1 minute read

Hörðudalur (Mójörð, Histosol

Hörðudalur (Mójörð, Histosol) Tekið 1/8/2001 af Barböru Duran og Rannveigu Guicharnaud í rofabarði við árfarveg (lítið straumvatn) rétt vestan við hringveg. Staðsetning: N 65º01 09,5 W 22º03 16,8 H.y.s.: 83 m (GPS). Gróðurhula: Graslendi, lítillega þýft. Rof: Ekkert. Framræsla: Meðalvel ræst. Móðurefni: Áfok og lífræn efni í bland við árframburð ofaná jökullónaseti. Athugasemdir: Bw1 gæti verið veðrað gjóskulag. Straumvatnið er rauðlitað vegna mikils Fe í umhverfinu.

Dýpi gefið í cm O1 0–17 Brúnt (7,5YR 4/4) lífrænt efni; myndlaus bygging; stökk samloðun; margar, mjög fínar og fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. O2 17–55 Dökkrauðbrún (5YR 3/2) leirmold; veik, þunn, plötulaga bygging; stökk samloðun; margar, mjög fínar til meðalfínar rætur; innan jarðvegslags er lagskipting af lífrænu efni, lurkaleifar (1 cm í þvermál); skörp bylgjótt lagmót. O3 55–61 Dökkbrún (7,5YR 3/2) leirmold; mjög veik, fín og meðalstór kubbslaga bygging; stökk samloðun; margar, mjög fínar og fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. 2O 61–96 Dökkrauðbrún (5YR 3/2) leirmold; veik, fín, plötulaga bygging; stökk samloðun; margar, mjög fínar til meðalstórar rætur; óskýr lagskipting af lífrænu efni, lurkaleifar (1 cm í þvermál); skörp bylgjótt lagmót. 2Bw1 96–130 Dökkbrún (10YR 3/3) leirmold; mjög veik, fín, meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; fáar, mjög fínar og fínar rætur; fáir, smáir og meðalsstórir, gulleitir dílar (e.t.v. kísilþörungar).

41

This article is from: