Page 52

VATN (e. water) Hvað er vatn? Stutt svar: Lyktar- og bragðlaus vökvi sem er nauðsynlegur öllu þekktu lífi Lengra svar: Vatn er undirstaða alls lífs á Jörðinni og er eitt af því sem skapar sérstöðu Jarðarinnar. Um ¾ hlutar Jarðarinnar eru þaktir vatni og eru lífverur að stórum hluta úr vatni, t.d. erum við manneskjur um 67% vatn. Vatnið á Jörðinni er takmörkuð auðlind að því leyti að það endurnýjast ekki heldur er það í stöðugri hringrás sem drifin er áfram af sólinni.

Um 3/4 hlutar Jarðarinnar eru þaktir vatni Hvernig er hringrás vatns? Hringrás vatns má lýsa með þeim hætti að vatn gufar upp fyrir tilstilli sólarinnar, þéttist ofar í gufuhvolfinu og verður að skýjum. Vatnsgufan þéttist svo enn frekar og verður að dropum eða ískristöllum sem falla til jarðar sem regn eða snjór. Hluti vatnsins á jörðu niðri er nýttur af plöntum og dýrum, annar hluti fer í ár, vötn og höf. Vatnið smýgur einnig niður um glufur í jarðskorpunni og verður að grunnvatni. Grunnvatn er meðal annars nýtt sem neysluvatn. Á mynd 1 er hringrás vatns útskýrð.

Mynd 1: Hringrás vatns

Á grænni grein - Umhverfisvitund og sjálfbærni  

Handbók Skóla á grænni grein „Á grænni grein, umhverfisvitund og sjálfbærni“ eftir Katrínu Magnúsdóttur fjallar um Grænfánaverkefnið, þemu...

Á grænni grein - Umhverfisvitund og sjálfbærni  

Handbók Skóla á grænni grein „Á grænni grein, umhverfisvitund og sjálfbærni“ eftir Katrínu Magnúsdóttur fjallar um Grænfánaverkefnið, þemu...

Advertisement