Laugalækjarskóli - Heildarmat 2012

Page 32

Mannauður Starfsánægja og líðan á vinnustað Í skólanum starfa 38 starfsmenn skólaárið 2011-2012 í 35,9 stöðugildum, þar af kennarar í 21,8 stöðugildum. Laugalækjarskóli hefur komið mjög vel út í viðhorfskönnunum sem gerðar hafa verið á vegum Reykjavíkurborgar síðustu ár. Í nýrri könnun sem gerð var í nóvember 2011 var svarhlutfallið í Laugalækjarskóla 91%. Nær allir þættir höfðu hækkað frá viðhorfskönnuninni 2009 og mælast nú á styrkleikabili6 með gildi frá 8,0 til 9,4, ef frá er talinn þátturinn Hæfilegt vinnuálag sem mælist á aðgerðarbili á nær öllum starfsstöðvum Reykjavíkurborgar. Fullyrðingin „Á heildina litið er ég ánægð(ur) í starfi“ fékk gildið 8,8 en var 8,6 árið 2009. Fullyrðingin „Það er góður starfsandi á mínum vinnustað“ fékk gildið 9,4 og hafði hækkað úr 9,1 en 97% svarenda var mjög sammála eða sammála fullyrðingunni. Fullyrðingin „Ég er ánægð(ur) með markmið og stefnu vinnustaðar míns“ fékk gildið 9,3 sem er nokkur hækkun frá 2009 en þá var gildið 8,9. Um 90% svarenda eru sammála því að þeir hafi sveigjanleika til að samræma starf og einkalíf. Í rýnihópum starfsfólks og kennara kom fram að starfsandinn í skólanum væri jákvæður og það væri gott að vinna í skólanum. Starfsmenn eru ánægðir með stjórnendur skólans og það traust sem þeir sýna starfsmönnum sínum. Mikill faglegur metnaður ríkir í skólanum og kennarar hafa frelsi til að koma fram með hugmyndir. Í rýnihópi starfsfólks kom fram að skólaliðarnir upplifi sig stundum sem dálitla afgangsstærð í skólanum og að þeir fengju ekki nægar upplýsingar. Álag hefði aukist þar sem skólaliðum og starfsfólki í eldhúsi var fækkað í kjölfar niðurskurðar. Þátttakendur í rýnihópum kennara og starfsfólks voru spurðir að því hvað þeir teldu að væru helstu styrkleikar skólans. Þetta var nefnt:  Góður starfsandi  Gott og metnaðarfullt starfsfólk  Það traust sem stjórnendur sýna starfsfólki  Faglegt starf  Sérstaða skólans sem unglingaskóla  Upplýsingaverið  Skjávarpar í kennslustofum  Leiðarbækur og lokaverkefni Þátttakendur í rýnihópunum töldu að bæta mæti eftirfarandi þætti:  Stuðning við erlenda nemendur  Agamál  Umgengni  Tölvuaðstöðu  Aðstöðu í eldhúsi  Feril eineltismála  Vinnuálag á skólaliða 6

Niðurstöðum í viðhorfskönnun Reykjavíkurborgar er skipt í þrjá flokka, styrkleikabil 8,0-10, starfhæft bil 6,07,9 og aðferðabil 0-5,9.

32


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.