__MAIN_TEXT__

Page 1

Bakaraiðn Bakaraiðn

Lyfjatæknir Lyfjatæknir Pípulagnir Pípulagnir

Skipstjórn

Félagsliði Rafvirkjun Húsgagnasmíði

LJóSmYnDuN

vélvirkjun Blikksmíði

Tækniteiknun Tækniteiknun

Heilsunudd

Kvikmyndatækni

Hársnyrting

Tölvubraut Hljóðtækni

Framleiðsla

bílamálun

Matreiðsla

stuðni n gsfulltrúi Bókband VeggfóðrunVeggfóðrun- og og dúkalögn dúkalögn

heilsunuddari

Vélstjórn Rafeindavirkjun

Múraraiðn

Prentun

Rennismíði

MálArAiðn

Kjóla- og klæðskurður

Snyrtibraut

20 2. tbl. 2018

Húsasmíði

leikskólaliði

20

Stálsmíði Sjúkraliði læknaritari Grafísk miðlun Bifvélavirkjun


20

20

Blaðið 2020 er gefið út af öllum iðn- og verkmenntaskólum á Íslandi. Skólarnir eru 13 talsins og eins ólíkir og þeir eru margir, námsframboð er gríðarlega fjölbreytt, þar sem fagmenntaðir einstaklingar útskrifast á hverju ári. Eins og sjá má í blaðinu er fjölbreytni starfsnáms á Íslandi gríðarlega mikið. Alls er hægt að stunda nám í nærri 60 greinum í 13 mismunandi skólum. Nafn blaðsins vísar í sameiginlegt markmið skólanna, skýrt og mælanlegt markmið, að 20% grunnskólanemenda skrái sig í iðn- og verknám frá og með árinu 2020. Blaðinu er dreift til foreldra og forráðamanna allra nemenda í 9. og 10. bekk á Íslandi, í samtals 8365 eintökum. Annað tölublað 2018 Prentuð eintök 9000 Einnig aðgengilegt á ISSUU.com Útgefandi: Iðn- og verkmenntaskólar á Íslandi Ábyrgðarmaður: Magnús Ingvason. Ritstjórn: Guðlaug M. Pálsdóttir, Ólafur Sveinn Jóhannesson, Magnús Ingvason, Silja Sif Engilbertsdóttir, Steinunn Þórdís Árnadóttir og Þór Pálsson. Umsjón: Laila Sæunn Pétursdóttir. Umbrot og hönnun: Laila Sæunn Pétursdóttir og Emilía Erla Ragnarsdóttir. Hönnun forsíðu: Silja Sif Engilbertsdóttir. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Póstdreifing ehf


- rasti

- 100%

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI

Dagsetning

5. september 2001

Viðskiptavinur

Fjölbraut Ármúla

Verkefni

Merki


Kæra ungmenni Þú heldur nú á blaði um verk- og starfsnám í framhaldsskólum. Okkur finnst mikilvægt að leyfa þér að sjá hvað nemendur í slíku námi eru að gera. Einnig að lesa um ungt fólk sem hefur lokið starfsnámi og er byrjað að vinna. Við teljum að miklu fleiri stelpur og strákar ættu að velja starfsnám í framhaldsskóla. Það er hagnýtt að rækta bæði bókvit og verkvit á ungum aldri. Verkog starfsnám veitir traustan undirbúning fyrir lífið og fyrir frekara nám. Að loknu starfsmenntaprófi getur þú farið að vinna í faginu þínu um 20 ára aldur. Eða hafið nám á háskólastigi með það dýrmæta forskot að búa yfir góðri verkkunnáttu. Við skulum muna að verk- og starfsnám lokar engum leiðum. Það er alltaf hægt að bæta við, taka stúdentspróf og fara í nám á háskólastigi. Háskólarnir kalla sérstaklega eftir fólki með hagnýta reynslu og verklega þekkingu, sem reynist vera ómetanlegt veganesti t.d. í verk- og tæknifræðinámi eða heilbrigiðsgreinum. Við hvetjum þig til að leita í blaðinu að hugmyndum um nám og störf sem gætu hentað þér. Og ekki hika við að hafa samband og biðja um meiri upplýsingar. Náms- og starfsráðgjafar framhaldsskólanna eru ávallt reiðubúnir að svara fyrirspurnum og gefa góð ráð.

Með bestu óskum um bjarta framtíð, skólameistarar starfsnámsskólanna


Origo auglýsing

FRAMTÍÐIN ER SKARPARI MEÐ LENOVO

Borgartúni 37, Reykjavík • Kaupangi, Akureyri • netverslun.is


Heil b

20 Ma t

véltæknigr g o ein lm Blikksmíði Rennismíði Stálsmíði Vélvirkjun Vélstjórn Netagerð

rtigreinar Sny

ar

Bakaraiðn Matreiðsla Framleiðsla Kjötiðn

r ina

- og veitingagr a l e væ

Heilsunuddari Lyfjatæknir Tanntæknir Læknaritari Félagsliði Félagsmála- og tómstundabraut Leikskólaliði Stuðningsfulltrúi

nar rei

20

g félag o s i ð s rig Sjúkraliði g

Snyrtifræði Hársnyrting

og handverks r gr una

Rafvirkjun Rafeindavirkjun Rafvélavirkjun Símsmíði

Bílagreinar Bifvélavirkjun Bifreiðasmíði Bílamálun

sveinspró n a fs Ut

og mannv a g irk n i g j g

Tölvubraut Tækniteiknun Hljóðtækni Kvikmyndatækni Lýsingatækni

og fjölmið a la ing

inar gre

ar rein ag

Húsasmíði Húsgagnasmíð Málaraiðn Pípulagnir Múraraiðn Veggfóðrun og dúkalögn Tækniteiknun

By

ðngreina i f a r R

Uppl ýs

Gull- og silfursmíði Kjólaskurður Klæðskurður Skósmíði Söðlasmíði

ar ein

Hön n

Iðn- og starfsgreinar

Grafísk miðlun Prentun Bókband Ljósmyndun 7


Eldað á Indlandi Í janúar síðastliðnum pakkaði Ásdís Björgvinsdóttir, matreiðslunemi við Menntaskólann í Kópavogi, niður kokkafötunum sínum og íslenska fánanum og hélt af stað til Indlands ásamt matreiðslukennaranum og fagstjóra framreiðslu, Sigurði Daða Friðrikssyni. Tilgangur ferðarinnar, sem styrkt var af MATVÍS, var að taka þátt í Ólympíuleikum ungkokka sem fram fóru í fjórum helstu borgum Indlands; Delhi, Pune, Bangalore og Kolkata.

Keppti á Ólympíuleikunum Ásdís hefur staðið sig afar vel í matreiðslunáminu og var á síðustu önn með hæstu meðaleinkunn matreiðslunema á sveinsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi og var því boðið að taka þátt í leikunum. Ásdís er ekki nýgræðingur í matreiðslukeppnum en áður hefur hún tekið þátt í Norrænu nemakeppninni sem haldin var í Finnlandi 2017. Ólympíuleikar ungkokka njóta mikillar virðingar og það er eftirsóknarvert að fá tækifæri til að taka þátt í keppni sem þessari þar sem umgjörðin er eins og best verður á kosið og jafnvel Michelin-stjörnukokkar sjá um að dæma. Ólympíuleikar ungkokka fóru fram dagana 27. janúar til 2. febrúar s.l. og tóku ungkokkar frá 50 löndum þátt í keppninni. Eitt aðalmarkmið keppninnar er að tengja saman fólk frá ólíkum löndum í gegnum mat og matreiðslu.

8

Ómetanleg lífsreynsla og frábær tenging við útlönd Eftir langt og strangt ferðalag Ásdísar og Sigurðar Daða frá Íslandi til Delhi tók við mikil og stíf dagskrá og hörð keppni. Það er skemmst frá því að segja að Ásdís stóð sig með afbrigðum vel. Hún komst í úrslit þar sem þeir ellefu bestu öttu kappi á sannkölluðu galakvöldi þar sem mikið var um dýrðir og endaði hún í sjötta sæti keppninnar sem er frábær árangur. Ásdís segir það ómetanlega lífsreynslu að hafa fengið að taka þátt í keppninni á Indlandi og þá ekki síst að kynnast fólki og matargerð frá ýmsum löndum. Matreiðslunám er alþjóðlegt nám og Ásdís hefur kynnst því að auðvelt er fyrir matreiðslumenn að starfa erlendis í lengri eða skemmri tíma og kynnast þannig nýjum matar- og menningarheimum. Ásdís vinnur í dag á Lava, veitingastað Bláa lónsins, og segir framtíð sína óráðna en greinilega séu margir möguleikar fyrir metnaðarfulla matreiðslumenn, bæði innanlands sem utan.


Á K VA Ð U N G U R A Ð V E R ÐA A R K I T E K T – hú s a s míði og lis tná m g óð u r u nd irbú ning u r f y rir ná m í a rk i te k tú r Ellert Björn Ómarsson, eða Elli Bjössi eins og hann er oftast kallaður, ákvað ungur að verða arkitekt þar sem hann vildi ekki fara í langskólanám. Móðir hans ákvað að vera ekkert að segja honum að það væri 5-6 ára háskólanám heldur leyfði honum að njóta draumsins. Þegar Elli Bjössi var í grunnskóla ræddi hann við námsráðgjafa um þennan draum og fundu þau í sameiningu að góður grunnur fyrir slíkt nám væri húsasmíði.

Lærði ótrúlega margt Elli Bjössi skráði sig á húsasmíðabraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja haustið 2010 og útskrifaðist af henni vorið 2014. Haustið eftir ákvað hann síðan að skrá sig aftur í skólann til að bæta við sig viðbótarnámi til stúdentsprófs. Elli Bjössi ákvað að taka ekki einungis þá áfanga sem voru nauðsynlegir til að útskrifast sem stúdent heldur skráði hann sig einnig í listnám. Í listnáminu kynntist hann listum í víðu samhengi en einnig fór hann í markvissa vinnu við að búa til möppu sem er hluti af umsókninni í Listaháskóla Íslands. Mappan þarf að endurspegla listræna kunnáttu umsækjanda. Sem hluti af þessari möppuvinnu ákvað Elli Bjössi að mæla upp og teikna húsið sem hann bjó í en húsið er gamalt og einungis voru til gamlar teikningar af því frá því árið 1950. Auk náms í listum í framhaldsskóla bætti hann við

sig námi í stærðfræði og málmsuðu sem hann segir að hafi komið sér að góðum notum bæði í vinnu og í námi. Elli Bjössi sótti um nám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands haustið 2015, einn af um 100 umsækjendum. Þrjátíu nemendum var síðan boðið í viðtal og af þeim fengu 15 inngöngu. Elli Bjössi var eini smiðurinn sem fékk inngöngu þetta skólaár en mjög fáir smiðir eru eða hafa verið við nám í arkitektúr á Íslandi. Hann segir að húsasmíðanámið hafi gefið honum heilmikið forskot í náminu.

Ætlar að verða arkitekt Nú er Elli Bjössi að ljúka þriðja árinu í arkitektúr en þá fær hann BA gráðu. Hann stefnir að því að vinna á arkitektastofu næstu 1-2 árin áður en hann heldur utan til að ljúka mastersgráðunni en hún er nauðsynleg til að fá réttindi sem arkitekt. Skilaboð Ella Bjössa til nemenda í grunnskóla sem eru að skoða nám í framhaldsskóla er að fylgja ekki bara vinahópnum eða skrá sig í nám fyrir mömmu og pabba heldur velja nám sem hentar áhugasviðum, jafnvel þótt það sé mjög erfitt. Ef nemandi prófar og það kemur í ljós að það hentar ekki þá er í lagi að skipta um skoðun. Hann hvetur nemendur til að velja það sem þeir hafa áhuga á og vera sjálfstæða í þeirri ákvörðun.

9


Læra að gera kvikmyndir og sjónvarpsþætti Nýsköpunar- og listabraut er ein af starfsnámsbrautum Fjölbrautaskólans við Ármúla en þar fá nemendur að kynnast flestum greinum lista. Megináhersla er lögð á myndlist og kvikmyndagerð en einnig eru nokkrir áfangar í ljósmyndun, leiklist, tölvuleikjahönnun og nýsköpun sem fer fram að hluta í samvinnu við viðskiptafræðibraut. Nemendum stendur til boða að stunda starfsnám tengdum þessum greinum en þeir ná einnig að sinna starfsnámi innan skólans með ýmsum verkefnum. Það gildir þó aðallega hjá nemendum sem sækja áfanga í kvikmyndagerð og má þar helst nefna upptökur á viðburðum innan sem utan skólans. Nemendur í sjónvarpsþáttagerð taka t.d. upp söngkeppni framhaldsskólanna og skila upptökum frá sér sem sjónvarpsþáttum. Einnig hafa fallið til verkefni við upptöku söngleikja og leikrita t.d. fyrir Borgarleikhúsið.

Vinna við kvikmyndahátíðir Jafnframt hefur verið um árabil virk samvinna við RIFF kvikmyndahátíðina þar sem nemendur vinna daglega fréttir af viðburðum hátíðarinnar sem síðan eru settar á vef hátíðarinnar. Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna er t.d aðalverkefni áfangans í viðburðastjórnun en þar skipuleggja þau hátíðina sem er haldin í Bíó Paradís. Nemendur sinna öllum verkefnum er snúa að framkvæmd viðburðarins svo sem fjármögnun, hönnun vefs, gerð sýningarskrár, veggspjalda og sjónvarpsauglýsinga, sjónvarpsviðtöl við heiðursgesti og útvegun verðlauna. Á hátíðinni eru sýndar 25-30 stuttmyndir frá framhaldsskóla og hefur þátttaka farið vaxandi undanfarin ár.

Starfa nú í kvikmynda- og listabransanum Í gegnum starfsnámið hafa nemendur fengið að kynnast atvinnulífinu og er þó nokkur hópur nemenda sem útskrifast hefur af brautinni nú starfandi í þeirri atvinnugrein sem þau lögðu áherslu á. Fyrrum nemendur starfa m.a. á Stöð2, hjá Óperunni og í

10

ýmsum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum sem framleidd eru hérlendis. Jafnframt er góður hópur nemenda að stunda framhaldsnám við listaháskóla bæði hér heima og erlendis.


LEYFIÐ BÖRNUNUM AÐ FINNA SÍNA LEIÐ Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, gæti sjálf vel hugsað sér að fara í fatahönnun. Hún hefur lagt mikla áherslu á mikilvægi á iðn-, starfs- og verknáms. En af hverju? Við settumst niður með henni og fengum tækifæri til að spyrja hana nánar út í þetta.

Þú hefur lagt mikla áherslu á iðn-, starfs- og verknám - af hverju? Allar þjóðir vilja búa við hagsæld og góða landsframleiðslu, þar sem fólk nýtur vinnu sinnar og fær góð laun fyrir. Iðn-, starfs- og verknám breytir miklu í slíku samfélagi og er grunnurinn að góðum störfum sem nýtast á mögum sviðum samfélagsins. Slíkt störf eru einnig mjög mikilvæg til að byggja upp og viðhalda öflugum innviðum. Það er því mikilvægt að vera með fagmenntað fólk til að styðja við þá sýn. Í dag skortir okkur hreinlega fagmenntað fólk í iðn-, starfs- og verkgreinum.

Hvernig ætlar þú að beita þér í að efla þetta nám? Á þessum stutta tíma sem ég er búin að vera í starfi höfum við þegar sett ýmislegt af stað. Í fyrsta lagi ætlum við að einfalda allt stjórnskipulag tengt iðn-, starfs- og verknámi með því að endurskoða laga- og reglugerðaramma í kringum námið. Við erum þar í miklu og góðu samstarfi við félög eins og Samtök Iðnaðarins. Í öðru lagi er ég að beita mér fyrir bættri aðstöðu til námsins og er þegar í samvinnu við nokkra skóla hvað það varðar. Þá erum við erum búin að fella niður efnisgjöld í verklegum greinum í framhaldsskólum en þau gátu numið allt að 50.000 krónum á ári. Ég tel líka að kynningarstarf á náminu sé mjög mikilvægt til að draga fram kosti þess.

Hvernig er hægt að kynna námið betur?

Til að ná upp meiri færni þá þurfum við að kynna hversu miklu máli menntun skiptir. Námið er áhugavert og það þarf að kynna ungu fólki þau tækifæri sem bjóðast að námi loknu. Kynning á námi fyrir börn í 9. og 10. bekk skiptir máli. Það má auka fjölbreytileika námsins með því að auka t.d. samstarf skólahverfa og jafnvel þannig að þau gætu kannski skipt einhverju á milli sín þannig að nemendur gætu farið í val í skóla sem er ekki langt í burtu sem þeir hafa mikinn áhuga á. Ég vil hafa námsframboðið þannig að börn eigi kost á því að nýta hendurnar og skapa. Það býr sköpun að einhverju leyti í okkur öllum og það þarf að passa að hún fái að njóta sín.

Eitthvað annað sem þú leggur til? Því meiri samvinna sem er á milli atvinnulífs, skólanna og hins opinbera því öflugara verður hagkerfið sem er til hagsbóta fyrir okkur öll. Skóli, atvinnulíf og framhaldsskóli ættu að mynda þríhyrning. Það mætti jafnvel líka skoða fleiri þverfaglegar tengingar. Það þarf að vera með námskynningar og kynna hvað er í boði ásamt því að tengja fyrirtæki meira við skólana. En heimilin þurfa líka að vera meðvituð um það sem er að gerast á framhaldsskólastiginu og hvaða möguleikar eru í boði.

Hvað viltu segja við forráðamenn barna? Spyrjið ykkur hvar barninu líður best og í hvaða umhverfi. Verið hreinskilin og leyfið þeim að finna út hvaða nám hentar þeirra áhugasviði. Aðstoðið þau við að kynna sér allt það sem er í boði því það er svo mikið af spennandi og skemmtilegu námi sem er hægt að skrá sig í.

11


r u k k o á j h u ð a j Byr u t t y e r b og ! m u n i im e h

Slagorð Tækniskólans er slagorð sem getur staðið fyrir allt starfsnám, allt tækninám og allt hönnunarnám.

En hvaða nám hentar þér, er ekki bara best að klára stúdentsprófið?

andi hefur þá lokið stúdentsprófi og um leið fengið alþjóðleg starfsréttindi. Þegar kemur að því að velja framhaldsskóla er málið einfalt, þú þarft ekki að fara í gegnum flókið áhugasviðspróf til að vita hvaða skóla þú átt að velja. Allt í kringum okkur eru vísbendingar um áhugasvið og flestir fara reglulega á netið og slá inn setninguna „how to...“ í leitarglugga Youtube eða Google, þegar við viljum læra og fræðast. Besta leiðin til menntunar er auðvitað menntun sem tengist áhugasviði, menntun sem tengist styrkleika viðkomandi og haldgóð menntun til framtíðar. Benjamin Franklin sagði eitt sinn „Segðu mér eitthvað og ég gleymi því, sýndu mér eitthvað og ég man það kannski, leyfðu mér að taka þátt og ég læri það.“ Starfs- og tæknimenntun er byggð upp með þetta að leiðarljósi, nemendur læra fyrst og fremst með því að teikna, hanna, prófa, smíða, tengja, losa, herða, lyfta, skrúfa og skilja. Allir nemendur sem hefja nám í starfsnámsskólum eiga tækifæri á að verða eigin meistarar eða frumkvöðlar við sína faggrein. Þeir geta orðið hluti af stórri heild fagmenntaðra einstaklinga sem glæða samfélagið lífi.

Allir starfsnámsskólar á landinu bjóða þann valkost að ljúka stúdentsprófi samhliða starfsnámi. Þessi leið er auðvitað frábær leið í þeim skilningi að viðkom-

Starfs- og tæknimenntun er ekki endastöð, heldur upphafið, frábær grunnur til að breyta heiminum.

„Menntun er besta leiðin til að breyta heiminum til hins betra“ sagði Nelson Mandela á sínum tíma. Enn þann dag í dag á þessi fullyrðing vel við. Allt tal um fjórðu iðnbyltinguna og störfin sem henni fylgja er m.a. tal um tækni, hugvit og fagmenntun. Samfélagið eins og við þekkjum það er byggt upp af fagmenntuðu fólki, einstaklingum sem læra að smíða, hvort sem það er að smíða byggingar, bíla, vefi, föt, skartgripi, tölvur og tæki, heillandi hluti sem snerta líf okkar á hverjum degi. Samfélagið kallar á fólk sem getur breytt heiminum. Fólk sem hefur menntun og þekkingu til að hugsa út fyrir rammann og sjá tækifæri þar sem aðrir sjá hindranir. Í þessu felst ákveðið tækifæri, það skiptir máli hvað þú lærir, það skiptir máli fyrir þig og það skiptir máli fyrir samfélagið og framtíðina.

12


Þungarokkari, félagsliði og þroskaþjálfi Stefán Jakobsson er mörgum kunnur en hann er söngvari hinnar vinsælu þungarokkshljómsveitar, Dimmu. Dimma hefur starfað síðan 2004 og meðal annars spilað með Sinfóníuhljómsveitinni og gefið út fimm breiðskífur. Stefán hefur þó ekki alltaf starfað við tónlist. Hann útskrifaðist árið 2006 af félagsliðabraut Borgarholtsskóla og aðspurður valdi hann námið eftir að hafa prófað margar brautir í öðrum skólum. Honum þótti félagsliðanámið sem bauðst í Borgarholtsskóla spennandi svo hann ákvað að láta vaða.

Námið nýtist við að díla við fólk Stefán er á því að námið hafi nýst honum mjög vel síðan hann útskrifaðist, það hafi verið hagnýtt og þá sérstaklega vettvangsnámið. Þar kynntist hann ótrúlegri flóru fólks með mismunandi þarfir sem þurfti að finna leiðir til að sinna. Þannig hafi námið komið sér mjög vel í leik og starfi með ólíku fólki. Eftir útskrift frá skólanum starfaði Stefán á sambýlum, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Árið 2010 hóf hann þroskaþjálfanám við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2013. Árin þar á eftir starfaði hann sem deildarstjóri í Iðjubergi og á Gylfaflöt, áður en tónlistin og leiðsögumennska tóku alveg yfir.

Ekki vera fáviti

Í huga Stefáns er allt nám verkfæri til að gera fólk að meiri fagmönnum. Það sé alltaf undir hverjum og einum komið að finna og nýta tækifærin sem á vegi þeirra verða. Að mati Stefáns er ekki endilega ástæða til að drífa sig að klára skólann heldur sé það heilmikið nám að tilheyra skólasamfélagi og vera þátttakandi í félagslífi þess. Hann tók þetta alla leið; útskrifaðist 26 ára og er þakklátur fyrir námstækifærin. Stefáni finnst námið í Borgarholtsskóla hafa nýst sér mjög vel í tónlistarbransanum. Það hafi kennt honum að lesa fólk og takast á við hinar ýmsu birtingarmyndir mannlegrar hegðunar. Þegar Stefán var spurður hvort hann vildi segja eitthvað að lokum var svarið einfalt: „Ekki vera fáviti.“

13


Þínir hagsmunir hafa forgang - tryggðu öryggi fjölskyldunnar • Sjúkrasjóður tryggir 90% af launum í veikindum og slysum • Styrkir til sjúkraþjálfunar, líkamsræktar, gleraugnakaupa ofl. • Öflug endurmenntun og fjölbreyttir fræðslustyrkir • 30 glæsileg sumarhús víða um land • Hús á Flórída og tilboðsferðir til sólarlanda • Fjölmörg tilboð og afslættir

Öflugt stéttarfélag – aukin þjónusta

Félag iðn- og tæknigreina er stéttar- og fagfélag fyrir starfsfólk í eftirtöldum greinum: • Málm-, véltækni-, framleiðslugreinum og vélstjórn

• Farartækja- og flutningsgreinum (bílgreinum)

• Bygginga- og mannvirkjagreinum

• Þjónustugreinum (snyrtifræði, hársnyrtiiðn)

• Náttúrunýtingu (garðyrkju) • Hönnun, listum, handverki • Tækniteiknun


Freyja Þorfinnsdóttir, rafvirki hjá Norðurorku á Akureyri

Nemandi í grunndeild rafiðnaðar í Verkmenntaskólanum á Akrueyri að smíða lóðstöð

HÁRRÉTT ÁKVÖRÐUN AÐ FARA Í RAFVIRKJUN „Það var hárrétt ákvörðun hjá mér að læra rafvirkjun og mér líkar þessi vinna mjög vel. Það er útbreiddur misskilningur að rafvirkjun sé karla- frekar en kvennastarf. Fyrst og fremst er þetta fjölbreytt starf sem hentar öllum, bæði körlum og konum,” segir Freyja Þorfinnsdóttir, 34 ára rafvirki hjá orku- og veitufyrirtækinu Norðurorku á Akureyri. Hún hefur starfað þar í um fimm ár, er ein af átta rafvirkjum hjá Norðurorku, raunar eina konan. „Mér líkar afskaplega vel að vinna með strákunum,” bætir hún við.

Áhugasviðsprófið breytti öllu Á sínum tíma var rafvirkjun ekki efst í huga Freyju sem framtíðarstarf. Eftir tíunda bekk í Hafnarfirði segist hún alls ekki hafa vitað hvert hugurinn stefndi og því ákveðið að fara út á vinnumarkaðinn. Fyrst starfaði hún um tíma á Hrafnistu en fékk síðan ráðningu hjá Símanum þar sem hún gerðist aðstoðarmaður tengjara. „Vinnan hjá Símanum vakti áhuga minn og ég velti þá fyrir mér að læra eitthvað tengt henni,” rifjar Freyja upp. Hún flutti austur á land, fór í Verkmenntaskóla Austurlands á Neskaupstað,

þar sem hún fór í áhugasviðspróf sem leiddi í ljós að rafvirkjun gæti hentað henni vel. Freyja innritaði sig því í rafvirkjun á Neskaupstað, var þar í nokkra mánuði en flutti síðan til Akureyrar og hélt áfram í grunndeild rafiðnaðar í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Ákvað síðan að henni lokinni, þegar valið stóð um að fara í rafvirkjun eða rafeindavirkjun, að fara í rafvirkjunina og lauk henni árið 2010. Fyrstu sporin á vinnumarkaðnum tók hún hjá fyrirtæki á Siglufirði en fékk síðan ráðningu hjá Norðurorku og líkar vinnan þar afar vel.

Þurfum fleiri konur í rafvirkjun! „Það eru allt of fáar konur í rafvirkjun og ég á erfitt með að skilja af hverju fleiri konur fara ekki í þetta nám. Sumir halda að þessari vinnu fylgi mikill óþrifnaður en það er mesti misskilningur. Fyrst og fremst er þetta nákvæmnis handavinna og konur eru ekkert síður færar um hana en karlar. Ég er stolt af því að hafa farið þessa leið og sjö og tíu ára dætrum mínum finnst ekki ónýtt að geta sagt frá því að mamma þeirra sé rafvirki,” segir Freyja Þorfinnsdóttir.

15


Grunaði aldrei að ég færi að vinna við Hollywood myndir Úr 700 manna bæ í 3000 manna alþjóðlegt fyrirtæki

Ertu á leiðinni í iðn-, tækni- eða verknám? Fagfólk framtíðar finnur allt sem þarf hjá IÐNÚ IÐNÚ útgáfa er starfrækt af Iðnmennt ses. Markmið Iðnmenntar er að stuðla að eflingu iðn-, tækni- og starfsmenntunar, m.a. með útgáfu og dreifingu námsgagna til iðn-, tækni- og starfsmenntaskóla í landinu. Auk bókaútgáfu rekur Iðnmennt prentstofu og IÐNÚ bókabúð í Brautarholti 8 í Reykjavík, ásamt vefverslun á www.idnu.is Ekki þvælast um allan bæ í leit að skólavörunum. Farðu beint í IÐNÚ eða á www.idnu.is og þú finnur það sem þú leitar að og það á frábæru verði að auki. I Ð N Ú , B R A U TA R H O LT I 8 , I D N U . I S .

AF HVERJU ÆTTIR ÞÚ VERSLA HJÁ IÐNÚ? •

Einstaklega persónuleg þjónusta og fjölbreytt vöruúrval.

Góður afsláttur fyrir iðn-, tækni- og verknámsnema í upphafi hverrar annar, líka í vefverslunnni.

IÐNÚ leitast við að eiga allar bækur, ritföng og aðrar skólavörur sem snúa að iðn- , tækni- og verknámi.

Þau vita hvaða bækur þú þarft! Láttu vita hvaða námi þú ert í og þau aðstoða þig við að finna þær bækur og ritföng sem þarf.

Bókabúð, útgáfa og prentstofa undir einu þaki svo ekki þarf að leita langt yfir skammt.

Ef varan er einhverra hluta vegna ekki til hjá þeim þá vita þau hvar hana er að finna.


Elmar Bragi Einarsson er 29 ára Seyðisfirðingur sem býr í London og vinnur hjá fyrirtæki sem hefur unnið til Óskarsverðlauna. Elmar útskrifaðist úr Margmiðlunarskólanum árið 2016 en við fengum tækifæri að spjalla aðeins við hann um námið og hvað hann er að gera í dag.

Af hverju fórstu í Margmiðlunarskólann? Ég var alltaf búinn að vera að leika mér frá því ég var í grunnskóla að taka upp stuttmyndir og „sketcha“ síðan sá ég bara fyrir tilviljun auglýsingu frá Margmiðlunarskólanum og ákvað að sækja um. Margmiðlunarskólinn gefur fólki tækifæri á að kynnast öllu frá tölvuleikjaforritun yfir í tæknibrellur og þar kynntist ég fullt af frábæru fólki. Ég útskrifaðist þaðan árið 2016 og skemmtilegt að segja frá því að ég var svo tilnefndur til Eddu verðlaunana; bestu tæknibrellurnar, fyrir útskriftarverkefnið mitt stuttmyndina Ljósöld.

Hvað fórstu að gera eftir skólann? Ég átti gott „Showreel“ eða möppu eftir skólann og með henni komst ég í meistaranám í „stafrænum brellum“ eða Digital Effects í Bournemouth University um haustið. Bournemouth er einn af virtustu skólunum í heiminum þegar kemur að tæknibrellum og hreyfimyndum (e. animation). Gott dæmi um það er Mark Ardington en hann kláraði þrívíddar hreyfimyndir (e. 3D animation) í Bournemouth og tók heim með sér Óskarsverðlaun fyrir Ex Machina myndina árið 2016 og er í dag að vinna með mér.

Hvað ertu að gera í dag? Ég kláraði meistaranámið í lok ágúst 2017 og fór svo nánast beint að vinna hjá Double Negative í London og er þar enn.

Hvað er Double Negative? Double Negative eða Dneg eins og það er oftast kallað er eitt af stærstu fyrirtækjunum í heiminum í sjónrænum áhrifum (e. visual effects) og sér um tæknibrellur og hreyfimyndir (e. animation). Ég er sjálfur staðsettur í Tech Run deildinni eins og er. Ég sé um að setja saman vinnutölvur og leysa hin helstu vandamál sem tengjast tölvubúnaðnum. Þetta er vinna sem er frábær fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref inn í bransann. Ég get lært á tólin sem Dneg hefur upp á að bjóða og gert mig kláran þegar það opnast fyrir stöðu sem ég er að sækjast eftir.

Double Negative var stofnað fyrir 20 árum síðan eða árið 1998 og voru með 30 manns í starfi en núna er þetta orðið u.þ.b. 2800-3000 manna fyrirtæki með stúdió í Chennai, Mumbai, Vancouver, Montréal, Los Angeles og auðvitað hér í London. Fyrsta myndin sem þau unnu við var Pitch Black og er Double Negative með þrjú óskarsverðlaun á bakinu fyrir Inception, Interstellar og Ex Machina. Byggingin hér í London hýsir i kringum 1000 manns en þrátt fyrir mannfjöldann er svolítið heimilisleg stemning í fyrirtækinu.

Hvernig fékkstu vinnu hjá Double Negative og af hverju ákvaðstu að fara þangað? Ég sótti um þegar ég var að vinna að meistaraverkefninu mínu í Bournemouth, fór svo í viðtal í september og fékk svo símtal um að ég fengi starfið þegar ég var á leiðinni á meistarasýninguna mína sem vildi svo skemmilega til að var haldin í Double Negative. Double Negative hefur verið að skila af sér frábærum hlutum og eins og kom fram áður þá er það eitt það stærsta og besta í þessum bransa og allir sem ég hafði talað við í þessum geira töluðu mjög vel um þetta fyrirtæki.

En hvað er svo í pípunum hjá þér og Double Negative? Núna seinasta ár hefur Dneg verið að skila af sér myndum eins og Blade Runner 2049, Justice League, Thor Ragnarok og núna seinast Black Panther og Altered Carbon frá Dneg TV. Það sem er í vinnslu núna er t.d. Venom og Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald. Ég og kærastan mín, Katla Mist Brynjarsdóttir sem er einnig úr Margmiðlunarskólanum, búum í rólegu hverfi hér í London og eins og staðan er í dag gerum við ráð fyrir að vera hér eitthvað lengur og vonandi verð ég áfram hér í Double Negative. Stefnan er að fá FX TD/Effect Technical Director stöðu í tæknibrellum núna í apríl við annað hvort Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald eða Venom.

Eitthvað að lokum? Ég myndi ráðleggja þeim sem eru að pæla í hvað þau ætla að gera í framtíðinni að finna sér nám í því sem þeim finnst spennandi og skemmtilegt. Fyrir mig var það fjarlægur draumur að vinna við tæknibrellur í stærstu Hollywood bíómyndunum þegar ég ólst upp í 700 manna bæ á austurströnd Íslands en núna er það bara handan við hornið.

17


Hönnuðir framtíðarinnar Nemendur í FabLab framhaldsáfanga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti búa til húsgögn og smíða „bluetooth“ hátalara í kennslustundum. Nemendurnir eru m.a. af tréiðnabraut skólans en áfanginn er líka opinn nemendum af öðrum brautum. Nemendur vinna fjögur verkefni á önninni. Fyrst búa þeir til nafnspjald úr timbri, svo húsgagn, þá verkefni sem notast verður við þrívíddarfræsingu og loks búa þeir til box utan um „bluetooth“ hátalara. Að því verki kemur síðan rafiðnakennari í skólanum.

Heimir Jónsson, kennari í FabLabi í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, leiðbeinir nemendum við Shop-Bot fræsarann

Við húsgagnagerðina skoða nemendur alls kyns sýnishorn og hönnun. Fara síðan að finna lausnir og teikna í tölvu sína útfærslu á húsgagni sem getur verið stóll, borð, hillur o.s.frv. Við þá gerð byrja nemendurnir að búa til módel í laserskera. Ef það gengur upp þá gera nemendur frumgerð í svokölluðu ShopBot-tæki en það er stór þrívíddarfræsari. Heimir Jónsson, kennari segir nemendur mjög jákvæða og áhugasama enda eru þeir að vinna að skemmtilegum og spennandi verkefnum.

Ístak leggur áherslu á að fá ungt fólk til starfa Verktakafyrirtækið Ístak hefur verið leiðandi í íslenskum verktakaiðnaði í yfir 40 ár. Fyrirtækið annast verkefni eins og byggingar, virkjanir, álversframkvæmdir, hafnarframkvæmdir og vega- og brúargerð. Starfsfólk Ístaks hefur haft mikil áhrif á þróun mannvirkja á Íslandi sem og erlendis. Hjá fyrirtækinu starfa um 370 manns sem hafa ýmsa þekkingu og reynslu. Mikil áhersla er lögð á að vera með vel menntað fólk innan raða fyrirtækisins og sérstök áhersla er lögð á að fá nýútskrifað fólk til starfa.

18

„Við höfum mjög mikinn áhuga á að fá iðnnema til okkar á samning og leggjum áherslu á að hjálpa þeim að klára námið,“ segir Bjarki Þór Iversen mannauðsstjóri Ístaks. „Hjá okkur er hægt að öðlast víðtæka reynslu af ýmsum iðngreinum eins og t.d. húsasmíði, stál-smíði, rafvirkjun, múraraiðn og bifvélavirkjun. Við bjóðum upp á gott vinnuumhverfi og leggjum mikla áherslu á öryggi starfsmanna. Það ásamt fyrirmyndar verkskipulagi og góðu starfsfólki gerir Ístak vonandi að spennandi kosti fyrir iðnaðarfólk framtíðarinnar að starfa hjá,“ bætir hann við.


Hefur þú tekið Framaprófið? Við erum viss um að Ísland vinni Eurovision árið 2018 og nú er komið að því að við munum búa til flottustu Eurovision hátíðina sem haldin hefur verið árið 2019. En það geta ekki allir verið á sviðinu og til að hátíðin verði sú flottasta hingað til þurfum við á iðn- og tæknimenntuðu fólki að halda, sem aldrei fyrr. Hver ætlar að sjá um hljóð, svið, ljós, veitingar myndatökur, upptökur, rafmagn, pípulagnir, hár, förðun o.s.frv. Prófaðu að fara inn á www.framaprof.is og við getum hjálpað þér að finna hvar þínir hæfileikar eru best nýttir.

Verkefnið Framapróf er samstarfsverkefni allra iðn- og verkmenntaskóla á landinu og Samtaka Iðnaðarins. Framaprófið er skemmtilegur vettvangur til að vekja athygli á hversu fjölbreytt nám er í boði í skólunum. Prófið er fyrst og fremst hugsað sem skemmtilegur leikur til að fá hugmyndir um hvaða nám hentar þér. Niðurstöður prófsins eru beintengdar við svör frá nemendum sem eru í iðn- og verkmenntanámi og gætu hjálpað þér að velja þína braut.

19


Hef lært mikið á því að eiga barn sem fór í iðnnám. Það er ekkert mikilvægara en að börnin okkar séu hamingjusöm.

Fæðist inn í fjölskyldufyrirtæki Hafsteinn faðir Guðrúnar stofnaði Kjörís einungis einu ári áður en hún sjálf kom í heiminn og er líf hennar samofið Kjörís að hennar sögn. „Það snerist bara allt um Kjörís og gerir í raun enn þar sem ég bý við hliðina á Kjörís og það eru einungis 10 skref í vinnuna.“ Guðrún er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og eftir það bað faðir hennar hana um að vinna hjá sér og vera í raun hans hægri hönd. Þau unnu mjög þétt og náið saman í um ár en hann varð svo bráðkvaddur einungis 59 ára. „Ég stóð þarna allt í einu með heilt fyrirtæki í fanginu einungis 23 ára, með 50 manns í vinnu og þurfti að fara semja við einhverja stóra menn í bransanum um kaup og kjör.“ Það var minn stærsti skóli í lífinu.

Verður að verða eitthvað skilgreint

Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka Iðnaðarins, stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og er líka markaðsstjóri Kjörís. Hún tók við Kjörís einungis 23 ára gömul og þá blaut á bak við eyrun eins og hún segir sjálf. Hún segist vera ofurvenjuleg 48 ára gömul kona úr Hveragerði sem hefur reynt ýmislegt um ævina.

20

Þegar Guðrún var í kringum fermingaraldurinn þá langaði hana að verða mannfræðingur. „Ég man að ég sagði við foreldra mína að mig langaði að læra mannfræði því ég hef svo gaman af fólki og ólíkum menningarheimum. Mér finnst afskaplega gaman að stúdera af hverju eitthvað sem virkar hér á landi virkar alls ekki í einhverju öðru landi. Ég man enn hvernig foreldrar mínir horfðu á mig þegar ég sagði þeim að mig langaði að verða mannfræðingur. Þau skildu bara ekki upp né niður í því hvað ég væri að tala um og pabbi sagði við mig að það gengi hreinlega ekki upp. Ég yrði að læra eitthvað sem væri fast í hendi. Hann sagði að maður ætti að vera læknir, smiður, hjúkrunarfræðingur, prestur eða eitthvað sem væri skilgreint en mannfræði væri bara eitthvað óskilgreint.“ Guðrún ákvað þrátt fyrir þetta að fara síðar í mannfræði í háskólanum og í kynjafræði en hún er líka með diplóma í jafnréttismálum sem hún segir að nýtist sér mikið í sínum störfum.

Vildi ekki að sonurinn færi í iðnnám Guðrún fór í sitt draumanám en þrátt fyrir að hún hefði gert það þá áttaði hún sig ekki á því fyrr en síðar að hún hefði á vissan hátt haldið sínu barni frá


sínu draumanámi. Guðrún á þrjú börn en Hafsteinn elsti strákurinn hennar var fyrstur til að reyna að finna sína leið í lífinu. „Hafsteinn er gömul sál og hann hefur alltaf sóst mjög mikið í félagskap eldra fólks. Þegar hann var bara um 3-4 ára var hann búinn að vingast við smiðinn í næsta húsi, hann Óla, og fékk að negla nagla og pússa spýtur hjá honum meðan hann sat í makindum sínum ofan á kassa. Hann elskar bíla og að vinna með höndunum og var alltaf að taka alls konar heimilistæki í sundur og setti þau kannski ekki alltaf saman á ný mér til mikilla ama. Þegar hann var í Grunnskólanum í Hveragerði þá vingaðist hann að sjálfsögðu við Magnús húsvörð sem var svo yndislegur að kaupa gamalt bílhræ sem hann leyfði nokkrum guttum að hamast í og rífa í sundur og rétta bretti og þess háttar. Þegar þeir fengu leið á því þá leyfði hann þeim að smíða sófa með sér sem eru enn þann dag í dag í unglingadeildinni í grunnskólanum.“ Hafsteini langaði í Vélskólann en Guðrún taldi að hann ætti að klára stúdentsprófið fyrst og síðan mætti hann gera hvað sem hann vildi. Það varð úr að Hafsteinn fór í hefðbundinn menntaskóla en eftir tvö ár undi hann sér ekki sem skyldi og var aðalástæða þess að hann fékk ekki útrás fyrir athafnasemina. Hann þráði að vinna meira með höndunum.

Vissi bara ekki neitt um iðnnám „Þegar Hafsteinn varð 18 ára skráði hann sig í Vélskólann og þar blómstraði hann. Þetta hefur kennt mér að við foreldrar eigum ekki að hafa of mikil afskipti af námsvali barnanna okkar og ég mun aldrei gera það aftur. Þau vita alveg sínu viti. Þó ég hafi aldrei almennilega viljað viðurkenna það þá var einhver þrá í mér að hann myndi klára stúdentspróf því ég taldi að aðeins þannig stæðu honum allir vegir færir að því loknu en það var bara minn þekkingarskortur því hann lauk svo stúdentsprófi úr Vélskólanum því það er að sjálfsögðu hægt samhliða námi í iðngrein.“ Guðrún segir enn fremur að mesta þrautaganga hennar sem foreldri hafi svo verið að halda honum í Vélskólanum því hann hafi alltaf verið að fá atvinnutilboð. Það er einmitt það sem svo margir hafa freistast til að gera og koma svo í skólann síðar til að ljúka námi eftir að hafa verið jafnvel í áratugi á vinnumarkaði. Hafsteinn vann hjá HB Granda með skólanum en er nú nýfarinn að vinna hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís sem vélstjóri þar sem vantaði einn slíkan en mikill skortur er á markaðnum eftir vélstjórum. Hún segir enn fremur hafa kynnst frábærum vinum Hafsteins sem voru með honum í náminu sem eru allir að gera það mjög gott í dag þrátt fyrir ungan aldur og komnir á mjög góða braut í lífinu. Einn þeirra er 26 ára smiður sem er búinn að byggja þrjú hús og selja í frístundum sínum og þar af leiðandi búinn að eignast myndarlegt eigið fé ekki eldri en þetta og annar sem er 23 ára rekur sitt eigið bifreiðaverkstæði og er með þrjá menn í vinnu.

Fyrirmyndir og virðing skipta öllu máli Guðrún segir fyrirmyndir skipta öllu máli í lífi fólks. „Ég átti mér fyrirmynd í Kvennalistanum þegar ég var ung og það var Sigríður Dúna en mér fannst hún alveg æðisleg, heillandi, glæsileg og gáfuð og ég ætlaði að verða alveg eins og hún en hún er einmitt mannfræðingur og kveikti þar af leiðandi áhuga minn á því námi. Vigdís Finnbogadóttir var að sjálfsögðu líka mikil fyrirmynd. Við verðum líka að bera virðingu fyrir hvert öðru og mismunandi störfum og menntun. Það hef ég lært af reynslunni. Við verðum að átta okkur á að við erum öll mikilvægir hlekkir í gangverki atvinnulífsins og ef við útilokum einn hlekk úr jöfnunni þá fúnkerar ekki samfélagið og það er áhyggjuefni mitt núna þegar við sjáum hvað það vantar mikið af iðnmenntuðu fólki.“ Guðrún segir að við verðum að hætta bóknámssnobbinu og leyfa krökkum líka að velja sínar eigin leiðir. Leyfa þeim að skoða alla þá möguleika sem í boði eru og setja hagsmuni barnanna okkar í forgrunn. Við verðum að breikka sjóndeildarhring þeirra þannig að þau horfi til allra skóla og geti velt fyrir sér ýmsum leiðum og ótrúlega skemmtilegum námsmöguleikum.

Við verðum að byrja í skólunum Guðrún segir enn fremur að það verði að skoða menntakerfið og af hverju það er lögð svona lítil áhersla á iðn- og tæknigreinar í grunnskólum. „Þegar þú ferð inn á leikskóla þá sérðu krakka vera í raun að gera allt það sem iðnaðarmenn gera. Þau eru að byggja, baka, skreyta og þess háttar og þegar þú spyrð þau hvað þau vilja gera þá segjast þau vilja vera lögga, smiður, hárgreiðslumaður og svo framvegis þ.e. í raun iðnmennta sig. En þegar þau eru búin með 10 ár í grunnskóla þá er eins og iðnmenntun hafi horfið og nær allir feta sama þrönga veg hefðbundins bóknáms og mér er spurn af hverju það er. Vissulega er iðnnám dýrara fyrir grunnskólana en bóknám og því lögð svona mikil áhersla á það en þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að blanda meira á markaðnum. Í mörgum nágrannalöndum okkar fara t.d. allt að 50% nemenda í iðngreinar en 12% á Íslandi þrátt fyrir að við séum að greiða meira til skólakerfisins en þau gera.“ Það er einhver skekkja í þessu.

Leyfum börnunum að ráða Guðrún segir að lokum að mikilvægast sé að kynna fyrir krökkunum ólíkar námsleiðir, leyfa þeim að skoða skólana og fara jafnvel sjálf með þeim að skoða allt það sem er í boði. „Ég mæli með því að skoða alla möguleikana og horfa á tækifærin í iðngreinunum og það að geta tekið stúdentspróf með þeim. Hægt er að vinna við fagið og fá tekjur jafnvel meðan á námstímanum stendur og fara svo beint á vinnumarkaðinn í sérhæfð og vel launuð störf. Iðnfögin geta líka gefið tækfæri á háskólanámi, að fara í tækniháskóla eftir stúdentsprófið, ef vilji er fyrir hendi.“ Vel menntað fólk í iðn eru mikil verðmæti fyrir hvert samfélag.

21


Ef þú ættir að velja þér iðnnám hvaða iðnnám myndirðu velja þér og af hverju? Ef staðlarnir eru þeir sömu og þeir voru fyrir 10 árum á ég ekki eftir nema þrjár einingar og sveinspróf til að klára húsasmíði frá Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki. Þetta er eitt af mínum best geymdu leyndarmálum. Ef ég myndi skrá mig að nýju í iðnnám myndi ég sennilega byrja á því að klára þetta. Mér finnst rafvirkjun líka spennandi, fáránlega nytsamleg og töff þekking til að búa yfir. Þótt ég hafi ekki klárað námið dýrka ég að búa yfir þessari grunnþekkingu, léttu verkviti en fyrst og fremst hugrekki til að vaða í hlutina fremur en að hringja alltaf í pabba þegar það þarf að græja eitthvað heima hjá mér. Ég lærði að redda mér og það er ómetanlegt, lætur mér líða eins og algjörum kalli þótt ég kunni ekkert. Tónlistarmaðurinn Arnar í Úlfur Úlfur

Ef ég væri að fara í iðnnám væri það sennilega rafvirkinn eða dúkarinn, bræður mínir eru dúkarar en held að rafvirkinn væri hentugast fyrir mitt starf. Rapparinn Árni Páll eða Herra Hnetusmjör

Tónlistarkonan Salka Sól

Ég væri til í að læra húsgagnasmíði þó ég sé að stefna á leiklist. Þá gæti ég kannski bara smíðað mína eigin sviðsmynd.

Ég myndi vilja verða kokkur. Afi var kokkur og hann er alltaf að gefa mér ráð. Þannig að ég hefði ekkert á móti því að vera kokkur og kunna elda góðan mat fyrir fjölskyldu og vinina. Svo þarf maður að kunna elda þegar maður er kominn með konu.

Sonja Valdin í Áttunni

Tónlistarmaðurinn Chase

Rafvirkjan! Ég er alltaf að segja Arnari hvað mér finnst leiðinlegt að hafa ekki lært rafiðn af því að það myndi hjálpa helling í dag þegar maður semur alla tónlist á gömul raftæki sem bila á fullu.

Ég hef oft hugsað um að fara í hljóðtækninám, það er ótrúlega nytsamlegt ef maður er í tónlist og langar að dýpka skilning sinn á tækninni og að geta tekið að sér enn þá fjölbreyttari verkefni. Svo væri reyndar húsgagnasmíði og gullsmíði líka mjög kúl!

Tónlistarmaðurinn Helgi í Úlfur Úlfur

22

Ég myndi mjög líklega fara í eitthvað sem tengist því að smíða. Eins og húsgagnasmíði. Mér finnst svo gaman að vinna með höndunum.

Tónlistarkonan Hildur


G RA F Í S K U R M I ÐL A RI OG SN A P C HAT S TJ A R N A F Y L G DI HJ AR TA NU Gói Sportrönd er 23 ára Snapchat og Instagram stjarna og grafískur miðlari. Gói heitir í raun Ingólfur Grétarsson, en er þekktur sem Gói Sportrönd. Hann segir námið hafa hjálpað sér við að ná á stjörnuhimin samfélagsmiðlanna. Hann er með um 5000 fylgjendur á Instagram og hefur náð 9000 „views“ á Snapchat.

umbrotsmaður. Það er geggjað að fyrirtæki eru líka að tengjast svona skólunum, þau græða á því og nemendurnir líka.

Í hvaða skóla fórstu?

Sko þegar ég var í grunnskóla var ég fyrstur til að fá sportrönd og var kallaður Gói Sportrönd af strákunum í svona viku. Svo þegar ég kynnist snjallsímum og Instagram sem er í alvöru talað ekki fyrr en árið 2014 þá stofnaði ég bara Instagram notendanafnið Gói Sportrönd. Það bara poppaði upp í hugann á mér og eftir það er ég þekktur sem Gói Sportrönd á samfélagsmiðlum.

Ég fór í fjölmiðlafræði í Flensborg og útskrifaðist þar með rauða húfu. Ég lærði fullt þar en fannst ég samt ekkert vera að „fúnkera“ þar og ákvað að fara í Tækniskólann á sérsvið sem heitir grafísk miðlun og kláraði það og er nú grafískur miðlari.

Hvað er grafísk miðlun? Grafísk miðlun er í raun gamla starfið prentsmiður bara núna komið líka á vef og þess háttar. Við lærum t.d. umbrot, setja upp rafbækur, setja upp blöð, þurfum að vinna myndir, setja upp leturgerðir, stærð umbrota og þar fram eftir götum. Allt í raun til að gera blaðið eða vefinn auðveldan í lestri fyrir notendann og að passa að myndir séu í réttum hlutföllum, stærðum og þess háttar. Ef þú pælir ekki í því þegar þú ert t.d. að lesa blaðið þá er það vel uppsett og grafíski miðlarinn hefur unnið vinnuna sína vel.

Hvað ertu að gera í dag og af hverju? Í dag er ég umbrotsmaður á Fréttablaðinu og hefði ekki fengið starfið nema vegna þess hversu fær ég er og vegna þess hversu frábærir kennararnir í Tækniskólanum eru og tengslanet þeirra. Ég nefnilega tók mér pásu eftir skólann og fór í Evrópureisu og kom svo heim og vissi ekkert hvað ég átti að gera. En þá hringdi Svanhvít fyrrverandi kennarinn minn í grafísku miðluninni og sagði mér að hún væri búin að senda öll gögnin mín til Fréttablaðsins og ég ætti að sækja þar um. Ég gerði það og fór í próf sem ég negldi og fékk starfið. Ég byrjaði sem nemi í 24 vikur og tók þá sveinsprófið og er núna kominn í fullt starf sem

Nú ertu mikið á samfélagsmiðlum en heitir þar Gói Sportrönd, af hverju?

En Snappið, Instagramið og grafísk miðlun - tengist það eitthvað? Eins og ég segi þá var ég mjög seinn til verka á samfélagsmiðlum. Það voru allir vinir mínir löngu komnir með Instagram þegar ég var loksins kominn með snjallsíma og ég bara opnaði reikning þar og skyldi svo ekkert í þessu. Bara fullt af myndum af mat, „selfies“, lið í ræktinni og eitthvað svoleiðis. Ég ákvað í staðinn að nýta mér grafísku miðlunina og gera flottar myndir og myndbönd og í staðinn fyrir að taka t.d. einhverja uppstillta mynd af mat þá bara tók ég mynd af mötuneytismatnum sem var kannski ekkert hollastur og tróð jafnvel hendinni inn í matinn á disknum og setti #fitforlife. Ég geri í raun grín að þessari glansmynd sem fólk er oft með á samfélagsmiðlum en nýti grafísku miðlunina til að koma efninu frá mér á flottan og grafískan máta.

Eitthvað sem þú vilt segja við krakka sem eru að ákveða hvað þau ætla að gera í lífinu? Ég myndi prófa að fara í skóla. Ef þú veist ekki hvað þú ætlar að gera byrjaðu bara einhvers staðar og fylgdu bara vinunum þá. En ef þú veist hvað þú vilt og hefur áhuga á því skaltu svo sannarlega fylgja hjartanu.

23


Hættum að pæla Svanbjörg Vilbergsdóttir er fædd árið 1984 og er fyrsti löggilti kvenkyns pípulagningameistarinn á Íslandi. Hún er líka í stjórn félagsins Fagkonur sem er sameiginlegur vettvangur fyrir konur í karllægum iðnaðarstörfum. En markmið félagsins er að kynna iðnstörf og efla konur í þeim störfum sem talin eru vera karllæg iðnstörf. Það eru fjórar pípulagningakonur á Íslandi en Svanbjörg er löggiltur meistari. Hún á fyrirtækið Lagnafóðrun þar sem starfa sjö starfsmenn og sérhæfa þau sig í frárennsli og að leggja dren við eldri hús.

Hestarnir leiddu Svanbjörgu í píparann „Ég var alltaf mikið í hestunum og var vön að vinna sjálfstætt við tamningar. Svo eignaðist ég tvö börn, varð einstæð og þurfti að finna eitthvað áreiðanlegra að gera. Ég fór þá að skoða iðnnám og leist best á píparinn. Það eru líka margir píparar í hestunum og þeir sögðu að þetta væri eina vitið. Góðir peningar í þessu og þú getur verið sjálfstæð.“ Svanbjörg tók pípulagninganám með stúdentsprófi og fór svo í iðnfræði í Háskólanum í Reykjavík en ákvað svo að klára meistarann. Hún er í Félagi pípulagningameistara og segir það mikilvægt að fá lært fólk í vinnu þar sem iðngreinar eru allar lögvernduð starfsheiti og að neytendur eiga það skilið að fá öryggið með faglærðum einstakling.

Lausnamiðað þjónustustarf Svanbjörg segir pípulagnir alls ekki vera skítugt starf að jafnaði heldur þurfi einstaklingar að vera lausnamiðaðir, þjónustulundaðir og góðir í samskiptum. „Þó að við hjá Lagnafóðrun sérhæfum okkur í frárennsli sem er kannski ekki beint hreinlegasta starfið þá er píparinn vanalega í snyrtilegra starfi. Oftast er um að ræða ofnalagnir, neysluvatn, sprinklerúðara, alls konar viðgerðir og það þarf að kunna plastsuðu og málmsuðu og þess háttar. Það þarf að leggja lagnir eftir teikningum,

24

teikna upp lagnir í nýbyggingar og passa að vera ekki fyrir hinum kerfunum eins og raflögnum og loftstokkum. Stundum eru ekki einu sinni til teikningar eins og við lendum oft í. Það þarf að finna hvað vandamálið er og svo lögum við það.“

Breyta staðalímyndum Svanbjörg er í stjórn Fagkvenna og stofnaði félagið ásamt húsgagnasmiðnum Guðnýju Helgu Grímsdóttur og fleiri iðnmenntuðum konum. Félagið var stofnað í janúar árið 2017 og eru um 30 konur í því í dag. Félag Fagkvenna skartar fjölbreyttum hópi kvenna sem hafa lokið sveinsprófi, eru á námssamning eða í námi í karllægum iðngreinum. Í félaginu má finna rafvirkja, rafeindavirkja, húsaog húsgagnasmiði, pípara, múrara og skrúðgarðyrkjufræðinga. „Markmið okkar er að vera stuðningsnet fyrir hverja aðra, berjast fyrir rétti okkar og að kynna fyrir ungu fólki og almenningi að konur geti líka unnið t.d. við pípulagnir, raflagnir og verið smiðir. „Við förum t.d. í fullt af skólum og tölum við grunnskólakrakka á fyrsta stigi þ.e. 1.-3. bekk. Krakkar mynda sér skoðun strax á 5-7 ára aldri og teikna t.d. pípara og smið alltaf sem karlkyns. Við viljum breyta þessu og sýna að konur geta líka unnið þessi störf. En við höfum líka verið að kynna okkur hjá eldri bekkingum til að sýna fram á möguleikana sem eru í boði, að þó þú sért stelpa þá geturðu alveg farið í iðnnám.“ Að vera kona í karllægu iðnfagi getur þó stundum verið krefjandi og hafa Fagkonur því verið að berjast fyrir ýmsu. „Það er staðreynd að við þurfum að sanna okkur miklu meira því þetta er mjög karllægt umhverfi. Ég hef tekið eftir því að jafnaldrar mínir og yngri einstaklingar eru oft meira efins um ágæti mitt og hef ég komið í hús og fengið ,... nei ég var að biðja um pípara...’ en eldra fólk hefur verið mun opnara og verið mjög forvitið. En ég hef líka verið spurð hvar börnin mín séu, eins og ég væri búin að hlekkja þau heima við ofninn á meðan ég fer í vinnuna. Þetta væri eitthvað sem karlmaður yrði aldrei spurður að.“


#kvennastar f #fagkonur

í staðalímyndum Barist fyrir virðingu og vinnufötum

Fagkonur berjast fyrir breytingu á staðalímyndum og virðingu en þær hafa líka þurft að vekja athygli á málefnum eins og vinnufötum. „Við höfum loksins komið því í gegn að verslanir t.d. kaupi vinnuföt í kvenstærðum og skó með stáltá í stærðum sem við getum passað í. Þetta var ekki svona þegar ég byrjaði og hafa konur hingað til þurft að vera í allt of stórum fötum í vinnunni eða þurft að laga og breyta flíkum sem þær hafa keypt til að þær geti verið vinnufærar í þeim. En nú er þetta breytt og flestar verslanir farnar að kaupa líka inn í smærri stærðum bæði skó og vinnuföt.“ Svanbjörg segir enn fremur að það sé nú enn langt í land en þetta snúist aðallega um að breyta staðalímyndum í huga fólks. „Ein okkar sem er smiður lenti t.d. í því á öskudaginn í fyrra en þá vatt kona sér að henni í búð og hældi henni hvað hún væri í flottum búningi, hún væri bara alveg eins og smiður,“ segir Svanbjörg brosandi.

Skelltu þér í iðnnám Svanbjörg segir það skipta máli að vera góð fyrirmynd fyrir stelpur og hvetur þær eindregið til að fara í iðnnám. „Ekki vera hrædd eða feimin. Þetta er skemmtilegt nám og störfin krefjandi og lausnamiðuð. Þú getur líka farið í fjölbreytt tækninám í háskólum um allan heim eftir námið hér heima. Þú getur líka unnið í útlöndum og lært það sem þér sýnist þegar þú ert búin með sveinsprófið. Þetta eru endalausir möguleikir sem geta gert þig t.d. að sjálfstæðum einyrkja eða gert þér kleift að reka fyrirtæki með starfsmönnum eftir að þú ert búin með meistarann,“ segir Svanbjörg að lokum.

25


Malin Bergljótardóttir Frid iðnnemi á samningi

Velkomin til starfa Hjá Veitum starfar fjöldi tækni- og iðnmenntaðra kvenna og karla með fjölbreyttan bakgrunn og tryggja að heitt og kalt vatn berist í hús, fráveitan virki og rafmagnið líka. Hjá okkur færðu skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir jafnrétti, öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð. Við bjóðum upp á metnaðarfulla nemaþjálfun þar sem þú getur klárað allt starfsnám á einum stað og fengið góðan undirbúning fyrir sveinspróf. Við hvetjum iðn- og tækninema um allt land að kynna sér kosti Veitna sem framtíðarvinnustaðar.

Kynntu þér Veitur á veitur.is og á Facebook


Húsasmiðir á leið til Danmerkur Undanfarin ár hefur Verkmenntaskóli Austurlands verið í samstarfi við erlenda skóla með það að markmiði að sem flestir nemendur í verkgreinum hafi möguleika á nemendaskiptum. Tilgangur samstarfsins er að auka þekkingu nemenda á framandi og ólíkri vinnumenningu, efla tungumálakunnáttu, fjölmenningarlega þekkingu og kynnast ólíkum námsleiðum. Ávinningurinn er mikill fyrir nemendur sem eru á leið inn á síbreytilegan og alþjóðlegan vinnumarkað. Þær Jóna María Aradóttir og Kristín Joy Víðisdóttir eru meðal fimm stelpna sem ljúka námi í húsasmíði við skólann nú í vor og eru þær á leið til Danmerkur. Af hverju ákváðuð þið að fara í nám í húsasmíði?

Jóna María Aradóttir smíðar hringstiga

Kristín Joy Víðisdóttir les teikningu

Jóna María: Við börðumst fyrir smíðum í grunnskóla. Okkur fannst svo gaman í smíðum. Ég vissi ekki endilega hvað mig langaði að verða í framtíðinni og ákvað þess vegna að prófa húsasmíði. Kristín Joy: Mér fannst alltaf gaman að vinna með höndunum og gera eitthvað sjálf. Þótt bóklegt nám hafi ekki vafist fyrir mér þá fannst mér verklegt nám alltaf miklu skemmtilegra. Við fundum okkur alveg í því. Þið eruð að fara í skiptinám eftir nokkra daga. Hvert farið þið og hvað munið þið læra? Jóna María: Við erum á leiðinni í Verkmenntaskólann Mercantec í Viborg í Danmörku. Kristín Joy: Við verðum þar í tvær vikur og fáum að læra að dúkaleggja sem við höfðum ekki tækifæri að læra hérna heima í Verkmenntaskólanum. Stelpurnar ætla sér báðar að vinna í eitt ár að náminu loknu en eru með ákveðnar hugmyndir um hvað tekur við að því loknu. Jóna María: Mig langar annað hvort að fara í húsasmíðameistarann eða nám sem meistaranámið er innifalið í. Kristín Joy: Planið hjá mér er að fara til Danmerkur til að læra arkítektúr. Húsasmíðin er góður grunnur fyrir það. Kynjahlutfall í verknámi er sjaldan stelpum í vil en nú vill svo til að í Verkmenntaskóla Austurlands eru þær í meirihluta á lokaári í húsasmíðanámi. Það verður ekki hjá því komist að spyrja þær hvernig þær upplifi að vera stelpur í húsasmíðanámi. Jóna María: Við erum fimm stelpurnar í húsasmíðinni núna, meirihluti nemenda. Fólk tekur alveg eftir því.

Marta Guðlaug Svavarsdóttir, nemi í húsasmíði og Jón Þorláksson, kennari

Kristín Joy: Á Tæknidegi fjölskyldunnar, sem var haldinn hérna í skólanum í október, kom strákur til okkar og sagði undrandi: Já, það eru alveg stelpur í þessu námi? Jóna María: Mest eru það samt eldri menn sem eru hissa á þessu. Þeir spyrja stundum þá sem við erum að vinna með hvort við getum eitthvað. Kristín Joy: En við látum það ekkert trufla okkur. Við hlæjum bara að þessu. Jóna María: Við erum annars ótrúlega heppnar með bæði vinnufélaga og kennara sem styðja okkur mjög vel. Við upplifum aldrei neina fordóma frá þeim. Mynduð þið mæla með námi í húsasmíði fyrir krakka sem eru ekki búnir að ákveða hvað þeir vilja læra eða vinna við í framtíðinni? Jóna María: Já, þetta nám er ótrúlega praktískt. Maður mun alltaf geta nýtt sér það í lífinu. Kristín Joy: Ég myndi segja krökkum að vera ekki hræddir við að prófa. Við getum nýtt okkur þetta nám á margan hátt. Ég er heima í bílskúr að smíða sjálf. Svo hjálpum við líka heima við með hluti sem þarf að smíða og laga.

27


... TIL AÐ LÁTA DRAUMANA RÆTAST

UMSÓKNARFRESTUR TIL AÐ SÆKJA UM ER TIL 5. JÚNÍ.

SKRÚÐGARÐYRKJA

SKÓGUR OG NÁTTÚRA

BÚFRÆÐI

BLÓMASKREYTINGAR

GARÐYRKJUFRAMLEIÐSLA

WWW.LBHI.IS · LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS · HVANNEYRI, 311 BORGARNESI · LBHI@LBHI.IS · 433 5000


Ljósmyndari Unnur Magna

Hefur þú áhuga á skrúðgarðyrkju? Skrúðgarðyrkja er lögfest iðngrein og stunda nemendur samningsbundið iðnnám hjá skrúðgarðyrkjumeistara með bóklegu námi. Náminu lýkur með sveinsprófi sem síðar gefur möguleika á meistaranámi í skrúðgarðyrkju. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt nám sem kennt er á Reykjum við Hveragerði og 60 vikna verknám undir handleiðslu skrúðgarðyrkjumeistara. Skrúðgarðyrkjufræðingar annast m.a. nýframkvæmdir við gerð garða og útisvæða – leggja hellur, hlaða veggi og planta út trjám svo dæmi séu tekin. Þeir sjá líka um viðhald, eins og trjáog runnaklippingar, illgresiseyðingu, slátt, mosatætingu, úðun, áburðargjöf og margt fleira. Skrúðgarðyrkjufræðingar vinna hjá skrúðgarðyrkjufyrirtækjum, sveitafélögum eða garðyrkjudeildum stærri stofnana. Að loknu sveinsprófi fara margir í Meistaraskólann og fara út í sjálfstæðan rekstur eða vinna sem verktakar hjá stærri fyrirtækjum.

Dæmi um námskeið á brautinni: • • • • • • • • •

Skrúðgarðabyggingafræði Trjá- og runnaklippingar Grunnteikning Grasafræði Skrúðgarðateikning Landmælingar Umhirða Tilboðs- og áætlanagerð Og margt fleira

ANNAÐ STARFSMENNTANÁM Í BOÐI Á REYKJUM: GA R Ð YR KJU FR A M LE I Ð SLA Kennd eru undirstöðuatriði plöntuframleiðslu. Einnig er fjallað um markaðsmál, rekstur og rekstrarumhverfi greinarinnar. Valsvið brautarinnar eru ylrækt, lífræn ræktun og skógar- og garðplöntuframleiðsla. SKÓ GU R O G NÁTTÚ R A Kenndar grunngreinar náttúrufræði, svo sem jarðvegs- og áburðarfræði, plöntuþekking, plöntulífeðlisfræði, vistfræði og umhverfisfræði. Starfsvettvangur útskrifaðra nemenda er skóg- og trjárækt og verkstjórn á þeim sviðum. Jafnframt vinna þeir m.a. störf sem tengjast uppgræðslu, útivistar- og ferðaþjónustusvæðum, grænum svæðum í þéttbýli o.fl. BLÓ M A SKR E YTI NGA R Nemendur fá kennslu og þjálfun í öllum helstu aðferðum við meðhöndlun og notkun blóma í blómaskreytingum. Ítarlega er farið yfir form- og litafræði og unnið er með öll algengustu stílbrigði blómaskreytinga. Að loknu námi geta nemendur starfað sjálfstætt sem blómaskreytar eða tekið að sér verslunarstjórn og/eða rekstur blómaverslunar.

29


30


Þegar Helgi Líndal Elíasson var einungis 13 ára fékk hann áhuga á hönnun. Hann hafði verið að fylgjast með tveimur ungum strákum sem voru að hanna og selja fatnað og fannst það mjög töff, eins og hann orðar það sjálfur. Fjölskylda Helga starfar í rafvirkjun en Helga fannst það lítið spennandi.

Keypti saumavél fyrir fermingarpeningana Helgi keypti sína fyrstu saumavél fyrir fermingarpeningana og fékk ömmu sína til að aðstoða sig við fyrstu skrefin. Fyrstu flíkur sem Helgi saumaði voru bolir og jogging buxur. Helgi var ákveðinn í að feta áfram þessa braut og skráði sig haustið 2016 á Listnámsbraut-textíllínu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Helgi hafði áður tekið valáfanga í rafmagni í fjölbrautaskólanum á meðan hann var í 10. bekk en fann að áhuginn lá ekki þar. Helgi er fyrsti karlkyns nemandinn sem skráir sig á Listnámsbraut-textíllínu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en síðan hefur annar strákur bæst í hópinn. Nokkrir strákar hafa þó tekið valáfanga í textíl í gegnum árin.

Dreymir um fatahönnun Helga finnst ekkert mál að vera eini strákurinn innan um allar stelpurnar. Hann er búinn að kynnast stelpunum vel og segir að þau deili öll sama áhugamálinu, að hanna og sauma föt. Draumur Helga er að fara utan í fatahönnunarnám og þar er hönnunarskólinn FIDM efstur á blaði.

Mjög erfitt er að komast inn í þennan fræga hönnunarskóla, sem er í Los Angeles, en þeir sem sækja um þurfa að leggja fram möppu með verkum sínum, hafa þrjá meðmælendur og virkilega góðar einkunnir úr fyrra námi. Þegar Helgi var 16 ára, þá á fyrstu önn í skólanum, fór hann á viku skóhönnunarnámskeið í Los Angeles. Dominic Chambrone, sem er þekktur sem „The Shoe Surgeon“, hélt námskeiðið og var markmiðið að breyta skóm þannig að nemendur gætu farið heim og saumað aðra skó. Á námskeiðinu fengu þátttakendur Stan Smith skó, klassíska Adidas skó frá 9. áratugnum, sem þeir áttu að breyta. Þetta var mikil lífsreynsla fyrir Helga og var hann langyngsti þátttakandinn á námskeiðinu. Það er dýrt að fara á svona námskeið en Helgi lét það ekki stoppa sig heldur gekk í fyrirtæki bæði á Suðurnesjum og í Reykjavík og fékk styrki.

Saumar skó úr gömlum fötum Nú er Helgi að taka endurvinnsluáfanga í skólanum og saumar skó úr gömlum gallajakka en auk þess er Helgi mikið að mála skó, bæði fyrir sig og líka vini og vandamenn. Í skólanum eru þemadagar framundan og þar verður Helgi með kynningu á skóhönnun. Í framtíðinni er markmið Helga að vinna hjá stóru hönnunarfyrirtæki eða stofna sitt eigið fyrirtæki. Helgi vill hvetja nemendur sem eru að hugsa um nám í framhaldsskóla að velta ekki fyrir sér hvað öðrum finnst heldur velja nám sem þeim finnst spennandi.

31


Sex mánaða alþjóðlegt nám Fab Academy er alþjóðlegt nám í stafrænni framleiðslutækni þar sem áhersla er lögð á verklega þjálfun. Nemendur í Fab Academy öðlast hæfni á mikilvægum sviðum sem tengjast tölvum, rafeindatækni, forritun og tölvustýrðra framleiðslutækni en þekking á þessum sviðum nýtur eftirspurnar í atvinnulífinu hér á landi og víða um heim. Námið er í 6 mánuði og er kennt af Neil Gershenfeld prófessor hjá MIT háskólanum í Boston í Bandaríkjunum.

Frábær reynsla fyrir nemendur Í náminu er farið yfir hvernig hægt er að fá hugmyndir og útfæra þær, gera frumgerðir og skrásetja ferli og fá frábæra reynslu í notkun á tölvustýrðra framleiðslutækja. Einnig er farið yfir grunnatriði hönnunar í tvívídd og þrívídd ásamt tölvustýrðri framleiðslutækni. Þá er einnig farið yfir mótagerð, vélahönnun, þrívíddarskönnun og þrívíddarprentun og síðast en ekki síst notkun á tölvustýrðum fræsivélum stórum og litlum, þrívíddarprentara, vinylskera, laserskera, og margt fleira. Námið býr nemendur undir störf eða frekara nám í fjölmörgum greinum atvinnulífsins á 21. öldinni. Nemendur í Fab Academy færa mikilvæga þekkingu inn á vinnustaði með þekkingu á því nýjasta sem er að gerast í tækniheiminum í dag. Nemendur sem hyggja á frekara nám koma betur undirbúnir til náms hvort sem það er á sviði lista, verkgreina, skapandi greina, verk- og tæknifræði, rafmagns- eða tölvunarfræði eða hvaðeina sem krefst skapandi færni.

Alþjóðlegt nám Árið 2018 stunda um 270 nemendur á 65 stöðum í heiminum nám í Fab Academy og þar á meðal í Fab Lab smiðju Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Árið 2019 verður námið einnig í boði við Menntaskólann á Ísafirði, Verkmenntaskólann á Akureyri og Framhaldsskólann í Austur- Skaftafellssýslu.

32

VISSIR ÞÚ AÐ HÁMARKSSTYRKUR SVS ER NÚ 130.000 KR. Á ALMANAKSÁRI

Allt að 90% af ... námi starfstengdu námskeiðsgjaldi starfstengdu ráðstefnugjaldi

www.starfsmennt.is

AÐ SJÓÐNUM STANDA VR, LÍV OG SA


B Í L AR ERU M Á L IÐ Bifreiðasmiðurinn og bílamálarinn Erlendur Karl Ólafsson er tengdur Borgarholtsskóla sterkum böndum. Hann hóf nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi haustið 1994 í grunndeild málmiðna og stefndi þá strax á nám tengt bílum, annað hvort bifvélavirkjun eða bifreiðasmíði. Haustið 1996 hóf Erlendur nám í bifreiðasmíði í Borgarholtsskóla. Það var fyrsta starfsár skólans og aðstaðan í bíladeildinni ekki alveg tilbúin. Það hafði þó lítil áhrif enda voru kennarar góðir og héldu vel utan um námið og nemendur.

sinni helming fyrirtækisins og rekur það ásamt stofnanda þess.

Fjölskyldan öll í vélum og bílum Erlendur er þó ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem hefur verið í verknámi í Borgarholtsskóla því tveir synir hans, Ísak Þór og Jökull Ingi, eru báðir í námi við skólann.

Rekur sitt eigið fyrirtæki í dag

Þeir ákváðu að feta í fótspor föður síns því þeir höfðu unnið með honum á verkstæðinu og þannig kynnst störfum við bíla og vélar af eigin raun. Hvorugur þeirra valdi þó iðn föður síns; Ísak Þór er nýnemi í vélvirkjun og Jökull Ingi klárar fljótlega nám í bifvélavirkjun.

Eftir veturinn byrjaði Erlendur á samningi hjá Brimborg og hóf síðar störf hjá nýju fyrirtæki, GB tjónaviðgerðum ehf. Þar lauk hann samningnum og tók svo sveinspróf í bifreiðasmíði árið 1999. Fyrir tveimur árum tók hann svo sveinspróf í bílamálun. Fyrst um sinn vann Erlendur hjá GB en síðustu 15 árin hefur starfið einkum falist í verkstjórn og tjónamati. Árið 2012 keypti Erlendur ásamt konu

Bræðurnir eru mjög sáttir við námið og kunna vel við sig í Borgarholtsskóla. Þeim líkar best í verklegu greinunum og eru ánægðir með þá fjölbreytni sem er á brautunum. Þeir mæla tvímælalaust með verknámi fyrir þá sem eru að ljúka grunnskóla og hvetja bæði stelpur og stráka til að feta í þeirra fótspor enda er námið bæði skemmtilegt og hagnýtt.

33


Eruði að grínast hvað Myrkramessballið í MK var æði, við tókum fram rave fötin, neon málninguna, glowstickin og svitaböndin. Geggjað ball. Félagslífð er svo skemmtilegt í MK og nemendafélagið er algjörlega frábært, allir fá að vera með #mklifid #urpið #myrkramessa

#FÁsöngkeppni Ekki vera hrædd við að Hoppandi halakörtur, það er hópur af fólki að skylmast í búningum fyrir utan gluggann #íslenskutími #Borgó

Hold your horses, á morgun fimmtudaginn 7. september verður megakúl MORFÍS kynning í

taka þátt í söngkeppninni. Sama hversu léleg þið kunnið að vera, það eru alltaf einhverjir verri til. #FÁ

Frábærlega fjölbreytt og sjúklega skemmtilegt félagslíf þar sem allir finna einhvað við sitt hæfi #fullaferð#FB

fundareyðunni. Allir að mæta í gryfjuna kl. 10:30 #vinnumMORFÍS#áframMÍ

Hraustasti framhaldsskóli Íslands – í annað sinn! #FS #þrekmótaröð Í Tækniskólanum eru 8 virk nemendafélög

#sigurvegarar

og öflugasta LAN nefnd á LANdinu? #sturluðstaðreynd #tækniskólinn

Erfið byrjun á skólanum? Þarf ekki að losa stress fyrir önnina? Ball eftir 8 daga Nemendur VA fara á kostum í íþróttaheiminum #íþróttaakademían #VA

Á ég að gera það?? Pizza og fóstbræður í hádeginu á föstudaginn! #FÍV

er góð leið til þess!! Miðasala hefst á þriðjudaginn!! #nýönn#nýttár#NFFA#allirá ball#klikkaðball

Geggjuð sýning #leiksýning ársins #ávaxtakarfan #VMA #Leikfélagið

Ég læt ekki deigan síga ég er fæddur til að stíga dans #Bugsy Malone #FNV

34

8 liða úrslit Gettu Betur COME THRU!! #gettubetur #áttaliðaústlit #Fsu


Ætlar að verða leikstjóri Jónína Bjarney Bjarnadóttir er 24 ára og uppalin á Eskifirði. Hún lærði kvikmyndatækni sem kennd er í Stúdíó Sýrlandi í samstarfi við Tækniskólann og útskrifaðist úr því námi í maí 2017. Þegar Jónína er spurð um ástæðu þess að hún ákvað að læra kvikmyndatækni segir hún „Ég var að leita að einhverju spennandi námi til að fara í þar sem ég var ekki alveg sátt með námið sem ég var búin að klára. Ég hef alltaf verið mikið fyrir sköpun og að búa til eitthvað sjálf en hafði aldrei hugsað mér að fara í eitthvað sem tengdist kvikmyndun. Síðan sá ég auglýsingu um nýtt nám í kvikmyndatækni, það var einhver áhugi sem kviknaði innra með mér og ég ákvað að sækja um bara upp á gamanið.”

Vinnur úti í Miami Í dag starfar Jónína hjá framleiðslufyrirtæki úti í Miami. Hún er að klippa ýmiss konar myndbönd, meðal annars snekkjumyndbönd sem notuð eru til að selja snekkjur og kynna þær sem hægt er að leigja. Jónína er núna í verkefni þar sem hún sér um að klippa myndbönd sem kenna fólki að ná árangri í lífinu og í því sem það er að gera. Þar að auki tekur hún ljósmyndir og myndskeið á ýmiss konar viðburðum út í Miami.

Allt sem ég lærði nýtist vel Þegar talið berst að því hvernig námið í kvikmyndatækni hafi undirbúið hana fyrir þessi störf segir Jónína „Það nýtist heldur betur þar sem ég er að klippa mikið í Premiere Pro sem er einmitt forritið sem okkur var kennt á í skólanum. Einnig fæ ég að hafa skoðanir á upptöku efnis sem er verið að taka og notast ég þá við þekkingu mína sem ég fékk í þessu námi. En þar lærðum við allt sem tengist kvikmyndatækni. Við lærðum að skrifa handrit, vera tökumenn, ljósamenn og við lærðum smá hljóðvinnslu líka og auðvitað eftirvinnsluna. Það er mjög gott að fá að kynnast öllum hliðum kvikmyndaframleiðslu.” En hvar sér Jónína sjálfa sig eftir 10 ár „Ég býst við að vera orðin leikstjóri eftir 10 ár, það er allavega stefnan.”

35


MATVÍS er fé lag iðnaðarman na í matvæla og veitingag reinum, þ.e .a.s. bakara, köku gerðarmann a, framreiðslumann a, kjötiðnað ar manna, matreiðslum anna, matar tæ kna, nema og an narra sem st ar fa við framreið slu, matreið sl u og sölu á m atvælum.

Þú veist strax hvort þú átt heima í þessu fagi Námið hefst á vinnustaðnum „Að fara í nám í meistarakerfi þar sem vinnustaður og skóli tvinnast saman er svo sannarlega eitthvað sem við mælum með,“ segja Níels Sigurður Olgeirsson og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson hjá MATVÍS. En MATVÍS er félag iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum. Í meistarakerfi þá vinnur skólinn og atvinnulífið saman að því að ná árangri fyrir framtíðina og hefst námið inni á vinnustað og svo er farið í nám í skóla eftir t.a.m. eins árs starfsreynslu.

hefur lært þessa iðn hér á landi er gríðarlega eftirsótt erlendis og áttum við meira að segja í basli um tíma því Noregur tók svo mikið af okkar fólki. Þannig að atvinnuöryggi er mikið og tækifærin mörg. Þetta nám veitir þér inngöngu á vinnumarkaðinn alls staðar, hvar sem er í heiminum. Með því að ljúka námi í matvæla- og veitingagreinum er búið að opna allan heiminn fyrir þér,“ segja Níels og Óskar. Í dag eru Íslendingar að reka Michelin staði t.d. í London og New York og bakarí í Dubai.

Færð réttindi strax eftir nám

Fjölmargar keppnir og nýjungar

Nemendur í matvæla- og veitingagreinum hefja t.d. námið sitt á veitingastað þar sem meistari er þeim til handleiðslu og þau fylgja svokallaðri Vinnustaðahandbók. „Nemendur fá þá strax reynslu á vinnustað og átta sig á hvort námið eiga við þau en eru ekki að stúdera nám til margra ára og koma svo á vinnumarkaðinn og finna sig ekki,“ segja þeir Níels og Óskar enn fremur. Eftir þriggja eða fjögurra ára nám í skóla og á vinnustað eru nemendur í matvælaog veitingagreinum komnir með viðurkennd starfsréttindi og góð laun. Þeir geta strax hafist handa á vinnustað eða haldið áfram í námi t.a.m. í iðnstúdentinn, meistaranám, matvælafræði, viðskiptafræði á Bifröst, hótelstjórnarskóla o.s.frv.

Bæði nemendur og útskrifað fagfólk geta tekið þátt í keppnum hérlendis og erlendis sem gerir starfið enn skemmtilegra þar sem stöðugt er verið að leita nýjunga. „Við erum að taka þátt í keppnum um allan heim. Á hverju ári sendum við t.d. tvo matreiðslunema og tvo framreiðslunema í Norðurlandakeppni og svo eru keppnir eins og Kokkur ársins og keppnir á Norðurlöndunum. Við erum að senda keppendur á Euroskills í Budapest í ár; bakara, framreiðslumann og matreiðslumann, því miður er ekki farið að keppa á Euroskills í kjötiðnaði. Við tökum þátt í Íslandsmóti iðngreina og keppum þar í bakstri, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu. Landslið matreiðslumeistara, sem er að fara keppa á Ólympíuleikunum í nóvember, nýta líka aðstöðu hér hjá MATVÍS til að æfa sig. Það er vissulega keppnisandi í þessu sem gerir námið og fagið enn meira spennandi. Því við viljum stöðugt vera að finna upp á einhverju nýju og fólk er alltaf að grúska í fræðunum og gera matinn og framreiðsluna enn listrænni og sýnilegri“ segja þeir Níels og Óskar að lokum.

Eftirsóttir hér heima og erlendis Útskrifaðir nemendur í matvæla- og veitingagreinum eru sérlega eftirsóttir á vinnustöðum og það er stöðugt verið að auglýsa eftir lærðum fagmönnum. Fjölmargir staðir auglýsa einnig eftir nemendum á samning og á vefnum www.idan.is geta áhugasamir fundið staði til að hefja starfsnám sitt. „Fólk sem

36


Sjúkraliðanemarnir Ída Hlín Steinþórsdóttir og Rebekka Rut Jónsdóttir nemendur á sjúkraliðabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti dvöldu á síðasta ári á Menorca sem hluta af námi sínu. Menorca er lítil spænsk eyja í eyjaklasa sem telur tvær aðrar eyjar sem eru Mallorka og Ibiza. Ída Hlín og Rebekka Rut dvöldu á eyjunni í mánuð og unnu á dvalarheimili aldraðra í borginni Mahón sem er ein stærsta borg eyjunnar. Þær segja að dvölin þennan mánuð hafi verið alveg frábær. Starfsfólkið á dvalarheimilinu og þeir sem þar dvöldu töluðu litla sem enga ensku og því voru öll samskipti frekar skrýtin til að byrja með. Eftir því sem á leið gekk betur með alls kyns bendingum og á einhvers konar ensk-spænsku. En þó tíminn hafi ekki verið langur þá lærðu þær samt heilmikið í spænsku.

Fóru á ströndina og hittu vini í frítímanum Þær segja talsverðan mun á aðstöðunni á dvalarheimilum á Spáni og Íslandi. Mun færri vinni á dvalarheimilinu þarna úti heldur en tíðkast hér á Íslandi. Eins virðast vera minni kröfur varðandi aðbúnað. Vinnutíminn þeirra var virka daga á milli klukkan 8 og 14. Eftir það höfðu þær dálítinn frítíma fyrir sjálfa sig sem þær notuðu til að fara á ströndina, hanga með dönskum stelpum sem voru einnig að vinna þarna í sínu starfsnámi og fara í bíó á mánudagskvöldum en þá var sýnd bíómynd sem ekki var búið að talsetja á spænsku. Þær Ída Hlín og Rebekka Rut segja að starfsnám í öðru landi sé ákveðin lífsreynsla sem þær hefðu ekki viljað missa af og frábært að starfsnámsnemendur eigi kost á að taka hluta námsins erlendis.

SKAPANDI GREINAR SEM GEFA GÓÐ LAUN

Nám tengt byggingagreinum er mjög áhugavert og hentar það hugmyndaríku og skapandi fólki. Að auki getur nám í byggingagreinum leitt til góðra launa í framtíðinni, segir Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar.

Það sem fellur undir byggingagreinar er allt það sem kemur að byggingu og innviði bygginga alveg frá útveggjum til innveggja, veggfóðrun og málun til innréttinga, smíði húsgagna og bólstrun þeirra.

Hugmyndaríki og sköpunargleði skiptir máli Finnbjörn segir að nám tengt byggingagreinum henti hugmyndaríku fólki. Fólki sem vill skapa og sjá hugmyndir sínar í verki og ekki skemmir fyrir að fólk getur aflað sér góðra tekna. Styrkur náms í byggingagreinum er fjölbreytileikinn. Með slíkt nám getur fólk fundið sér starf við hæfi mjög víða í samfélaginu. Finnbjörn segir enn fremur að námið sé fyrir alla sama hvort þú sért stelpa eða strákur vegna fjölbreytni starfanna. Það sem skiptir mestu máli er að þú hafir gaman af því að skapa. Þetta er hagkvæmt nám og áhugaverður vinnumarkaður sem getur líka opnað dyr á nýja markaði í störfum eða að námi í framtíðinni.

Styrkur til náms og framtíðarmöguleikar

Byggiðn – Félag byggingamanna aðstoðar félagsmenn í byggingagreinum með námsstyrkjum sem getur auðveldað því skólagönguna og að auki hjálpar það ungu fólki við að koma undir sig fótunum á vinnumarkaðnum með því að vera bakhjarl þeirra í kjaramálum. Byggiðn – Félag byggingamanna er stéttar- og fagfélag fyrir byggingagreinar á höfuðborgarsvæðinu og Eyjafjarðarsvæðinu að Siglufirði. Hlutverk Byggiðn er að verja réttindi félagsmanna á vinnumarkaðinum og semja um kaup og kjör. Félagið er með öfluga sjóði eins og sjúkra,- orlofs- og fræðslusjóð.

MÁLSVARI BYGGINGAMANNA

37


Þegar skólinn og atvinnulífið mætast á miðri leið – menntun stálsmiða í samstarfi Menntaskólans á Ísafirði og 3X Technology Frá árinu 2007 hafa Menntaskólinn á Ísafirði og 3X Technology verið í samstarfi um menntun stálsmiða en mikil eftirspurn er eftir stálsmiðum á svæðinu. Þegar farið var að huga að kennslu stálsmiða við Menntaskólann á Ísafirði var ákveðið að leita til 3X Technology um kennslu nokkurra verklegra áfanga en skólann vantaði ýmis tæki til að uppfylla þarfir námsins.

Fá fagið beint í æð Fyrirkomulag námsins hefur frá upphafi miðað að því að nemendur í stálsmíði fái tækifæri til að kynnast almennri vinnu í fyrirtækjum og aðlagist þannig vinnustað og kröfum vinnumarkaðarins. Nemendur fá að kynnast því nýjasta í tækja- og vélbúnaði og læra þar að auki að verk verða að vera vel unnin til að hægt sé að selja þau á markaði. Nemendur fá á þann hátt bæði hæfni og dýpri skilning á iðngreininni sem slíkri. Stálsmíðanámið er byggt þannig upp að hluti námsins fer fram í skólanum þar sem kennarar skólans og starfsmenn úr 3X Technology sjá um kennsluna. Hluti af náminu fer fram í fyrirtækinu þar sem nemendur fá aðgang að tækjum og vélum fyrirtækisins svo sem skurðarvélum og rennibekkjum og fá leiðsögn starfsmanna.

Frábær tenging við atvinnulífið Yfirlýst markmið með samstarfi Menntaskólans á Ísafirði og 3X Technology er að auka bæði námsframboð og gæði námsins með framúrskarandi verknámsþjálfun þar sem stuðst er við nýjustu tækni og sömuleiðis að nemendur öðlist starfsþjálfun utan veggja skólans, þ.e.a.s. úti í atvinnulífinu. Með samstarfinu er skólinn vel tengdur því sem er að gerast í atvinnulífinu og það á líka við um nemendur. Nemendur fylgjast með daglegri vinnu og fá betri tengingu við atvinnulífið og vita því áður en þeir útskrifast hvernig vinnan lítur út. Samstarfið við skólann er líka mikilvægt fyrir 3X Technology og liður í að efla samfélagið fyrir vestan og þess vegna er fyrirtækið tilbúið að kosta miklu til námsins. Fyrirtækið hefur verið í mikilli sókn og er enn að stækka og þarf mjög á menntuðum stálsmiðum að halda. Alls hafa nú 25 stálsmiðir útskrifast frá Menntaskólanum á Ísafirði frá því að kennsla í greininni hófst árið 2007. Margir þeirra hafa síðan starfað um lengri eða skemmri tíma hjá 3X Technology. Mikil ánægja er sömuleiðis með samstarfið innan veggja skólans. Að geta boðið upp á sérhæft iðnnám og upp á nám þar sem nýjustu vélar og tæki eru nýtt í kennslu eru ótvíræðir kostir fyrir skólann. Það er mat bæði kennara og nemenda að vel hafi tekist til og að nemendur hafi öðlast góða þekkingu og reynslu í áföngunum sem kenndir hafa verið í samstarfi við 3X Technology. Samstarf sem þetta sýnir að með góðum vilja er hægt að flétta saman námi og atvinnulífi á góðan og fjölbreyttan hátt.

38


STÁLSMÍÐIN OPNAÐI HEIMINN Ólafur Njáll Jakobsson er 26 ára stálsmiður búsettur á Ísafirði. Hann hefur í gegnum starf sitt unnið víða um heim og hvetur ungt fólk til að íhuga stálsmíði. Ólafur Njáll Jakobsson eða Óli Njáll eins og hann er alltaf kallaður er fæddur og uppalinn á Ísafirði. Hann var ekki gamall þegar hann ákvað að hann langaði að verða stálsmiður. En af hverju stálsmíði? „Ætli þar hafi ekki haft mest áhrif að ég hef góðar fyrirmyndir, pabbi er stálsmiður og framleiðslustjóri í stálsmiðju og afi minn kenndi lengi málmiðngreinar við Menntaskólann á Ísafirði. Það var eitthvað við fagið sem heillaði.“ Að loknu grunnskólanámi kom ekkert annað til greina hjá Óla Njáli en að skrá sig í grunndeild málmiðna í Menntaskólanum á Ísafirði en það nám tekur tvö ár. Að því loknu fór hann beint að læra stálsmíði sem tekur eitt ár. Óli Njáll útskrifaðist sem stálsmiður árið 2011.

Lærði með því að framkvæma En hvernig var námið? „Það var bæði skemmtilegt og fróðlegt að vera í skólanum og þægilegt að vinna með höndunum en ekki höfðinu. Námið reyndi þó auðvitað bæði á huga og hönd því í verknámi er nauðsynlegt að hafa bæði handlagni og útsjónarsemi. Stærsti kosturinn var líklega að þurfa ekki að hanga yfir bókum alla daga heldur geta lært hlutina með því að sjá þá framkvæmda og reyna síðan sjálfur.“ Með skólanum vann Óli Njáll í 3X Technology. Þar fór hann á samning og hefur lokið sveinsprófi. Hann starfar enn hjá fyrirtækinu en 3X Technology vinnur mikið í ryðfrírri smíði og smíðar til að mynda vinnslulínur á millidekk fyrir fiskvinnslur.

Hefur unnið í næstum öllum heimsálfunum Nú starfar Óli Njáll sem sellustjóri sem þýðir að hann hefur umsjón með 18 starfsmönnum, ýmsum verkefnum og þjónustu, auk þess að leysa af sem

verkstjóri. Vinnan er fjölbreytt og á vegum fyrirtækisins hefur Óli Njáll þurft að ferðast víða til að vinna í skemmri eða lengri tíma. Það má því segja að stálsmíðin hafi opnað fyrir honum heiminn. Fyrstu ferðina fór Óli Njáll þegar hann var nýútskrifaður sem stálsmiður til Þýskalands til að setja upp karakerfi. Síðan hefur hann farið víða, til dæmis til Noregs, Danmerkur, Kína, Ástralíu, Dubai, Chile, Bandaríkjanna, Færeyja, Bretlands og Póllands og heldur senn til Kanada. Aðspurður hvað standi upp úr við þessar ferðir segir Óli Njáll það líklega vera að upplifa mismunandi menningarheima bæði með tilliti til menningarinnar og vinnunnar. Oft hafi það vakið athygli hvernig vinnuaðstæðurnar eru og hversu ólíkar þær eru því sem Íslendingar eiga að venjast. „Það eru vissulega forréttindi að fá að fara í allar þessar ferðir og fá í raun borgað fyrir að ferðast og sjá heiminn en það hafi þó ekki verið sjálfgefið. Það fer enginn í svona vinnuferðir nema hann hafi sannað sig í starfi og það þarf að hafa fyrir hlutunum til að vera falin þessi ábyrgð.“

Miklir atvinnumöguleikar í stálsmíðinni Óli Njáll hefur nú unnið í 10 ár við stálsmíði og sér sig starfa innan stálsmíðageirans í framtíðinni. Stálsmíði er góður grunnur undir svo margt og hefur gefið honum ýmiss konar reynslu. Óli Njáll hyggst fljótlega halda í frekara nám tengt framleiðslu og stjórnun og er stefnan tekin á Noreg. Óli Njáll hvetur ungt fólk til að kynna sér stálsmíði og alla þá möguleika sem hún hefur upp á að bjóða. Atvinnumöguleikarnir séu miklir og fjölbreyttir og skortur sé á menntuðum stálsmiðum. Þrátt fyrir að allir samnemendur Óla Njáls í stálsmíðinni á sínum tíma hafi verið strákar og aðeins einn kvenkyns starfsmaður, rennismiður, vinni nú með honum í 3X bendir Óli Njáll á að námið henti jafn vel strákum og stelpum og gaman væri að sjá fleiri konur starfa við stálsmíði í framtíðinni.

39


„Starf bifvélavirkja er fjölbreytt og engir tveir dagar eins. Miklar og örar tæknibreytingar í bílum gera það að verkum að bifvélavirkjar þurfa að fylgjast vel með og eru í raun í stöðugri endurmenntun,” segir Bóas Ingi Jónasson, verkstjóri í almennum viðgerðum á verkstæði Hölds ehf. á Akureyri.

Hér leiðbeinir Bragi Finnbogason, brautarstjóri bíliðngreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri, Sigurði Leó Magnússyni, sem lýkur námi í vor

bifvélavirkja. Áður en þetta nám hófst hér fyrir norðan fyrir nokkrum árum þurftu nemendur að fara suður og í mörgum tilfellum komu þeir ekki aftur norður. Það er og hefur verið skortur á fagmenntuðum bifvélavirkjum og því skiptir námið hér afar miklu máli,” segir Bóas Ingi. Bóas Ingi Jónasson, verkstjóri hjá Höldi ehf. á Akureyri

Námið í Verkmenntaskólanum á Akureyri skiptir miklu máli Bóas Ingi lærði á sínum tíma bifvélavirkjun í Verkmenntaskólanum á Akureyri og rifjar upp að hann hafi lokið náminu árið 2009. Hjá honum kom aldrei annað til greina en að læra bifvélavirkjun. Hann orðar það svo að hann hafi haft brennandi áhuga á bíla- og vélaviðgerðum alveg frá barnæsku. Tvennt kom þar til. Hann var alinn upp í Garði í Þistilfirði og þar hafi hann, eins og almennt gerist til sveita, þurft að bjarga sér ef dráttarvélarnar og önnur landbúnaðartæki biluðu. Í annan stað ráku föðurbræður hans verkstæði á Reyðarfirði og Bóas horfði alltaf til þess að starfa hjá frændum sínum sem hann og gerði að loknu námi í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Síðar hóf hann störf hjá Höldi, á einu af stærstu verkstæðunum á Akureyri, og tók við verkstjórastarfinu þar á síðasta ári.

Gott að læra í heimabyggð Bóas segir að almennt sé skortur á iðnmenntuðu fólki og þar séu bifvélavirkjar engin undantekning. „Það skiptir verulega miklu máli fyrir okkur hér á svæðinu að Verkmenntaskólinn á Akureyri mennti

40

Lykilatriði er gott samstarf Áskell Þór Gíslason, framkvæmdastjóri bílaþjónustu Hölds ehf., segir það mikilvægt að nám í bifvélavirkjun í Verkmenntaskólanum á Akureyri sé sem öflugast. „Við höfum því viljað leggja okkar af mörkum með því m.a. að lána deildinni ýmsan búnað og bíla til að nemendur hafi möguleika á að læra allar mögulegar viðgerðir. Það skiptir skólann miklu máli að námið sé sem allra best og það skiptir fyrirtækin í þessari starfsgrein ekki síður miklu máli að nemendur séu sem best undirbúnir fyrir að fara út á vinnumarkaðinn. Þetta er því beggja hagur,” segir Áskell og bætir við að á námstímanum sé fastur liður að nemendur komi í heimsókn á verkstæði Hölds og kynni sér þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fari fram. Bragi Finnbogason, brautarstjóri bíliðngreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri, tekur undir að samstarf skólans við atvinnulífið á svæðinu sé afar mikilvægt og almennt sýni það námi í bifvélavirkjun mikinn og góðan stuðning sem ástæða sé til að þakka sérstaklega fyrir.


Ólafsfirðingurinn Edda Heiðrún Úlfarsdóttir er 24 ára hársnyrtisveinn sem vinnur á Hárstofunni Sprey í Mosfellsbæ. Hún er algjör vítamínsprauta í hársnyrtigreininni hér heima og er ýmislegt til lista lagt en hún hefur tekið þátt í keppnum hérlendis sem erlendis.

Af hverju ákvaðstu að læra hársnyrtingu? Það hafði alltaf verið draumurinn minn að verða hárgreiðslukona. Þegar ég var 14 ára byrjaði ég meira að segja að vinna á hárgreiðslustofu í sjálfboðavinnu. Þegar ég var 17 ára flutti ég svo í bæinn og fór að vinna en ákvað svo að drífa mig í skóla 18 ára og læra. Ég er mjög ánægð að ég hafi drifið mig í námið þó það hafi stundum verið erfitt þá var það algjörlega þess virði.

Er það rétt að þú hafir búið til eiturslöngu úr konu? Já, ég tók þátt í minni fyrstu keppni þegar ég var rétt byrjuð í náminu. En þá var ég að keppa á Íslandsmóti iðngreina í hársnyrtingu. Við áttum þá að búa til greiðslu sem enginn myndi í raun vera með eða svokallaða „fantasy greiðslu“. Ég ákvað að búa til eiturslöngugreiðslu. Ég lét förðunarfræðing mála dúkkuna mína eins og eiturslöngu og greiðslan var svo gerð eftir því. Þó þetta hafi verið hópkeppni þá var ég með hæstu einkunnina á meðal allra keppanda sem var náttúrulega frábært og hvatti mig þvílíkt áfram.

Elska vinnuna mína og búin að læra ótrúlega mikið En þú hefur líka tekið þátt í öðrum keppnum? Ég tók svo aftur þátt í Íslandsmótinu þegar ég var orðin eldri og búin að læra meira. Þá áttum við að sýna fram á nýja tækni af klippingum og litun og koma með okkar eigin hugmyndir og útfæra þær. Það var mjög gaman líka og varð ég þá í öðru sæti. Svo tók ég líka þátt í Danish Skills sem var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt og fórum við tvær frá Íslandi sem gestakeppendur. Eftir keppnina þá fórum við að vinna í tvær vikur á Saco Hair í Kaupmannahöfn sem er útibú frá London og mjög mikil fagstofa. Þau vinna með sínar reglur og klippaðferðir sem eru allt öðruvísi en við höfum lært hér heima og fengum við tækifæri til að læra þær.

Hvað með útskriftarsýninguna? Ég var rosalega spennt fyrir útskriftarsýningunni minni og eyddi miklum tíma í að hanna greiðslur og útfæra hana en þemað var „Avant garden“. Mér gekk rosalega vel og var í fyrsta sæti þar líka.

Mælir þú með hársnyrtinámi? Algjörlega þetta er þvílíkt gaman. Ég segi við alla sem langar í hársnyrtinámið að kýla á það. Þetta er ótrúlega skemmtilegt nám og kennararnir líka. Ég sakna þess oft að vera ekki enn í skólanum og kíki oft í heimsókn til þeirra. Ég mun svo ábyggilega síðar fara í meistaranámið.

41


HVAÐ FINNST ÞÉR SKEMMTILEGAST VIÐ STARFSNÁMIÐ ÞITT? Nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla spurðir um nám sitt Mér finnst verklegi hlutinn rosalega skemmtilegur og fjölbreyttur. Við erum allan daginn í samfélagi tannheilbrigðisstétta og vinnum samhliða tannlæknanemum. Það er rosalega gaman að fara í heimsóknir á tannlæknastofur og sjá mismunandi áherslur. Félagslífið er líka svo skemmtilegt. Þetta starf er bæði fyrir stráka og stelpur. Hieu Duc Ngo - nemandi í tanntæknanámi Það að fara og sjá hvernig allt er gert á spítalanum er ótrúlega skemmtileg. Kynnast hvernig apótekið kemur mikið við sögu í öllum deildum. Hvernig er skammtað í skúffur fyrir sjúklinga, hvernig birgðastýring á sér stað, hvernig pantað er inn fyrir deildir og þess háttar. Svo náttúrulega að fylgjast með lyfjablöndun og fara inn á blöndunardeildina þar sem allt er sótthreinsað frá toppi til táar. Brynja Jónsdóttir - lyfjatæknanemi Það er ótrúlega gaman að sjá hvernig allt kerfið virkar, á bakvið líka. Maður kynnist frábæru fólki. Þetta er ofboðslega fjölbreytt starf. Mikil samskipti eru á milli allra heilbrigðisstétta á staðnum og líka við sjúklinga. Sara Rún Róbertsdóttir - heilbrigðisritaranemi Áhugaverðast er að aðstoða og hjálpa fólki að verða heilbrigt og virkir þátttakendur í þjóðfélaginu. Mér finnst líka spennandi að vera hluti af heild heilbrigðisstarfsmanna sem vinnur saman að því markmiði að koma fólki til heilsu á ný eftir veikindi, slys eða önnur áföll. Jón Sverrir Jónsson - nemandi í sjúkraliðanámi Mig hefur alltaf langað til að vinna við að aðstoða fólk því mér finnst það hljóti að vera mjög gefandi starf. Ég var mjög ung þegar ég ákvað að vinna á heilbrigðisstofnun. Það sem mér finnst skemmtilegast er að maður veit aldrei hvernig dagurinn verður og hvað mætir manni á vaktinni. Ég mæli eindregið með því að nemendur fari í starfsnám því þá finnur maður svo vel hvar styrkleikar manns eru og hvort starfið henti manni. Hrefna Líf Norðfjörð - nemandi í sjúkraliðanámi

42


MÉR FINNST ÉG ALLTAF VERA AÐ LEIKA MÉR Nýsköpunar- og tæknibraut er nýjasta brautin sem kennd er til stúdentsprófs í Verkmenntaskóla Austurlands. Á brautinni blandast saman ýmsar gagnlegar bóklegar og verklegar greinar og hún er frábær undirbúningur fyrir framhaldsnám í allskyns skapandi greinum og tæknigreinum. Sífellt meiri áhersla er lögð á nýsköpun og tækni í samfélaginu og margir ganga jafnvel svo langt að tala um fjórðu iðnbyltinguna. Hér er því á ferðinni námsleið sem er góður grunnur fyrir framtíðina.

„Mér finnst ég aldrei vera í skóla. Mér finnst ég alltaf vera að leika mér.“ Halldóra Marín Svansdóttir, nemi á nýsköpunar- og tæknibraut

Hvað er kennt á nýsköpunar- og tæknibraut? Eins og allir sem útskrifast með stúdentspróf, ljúka nemar á brautinni kjarnagreinum, s.s. íslensku, ensku, stærðfræði, lífsleikni og hreyfingu. Auk kjarnans eru á brautinni fjölbreyttir og spennandi áfangar sem gefa nemendum tækifæri til að kynnast nýsköpun og tæknigreinum frá öllum hliðum.

Halldór Marín vinnur í rafrænni ferilmöppu sinni í Fab Lab

Nemendur á nýsköpunar- og tæknibraut í Verkmenntaskóla Austurlands læra grunnþætti forritunar t.d. með því að hanna, forrita og finna villur í forritum og laga þær. Kennsla fer fram í stafrænni mynd- og myndbandavinnslu þar sem nemendur læra á ljósmynda-, teikni- og umbrotsforrit og myndbandagerð. Hönnun er kynnt og áhersla lögð á fjölbreytileika hönnunar og markaðslögmál greinarinnar í atvinnulífinu. Á brautinni eru kenndir fjórir áfangar í nýsköpunarog frumkvöðlafræði þar sem nemendur fá m.a. að kynnast málmsmíði og trésmíði. Auk þess er mikið lagt upp úr aðferðafræði og hugmyndafræði nýsköpunar þar sem nemendur fá tækifæri til vinna með eigin hugarsmíð. Farið er yfir vinnuferlið allt frá hugmynd til verks og nemendur fá kennslu í að stofna og reka fyrirtæki. Allir nemendur á nýsköpunar- og tæknibraut í Verkmenntaskóla Austurlands vinna rafæna ferilmöppu þar sem þeir halda utan um verkefni sín af brautinni. Þessa möppu geta þeir notað til að sækja um framhaldsnám í öðrum skólum. Er nýsköpunar- og tæknibraut fyrir þig? Skoðaðu brautina betur á www.va.is

FAB LAB

Í Verkmenntaskóla Austurlands er rekin Fab lab smiðja, ein af sjö hér á landi. Fab lab er stafræn smiðja með allskyns tækjum og tólum til að framleiða nánast hvað sem er. Nemendur geta notað allt frá fjölbreyttum hugbúnaði til leysirskera, fræsara og þrívíddarprentara til að framleiða hugverk sín.

43


LIGGUR FRAMTÍÐ ÞÍN HJÁ OKKUR? Með stöðuga nýsköpun að leiðarljósi, hefur Marel umbreyst úr sprotafyrirtæki í alþjóðlegt hátæknifyrirtæki en í dag starfa yfir 5.100 manns hjá fyrirtækinu um allan heim. marel.is/störf


FINNDU ÞIG HJÁ OKKUR Hæ! Það getur fylgt því mikil pressa að velja sér nám eftir grunnskóla. Þú ert kannski enn að finna út hver þú ert og hvert þú stefnir en nú er samt komið að því að velja hvar þú ætlar að byrja þína leið út í lífið!    Þegar maður veit ekkert hvað maður vill og finnst maður alls ekki tilbúinn til að velja þá virðist besti kosturinn að halda öllum möguleikum opnum og velja „skynsömu leiðina.“ Fullorðna fólkið vill gjarnan beina manni á skynsömu leiðina og klassíska klisjan er að náttúrufræðibraut opni allar dyr og svo á maður að fara í háskóla. Helst í eitthvað raungreinatengt og praktískt því að það býður upp á fjölbreyttustu atvinnumöguleikana. Það er líka freistandi að elta vinina þegar maður er óákveðinn þá er maður allavega í góðum félagsskap sama hvað maður velur sér.  En hey! Staðreyndin er sú að eina skynsama leiðin er sú leið sem hentar þér, sú leið sem vekur áhuga þinn. Allar dyr standa þér áfram opnar hvað sem þú velur, spurningin er bara hvaða námsleið á best við þig og persónuleika þinn. Ef þú skiptir um skoðun einhvers staðar á miðri leið þá er það bara fullkomlega í lagi. Það má!   Hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi getur maður valið um ýmsar námsleiðir. Hægt er að taka stúdentspróf af þremur brautum en einnig býður skólinn upp á fjölbreytt nám til starfsréttinda m.a. í húsasmíði, húsgagnasmíði, rafvirkjun, grunndeild rafeindavirkjunar, vélvirkjun, grunndeild bíliðngreina og á sjúkraliðabraut. Hægt er að stunda nám til stúdentsprófs samhliða öllu starfsréttindanámi.  

Flestir ljúka viðbótarnámi Við tréiðnadeild skólans er hægt að velja um húsasmíði eða húsgagnasmíði. Deildin hefur yfir tveimur vel búnum sölum að ráða. Í bekkjasalnum vinna nemendur hörðum höndum. Þeir eru allir með heyrnartól á höfðinu og margir eru að raula með einhverri tónlist, niðursokknir í verkefnin sín og láta ekki neitt trufla sig. Nemendurnir vinna sjálfstætt og hafa öguð vinnubrögð, það er eins og þau hafi aldrei gert annað. Flestir sem útskrifast úr húsasmíði eða húsgagnasmíði taka viðbótarnám til stúdentsprófs

og í kjölfarið meistararéttindin. Það er alltaf mikill styrkur að luma á starfsréttindum í pokahorninu og verkkunnáttan sem fylgir tréiðn getur nýst manni á ótal vegu í lífinu hvort sem smíða þarf eldhúsborð sem passar í pínulitla eldhúsið í fyrstu íbúðinni eða byggja eigið hús! Iðnnám er alltaf góður grunnur út í lífið, hvað svo sem maður endar með að vinna við.

Opnar ýmsar leiðir  Málmiðnadeildin skiptist í grunn- og framhaldsnám. Meðalnámstími grunnnámsins er fjórar annir og hljóta nemendur þar undirstöðu fyrir áframhaldandi nám til starfsréttinda í blikksmíði, rennismíði, stálsmíði eða vélvirkjun en einnig er hægt að taka áfanga í vélstjórn. Nemendur geta líka haldið áfram í vélvirkjun og klárað sveinspróf en það býður upp á ýmsa möguleika í framhaldinu t.d. bifvélavirkjun og flugvirkjun. Verklegi hlutinn af náminu nýtist vel og nemendur með reynslu af því að vinna á gólfi eru mjög eftirsóknarverðir í háskólum og tækniskólum.

Unnið í takt við rappið Á rafiðnabrautinni er afslöppuð stemning. Stofurnar standa opnar og kennararnir rölta á milli og fylgjast með nemendum. Úr einni stofunni berst rapptónlist en þar eru nemendur í útskriftarhópi að leggja nýjar rafmagnstengingar. Þeir vinna hratt og vel, nánast í takt við rappið, og spjalla og hlæja á meðan. Stofurnar eru í raun líkari litlum verkstæðum frekar en kennslustofum, enda er tilfinningin meira eins og á vinnustað. Nemendurnir eru allir sammála um það að skemmtilegustu verkefnin eru raunveruleg verkefni þar sem þeir fá dýrmæta reynslu sem nýtist þeim síðar á vinnumarkaði. Flestir þeirra stefna á framhaldsnám eftir skólann og hafa valið að taka stúdentspróf samhliða rafiðninni. U.þ.b. 80% nemenda fara áfram í háskólanám og hlutfallið heldur áfram að aukast. Sumir í útskriftarhópnum stefna á einhvers konar verkfræði, aðrir hafa hug á að taka meistararéttindi og stofna fyrirtæki og enn aðrir hafa áhuga á hönnun.

45


Færanlegur veitingastaður fyrir kvikmyndastjörnur Lét útbúa bíla sem eru fullkomin eldhús

Guðmundur Ragnarsson matreiðslumeistari er búinn að hitta nær allar þær kvikmynda- og sjónvarpsstjörnur sem hafa komið til landsins í verkefni og eldað ofan í þær. Upphaflega ætlaði Guðmundur að fara í hótelskóla en kvikmyndaverkefnin byrjuðu að banka upp á hjá honum hvert á fætur öðru. Hann fann því sína sérstöðu á markaðnum og útbjó færanlegt eldhús sem hann getur farið með upp á fjöll og á tökustaði og eldað ofan í alla sem vinna við erlendar kvikmyndir og þætti á Íslandi.

Eigið hugvit og hugmynd Guðmundur er búinn að útbúa bíla þannig að fólk getur í raun fengið, lengst upp á hálendi, allt það sem það fær á flottum „bistró“ í borginni. „Ég þurfti að leysa það vandamál hvernig við gætum þjónustað fullt af liði einhvers staðar upp á fjöllum þar sem er jafnvel ekki rennandi vatn eða -15°C frost. En nú erum við komin með fullkomið eldhús í einum bíl, stóran bíl sem er með uppþvottaaðstöðu; uppþvottavél, vatnstanka, dælur og þess háttar. Við erum með vagn þar sem við getum undirbúið alls konar mat og búið til samlokur sem fólk fær yfir daginn. Svo erum við með stóra kælibíla fyrir lagerinn, frystibíla, rafstöðvar, sérstaka kaffibíla þar sem fólk getur meira að segja fengið kaffi latte eða grillaða samloku sem og smoothie heilsudrykki.“ Að jafnaði eru 25 manns með honum og getur verkefnið tekið um mánuð. „Við reisum oftast upp búðir á einum stað og svo þjónustum við út frá þeim. Stundum geta einhverjir borðað í búðunum en svo þurfum við að senda mat hingað og þangað til hópa sem eru kannski um 300 manns, vítt og breitt um tökustaðinn.“

Hefur hitt allar stjörnurnar Guðmundur er búinn að vera í „kvikmyndabransanum“ í 15 ár og hefur eldað ofan í og þjónustað nær öll þau erlendu framleiðslufyrirtæki sem hafa komið í tökur hér á landi að gera auglýsingar, kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. „Stærsti hópurinn sem ég hef þjónustað úr bílunum er 520 manns sem voru við gerð fyrstu Thor myndarinnar frá Marvel. Þá var í boði heitur morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur, salatbarir og eftirréttir. Við vorum líka að bera fram í kringum eitt þúsund heitar samlokur á hverjum degi. Við máttum ekki vera með plast svo við vorum með leirtau og alvöru hnífapör og öll herlegheitin.“ Guðmundur er ekki að kippa sér neitt upp við það þó hann hafi hitt nær allar stjörnurnar en hann hefur eldað fyrir fólkið úr t.d. kvikmyndunum Walter Mitty, Nóa, Interstellar, Star Wars sem og stjörnurnar úr öllum Game of Thrones þáttunum. Hann hitti nýverið ensku Youtube stjörnurnar F2 Freestylers og vissi varla hverjar þær væru en þær fengu þó að smella mynd af sér með honum.

46


Suða í suðubás

ð e m n u j k r i Vélv i f ó r p s t n e d ú st Þeir nemendur sem eru að velta fyrir sér framtíðinni og vita ekkert hvað þeir ætla að verða ættu að skoða nám í vélvirkjun við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Vélvirkjanámið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt og byggist upp á bæði verklegu og bóklegu námi. Hægt er að bæta við áföngum og útskrifast sem stúdent á vélvirkjabraut.

Megatonic Festo – glussi

Nemendur fást við nýsmíði úr ryðfríu stáli og áli og læra t.d. að sjóða og gera við vélar bæði raunverulegar og í vélahermum. Farið er í grunninn í vélastýringum þar sem nemendur fást við stýringar í loft og glussa borðum. Nemendur í vélvirkjun byrja snemma að fást við teikningar bæði á blaði og í tölvum. Þrívíddarforritið sem notað er í kennslu er mjög öflugt og notað í öllum helstu framleiðslufyrirtækjum landsins. Vélvirkjanemar fást við tölvustýrðar vélar og nota margvísleg forrit við þá vinnslu. Einnig eru notaðir þrívíddar prentarar og skannar til að smíða hluti. Kælitækni er hluti af náminu og vinna nemendur í hermi sem keyrir helstu bilanir sem koma við sögu í kælitækni. Nokkrir áfangar í rafmagnsfræði tilheyra námi í vélvirkjun og fá nemendur góðan grunn í raftækni. Þeir nemendur sem eru búnir að ákveða að verða tækni-, iðn- eða verkfræðingar ættu að skoða nám í vélvirkjun því að þar fá þeir verklegan grunn fyrir það sem þeir eiga eftir að takast á við í námi í þessum greinum. Störfin sem vélvirkjar vinna við eru margvísleg og ólík enda er námið fjölbreytt og ýtir undir að nemendur nái sér í meiri þekkingu í háskóla síðar. Það þýðir að starfssviðið getur orðið ansi vítt. Nám í vélvirkjun er mjög gott veganesti inn í framtíðina.

47


Hvað ungur nemur..

Vaxandi þörf á sérþekkingu á gömlum húsum

Á Íslandi er fjöldi gamalla húsa sem þurfa sárlega á viðhaldi og umönnun að halda. Slík aðgerð miðar m.a. að því að viðhalda menningararfinum og varðveita byggingarsögu okkar Íslendinga. Það gleymist stundum að það sem er nýtt í dag verður gamalt á morgun og öll mannanna verk þarfnast á endanum viðhalds og endurbyggingar. Viðhald og endurbygging eldri húsa krefst mikillar sérþekkingar á verklagi liðinna alda en hætt er við að áhersla á slíkt verklag mæti afgangi í menntun iðnaðarmanna einfaldlega vegna þess viðbótartíma sem slík þjálfun útheimtir. Það er jafnframt ljóst að eftirspurn eftir sérþekkingu á viðhaldi gamalla húsa fer einungis vaxandi á næstu árum og áratugum.

Hvernig gerir þú við friðað hús? Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra lætur ekki sitt eftir liggja þegar að þessum málaflokki kemur. Skólinn hefur verið í samvinnu við Þjóðminjasafnið um endurbyggingu Stefánskirkju sem byggð var árið 1849 á Sauðanesi á Langanesi. Verkefnið felst í því að kenna og viðhalda gömlu handverki sem er á fallanda fæti og kenna trésmiðum að tileinka sér þau vinnubrögð sem ætlast er til í friðuðum húsum. Kirkjan er í flokki húsa þar sem farið er eftir upprunalegri gerð og handbragði. Í kennslunni er áhersla lögð á mikilvægi þess að varðveita byggingarsögulegt gildi húsa. Þar sem það á við er reynt að koma til móts við kröfur nútímans um endingu, þægindi og brunavarnir með hliðsjón af lögum og reglum. Lögð er áhersla á að beita réttum aðferðum og vinnubrögðum því að þau eru hluti af varðveislu byggingararfleifðar okkar. Með þessu verkefni er stefnt að því að vekja áhuga hjá verðandi húsasmiðum á þessu brýna verkefni og kenna þeim undirstöðuatriðin í varðveislu gamalla húsa. Þessi þekking þarf að lifa áfram svo húsasmiðir framtíðarinnar þekki ræturnar í þeim vinnubrögðum sem nútíminn útheimtir.

48


Bakarinn og iðnstúdentinn Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir æfir þessa dagana stíft fyrir keppnina Nordic Bakery Cup 2018 sem haldin verður í Herning í Danmörku í mars. Þórey æfir undir leiðsögn Ásgeirs Þórs Tómassonar, fagstjóra bakaradeildar Menntaskólans í Kópavogi. Saman skipa þau bakaralandsliðið ásamt Birgi Þór Sigurjónssyni og liðstjóranum Daníel Kjartani Ármannssyni.

Skapandi og skemmtilegt starf Það var kvikmyndaáhugi og frumleg útfærsla Þóreyjar á Disney-þemanu Lísa í Undralandi sem færði henni annað sætið í Kornax keppninni árið 2017 og þar með sæti í bakaralandsliðinu. Þórey segir gaman og afar hvetjandi að taka þátt í svona keppnum. „Það besta við þær er að geta deilt sinni reynslu og þekkingu með öðrum og öfugt og einnig að kynnast öðrum bökurum víðsvegar að úr heiminum.“ Þórey hefur alla tíð haft áhuga á bakstri og segir það skapandi og skemmtilegt starf að vera bakari og það henti jafnt konum sem körlum og sé alls ekki bara karlastarf eins og margir virðast halda.

Iðnstúdentinn mikilvægur Hún telur mikilvægt að hægt sé að klára iðnstúdentinn samhliða bakaranáminu eins og hún gerði en það opni bæði leiðir til háskólanáms og til vinnu við iðngrein. „Það er mikill kostur að geta skipt um skoðun. Ef þér finnst seinna meir að baksturinn sé ekki það rétta fyrir þig þá geturðu alltaf prófað eitthvað annað án þess að þurfa að fara fyrst í gegnum menntaskóla,“ segir Þórey.

Keppir í Euroskills Evrópukeppninni Í haust mun svo enn bætast í reynslubankann hjá Þóreyju þegar hún tekur þátt í Evrópukeppni iðngreina (Euroskills) sem haldin verður í Búdapest í Ungverjalandi. Það var að sögn Þóreyjar ómetanlegt tækifæri í undirbúningnum fyrir komandi keppnir að komast nýverið á námskeið hjá hinum fræga írska bakara James Griffin þegar hann var hér á landi til að sýna bökurum og kökugerðarmönnum í Hótelog matvælaskólanum í Kópavogi ýmsa góða takta og nýjungar. „Það felast mörg tækifæri í því að vera bakari og iðnstúdent“ segir Þórey sem telur bakaranám vera frábært fyrir stelpur og hvetur þær til að kynna sér námið og vera óhræddar við að fara nýjar og óhefðbundnar leiðir.

49


Fjölbrautaskóli Suðurlands starfrækir hestabraut sem er bæði bókleg og verkleg námsbraut. Námsleiðin býður upp á tvo möguleika, hægt er að ljúka brautinni sem hestaliði eftir tvö ár eða sem stúdent af hestalínu eftir þrjú ár. Námið byggir á verklegri þjálfun í reiðmennsku og umhirðu hrossa annars vegar og hins vegar bóknámi í greinum tengdum hesta- og reiðmennsku. Brautin kemur inn á flesta þætti hestamennskunnar og er góður undirbúningur fyrir þá sem vilja leggja hestamennsku fyrir sig sem atvinnu. Jafnframt fá þeir nemendur sem útskrifast sem stúdentar af hestalínu góðan grunn fyrir háskólanám m.a. í hestafræðum.

Þarf ég að eiga hest? Skólinn útvegar hesta fyrir verklega kennslu fyrstu fjórar annirnar. Þar af leiðandi eiga fleiri einstaklingar þess kost að stunda þetta nám þar sem ekki er krafist af nemendum að eiga hesta. Á fimmtu og sjöttu önn þurfa nemendur á hestabraut að koma

50

með eigin hesta og byggist námið þá á þjálfun og umhirðu þeirra. Námið á brautinni er yfirgripsmikið. Rík áhersla er lögð á klassískan grunn í reiðmennsku og hvernig gott samband manns og hests er byggt upp. Á síðustu önnunum er ætlast til að nemendur nýti sér þekkingu sem þeir hafa öðlast til að þjálfa og bæta eigin hest sem og kunnáttu sína til að stilla hesti upp fyrir keppni. Áfangar tengdir hesthúsum, girðingum, fóðrun og umhverfi skipa stóran sess í seinni hluta námsins. Þar er m.a. farið yfir grunn í járningum, fóður- og kynbótafræði ásamt samspili umhverfis, atferlis og heilbrigðis. Knapamerki og próf þeim tengd eru hluti af náminu en eru einungis brot af því fjölbreytta efni og verkefnum sem farið er í á brautinni en mest af námsefni brautarinnar hafa kennarar þróað frá byrjun. Nemendur þurfa jafnframt að ljúka tveimur áföngum í starfsnámi, leiðbeinandanámskeiði og skila lokaverkefni til að útskrifast af stúdentslínunni.


Hólmfríður M. Benediktsdóttir útskrifaðist af snyrtibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti vorið 2016. Hún vann hluta af starfsnámi sínu hjá heilsulind í Eistlandi. Eftir að hafa lokið snyrtifræðináminu fékk hún vinnu á Hilton Reykjavik Spa og líkar mjög vel þar.

En hvenær fékk hún áhuga á snyrtifræði?

Ætli ég hafi ekki verið svona 9 ára. Ég fór þá að plokka mömmu og hef verið að snyrta brúnirnar hennar nánast frá því að ég man eftir mér.

Hvað varð síðan til þess að þú ákvaðst að fara í snyrtifræðinám?

Ég bjó í Breiðholti og fór í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Þar vissi ég að væri snyrtibraut og innritaði mig á hana.

Var námið erfitt?

Já, það má segja það; mjög krefjandi en það var sannarlega þess virði á endanum.

Hvað er svona heillandi við snyrtifræðina?

Þetta er ólíkt mörgum öðrum störfum. Þú ert að vinna með fólki á hverjum degi og þetta er mjög fjölbreytt starf og skemmtilegt.

Er draumastarfið að starfa hér á Hilton Reykjavík Spa?

Já, fyrir mig. Það er ekki fyrir alla að vinna á Spa en mér líkar það mjög vel. Sumir vilja bara vinna á snyrtistofu en mér finnst frábært hérna. Hér getur fólk fengið allar snyrtimeðferðir og nokkrar tegundir af nuddi. Hér eru líka heitir pottar, gufa og líkamsræktarsalur þannig að þetta er mjög fjölbreytt.

Er eitthvað sem hefur komið á óvart frá því þú lærðir snyrtifræði í skólanum?

Ekkert svona sérstakt. Námið undirbjó mig vel og svo lærir maður smátt og smátt nýja hluti með tímanum eins og í öllum vinnum.

Hvað stefnir þú svo á í framtíðinni?

Ég er núna í námi til meistararéttinda og stefni á að útskrifast sem meistari í snyrtifræði. Það er áhugavert nám og ég er að læra bókhald, mannauðsstjórnun, verkefnastjórn, stefnumótun o.fl. Maður getur farið hvert sem er með þessa menntun. Snyrtifræðikennsla á Íslandi er mun betri en t.d. á Norðurlöndunum; maður lærir meira og fær betri þjálfun. Það er því hægt að fá vinnu alls staðar.

51


AFL

Framundan eru miklar breytingar á vinnumarkaði. Breytingar geta leitt til óvissu og óvissa getur verið ógnvekjandi. En við munum standa með þér alla leið.


ÞAÐ ER ENGIN RÉTT LEIÐ - BARA ÞÍN LEIÐ

Skagastrákarnir Andri og Almar Gunnarssynir eru eineggja tvíburar sem fóru ólíkar leiðir í námi en eru núna báðir verkfræðingar og starfa hjá sama fyrirtækinu. Bræðurnir leggja áherslu á að miklir möguleikar séu í boði í framhaldi af iðnnámi og að nemendur fái strax starfsréttindi að loknu náminu. „Maður getur verið kominn með fín starfsréttindi 23 ára. Ef þú ert með iðnnám á bakinu, hefur unnið á gólfinu og náð þér í praktíska reynslu þá hefurðu betri grunn fyrir mörg störf sem hægt er að sinna í framhaldinu af náminu. Það er svo líka alltaf auðvelt að bæta við sig bóknámi ef það vantar eitthvað upp á til að fá inngöngu í það háskólanám sem þig langar,“ segja þeir báðir. Strákarnir eru einstaklega sáttir við að hafa farið sínar eigin leiðir og segja báðir að framhaldsskóli sé svo miklu meira en bara námið sjálft „Það má ekki vanmeta þetta félagslega því það er ekki síður mikilvægur lærdómur fyrir lífið.“

ALMAR Fór í húsasmíði í Fjölbrautaskóla Vesturlands.

ANDRI

Valdi húsasmíði, vildi lágmarka bóknám og geta unnið með skóla.

Fór á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Vesturlands.

Kláraði húsasmíði og tæknistúdentinn og fór svo í byggingartæknifræði og byggingarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík.

Valdi náttúrufræðibraut því hann var ákveðinn að fara í raungreinatengt framhaldsnám.

„Ef maður er ekki á sinni línu þá er maður kannski að falla og það er ekki gott fyrir sjálfsmyndina. Það er alltaf þinn besti kostur að finna það sem passar fyrir þig. Það væri frábært ef fleiri grunnskólar myndu hafa iðngreinar í boði sem valgreinar. Leyfa nemendum að spreyta sig svolítið og kynna þeim námsleiðirnar og hvað er hægt að gera í framhaldi af því. Það gæti hjálpað mörgum að finna sér sína leið í náminu.“ Vinnur nú sem verkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu.

Kláraði stúdentsprófið og fór í Háskóla Íslands í Vélaverkfræði. Tók hluta af náminu í skiptinámi erlendis. „Þetta snýst alltaf mest um áhugann, ekki hvort þú getir lært. Ef þú hefur áhuga þá er það alltaf að fara að hjálpa þér. Allir geta lært, fólk þarf bara að finna það sem hentar. Hins vegar ef þú hefur ekki áhugann og ert ekki tilbúin(n) að leggja þig fram þá augljóslega mun þér ekki ganga vel.“ Vinnur nú sem verkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu.

53


Tölvustýrðar vélar mættar í skólann

FÉL

AG

LAGNINGAM EI

A

Miklar og hraðar tækniframfarir hafa orðið undanfarin ár. Ný og flóknari tæki leysa mannshöndina af hólmi, oft nefnt fjórða iðnbyltingin. Störfin verða sérhæfðari og krefjast aukinnar þekkingar og meiri og betri menntunar þar sem m.a. ýmis vélmenni og gervigreind verða algengari. En einhver þarf að hanna, smíða og viðhalda þessum tækjum. Skólakerfið þarf að aðlaga sig þessari breyttu þróun og hefur Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum ákveðið að taka fullan þátt í þeirri þróun m.a. með því að bæta og auka tækjabúnað í því skyni.

PU PÍ

AR ST

FJÓRÐA IÐNBYLTINGIN KREFST BREYTINGA

LÖGGILTUR

9 0 Á RA

PÍPULAGNINGAMEISTARI

FÉLAG MÁLMIÐNAÐARMANNA AKUREYRI

Skólinn hefur þegar tekið í notkun ýmsan nýjan búnað og tæki til að fylgja þessari þróun eftir má þar nefna CNC vélar sem eru tölvustýrðar vélar þar sem hægt er smíða einstaka hluti og/eða fjöldaframleiða þá á tiltölulega stuttum tíma. Nú þegar er í notkun CNC rennibekkur og von er fljótlega á CNC fræsivél. Við framleiðslu í þessum vélum fara nemendur í gegnum ferli frá hugmynd yfir í gerð vinnuteikninga og síðan yfirfærslu vinnuteikningar yfir í tölvumál fyrir viðkomandi tæki og að lokum framleiðslu á hugmyndinni. 18. mars 1933

Einnig á skólinn nýjar og fullkomnar fjölklippur til að klippa til ýmsan málm og lokka í hann göt. Þá eru í skólanum ýmis hermiforrit til æfinga svo sem vélhermir o.fl. Nýlega var tekinn í notkun hermir fyrir loft-, vökva- og rafmagnsstýringar frá FESTO en allt er þetta m.a. notað við stjórnun hreyfinga á ýmsum nútíma tækjabúnaði og vélmennum. Í þessum hermum læra nemendur að raða saman ýmsum búnaði til að fá fram tiltekna hreyfingu eða framkvæmd sem síðan er hægt að sannreyna með því að gangsetja viðkomandi búnað í herminum og prófa virkni hans.

54


Yfir 100 breyttir bílar á ári Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir að keyra um á upphækkuðum jeppum og komast út um allt á þeim. Að sjálfsögðu vilja ferðamenn líka fá að njóta þessara forréttinda og hefur Jeppaþjónustan Breytir sérhæft sig í breytingum á jeppum og hópferðabílum til að ferðamenn geti séð allt það sem landið okkar hefur upp á að bjóða.

Aron Árnason vélfræðingur hefur rekið Jeppaþjónustuna Breyti síðan árið 1989 og fjölmargir af þeim bílum sem eru breyttir hafa farið í gegnum fyrirtækið hans en hann reiknar út að um það bil 100 breyttir bílar fari í gegnum fyrirtækið hans á hverju ári. „Við byrjuðum á því að breyta bílum mest fyrir einstaklinga, björgunarsveitir og veitufyrirtæki en í dag eru ferðaþjónustufyrirtækin stærsti einstaki kúnnahópurinn okkar.“ Í dag er Breytir aðallega að breyta tveimur gerðum af ferðaþjónustubílum þ.e. Mercedes-Bens Sprinter og á Ford F350 Pick-up.

Hvað þýðir það að breyta bíl Að sögn Arons þá er mikið verið að hækka upp bíla og setja þá á 35 tommu og allt upp í 46 tommu dekk. En þegar verið er t.d. að breyta Sprinternum þá er undirvagninn smíðaður upp á nýtt. „Þetta er mikil járnsmíðavinna og okkur hefur reynst vel að vera með vélvirkja og járnsmiði í vinnu. Í dag eru flestir þeir hlutir sem við notum til smíðinnar teiknaðir upp í tölvu og koma til okkar tilsniðnir.“

Munurinn á breyttum bíl hér á landi og erlendis Aron nefnir að þeir bílar sem eru breyttir hér á landi eru talsvert öðruvísi en bílar sem við sjáum breytta erlendis. Þar séu menn mikið að nota bílana í kringum sýningar og ýmis skonar uppákomur til skemmtunar. Hér á landi eru menn að nota þessa bíla við alls konar aðstæður, sem sagt nota þá mikið við störf sín. T.d. bíll sem er notaður í ferðaþjónustunni er kannski ekinn um 60.000 KM á ári. Og þegar bílnum er ekið svona mikið, þá þarf breytingin að vera góð, vel hönnuð og sterk. Jeppaþjónustan Breytir hefur nú þegar afhent nokkra bíla til viðskiptavina erlendis, auk þess sem sérsmíðaðir hlutir fyrir breytingar hafi einnig verið fluttir út.

Drífðu þig í iðnnám Aron hvetur alla til að fara í iðnnám. Þar séu svo margir möguleikar í boði og hægt að gera svo ótal margt. „Fær iðnaðarmaður á auðvelt með að fá vinnu og er fljótur að koma sér líka í góða stöðu. Ég held líka að fólk sem lærir iðnnám sé fljótara að koma undir sig fótunum í lífinu því námið er frekar stutt og hnitmiðað,“ segir Aron að lokum.

55


Fagmenn

til sjós og lands VM – LandsféLag aLLra í V é L- o g M á L M t æ k n i á í s L a n d i

Kynntu þér málið á www.vm.is

V M - F é l a g

v é l s t j ó r a

o g

m á l m t æ k n i m a n n a

-

S t ó r h ö f ð a

2 5

-

1 1 0

R e y k j a v í k

-

5 75

9 8 0 0

Profile for Laila Markaðsstofa

2020 Tímarit - 2. tbl. 2018  

2020 er tímaritið er gefið út af öllum iðn- og verkmenntaskólum á Íslandi.

2020 Tímarit - 2. tbl. 2018  

2020 er tímaritið er gefið út af öllum iðn- og verkmenntaskólum á Íslandi.

Advertisement