Page 1

LeikféLag Vestmannaeyja Leikfélag Vestmannaeyja

eftir Pétur eggerz í leikstjórn ingridar jónsdóttur


n u t m m e k s a Góð

2


Leikfélag Vestmannaeyja sýnir

Pétur Eggerz Tónlist: Guðni Franzson Leikstjóri: Ingrid Jónsdóttir Ljósahönnun: Viktor Rittmüller Útsetning tónlistar: Gísli Stefánsson Hönnun förðunar: María Erna Jóhannsdóttir Eftir

Frumsýningardagur 14. nóvember 2015 Verk nr. 173

3


4


5


6


Kæru leikhúsgestir.

Velkomin á 173. sýningu Leikfélags Vestmannaeyja Að þessu sinni varð fyrir valinu Ævintýrabókin eftir Pétur Eggerz í leikstjórn Ingridar Jónsdóttur. Í Ævintýrabókinni eru klassísku sögunum gerð skil t.d. Mjallhvíti, Rauðhettu, Öskubusku og fleirum. Við sem eldri erum munum líklega öll eftir þessum klassísku ævintýrum og þau sem formaður Leikfélags yngri eru ættu að njóta þess að upplifa þau líka. Vestmannaeyja Leikfélag Vestmannaeyja státar af mjög duglegum og metnaðarfullum einstaklingum og eru þau yngri að spreyta sig á stærri hlutverkunum. Ég er afar stolt og hreykin af þessum krökkum og upplifi mig oft sem ungamömmu. Mér þykir afar vænt um að fá að fylgjast með þeim vaxa úr grasi og dafna sem einstaklingar. Ég vil koma kærum þökkum til allra sem standa að uppsetningu þessa verks, leikurum, tæknimanni, leikstjóra, og öllum sem að starfi leikfélagsins koma. Takk fyrir því án ykkar væri þetta ekki hægt. Einnig vil ég koma sérstökum þökkum til Sjafnar, Lilju og Fríðu sem hafa unnið endalaust óeigingjarnt starf í tugi ára fyrir Leikfélag Vestmannaeyja en hafa nú dregið sig í hlé. Stelpur þið eruð ÆÐI! Takk Takk! Við ykkur, áhorfendur góðir, segi ég góða skemmtun og takk fyrir komuna. Leikfélagið er ákaflega þakklátt fyrir ykkar frábæra stuðning því áhorfendur eru jú einn af stærstu hlekkjunum í þessari keðju sem leikhúsið er.

Unnur Guðgeirsdóttir

Leikhúskveðjur Unnur Guðgeirsdóttir formaður Leikfélagsins

7


8


Kveðja frá leikstjóra:

Elsku yndislegi leikhópurinn minn Það hefur verið virkilega gaman og gefandi að vinna með ykkur. Þið eruð öll mjög öguð, dugleg, skemmtileg, fyndin og ég tala nú ekki um hæfileikarík. Ég er svo stolt af ykkur að þið trúið því ekki. Takk fyrir alla þolinmæðina Takk fyrir að vilja vera með . Takk takk þið Öll krúttin mín. Ég mun sakna ykkar allra :) Um leikritið sjálft vil ég segja að ég fékk góðfúslegt leyfi hjá höfundi að bæta við og bulla. Það gerði ég til að lengja leikritið um einhverjar mínútur. Vonandi fellur hann ekki í yfirlið ef hann kemur til Eyja til að sjá Ævintýrabókina.

Ingrid Jónsdóttir leikstjóri

Takk Unnur mín fyrir ómetanlega vinnu. Þú ert ofurkona, skemmtileg kona, vinnusöm kona, alltmulig kona, þolinmóð kona og góð kona. Takk og aftur takk. - Takk Viktor. Hvar væri leikhúsið í Vestmannaeyjum án þín! Þú ert ótrúlegur í einu orði sagt. Takk fyrir þína fjölhæfni. Svo ertu pottþéttasti drengur sem ég hef kynnst. - Takk Ragnar smiður sem ég sá alltaf á hlaupum og rétt náði að segja halló við og ætlaði að biðja hann um einhverja smíðavinnu, þá var hann búin að gera það sem ég ætlaði að biðja hann um og farin. - Takk Alma hinn mikli “Dverga” reddir. Segi ekki meir! Jú og sauma reddir segi alls ekki meir!! - Takk Eva Lilja hinn “Dverga” reddarinn og sauma reddarinn. Takk líka fyrir það hvað þið eruð yndislegar. - Takk Ingveldur fyrir að “googla” og “youtuba” með mér búninga og takk fyrir kaffið. - Takk Gísli. Flott útfærsla á tónlistinni. - Takk Hótel Vestmannaeyjar. Takk innilega fyrir mig. Takk Hafdís mín fyrir að taka að þér mömmuna. Þú negldir þetta á tveimur æfingum. - Takk kærlega saumakonur í Gömlu Gullbúðinni. Takk Sóla. - Takk Mæja sminka. Það er þvílíkt gott að hafa proffa eins og þig. Takk takk Súsanna fyrir dansinn og hreyfingarnar. - Takk Óli Bjarki minn að bjarga mér með slagsmálin, skylmingar og fleira. -Takk foreldrar fyrir að lána mér, treysta og kynnast börnunum ykkar. Þið megið vera stolt af að eiga svona frábæra krakka. Vonandi tókst okkur að gera skemmtilega fjölskyldusýningu. Megi leikfélag Vestmannaeyja dafna og vaxa um ókomna tíð. Takk takk takk fyrir mig. Góða skemmtun. Ingrid leikstjóri

9


Hæ hó - Lag dverganna Höfundur: Sólrún Jónsdóttir

10


Hæ hó hæ hó við höldum heim í ró. Hæ hó hæ hó hæ hó hæ hó hæ hó hæ hó Klókur: Hugsi er með haka minn er húmar degi að ég met það mest að hátta mig og koma mér í bað. Með góða bók og kakó glas og kökustykkjum tveim að kúra mig og kósa smá nú.. komast vil ég heim Glámur: Gleraugu og sér-augu og kýraugu t' að sjá sjónauka og stjörnukíki - sjónpípur ó .. já. Ég er Glámur ekki Skrámur heldur bara ég ég er dvergur næsta blindur samt ég held ég sé Purkur: Sofa, kúra, lúra, blunda, leggja sig í lund dreyma, dorma, drolla, dúlla, fá sér lítin blund. Kasta sér á kviðin gamla gleyma stað og stund ég er Purkur purkudvergur og dreymi um ástarfund Kútur: Kútur kútur labba kútur krúttímikið boll rúllí þumbí aðal bumbí aðal bumbíboll. Borða, sofa, sofa, borða, sofa, borða já borða svo og leggja sig og borða aftur þá Kátur: Það er gaman, syngjum saman, höldum heim á leið hæ og hó og hó og hæ við syngjum söngva seið. Ég er Kátur ofsa kátur Mjallhvít er mér kær bráðum fæ ég hana að líta h' demant hjá mér fær Fúli: Iss og piss og fuss og fei og feikimikið púú Hump um prump og mosa rump ég svaka Fúll er nú. Allt er skítt og grátt og fúlt og svaka lítið stuð en bráðum höldum heim á leið og ekkert meira puð Hnerri: atjú atjú atjú atjú atjú atjú atjúúú og æ ég hnerra, hósta, hræki, snýti, í vasaklútinn næ. Demants ryk og drekablóð er doldið slæmt að fá endalaust í lungun litlu og augun fjólublá

11


Persónur og lei

Dóra - Brigitta Kristín Bjarnadóttir

Veiðimaður - Jökull Elí Þorvaldsson

Úlfur - Skæringur Óli Þórarinsson

Rauðhetta - Agnes Líf Sveinsdóttir

Stígvélaði kötturinn Kristinn Viðar Þorbergsson

Mjallhvít - Kristín Edda Valsdóttir

Vonda drottningin - Thelma Lind Þórarinsd.

Öskubuska - Hulda Dís Snorradóttir

Stjúpa Öskubusku - Erla Jónatansdóttir

Stjúpsystir Öskubusku - Bryndís Guðjónsdóttir

Stjúpsystir Öskubusku - Guðbjörg Sól Sindradóttir

Prins Öskubusku – Ólafur Ingi Sigurðsson

12


ikendur

Dvergar

Skógarhöggskona Guðrún Ása Frímannsdóttir

Fúli - Snorri Geir Hafþórsson

Prinsessan á bauninni - Erika Ýr Ómarsdóttir

Skógarhöggsmaður - Árni Þorleifsson

Amma Rauðhettu / Varðmaður - Óli Bjarki Austfjörð

Prins / Varðmaður - Jóhann Helgi Gíslason

Mamma Dóru - Hafdís Víglundsdóttir

Glámur - Daníel Hreggviðsson

Kútur - Gunnlaugur Hróðmar Tórshamar

Purkur - Hafþór Hafsteinsson

Hnerri - Anton Máni Sigfússon

Kátur - Þorbjörn Andri Hinriksson

Klókur - Guðbjörg Sól Sindradóttir

13


Á bak við tjöldin Sviðs- og sýningarstjóri : Jóhann Helgi Gíslason Ljós, hljóð og mynd : Viktor Rittmüller Hönnun skylmingaratriða : Óli Bjarki Austfjörð Danshöfundur : Súsanna Georgsdóttir Smiður leikmyndar : Ragnar Gíslason, Sigurður Símonarson og Ido YahAV Förðun : Guðrún Ása Frímannsdóttir, Thelma lind Þórarinsdóttir og Leikhópurinn Leikmunir : Hópurinn Umsjón með miðasölu : Alma Eðvaldsdóttir Myndataka : Sigríður Högnadóttir Búningar: Alma Eðvaldsdóttir, Eva Lilja Árnadóttir og Unnur Guðgeirsdóttir Ritstjórn leikskrár : Drífa Þöll Arnardóttir og Sigríður Diljá Magnúsdóttir Umbrot og hönnun leikskrár : Sæþór Vídó Prentun leikskrár : Prentsmiðjan Eyrún

14


Bestu þakkir Bjartey Gylfadóttir Guðbjörg Erla Ragnarsdóttir Sigríður Högnadóttir Ísfélag Vestmannaeyja Kreppumarkaðurinn Vosbúð (nytjamarkaður) Net HF Vinnslustöð Vestmannaeyja Landakirkja Birta Marinósdóttir Og síðast en ekki síst fjölskyldur og heimili þeirra sem standa að sýningunni fyrir alla þolinmæðina og skilninginn.

Stjórn LV Formaður: Unnur Guðgeirsdóttir Varaformaður: Ingveldur Theodórsdóttir Gjaldkeri/ritari: Viktor Rittmüller Meðstjórnendur: Alexander Páll Salberg og Jóhann Helgi Gíslason.

15


Um verkið

Hver kannast ekki við að hafa gleymt sér við lestur skemmtilegrar sögu eða ævintýris? Smám saman verður söguheimurinn svo heillandi að maður gleymir raunveruleikanum stutta stund og stígur inn í ævintýraheiminn. Þar er hægt að berjast við úlfa og vondar stjúpur og hafa alltaf betur. Jafnvel þótt úlfurinn nái að gleypa mann í einum bita. Þegar ævintýrinu lýkur er svo hægt að fletta til baka og byrja á öllu saman upp á nýtt. Kannast ekki flestir við að hafa sofnað út frá lestrinum og ævintýrið haldið áfram í draumaheiminum? Þá er ekki alltaf víst að allt fari eins og það á að fara. Hver veit nema úlfurinn hætti við að éta hana Rauðhettu og fari yfir í annað ævintýri? Og hver veit nema við getum þá sjálf tekið þátt í ævintýrinu og haft áhrif á gang mála? En hvað er draumur og hvað veruleiki? Þarf endilega að vera einhver munur þar á? Í dag förum við saman í ferðalag um síður ævintýrabókarinnar og þar getur allt mögulegt gerst ... (úr leikskrá Möguleikhússins við fyrstu uppsetningu á Ævintýrabókinni) Ævintýrabókin var samin fyrir Möguleikhúsið og var frumsýnd 7. október 1995 í Möguleikhúsinu við Hlemm. Höfundur verksins, Pétur Eggerz, leikstýrði einnig þessari fyrstu uppsetningu á verkinu. Tónlistin í sýningunni er samin af Guðna Franzsyni. Ingrid Jónsdóttir, leikstjórinn okkar að þessu sinni, tók þátt í uppsetningunni og lék 5 hlutverk. Það voru hlutverk Rauðhettu, Stjúpu Mjallhvítar, Stjúpu Öskubusku, Stígvélaða köttinn og Prinsessuna á bauninni. Hún leikstýrði líka Ævintýrabókinni þegar verkið var sett upp hjá Leikfélagi Mosfellsbæjar árið 2004. Árið 2008 sýndu nýútskrifaðir krakkar úr Hlíðaskóla verkið við góðan orðstír. Nú er Ævintýrabókin komin til sýningar hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Njótið vel!

16


17


Um höfund

Pétur Eggerz er fæddur í Reykjavík 1960. Hann stundaði nám í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands í nokkur ár áður en hann hélt til leiklistarnáms í Lundúnum. Þaðan útskrifaðist hann frá The Webber Douglas Academy of Dramatic Art 1984. Hann lék um fjögurra ára skeið hjá Leikfélagi Akureyrar, m.a. í sýningunum Piaf, Silfurtúnglið, Piltur og stúlka, Fiðlarinn á þakinu höfundur Ævintýrabókarinnar og Emil í Kattholti. Hann hefur einnig tekið þátt í sýningum hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og Alþýðuleikhúsinu. Þá lék hann í kvikmyndunum Hvítir mávar, Sódóma Reykjavík, Veggfóður, Karlakórinn Hekla og Opinberun Hannesar. Auk þess hefur hann gert töluvert af því að leikstýra hjá skólum og áhugafélögum. Pétur er einn af stofnendum Möguleikhússins og hefur starfað þar frá árinu 1990 sem leikari, leikstjóri og höfundur. Hann hefur m.a. skrifað leikritin Smiður jólasveinanna, Umferðarálfurinn Mókollur, Ævintýrabókin, Ekki svona! (með Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni), Hvar er Stekkjarstaur? og Jónas týnir jólunum. Pétur situr í stjórn Möguleikhússins.

Pétur Eggerz

(Upplýsingar fengnar af: moguleikhusid.is)

Styrktarlínur

18


Um leikstjóra Ingrid útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund 1981 og Leiklistarskóla Íslands 1987.
 Hún hefur unnið við leikhús í yfir 25 ár. Ingrid fékk leiklistarbakteríuna sem lítil stelpa í Mosó og lék með Leikfélagi Mosfellssveitar áður en hún fór í leiklistarskólann.
 Ingrid hefur leikið í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og unnið fyrir sjónvarp og útvarp.
Síðustu ár hefur Ingrid sett upp fjölmargar sýningar fyrir áhugamannaleikhópa. Leikstjórn: 2015. Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan. Leikfélag Hveragerðis. Marc Camoletti og leikhópurinn. 2014. Vælukjói (Cry Baby) Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum. 2013. Leikflokkurinn Hvammstanga. Algjör súpa. Ingrid Jónsdóttir og leikhópurinn 2013. Leikfélag Hveragerðis. Með vífið í lúkunum. Ray Cooney. 2012. Ungmennafélagið Íslendingur. Smáborgarabrúðkaup. Brecht. 2012. Leikfélag Sauðárkróks. Tveir tvöfaldir. Ray Cooney. 2012. Leikfélag Hofsóss. Engin með Steindóri. Nína Björk Jónsdóttir 2011. Leikfélag Patreksfjarðar. Tíu þjónar og einn í sal. Ingrid Jónsdóttir og leikhópurinn. 2011. Leikfélag Mosfellsbæjar. Alls konar Elvis. Ingrid Jónsdóttir og leikhópurinn. 2010. Leikfélag Borgarholtsskóla. Lísa í Undralandi. 2009. Leikfélag Laxdæla. Spretthlauparinn. Agnar Þórðarson 2009. Kvennaskóli Reykjavíkur. Pínku Píkuleikrit. Eftir leikstjórann og leikhópinn. 2008. Leikfélag Blönduóss. Tveir tvöfaldir. Ray Cooney. 2007. Leikfélag Hornafjarðar. Trúðaskólinn. F.K.Waechter 2007. Leikfélag Hvammstanga. Emil í Kattholti. Astrid Lindgren. 2006. Þjóðleikhúsið. Aðstoðarleikstjóri. Baltazar. Pétur Gautur. Henrik Ibsen 2005. Leikfélag Mosfellssveitar. Ævintýrabókin. Pétur Eggertz. 2004. Leikfélag Blönduóss. Smáborgarabrúðkaup. Bechtold Brecht. 2004. Litla leikfélagið, Ísafirði Ísaðar gellur. Frederic Harrison. 2003. Broadway. Le Sing 2003. Leikfélag Hvammstanga. Með vífið í lúkunum. Ray Cooney. 2003. Talia, Menntaskólinn við Sund. Hrein mey á leiðinni. 2001. Hallvarður Súgandi. Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði. Dario Fo. 2000. Leikfélag Mosfellssveitar. Á svið. Rick Abbott.

19


20 20


EYJABLIKK

21


22


Lokalag

Dóra Það er alveg víst að þau gerast enn ævintýrin sem las ég um bíðið við og þau birtast senn, bara ef lokum við augunum. Viðlag Ævintýrin sér eiga stað efast þarf ekki neinn um það inní í bókunum oft þau búa ef þú barasta vilt því trúa Veiðimaður Engum blöðum skal um það flett allt er mögulegt, sannið til finnast ennþá, það hef ég frétt furður miklar og sjónarspil Viðlag Rauðhetta Allt í kring eru ævintýr enn að gerast, jú biðið við konungshallir og kynjadýr kunna að birtast ef leitið þið Viðlag Úlfurinn Með hugarflugi við förum hátt, finnum undarleg draumalönd. Ef hugrökk erum og hræðumst fátt hald‘ okkur munu engin bönd. Viðlag Köttur úti í mýri sett‘ upp á sig stýri úti er ævintýri.

23


LADDA

100 ÁRA AFMÆLI

FLÖSKUNNAR

© 2015 The Coca-Cola Company. “Coca-Cola”, “Coke”, and the design of the “Coca-Cola Contour Bottle” are registered trademarks of The Coca-Cola Company.

ÉG HEF KYSST

Ævintýrabókin  
Ævintýrabókin  
Advertisement