Útskrift KVÍ | Vor 2017

Page 1

ÚTSKRIFT VORÖNN 2017

KVIKMYNDASKÓLI ÍSLANDS


Kvikmyndaskóli Íslands Grensásvegur 1 108 Reykjavík Ísland Sími: 444 3300 www.kvikmyndaskoli.is @ 2017 Kvikmyndaskóli Íslands Bækling þennan má eigi afrita með neinum hætti, s.s. með ljósmyndum eða á annan hátt, að hluta eða heild, án skriflegs leyfis útgefanda.



KE N N A R A L I STI 2014 - 2017 LEIKSTJÓRN OG FRAMLEIÐSLA Ágúst Guðmundsson Anna Katrín Guðmundsdóttir Arnar Benjamín Kristjánsson Árni Óli Ásgeirsson Árni Sveinsson Ása Helga Hjörleifsdóttir Ásdís Thoroddsen Baldvin Kári Sveinbjörnsson Baldvin Z Benedikt Nikulás Anes Ketilsson Birgitta Björnsdóttir Björgvin Sigurðarson Bragi Þór Einarsson Curver Thoroddsen Damon Younger Dögg Mósesdóttir Eggert Gunnarsson Eiður Birgisson Elvar Gunnarsson Erla Brynjarsdóttir Erlendur Eiríksson Erling Jóhannesson Geir Grímsson Guðmundur A. Guðmundsson Guðmundur Ingi Þorvaldsson Guðmundur Þór Kárason Gunnar Bj. Guðmundsson Gunnar Hansson Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Hanna Björk Valsdóttir Heimir Jónasson Helga Rakel Rafnsdóttir Helgi Jóhannsson Hilmar Oddsson Hjörtur Jóhann Jónsson Hlín Jóhannesdóttir Hrafnkell Stefánsson Ingibjörg Reynisdóttir Ísold Uggadóttir Janus B. Jakobsson Jóhann G. Jóhannsson Jón Egill Bergþórsson Jón Proppé Jóna Finnsdóttir Jonathan Neil Devaney Katrín L. Ingvadóttir Kristján Friðriksson Lee Lorenzo Lilja Katrín Gunnarsdóttir Magnús Guðmundsson Margrét Þorgeirsdóttir Marteinn Þórsson Monika Ewa Orlowska Óskar Jónasson Óskar Þór Axelsson Ottó Geir Borg Ragnheiður Thorsteinsson Rebekka Atladóttir Reynir Lyngdal Róbert I. Douglas Rúnar Rúnarsson Sólveig Arnarsdóttir Steingrímur Dúi Másson Steven Meyers Styrmir Sigurðsson

Tómas Örn Tómasson Tryggvi Freyr Torfason Unnsteinn Garðarsson Valdís Óskarsdóttir Viggo Hansson Walter Þiðrik Emilsson Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Þorsteinn Gunnar Bjarnason SKAPANDI TÆKNI Alexander Angelo Tonini Anton Máni Svansson Ágústa Margrét Jóhannsdóttir Árni Filippusson Ása Helga Hjörleifsdóttir Ásdís Thoroddsen Ásta Björk Ríkharðsdóttir Baldvin Z Björn Ómar Guðmundsson Björn Viktorsson Curver Thoroddsen Eggert Gunnarsson Eggert Baldvinsson Eyrún Helga Guðmundsdóttir Gabrielle Motola Guðmundur A. Guðmundsson Guðni Halldórsson Gunnar Árnason Heiðar Eldberg Heiðarsson Helga Rakel Rafnsdóttir Helga Thorsdóttir Hilmar Oddsson Hlín Jóhannesdóttir Hrafnkell Stefánsson Huldar Freyr Arnarson Janus Bragi Jakobsson Jonathan Neil Devaney Jón Már Gunnarsson Jón Proppé Jóna Finnsdóttir Jörundur Rafn Arnarson Kjartan Kjartansson Kristján U. Kristjánsson Linda Mjöll Stefánsdóttir Marteinn Þórsson Nicolas Liebing Ottó Geir Borg Ólafur Fannar Vigfússon Óskar Þór Axelsson Rúnar Rúnarsson Sigrún Gylfadóttir Sigurbjörg Jónsdóttir Sigurjón F. Garðarsson Sigvaldi J. Kárason Sindri Bergmann Þórarinsson Stefanía Thorsdóttir Steingrímur Karlsson Steingrímur Dúi Másson Steinþór Birgisson Tómas Tómasson Valdís Óskarsdóttir Þorsteinn Gunnar Bjarnason HANDRIT OG LEIKSTJÓRN Alexander Angelo Tonini Ágúst Guðmundsson

Ágústa Margrét Jóhannsdóttir Árni Sveinsson Árni Óli Ásgeirsson Ása Helga Hjörleifsdóttir Baldvin Kári Sveinbjörnsson Baldvin Z Birgitta Björnsdóttir Björn Viktorsson Curver Thoroddsen Dögg Mósesdóttir Eggert Baldvinsson Einar Kárason Elvar Gunnarsson Erling Jóhannesson Erlingur Óttar Thoroddsen Gunnar B. Guðmundsson Gunnar Hansson Guðmundur Ingi Þorvaldsson Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Helga Rakel Rafnsdóttir Hilmar Oddsson Hlín Agnarsdóttir Hlín Jóhannesdóttir Hrafnkell Stefánsson Ísold Uggadóttir Janus B. Jakobsson Jonathan Neil Devaney Jón Proppé Jóna Finnsdóttir Karl Ágúst Úlfsson Linda Mjöll Stefánsdóttir Magnús Guðmundsson Margrét Örnólfsdóttir Marteinn Þórsson Mikael Torfason Ottó Geir Borg Óskar Jónasson Óskar Þór Axelsson Róbert I. Douglas Rúnar Rúnarsson Sólveig Arnarsdóttir Steven Meyers Þorsteinn Gunnar Bjarnason LEIKLIST Agnar Már Magnússon Arnar Jónsson Arna Rún Ómarsdóttir Arne Kristinn Arneson Arnoddur Magnús Danks Ágúst Guðmundsson Ágústa Ósk Óskarsdóttir Álfrún Helga Örnólfsdóttir Ása Helga Hjörleifsdóttir Baldvin Z Birgtta Haukdal Bjarki Kristjánsson Brogan Davison Damon Younger Darren Foreman Eggert Gunnarsson Ellert A. Ingimundarsson Gísli Magna Guðmundur A. Guðmundsson Guðmundur Ingi Þorvaldsson Gunnar Björn Guðmundsson Halldóra Geirharðsdóttir

Hlín Agnarsdóttir Hlín Jóhannesdóttir Hrafnkell Stefánsson Jonathan Neil Devaney Jón Egill Bergþórsson Jóhannes Haukur Jóhannesson Kolbrún Anna Björnsdóttir Lilja Þórisdóttir Ólafur Ásgeirsson Ólafur Darri Ólafsson Ólafía Hrönn Jónsdóttir Óskar Þór Axelson Óskar Jónasson Pálína Jónsdóttir Pálmi Sigurhjartarson Ragnar Bragason Rúnar Guðbrandsson Sara Dögg Ásgeirsdóttir Sigrún Gylfadóttir Snædís Lilja Ingadóttir Tinna Grétarsdóttir Vigdís Gunnarsdóttir Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Þorsteinn Bachmann Þorsteinn Gunnar Bjarnason Þórey Sigþórsdóttir Þórunn Erna Clausen Þórunn M. Magnúsdóttir KJARNI Alexander Angelo Tonini Ágústa Margrét Jóhannsdóttir Ása Helga Hjörleifsdóttir Ásgrímur Sverrisson Árni Filippusson Birgitta Björnsdóttir Birgir Grímsson Dagur Ólafsson Grímur Hákonarson Gísli M. Torfason Gunnar Árnason Guðmundur Þór Kárason Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Hilmar Oddsson Hrafnkell Stefánsson Hlín Jóhannesdóttir Jonathan Neil Devaney Jónas Knútsson Jóna Finnsdóttir Kjartan Kjartansson Logi Ingimarsson Lárus Ýmir Óskarsson Linda Mjöll Stefánsdóttir Magnús Atli Magnússon Oddný Sen Ottó Geir Borg Ólafur Darri Ólafsson Sigurður Valur Sigurðsson Sigurður Kristján Jensson Stefán Loftsson Viðar Víkingsson Víðir Sigurðsson Þorkell Guðjónsson


Ávarp rektors HILMAR ODDSSON

6

Ávarp deildarforseta LEIKSTJÓRN / FRAMLEIÐSLA

8

Ávarp SKAPANDI TÆKNI

12

Ávarp deildarforseta HANDRIT / LEIKSTJÓRN

18

Ávarp deildarforseta LEIKLIST

24

Mínútumyndir: 1. önn ALLAR DEILDIR

28

Auglýsingar: 1 önn LEIKSTJÓRN / FRAMLEIÐSLA

31

Tónlistarmyndbönd: 1 önn LEIKSTJÓRN / FRAMLEIÐSLA

32

Stuttmyndir: 1. önn ALLAR DEILDIR

33

Kynningarmyndir: 2. önn ALLAR DEILDIR

34

Myndir án orða: 2. önn SKAPANDI TÆKNI

40

Heimildarmyndir: 2 - 4. önn LEIKSTJÓRN, SKAPANDI TÆKNI, FRAMLEIÐSLA

42

Stuttmyndir: 3. önn HANDRIT / LEIKSTJÓRN

46

Endurgerðir á senum: 3. önn ALLAR DEILDIR

47

Leiksýning - 2. önn HVERFANDI LEIÐIR

48

Leikinn sjónvarpsþáttur FJÓRTÁNDINN - PILOT

50

Handrit í fullri lengd: 4. önn HANDRIT / LEIKSTJÓRN

51

Ávarp KÍNEMA NEMENDAFÉLAG KVÍ

52


Ávarp rektors

Per ardua ad astra Per ardua ad astra, í gegnum þrautir til stjarnanna. Ég hef sagt þetta áður, en þetta hefur sjaldan átt betur við en nú. Þessi fleygu orð eru einkennisorð Konunglega breska flughersins, frægt minnismerki um fallna kanadíska orustuflugmenn er í Toronto og ber þetta nafn. En hvað hefur þetta með okkur, nemendur og starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands, að gera? Allt. Það væri synd að segja að sú önn sem brátt er á enda hafi verið viðburðasnauð. Reyndar man ég ekki eftir neinni viðburðasnauðri önn í starfi KVÍ síðan ég tengdist skólanum haustið 2010. Það hefur aldrei verið, og verður sjálfsagt seint, lognmolla í kringum starf okkar. Hvers vegna? Er starf okkar eitthvað sérstaklega erfitt? Eru ytri aðstæður óhagstæðar? Erum við að gera eitthvað rangt? Svörin við þessum ágengu spurningum eru ekki einhlít. Það er hægt að halda því fram að starf okkar sé á margan hátt erfitt og sjaldnast hægt að ganga að nokkru vísu á þeim vettvangi. Það er einnig hægt að halda því fram að það sé ekkert erfiðara en gerist og gengur, og þá á ég við flest mannanna störf, ekki einungis þau sem tengjast menntun og listsköpun. Það er hægt að halda því fram að ytri aðstæður okkar séu ekkert erfiðari en gerist og gengur í flóknum atvinnurekstri, við erum t.a.m. ekki háð veðri og duttlungum náttúrunnar (alla vega ekki frekar en annað innivinnandi fólk). En það má einnig, nokkuð auðveldlega, benda á að rekstur kvikmyndaskóla njóti ekki þess opinbera stuðnings og skilnings sem kvikmyndagerð er almennt farin að njóta (og finnst þó mörgum enn vanta uppá í þeim efnum). Við byggjum skólastarf okkar á þekktum gildum úr starfi ótal kvikmyndaskóla um heim allan og berum okkur reglulega saman við þá. En auðvitað getum við gert betur, þau eru fá mannanna verkin sem ekki má gangrýna og bæta. En gagnrýni verður ætið að byggjast á skilningi og þekkingu, og góðum vilja. Við verðum seint sammála öll sömul um hvernig best sé að reka kvikmyndaskóla, og það í jafnlitlu og (í raun) fábreyttu samfélagi og því íslenska. Þeir sem reka KVÍ hafa gert það í einni eða annarri mynd síðan 1992. Þýðir það að þeir hafi sjálfkrafa fundið bestu leiðina? Nei, engan veginn, en líklegt má telja (sumir myndu reyndar segja fullvíst) að þeir hafi gert sitt allra besta við erfiðar aðstæður. Já, aðstæður hafa verið erfiðar, nánast allan tímann. En við heykjumst ekki á starfi okkar við erfiðleika, við lútum ekki í gras fyrir þeim, við berjumst fyrir því sem við trúum á, hér á gamla klisjan ágætlega við; við erum allsammála um markmið (sem er öflugur og sjálfstæður íslenskur kvikmyndaskóli sem byggir á alþjóðlegri hefð á meðan hann hefur í heiðri íslensk gildi), en okkur greinir á um aðferðir eða leiðir að markmiðinu, - oftast. Per ardua ad astra. Við höfum á undanförnum vikum og mánuðum farið í gegnum enn eina holskefluna. Margar stofnanir væru löngu búnar að leggja upp laupana eftir minni ágjöf en þá sem við höfum fengið á okkur á undanförnum árum. Við höfum orðið fyrir mannskaða, en flest okkar hafa komið heil til hafnar. Við ætlum að reyna einu sinni enn, og hefja okkur uppúr djúpinu, til flugs – alla leið til stjarnanna. Per ardua ad astra. Hilmar Oddsson Rektor KVÍ

6



Ávarp deildarforseta - LEIKSTJÓRN / FRAMLEIÐSLA

Samvinna, samheldni, samstilling, - og úthald. Það er kvikmyndagerð. Þar sem virðing fyrir viðfangsefninu og samlegð mismunandi starfa og sérhæfðra fagmanna er í fyrirrúmi. Þar sem allir sem að verkinu koma eru sögumenn og stuðla með sérþekkingu sinni að því að úr verði heildstætt kvikmyndaverk. Saga. Upplifun. Í Kvikmyndaskóla Íslands er lögð áhersla á reynslumiðað nám. Skólinn býður uppá “hands on” umhverfi þar sem nemendur fá innsýn í helstu starfssvið kvikmyndagerðar og áhersla er lögð á sérhæfingu, samhjálp og listrænt innsæi við gerð ólíkra kvikmyndaverka. Einnig eru kvikmynda- og listasögunni gerð góð skil. Í leikstjórnar- og framleiðsludeild er áhersla lögð á tvær helstu stoðir kvikmyndagerðar; leikstjórn og framleiðslu. Starf framleiðandans er fjölþætt; hann er oftast sá eini sem fylgir kvikmyndaverki frá upphafi til enda, frá hugmynd upp á tjald eða skjá og út í heim. Hann vinnur með handritshöfundi að þróun verksins og sögunnar, ber ábyrgð á fjármögnun, undirbúningi og skipulagi, eftirvinnslu og dreifingu. Hann er driffjöður verksins og starf hans snýst ekki síst um að virkja með sér fólk til að breyta hugmyndum í veruleika. Leikstjórinn ber ábyrgð á efnistökum, áferð og stíl. Kvikmyndin endurspeglar listræna sýn leikstjórans og sem verkstjóri sér hann um að miðla þeirri sýn til samverkafólksins, þannig að allir gangi í takt og geti lagt sitt af mörkum, svo útkoman verði eins og að var stefnt. Samvinna leikstjóra og framleiðanda er afar mikilvæg og því sérstakur ávinningur fyrir nemendur deildarinnar að öðlast skilning á báðum þessum hlutverkum í námi sínu. Eitt helsta aðalsmerki leikstjórnar- og framleiðsludeildar er fjölbreytni, þar sem nemendur spreyta sig á ólíkum tegundum kvikmyndaverka, bæði sem framleiðendur og leikstjórar. Þeir reyna fyrir sér í gerð stuttmynda, heimildarmynda, auglýsinga, tónlistarmyndbanda og sjónvarpsþátta og njóta leiðsagnar helstu fagmanna landsins á sviði kvikmyndalistarinnar. Nemendur deildarinnar fá einnig kennslu í grundvallaratriðum handritsgerðar og dramatískrar uppbyggingar. Með því að leggja sig fram með opnum hug og góðri ástundun öðlast nemendur dýrmæta þekkingu og reynslu sem mun nýtast þeim á fjölbreyttum sviðum kvikmyndagerðar. Námið er í senn krefjandi og gefandi og opnar leið inn á starfsvettvang sem alls staðar er í örum vexti. Jóna Finnsdóttir Deildarforseti Leikstjórnar- og framleiðsludeildar

8


ÚTSKRIFT VORÖNN 2017

LEIKSTJÓRN / FRAMLEIÐSLA


Útskriftarverk - LEIKSTJÓRN / FRAMLEIÐSLA

WHERE MEAN, OLD BASTARDS GO TO DIE Bergþóra Holton Tómasdóttir Nína Petersen

DAGURINN SEM BAUNIRNAR KLÁRUÐUST Guðný Rós Þórhallsdóttir

The old and isolated, Indriði (Indie), arrives at a countryside hotel. There he meets a young drag queen, by the name of Paris. What he doesn´t know, is that Paris will be a blessing in disguise. What started out as Indie´s last day on earth is now about to become the best one to date. A heartwarming and funny story about an unlikely friendship and being brave enough to enjoy what life has to offer, even when it deals you the wrong cards.

Palli lifir ágætis lífi í gula húsinu sínu upp á heiði eftir að uppvakningar taka yfir Ísland. Þar hefur hann komið sér vel fyrir með varnargarði og dósamat. En þegar baunadósirnar hans taka upp á því að hverfa fer hann fer að gruna að eitthvað misjafnt sé á seyði. Palli er staðráðinn í að ná þeim sem er að verki, því það snertir enginn baunirnar hans Palla, nema Palli.

10


Útskriftarverk - LEIKSTJÓRN / FRAMLEIÐSLA

40 VIKUR Sólveig K. Engilbertsdóttir

VILLT Örvar Hafþórsson

Sunna er fyrirmyndarnemandi á kafi í prófundirbúningi. Besta vinkona hennar, Brynja, dregur hana í partý sem allir í bekknum ætla að fara í, meira að segja hinn fjallmyndarlegi Biggi. Þrátt fyrir að það fari venjulega ekki mikið fyrir Sunnu, er hún ekki alveg jafn ósýnileg og hún taldi sig vera.

Grútskítug, hungruð „úlfastelpa” er gripin glóðvolg við að stela bakpoka í skóginum. Þegar hún vaknar á spítala reynir hún að flýja við fyrsta tækifæri. Við tekur leið hennar til baka. Tekst henni að komast aftur heim? Sagan er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað í Rússlandi árið 2007.

11


Ávarp - SKAPANDI TÆKNI

Nám í Kvikmyndaskóla Íslands er til tveggja ára og er góður undirbúningur fyrir hvern þann starfsvettvang sem fólk velur sér innan kvikmyndagerðar. Kvikmyndagerð byggist á samstarfi ólíkra einstaklinga. Markmiðið er að skapa upplifun þar sem áhorfendur gleyma stund og stað. Til að þetta takist þarf tæknifólk sem hefur öðlast færni og skilning til að skapa þessa sannfærandi veröld. Skapandi tækni er framsækin deild með áherslu á upptökutækni og notkun nýjustu eftirvinnsluforrita sem völ er á. Þetta er deild sem hentar jafnt konum sem körlum sem vilja vinna á skapandi hátt. Eins getur námið verið snjöll leið fyrir leikstjóra framtíðarinnar sem vilja auka þekkingu sína á þessu sviði. Kennarar í deildinni eru reynslumikið fagfólk og verða oft mikilvæg tenging nemenda inn í „bransann” eftir nám. Skapandi tæknideildin er byggð upp í kringum fjögur grunnfög; kvikmyndatöku, klippingu, hljóð og myndbreytingar (grafík, brellur og litvinnslu). Jafnframt stunda nemendur nám í ýmsum stoðáföngum, s.s. leikmyndagerð, listasögu, handritagerð og ljósmyndun. Þar að auki eru sameiginleg kjarnafög með öðrum deildum skólans, eins og kvikmyndasaga og myndræn frásögn. Nemendur vinna fjöldann allan af verkefnum innan deildarinnar; heimildarmyndir, kynningarmyndir, stutttmyndir, endurgerðir á senum, ljóðrænar myndir án orða, og „pilot“ í samstarfi við fagfólk. Útskriftarmyndin er svo í formi stuttmyndar sem hægt er að nota til að koma sér á framfæri eða til sýninga á stuttmyndahátíðum hérlendis og erlendis. Það er því óhætt að segja að nemendur fari í gegnum fjölbreytt nám. Sé kraftur og dugnaður til staðar býður námið upp á mikla möguleika. Leiðir að loknu tækninámi eru fjölbreyttar. Margir hefja störf innan íslenska kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðarins, sumir hefja sinn eigin rekstur en aðrir halda utan í framhaldsnám. Reynslan hefur sýnt að mikil eftirspurn hefur verið eftir fólki með góðan tæknibakgrunn á vinnumarkaðinum. Þannig að þeir sem útskrifast frá Kvikmyndaskóla Íslands hafa unnið sér inn verðmæta gráðu. Nálgist nemandi námið af metnaði og samviskusemi uppsker hann ríkulega. Skapandi tæknideildar

12


ÚTSKRIFT VORÖNN 2017

S KA PAND I TÆ K NI


Útskriftarverk - SKAPANDI TÆKNI

SIF Arnar Freyr Tómasson Stefán Mekkinósson

HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ Eyþór Örn Magnússon

Sif er afdrífarík ævintýramynd um unga sjálfstæđa stúlku sem gerist á tímum víkinga. Sif býr á brotnu heimili međal föđur síns og bróđur, þar sem fjölskyldumeđlimir syrgja enn dauđa móđurinnar sem átti sér stað árum áður. Feđginunum semur illa og traust er í lágmarki. Dag einn verđa þau vitni ađ logandi eldhnetti sem þeytist yfir himininn og brotlendir í dalnum.

Segja má að Hláturinn lengir lífið, er þá ekki langbest að hlæja í jarðaför? „Að kunna ekkert er engin skömm, en að vilja ekkert læra er skömm”​.

14


Útskriftarverk - SKAPANDI TÆKNI

GULLNA HJÖRÐIN Gunnlaugur Atli Tryggvason

Fræðslumynd um túrisma á íslandi. Fylgjumst með ferðamanni í dæmigerðri för um landið.

Haukur Jóhannesson

BÁRA Leszek Daszkowski

Mæðgur flytja í íbúð en í íbúðinni er draugur 12 ára stelpu sem þær vita ekki af. Móðirin hefur skrýtna tilfinningu fyrir húsinu, hún sér t.d. dóttur sína tala við einhvern en hún sér engan. Draugurinn reynir að taka litlu stelpuna til sín en nágrannann grunar móðurina um að hafa drepið stelpuna.

15


Útskriftarverk - SKAPANDI TÆKNI

SVARTIR HUNDAR Valgerður Árnadóttir

KROSSTRÉ Vigdís Eva Steinþórsdóttir

Dagur og vinur hans byggja kofa sem þeir hyggast sprengja í loft upp. Mamma Dags þjáist af þunglyndi og tjáir Degi að henni líði eins og hún sé stöðugt með svartan hund í eftirdragi. Dagur ætlar að sanna sig með því að kveikja í hættulegri sprengjunni og reyna að losna við svarta hundinn úr lífi sínu fyrir fullt og allt.

Hversdagslegur einmannaleiki Stínu er rofinn þegar Anna, barnabarn hennar, kemur í sveitina ásamt unnusta sínum til að hreinsa út úr gamalli hlöðu fyrir brúðkaupið sitt. Stína stendur á hnífsegg minninga sinna sem ásækja hana í vöku og draumi, og þegar silfurhringur finnst í hlöðunni þarf Stína að gera upp fortíðina.

16


Útskriftarverk - SKAPANDI TÆKNI

HUMAN LOVE Jimmy Salinas

In a wild and strange land there is only struggle for survival. An unhappy indian woman gets courage to fight her own tribe for her freedom through the sacrifice of her beloved. She runs towards the unknown to find her place in the world.

17


Ávarp deildarforseta - HANDRIT / LEIKSTJÓRN

Byrjun. Miðja. Endir. Þetta eru hugtök sem við könnumst öll við. Án þeirra er manneskjan ófær um að segja sögur. Það mætti segja að þau séu hluti af okkar DNA. Því kemur ekki á óvart að þessi hugtök eru grunnur verkfærakistu hvers höfundar. Hver og einn höfundur á sína eigin verkfærakistu. Hún er uppfull af tólum og tækjum, sem hann notar sér við að móta, þróa og þroska hugmyndir svo úr verði heildstætt verk. Hugmyndir koma til okkar úr öllum áttum. Þær koma úr draumum, umhverfinu og persónulegri reynslu. Að fá hugmynd er auðvelt, en þegar kemur að því að vinna úr henni þá kemur vel útbúin verkfærakista sannarlega að notum. Í Handrita – og leikstjórnardeild Kvikmyndaskóla Íslands viljum við hjálpa nemendum að útbúa sína eigin persónulegu verkfærakistu. Í byrjun hverrar annar kemur saman hópur af ólíku fólki úr ólíkum áttum. Sumir mæta með reynslu af kvikmyndargerð í kistunni sinni. Aðrir hafa aldrei spreytt sig í listum áður, en hafa lífsreynslu í sinni kistu. En öll eiga þau það sameiginlegt - að þau stukku út í djúpu laugina, hættu að bara horfa og ákváðu að byrja að skapa. Þessi ákvörðun er byrjunin á þeirra sögu, og er þau hefja nám erum þau komin á miðju. Nú fara hlutirnir að gerast. Undir leiðsögn helsta fagfólks úr kvikmyndabransanum bæta nemendur við sig verkfærum í kistuna sína. Verkfærum eins og vinnuferlum leikstjóra - og handritshöfunda, reynslu í því að skrifa og leikstýra sínum eigin kvikmyndaverkum. Þekkingu á helstu undirstöðuatriðum kvikmyndagerðar, þ.á.m. framleiðslu og myndrænni frásögn, fá auk þess skilning á tækni og tækjanotkun. Tveimur árum síðar kemur loks að endinum. Náminu við Handrita- og leikstjórnardeild er lokið, verkfærakistan er troðin af öllu sem höfundur þarf á að halda. Í kistunni má nú finna aga til að sitja löngum stundum við handritskrif, þekkingu til að leiða verkefni sem listrænn stjórnandi, reynslu í að hafa fylgt hugmynd eftir frá byrjun til enda sem leikstjóri og tengslanet sem mun nýtast um ókomin ár. Með hverjum endi er nýtt upphaf. Ný byrjun. Hver sem hún verður, hafa nemendur nú fulla verkfærakistu og eru tilbúnir að takast á við þær spennandi áskoranir sem bíða í ört vaxandi kvikmyndiðnaði hér á landi, hvort sem það er við gerð sinna eigin verkefna, störf innan veggja hinna fjölmörgu framleiðslufyrirtækja landsins eða áframhaldandi nám á erlendri grund. Hrafnkell Stefánsson Deildarforseti Handrita- og leikstjórnardeildar

18


ÚTSKRIFT VORÖNN 2017

HA N DR I T / L E I K S T J Ó R N


Útskriftarverk - HANDRIT / LEIKSTJÓRN

BARNSHLÁTUR Ásdís Sif Þórarinsdóttir

HITTARAR & KRITTARAR Daði Einarsson

Unglingsstúlka fer inn í yfirgefið hús þar sem hún mun byrja að upplifa æskuminningar góðar og slæmar.

Inni í leiknum berjast þau við illa galdramenn, uppvakninga og útsmogna óþokka, en við spilaborðið ríkja óumflýanleg, persónuleg vandamál.

20


Útskriftarverk - HANDRIT / LEIKSTJÓRN

ÞRÍR MENN Emil Alfreð Emilsson

THERESE & LUISE COLLECTION 2018 Gretta-Garoliina Sammalniemi

Faðir og tveir synir hans búa í einangraðri sveit úi tá landi. Samband þeirra er torsótt þar sem að mismunandi viðhorf til lifsins skarast. Eftir uppákomu í fjölskyldunni og pressu frá föður sínum finnur eldri bróðirinn sig knúinn til þess að haga sér nær aldri sínum og að vera um leið betri fyrirmynd fyrir yngri bróður sinn.

An Image Film for a German bridal label Therese & Luise. Their 2018 collection got its inspiration from Icelandic nature, music and geometric shapes and was filmed during spring 2018 in South Iceland and Reykjavik area.

21


Útskriftarverk - HANDRIT / LEIKSTJÓRN

FANGAFRÍ Matthías Bragi Sigurðsson

Stefán gerist strokufangi staðráðinn í að endurheimta líf sitt utan fangelsisveggjanna.

Trausti Örn Þórðarson

FJARLÆGÐIN GERIR FJÖLLIN BLÁ Sölvi Andrason Birgir Egilsson

Sigurjón er ungur faðir sem fer með dóttur sinni Telmu í útilegu í von um að bjarga sambandinu á milli þeirra. Þegar Sigurjón lendir í óvæntu óhappi í óbyggðunum neyðist Telma til að takast á við íslenska náttúru upp á sitt einsdæmi.

22


Útskriftarverk - HANDRIT / LEIKSTJÓRN

DRAUMGENGLAR Vilhjálmur Ólafsson

WHERE MEAN, OLD BASTARDS GO TO DIE Bergþóra Holton Tómasdóttir Nína Petersen

Ungur sveimhugi er við það að útskrifast og fær loksins í faðm stelpunnar úr næsta húsi. Þegar ráðrík móðir hans byrjar að leggja honum línurnar með framtíðina og stelpan og faðir hennar mæta í matarboð þá þarf sveimhuginn að vakna úr dagdraumum sínum og ákveða hvað hann vill í raun og veru.

The old and isolated, Indriði (Indie), arrives at a countryside hotel. There he meets a young drag queen, by the name of Paris. What he doesn’t know, is that Paris will be a blessing in disguise. What started out as Indie’s last day on earth is now about to become the best one to date. A heartwarming and funny story about an unlikely friendship and being brave enough to enjoy what life has to offer, even when it deals you the wrong cards.

23


Ávarp deildarforseta - LEIKLIST

Kvikmyndaskóli Íslands býður upp á tveggja ára nám fyrir leikara með sérstaka áherslu á kvikmyndaleik. Grunnurinn er lagður með kraftmikilli þjálfun í tækni leikarans, - sjálfu handverkinu; líkamsþjálfun sem eflir styrk, sveigjanleika og skerpir líkamsmeðvitund, - raddþjálfun, hjóðmótun og söng. Síðan færist áherslan yfir á leiktúlkun og sköpun. Sérstaða námsins er þó sú áhersla sem lögð er á kvikmyndaleik. Nemendur fá mikla og góða innsýn í heim kvikmyndagerðar, list hennar og tækni, enda hæg heimatökin í skólanum. Námið er verkefna og framleiðslutengt og nemendur hljóta víðtæka þjálfun í að leika í kvikmyndum og öðrum myndmiðlum í hópvinnu með öðrum deildum skólans. Auk þjálfunar í kvikmyndaleik kynnast nemendur handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku, hljóðvinnslu, klipp og eftirvinnslu. Nemendur fá tækifæri til að blómstra og dafna í skapandi og ögrandi umhverfi sem jafnframt veitir þeim öryggi, aukið sjálfstraust og sterkari sjálfsmynd á sviði listgreinarinnar. List leikarans felst í því að gera hið ósýnilega sýnilegt, - að holdgera hugsanir og tilfinningar og gefa þeim sýnilegt form, - meitla þær í tíma og rými. Að blása lífi í orð af blaði og gefa þeim hljóm. Að miðla skáldskap sem á einn eða annan hátt sýnir okkur líf og hlutskipti mannsins á jörðinni. Viðfangsefni leikarans eru mannleg tilvera í öllu sínu veldi: innra og ytra líf manneskjunnar, samskipti við aðra menn og samfélag. Leikarinn leiðir okkur inn í hugsanir og tilfinningar manneskjunnar og birtir okkur hegðun hennar. Það er sérhæfð list leikarans sem skapar töfrana sem hrífa okkur, hvort heldur er á leiksviði eða í kvikmyndum. Til þess að leikarinn geti tekist á við þessi flóknu viðfangsefni þarfnast hann þjálfunar, þar sem hæfileikar hans og persónuleiki eru í aðalhlutverki en líkami og rödd aðalverkfærin. Til að tryggja að nemendur fái sem besta þjálfun sækir skólinn kennara úr röðum sérfræðinga á hverju sviði fyrir sig sem allir eru virkir í samfélagi listanna. Þeir koma úr röðum leikara, leikstjóra, söngvara, dansara, handritshöfunda og kvikmyndagerðarmanna. Saman vinna þeir að því að undirbúa nemendur til þátttöku í listgreininni að námi loknu eða fyrir framhaldsnám á einhverju sviði listgreinarinnar. Leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands er því ákjósanlegur valkostur fyrir ungt og hæfileikaríkt fólk sem hefur áhuga á skapandi og krefjandi námi á sviði leiklistar og kvikmyndagerðar. Leiklistardeildin er krefjandi tveggja ára nám og markmiðið er að nemendur fái að blómstra og dafna í skapandi og öruggu umhverfi. Rúnar Guðbrandsson Deildarforseti Leiklistardeildar

24


ÚTSKRIFT VORÖNN 2017

LE I K L I S T


Útskriftarverk - LEIKLIST

FANGAFRÍ Matthías Bragi Sigurðsson

Stefán gerist strokufangi staðráðinn í að endurheimta líf sitt utan fangelsisveggjanna.

Trausti Örn Þórðarson

FJARLÆGÐIN GERIR FJÖLLIN BLÁ Sölvi Andrason Birgir Egilsson

Sigurjón er ungur faðir sem fer með dóttur sinni Telmu í útilegu í von um að bjarga sambandinu á milli þeirra. Þegar Sigurjón lendir í óvæntu óhappi í óbyggðunum neyðist Telma til að takast á við íslenska náttúru upp á sitt einsdæmi.

26


HUGHRIF Bjartmar Einarsson

HVAR VORUM VIÐ? Guðjón Daníel Jónsson

NÓI Guðmundur Snorri Sigurðarson

Líf einhverfs manns gjörbreytist þegar hann mætir draumastúlkunni.

Ungur maður kynnist stúlku á bar og þau enda á því að fara heim saman. En ekki er allt sem sýnist. Hún kemst að óvæntum leyndarmálum hans sem gætu komið henni í klípu. „Ekki treysta hverjum sem er. Það hafa allir eitthvað að fela.”

Þrátt fyrir að Nói hafi verið skírður í höfuðið á Nóa Síríus hefur hann aldrei smakkað Bláan Ópal. 13 árum eftir að framleiðsla var stöðvuð leitar hann, fullur þráhyggju, að fagurbláum pakka.

27


Mínútumyndir: 1. önn NICOLA FER Í VIÐTAL HJÁ N4 Dagný Harðardóttir

Blaðarmaður hjá N4 tekur viðtal við hina stórkostlegu Nicolu. Nicola er upprennandi fatahönnuður sem á sér bjarta framtíð í tískuheiminum. Nicola er uppfull af sjálfri sér, drykkfeld og fer 120% sínar leiðir. Henni finnst fátt eins frábært og tala um sjálfa sig.

GYM MOTIVATION Dagur Jóhannsson

Myndin mín fjallar um hvatningu, betrumbætingu og líkamsrækt.

BAD SURPRISE

Einar Örn Eiríksson Myndin fjallar um mann sem vill koma konunni sinni á óvart með því að ræna henni á vinnustaðnum hennar, en það virkar ekki mjög vel fyrir hann.

IMPACT

Grétar Jónsson Maður gengur og hugsar um hvað hann vill gera í lífinu.

TOLLUR

Gunnar Ágúst Stefánsson Morð eiga sér stað á drungalegum stað í náttúrunni á köldum vetrardegi.

28


Mínútumyndir: 1. önn MISSIR

Gunnþórunn Jónsdóttir Eldri maður kemur heim til sín eftir að hafa haldið jarðarför fyrir konuna sína. Þrátt fyrir háan aldur, er missir ávallt áfall.

THE JOURNEY

Hjálmar Þór Hjálmarsson The challenges of life.

CHATTIÐ

Ingibjörg Sara Sævarsdóttir Strákur sem er að tala við stelpu á netinu og þau hittast í fyrsta sinn.

MINNING

Kristinn Gauti Gunnarsson Saga af manni sem rifjar upp fortíðina.

EINVERA

Lára Kristín Óskarsdóttir Ung kona, Vera, situr ein við bar - umkringd pörum og vinum. Hvað á maður að gera þegar maður á engan að? Jú, nú auðvitað dansa fyrir tunglið.

29


Mínútumyndir: 1. önn LEIÐARLJÓS

Rafn Júlíus Jóhannsson Stúlka er í tilvistarkreppu og faðir hennar les fyrir hana ljóð. Hún fer út að labba til að velta fyrir sér lífinu og tilverunni.

EVERY DAY SANITY Rúnar Vilberg Hjaltason

Við fylgjumst með strák sem er með einhverja geðveiki (t.d. geðklofa) og við sjáum inn í hausinn hans.

TAMPON

Theodóra Gríma Þrastardóttir Þetta er um tvær stelpur sem hitta útlending eftir sund og þær halda að útlendingurinn sé að biðja þær um trampólín sem þær fatta síðan að var túrtappi.

THE DARK JOKER Nathalia Bardales

The main character is forced to take a final decision.

GÓÐA NÓTT

Þráinn Guðbrandsson Ungur maður kemur heim eftir langan vinnudag og eyðir kvöldinu einsamall þangað til að kærastan hans kemur heim. Eða svo heldur hann.

30


Auglýsingar: 1. önn

SAMFÓ FYRIR UNGA FÓLKIÐ

AUGLÝSING VR

AUGLÝSING VR

AUGLÝSING VR

Grétar Jónsson Nathalia Bardales

Gunnþórunn Jónsdóttir

Rafn Júlíus Jóhannsson

Þráinn Guðbrandsson

31


Tónlistarmyndbönd: 1. önn

DEEP DOWN LOW Grétar Jónsson

Gunnþórunn Jónsdóttir Nathalia Bardales

Rafn Júlíus Jóhannsson Þráinn Guðbrandsson

Tónlistarmyndbönd við lagið Deep Down Low eftir Valentino Khan.

32


Stuttmyndir: 1. önn SKILNAÐUR

Grétar Jónsson, Theodóra Gríma Þrastardóttir Hjálmar Þór Hjálmarsson, Dagur Jóhannsson Ung stúlka óttast að foreldrar hennar séu að skilja þegar þau virðast fjarlæg í samskiptum. Hún sér þau drekka langt fram á kvöld og finnur fyrir einkennilegu andrúmslofti. Hún reynir að ná til þeirra en ekki er allt sem sýnist.

SUMARIÐ ‘67

Gunnþórunn Jónsdóttir, Kristinn Gauti Gunnarsson, Lára Kristín Óskarsdóttir Lilja kemur auga á óvæntan fortíðardraug. Gamlar minningar um forboðna ást á sjöunda áratug síðustu aldar hellast yfir hana. Gætu örlögin verið að bjóða henni annað tækifæri eftir öll þessi ár?

DAGDRAUMUR

Nathalia Bardales, Ingibjörg Sara Sævarsdóttir, Dagný Harðardóttir, Gunnar Ágúst Stefánsson Myndin fjallar um ungan dagdreyminn pilt, sem rekst á stúlku í slökun eftir úti hlaup dagsins.

NÝ SÓL

Rafn Júlíus Jóhannsson, Rúnar Vilberg Hjaltason, Orri Sigurðsson, Einar Örn Eiríksson Maður verður vitni að dauða dóttur sinnar. Eftir þennan mikla harmleik hverfur maðurinn inn í djúpt þunglyndi. Hann á erfitt með að sinna daglegu lífi og eiga samskipti við fólk þar á meðal konuna sína.

PÓLSKI PÓSTMAÐURINN

Þráinn Guðbrandsson, Kári Timsson, Kristmundur Ari Gíslason Oleg er ungur pólskur maður sem vinnur hjá Póstinum og upplifir mikla fordóma í daglegu lífi. Eitt atvik í vinnunni breytir öllu og setur strik í reikninginn.

33


Kynningarmyndir: 2. önn TREKK Í TREKK Guðjón Ragnarsson

Svört kómedía um ástarsorg og streitu.

BEAUTY BY LÍSA

Guðmundur Vignir Magnússon Lísa hefur það skítt, en þú?

SVARIÐ

Guðsteinn Fannar Ellertsson Ungur bókstafstrúarmaður er á krossgötum á milli lífs og dauða þegar hann byrjar að efast um tilvist Guðs.

HREINSUN

Gunnar Örn Birgisson Ung vændiskona tekur sig til fyrir kúnna. Þetta er síðasta skiptið hennar. Hvað gæti farið úrskeiðis?

GROW

Halldóra Guðjónsdóttir Endalaus ást sem vex.

A CRIMSON FAIT

Heiða Ósk Gunnarsdóttir Eftir að hafa misst konu sína og barn á hrottalegan hátt af völdum vampíru, hefur bóndinn eytt öllum sínum tíma í að elta vampíruna uppi í hefndarskyni. Þegar hann loks finnur hana hefst bardagi milli þeirra beggja og aðeins einn mun standa eftir lifandi.

34


Kynningarmyndir: 2. önn ANNA

Ingveldur Þorsteinsdóttir Mæðgur fara í göngutúr í Heiðmörk sem endar ekki vel.

Í ANDA LANDANS Jón Atli Magnússon

Þjóðargersemin Skúli Njálsson, ferðast á milli fjarða landsins og tekur púlsinn á lífi og viðburðum. Í þessum þætti skyggnist hann inn í líf Lárusar Bollasonar, betur þekktur sem Lalli Lottó og fær skýringar á óhefðbundnum lífsvenjum hans.

EVEN BRUTUS Juan Albarran

An actress who has forgotten her own name visits a mystical lighthouse to find her own identity. A masked man seems to be in charge of this small world of illusions, and to reach him the actress must confront her past roles.

Katla Sólnes Stúlka leggur tarot spil sem vekur upp tilfinningar um kvíða.

LEIÐINN

Kristbjörg Sigtryggsdóttir Tilfiningaleg togstreita, túlkuð með samspili ljóss og vatns

TAKK AMMAKK

Kristján Eldjárn Sveinsson Siggi fer í heimsókn til ömmu sinnar til þess að segja henni að hann sé samkynhneigður. Hann var búið að kvíða fyrir viðbrögðum hennar en það var algjör óþarfi.

35


Kynningarmyndir: 2. önn ENGIN VITNI

Logi Sigursveinsson Gunnar er gamall launmorðingi. Hann fær upplýsingar um næsta fórnarlamb frá Pétri, ungum samstarfsfélaga sínum. Eina vandamálið er að fundarstaðurinn sem Pétur valdi er í lítilli matvöruverslun þar sem hver sem er gæti verið að hlusta.

CHILLA MEÐ SATAN Magnús Þór Gylfason

2 leiklistarnemar mæta of seint á æfingu. Djöfullinn skiptir sér af því.

IN THE MIDDLE OF THIS LITTLE ROAD Mahesh Raghavan

A middle aged man who has recently lost his wife goes through various emotions on his birthday when his son visits him unexpectedly.

VON

Nína Björk Gunnarsdóttir Fyrrum fangi og dóttir fyrrum fanga sega sína reynslu á fangelsismálakerfinu.

VÖGGUVÍSUR Ragnar Bollason

Myndin er tilraun til að gera sálfræðihrylli og búa til stemminguna sem því fylgir. Alfa er týnd í heimi martraðar, hún veit ekki hvernig hún komst þangað eða hvar hún er. Hún virðist vera alveg ein í þessum heimi eða hvað?

LJÓSBLÁR

Rannveig Elsa Magnúsdóttir Innri barátta við sviðsskrekk.

36


Kynningarmyndir: 2. önn EINTÓM

Sigríður Bára Steinþórsdóttir Margir sækjast eftir því að finna sína innri ró og ná jafnvægi í sínu lífi. En hvað gerist þegar þú lokar augunum og lítur inn á við, en finnur að þar er alls engin ró?

ERTU Á FERÐINNI? Sindri Sigurðarson

Misskildir menn á ferðinni

EMOTI

Snorri Sigurðarson Hertervig Maðurinn berst við náttúruna, Náttúran berst við engan.

MINNINGAR

Stefán Freyr Margrétarson Maður í ástarsorg reynir að ylja sér við gamlar minningar á ljósmynd en eftir stutta endurupplifun af deginum sem myndin var tekin færist yfir hann meiri sorg og tekur hann stóra lífsákvörðun.

SLEYPIEFNI

Sveinn Lárus Hjartarson Hvernig orð geta haft misjafna þýðingu á vissum stöðum.

MÓÐIR MÍN Í KVÍ KVÍ

Þórhildur Kristín Lárentsínusdóttir Vinnukona á bæ verður þunguð og neyðist til þess að bera barnið út!

37


Kynningarmyndir: 2. önn SKULD

Ágúst Ari Þórisson Grunlaus göngumaður leiðist inn í fornan skóg þar sem hann kemst að því að hann er ekki einn.

UNDIR STÝRINU

Ágúst Þór Hafsteinsson Ungur drengur rænir bíl af manni til að borga upp skuld. En þegar hann heyrir skvaldur úr skotti bílsins áttar hann sig á því að hann rændi bíl frá röngum manni.

ÁST

Alda Rós Hafsteinsdóttir Verk sem fjallar um móðurást.

SYNDIR FEÐRANNA Arnar Hauksson

Þetta fjallar um prest sem leitar til guðs eftir áfall og byrjar að efast um trú sína.

ÍS TAKK

Arnór Daði Gunnarsson Lítil fjölskylda fer út að borða en lendir í rifildi við óhæfan þjón.

INGA

Arnór Einarsson Fjölskylda fær slæmar fréttir.

38


Kynningarmyndir: 2. önn EFTIRFYLGNI

Ásdís Þórðardóttir Huglítil kennslukona flýr inn á kvennaklósett á milli kennslutíma. Það er eitthvað sem hefur komið henni í gífurlegt uppnám, en hvað?

LIFÐU

Baldur Hrafn Halldórsson Hinar óskráðu reglur samfélagsins geta hamlað mörgum. Ef ekki er farið eftir þeim, verður maður þá að engu? Af hverju ekki að láta drauma sína rætast?

LONELY

Bjarni Friðrik Garðarsson Þetta er innsýn inn í eitt af þeim vandamálum sem samfélagið glímir við þessa stundina. Einsemd vegna þess að við þurfum varla að fara útúr húsi vegna þess að við getum fengið allt sent heim að dyrum.

VOFUR EINS OG ÉG Bjarni Þór Gíslason

Glæpasagnahöfundur berst við ritstíflu og finnur innblástur í hinu raunverulega.

BUNNY BOY Daníel Laxdal

Maður sem vinnur í húsdýragarðinum er bitinn af kaninu og hann byrjar að breytast.

RÚTÍNA

Egill Gestsson Lýst er ljósi á rútínu eins manns og reynt er að sýna hversu einfalt við mannfólkið getum orðið. Ef við gleymum okkur í hversdagslífinu.

39


Kynningarmyndir: 2. önn / Myndir án orða 2. önn -

SKAPANDI TÆKNI

MAÐUR HEYRIR ÞAÐ SEM MAÐUR VILL HEYRA Elfar Þór Guðbjartsson

Sigga er að reyna að fá sér að borða en virðist ekki alveg vera með á nótunum

A CAMPER IN DESPAIR Egill Gestsson

Einfaldur útivistakappi fer í sína mánaðarlegu fjallgöngu. Lendir hann svo í vandræðum þegar slæmt veður skellur á. Þarf hann svo að finna lausn á vandanum til að komast aftur heim.

ÚRHELLI

Heiða Ósk Gunnarsdóttir Kona hjálpar manni sínum að undirbúa sig fyrir vinnuna. Þegar hann er lagður af stað sér hún að maðurinn sinn hefur gleymt nestinu sínu. Hún hleypur á eftir honum og þegar hún er alveg að ná honum verður hún vitni að slysi sem maðurinn hennar lendir í.

AUÐN

Ingveldur Þorsteinsdóttir Maður í ástarsorg reynir að fá fyrrverandi aftur.

NÆTURBRÖLT

Jón Atli Magnússon Þegar vinnudagur flestra er að kvöldi kominn stendur einn maður vörð gegn ásókn skuggaklæddra stigamanna í hnossgætið sem leynist bak við læstar dyr.

DÉJEUNER DU MATIN Óttar Ingi Þorbergsson

Túlkun á ljóði eftir Jacques Prévert. Dularfullur maður lætur fara vel um sig í óþekktri íbúð. Hver er hann og hvað er hann að bralla?

40


Myndir án orða: 2. önn -

SKAPANDI TÆKNI

BREAKFAST

Arnór Einarsson Morgunmatur breytist í martröð.

HEIMS ENDIR

Ágúst Ari Þórisson Hjón fást við endalok heimsins og hvernig þau vilja eyða hinstu stundum sínum.

MORGUNN

Ásdís Þórðardóttir Maður býr sér til kaffi snemma um morguninn og hlustar á útvarpið. Allt virðist eðlilegt í fyrstu en brátt kemur í ljós að hann er ekki einn.

CONFIDENCE

Baldur Hrafn Halldórsson Símon ákveður að stíga út fyrir þægindahringinn og bjóða skotinu sínu út. Hann ákveður að senda skilaboð á hana í gegnum facebook. Biðin eftir svari reynist honum erfið og í kjölfarið upplifir hann hinar ýmsu hliðar sjálfstrausts.

EFTIRTEKT

Bjarni Þór Gíslason Ung kona í líkamsrækt reynir að vekja eftirtekt starfsmanns stöðvarinnar með misjöfnum árangri.

JUST A NORMAL DAY Daníel Laxdal

Maður heldur áfram að lifa eðlilegu lífi þó að það sé ekki allt sem sýnist.

41


Heimildarmyndir: 2. önn -

HANDRIT / LEIKSTJÓRN

BIRGISSON

Gunnar Örn Birgisson Það eru ekki allir sem geta státað af því að eiga eitt barn en tvo barnsfeður. Uppeldi, sambönd og rangfeðrun í lífi tveggja einstaklinga.

A PORTRAIT OF REYKJAVÍK Juan Albarran

A short narration about my experience in Reykjavik. Accompanied by loosely connected images of the neighborhood where I live and the city center.

DAGUR Í LÍFI GREIPS Logi Sigursveinsson

Greipur Hjaltason er mögulega einn frumlegasti grínisti á Íslandi í dag. Á daginn vinnur hann á frístundaheimili fyrir grunnskólabörn en á kvöldin flytur hann uppstand troðfullt af orðagríni og vitleysu. Þetta er dagur í lífi hans.

SIGGI’S GALLERY Mahesh Raghavan

Siggi, a retired sailor and fisherman is now a student in the art school in Reykjavik. That he does apart from his busy retired life of carving wood dolls in his garage in the afternoons.

Í HLÖÐUNNI HEIMA Ragnar Bollason

Heimildarmynd um áhugaleikara og áhugaleikhús. Fylgt er áhugaleikaranum Daða Frey frá því hann leggur af stað upp í leikhúsið þar til sýningu er lokið. Einnig skoðað hvað gerist baksviðs.

42


Heimildarmyndir: 2. önn -

HANDRIT / LEIKSTJÓRN

NOKKUR VEL VALIN ORÐ Bjarni Friðrik Garðarsson

Ég minnist afa míns á ferðalagi aftur í mína heimahaga. Það er mikið sem var hægt að segja um manninn en allir sem kynntust honum hugsuðu hlýtt til hans. Hann elskaði fjölskylduna sína og vini, en gerði það þó í hljóði. Við heiðrum minningu hans með því að tala um okkar fyrstu minningar og kynni af honum.

BONJOUR MAMMON Elfar Þór Guðbjartsson

Dóp, djamm og engir peningar einkenna daga Didda er hann gengur um göturnar og reynir að sjá fyrir sér, því það er ekki auðvelt að vera eini heimilislausi maðurinn í Keflavík.

RAISE THE BAR Guðjón Ragnarsson

Heimildarmynd um jafnréttisbarráttu kvenna.

MOKKA – EKKI BARA KAFFI Guðmundur Vignir Magnússon

Miðbær Reykjavíkur er iðandi og tekur örum breytingum. En einn staður hefur haldist óbreyttur í næstum 60 ár.

43


Heimildarmyndir: 3. önn -

SKAPANDI TÆKNI

ANTON

Ari Ebenezer Guðmundsson Heimildarmynd um Anton sem er ljósmyndari á Íslandi.

AKXTREME

Arnar Már Jónmundsson Farið yfir allt það helsta sem fram kemur á AKXTREME hátíðinni.

FREDDI

Ágúst Stefánsson Á árum áður voru það spilakassar sem réðu í heimi tölvuleikjanna. Spilakassinn hvarf og við tóku leikjatölvur en þökk sé blóðheitum aðdáendum þessa skemmtilega tíma lifir hann nú góðu lífi á Fredda í hjarta Reykjavíkur.

HAM Á ALDREI FÓR ÉG SUÐUR Elís Kjaran Friðfinnsson

Stutt heimildarmynd um Ham á Aldrei fór ég suður sem fór fram á Ísafirði núna síðastliðnu páska.

DRIFT Á ÍSLANDI Róbert Magnússon

Drift er nýlegt jaðarsport á íslandi á mikillri uppleið, frá hringtorgaspóli niður á Granda að Íslandsmeistaramóti.

44


Heimildarmyndir: 4. önn -

LEIKSTJÓRN / FRAMLEIÐSLA

STJÖRNUSTELPUR

Bergþóra Holton Tómasdóttir Í Garðabæ er hópur 9 og 10 ára stelpna sem leggja hart að sér á hverjum degi til að verða betri í körfubolta. Þær byrjuðu að æfa fyrir tveimur árum og eru nú þegar orðnir grjótharðir töffarar. Hvar verða stelpurnar eftir 5 ár?

HRYLLINGSMYNDIR - ÞÚ ÁTT AÐ VERA HRÆDDUR EN ALVEG ÖRUGGUR Birgir Hrafn Birgisson

Heimildarmynd sem er almennt um hryllingsmyndir, hvað gera þær fyrir okkur og af hverju horfum við á þær og hryllingsmyndaáfanga sem er kenndur í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar.

ELSKU STELPUR

Guðný Rós Þórhallsdóttir Elsku Stelpur var siguratriði Hagaskóla í Skrekk 2015. Atriðið vakti gífurlega athygli á Íslandi. Stelpurnar ræða um femínisma og áhrif atriðisins á þjóðina og þær sjálfar.

ÉG FER BRÁÐUM AÐ KOMA Örvar Hafþórsson

Straumland um Straumland. Dóttir segir frá móður sinni í máli og myndum.

45


Stuttmyndir: 3. önn -

HANDRIT / LEIKSTJÓRN

ÞAÐ SEM HJARTAÐ VILL Aðalgeir Gestur Vignisson

Ástarsorgarbaninn Dröfn hjálpar Alla að komast yfir fyrrverandi með því að endurgera móment úr sambandi hans. Línurnar ruglast fljót og Alli verður hrifinn af Dröfn. Í endann biður hann Dröfn svo um að lækna sig af ástarsorg sinni af henni og þau fara og endurgera móment sína á milli.

WUNDERBAR Inga Óskarsdóttir

Þegar Anna flýr úr brúðkaupinu sínu leiðist hún óvænt inn á óvenjulegan bar þar sem hún kynnist nýrri hlið á sjálfri sér.

BENNI

Kristján Gauti Emilsson Ásta býður vinum sínum í partý til að fagna útskrift úr framhaldsskóla. Benni reynir að njóta hvers einasta augnabliks, þar sem þetta gæti verið hans síðasta stund með vinum sínum. Óvænt nærvera manneskju sem Benni þekkir vel, gerir honum kleift að endurlifa forna tíma.

SÁRSAUKI

Ólafur Freyr Ólafsson Morðingi losar sig við lík en ekki er allt sem sýnist.

46


Endurgerðir á senum: 3. önn THE SHINING

Ari Ebenezer Guðmundsson, Inga Óskarsdóttir, Kristján Gauti Emilsson, Róbert Magnússon, Ingunn Mía Blöndal, Óskar Þór Hauksson Endurgerð sena úr frægu myndinni The Shining. Þar sem Jack kemur að Wendy eftir að hún sér hvað hann hefur skrifað á ritvélina.

STEPFATHER

Ágúst Stefánsson, Aðalgeir Gestur Vignisson, Ísak Þór Ragnarsson, Erla Ösp Hafþórsdóttir, Guðgeir Óskar Ómarsson Lögreglumaður kemur heim til eiginkonu sinnar en ekki er allt sem sýnist

CAST AWAY

Arnar Már Jónmundsson, Elís Kjaran Friðfinnsson, Ólafur Freyr Ólafsson, Unndór Kristinn Garðarsson, Sjafnar Björgvinsson Skipbrotsmaður finnur félagsskap úr ólíkri átt.

47


Leiksýning: 2 Ünn

48


Hvað gerist þegar 10 mjög ólíkar persónur eru lokaðar inni á hóteli úti á landi, í

sóttkví, eftir að eiturgufa byrjar að leka úr

verksmiðju í nágrenninu? Það sem þið sjáið

á sviðinu í kvöld er það eina mögulega sem gæti gerst í slíkum aðstæðum. Sérstakar þakkir:

Leikfélag Kópavogs

Lárentsínus Kristjánsson Hörður Sigurðarson Karl Ágúst Úlfsson

Um sköpunarferlið:

Persónur og leikendur: (í þeirri röð sem þeir birtast)

nemendum á 3.önn handritshöfunda og tíu nemendum

Lilja, heimilishjálp Júlíusar: Sigríður Bára Steinþórsdóttir

á 2.önn í leiklist í Kvikmyndaskóla Íslands á vikulöngu

Mekkín, viðskiptafræðinemi:

spuna- og leikritunarnámskeiði. Full innblæstri eftir þá

Rannveig Elsa Magnúsdóttir

stuttu viku skrifuðu handritshöfundar svo klukkustundar

Ásgeir, afgreiðslumaður:

Arnar Hauksson

leikrit, hver sinn hluta, á örfáum dögum. Fjölmörgum vikum

Bríet, listakona:

Vala Elfudóttir Steinsen

síðar hitti leikhópurinn svo leikstjórann Ágústu Skúladóttur

Guðmann, maður Bríetar: Sveinn Lárus Hjartarson

sem af sinni alkunnu snilld sauð saman töfraveröld ásamt

Björn, hótelstjóri:

leikhópnum á 10 dögum. Við endurtökum, 10 dögum.

Sólrún, kokkur:

Í janúar 2017 leiðbeindi Árni Kristjánsson fjórum

Leikstjórn: Höfundar:

Júlíus, einstæðingur:

Guðsteinn Fannar Ellertsson

Þórhildur Kristín Lárentsínusardóttir Ágústa Skúladóttir

Inga Óskarsdóttir

Kristján Gauti Emilsson

Ísak Þór Ragnarsson

Ólafur Freyr Guðmundsson

Ljósahönnun:

Skúli Rúnar Hilmarsson

Förðun:

Vala Elfudóttir Steinsen

Karen, móttökustjóri:

Kristbjörg Sigtryggsdóttir

Flosi, sonur Karenar:

ez

Tónlistarflutningur:

Leiðbeinandi höfunda: Árni Kristjánsson

Kristján Eldjárn Sveinsson

Hljómborðsleikur:

ez

Gítarleikur:

Guðsteinn Fannar Ellertsson

Hvað er dass? Lag og texti: Þórhildur Kristín

Leikhópurinn

Lárentsínusardóttir Önnur tónlist í sýningunni er flutt af leikhópnum og Duran Duran.

Búningar, leikmynd &

leikmunir: Leikhópurinn Veggspjald:

Guðsteinn Fannar Ellertsson

Leikskrá:

Sigríður Bára Steinþórsdóttir

49


Leikinn sjónvarpsþáttur -

FJÓRTÁNDINN, PILOT

FJÓRTÁNDINN Þrjú ólík pör á Valentínusar stefnumóti glíma við það að finna ástina þrátt fyrir að vera með rangri manneskju en komast að því að ástin er handan við hornið (á næsta borði).

Handrit:

Elfar Þór Guðbjartsson

Leikmynd / Hljóð:

Leiðbeinandi Leikmynd:

Arnór Einarsson Ágúst Ari Þórisson Ásdís Þórðardóttir Baldur Hrafn Halldórsson Bjarni Þór Gíslason Daniel Laxdal Egill Gestsson Heiða Ósk Gunnarsdóttir Ingveldur Þorsteinsdóttir Jón Atli Magnússon Magnús Þór Gylfason Óttar Ingi Þorbergsson

Leiðbeinandi Kvikmyndataka:

Kvikmyndataka / Ljós / Klipping / Litgreining:

Leiðbeinandi Framleiðsla: Katrín Ingvadóttir

Leiðbeinandi Leikstjórn: Robert Ingi Douglas

Leiðbeinandi Hljóð: Kjartan Kjartansson Linda Stefánsdóttir

Jonathan Neil Devaney

Leiðbeinandi Klipping: Jakob Halldórsson

Leiðbeinandi Litgreining: Eggert Baldvinsson

Framleiðsla / Leikstjórn:

Alda Valentína Rós Arnór Daði Gunnarsson Ágúst Þór Hafsteinsson Halldóra Guðjónsdóttir Stefán Freyr Margrétarson Sindri Sigurðarson Katla Sólnes Nína Björk Gunnarsdóttir

Framleiðsluaðstoð:

Grétar Jónsson Gunnþórunn Jónsdóttir Nathalia Bardales Rafn Júlíus Jóhannsson Þráinn Guðbrandsson

Ari Ebenezer Guðmundsson Arnar Már Jónmundsson Ágúst Stefánsson Elís Kjaran Friðfinnsson Róbert Magnússon

Leikarar:

Bylgja Babýlons: Bitur þjónn Konni Gotta: Alvarlegur þjónn Erla Ösp Hafþórsdóttir: Perla Guðgeir Óskar Ómarsson: Ellert Ingunn Mía Blöndal: Ásta Óskar Þór Hauksson: Nonni Sjafnar Björgvinsson: Eyþór Ingibjörg Reynisdóttir: Unnur

Aukaleikarar:

Kristín Harðardóttir Ragnhildur Gunnarsdóttir Ágúst Atli Daníel Laxdal Arnór Einarsson Karim Birimumaso Rafn Júlíus Jóhannsson Þórdís Hulda Árnadóttir

50

Sminka:

Alexander S. Sigfússon

Tónlist:

The Jesus & The Mary Chain 李玉剛【民國舊夢】

Tæki og búnaður KVÍ: Sigurður Kr. Jensson Stefán Loftsson

Tækjaleiga:

KUKL Media Rental

Sérstakar Þakkir:

Restaurant Reykjavík Jói Fel Hagkaup Mandí ABC Hertex Garðastræti Arin Daði Jónsson Kjöt Kompani Innes Hallbjörg Gísladóttir Auður Gísladóttir, naglafræðingur Rakarastofan herramenn Culina veitingar Hannesarholt


Handrit í fullri lengd : 4. önn -

HANDRIT/LEIKSTJÓRN

HYLKIÐ

LILJA

SKAMMDEGI

Óléttur eðlisfræðingur vaknar minnislaus sem fangi í tímavél. Með aðeins átta tilraunir til að bjarga framtíð sinni verður hún að kljást við voveiflega atburði fortíðarinnar.

Þegar ímyndunarveik stúlka veldur óvart dauða leiðtoga sértrúarsafnaðar, hefst tafl við djöfulinn er hún tekur við hlutverki hennar í fjölskyldu og trúarlífi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

SILENCE

ROKKFJÖRÐUR

Fullkomið fjölskyldulíf ungrar móður hrynur þegar unnusti hennar og barn hverfa sporlaust. En þegar kemur í ljós að unnustinn á aðra fjölskyldu, þarf hún að grípa til örþrifaráða til að endurheimta barn sitt.

Vilhjálmur Ólafsson

Gretta-Garoliina Sammalniemi A teenage boy in a new town has to learn how stand up for himself and follow his dreams in the wake of tragic loss.

RÓBERT DAUÐLAUSI Daði Einarsson

Farsakennd kómedía um ódauðlegan letingja sem neyðist til að koma úr þúsunda ára dvala þegar danskt illmenni reynir að stela ódauðleika hans til þess að taka yfir heiminn. Mun hann geta stöðvað hann eða mun hann einfaldlega ekki nenna því?

Nína Petersen

Ásdís Sif Þórarinsdóttir

Emil Alfreð Emilsson

ÓFLEYGUR ARNAR

Þrír þrettán ára rokkhundar leggja land undir undir fót í leyfisleysi til að sjá stærstu rokkhljómsveit heims stíga á stokk. Upphefst ævintýraleg för sem mun reyna meira á vináttu þeirra en þá hafði grunað.

Klækjóttur kvennabósi þarf að endurskoða kærulausan lífsstíl sinn þegar þrjóskur drengur á vandræðalega skeiðinu leitar hjálpar hans til að vinna hjarta bekkjasystur sinnar.

VELGJÖRÐ

Sölvi Andrason Til að heilla aðskilda dóttur sína fremur samviskulaus tryggingarbraskari eigingjarnt góðverk sem misheppnast og kostar hann aleiguna. Til að endurheimta fullkomið líf sitt dregur hann dóttur sína með í svaðilför sem mun reyna á torvelt samband þeirra.

51

Matthías Bragi sigurðsson


Ávarp Kínema

KÍNEMA er nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands. Félagið hugsar um hagsmuni nemenda og heldur ýmiskonar viðburði á hverri önn til að styrkja félagslíf og tengsl á milli anna. Við störtuðum vorönn með bjórkvöldi á Bar Ananas til að bjóða nýnema velkomna, en bjórkvöldin urðu nokkur. FIFA mót KÍNEMA var haldið í fyrsta skipti við mikinn fögnuð fótboltatölvuleikjaáhugamanna. Liðið “Kærleiksbirnirnir” komu, spiluðu og sigruðu birgðir af orkudrykkjum og núðlum: helstu nauðsynjar kvikmyndanámsmannsins. Óskarsvaka var haldin í Draumalandinu þar sem nemendur komu og vöktu langt fram eftir nóttu til að horfa á Óskarsverðlaunaafhendinguna. Sumir nemendur eru enn að jafna sig eftir miðaruglið fræga þegar röng mynd var tilkynnt sem besta myndin. Sniði Mánudagsmynda var breytt er Kvikmyndaklúbburinn Albert (Elfar og Logi) tók við um miðja önn. Allir áttu möguleika á að velja mynd til að nemendur gætu kynnst betur í gegnum uppáhalds myndirnar sínar. Aðsóknin ókst verulega og munu þeir halda áfram með svipuðu sniði næstu annir. Baltasar Kormákur og Baldvin Z kíktu hressir í heimsókn með myndir eftir sig og svöruðu spurningum nemenda. Á Bolludag gæddu nemendur sér á bollum í matsal skólans og á Öskudag gátu nemendur mætt í búning og sungið fyrir kaffi og nammi. Verðlaun voru veitt fyrir besta búninginn og var það Vala Elfudóttir sem hreppti þau verðlaun en hún mætti sem gómsætur hamborgari. Árshátíð KÍNEMA var haldin hátíðleg í Ægisgarði í ár og var einstaklega vel heppnuð. Þemað var masquerade og nemendur mættu í sínu fínasta pússi og dönsuðu fram á rauða nótt. Trausti og Birgir af fjórðu önn leiklist stýrðu skemmtanalestinni af mikilli prýði og fengu fyrrverandi nemenduna Lollý, Sigurð Trausta og Andra Frey einnig til að stíga á stokk með uppistand. Í lok annar styrkti Arna nemendur með jógúrt og skyri í eftirvinnslunni til að enginn sæti svangur að klippa. Einnig sá Optima Nutrition fyrir því við skyldum ekki sofna yfir klippinu en þau gáfu okkur birgðir af Amino Energy. Seinasta bjórkvöld annarinnar var svo haldið föstudaginn 12. maí á Hressó. Þar fögnuðum við skilum og kvöddum önnina með pub-quizzi og bjór. KÍNEMA óskar öllum útskriftarnemum til hamingju með útskrift og góðs gengis í framtíðinni. Lengi lifi kvikmyndagerð Húrra! Húrra! Húrra! Með sumarkveðju KÍNEMA

52


FYLGDU KVIKMYNDASKÓLA ÍSLANDS

Á VEFSÍÐUM OG SAMFÉLAGSMIÐLUM

WWW.KVIKMYNDASKOLI.IS / WWW.ICELANDICFILMSCHOOL.IS Kvikmyndaskóli Íslands rekur öfluga vefsíðu með fréttum af öllu því helsta sem fer fram í skólanum en á heimasíðunni geturðu einnig kynnt þér kvikmynda- og leiklistarnámið frá A til Ö. Við erum ávallt að skoða eigin síðu með tilliti til þess að bæta og gera betur. Kíktu á okkur á www.kvikmyndaskoli.is (eða www.icelandicfilmschool.is ef þú vilt kynna þér námið á ensku). KVIKMYNDASKÓLI ÍSLANDS / ICELANDIC FILM SCHOOL Við uppfærum nemendur, starfsfólk og áhugasama um allt það sem er að gerast í kvikmyndaheiminum hérlendis sem og erlendis. Að auki færum við reglulega fréttir af því sem fer fram innan skólans, hvort sem um almennt skólalíf er að ræða eða kvikmyndagerð. Við stærum okkur af útskrifuðum nemendum sem eru sífellt að koma okkur á óvart með glæsilegum verkefnum sem þeir standa að baki eða eru þátttakendur að. Kíktu á okkur á facebook.com/kvikmyndaskoli eða facebook.com/icelandicfilmschool.

@IFS_NEWS Á fréttaveitunni IFS news birtast á hverjum degi fréttir af kvikmyndagerð úr öllum heimsálfum. Markmiðið er að vera með fingurinn á púlsinum á mörgu af því helsta sem er að gerast í kvikmyndaiðnaðinum um allan heim og gefa nemendum, starfsfólki, vinum og velunnurum skólans tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Að auki söfnum við upplýsingum um alþjóðlega strauma og stefnur til að nýta við þróun skólastarfsins. Fylgdu okkur á twitter: @ifs_news. ICELANDIC_FILM_SCHOOL Á instagram má finna úrvals myndefni af skólalífinu og kvikmyndagerð nemenda. Við hvetjum alla áhugasama til þess að fylgja skólanum á instagram til þess að fá nasasjón af öllu því helsta sem þar fer fram. Kíktu á icelandic_film_school. CASTING.IS Vefurinn casting.is var útbúinn fyrst og síðast til þess að þjóna greininni - vinna að því stóra markmiði að gera kvikmyndagreinina sem öflugasta í íslensku og erlendu samhengi. Kíktu á næstu stjörnur hvíta tjaldsins á www.casting.is.

53



TIL HAMINGJU

ÚTSKRIFTARNEMAR