Page 62

LOFTSLAGSBREYTINGAR OG SAMGÖNGUR (e. climate change and transport)

Hvað eru loftslagsbreytingar? Stutt svar: Breytingar á loftslagi af mannavöldum Lengra svar: Loftslag fer hlýnandi um allan heim. Áhrifin eru víðtæk og birtast m.a. í bráðnun hafíss og jökla, hækkun sjávarborðs og súrnun heimshafanna. Ástæða hlýnunarinnar er fyrst og fremst aukinn styrkur svokallaðra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Aukningin er af mannavöldum og stafar einkum af bruna á kolum og olíu, minni bindingu koltvísýrings vegna gróðureyðingar og losun metans í landbúnaði. Það er óhætt að segja að loftslagsbreytingar séu ein mesta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag. Loftslagsbreytingar eru samtvinnaðar öðrum áskorunum sem tengjast sjálfbærni og er því um flókið, margbreytilegt, en afar brýnt málefni að ræða á heimsvísu. Það sem málið snýst fyrst og fremst um er að loftslagsbreytingar eru af manna völdum, þ.e. að maðurinn er, með umsvifum sínum, að valda gífurlegum breytingum á loftslaginu sem hefur áhrif á allt lífkerfið. Til að útskýra þetta nánar skulum við byrja á að skoða gróðurhúsaáhrif.

Maðurinn er með umsvifum sínum að valda gífurlegum breytingum á loftslaginu Hvernig tengjast loftslagsbreytingar og gróðurhúsaáhrif? Umhverfis Jörðina er lofthjúpur sem samanstendur af fjölda ólíkra lofttegunda. Nokkrar þessara lofttegunda s.s. koltvísýringur (CO2), metan (CH4), nituroxíð (NxOx) og vatnsgufa (H2O) ásamt fleirum, teljast til gróðurhúsalofttegunda. Nafngiftina fá gróðurhúsalofttegundirnar af því að þær hindra varmageislunina í að tapast út í geiminn og endurkasta henni til baka til Jarðar að hluta og halda henni þannig heitari en ella (sjá mynd 2). Þetta er svipað því hvernig varmi myndast í gróðurhúsum. Hluti geislunarinnar endurkastast þó aftur út í geim. Gróðurhúsaáhrifin eru í raun náttúrulegt fyrirbrigði og ein forsenda lífs hér á Jörðu. Án þeirra er talið að meðalhiti hennar væri um 30°C lægri en hann er í dag eða um -17°C. Rannsóknir sýna að áhrifin hafa aukist jafnt og þétt frá upphafi iðnbyltingarinnar á seinni hluta nítjándu aldar en þá jókst bruni jarðefnaeldsneytis til muna. Þetta hefur valdið meiri hækkun á hita en hægt er að útskýra með náttúrulegum sveiflum í hitastigi, þ.e. um eða yfir 1°C hækkun á meðalhita Jarðar (Roston, 2015). Aukin gróðurhúsaáhrif eru einn helsti orsakavaldur loftslagsbreytinga af manna völdum.

62 III. HLUTI: ÞEMU SKÓLA Á GRÆNNI GREIN

Á grænni grein - Umhverfisvitund og sjálfbærni  

Handbók Skóla á grænni grein „Á grænni grein, umhverfisvitund og sjálfbærni“ eftir Katrínu Magnúsdóttur fjallar um Grænfánaverkefnið, þemu...

Á grænni grein - Umhverfisvitund og sjálfbærni  

Handbók Skóla á grænni grein „Á grænni grein, umhverfisvitund og sjálfbærni“ eftir Katrínu Magnúsdóttur fjallar um Grænfánaverkefnið, þemu...

Advertisement