Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlands, kostnaðar- og ábatagreining

Page 72

Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlands, kostnaðar- og ábatagreining

6.3.1 Útflutningslíkan: Samningsverði í mismunasamningi (e. Contract for differences) Þess er vænst að samningsverð (e. Strike price) mismunasamnings dugi fyrir öllum kostnaði við Icelink-verkefnið í víðari skilgreiningu sinni:   

Fjárfestinga- og rekstrarkostnaður sæstrengsins sjálfs; Styrking flutningskerfisins á Íslandi; og Fjárfestinga- og rekstrarkostnaður nýrrar orkuvinnslu á Íslandi.

Mynd 31 sýnir nauðsynlegt samningsverð til að Icelink-verkefnið í heild skili 7,9% innri ávöxtun (að raungildi, fyrir skatta). Ef lægri ávöxtunarkrafa er notuð verður samningsverðið lægra og ef hærri ávöxtunar er krafist þarf samningsverðið að vera hærra. Mismunandi hlutar verkefnisins geta haft mismunandi arðsemiskröfu, þ.e. sæstrengurinn sjálfur og flutningur á landi gæti haft aðra arðsemiskröfu en orkuvinnslan. Til að reikna út samningsverðið í þessari skýrslu er ein ávöxtunarkrafa upp á 7,9% notuð fyrir allt verkefnið. Mynd 31 - Nauðsynlegt samningsverð fyrir Icelink-verkefnið

Heimild: Pöyry, breska ríkið

Samningsverðið sem þarf til að skila 7,9% ávöxtun er €119/MWst í miðsviðsmyndinni á grundvelli 15 ára mismunasamnings. Þetta verð er á milli viðmiðunarverðs fyrir samningsverð á vindorku á landi og vindorkuvera á sjó29. Samningsverðið væri €106/MWst m.v. 35 ára mismunasamning, sem er lægra 29

Heimild: http://tinyurl.com/pulon33 (Neart na Gaoithe, Clocaenog-skógar-vindbúið)

71


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.