Page 1


n u t m m e k s a óð

G

2


Leikfélag Vestmannaeyja sýnir

eftir Howard Ashman

og Alan Menken

Þýðing á lausu máli: Einar

Kárason Þýðing á bundnu máli: Magnús Þór Jónsson, Megas Leikstjóri: Stefán Benedikt Vilhelmsson Ljósahönnun: Stefán Benedikt Vilhelmsson og Viktor Rittmüller Hönnun leikmyndar: Stefán Benedikt Vilhelmsson og Ragnar Gíslason Tónlistarstjórn: Elvar Þór Eðvaldsson

Frumsýningardagur 28. mars 2015 Verk nr. 172

3


4


5


6


Ágætu gestir.

Velkomin á 172.sýningu LV Að þessu sinni er það Litla hryllingsbúðin, sem sett er upp hjá okkur. Oft gleymir fólk því að L.V.er áhugaleikhús. Í áhugaleikhúsi fer öll vinna fram í sjálfboðavinnu, hvort sem um er að ræða formanninn eða alla aðra sem koma tækni, förðun, hljómsveit, málun, sviðsmynd, saumum, leik eða hvaða nafni þú gefur því þá fer öll okkar vinna í að gera L.V. að sterkara leikfélagi. Með frábæru fólki tekst okkur það alltaf betur og betur. formaður Leikfélags Þetta er uppfærsla nr.3 sem ég kem að Vestmannaeyja sem formaður og það verð ég að segja að L.V. væri ekki það sem það er nema fyrir dugnað og ósérhlífni þeirra sem eru tilbúnir í þá vinnu sem felst í því að vera í áhugaleikhúsi, oft í fullu námi eða vinnu. Vinna við áhugaleikhús tekur margar klukkustundir á dag, vikum saman, oft undir gríðarlegu álagi. Í samstarfi við Þjóðleik og Grunnskóla Vestmannaeyja eru nú u.þ.b. 30 börn i 8.-10. bekk á námskeiði hjá okkur i leiklist. Fjöldi þátttakenda í því verkefni kom okkur skemmtilega á óvart. Við þurftum að skipta þeim í tvo hópa og eru þau að æfa undir dyggri stjórn Zindra Freys Ragnarssonar og verða sýningar á þeirra vinnu í maí. Alma Eðvaldsdóttir og Gleðigjafarnir, í samstarfi við Leikfélagið, eru að vinna að sýningu sem við getum stolt sagt að verði sýnd í Kviku snemmsumars. Þau settu upp Rokkabusku árið 2009 við góðar viðtökur bæjarbúa. Þetta er í annað sinn sem Gleðigjafarnir með Ölmu í fararbroddi setja upp leiksýningu, en í þetta sinn ætla þau að setja upp verk sem ber vinnutitilinn Mjallhvít. Við hlökkum mikið til að fá að sjá afrakstur þeirrar vinnu. Áhorfendur eru Leikfélaginu mikilvægir því án ykkar og áhuga ykkar á þeim stykkjum sem við eru að sýna mundi starf okkar aldrei ganga. Ykkur þakka ég innilega fyrir áhugann. Öllum sem standa að sýningunni þakka ég af öllu hjarta mínu, takk fyrir að vera þið, takk fyrir að fá að vera með ykkur í þennann tíma. Í mínum augum eruð þið hetjur að leggja þessa vinnu á ykkur. TAKK! Ég elska ykkur öll.

Unnur Guðgeirsdóttir

Við áhorfendur vil ég segja, góða skemmtun.

7


Litla hryllingsbúðin Saga Litlu hryllingsbúðarinnar spannar rúm 50 ár. Árið 1960 kom út grínmyndin The Little Shop of Horrors eftir Charles B. Griffith í leikstjórn Roger Corman. Aðalleikarar myndarinnar voru Jonathan Haze, Jackie Joseph, Mel Welles og Dick Miller en allir höfðu leikararnir unnið fyrir leikstjórann áður. Húmorinn í myndinni þótti einstakur, farsakenndur og ansi svartur. Myndin var tekin á aðeins tveimur dögum til að nýta sviðsmyndir sem enn stóðu eftir tökur á myndinni A Bucket of Blood og kostaði aðeins 30.000 dollara í framleiðslu. Tvær kenningar eru uppi hvaðan hugmyndin að bíómyndinni er komin. Annars vegar að myndin sé byggð á sögunni Green Thoughts frá árinu 1932 eftir John Collier sem fjallar um mannætuplöntu. Hins vegar að hugmyndin komi frá sci-fi smásögu Arthur C. Clarke The Reluctant Orchid sem kom fyrst út 1956, um áhugamann um orkídeur sem er næstum étinn af einni slíkri. Myndinni var dreift sem B-mynd en eignaðist fljótt fylgjendahóp þó hún hafi ekki orðið sérlega vinsæl. Það var ekki fyrr en hún var sýnd í sjónvarpi sem hún naut nokkurra vinsælda auk

8

Frá uppsetningu FÍV 1994. Ómar Smárason sem Baldur og Erlingur Guðbjörnsson sem Mússnikk.

Auður Ásgeirsdóttir og Anna Sigrún Ólafsdóttir í hlutverkum sínum í sýningu FÍV 1994.

þess sem lítið hlutverk sem Jack Nicholson lék vakti athygli á henni. Árið 1982 var frumsýndur söngleikurinn Little Shop of Horrors byggður á samnefndri mynd. Verkið er gaman-hryllings-rokk söngleikur eftir handritshöfundinn Howard Ashman og tónskáldið Alan Menken og með þessari uppsetningu vaknaði aftur áhugi á myndinni frá 1960. Verkið á að gerast á 7. áratug síðustu aldar og ber tónlistin þess glöggt merki. Söng-


leikurinn var fyrst sýndur í litlu leikhúsi off-off Broadway í New York en var síðar fluttur í The Orpheum Theatre Off-Broadway og urðu sýningarnar 2209 talsins og sýningartíminn spannaði 5 ár. Auk þess hafa áhuga- og atvinnuleikhús um allan heim sýnt verkið við gríðarlegar vinsældir. Söngvamynd var gerð eftir söngleiknum árið 1986 sem leikstýrð var af Frank Oz en með aðalhlutverkin fóru Rick Moranis, Ellen Greene, Vincent Gardenia, Steve Martin og Levi Stubbs sem rödd Audrey II. Í myndinni komu líka fram James Belushi, John Candy, Christopher Guest og Bill Murray. Myndin var tekin upp í Pinewood Studios í Englandi þar sem miðbæjarleikmynd var byggð og kostaði 25 milljónir bandaríkjadala í framleiðslu. Upprunalegur endir myndarinnar var, eins og annað í myndinni, byggt á söngleiknum. Honum var þó var skipt út eftir að áhorfendur í prufuskimun voru virkilega óánægðir með hann. Það þurfti því að taka upp nýjan endi.

Litla hryllingsbúðin á Íslandi

Á Íslandi hefur Litla hryllingsbúðin verið sett upp þrisvar sinnum í atvinnuleikhúsum. Samhliða þessum þremur uppfærslum var tónlistin úr sýningunum gefin út á plötum/geisladiskum. Einnig hefur Hryllingsbúðin verið sýnd af áhugamannaleikhópum víða um landið, s.s. í grunn- og framhaldsskólum.

Fyrsti atvinnuleikhópurinn sem sýndi Litlu hryllingsbúðina á Íslandi var Hitt leikhúsið. Sýnt var í Gamla bíó (Íslensku óperunni) við Ingólfsstræti í Reykjavík og fór frumsýningin fram 13. janúar 1985. Sýningum lauk í byrjun desember sama ár og voru þær þá orðnar fleiri en 100. Sýningargestir urðu u.þ.b. 50.000 og fram að þeim tíma hafði aðeins eitt leikhúsverk verið betur sótt á Íslandi: Fiðlarinn á þakinu. Yfirumsjónarmenn sýningarinnar voru Sigurjón Sighvatsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Einar Kárason þýddi laust mál í sýningunni en Magnús Þór Jónsson (Megas) þýddi söngtextana. Leikfélag Reykjavíkur var annað atvinnuleikfélagið sem sýndi Litlu hryllingsbúðina. Hún var sýnd á stóra sviði Borgarleikhússins og frumsýnt var 4. júní 1999. Að þessu sinni var það Gísli Rúnar Jónsson sem þýddi og staðfærði verkið, en áfram var notast við söngtexta Megasar. Sýningar urðu samtals 66 og sýningargestir urðu 29.603. Leikstjóri var Kenn Oldfield. Þriðja íslenska atvinnuleiksýningin á Hryllingsbúðinni var sett upp af Leikfélagi Akureyrar, í samstarfi við Íslensku óperuna og var hún frumsýnd 24. mars 2006 í Samkomuhúsinu á Akureyri. Sýnt var á Akureyri allt vorið, en í maí var farið með sýninguna til

9


Reykjavíkur og var hún frumsýnd í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti þann 13. maí. Sýnt var í Reykjavík í maí og júní, en í september voru sýndar nokkrar aukasýningar á Akureyri. Einar Kárason þýddi laust mál og enn var notast við söngtextaþýðingar Megasar. Andrea Gylfadóttir hlaut Grímuverðlaunin 2006 sem besti söngvari fyrir hlutverk sitt í söngleiknum, en auk þess var Ástrós Gunnarsdóttir, danshöfundur sýningarinnar, tilnefnd til sömu verðlauna sem danshöfundur ársins. Leikstjóri sýningarinnar var Magnús Geir Þórðarson.

Eins og áður hefur komið fram þá hafa áhugaleikfélög líka verið dugleg að setja upp Litlu hryllingsbúðina. Verkið hefur einu sinni áður verið sett upp hér í Eyjum en í það skiptið var það Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum sem átti heiðurinn að því. Það var árið 1994 og var það gert í leikstjórn Jóhönnu Grétu Guðmundsdóttur. Sýningin var sett upp í tengslum við árshátíð skólans og var sýnd á Höfðanum. Í ár tekur svo Leikfélag Vestmannaeyja við kyndlinum og bregður upp sinni sýn á frábæru verki. Góða skemmtun!

10

Um Leikstjórann Stefán Benedikt er uppalinn á Egilsstöðum og á ættir að rekja til Þingeyrar við Dýrafjörð og Vopnafjarðar. Stefán menntaði sig sem leikari frá Listaháskóla Íslands og lauk þaðan BFA gráðu árið 2009. Hann hefur komið víða við á ferli sínum og hefur verið að festa sig í sessi sem leikstjóri auk þess að sinna leikarastarfinu. Stefán hefur leikið í, leikstýrt og framleitt leiksýningar og hefur alltaf haft brennandi áhuga á öllu sem tengist sviðslistum. Hann er annar stofnenda Skýjasmiðjunnar ásamt konu sinni Aldísi Davíðsdóttur, leikkonu en þau settu meðal, annars upp verkið Hjartaspaðar þar sem unnið var í fyrsta sinn á Íslandi með heilgrímur sem form til að skapa heila sýningu, orðlaust. Hópurinn hlaut tvær tilnefningar til Grímuverðlauna árið 2013 fyrir verkið, en Skýjasmiðjan setti svo nýverið upp barnasýninguna Fiskabúrið við Þjóðleikhúsið í sama anda. Stefán hefur líka setið í stjórn bandalags sjálfstæðra atvinnuleikhópa (SL) í 6 ár og m.a. unnið að endurreisn Tjarnarbíós á vegum þeirra ásamt því að vinna að málefnum sjálfstætt starfandi atvinnuleikhópa á Íslandi. Stefán er leikari hjá Leikhópnum Lottu og hefur ferðast um allt land að sýna síðastliðin sumur, nú síðast þar sem hann lék Hróa Hött með hópnum sumarið 2014. Þetta er í fyrsta sinn sem Stefán leikstýrir hjá Leikfélagi Vestmannaeyja.


Góðir leikhúsgestir,

Velkomnir á Bísann, heimili Blómabúðar Músnikks Að takast á við Litlu Hryllingsbúðina er ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Verkið er tæknilega flókið og krefst mikils af þeim listamönnum leikstjóri sem koma að sýningunni. Með jafn sterkan hóp og ég hef farið fyrir við uppsetningu á Litlu Hryllingsbúðinni er einfaldlega ekki annað hægt en að stíga skrefið til fulls og keyra allt í botn. Það er enginn afsláttur gefinn við þetta gott fólk og ég vona að allur sá metnaður sem hefur farið í þessa uppsetningu skili sér í sýningu sem þið getið notið þess eins mikið að upplifa og við gerðum að búa til. Hér er unnið af heilindum og metnaði.

Stefán Benedikt Vilhelmsson

Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með ofboðslega góðu fólki í gegnum tíðina. Skrýtnu fólki. Skemmtilegu fólki. Listafólki. Í áhugaleikfélögum á Íslandi er urmull af svona snillingum. Og Leikfélag Vestmannaeyja er ríkt af þeim. Það þarf kjöraðstæður fyrir leiklistarbakteríuna að vaxa. Ég menntaði mig sem leikari vegna þess að ég fékk bakteríuna. Ég smitaðist austur á Héraði fyrir mörgum árum. Ástríða mín fyrir leikhúsi varð til hjá Leikfélaginu í litla samfélaginu úti á landi. Aðstaðan og umgjörðin var þannig að ungt fólk gat látið sig dreyma. Ég er einlæglega þakklátur fyrir það að hafa fengið að kynnast því metnaðarfulla og áhugaverða fólki sem byggir Vestmannaeyjar. Leikfélag Vestmannaeyja er sterkt félag með mikinn meðbyr og hér er metnaður til að gera hlutina vel. Hjá félaginu er allt til staðar til þess að gera góðar leiksýningar og það er unnið sleitulaust frá fyrsta degi. Það sakar ekki að hér er líka ein skemmtilegasta flóra af persónum sem ég hef kynnst. Og hér er hægt að láta sig dreyma. Leikfélag Vestmannaeyja er ríkt af hæfileikum og mannauði og býr yfir aðstöðu til að framleiða úrvals leiklist. Stjórn félagsins og meðlimir eru virkilega öflugt fólk. Hér eru hlutir tæklaðir af festu og alvöru. Að fá það verkefni að stýra sýningu í slíkri umgjörð verða alltaf forréttindi. Njótið sýningarinnar. Passið ykkur á plöntunum. Og hvað sem þið gerið, ekki gefa þeim!

11


Auður

Músnikk

Orin

Ronnette

Chiffon

Krystall

Auður 2 hreyfingar

Auður 2 rödd Ólafur Ágúst Guðlaugsson

Ævar Örn Kristinsson

Ólafur Freyr Ólafsson

Agnes Líf Sveinsdóttir

12

Ágústa Halldórsdóttir

Sigríður Þóra Ingadóttir

Árni Þorleifsson

Zindri Freyr Ragnarsson

Svanhildur Eiríksdóttir

Persónur og leikendur

Baldur


Sjónvarpsmaður og Masókisti:

Alexander Páll Salberg

Viðskiptavinur 1

Ólafur Ingi Sigurðsson

Frú Sleggja

Birta Marinósdóttir

Róni á Bísanum:

Jóhann Helgi Gíslason

Benjamín og viðskiptavinur 2 Óli Bjarki Hólmgeirsson

Martin Kristinn Viðar Þorbergsson

Agentinn

Egill Andrésson

Hljómsveit: Elvar Þór Eðvaldsson / Viktor Ragnarsson / Skæringur Óli Þórarinsson /Theodór Árni Hlöðversson / Axel Freyr Gylfason / Páll Viðar Kristinsson / Jarl Sigurgeirsson

13


Á bak við tjöldin Aðstoðarleikstjóri: Viktor Rittmüller Framkvæmdastjóri sýningar: Alma Eðvaldsdóttir Sviðs- og sýningarstjóri: Egill Andrésson Ljósa- og hljóðmaður: Viktor Rittmüller Smiður leikmyndar: Ragnar Gíslason og Ragnar Smári Ragnarsson Leiktjaldamálun: Eva Lilja Árnadóttir, Unnur Guðgeirsdóttir, Alma Eðvaldsdóttir og leikhópur Hönnun búninga: Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Lilja Þorsteinsdóttir Hönnun gerva: Zindri Freyr Ragnarsson Hönnun plöntu: Bernd Ogrodnik brúðugerðarmeistari Leikmunir: Hópurinn Förðun: María Erna Jóhannesdóttir og Thelma Lind Þórarinsdóttir Sviðsmaður: Guðmundur Kári Guðmundsson Umsjón með miðasölu: Hólmfríður Sigurðardóttir Myndataka: Laufey Konný Guðjónsdóttir Ritstjórn leikskrár: Drífa Þöll Arnardóttir og Sigríður Diljá Magnúsdóttir Uppsetning leikskrár og veggspjalda: Sæþór Vídó Prentun leikskrár: Prentsmiðjan Eyrún

14


Bestu þakkir María Pétursdóttir Kreppumarkaðurinn í Vosbúð Olís Viktor rakari Skipalyftan Arnór bakari Patrick Maximilian Rittmüller Kristinn Guðmundsson Vinnslustöð Vestmannaeyja Ísfélag Vestmannaeyja Sjöfn, Lilja og Fríða fyrir einstaklega gott starf í þágu félagsins til fjölda ára. Síðast en ekki síst heimili og fjölskyldur þeirra sem standa að sýningunni.

Stjórn LV Formaður: Unnur Guðgeirsdóttir Varaformaður: Alma Eðvaldsdóttir Gjaldkeri/ritari: Vitkor Ritmüller Meðstjórnendur: Zindri Freyr Ragnarsson og Elvar Þór Eðvaldsson

15


StyrktarlĂ­nur

JR verktakar

Toppurinn

16


17


18


19


20 20


GÓÐUR MATUR OG LEIKHÚS

SVÍKUR ENGAN

R E S TAU R A N T

EYJABLIKK

Vestmannabraut 28 | sími: 481-1415 www.einsikaldi.is | einsikaldi@internet.is

21


V

Ólöf Dóra Sigurðardóttir Waage Fædd 2. febrúar 1935 – Dáin 2. janúar 2015 Snemma á þessu ári bárust mér þær fréttir að hún Ollý, góð vinkona mín og samstarfskona hjá Leikfélagi Vestmannaeyja væri látin. Langar mig að minnast hennar með örfáum orðum. Við Ollý kynntumst fyrst fyrir mörgum árum þegar við störfuðum saman í stjórn Leikfélagsins. Tókst með okkur góð vinátta sem aldrei bar skugga á eftir þau kynni. Ollý var kjörin formaður Leikfélagsins árið 1986 og starfaði hún sem slíkur í ein 8 ár. Hún stjórnaði félaginu af röggsemi og dugnaði öll þessi ár og lagði sig ávalt fram um að skila sínu með sóma, sem og hún svo sannarlega gerði. Hún var mjög listræn, það lék allt í höndunum á henni hvort það var saumaskapur, listmálun eða hvað sem var. Allt var unnið af dugnaði, vandvirkni og samviskusemi, sama hvort það var að leika á sviðinu, sauma búninga, en þeir eru ótal margir búningarnir sem hún saumaði, já eða stjórna öllu baksviðs, sjá um leikskrána, eða bara hvað sem var. Ollý lék m.a. í Saumastofunni, Síldin kemur, síldin fer, 7 stelpur, Ærsla-

22

draugnum, Við brimsorfna kletta o.fl. og fl. Og léku þau hjónin Ollý og Svenni Tomm oft saman á sviðinu. Það var oft líf og fjör í leikhúsinu þegar við vorum öll þar saman komin, Ollý, Svenni, Geiri, Runi, Stína Bald og fleiri af gömlu félugunum, þá flugu brandararnir og Ollý tók upp gítarinn og þá var sungið af hjartans list. – Nú er allt þetta yndislega fólk farið af okkar tilverustigi (nema undirrituð) og get ég ímyndað mér að það séu leiknar nokkrar revíurnar á hinu æðra tilverustigi sem þau eru nú á og þar sé mikið grín og gaman......... Ollý var heiðursfélagi Leikfélagsins , og var hún svo sannarleg vel að þeim titli komin. Elsku Ollý, Leikfélag Vestmannaeyja þakkar Þér öll þín frábæru störf innan félagsins, undirrituð þakkar þér trygga vináttu og góðar og ógleymanlegar stundir. Guð blessi minningu þína. F. h. Leikfélags Vestmannaeyja Hólmfríður Sigurðardóttir (Fríða).


23


LADDA

100 ÁRA AFMÆLI

FLÖSKUNNAR

© 2015 The Coca-Cola Company. “Coca-Cola”, “Coke”, and the design of the “Coca-Cola Contour Bottle” are registered trademarks of The Coca-Cola Company.

ÉG HEF KYSST

Litla Hryllingsbúðin  
Litla Hryllingsbúðin  
Advertisement