sem oft eru ofviða þeim sem hafa sérhæft sig á einu sviði.

Námið hefst með námskeiði í siðfræði sem kennt er samhliða rekstrarhagfræði, inngangi að stjórnmálafræði og aðferðafræði. Byggð er upp fjölbreytt kunnátta og sýn strax á fyrstu önn. Stjórnmálagreining og stjórnmálaheimspeki eru í miðpunkti á annarri önn, þar sem lagður er grunnur að skilningi á margbreytilegum stjórnmálahræringum og stjórnmálakenningum samtímans. Á sumarönn er boðið upp á námskeið í alþjóðamálum og viðfangsefnum öryggis- og kynjafræða, um leið og skilningur á hagfræðilegum þáttum alþjóðamála er dýpkaður. Þá fá nemendur innsýn í menningarsögulega og heimspekilega þætti sem móta hugsunarhátt vestræns samfélags.

Enska á öðru ári

eru hvattir til að takast á við raunhæf verkefni sem tengjast stjórnmálum, alþjóðamálum og þeim viðfangsefnum sem eru í brennidepli stjórnmála og þjóðfélagsumræðu hverju sinni. Markmið skólans er að veita nemendum þjálfun sem gerir þeim kleift að skilja aðstæður út frá margbrotnum bakgrunni.

Öll námskeið í HHS eftir fyrsta árið eru kennd á ensku með þátttöku erlendra skiptinema sem dvelja við skólann eina önn í senn. Nemendur fá því einstakt tækifæri til að auka enskukunnáttu sína og vinna með erlendum samnemendum.

Góður HHS-ingur tileinkar sér gagnrýna og skapandi hugsun og nýtir hana til að taka á við viðfangsefnum síbreytilegs samtíma, skilur meginatriði ábyrgrar stjórnunar og er fær um að setja fræðikenningar í samband við raunveruleikann.

Fullkomið fyrir þá sem vilja skilja þjóðfélagsumræðuna. Ég get ekki hugsað mér betri samsetningu einnar námslínu. – Gústaf Gústafsson, nemandi í HHS

Nám í HHS byggir á mikilli verkefnavinnu, rétt eins og nám í viðskipta- og viðskiptalögfræði. Nemendur

13


Gott skipulag fjarnámsins gefur mér kost á að stunda háskólanám án þess að fórna tækifærum á vinnumarkaðnum. – Ótta Ösp Jónsdóttir, nemandi í viðskiptafræði


Grunnmenntun í fjarnámi

BS eða BA

Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða sambærileg menntun.

Hæfni: Fjarnám veitir hæfni jafngilda þeirri sem nemendur öðlast í staðnámi.

3 ár

Það búa ekki allir Bifrestingar á Bifröst Fjarnám við Háskólann á Bifröst byggir á sama grunni og staðnámið: sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, mikilli og stöðugri verkefnavinnu og áherslu á hópastarf. Fjarnemar stunda nám á haust- og vorönnum en geta skráð sig í sumarnám með nemendum í staðnámi. Fjarnámið veitir sveigjanleika fyrir nemendur sem ýmist vilja aukna sérhæfingu eða aukna valmöguleika. Skólagjöld miðast við að nemendur geti tekið námið á þeim hraða sem hverjum hentar, en það er skipulagt sem fullt nám og uppfyllir lánshæfiskröfur LÍN.

störfum á auglýsingastofum og að markaðsmálum í fyrirtækjum.

Viðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu BS

Mikið kapp er lagt á að bjóða alltaf upp á bestu tæknilegu lausnir sem völ er á. Námskeið eru skipulögð í þriggja og sex vikna lotum auk vinnuhelga þar sem nemendur koma saman ásamt kennara á Bifröst.

Nemendur fá góðan almennan grunn viðskiptafræðinnar og sérhæfingu í rekstri og stjórnun ferðaþjónustufyrirtækja. Námið er skipulagt í nánum tengslum við ferðaþjónustuna í landinu og hentar bæði frumkvöðlum á sviði ferðamála og einstaklingum sem hafa áhuga á að byggja upp rekstur á sviði ferðaþjónustu.

Viðskiptafræði BS

HHS í fjarnámi BA

Alhliða viðskiptafræðinám á grunni hefðbundinna viðskiptagreina með áherslu á aðferðafræðilega þætti. Náminu er ætlað að undirbúa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf og er í senn krefjandi og fjölbreytt. Rík áhersla er lögð á gagnrýna hugsun og hagnýta tengingu við raunhæf verkefni og viðfangsefni sem eru efst á baugi í atvinnulífinu. Nemendum gefst kostur á að vinna misserisverkefni.

Byggt á sömu megináherslum og HHS í staðnámi og er sniðið að þörfum fólks sem hefur hug á að afla sér góðrar háskólamenntunar en hefur ekki haft tök á að ljúka háskólanámi. Hentugur valkostur fyrir þá sem hafa nýlokið framhaldsskólanámi en hafa ekki tök á að setjast að á Bifröst.

Viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti BS Alhliða viðskiptafræðinám með sérhæfingu á sviði markaðsmála, skipulagt í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) og Félag íslensks markaðsfólks (ÍMARK). Námið er sérsniðið fyrir þá sem vilja auka við menntun, þekkingu og hæfni á sviði markaðsfræða og hentar þeim sem stefna að

Nemendur ljúka grunnnámskeiðum í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði og fá að auki þjálfun í aðferðafræði og upplýsingatækni. Skólinn hvetur nemendur til að takast á við viðfangsefni sem eru í brennidepli þjóðfélagsumræðu og atvinnulífs og beita kenningum fræðanna til að þroska með sér skapandi skilning á eigin umhverfi.

15


Menningarstjórnun er bara dútl. Sem skapar um 10.000 ársverk og veltir næstum 200 milljörðum á ári. Ekki síst fyrir lögfræðinga og sérfræðinga í alþjóðaviðskiptum.


Meistaranám

MA, MS, MIB og ML

Inntökuskilyrði: Grunngráða úr háskóla eða jafngild prófgráða.

Hæfni: Meistaranám veitir hæfni til sérhæfðra starfa og framhaldsnáms til doktorsprófs.

2 ár

Vel skipulagt nám og samheldinn hópur Bifröst hefur síðan 2003 boðið upp á nám á meistarastigi til viðbótar við grunnnám skólans. Meistaranámið er fjölbreytt og í örri þróun og í því er blandað saman tækni og möguleikum fjarnáms og staðnáms.

Menningarstjórnun MA

Lögfræði ML

Nám í menningarstjórnun býr nemendur undir viðamikil og oft vandasöm störf á sviði menningar og menntunar. Námið byggir jafnhliða á fræðilegri og hagnýtri nálgun og gerir nemendum kleift að þróa gagnrýna sýn á menningu og menningarpólitík um leið og þeir öðlast þjálfun í rekstri, stjórnun og skipulagningu. Bifröst er eini háskólinn hér á landi sem býður upp á þessa samsetningu náms sem hefur sérstaklega verið lagað að íslensku menningarumhverfi.

Námið er sniðið að þörfum nemenda okkar sem lokið hafa grunnnámi í viðskiptalögfræði en vilja hasla sér völl á hefðbundnum starfsvettvangi lögfræðinga. Að loknu meistaranámi hafa nemendur rétt til að þreyta próf til lögmannsréttinda og hefur talsverður hluti meistaranema við skólann farið þá leið. Námið byggir á þeim grunni sem BS nám í viðskiptalögfræði veitir. Áhersla er lögð á markvissa þjálfun í greinum á sviði réttarfars og refsiréttar auk ýmissa greina fjármunaréttar. Þá er boðið upp á styttri námskeið í réttarsögu og sifjarétti auk valgreina sem eru breytilegar að efni frá ári til árs.

Alþjóðaviðskipti MS og MIB

Meistaranámi í alþjóðaviðskiptum er ætlað að veita þjálfun til sérhæfðra starfa hjá fyrirtækjum sem starfa hér á landi og erlendis. Horft er til sóknar íslenskra fyrirtækja á núverandi og nýjum mörkuðum í Evrópu og annars staðar í veröldinni. Sérstaklega er horft á stefnumótun og markaðssetningu nýrra viðskiptahugmynda á erlendum mörkuðum. Háskólinn á Bifröst vill sjá fyrirtækjum fyrir víðsýnum, vel menntuðum stjórnendum og starfsmönnum með góða þekkingu á fjármálum, stjórnun og markaðsmálum og getu til þess að meta og þróa viðskiptatækifæri á núverandi og nýjum vettvangi. Einnig er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í því að meta með gagnrýnum hætti tækifæri til úrbóta og sóknar á meginsviðum þeirra fyrirtækja sem þeir starfa fyrir.

Samsetning greina er hreint út sagt æðisleg og nemenda­hópurinn ekki síður: Ég eignaðist vini fyrir lífstíð í náminu. – Steingrímur Dúi Másson, menningarstjórnun 2013

17


Það er frábært að geta sannreynt fræðin í vinnunni og fræðst um vinnuna í náminu. – Tinna Jóhannsdóttir, diplóma í verslunarstjórnun 2004


Símenntun Inntökuskilyrði: Opið öllum sem hyggjast styrkja sig á vinnumarkaði.

1-3 annir Hæfni: Aukin kunnátta í rekstri og stjórnun.

Stuttar námsleiðir með áherslu á rekstur Hundruð nemenda hafa á undanförnum árum lokið símenntunarnámskeiðum á Bifröst, þar sem fjarnám og reglulegar vinnutarnir nemenda tryggja í senn gæði náms og góða nýtingu tíma. Í símenntunarnámskeiðum fer saman áhugavert og hagnýtt nám annarsvegar og fagleg tengslamyndun hinsvegar. Máttur kvenna I & II

Stjórnun í ferðaþjónustu

Nám í Mætti kvenna I er sérsniðið að þörfum kvenna sem hafa áhuga á að stýra og byggja upp fyrirtæki eða rekstur af öðru tagi. Nemendur hittast á vinnuhelgi á Bifröst í upphafi námsins en í kjölfar hennar eru námskeið í áætlanagerð, bókfærslu, upplýsingatækni, sölu- og markaðsmálum og fjármálum í 11 vikur. Náminu lýkur eins og það hófst – með vinnuhelgi á Bifröst. Boðið er upp á framhaldsnámskeið – Mátt kvenna II – eftir eftirspurn hverju sinni. Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið Mætti kvenna I og er byggt upp á sama hátt, með námskeiðum í bókfærslu, samningatækni, mannauðsstjórnun, skattaumsýslu, rekstrarhagfræði og viðskiptaensku.

Námið styrkir einstaklinga sem fást við rekstur á sviði ferðaþjónustu til að ná utan um rekstur og byggja upp fyrirtæki. Það hentar einnig fólki sem er að velta fyrir sér að hefja rekstur á sviði ferðaþjónustu og ekki síður þeim sem hafa á undanförnum árum upplifað aukningu umsvifa í kjölfar fjölgunar ferðamanna á Íslandi. Námið er einnig heppileg byrjun fyrir þá sem eru að velta fyrir sér námi í viðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu.

Sterkari stjórnsýsla Námið er hannað fyrir stjórnendur í sveitarfélögum. Markhópurinn er ekki síst sviðsstjórar og forstöðumenn stofnana en það hentar þó öllum starfsmönnum sveitarfélaga, þar á meðal kennurum, sem vilja auka möguleika sína á að takast á hendur stjórnunarstörf á sveitarstjórnarstiginu. Markmið námsins er að auka þekkingu, hæfni og leikni stjórnenda innan sveitarfélaga til þess að takast á við krefjandi starfsumhverfi og auka samvinnu þeirra í milli. Námið fer fram í fjarnámi og á vinnuhelgum á Bifröst og nær yfir 12 vikna tímabil.

Verslunarstjórnun Diplómanám í verslunarstjórnun er þriggja anna starfstengt fjarnám. Markmið námsins er að auka hæfni og þekkingu starfsfólks sem vinnur við verslun og þjónustu. Áhersla er á hagnýtar greinar sem nýtast beint í starfi en flestir nemenda eru starfandi verslunarstjórar. Námið er einnig opið einstaklingum sem vilja auka starfsmöguleika sína á sviði verslunar. Boðið hefur verið upp á þetta nám frá 2002 og hefur það hlotið starfsmenntaverðlaun í flokki skóla og fagaðila.

19


Það getur vel verið að heimurinn sé sífellt að minnka. En hann er ekkert að verða einfaldari.


Alþjóðasamstarf

1 önn

Inntökuskilyrði: Allir nemendur skólans á háskólastigi geta sótt um að komast í skiptinám.

Hæfni: Reynsla af háskólanámi erlendis. Kynni af framandi menningarheimi.

Bifröst og alþjóðasamfélagið Nemendur Háskólans á Bifröst eiga kost á að stunda nám við erlendan háskóla í eina önn sem hluta af náminu. Bifröst hefur gert tvíhliða samninga við tugi erlendra háskóla um allan heim og leggur sig fram um að koma til móts við óskir nemenda sem hafa hug á að fara í skiptinám. Allir nemendur eru hvattir til að velta skiptinámi fyrir sér en reynslan sýnir að það styrkir nemendur og eykur gildi náms þeirra. Samningar skólans taka mið af námsgreinum hans en allir nemendur eiga að geta fundið skóla við sitt hæfi á meðal samstarfsskóla. Háskólinn á Bifröst vinnur einnig að því jafnt og þétt að styrkja tengsl sín við erlenda skóla og fjölga samstarfssamningum sem fela í sér spennandi möguleika fyrir nemendur. Kennurum gefst einnig kostur á dvöl við erlenda samstarfsskóla við kennslu, rannsóknir eða fyrirlestrahald.

Erasmus og Háskóli norðurslóða Háskólinn á Bifröst er aðili að Erasmus samstarfi evrópskra háskóla sem eykur samstarfsmöguleika skólans á erlendum vettvangi verulega. Bifröst er einnig aðili að Háskóla norðurslóða (University of the Arctic) en hann er samstarfsverkefni fjölda háskóla í Kanada, Bandaríkjunum, Norðurlöndum og Rússlandi. Bifröst tekur meðal annars þátt í North2North nemendaskiptum á vegum Háskóla norðurslóða.

Skiptinám fyrir meistaranema og grunnnema Samningar skólans um skiptinám eru fyrst og fremst lagaðir að þörfum grunnnámsins en meistaranemum gefst þó einnig kostur á skiptinámi eftir því sem samstarfssamningar og aðstæður leyfa. Bifröst vinnur einnig að því að byggja upp tengsl við fyrirtæki

og stofnanir á erlendri grundu sem geta tekið við nemendum í starfsnám en mögulegt er að bæta slíku starfsnámi við námsferil á meistarastigi.

Erlendir skiptinemar Mikilvægur hluti af nemendaflóru Bifrastar eru erlendir skiptinemar sem koma venjulega til einnar annar dvalar. Skiptinemarnir eru frá samstarfsskólum Bifrastar og verður dvöl þeirra við skólann til að auka fjölbreytni hans og alþjóðlegt yfirbragð. Skiptinám íslenskra nemenda erlendis og námsdvöl erlendra nemenda við skólann eru ríkur og vaxandi þáttur í starfsemi hans.

Skiptinám mitt í Kína frá Háskólanum á Bifröst var einhver almagnaðasta lífsreynsla sem ég hef upplifað. – Kristján Örvar Sveinsson, ML nemandi í lögfræði

21


Til þess að rúlla upp samningum er mikilvægt að skoða margar sviðsmyndir. En maður þarf að kunna taflmennskuna fyrst.


Sjálfstæður háskóli

Sjálfstæður háskóli – einstakt samfélag Háskólinn á Bifröst hefur að markmiði að skapa sjálfstætt háskólasamfélag sem byggir á gildum sjálfbærni og ábyrgrar samfélagssýnar. Háskólaþorpið er hlýlegt umhverfi þar sem nemendur, starfsfólk og aðrir íbúar geta stundað nám og störf við frið og öryggi. Skólinn leggur sérstaka áherslu á gæði kennslu og að geta veitt nemendum þjónustu sem eykur möguleika þeirra á að ná árangri í námi. Sumarannir og margvísleg tækifæri til samvinnu nemenda og kennara, sjálfstæðrar verkefnavinnu og starfsnáms gerir góðum nemendum kleift að ljúka námi sínu á skemmri tíma en hægt er við aðra íslenska háskóla.

Sveigjanleg sjálfseignarstofnun Háskólinn á Bifröst er sjálfseignarstofnun. Það þýðir að skólinn er ekki rekinn í hagnaðarskyni, heldur rennur allur rekstrarafgangur til frekari uppbyggingar hans. Stjórn skólans ber ábyrgð á rekstri hans. Í henni sitja fulltrúar hollvina skólans, Samtaka atvinnulífsins og starfsmanna skólans. Háskólaráð ber ábyrgð á innri málum háskólasamfélagsins og akademískri stefnumótun. Í því sitja fulltrúar nemenda og kennara auk rektors, aðstoðarrektors og framkvæmdastjóra kennslu og þjónustu.

en hún er breytileg eftir námsstigi og eftir því hvort um staðnám eða fjarnám er að ræða. Upplýsingar um skólagjöld er að finna á heimasíðu skólans, bifrost.is.

Raunkostnaður náms Þótt nemendur á Bifröst greiði hluta af námskostnaði sínum sjálfir í formi skólagjalda er ekki þar með sagt að nám á Bifröst sé dýrara en nám við aðra skóla þegar upp er staðið. Hafa ber í huga að nemendur á Bifröst ljúka námi á skemmri tíma en aðrir íslenskir háskólanemar. Einnig má benda á að nemendur geta dregið verulega úr uppihaldskostnaði með búsetu á Bifröst. Allt háskólanám á Bifröst er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Sama gildir um nám í Háskólagátt.

Skólagjöld Þar sem Háskólinn á Bifröst býður nemendum upp á aðstöðu og þjónustu umfram lágmarkskröfur eru innheimt skólagjöld auk hefðbundinna skráningargjalda. Skólagjöldin miðast við þann viðbótarkostnað sem þjónustustig skólans, stærð og staðsetning hefur í för með sér. Upphæð skólagjalda er ákvörðuð árlega,

23


Viðskiptalögfræði fyrir áskoranir atvinnulífsins – viðskiptafræði til uppbyggingar og nýsköpunar – heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði til að ná tökum á samfélagi sem verður stöðugt flóknara – menningarstjórnun fyrir vaxandi atvinnugreinar menntunar og lista – alþjóðaviðskipti fyrir rekstur og stjórnun í hnattvæddum heimi – ML fyrir lögmenn framtíðarinnar – Háskólagátt til nauðsynlegs undirbúnings fyrir háskólanám. Háskólinn á Bifröst – fyrir atvinnulíf og samfélag

www.bifrost.is 2013

Háskólinn á Bifröst  

Við menntum ábyrga leiðtoga fyrir atvinnulíf og samfélag