Page 1

テ僕dunGuR

Landsmテウt skテ。ta 2012


Ævintýrið heldur áfram The Magic Continues Það er merkilegt að skátastarf hafi náð til okkar litlu eyju, svo langt norður í hafflákanum, á aðeins fimm árum. Enn merkilegra er að horfa til baka á hundrað ára sögu skátanna á Íslandi og sjá öll frækilegu afrekin. Þrátt fyrir smæð höfum við haldið alþjóðleg stórmót, verið fyrst til að sameina bæði kynin undir einu bandalagi skáta og stofnað bæði blóðbanka og hjálparsveitir á heimsklassa. Það er gaman að horfa til baka, en þeim mun meira spennandi að horfa fram á veginn og geta sér til um framtíðarafrek íslenskra skáta. Það er stórkostleg upplifun að fara á sitt fyrsta landsmót. Að standa algerlega á eigin fótum í heila viku, búa foreldralaus í tjaldi hvernig sem viðrar og takast á við ögrandi dagskrá. Að fara í fyrsta sinn út fyrir það litla eyland sem skátafélagið er og komast að því að krakkarnir í næstu tjaldbúð geta verið stórskemmtilegir og sniðugir, hvort sem þeir koma úr næsta hverfi eða frá annarri heimsálfu.

Vonandi verður þetta afmælislandsmót mikilfengleg upplifun fyrir alla þátttakendur og sennilega snúa allir heim með flugur í farangrinum, sneysafullan minningabanka og smettisskrudduna sína fulla af vinabeiðnum. Volcanic eruptions. Midnight sun. Northern Lights. Avalanches. Coarse lava fields. Iceland has it all, both the extreme delights and dangerous threats of nature. And this little island has chosen to greet you with some of its exceptional talents as we gather here at Úlfljótsvatn. The rain is pouring on the shoulders of all the scouts who have chosen to celebrate the Centenary of Icelandic scouts. It’s most probably well meant, -after all, water is the world’s most fundamental basis for life and it is scarce in some parts. And at least, it keeps the flies at bay. For now. It seems amazing that the concept of scouting travelled so fast to

this remote island in the days when the Atlantic Ocean could only be crossed by ships on dangerous journeys. However, this year, Icelandic Scouts celebrate a century of offering challenging adventures to young people, in order to give them a chance to develop and grow. For that reason, we want to invite you to explore the best we have to offer from our 100 years of experience and we hope that you go back home afterwards with wonderful memories of magical moments, heaps of new skills, dead flies in your luggage or at least tons of new friends on facebook.


Pallíettur og pollagallar Sequins and Showers Í gærkvöldi var Landsmót skáta 2012 sett við mikinn fögnuð skáta og himnanna, sem hreinlega grétu af gleði yfir þeim fríða hóp sem þarna var samankominn. Kynnarnir Gunnlaugur og Guðrún voru ekki einungis fjöltyngd heldur fjölbreytt – en meðal annars stigu þau á stokk í skátabúning og lederhosen, auk þess sem þau gerðust holdgervingar dagskrárþorpanna Leiktu þitt (80‘s) lag og Á (óviðeigandi) Víkingaslóð. Ekki má gleyma því að þau klæddust einum og sama pallíettukjólnum, þó ekki samtímis. Tónlistaratriði kvöldins vöktu mikla lukku. Tröllið tryllta og álfarnir áttavilltu fluttu mótssönginn með glæsibrag en einnig voru mótsgestir svo heppnir að hinar víðfrægu systur Vanilla og Passion Borealis heiðruðu viðstadda með nærveru sinni og frumfluttu lagið La-laLandsmót. Sérstakur heiðursgestur var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Hann tileinkaði breskum skátum rigninguna, sem hann sagði vera til marks um gestrisni Íslendinga, og minntist jafnframt á mikilvægi skátahreyfingarinnar. Loks lofaði hann erlendum gestum að veðrið yrði betra þegar við færum heim.

Hin hefðbundna kynning félaganna var að sjálfsögðu á sínum stað. Í þetta sinn varð söngurinn jafnframt að athöfn þar sem hver einasti flokkur mótsins lagði stein í afmælisvörðuna, sem mun standa eftir sem minnisvarði um mótið. Hrólfur Jónsson, mótsstjóri, hélt svo ræðu sem hlaut óvæntan endi og um stund leit einna helst út fyrir að rýma þyrfti svæðið sökum jarðhræringa og almenns óróa, en í ljós kom að um var að ræða skrílsleiftur. Í lokin ætlaði allt um koll að keyra þegar Páll Óskar birtist á sviðinu og ríkti tryllt og taumlaus gleði fram eftir kvöldi. Spirits were high at last night‘s opening ceremony, where the whole jamboree was gathered for the very first time. Evidently all our scouts are well prepared, and even though they were put to the test by Icelandic weather there was a smile on every face for the duration of the evening. The ceremony was presented by the multilingual cross-dressing pair, Gunnlaugur and Guðrún, who appeared in scout uniform, lederhosen and a dubious Viking costume. Furthermore, they both wore the same fabulous sequined dress, although not at the same time.

The musical acts were a big hit. Of course the camp song was featured, both in Icelandic and in English. Later, superstar sisters Vanilla and Passion Borealis honoured the gathering with their presence and a performance of a special jamboree pop song. The president of Iceland, Ólafur Ragnar Grímsson, dedicated the rain to the British scouts, maintaining that it was as sign of Icelandic hospitality. He also promised the foreign scouts that the weather would get better before they went home. Every scout group and country presented themselves in a song, during which each patrol provided a rock for a cairn intended to remain as a monument of the camp. The Camp Chief’s speech was cut short by a big commotion and for a while it seemed like the area would have to be evacuated. Luckily it turned out that this was not a natural disaster but a flash mob. One of Iceland’s most famous pop stars, Paul Oscar, concluded the evening and every scout showed off their craziest dance moves.


Mótsmolar Bits and Pieces

Hörkutól á landsmót Bikes and Bravery Vaskir skátar úr Árbúum létu veðurspár fyrir helgina ekki hræða sig og hjóluðu úr Reykjavík á Úlfljótsvatn. Alls hjóluðu þrettán skátar Nesjavallaleiðina og voru um fimm tíma að því í heildina. Öldungur tók þrjá skáta úr Árbúum tali, rétt eftir að þau komu á áfangastað. Þau Elínrós Birta, Hafdís Jóna og Tómas Snær voru hress og ánægð með ferðina. Þau sögðust þó hafa tekið sér nokkur nestishlé og hefðu því verið hjólandi í um þrjá og hálfan tíma í heildina. Aðspurð sögðust þau hafa haldið fyrir fram að hjólaferðin myndi taka meira á en hún gerði í raun og veru. Þau mæla með því við alla skáta að hjóla þessa leið í framtíðinni og benda á að það sé prýðis hugmynd að byrja að undirbúa hjólaferð fyrir næsta landsmót!

Brave scouts from Árbúar scout club were not intimidated by last weekend‘s weather forecast and decided to ride their bikes from Reykjavík to Úlfljótsvatn. The group consisted of thirteen scouts and it took them around five hours total to reach the camp site. Öldungur spoke with three of the scouts as they arrived at their destination. Elínrós Birta, Hafdís Jóna and Tómas Snær were very happy with the trip. They mentioned that they had taken several breaks, so the total time they spent on bikes was around three and a half hours. When asked, the scouts said that the trip was not as difficult as they had thought. They encourage every scout to try it out and recommend that they start preparing for a biking trip to the next national jamboree!

Dagskrárstjórn vill minna alla flokka á að skrá sig í keppnina Skátaflokkur Íslands fyrir klukkan 18:00 í dag, 23. júlí. Skráning fer fram í upplýsingatjaldinu. Flokkarnir eru hvattir til að koma með klappstýrulið með sér. Here at the jamboree the Icelandic scout patrols will compete for the title “Iceland’s Greatest Scout Patrol” and everyone is welcome to cheer the groups on. More information about the event will be published later. Aðstaða til að þurrka fatnað, tjöld og annað er til staðar í kjallara DSÚ. Allt sem skilið er eftir þar er á ábyrgð eigenda. A room for drying clothes, tents and other things is located in the cellar in DSÚ, the house above the staff canteen. Please note that the jamboree is not responsible for any items left there. Róversveitin Ragnarök stendur fyrir kennslu í vals og fleiri klassískum dönsum miðvikudagsmorguninn 25. júlí. Mæting við stóra sviðið stundvíslega kl. 10:00! Ekki þarf að koma með dansfélaga. Ragnarök Rover troop has organized a dance class for all 16-22 year old scouts attending the jamboree. The class will take place on Wednesday morning, July 25th, at 10:00 by the Main stage! No need to bring a dance partner. Ef svo vel vill til að þú hafir tekið upp skrílsleiftrið (hópdansinn) á mótssetningunni í gær, þá myndir þú gleðja fjölmiðlateymið einstaklega mikið ef þú litir við í fjölmiðlasetrinu og leyfðir okkur að afrita hann hjá þér. If you happened to video record the Flash Mob at the Opening Ceremony yesterday, the media team would be eternally thankful if you‘d drop by at the Media Centre and let us copy it from you.


Torg dagsins Andatorg Plaza in Focus Á Andatorgi, sem liggur næst Úlfljótsvatni, eru níu félög búin að slá upp tjaldbúð. Þar ætla fimm íslensk skátafélög frá hinum ýmsu landshlutum og fjórir breskir skátaflokkar að vera nágrannar næstu vikuna. Þegar Öldungur leit við var tjaldbúðavinna í fullum gangi og allir voru að koma sér sem best fyrir á sínu svæði. Hraunbúar höfðu komið með sólina með sér og höfðu því engar áhyggjur af veðri. Þeir voru að dunda sér við að súrra saman hlið, sem að þeirra sögn átti að vera það allra mikilfenglegasta norðan Alpafjalla. Árbúarnir á svæðinu komu að hluta til hjólandi á mótið á laugardag en voru svo allir mættir á svæðið í gær og ætluðu að veita Hraunbúum harða samkeppni um flottasta hliðið. Kópar voru allir með eins húfur, en allir skátarnir höfðu fengið heim uppskrift og garn fyrir húfuna og prjónuðu margir húfurnar sjálfir. Aðrir fengu þó örlitla hjálp frá fjölskyldumeðlimum og vinum og var árangurinn stórglæsilegur. Héraðsbúar voru glaðbeittir við tjaldbúðastörfin þó svo að þeir hafi verið í tíu tíma á leiðinni á mótið og hafi farið beint í það að reisa tjöld við komuna hingað. Skátarnir í Stróki sögðust svo vera í banastuði og höfðu komið með blóm að heiman eins og þeir hafa gert undanfarin mót. Girlguiding Hertfordshire höfðu

lent í örlitlum vandræðum með að koma tjöldunum sínum upp en voru komnar vel á veg þegar fréttamenn bar að garði og sögðu að ekkert óvænt hefði komið upp á, nema rigningin! When reporters from Öldungur went by the Duck Plaza yesterday everything was buzzing. All the groups were busy putting up tents and everything else for their camp area. Nine groups will spend the next week together at the plaza, five from all over Iceland and four from the UK. Hraunbúar brought the sun with them and had no worries about bad weather. They were putting up their gate and had big plans to win the prize for the best gate. Árbúar, who biked to Úlfljótsvatn, said that they would provide Hraunbúar with tough competition for best gate. Kópar were wearing matching hats that they had knitted, or at least some of them did it themselves while others got a little help from friends and family. Héraðsbúar were happy to be at the jamboree, even though their trip here took ten hours and Strókur had brought flowers with them to the campsite. Girlguiding Hertfordshire had struggled a little bit with the tents but when the reporters arrived they were almost done.

Afmælisbörn dagsins Camp Birthdays 22. júlí: Katrina Hansen 24 ára, Skótaliði Túgvan, Færeyjar. Ómar Andrés Ottóson 11 ára, Haförnum Sóley Björk Þorsteinsdóttir 12 ára, Vífli Þorsteinn F. Sigurðsson 60 ára

23. júlí: Bjarki Sigurðsson 41 ára, Héraðsbúum Guðrún Sigríður Ólafsdóttir 40 ára, systir Sigga Más

8 23 93 97 58 53 26 59 41 3.1


Forsetann fennti inni á Ísafirði President trapped inside due to snow Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, kom í heimsókn á landsmót ásamt eiginkonu sinni, Dorrit Moussaieff, og hundinum þeirra Sámi. Bragi Björnsson skátahöfðingi Íslands tók á móti þeim í Gilwell skálanum og leiddi þau svo um svæðið þar sem þau heilsuðu upp á skátana. Ólafur og Dorrit heimsóttu öll torgin og litu inn í fjölmörg matartjöld ásamt því að skoða tjaldbúðavinnu hjá fjölmörgum félögum. Þó svo að rignt hafi duglega meðan á heimsókninni stóð var Ólafur mjög ánægður með að vera á mótinu og þótti gaman að sjá hvað skátarnir voru glaðir og jákvæðir þó að aðstæður væri þeim ekki í hag. Ólafur hélt svo ræðu við setningu mótsins. Meðal annars rifjaði hann upp sína uppáhaldsminningu úr skátastarfi, þegar hann og skátafélagar hans voru í

útilegu á Ísafirði og hópinn fennti inni. Hann sagði það gott dæmi um að vont veður þurfi ekki endilega að skemma útilegur. The president of Iceland, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson, and his wife Dorrit Moussaieff visited the jamboree yesterday. Bragi Björnsson, Chief Scout of Iceland, guided them around the camp area and showed them all the plazas. There they spoke with scouts, young and old, and experienced the jamboree atmosphere in all the camps. In spite of the heavy rain, Ólafur said that he was glad to see how happy and positive the young scouts were. Later in the evening Ólafur spoke at the opening ceremony, where he described his favorite scouting memory, when he and his fellow scouts were trapped inside a scout hut due to snow. Although the situation was rough it was still a wonderful memory and that is one of the great things about scouting, making the best out of bad situations.


Stjörnuspá!Horoscope! Steingeit/Capricorn (22. des-19. jan) Þú hefur allt á hornum þér, hresstu þig við og liðkaðu lið! For some reason you’re looking kind of sheepish today. Be happy. Know it. Clap your hands. Vatnsberi/Aquarius (20. jan-18. feb) Þú ert hálf þreytt/ur eftir vatnsburð síðustu daga. Slakaðu á og fáðu þér kakó. You‘re kind of tired from all the watercarrying these past few days. Relax and have some hot cocoa. Fiskar/Pisces (19. feb-20. mars) Úlalla! Ástin er í loftinu, ekki láta hana fjúka burt! Ooh la la! Love is in the air, don’t let it blow away! Hrútur/Aries (21. mars-19. apríl) Mundu að instagramma Landsmót. Annars gerðist það ekki. Remember to Instagram the Jamboree. Pics or it didn’t happen. Naut/Taurus (20. apríl-20. maí) Heillastjarnan hlýtur að skína yfir þér. Þú finnur ópnaða sólarvörn á víðavangi og

hyggst selja hana á svörtum markaði. This is your lucky day! You’ll find an unopened bottle of sunscreen that you plan to sell on the black market. Tvíburar/Gemini (21. maí-21. júní) Þú hefur tvöfalda orku í dag, af augljósum ástæðum. Hlauptu fimm hringi í kringum Strýtuna. For obvious reasons you are two times as energetic. Run around the Souvenir shop five times.

Vog/Libra (23. sept-23. okt) Þig langar í pönnukökur. Láttu það eftir þér, það er nú afmæli! You want some pancakes. Just make some, this is a birthday party after all! Sporðdreki/Scorpio (24. okt-21. nóv) Þú böstar múv í dag. Mundu að teygja vel á! You’ll bust a move today. Remember to stretch!

Krabbi/Cancer (22. júní-22. júlí) Flashmobið er búið – hættu þessu hliðar-saman-hliðar alltaf hreint. The flashmob is over – time to stop the side-stepping.

Bogmaður/Sagittarius (22. nóv21. des) Þú hittir myndarlegan víking. Heldur ævintýrið áfram? You’ll meet a handsome viking. Will the magic continue?

Ljón/Leo (23. júlí-22. ágúst) Skáti er hjálpsamur. Ekki vera ljón á veginum. A scout is helpful. Don’t be lion around.

Bi-daily Challenge

Meyja/Virgo (23. ágúst-22. sept) Beis-tanið er farið að fölna – eins gott að þú pakkaðir brúnkukreminu! Your base-tan is starting to fade – luckily you packed your self-tanning cream!

Skiptu á enu merki við erlendan skáta! Exchange 1 badge with a foreign scout!

Spurning dagsins Question of the Day

Hvað var það síðasta sem þú hugsaðir um áður en þú fórst að sofa í gær? What was your last thought before you fell asleep last night?

Landsmót á morgun. Er ég ekki örugglega með allt? Jamboree tomorrow. Have I packed everything? Bjarnveig og Lóa, Samherjar

Hættu að rigna!

Hvar er sviðið?

Stop raining!

Where is the stage? James, UK

Haukur, Sviðsstjóri - stage manager


Tilgangslaus hlutur sem gaman er að eiga Pointless but Pretty Ungur Hraunbúi fjárfesti í landsmótsskeið / A young scout invested in a jamboree spoon

Buslað í Borg Wet and Wild

Rekkaskátar berjast gegn Loka með blómakransa um hálsinn Rangers and Rovers defeat evil Loki and open the gates of Bifrost Rekka- og róverskátar létu hrakspár um vonskuveður ekki aftra sér þegar þeir fóru galvaskir í Hawaii-innblásið sundlaugarpartý í sundlauginni í Borg. Þó svo að sólin léti ekki sjá sig var ekki haldið aftur af blómakrönsunum og strápilsunum. Eftir mikið busl og fjör var eldað ofan í liðið og allir tóku þátt í æsispennandi stórleik þar sem barist var við Loka sjálfan til að koma höndum yfir lykilinn að hliðinu að Bifröst.

Although the weather forecast didn‘t look too promising, the Hawaiian themed pool party proved to be a great experience. Even though the sun didn’t break through the clouds, there were enough of Hawaiian skirts and a flower lei around every neck. After all the splashing, the scouts and guides gathered around the BBQ and later participated in a game where the scouts had to fight Loki, the son of Odin, to get their hands on the key to the Bifröst Bridge.

„Ég keypti mér svona skeið á síðasta móti og ákvað því að slá til og kaupa mér slíka skeið í ár,“ segir Haukur Þór, ungur Hraunbúi, þegar hann er inntur eftir því af hverju hann hafi keypt sér skrautskeið. Hann segist ekki alveg viss hvort að hann muni gera þetta að hefð, en síðasta skeið sé núna ofan í kassa. „Það gæti þó verið að nýja skeiðin fái að vera uppi á hillu í einhvern tíma.“ Haukur segist safna alls kyns skátamunum og hafi til að mynda keypt sér vasahníf á síðasta móti. Úr horni herbergisins grípur þekktur kvennabósi inn í: „Stelpur fíla svona safnarapælingu, þeim finnst það eggjandi“ og hafi hann rétt fyrir sér er einna víst að Haukur sé í góðum málum. “I bought a spoon like this at the last jamboree so I decided to go for it and get another one this year,” says Haukur Þór, a young scout from Hraunbúar scout club, when asked about the reason for his purchase. He is not exactly sure if this will become a tradition, mentioning that the other spoon is in a box somewhere. “Perhaps I’ll display the new spoon on a shelf for some time.” Haukur collects all sorts of scouting items, for example he bought a pocket knife on the last jamboree. From the corner of the room a known womanizer interjects: “Chicks dig these collector-types, they think it’s shagadelic.” If he is right, Haukur is a lucky guy.

Öldungur 1. tbl  

Mótsblað Landsmóts skáta 2012

Öldungur 1. tbl  

Mótsblað Landsmóts skáta 2012

Advertisement