Page 13

3

Skref 3: Áætlun um aðgerðir og markmið Út frá umhverfismatinu útbúa skólar áætlun um aðgerðir og markmið. Gott er að nota til þess markmiðssetningareyðublað sem er að finna á heimasíðu Skóla á grænni grein. Eyðublaðið hjálpar til við utanumhald með markmiðunum. Mælt er með því að skilgreina nokkrar aðgerðir í átt að hverju markmiði til að gera sér skýrari grein fyrir hvað þarf að gera til að ná fram markmiðunum. Einnig er mikilvægt að setja sér tímaramma fyrir hverja aðgerð og ákveða ábyrga aðila sem sjá til þess að unnið sé að markmiðinu. Jafnframt þarf að huga að því hvernig meta skuli árangurinn. Mælst er til þess að skólar setji sér fimm til sex markmið fyrir hvert tímabil og uppfylli a.m.k. fjögur þeirra.

Út frá umhverfismatinu er gerð aðgerðaáætlun Dæmi um markmið innan þemans „neysla og úrgangur“ gæti verið „að takmarka þann úrgang sem fer frá skólanum“. Aðgerðirnar gætu þá t.d. verið „að halda utan um magn úrgangs sem frá skólanum fer“, „að flokka allan úrgang“ og „að molta sjálf lífrænan úrgang“. Hér að neðan má sjá dæmi um útfyllt markmiðs­setningar­ eyðublað sem skólar geta notað til viðmiðunar.

Markmið 1. Takmarka úrgang frá skóla

Aðgerð

Ábyrgir

a) Halda utan um magn úrgangs

Efni/áhöld

Tímarammi

Mat

Húsvörður

Fá tölur frá flokkunar­ fyrirtæki

Tvö ár (tölur skoð­ aðar mánað­ arlega)

Kanna hvort magnið minnki, ef ekki, af hverju?

b) Flokka allan úrgang

Allir nem­ endur og starfsmenn

Tunnur á flokkunar­ stöðvum

Byrja að flokka um leið og tunnur koma (eftir mánuð)

Staðan tekin reglulega, t.d. af umhverfis­ nefnd

c) Molta sjálf lífrænan úrgang

Allir bekkir

Moltutunn­ ur við skól­ ann, litlar tunnur í stofur

Byrja að molta um leið Staðan tekin reglulega, t.d. og tunnur af umhverfis­ koma (eftir nefnd mánuð)

13 I. HLUTI: SKÓLAR Á GRÆNNI GREIN

Profile for Landvernd

Á grænni grein - Umhverfisvitund og sjálfbærni  

Handbók Skóla á grænni grein „Á grænni grein, umhverfisvitund og sjálfbærni“ eftir Katrínu Magnúsdóttur fjallar um Grænfánaverkefnið, þemu...

Á grænni grein - Umhverfisvitund og sjálfbærni  

Handbók Skóla á grænni grein „Á grænni grein, umhverfisvitund og sjálfbærni“ eftir Katrínu Magnúsdóttur fjallar um Grænfánaverkefnið, þemu...

Profile for landvernd
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded