Page 1

LEIKFÉLAG VESTMANNAEYJA


Góða skemmtun

2


Leikfélag Vestmannaeyja SÝNIR

Höfundur: Ray Íslensk heimfærsla: Gísli Leikstjóri: Stefán

Cooney Rúnar Jónsson

Benedikt Vilhelmsson

Ljósahönnun: Viktor

Rittmüller

Sviðshönnun: Ragnar

Gíslason og

Stefán Benedikt Vilhelmsson

Frumsýningardagur 23. mars 2016 Verk nr. 174

3


4


Kveðja frá formanni Kæru leikhúsgestir, hjartanlega velkomnir á farsa af beztu gerð! Sýningin sem varð fyrir valinu að þessu sinni er Nei, ráðherra! eftir Ray Cooney. Núna er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir aðstöðu L.V. hér í Kviku, því án hennar væri engan veginn hægt að vera með svo flottar og metnaðarfullar sýningar. Ég er þakklát leikurunum fyrir alla þá óeigingjörnu vinnu sem þau gefa L.V. Þakklát smiðnum og málurunum fyrir alla hjálpina í sviðsbyggingunni. Þakklát þeim Fríðu og Evu fyrir óeigingjarnt starf og vera alltaf tilbúnar að koma og hjálpa. Þakklát öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa boðið fram vinnu sína. Þakklát öllu þessu fólki sem vinnur fyrir félagið ávallt endurgjaldslaust. Þakklát fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa sýnt okkur alveg einstakan velvilja og góðmennsku. Þakklát elsku Viktori mínum fyrir að standa eins og klettur við hlið mína í þessi ár sem við höfum unnið saman. Þó sérstaklega þakka ég ykkur áhorfendur góðir fyrir að sækja sýningar Leikfélagsins því án ykkar væri þetta ekki hægt.

Að lokum kæru áhorfendur vil ég óska ykkur góðrar skemmtunar í kvöld. Kær kveðja Unnur Guðgeirsdóttir formaður L.V.

5


Stefán Benedikt Vilhelmsson er uppalinn á Fljótsdalshéraði, nánar tiltekið Egilsstöðum og á ættir að rekja til Þingeyrar við Dýrafjörð og Vopnafjarðar. Hann er búsettur í Reykjavík. Stefán menntaði sig sem leikari við Listaháskóla Íslands og lauk BFA gráðu árið 2009. Hann hefur komið víða við á ferli sínum og hefur verið að festa sig í sessi sem leikstjóri auk þess að sinna leikarastarfinu. Meðal sýninga sem hann hefur leikstýrt má nefna Stútungasögu, Grease, Hárið, Litlu Hrylingsbúðina og Benedikt Búálf. Hann er annar stofnenda Skýjasmiðjunnar ásamt konu sinni Aldísi Davíðsdóttur leikkonu en þau settu meðal annars upp verkið Hjartaspaðar þar sem unnið var í fyrsta sinn á Íslandi með heilgrímur sem form til að skapa heila sýningu, orðalaust. Hópurinn hlaut tvær tilnefningar til Grímuverðlauna árið 2013 fyrir verkið, en Skýjasmiðjan setti svo nýverið upp barnasýninguna Fiskabúrið við Þjóðleikhúsið í sama anda. Stefán hefur líka setið í stjórn bandalags sjálfstæðra atvinnuleikhópa (SL) í 7 ár og m.a. unnið að endurreisn Tjarnarbíós á vegum þeirra ásamt því að vinna að málefnum sjálfstætt starfandi atvinnuleikhópa á Íslandi. Stefán á tvær yndislegar dætur, Emblu Steinvöru, 6 ára og Iðunni Eldey 19 mánaða. Stefán er leikari og leikstjóri hjá Leikhópnum Lottu og hefur ferðast um allt land að sýna síðastliðin sumur, lék m.a. Hróa Hött með hópnum sumarið 2014. Næsta leikstjórnarverkefni Stefáns verður einmitt hjá Leikhópnum Lottu en verkið hefur vinnutitilinn “Litaland” og verður frumsýnt í maí. Þetta er í annað sinn sem Stefán leikstýrir hjá Leikfélagi Vestmannaeyja.

6


Ávarp Leikstjóra Ótrúlegar hugmyndir verða oft til þegar maður býr til listaverk í samvinnu við aðra. Sköpunargleðin margfaldast við það að kasta hugmyndum á milli, prófa þær og máta við manns eigin. Ég vil meina að til þess að þetta ferli skili áhugaverðri niðurstöðu og listaverki sem hefur tilætluð áhrif, sé nauðsynlegt að gefa sér leyfi til að klúðra því. Aftur og aftur og aftur. Þar til það verður betra. Gott jafnvel. Mistök og klúður kalla á endurtekningu. Og það vill svo til að endurtekningin er besti vinur leikarans. Hann lærir og eflist við hvert fall og hverja umferð af tilraunum og mistökum. Með tímanum lærir hann að sjá hvað það er sem virkar. Og gerir það betur og betur. Gefur þeim hugmyndum sem verða til nýja vængi. Klúðrar þeim aftur. Nær lengra. Leikfélag Vestmannaeyja er nú rúmlega hundrað ára gamalt félag. Það er reynsla og metnaður innan veggja félagsins. Nú eins og áður er kannski kominn tími á að þenja út vængina, takast á loft og gera tilraun. Þora að taka séns. Leika farsa. Eiga það á hættu að falla til jarðar og brotlenda. Klúðra. Farsi gengur út á það að persónurnar þínar gera nægilega mörg og stór mistök til þess að áhugavert er að horfa á þær reyna að redda þeim á sviði. Þær klúðra þessu. Af fullum þunga og algerum heilindum. Þær vita að þær geta fallið til jarðar jafn skjótt og þær láta sig falla

fram af hengifluginu. En gera það samt. Og vonast til þess að þeim vaxi vængir. Eða fallhlífin virki. Eða jörðin færi sig. Leikfélag Vestmannaeyja og það hæfileikaríka fólk sem félagið hefur innan sinna raða lætur hér vaða af fullum heilindum og við vonum að við séum búin að klúðra þessu nógu oft og almennilega til þess að þið áhorfendur góðir njótið þess með okkur. Það er allavega alveg á hreinu að við höfum fáránlega gaman af þessu og það smitar vonandi sem flesta :).

7


8


Höfundur Nei, ráðherra! Ray Cooney er þekktur í leikhúsheiminum sem „Meistari farsanna“. Hann hefur skrifað mýmörg gamanleikrit/ farsa sem hafa verið til sýningar í ensku mælandi löndum í 40 ár, auk þess sem verk hans hafa verið þýdd á yfir 40 tungumál, m.a. kínversku, rússnesku og íslensku. Farsarnir hans hafa einnig verið teknir upp fyrir sjónvarp, bæði á ensku og á öðrum tungumálum og því hefur orðstír hans sem frábær höfundur farið um víða veröld. En ferill Rays spannar yfir 70 ár sem leikari, höfundur og leikstjóri. Ray Cooney hóf feril sinn í leikhúsi aðeins 14 ára gamall í leikritinu Song of Norway sem sýnt var í Palace Theatre árið 1946. Hann hafði mikið að gera sem leikari á árunum 1946-1950. Hann lék í nokkrum leikritum í leikhúsum Lundúnaborgar auk þess sem hann ferðaðist með leikhópum vítt um Bretland. Milli 1950 og 1952 sinnti hann herskyldu en þegar henni lauk hélt hann áfram að sýna með leikhópum út um allar trissur áður en hann gekk til liðs við leikhúshópinn the Brian Rix Company, árið 1956 en hópurinn starfaði í Whitehall Theatre. Á þessu tímabili byrjaði hann að skrifa. Fyrsta verk hans, One for the pot, skrifaði hann í félagi við Tony Hilton. Verkið var frumsýnt 2. ágúst 1961 og gekk það í ein 4 ár. Þau verk Ray Cooney sem gengið hafa lengst fyrir utan þetta fyrsta eru Chase me comrade (frumsýnt 1964) sem gekk í 3 ár og Run for your wife (frumsýnt 1982) var sýnt í 9 ár samfleytt á West end. Önnur verk hans sem hann samdi á tímanum með Brian

Rix Company hafa gengið vel en þau eru nálgast annan tuginn. Árið 1983 stofnaði Ray, ásamt 30 öðrum West End stjörnum, Theatre of Comedy Company og var fyrsti listræni stjórnandi þess. Þau 8 ár sem hann starfaði með leikhúsinu voru yfir 20 verk frumsýnd, sum þeirra hans eigin verk. Meðan Ray starfaði með Brian Rix Company samdi hann leikritið Two into one. Það fékk heitið Nei, ráðherra! á íslensku og er verkið sem þið sjáið í kvöld. Það var fyrst sett upp árið 1981 í Haymarket Theatre en var sett aftur á svið árið 1984 af Theatre of Comedy Company þegar Ray var farinn að starfa þar. Ray keypti Playhouse Theatre í London árið 1992. Þar hafa verk hans og annarra verið sýnd við góðan orðstír. Hann hefur leikið í sínum eigin verkum ásamt því að leikstýra þeim í Englandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Hann hefur auk þess tekið þátt í fjöldamörgum öðrum uppsetningum, m.a. lék hann í heilt ár í hinu margfræga verki The Mousetrap eftir Agöthu Christie sem sýnt hefur verið samfleytt á West End síðan 1952. Til að setja vinsældir Ray Cooney í smá samhengi hefur verið áætlað að yfir 100 milljón miðar hafi selst um víða veröld á gamanleikrit þessa meistara. Það þýðir bara eitt: Þið eigið von á frábærri skemmtun! Heimildir: http://www.raycooney.co.uk/

9


Persónur og leikendur

10

Örvar Gauti Scheving - Skæringur Óli Þórarinsson

Guðfinnur Maack - Árni Þorleifsson

Gógó - Ríkey Konráðsdóttir

Þjónn - Alexander Páll Salberg

Atli Geir - Kristinn Viðar Þorbergsson

Móttökustjóri - Bjarni Daníelsson


Marteinn - Óli Bjarki Austfjörð

Rannveig - Sandra Rós Þrastardóttir

Anna - Birta Marinósdóttir

Jóhanna Sigurðardóttir – Unnur Guðgeirsdóttir

Hlédís - Sigríður Þóra Ingadóttir

11


12


Á bak við tjöldin Sviðs- og sýningarstjóri : Ólafur Ingi Sigurðsson Ljós, hljóð og mynd : Viktor Rittmüller Smiður : Ragnar Gíslason 3-amigos: Unnur Guðgeirsdóttir,

Eva Lilja Árnadóttir

og Sigfríður Björg Ingadóttir Yfirumsjón förðunar : María Erna Jóhannesdóttir Búningar: Leikhópur Leikmunir : Leikhópur Ljósmyndari: Laufey Konný Guðjónsdóttir Umsjón með miðasölu : Guðbjörg Erla Ragnarsdóttir Ritstjórn leikskrár : Drífa Þöll Arnardóttir og Sigríður Diljá Magnúsdóttir Umbrot og hönnun leikskrár : Sæþór Vídó Prentun leikskrár : Prentsmiðjan Eyrún

13


14


Bestu þakkir Kreppumarkaðurinn Vosbúð SASS - Ragnar Gíslason - Hraunbúðir Straumur - Gísli Ingi - Sigurður Símonarson Hótel Vestmannaeyjar - FabLab - Frosti Gíslason, Eyjablikk - Bílaverkstæði Harðar & Matta og síðast en ekki síst heimili og fjölskyldur þeirra sem standa að sýningunni.

Stjórn L.V.

Formaður: Unnur Guðgeirsdóttir Varaformaður: Ingveldur Theodórsdóttir Gjaldkeri: Viktor Rittmüller Meðstjórnendur: Alexander Páll Salberg og Jóhann Helgi Gíslason

15


16 16

GRILLHÚS


EYJABLIKK

17


Styrktar lĂ­nur

18


Ljósmyndir: Laufey Konný Guðjónsdóttir

19


COCA-COLA and the Contour Bottle are registered trademarks of The Coca-Cola Company. Š 2016 The Coca-Cola Company.

Nei, ráðherra!  
Nei, ráðherra!  
Advertisement