Page 1

LeikféLag Vestmannaeyja

eftir thorbjörn egner í leikstjórn jóns stefáns kristjánssonar


Góðamtun skem


Leikfélag Vestmannaeyja sýnir

eftir Thorbjörn Egner Tónlist eftir Thorbjörn Egner og Christian Hartmann Þýðendur: Helga Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk Leikstjóri: Jón Stefán Kristjánsson Ljósahönnun: Viktor Rittmüller Hönnun leikmyndar: Ragnar Gíslason og Bjarki Ingason Hönnun búninga: Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Lilja Þorsteinsdóttir Hönnun gerva: María Erna Jóhannsdóttir Frumsýningardagur 8. nóvember 2014 Verk nr. 171

3


4


5


6


Ágætu gestir! Ég vil bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin á þriðju uppfærslu Leikfélags Vestmannaeyja á Dýrunum í Hálsaskógi. Hefðirnar eru til að halda þær og það gerum við með því að sýna þetta klassíska verk á tíu ára fresti. Það verður enginn svikinn af þessum boðskap sem verkið túlkar. Það eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir og hjálpa hvert öðru. Yndislegur boðskapur sem við mennirnir ættum að hafa í huga og breyta eftir alla daga.

Ávarp

formanns

Þetta er búin að vera heljarinnar törn hjá okkur öllum en skemmtilegur tími sem seint gleymist. Í framhaldi af leiklistarnámskeiði voru leikarar valdir en því miður komust ekki allir hlutverk. Það var virkilega gaman að heyra þegar leikstjórinn sagði að við værum með lúxusvandamál, svo hæfileikarík voru þau börn sem tóku þátt og komu til greina í hlutverk. Í þessu verki eru bæði reyndir ungir leikarar og börn sem eru að stíga sín fyrstu spor á leiksviði. Við hljómsveit, tækni- og sviðsmenn, Sjöfn og Lilju, Fríðu mína og alla sem komu að sýningunni segi ég: Tu tu og við ykkur kæru gestir: Góða skemmtun og takk fyrir komuna! Unnur Guðgeirsdóttir Formaður LV

7


8


Jón er frá Hauganesi á Árskógsströnd. Hann lærði leiklist í Bretlandi og hefur starfað við leikhús frá árinu 1989, bæði sem leikari í atvinnuleikhúsum og leikstjóri áhugafélaga. Hann hefur unnið hjá Leikfélagi Akureyrar, Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Hafnarfjarðarleikhúsinu og sett upp meira en 25 sýningar með áhugafélögum. Í Eyjum hefur Jón áður sett upp leikritið ,,Móglí,” árið 2006. Af næstliðnum leikstjórnarverkefnum hans með öðrum leikfélögum má nefna ,,Með táning í tölvunni” fyrir Leikfélag Selfoss, ,,Páskahret” með leikdeild Ungmennafélgasins Vöku og ,,Blúndur og Blásýra” á Dalvík. ,,Jólaævintýri“ í Keflavík og ,,Stund milli stríða“ fyrir Hugleik.

JÓN ST.

KRISTJÁNSSON leikstjóri

Tvær sýningar Jóns hafa verðið valdar ,,áhugaverðasta sýning ársins“ af Þjóðleikhúsinu: Þuríður formaður og Kambsránið, - hjá Leikfélagi Selfoss árið 2006.” Stund milli stríða, - hjá Hugleik árið 2014 Jón hefur einnig starfað mikið við þýðingar og hefur þýtt ótölulegan fjölda af teiknimyndum fyrir talsetningu og má þar nefna myndi eins og ,,Fríðu og dýrið”, myndirnar um Shrek og Madagaskar sem og Strumpamyndirnar. Síðust ár hefur hann þó meira fengist við bókaþýðingar. Má þar nefna Reisubók Gúllívers, 2011 en fyrir hana var hann tilnefndur til íslensku þýðingarverðlaunanna. Þegar þetta er skrifað er þýðing hans á bókinni Náðarstund á floti í jólabókaflóðinu.

9


bestu

þakkir

Arnór bakari Kubbur ehf. Straumur efnalaug Ísfélag Vestmannaeyja Vinnslustöð Vestmannaeyja Vosbúð Miðstöðin Konný Nýsköpunarmiðstöð Íslands Hótel Vestmannaeyjar Stebbi skó Sjöfn, Lilja og Fríða fyrir einstaklega gott starf í þágu félagsins til fjölda ára. Síðast en ekki síst heimili og fjölskyldur þeirra sem standa að sýningunni.

Stjórn LV

Formaður: Unnur Guðgeirsdóttir Varaformaður: Alma Eðvaldsdóttir Gjaldkeri/ritari: Viktor Rittmüller Meðstjórnendur: Zindri Freyr Ragnarsson, Elvar Þór Eðvaldsson Á síðasta aðalfundi létu Ragnar Gíslason og Árni Þorleifsson af stjórnarstörfum. Við viljum þakka þeim fyrir vel unnin störf.

10


Á bak við

tjöldin

Tónlistarstjórn: Anton Þór Sigurðsson Hljómsveit: Anton Þór Sigurðsson, Theodor Árni Hlöðversson og Hjálmar Guðnason Hönnun og smíði leikmyndar: Ragnar Gíslason og Bjarki Ingason Leiktjaldamálun: Eva Lilja Árnadóttir og leikhópurinn Búningar: Katrín Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Lilja Þorsteinsdóttir Leikmunir: Zindri Freyr Ragnarsson Förðun: María Erna Jóhannesdóttir, Selma Guðjónsdóttir, Margrét Júlía Ingimarsdóttir, Thelma Lind Þórarinsdóttir,

Díana Íva Gunnarsdóttir, Agnes Svava Andrésdóttir og Ágústa Halldórsdóttir. Sviðsmenn: Hafþór Hafsteinsson og Gunnlaugur Tórshamar Ljósa- og hljóðstjórn: Viktor Rittmüller Drapperingameistari: Guðjón Örn Sigtryggsson Umsjón með miðasölu: Hólmfríður Sigurðardóttir Myndataka: Laufey Konný Guðjónsdóttir Ritstjórn leikskrár: Drífa Þöll Arnardóttir og Alma Eðvaldsdóttir Uppsetning leikskrár: Sæþór Vídó Prentun leikskrár: Prentsmiðjan Eyrún

11


Persónur

og leikendur

Lilli klifurmús: Ólafur Freyr Ólafsson

Mikki refur: Árni Þorleifsson

Marteinn skógarmús: Kristinn Þorbergsson

Bangsapabbi: Jóhann Helgi Gíslason

Bangsamamma: Svanhildur Eiríksdóttir

Bangsi litli: Lísa Guðbjörnsdóttir

Hérastubbur bakari: Alexander Páll Salberg

Bakaradrengur: Snorri Geir Hafþórsson

12


Amma mús: Sigríður Þóra Ingadóttir

Elgur: Páll Eiríksson

Húsamús: Erika Ýr Ómarsdóttir

Músastelpa & ugla Bryndís Guðjónsdóttir

Sviðsmús: Hafþór Hafsteinsson

Sviðsmús: Guðlaugur Hróðmar Tórshamar

Íkornabarn: Brigitta Kristín Bjarnadóttir

Íkornabarn: Hulda Dís Snorradóttir

Íkornabarn: Maríanna Ósk Jóhannsdóttir

Hérakona og konan: Thelma Lind Þórarinsdóttir

Maðurinn og Patti broddgöltur: Ólafur Ágúst Guðlaugsson

13


Thorbjörn Egner

og Dýrin í Hálsaskógi

Thorbjörn Egner fæddist í Osló 12. desember árið 1912 og lést á aðfangadag á rið 1990. Hann var afar fjölhæfur listamaður, fékkst við myndlist og samdi ljóð, sögur, leikrit og tónlist. Hann er einna þekktastur fyrir leikrit sín Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og Karíus og Baktus, en hann sendi einnig frá sér fjölda bóka, myndskreytti bækur og vann margskonar barnaefni fyrir útvarp. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum barnamenningar, og sá meðal annars um útgáfu lestrarbóka fyrir börn.

Myndlist, leikrit, sögur, ljóð og lög Egner ólst upp í Osló, en foreldrar hans ráku litla nýlenduvöruverslun á fyrstu hæð í húsinu þar sem fjölskyldan bjó. Í bakgarðinum var hesthús, heyloft og vagnskýli og þar gátu börnin sýnt leiksýningar og spilað í hljómsveit. Á sumrin dvaldi Egner á bóndabæ hjá skyldfólki sínu og í mörgum verka sinna styðst hann við minningar frá æskuárunum í Osló og í sveitinni. Allt frá barnæsku lifði Egner í heimi sagna, myndlistar, tónlistar og leiklistar, eða eins og hann sagði sjálfur:

14

„Að yrkja ljóð og vísur og leika tónlist og teikna og mála og setja upp leikrit er það sem ég hef haft mest gaman af allt frá því að ég man eftir mér, ég hef kannski alltaf verið nokkurs konar „klifurmús“.“ Egner lærði teiknun og hönnun og vann fyrst í stað við að teikna og mála. Hann myndskreytti bækur fyrir börn og fullorðna og þótti góður grafíklistamaður. Hann vakti þó fyrst verulega athygli með þátttöku sinni í barnatímum í útvarpi á fimmta og sjötta áratugnum. Hann samdi sögur, vísur, tónlist og leikrit fyrir útvarp, og söng sjálfur lög og las sögur. Hann eignaðist brátt stóran hóp aðdáenda, og mikið af því efni sem hann vann fyrir útvarp varð honum síðar innblástur fyrir bækur og leikrit. Thorbjörn Egner hóf að senda frá sér barnabækur árið 1940. Hann myndskreytti sjálfur bækur sínar og þóttu teikningar hans sérlega skemmtilegar. Segja má að hann hafi slegið í gegn sem höfundur með Karíusi og Baktusi, sem kom út á bók árið 1949 en hafði áður verið flutt í útvarpi. Dýrin í Hálsaskógi (Klatremus og de andre dyrene i Hakkebakkeskogen) fylgdi í kjölfarið á bók árið 1953 og Kardemommubærinn (Folk og røvere i Kardemomme


by) árið 1955. Þessi þrjú verk, sem síðar urðu leikrit, eru vinsælustu verk Egners, en hann sendi einnig frá sér fjölda annarra bóka. Það var á Íslandi sem Dýrin í Hálsaskógi voru fyrst frumsýnd á leiksviði, í Þjóðleikhúsinu þann 16. nóvember árið 1962. Tveimur vikum seinna var verkið svo frumsýnt í Kaupmannahöfn. Verkið hafði áður verið sýnt sem brúðusýning í Oslo Nye Teater haustið 1959. Leikrit Egners eru sett upp reglulega í Noregi og víðar á Norðurlöndum og hafa verið leikin víða um heim. Egner hannaði leikmyndir og búninga við fyrstu uppsetningar á verkum sínum, og leikstýrði nokkrum uppfærslum á eigin verkum. Brúðukvikmyndir Ivo Caprinos frá árinu 1955 sem voru byggðar á Karíusi og Baktusi og Dýrunum í Hálsaskógi nutu mikillar hylli og gerð var kvikmynd byggð á Kardemommubænum árið 1988. Norðmenn kunna vel að meta allar þær barnabækur, leikrit, hljómplötur, lestrarbækur, teikningar og fleira sem Thorbjörn Egner gaf þeim. Egner vann til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar og tónlist og hann hefur verið heiðraður á margvíslegan máta í Noregi. Mikilvægt að lesa fyrir börnin Egner og Anna kona hans kynntust þegar þau voru átján ára. Hún var alla tíð hans helsti samverkamaður og Egner segir að Anna og börnin þeirra hafi verið hans bestu hjálparmenn, gefið honum ráð og veitt honum innblástur. Þegar börnin voru ung höfðu foreldrarnir fyrir reglu að lesa fyrir þau á kvöldin. „Ég er þeirrar skoðunar að það hafi mikla þýðingu að lesa upphátt fyrir börn,” sagði Egner. „Þá upp-

lifa stórir og smáir veröld bókanna saman og tala saman um efni þeirra. Svona kvöldstundir held ég að skapi grunninn að trausti og samheldni sem getur varað allt fram eftir unglingsárunum og kannski um alla framtíð. Þetta eykur orðaforða barnanna og nærir hugmyndaflug þeirra og sköpunargleði.” Þegar Egner var spurður að því hvaða kröfur hann gerði til barnasýninga, svaraði hann: „Ég vonast fyrst og fremst til þess að leikritið veki spennu, og skemmti stórum sem smáum og gleðji þá. En ég óska þess að á bak við skemmtilega atburðarásina finni fólk dýpri merkingu, áminningu um að enginn er bara hetja og enginn er bara skúrkur. Og við verðum að sættast á það að við manneskjurnar erum svolítið ólíkar – og við verðum að reyna að skilja hvert annað.” Egner var eitt sinn spurður að því hvaða persónu í Hálsaskógi hann líktist mest. Hann svaraði að honum væri oft líkt við Bangsapabba, en að hann myndi líka gjarna stundum vilja vera Lilli klifurmús.

Thorbjörn Egner og Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið og Thorbjörn Egner tengjast sérstökum böndum. Verk hans hafa verið samofin starfi Þjóðleikhússins í yfir hálfa öld, eða allt frá því að Kardemommubærinn var frumsýndur hér árið 1960. Fyrsta uppfærslan á verkinu naut svo mikilla vinsælda að hún var sett aftur á svið árið 1965. Síðan þá hefur verkið verið sett upp með reglulegu millibili, eða árin 1974, 1984, 1995 og 2009. Leikrit Egners Dýrin í Hálsaskógi hef-

15


ur einnig notið afar mikilla vinsælda í Þjóðleikhúsinu, og hefur verið sett á svið fimm sinnum, árin 1962, 1977, 1992, 2003 og 2012. Tvö önnur leikrit eftir Thorbjörn Egner hafa verið sýnd í Þjóðleikhúsinu, Síglaðir söngvarar árið 1968 og Karíus og Baktus árið 2001 og 2012. Yfir þrjú hundruð þúsund gestir hafa séð leikrit Egners í Þjóðleikhúsinu í gegnum tíðina. Allt frá fyrstu sýningunni á Kardemommubænum áttu Þjóðleikhúsið og Thorbjörn Egner gott og náið samstarf. Egner gerði leikmynd og búninga þegar Kardemommubærinn, Dýrin í Hálsaskógi og Síglaðir söngvarar voru fyrst sýnd hér í Þjóðleikhúsinu. Leikmynda- og búningateikningar Egners voru notaðar við nýjar uppfærslur á verkum hans hér fyrstu 25 árin frá frumuppfærslu Kardemommubæjarins. Leikstjóri allra Egner-sýninganna hér í Þjóðleikhúsinu á þeim tíma var Klemenz Jónsson. Egner kom oft til Íslands, og tengdist mörgum hér vináttuböndum. Á 25 ára afmæli Þjóðleikhússins, þann 20. apríl árið 1975, gaf hann Þjóðleikhúsinu sýningarrétt leikrita sinna á Íslandi. Við þetta tækifæri var stofnaður svonefndur Egnersjóður við Þjóðleikhúsið, en úr honum eru veittir styrkir til leikhúslistafólks. Leikrit Thorbjörns Egners hafa notið gífurlegra vinsælda á Íslandi allt frá því Kardemommubærinn var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1960. Sú hefð hefur skapast að gefa sem næst hverri kynslóð íslenskra barna kost á því að sjá á sviði tvö vinsælustu verk Egners, Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubæinn, og segja má að bæði verkin hafi öðlast sess sem sígild barnaleikrit á íslensku leiksviði. Dýrin í Hálsaskógi var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1962.

16

Dýrin í Hálsaskógi í Vestmannaeyjum Leikfélag Vestmannaeyja hefur tvisvar áður sett Dýrin í Hálsaskógi upp. Fyrsta uppsetningin var 1994 og síðan 2004. Frá því að leikritið var fyrst sett upp hér í Eyjum hefur skapast hefð fyrir því að setja það upp á tíu ára fresti svo að kominn var tími á nýja uppsetningu. Leikfélaga Vestmannaeyja vill þannig stuðla að því að börn í Eyjum fái að kynnast Lilla, Mikka og öllum hinum í Hálsaskógi, á sama hvaða tíma þau alast upp. Heimildir: leikhusid.is, Hólmfríður Sigurðardóttir

Frá uppfærslu LV 1994

Frá uppfærslu LV 2004


17


Refavísur Hér mætir Mikkel, sjá! með mjóa kló á tá, og mjúkan pels og merkissvip, sem mektarbokkar fá. Ég ligg í leyni, þétt við lágan runn og klett. Ef lykt ég finn, hver lítil mús er löngum illa sett. Ég kalla: Gagg. Með gló í músar -skinni þá kveð ég: Gef mér brauð úr tínu þinni. Ef mýsla neitar mér, og máski stimpast fer.. Heyr! Einn og tveir og þrír - og þá! með þökk hún étin er. Þá veiðiför ég fer og frakkann rauða ber, hin minni dýr, um mörk og fjall, þá mega gá að sér. Þau skjálfa eins og urt, í ógn, og flýja burt. Því marga sögn um mína slægð þau munu hafa spurt. En, uss - í mosa músar tif ég greini. Sjá, Marteinn kallinn læðist þar hjá steini. Hver hafi hljótt um sig, en hérna fel ég mig. Hið litla, montna músar-grey nú mætti vara sig.

18

Dvel ég í draumahöll Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga.


Afmæli Bangsa Í skógi veisla gjörð skal góð með gleði, söng og teiti, því Bangsi okkar afmæli nú á um þetta leyti. Kunnur halur hærugrár verður fimmtíu ára í ár.

Hæ lengi, lengi lifi hann. Sem allar listir kann....

Og dagur reis með kátan klið og kvak frá lóu og þresti. Og velkomna hann Bangsi bauð með brosi, sína gesti. Bangsikarl... God dag, god dag... Höldum Bangsadag í dag.

Hæ lengi, lengi lifi hann. Sem allar listir kann....

Og dósir fjórar hérahjón til hófsins lögðu gylltar, af berjasultu bestu þær til barma voru fylltar.

Bangsa þykir eflaust æt krækiberja-sultan sæt.

Hæ lengi, lengi lifi hann. Sem allar listir kann....

Frá músunum í Merkurbæ barst mikill sleikjupinni. Sjá, hann mun gott að huggast við í hýði sínu inni. Sofna við að sjúga hann gamla heiðurs-kempan kann.

Hæ lengi, lengi lifi hann. Sem allar listir kann....

Þá gamall elgur höfuð hyrnt þar hóf með öldungs-tini, og flutt var ræðan fyrna-snjöll þeim fræga skógarsyni. Góði Bangsi, kappinn knár, þú ert fimmtíu ára í ár.

Hæ lengi, lengi lifi hann. Sem allar listir kann....

Grænmetisvísur Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga þeir feitir verða’ og flón af því og fá svo illt í maga.

Sá er fá vill fisk og kjöt hann frændur sína étur og maginn sýkist molnar tönn og melt hann ekki getur.

En gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna, krækiber og kartöflur og kálblöð og hrámeti. Þá fá allir mettan maga, menn þá verða alla daga eins og lömbin ung í haga, laus við slen og leti.

En gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna, krækiber og kartöflur og kálblöð og tómata. Hann verður sæll og viðmótsljúfur vinamargur, heilladrjúgur og fær heilar, hvítar tennur. Heilsu má ei glata.

19


20


GÓÐUR MATUR OG LEIKHÚS

SVÍKUR ENGAN

R E S TAU R A N T

EYJABLIKK

Vestmannabraut 28 | sími: 481-1415 www.einsikaldi.is | einsikaldi@internet.is


22


Styrktarlínur Eyjavík

JR verktakar

Hárhúsið

Múlamagasín

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Toppurinn Viktor rakari

23


24

Dýrin í Hálsaskógi  
Dýrin í Hálsaskógi  
Advertisement