Page 1

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir


Góðamtun skem


Leikfélag Vestmannaeyja sýnir

Höfundar: Jim Jacobs og Warren Casey Þýðandi: Veturliði Guðnason Framkvæmdastjóri Sýningar: Birkir Thór Högnason

Birgir Nielsen Ljósahönnun: Viktor Rittmüller Búningahönnun: Sjöfn Sigurbergsdóttir Hönnun sviðsmyndar: Alexander Salberg Hönnun hárs: Hafdís Ástþórsdóttir Hönnun förðunar og stílisering leikara: María Erna Jóhannsdóttir Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Tónlistarstjórn:

Frumsýningardagur: 28. mars 2013 Verk nr. 168

3


4


5


Ávarp framkvæmdarstjóra

Þegar kemur að því að halda úti áhugaleikhúsi skiptir innra starfið öllu máli. Það skiptir máli að skapa umhverfi og andrúmsloft þar sem hver og einn einstaklingur fær að njóta sín og sinna hæfileika. Öflugt innra starf er lykill að árangri. Innra starf félagsins hefur verið mjög öflugt undanfarin ár og er því að þakka öflugri stefnu stjórnar og góðum húsakosti. Með auknu húsrými hefur tekist að halda úti starfi með fjölmennum hópum. Í haust starfaði á sjötta tug manns við sýningu og nú hátt í fimmtíu. Síðast liðið vor fór Leikfélagið af stað með námskeið fyrir börn sem endaði með fimm sýningum á Galdrakarlinum í Oz en 24 börn tóku þátt í því námskeiði. Er stefnt að því að hefja slíkt námskeið nú eftir páska. Það má því með sanni færa til bókar að tala þeirra sem eru aktívt starfandi með leikfélaginu á ársgrundvelli nálgist hundrað manns. Heilbrigt og uppbyggjandi starf fyrir börn og unglinga innan leikhússins hefur áhrif líf þeirra og persónur. Í leikhússtarfinu finna þau kjark, hugrekki, traust og

6

virðingu fyrir náunganum auk þess að öðlast meiri færni í samskiptum, málfari og framkomu. Ég kvíði ekki komandi leikárum eftir að hafa fengið að sjá og kynnast öllu því fólki sem starfað hefur hér á leikárinu. Leikhópurinn í haust, sem að hluta til tekur einnig þátt í Grease, sýndi okkur að komandi kynslóð hefur alla þá hæfileika og getu sem þarf til þess að tryggja Vestmannaeyingum flottar sýningar næstu árin. Það er verkefni okkar allra að styrkja grunninn enn frekar til þess að þessi hópur fái að vaxa, fái þá hvatingu sem þarf og að búið sé þannig um húsakostinn að hægt sé að halda þessu mikla starfi úti. Þar sem vinátta, virðing og traust mætir hæfileikum úr öllum áttum þar er leikhús. Birkir Thór Högnason framkvæmdastjóri LV


Ávarp formanns Kæru leikhúsgestir, hjartanlega velkomin í Bæjarleikhús okkar Vestmannaeyinga. Nú er komið að því sem að allir eru búnir að vera bíða eftir, við drögum tjöldin frá og Grease-æðið nær fullkomnun! Kæri leikhúsgestur. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað það er búið að vera magnaður tími að sjá þessa sýningu verða að veruleika. Við vissum að þetta yrði áskorun og það hentar okkur, við fýlum að takast á við erfið og krefjandi verkefni, það erum við. Sá hópur sem á endanum var valinn eftir margar prufur á öllum sviðum er tilbúinn í slaginn. Söngleikurinn Grease er vinsælasti rokk-söngleikur allra tíma. Sagan um krakkana í Rydell High skólanum á sér vísan stað í hjörtum margra en nú gefst nýrri kynslóð einstakt tækifæri á að upplifa allan ærslaganginn, dansinn og sönginn í einum vinsælasta fjölskyldusöngleik allra tíma. Um 40 leikarar, söngvarar, dansarar og hljómlistarmenn gera Grease í Bæjarleikhúsi Vestmannaeyja að ógleymanlegri upplifun. Það hefur verið okkur öllum hjá leikfélaginu mikil forréttindi að fá að vinna með Ágústu Skúladóttur leikstjóra, svona mikilli fagmanneskju í leikhúsinu. Það lýsir henni best sem persónu að koma beint úr því að leikstýra

Dýrunum í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu og beint til okkar hér í LV. Takk fyrir allt Ágústa við erum reynslunni ríkari. Það er líka ólýsanleg tilfinning að sjá allt þetta fólk gjörsamlega toppa sig á hverjum einasta degi. Hér eru ekki bara framtíðar leikarar heldur líka söngvarar, dansarar og tónlistarmenn. Svo má ekki gleyma fólkinu okkar á bakvið tjöldin á öllum sviðum. Vil ég sérstaklega nota tækifærið og óska þeim innilega til hamingju með sýninguna og þakka þeim fyrir framlag sitt til leikfélagsins og til menningarmála í bæjarlífinu. Kæru bæjarbúar og Vestmannaeyjabær: Við erum óendanlega þakklát fyrir stuðning og traust á uppvaxtartímum. Sérstaklega viljum við þakka fyrir stuðning á kaupum á nýjum ljósabúnaði í leikhúsið. Góðir leikhúsgestir, fyrir hönd stjórnar og LV óska ég ykkur góðrar skemmtunar á Söngleiknum GREASE. Við erum Leikhús. Ást og friður Birgir Nielsen formaður LV

7


8


Ágústa Skúladóttir

leikstjóri

Ágústa Skúladóttir lærði leiklist hjá Monicu Pagneux, Philippe Gauliere, Theatre De Complicite, John Wright og David Glass. Hún hefur sett upp yfir þrjátíu sýningar, einkum á nýjum íslenskum verkum. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir leiksýningar sínar og hlaut meðal annars menningarverðlaun Ibby samtakanna fyrir Grimmsævintýri með Leikfélagi Kópavogs, en sýningin var einnig valin áhugasýning ársins. Sýningar hennar á Klaufum og kóngsdætrum og á Bólu-Hjálmari hlutu Grímuverðlaunin sem barnasýningar ársins, og Ballið á Bessastöðum, Herra Pottur og Ungfrú Lok og Landið vifra voru tilnefnd til verðlaunanna. Eldhús eftir máli hlaut Menningarverðlaun DV. Einnig hafa margar af sýningum Ágústu verið valdar á leiklistarhátíðir víða um heim. Ágústa hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 2009. Ágústa starfaði í nokkur ár í London sem leikkona og uppistandari. Hún er einn af stofnendum Icelandic Take Away Theatre, og hefur unnið þar sem leikari, höfundur og leikstjóri í fjölda sýninga. Meðal leikstjórnarverkefna hennar þar eru Háaloft, Angels of the Universe og Spekúlerað á stórum skala. Ágústa hefur leikstýrt talsvert í áhugaleikhúsi, meðal annars hjá Leikfélagi Kópavogs, Leikfélagi Dalvíkur og Hugleik. Hún hefur einnig leikstýrt talsvert í Færeyjum. Hún leikstýrði Ástardrykknum og Töfraflautunni hjá Íslensku óperunni og hjá Þjóðleikhúsinu hefur Ágústa sett upp Ballið á Bessastöðum, Klaufa og kóngsdætur, Eldhús eftir máli, Halldór í Hollywood, Umbreytingu, Stórfengleg og Dýrunum í Hálsaskógi. Hjá Leikhópnum Lottu leikstýrði hún Stígvélaða kettinum. Ágústa er einn af aðstandendum Gaflaraleikhússins og leikstýrði þar Ævintýrum Múnkhásens og Hjartaspöðum. Ágústa hefur starfað talsvert við leiklistarkennslu, meðal annars hjá leiklistarskóla áhugaleikfélaganna og hjá leiklistardeild LHÍ.

Það er alltaf jafn undursamlegt ævintýri að upplifa ferlið, frá því hugmynd að leiksýningu kviknar og þangað til hún er frumsýnd. Ég var frá fyrstu stundu mjög spennt fyrir verkefninu, en mig óraði ekki fyrir því að æfingarferlið yrði svona metnaðarfullt. Á hverjum degi hef ég dáðst að hæfileikum, metnaði og stórhug allra þeirra sem koma að Grease, jafnt þeirra sem standa á sviðinu og þeirra sem vinna kraftaverk á bakvið tjöldin. Og ég efast ekki um að það skili sér til áhorfenda. Leikfélag Vestmannaeyja er gríðarlega metnaðarfullt og ræðst aldrei á garðinn þar sem hann er lægstur. Það hafa stórir söngleikir síðustu ára borið vitni um. Starf félagsins með börnum og unglingum er ekki síður mikilvægt, en því er sinnt hér af mikilli og aðdáunarverðri alúð. Í leikhúsinu eru nefnilega allir jafnir - þar skiptir engu máli hver er lesblindur, hver kann að dansa og hver ekki, heldur verður móttóið alltaf samvinna og sköpunargleði. Í leikúsinu geta allir fundið það sem hentar þeim best. Og þar gerast kraftaverkin. Ég þakka hartnær 50 manns fyrir gríðarlega gott samstarf, um leið og ég óska Leikfélaginu farsældar í framtíðinni. Kveðja Ágústa Skúladóttir

9


Persónurogleikendur 10

Danny: Ævar Örn Kristinsson

Sandy: Emma Bjarnadóttir

Rizzo: Sunna Guðlaugsdóttir

Kenickie: Zindri Freyr Ragnarsson

Frenchy: Steiney Arna Gísladóttir

Doody: Ísak Jónsson

Jan: Svanhildur Eiríksdóttir

Roger: Árni Þorleifsson

Marty: Viktoría Rún Þorsteinsdóttir

Sonny: Alexander Páll Salberg

Patty: Margrét Steinunn Jónsdóttir

Eugene: Hjálmar Karl Guðnason


Vince Fontain: Birkir Thór Högnason

Frk. Lynch: Unnur Guðgeirsdóttir

Cha Cha: Hafdís Ástþórsdóttir

Donna Sue: Una Þorvaldsdóttir

Táningsengillinn: Þórarinn Ólason

Táningsengillinn: Jarl Sigurgeirsson

Danshópur: Agnes Líf Sveinsdóttir Birta Marinósdóttir Engilbert Egill Stefánsson Halla Kristín Kristinsdóttir Ingibjörg Birta Jónsdóttir

Nanna Berglind Davíðsdóttir Ólafur Ágúst Guðlaugsson Sara Dís Hafþórsdóttir Selma Jónsdóttir Sigurður Lárus Gíslason Sunna Mjöll Tórshamar

11


12


13


AÐSTOÐARLEIKSTJÓRI: Margrét Steinunn Jónsdóttir BÚNINGASAUMUR: Sjöfn Sigurbergsdóttir Lilja Þorsteinsdóttir Anna á Löndum Henson UMSJÓN MEÐ BÚNINGUM: Agnes Líf Sveinsdóttir Ingibjörg Birta Jónsdóttir

Bakvið tjöldin LJÓSA- OG TÆKNISTJÓRN: Viktor Rittmüller SÝNINGARSTJÓRI: Birkir Thór Högnson SVIÐSSTJÓRI: Ísak Davíðsson

HÁR OG FÖRÐUN: María Erna Jóhannesdóttir Hafdís Ástþórsdóttir Fjóla Finnbogadóttir Jóhanna Ýr Jónsdóttir Kolbrún Rúnarsdóttir Guðmunda Guðrún Vilhjálmsdóttir LEIKMUNIR: Sara Dís Hafþórsdóttir Zindri Freyr Ragnarsson

SVIÐSMAÐUR ÓLAFUR SIGURÐSSON

Hljómsveit: Trommur: Birgir Nielsen Bassi: Kristinn Jónsson Gítar: Helgi Rasmussen Tórzhamar Hljómborð: Páll Viðar Kristinsson Hljómborð / Sax: Matthías Harðarson Trompet: Jarl Sigurgeirsson / Einar Hallgrímur Jakobsson / Ósvaldur Freyr Guðjónsson Saxófón: Guðlaugur Ólafsson / Védís Guðmundsdóttir

MARKAÐSSTJÓRI: Haraldur Ari Karlsson

Bakraddir: Sólveig Unnur Ragnarsdóttir Helga Sóley Aradóttir Una Þorvaldsdóttir SVIÐSMYND: Maður sviðs og söngva Elli Cola Bringa Árni Smith Siddi Jói Sub Harðsnúna Halla

14

Dansstjórn: Emma Bjarnadóttir Margrét Steinunn Jónsdóttir Birkir Thór Högnason SÖNGÞJÁLFUN: Sólveig Unnur Ragnarsdóttir

AÐSTOÐARMAÐUR STJÓRNAR: Halla Kristín Kristinsdóttir UMSJÓN MEÐ MIÐASÖLU: Fríða Sigurðardóttir Leikskráin: Ritstjórn: Drífa Þöll Arnadóttir Sigríður Diljá Magnúsdóttir Umbrot og hönnun: Sæþór Vídó Myndir í Leikskrá: Óskar Pétur Friðriksson Haraldur Ari Karlsson Prentun: Prentsmiðjan Eyrún


Hönnun

sýningarinnar Þegar ákvörðun lá fyrir um að Grease yrði fyrir valinu eftir áramótin upphófst þegar mikil hönnunarvinna til að allt liti sem best út á sviðinu. Sjöfn Sigurbergsdóttir tók að sér hönnun sérsaumaðra búninga, María Erna Jóhannesdóttir hannaði förðun og stíliseraði leikhópinn en Hafdís Ásþórsdóttir hannaði hárgreiðslur. Allar eru þær hönnuðir og hafa starfað á sínu sviði í mörg ár. María Erna gekk til liðs við félagið haustið 2012 og hafði þá starfað í fimm leikár hjá Borgarleikhúsinu. María segir mikinn mun á því að starfa í áhugaleikhúsi eða atvinnuleikhúsi. Munurinn sé þó skemmtilegur þar sem starfið í áhugaleikhúsi bjóði upp á meira frelsi og meiri þátttöku í heildarmyndinni. Í sama streng tekur Hafdís sem segir frelsið í hönnun hárs eitt aðalánægju efni þess að starfa við sýninguna. Hafdís og María Erna vinna saman við hverja sýningu þar sem þær farða og greiða öllum þeim 27 sem þátt taka í sýningunni. Sjöfn hefur hannað og saumað á þriðja tug búninga fyrir sýninguna og segir hún þetta eina stærstu búningasýningu sem hún hefur tekið þátt í en Sjöfn hefur starfað með félaginu í áratugi. „Það getur oft verið erfitt að fá efni og annað sem þarf hér í Eyjum svo yfirleitt þarf að leita upp á land til þess“ segir Sjöfn sem meðal annars flutti inn efni frá Tenerife fyrir uppsetninguna á Grease. „Það er ekki síður skemmtilegt að hafa sjálf upplifað þetta tímabil“ segir hún að lokum. Allar eru þær sammála um að tímabilið sem sýningin gerist á sé skemmtilegt að

vinna að og frábrugðið mörgu öðru. „Ég hef aldrei fengið að hanna eins mikið af hárgreiðslum á stráka eins og núna“ segir Hafdís, sem einnig fer með hlutverk Cha Cha í sýningunni. „Þetta var tíminn þar sem hárið skipti öllu máli“. „Það er frábært að starfa með félagi þar sem allir fá að njóta sín óháð aldri, kyni eða öðru. Leikhópurinn hefur staðið þig með eindæmum vel og mikil gleði og eftirvænting hefur ríkt í hópnum. Samvinna milli deilda hefur verið með sóma og það hefur verið mjög skemmilegt að vinna með Ágústu Skúladóttur leiktjóra“ segja þær og bæta við að góður og vel skipulagður leikstjóri sé ákveðinn lykill að velgengni. Hönnuðirnir okkar hafa lagt á sig mikla vinnu við að ná fram því allra besta í útliti sýningarinnar og að baki liggja ótal vinnustundir. Vil ég fyrir hönd félagsins þakka þeim þá frábæru vinnu. Þá vil ég að lokum einnig þakka Halldóri Einarsyni hjá Henson, Önnu á Löndum og Lilju Þorsteinsdóttur fyrir þeirra framlag. Einnig vil ég þakka Berthu hjá Sölku, Önnu Kristínu hjá Kjólum og Konfekti fyrir veitta aðstoð og öllum þeim fjölmörgu einstaklingum sem lögðu okkur til fatnað og skart til þess að Grease yrði að veruleika. Birkir Thór Högnason framkvæmdastjóri sýningarinnar.

15


Söngleikurinn

Grease

Söngleikurinn Grease er saminn af þeim félögum Jim Jacobs og Warren Casey og var fyrst settur upp í litlu leikhúsi, Kingston Mine Theater, í Chicago árið 1971. Verkið varð strax gífurlega vinsælt en það fjallar um unglinga á 6. áratug síðustu aldar sem eru að uppgötva heiminn með öllu sem fylgir; ást, vináttu, kynlífi, ofbeldi, stéttaskiptingu og upprisu unglinga gegn samfélaginu. Titill verksins er vísun í „Greasers“ sem voru unglingar af verkamannastétt þar sem lífið gekk m.a. út á hárolíu, smurolíu og fituga skyndirétti. Frá því að Grease leit fyrst dagsins ljós hefur verkið breyst töluvert. Vinsældir Grease voru geysilegar strax í upphafi og fljótt fóru spekúlantar að velta fyrir sér að setja verkið upp á Broadway. Árið 1972 varð það að veruleika en til þess að það tækist vildu framleiðendur sýningarinnar breyta verkinu, þ.e. bæta við 10 lögum og fínpússa leiktextann. Í upphaflegri útgáfu var þungamiðjan barátta tveggja unglingagengja en breytingin varð sú að aðaláherslan var lögð á Sandy og Danny og svo auðvitað tónlistina. Á Broadway sló Grease rækilega í gegn og gekk sleitulaust til 1980 og sýndar voru 3388 sýningar og á þeim tíma var það met á Broadway. Síðan hefur verkið verið sett upp nokkrum sinnum aftur og alltaf við miklar vinsældir. Vinsældir söngleiksins hafa borist um víða veröld og hefur hann verið sýndur um allan heim og verið þýddur á yfir 20

16

tungumál. Grease hefur nokkrum sinnum verið sett upp af atvinnuleikhúsi á Íslandi. Fyrst var það árið 1994 á Hótel Íslandi og var Guðjón Bergmann sem Danny og Jóna Sigríður Grétarsdóttir sem Sandy. Síðan var það árið 1998 í Borgarleikhúsinu og þá fóru Selma Björnsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason með hlutverk Sandy og Danny. Árið 2003 voru Birgitta Haukdal og Jón Jósep Snæbjörnsson (Jónsi í Svörtum fötum) í aðalhlutverkunum í Borgarleikhúsinu og árið 2009 voru þessi sömu hlutverki í höndunum á Bjarti Guðmundssyni og Ólöfu Jöru Skagfjörð þegar söngleikurinn var settur upp í Loftkastalanum. Árið 1978 kom myndin Grease út með Oliviu Newton-John og John Travolta í hlutverkum Danny og Sandy. Hún varð strax gífurlega vinsæl og er af mörgum talin besta mynd þess árs. Söngleikurinn Grease er nú sýndur í fyrsta skipti hjá Leikfélagi Vestmannaeyja og með hlutverk Sandy og Danny fara Emma Bjarnadóttir og Ævar Örn Kristinsson. http://midi.is/leikhus/1/5533 http://en.wikipedia.org/wiki/Grease_(film) http://www.mbl.is/greinasafn/grein/154053/ http://en.wikipedia.org/wiki/Grease_(musical)


17


Unnur og Fríða í léttu spjalli

Hvað heitir þú og hvenær varðst þú meðlimur í Leikfélagi Vm? Fríða: Hólmfríður Sigurðardóttir – Fríða Sig. og gekk í Leikfélagið 1960. Unnur: Ég heiti Unnur Guðgeirsdóttir og ég varð meðlimur í Leikfélagi Vestmannaeyja árið 1986. Hvað var fyrsta leikritð sem þú lékst í og hvaða hlutverk lékstu? Fríða: Fyrsta leikritið var “Löng jólaveisla”, afrakstur af leiklistarnámsskeiði sem Eyvindur Erlendsson sá um árið 1960. Þar lék ég Ermegrade frænku. Í byrjun verksins lék ég unga konu, en var orðin háöldruð þegar leikritinu lauk, var á sviðinu allan tímann. Ég gleymi því aldrei þegar ég stóð ein eftir á sviðinu þá átti ég að rifja upp ævi mína en þegar kom að því þá mundi ég ekki eitt einasta orð af því sem ég átti að segja. Þetta var mjög pínlegt, en með því að geta haldið ró minni bjargaðist þetta þó allt saman. Unnur: Í janúar 1986 var ég að leika við börnin mín, annað 6 ára og hitt eins

18

árs það var snjókoma og skafrenningur og ekki hundi út sigandi. Ég þóttist vera hundur að elta þau og þau skríktu og æptu eins og enginn væri morgundagurinn og hlupu um allt hús þegar allt í einu var bankað. Ég fór til dyra og úti stóð Sigurgeir Scheving og horfði beint í augun á mér og sagði: Hæ, viltu koma að leika? Ég hugsaði maðurinn er eitthvað ruglaður og svaraði: Við þig? Og hann sagði: Nei ekki leika,heldur leika í leikhúsinu! Ég sagði já og fór með hlutverk í leikriti sem heitir Sjóræningjaskútan Skarfurinn og þar lék ég sjóræningjastelpu sem hét Emma. Ertu búin að leika/taka þátt í mörgum leikritum? Fríða: Já það má segja það, hef ekki tölu á þeim. Unnur: Ég hef leikið í Ærsladraugnum, Sjö stelpum, Sjóræningjaskútunni, Ofviðrinu, Brimsorfnum klettum og svo núna í Grease og ég hef verið með annan fótinn innan þröskuldar Leikfélagsins.


Hvað er eftirminnilegasta leikritið eða hvaða hlutverk þykir þér vænst um? Fríða: Þau eru mörg eftirminnileg, t.d. Blessað barnalán, Síldin kemur síldin fer, heimasömdu revíurnar okkar og fleiri. Svo að sjálfsögðu Kardimommubærinn, en þar lék ég Soffíu frænku og mér þykir alltaf ákaflega vænt um hana – hún er einfaldlega svo skemmtileg kona, þó hún sé stundum dálítið geðstirð... :) Er einhver leikstjóri eða leikhópur eftirminnilegastur? Afhverju? Fríða: Ég hef unnið með mörgum leikstjórum. Í fyrsta sæti er hann Sigurgeir Scheving, það var svo gott að vinna með honum og hann var svo fullur af orku sem smitaði út frá sér og auk þess skilaði hann sinni vinnu alltaf vel af sér. Það var oft fjör í tuskunum þegar við vorum að leika saman ásamt þeim Ollý, Svenna Tomm, Runa, Stínu Bald og allri þessari gömlu góðu elítu. Unnur: Eftirminnilegasti leikstjóri minn er Sigurgeri Scheving, hann var einstakur. Þú tókst þér smá frí frá leikfélaginu, hvað varstu lengi frá leikhúsinu? Fríða: Ég tók mér nokkura ára frí á meðan ég var að eiga börnin, en byrjaði svo aftur þegar þau voru orðin stálpuð, nema ég var á fullu í leikhúsinu um það leyti sem ég átti Zindra og hann var sennilega ekki nema þriggja ára þegar hann fór að koma með mér á æfingar. Unnur: Ég varð svo ólétt af þriðja barni mínu og ákvað að taka mér frí. Tíminn leið svo hratt að ég áttaði mig ekki á hvað fríið var orðið langt, að lokum áttaði ég mig og hér er ég komin á ný. Hvernig stóð á því að þú ákvaðst að koma aftur í leikhúsið og hvað er það sem dregur fólk aftur í leikhúsið eftir nokkurra ára fjarveru? Fríða: Sigurgeir doblaði mig til að koma

og taka að mér hlutverk, hann þurfti svo sem ekki að ganga mikið eftir mér, það er bara þannig að það eru einhverjir töfrar að starfa í leikhúsinu, töfrar sem maður stenst ekki. Unnur: Það er félagsskapurinn og hversu gaman þetta er. Hvernig er að vinna með ungu fólki? Fríða: Það er virkilega gaman. Að sjá hvernig krakkarnir þroskast og vaxa á listabrautinni er eins og stórt ævintýri. Unnur: Að vinna með svona ungu fólki er alveg frábært, gaman að sjá þegar þau koma ný inn og sjá þau dafna og hafa gaman af þessu. Hvernig líst þér á næstu frumsýningu? Fríða: Stórkostlega vel, þetta er skemmtilegur og líflegur söngleikur með frábæru listafólki. Nú er mín að mestu leyti stigin til hliðar. Ég sé reyndar um miðasöluna og það finnst mér alveg ljómandi gott. Stundum þarf unga fólkið að leita ráða hjá þeirri gömlu og þykir mér ákaflega vænt um það, reynslan er svo dýrmæt. Unnur: Næsta frumsýning lítur vel út og líst mér rosalega vel á hana því að við eigum svo mikið af ungu hæfileikaríku fólki, marga unga söngvara, sem hefur komið mér mikið á óvart. Ég hef það hlutverk að leika Frk.Lynch sem mér finnst hæfilega stórt hlutverk eftir svona langt frí. Eitthvað að lokum? Fríða: Ég óska Leikfélagi Vestmannaeyja alls hins besta og þakka félögum mínum þar fyrir frábærar samverustundir gegnum árin. Unnur: Ég væri ekki sú sem ég er í dag nema með því að hafa verið þátttakandi í Leikfélaginu og kynnst öllu því fólki sem þar hefur verið í gegnum tíðina. Þúsund þakkir fyrir mig

19


20


EYJABLIKK

21


ÓS ehf.

Tannlæknastofa Heimis Hallgrímssonar 22


StjórnL.V. Formaður: Birgir Nielsen Framkvæmdastjóri: Birkir Högnason Gjaldkeri: Viktor Rittmüller

Ritari: Zindri Freyr Ragnarsson Innra eftirlit: Alexander Páll Salberg Innkaupastjóri: Emma Bjarnadóttir

Styrktarlínur 2Þ

Toppurinn

Einsi Kaldi

Volare

Bergur ehf

Straumur

Eyjavík

Bylgja Ve

þvottahús

Hárhúsið Teiknistofa PZ Miðstöðin Ozio

Heimaey

fasteignarsala

Um áramótin lét Jóhanna Ýr Jónsdóttir af störfum í stjórn Leikfélags Vestmannaeyja og viljum við þakka henni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Þakkir Vestmannaeyjabær Kubbur Straumur Guðmundur Þ.B. Ólafsson Anna á Löndum Anna Sigurðardóttir Matthilda Tórshamar Sigurbörg Jóna Ísfeld Vilhjálmsdóttir Oddný Bára Ólafsdóttir Sæþór Vídó Gísli Hjartarson Allir þeir sem lánuðu og gáfu fatnað, skart og hluti fyrir sýninguna Síðast en ekki síst heimili og fjölskyldur þeirra sem standa að sýningunni.

23


24

Laugarvegi 92, ReykjavĂ­k | s: 517-0200 | http://kjolar.is | www.facebook.com/KjolarogKonfekt

Grease  
Grease  
Advertisement