Ísland - Tékkland 2015 UEFA

Page 1

Ísland - Tékkland

12. júní - Kl. 18:45

Ísland U21 - Makedónía U21 11. júní - Kl. 19:15


Velkomin í nýjan netbanka Nýr netbanki Landsbankans hefur verið endurhannaður frá grunni og byggir á ítarlegum notkunarmælingum og þeim aðgerðum sem viðskiptavinir nota mest. Kynntu þér nýjan netbanka á landsbankinn.is/netbanki.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Miðar á úrslitakeppni EM 2016 Úrslitakeppni EM A landsliða karla fer fram í Frakklandi sumarið 2016. Fyrsti áfangi almennrar miðasölu á keppnina hefst 10. júní næstkomandi og stendur til 10. júlí. Í þessum fyrsta áfanga verður 1 milljón aðgöngumiða til sölu.

Hægt verður að kaupa miða á staka leiki, miða á tvo leiki á sama leikvangi, eða miðaröð sem tryggir að kaupandinn geti fylgt sínu liði alla keppnina (3-7 miðar). Næsti áfangi verður svo í desember, þegar dregið hefur verið í riðla fyrir úrslitakeppnina, og þá fara 800 þúsund Aðgöngumiðar á leiki keppninnar eingöngu miðar í sölu til stuðningsmanna þeirra liða seldir í gegnum netsölu á vefsíðunni www. sem hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. euro2016.com og eingöngu verður hægt að kaupa miða með kreditkorti. Á meðan á keppninni sjálfri stendur verða jafnframt engir miðar seldir við leikvangana sjálfa, heldur eingöngu á vefnum. Komi til þess að kaupandi geti af einhverjum ástæðum ekki nýtt miðann sinn á hann þess kost að endurselja miðann í gegnum sérstakt endursöluvefsvæði, sem mun opna í mars/ apríl 2016. Sótt er um miða í gegnum vefinn og er hægt að sækja um að hámarki 4 miða í ýmsum verðflokkum á hvern leik. Í þeim tilfellum þar sem eftirspurn á tiltekinn leik er meiri en framboð verður efnt til happdrættis og standa þá allir umsækjendur jafnt, burtséð frá því hvaðan í heiminum umsóknin kemur og burtséð frá því hvenær á tímabilinu 10. júní til 10. júlí umsóknin var skráð.

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELAND LAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | KSI@KSI.IS | WWW.KSI.IS FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND



LARS LAGERBÄCK

MIKIL TILHLÖKKUN

Nú er einn mikilvægasti leikurinn sem karlalandsliðið í knattspyrnu hefur spilað framundan. Með sigri gegn Tékkum er íslenska liðið í afar góðri stöðu með að komast á stórmót í fyrsta sinn. Lars Lagerbäck kveðst spenntur fyrir verkefninu. „Ég segi alltaf þegar það styttist í leiki að þetta sé það skemmtilegasta við að vera þjálfari og þess vegna hlakka ég mikið til,” segir Lars Lagerbäck og ræðir svo um leikinn „Þetta verður afar erfiður leikur. Þeir hafa staðið sig vel í fyrstu fimm leikjunum í undankeppninni og eru í efsta sæti riðilsins. Þeir eru mjög skipulagðir og við þurfum að vera á tánum til þess að ná í stigin þrjú.” En hvað þarf að bæta frá fyrri leiknum gegn Tékklandi? „Við áttum að mörgu leyti góðan leik þegar við mættum Tékkum seinast. Við þurfum að gefa þeim minna pláss og vera áræðnir. Ef við gerum það eigum við mikið betri möguleika á sigri.”

Þá segist Lars ánægður með stöðuna á hópnum, ”Ég er mjög ánægður með hópinn. Það er mikið af leikmönnum sem hafa verið utan hóps sem eru að nálgast hópinn og það er jákvætt fyrir okkur að hafa úr mörgum leikmönnum að velja,” segir Lars og bætir því við að hann treysti leikmönnum til að halda sér í formi þar til landsliðið kemur saman. „Margir leikmenn hafa ekki spilað fótbolta í nokkrar vikur eftir að tímabilinu með félagsliðunum lauk en þeir lofuðu mér að þeir myndu halda sér í formi með að æfa sjálfir.“ Um hinn reynslumikla Eið Smára Guðjohnsen sagði Lars þetta. ”Hann átti góðan leik gegn Kasakstan og með hans gæði og reynsluna sem hann býr yfir getur hann reynst okkur mikilvægur innan sem utan vallar.”


Viltu starfa við úrslitakeppni EM 2016? Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna sjálfboðaliðastarfs við úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016, en keppnin fer fram í Frakklandi sumarið 2016. Alls munu um 6.500 sjálfboðaliðar starfa við mótið, sem fer fram í 10 borgum víðs vegar um Frakkland. Mótið er gríðarlega umfangsmikið og mun þáttur sjálfboðaliða vera stór í því að

sem best til takist og til að mótið verði sem glæsilegast. Skráning umsókna fer fram á vefsíðunni www.volunteers.euro2016. fr og er opið fyrir umsóknir til loka nóvembermánaðar. Sérstakur verndari sjálfboðaliðaverkefnisins er Christian Karembeu, fyrrverandi landsliðsmaður Frakka.


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Fylgstu með landsleiknum á Snapchat með N1 og KSÍ

N1 er bakhjarl KSÍ

Skannaðu Snapchat táknið til að gerast vinur „LANDSLEIKURINN” á Snapchat og fylgstu með undirbúningnum fyrir einn mikilvægasta landsleik Íslandssögunnar þegar Íslendingar mæta Tékkum á Laugardalsvelli.

Hluti af sterkri liðsheild


EIÐUR SMÁRI ÞAÐ LEGGJA ALLIR EITTHVAÐ TIL Það má segja að Eiður Smári Guðjohnsen sé fulltrúi tveggja kynslóða af landsliðsmönnum. Hann byrjaði að leika með landsliðinu fyrir 20 árum síðan og er nú að leika við hlið leikmanna sem eru talsvert yngri en hann, samt gefur hann þeim ekkert eftir. Eiður er reynslumikill og þekkir sorgirnar og sigrana í fótboltanum. Hann lék með liðum eins og Chelsea og Barcelona en sem stendur er hann leikmaður Bolton á Englandi en þar lék hann á árum áður. Við settumst niður með Eiði Smára og spurðum hann um hitt og þetta. Hvernig standi er hann í? „Standið er á mér er bara fínt. Ég hef reynt að halda mér við eins og ég hef getað eða síðan deildin kláraðist hjá okkur fyrir um mánuði síðan. Maður hefur þurft að vera samviskusamur í líkamsræktinni og svo fór ég til Bandaríkjanna og æfði þar en það var bara til að komast á fótboltaæfingar. Maður má ekki stoppa of lengi og ég held að ég geti sagt að ég hafi æft mikið og þegar ég var samningslaus þá æfði ég samt fimm daga vikunnar til að halda mér í formi. Það var komið á það stig að ég þurfti að fara að komast í fótbolta-rútínuna aftur ef ég ætlaði að halda áfram. En ég spilaði mikið af leikjum með Bolton í vetur og get ekki verið annað en sáttur með stöðu mála. Ég fékk að spila mikið og spilaði margar mínútur. Þegar ég kem til Bolton er liðið í næstneðsta sætinu og við náðum að lokum að halda sæti okkar í deildinni. Það var

ánægjulegt fyrir mig að hjálpa liðinu með það en Bolton á auðvitað að vera með stærri markmið en það. Varðandi framtíðina þá er meiri líkur en minni að ég verði áfram hjá Bolton en það er ekki frágengið.” Nú varstu búinn að kveðja landsliðið óformlega eftir Króatíuleikina en ert svo kallaður aftur í hópinn. Kom það þér á óvart? „Það kom mér kannski ekki á óvart eftir að ég var byrjaður að spila reglulega og spila vel að vera kallaður aftur í hópinn. Á þessum tíma þegar ég hélt að þetta væri minn síðasti landsleikur þá höfðu Heimir og Lars stundum samband og spurðu hvort það væri ekki í lagi að hafa þessa dyr opnar ef hlutirnir myndu þróast þannig. Ég sagði að þetta væru auðvitað ekkert sem ég myndi loka á og svo kom þessi staða upp og ég sló bara til. Ég ákvað að taka þann vinkil að maður spilar bara fótbolta vissan hluta ævinnar og ég vildi ekki sjá eftir því að hafa ekki gefið kost á mér. Við náðum líka góðum árangri og því var þetta bara mjög skemmtilegt fyrir mig.” Þú tilheyrir má segja tveimur kynslóðum leikmanna eftir að spila í nánast tvo áratugi. Hvað hefur breyst að þínu mati á þessum tíma? „Þróunin er í rétta átt. Hugsunarhátturinn í kringum landsliðið er orðinn faglegri og gæðin innan vallar eru meiri en þau voru en það eru að koma upp yngri strákar sem eru góðir og við



þurfum að halda áfram þessum stíganda. Þetta er sambland af mörgum þáttum. Það er búið að byggja þessar innanhúshallir og krakkar geta verið í fótbolta allan ársins hring og geta þannig æft og bætt sig daglega. Svo eru mun fleiri að fara í atvinnumennsku, sem þýðir að þeirra þróun verður hraðari en hér áður fyrr, hugsunarhátturinn er meira „professional” og öll umgjörðin.” Nú að Tékkaleiknum, hvernig leggst hann í þig? „Þetta er auðvitað leikurinn sem maður hefur verið að bíða eftir, baráttan um toppsætið. Þetta hefur nú heyrst oft áður að þetta sé stærsti leikur í sögu Íslands. Ég lít á þennan leik sem mikilvægan en það er alls enginn heimsendir þó hann vinnist ekki. Það vinnst ekkert með því að taka 3 stig, sigur getur komið okkur í góða stöðu í riðlinum en það er mikið eftir. Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera, en það væri gott fyrir okkur að ná stigi eða stigum úr leiknum.” Erum við að gera of miklar væntingar til okkar eftir tap í Tékklandi og vera pirraðir yfir að ná ekki betri úrslitum? „Með velgengni koma alltaf væntingar. Það er allt í lagi að vera svekktur eftir leikinn úti þegar maður horfir á að við komumst yfir í leiknum og þeir voru ekki að pressa okkur mikið. Það er engin skömm

í því að fara til Tékklands og tapa en pirringurinn kemur ef þér finnst eins og þú hefðir átt að fá eitthvað úr leiknum. Það er nánast auðveldara að sætta sig við að tapa leik 3-0 og eiga aldrei séns, en þá verður maður bara að játa að þeir voru bara betri en við. En það var ekki þannig í Tékklandi og því getur maður verið pirraður eftir þann leik. Við getum tekið það með okkur í leikinn á föstudaginn en við eigum ekkert að hugsa um við hverja við erum að spila eða slíkt. Við erum með gott lið og eigum að einbeita okkur að því sem við höfum verið að gera. Við erum að gera eitthvað rétt og eigum bara að halda þeim dampi.” Að lokum, hversu mikilvægt væri það fyrir þig að ljúka ferlinum á lokamóti? „Það er alveg ástæða fyrir því að ég kom aftur í landsliðið. Við vitum hver markmiðin eru og við skulum halda þeim fyrir okkur. Ég er búinn að vera að spila með landsliðinu í um 20 ár með hléum vegna meiðsla. Ég held að það segi sig sjálft hversu mikil viðurkenning það yrði að komast á lokamót þó það sé ekkert lífsnauðsynlegt fyrir mig.” Og þú ætlar að leggja þitt af mörkum til að gera það að veruleika. “Það leggja allir það á sig, sama þó það sé ég, þeir sem mæta á völlinn að styðja okkur og allir sem eru í kringum íslenska landsliðið. Það leggja allir eitthvað til.”



Leikmenn Íslands Markmenn

13 Gunnleifur Gunnleifsson 1975 | 2000-2015 | 28 | Breiðablik 1 Hannes Þór Halldórsson 1984 | 2011-2015 | 26 | Sandnes Ulf 12 Ögmundur Kristinsson 1989 | 2015 | 4 | Randers FC

Varnarmenn 2 Birkir Már Sævarsson 1984 | 2007-2015 | 47 | 0 | Hammerby IF 6 Ragnar Sigurðsson 1986 | 2007-2015 | 44 | 1 | FK Krosnodar 14 Kári Árnason 1982 | 2005-2015 | 40 | 2 | Rotherham United 23 Ari Freyr Skúlason 1987 | 2009-2015 | 28 | 0 | OB 3 Hallgrímur Jónasson 1986 | 2008-2015 | 14 | 3 | OB 5 Sölvi Geir Ottesen 1984 | 2005-2015 | 26 | 0 | Jiangsu Guoxin-S. 18 Theodór Elmar Bjarnason 1989 | 2005-2015 | 19 | 0 | Randers FC 4 Kristinn Jónsson 1990 | 2009-2015 | 4 | 0 | Breiðablik

Miðjumenn 20 Emil Hallfreðsson 1984 | 2007-2015 | 48 | 1 | Hellas Verona 17 Aron Einar Gunnarsson 1989 | 2008-2015 | 50 | 1 | Cardiff City FC

8 Birkir Bjarnason 1988 | 2010-2015 | 37 | 6 | Pescara 19 Rúrik Gíslason 1988 | 2009-2015 | 36 | 3 | FC København 10 Gylfi Þór Sigurðsson 1989 | 2010-2015 | 29 | 9 | Swansea City FC 7 Jóhann Berg Guðmundsson 1990 | 2008-2015 | 36 | 5 | Charlton 16 Rúnar Már Sigurjónsson 1990 | 2012-2015 | 4 | 1 | GIF Sundsvall 22 Eiður Smári Guðjohnsen 1978 | 1996 - 2015 | 79 | 25 | Bolton

Sóknarmenn 9 Kolbeinn Sigþórsson 1990 | 2010-2015 | 28 | 16 | Ajax FC 21 Viðar Örn Kjartansson 1990 | 2015 | 4 | 0| Jiangsu Guoxin-S. 15 Jón Daði Böðvarsson 1993 | 2012-2015 | 12 | 1 | Viking FK 11 Alfreð Finnbogason 1989 | 2010 - 2015 | 25 | 5 | Real Sociedad

Liðsstjórn Lars Lagerbäck Heimir Hallgrímsson Guðmundur Hreiðarsson Sveinbjörn Brandsson Friðrik Ellert Jónsson Stefán Stefánsson Óðinn Svansson Sigurður Sv. Þórðarson Ómar Smárason Gunnar Gylfason Dagur Dagbjartsson

*Fæðingarár | Ár með landsliði | Leikir með landsliði | Mörk skoruð | Félag

Þjálfari Þjálfari Markvarðaþjálfari Læknir Sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfari Nuddari Búningastjóri Fjölmiðlafulltrúi Starfsmaður Leikgreining


Óvænt úrslit eða algjörlega fyrirsjáanleg? Tippaðu!

Stoltur styrktaraðili KSÍ


Tékkland Leikmenn

Markmenn: Félag: Petr Cech Chelsea Tomas Grigar Teplice Ales Hruska Boleslav Tomas Vaclik Basilej Varnarmenn: Theodor Gebre Selassien Pavel Kaderabek Michal Kadlec Jan Kovaric Marek Suchy David Limbersky Vaclav Prochazka Tomas Sivok

Werder Bremen Sparta Prag Fenerbahce Viktoria Plzen Basel Viktoria Plzen Viktoria Plzen Besiktas

Miðjumenn: Vladimir Darida Freiburg Brek Dockal Sparta Prag Vaclav Kadlec Sparta Prag Daniel Kolar Viktoria Plzen Jan Kopic Baumit Jablonec Ladislav Krejci Sparta Prag Jaroslav Plasil Bordeaux Tomas Rosicky Arsenal Lukas Vacha Sparta Prag Framherjar: Milan Skoda Tomáš Necid

Slavia Prag Zwolle

Þjálfari: Pavel Vrba


Ertu með vefverslun? Borgun býður fjölbreyttar lausnir og góða þjónustu fyrir þá sem vilja taka við öllum greiðslukortum gegnum vefsvæði eða app. Kannaðu málið á borgun.is.

Borgun er stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins.


U21 Ísland - Makedónía 11. júní - Kl. 19:15 - Vodafonevelli


Leikmenn Íslands U21 Markmann

Fæddur

Leikir

Félag

Rúnar Alex Rúnarsson

180295

11

N Sjælland

Frederik August Albrecht Schram

190195

2

V Sjælland

Fannar Hafsteinsson

300695

KA

Aðrir leikmenn Orri Sigurður Ómarsson

180295

11

Valur

Aron Elís Þrándarson

101194

4

Álasund

Oliver Sigurjónsson

030395

2

Breiðablik

Elías Már Ómarsson

180195

2

Valerenga

Þorri Geir Rúnarsson

240495

2

Stjarnan

Adam Örn Arnarsson

270895

1

N Sjælland

Böðvar Böðvarsson

090495

1

FH

Daníel Leó Grétarsson

021095

1

Álasund

Heiðar Ægisson

100895

1

Stjarnan

Höskuldur Gunnlaugsson

260994

1

Breiðablik

Kristján Flóki Finnbogason

120195

1

FH

Aron Rúnarsson Heiðdal

300195

Stjarnan

Davíð Örn Atlason

180894

Víkingur

Ívar Örn Jónsson

020294

Víkingur

Sindri Björnsson

290395

Leiknir

Viktor Jónsson

230694

Þróttur R

Ævar Ingi Jóhannesson

310195

KA

Liðsstjórn

Hlutverk

Eyjólfur Sverrisson

Þjálfari

Tómas Ingi Tómasson

Aðst. þjálfari

Hjalti Kristjánsson

Læknir

Róbert Magnússon

Sjúkraþjálfari

Þórður Þórðarsson

Markmannsþjálfari

Lúðvík Jónsson

Búningastjóri

Guðlaugur Kristinn Gunnarsson

Liðsstjóri

Vignir Þormóðsson

Aðalfararstjóri

Gísli Gíslason

Fararstjóri



SPENNANDI TÍMAR Fimmtudaginn 11. júní mun íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefja undankeppnina fyrir EM 2017 þegar liðið mætir Makedóníu. Auk Makedóníu er íslenska liðið í riðli með Frakklandi, NorðurÍrlandi, Skotlandi og Úkraínu. Eyjólfur Sverrisson mun mun sem fyrr þjálfa liðið. „Þetta leggst bara vel í mig enda spennandi tímar framundan. Við erum að byrja með alveg nýtt lið og það verður gaman að sjá hvernig útkoman verður,” segir Eyjólfur Sverrisson og bætir við að hann sé ánægður með hópinn. „Mér líst bara vel á hópinn, þarna er fullt af góðum strákum. Við þurfum að hitta á réttu blönduna til að ná árangri og búa til framtíðar leikmenn fyrir A-landsliðið.” Langflestir leikmenn hópsins spila enn á Íslandi en það segir Eyjólfur að sé bara af hinu góða. „Það er bara jákvætt. Við ætlum að gera þá ennþá betri og búa til atvinnumenn úr þeim. Það gerum við með því að gefa þeim reynslu í alþjóðlegum fótbolta.” Þá var komið að hinni klassísku spurningu, að spyrja út í möguleika liðsins. „Það er erfitt að segja. Við sjáum það betur þegar keppnin er farin af stað. Væntingarnar voru ekki miklar seinast en samt vorum við nálægt því að fara áfram. Ég hef trú á að við getum gert góða hluti.”


Lokamót U17 kvenna á Íslandi Lokamót Evrópukeppni U17 kvenna verður haldið á Íslandi í sumar. Mótið er stórt og viðamikið enda öllu tjaldað til þegar um lokamót er að ræða. Keppnin fer fram daganna 22. júní - 4. júli og er leikið á völlum í Reykjavík, Kópavogi, Grindavík og Akranesi. Fyrirfram var vitað að Ísland, sem gestgjafi, myndi leika í A-riðli. Auk Ísland drógust í riðilinn þjóðirnar tvær sem léku til úrslita í síðustu keppni, Þjóðverjar og Spánverjar, en þessar þjóðir hafa einmitt hampað Evrópumeistaratitli í aldursflokknum í 6 af þeim 7 skiptum sem keppnin hefur verið haldin. Fjórða þjóðin í

riðlinum er svo önnur knattspyrnuþjóð með mikla sögu, Englendingar. Það er því ljóst að verðugt verkefni bíður stelpnanna okkar. Fyrsti leikur Íslands er gegn ríkjandi meisturum Þjóðverja á Grindavíkurvelli. Í B-riðli eru Írland, Frakkland, Sviss og Noregur. Frakkar hafa þrisvar sinnum leikið til úrslita í aldursflokknum og eru líklega sterkasta liðið í B-riðli. Á mótinu leika helstu vonarstjörnur kvennafótboltans í Evrópu og er því um að gera að mæta á leiki mótsins og sjá stjörnur framtíðarinnnar etja kappi. Frítt er á alla leiki mótsins.



Bílastæðamál við Laugardalsvöll Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum er aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Tyrklands sem hefst kl. 18:45.

Það er gott að vera á góðum tíma til að forðast óþarfa biðraðir. Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn og geta verið afar góður kostur fyrir marga vallargesti. Mörg hlið verða opin á leiknum til að koma fótboltaþyrstum stuðningsmönnum sem fyrst í sætin sín og biðjum við alla að dreifa álaginu á hliðin.

Laugardalur

-enginn skortur á bílastæðum!

Laugardalslaug 190 stæði World Class 110 stæði

Í Laugardal, einu allra vinsælasta Íþrótta- og útivistarsvæði landsins er að finna yfir 1800 bílastæði.

SUNDLAUGAVE GUR

LA

Laugardalsvöllur 530 stæði

UG

Þó svo að ekki séu laus stæði næst þeim stað í dalnum sem þú ætlar á, bendum við á að víða í Laugardal er að finna næg bílastæði.

AR GU

JAVE G

VE

UR

ÁS

RE YK

R

Íþróttasvæði Þróttar 130 stæði Laugardalshöll 100 stæði ÍSÍ 50 stæði E N G JA V E

LA

R

R

U

U

G

Ð N D S A U T

TBR húsið 80 stæði

R

Ofan við Fjölskyldu- og húsdýragarð 100 stæði

B

Skautahöll, Grasagarður 173 stæði

U

Austan við Laugardalshöll 115 stæði

S

Á bak við Laugardalshöll 160 stæði

Sýnum sjálfsagða tillitssemi og leggjum aldrei á gangstígum.




Hvar er sætið þitt?


FARANGUR INNIFALINN

MEÐ ICELANDAIR Alltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun | Afþreyingarkerfi 350 klst. | 10 kg handfarangur Meira pláss milli sæta | Ein ferðataska allt að 23 kg til Evrópu og tvær töskur til N-Ameríku Matur fyrir börnin | Óáfengir drykkir og dagblöð I Vildarpunktar | Flug- og flugvallarskattar

#FljugduVel Vertu með okkur


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.