Issuu on Google+


Ég er þræll samfélagsins sem er undir sterkum

áhrifum

neyslusvæðingarinnar.

Ég

ólst

upp á tónlistarmyndböndum og magabolum. Ég er strengjabrúða fjölmiðlanna og auglýsinganna. Ég er fullgildur meðlimur klámkynslóðarinnar.

Þetta er portfolioið mitt.


Nútíma landslagsmálverk

2012 Málning, pappír, skæri, kennaratyggjó

Verkið var hugsað sem inngangur inn í nýja vídd. Annan heim sem býr innan hornsins. Eitthvað náttúrulegt en samt óþægilegt þar sem það sést enginn endir. Notast var við þau áhrif sem litir geta haft á fjarvíddarskynjunina. Litirnir í verkinu voru hugsaðir sem þau litbrigði sem finnast í rennandi kviku gjósandi eldfjalls. Eins og titillinn segir til um er verkið vitnum í íslensku listasögu og þá ríku hefð Íslendinga og þeirra landslagsmálverkum. Nútíma landslagsmálverkið er ekkert nema litir eldgoss klesst upp á vegg inn í horn.


Fangelsi takmarkanna

2012 Hvítt band, kennaratyggjó

Verk unnið inn í almenningsrými. Fínleg hvít bönd bundin við handriði og fest upp með hvítu kennaratyggjói. Þau mynda rými innan spegilsins í lyftunni. Auk þess eru þau bundin þannig að hægt sé að sjá línuteikningu kennaratyggjósins í speglinum og með ljósinu. Verkið er fagurfræðilegt og róandi fyrir augað en samt sem áður finnur maður fyrir ákveðinni sorg þegar maður virðir það fyrir sér með einn með sjálfum sér inn í lyftunni. Maður sér alltaf sjálfan sig í speglinum, spegilmyndin föst inn í rými mynduðu úr fínlegum böndum. Fangelsi. Manni verður hugsað til sjálfsins og til þess fangelsis sem maður sjálfur setur sig inn í en á í erfiðleikum með að komast út úr. Huglægt fangelsi sem stjórnar öllum takmarkandi þáttum lífs manns. Hugurinn getur verið læstur inn í einhverju ákveðnu hugarástandi með sínar eigin hugmyndir en líkaminn er fastur í einhverju öðru og kemst ekki burt.


Fingra hellirinn

2013 Gifs

Bjó til hlut úr leir sem ég tók síðan mót af með gifsi. Gerði það tvímóta sem hægt væri að fjölfalda hlutinn. Setti gifs í gifsmótið og úr kom hluturinn sem ég hafði gert úr leirnum. Ég pússaði gisfs hlutinn. Ég notaði síðan fíngerðara efni, svipað og tannlæknar nota, til þess að taka mót af fingrunum á mér. Ég tók fingurna og límdi þá inn í hellinn á hlutnum svo það kæmi eins og tanngarður úr hellinum.


Gifs kristallar 2012 gifs Tilraun með að gera mót úr leir og hella gifsi í það. Gerði tvö mjög svipuð mót sem minntu bæði á kristalla. Gifs útkoman úr mótunum tveimur límdi ég saman og setti á hlið. Svo það myndi líta út fyrir að þeir væru að koma úr hvor öðrum.


Sjรกlfsmynd 2012


Gúmítöffarinn

Gifs, málning, gúmmíbangsar

Var að stúdera rauða magenda blandaðann í smá gulan. Þennan agressíva rauða lit sem allir eru svo hræddir við. Var á sama tíma að leika mér með gifs mótað í höndunum meðan það þornar og langaði að nota gúmmíbangsa sem efni í skúlptúr. Setti þetta allt saman og vann fígúratífan skúlpúr af rauða litnum og persónuleika hans. Það sem ég fékk aðalega út úr þessu voru ljósmyndirnar sem ég tók af honum. Mig langaði að það sæist ekki að þetta væri fígúra heldur væri þetta eitthvað abstakt og ógnvekjulegt. Mig langaði til þess að rauði liturinn fengi að vera í aðal hlutverki.


Yfirhöfn dagsins

2012 Ljósmyndir á brúnan þykkan pappír

Á tímabili seinasta árs var ég mikið að pæla í litum og fór að pæla í hver litur dagsins væri. Hvað veldur því að á einhverjum dögum langar manni að vera í gulum og á öðrum dögum langar manni að vera í svörtum. Ég ákvað að taka mynd daglega í 10 daga af yfirhöfninni sem ég kaus að fara í um morguninn. Eftir þessa 10 daga prentaði ég myndirnar út og pældi aðeins í þeim.


Ég komst ekki að neinni niðurstöðu afhverju ég var svona litrík seinustu 10 daga. Ég tók eftir því að litirnir pössuðu akkurat í litahring svo ég raðaði þeim í beina lágrétta röð í þeirri uppsetningu að þeir mynduðu litahring og límdi á brúnt blað.


Samhengislaust hár 2013 Hár, blýantur á blað, ljósmyndir Verkið var fyrst og fremst rannsókn á hári. Ég byrjaði á því að taka myndir af hári á höfði á nokkrum einstaklingum og skissaði það upp. Pældi í blæbrigðum, hvernig það fellur og skuggum. Tók myndir af sveipum og skissaði þá mjög nákvæmlega. Meðfram þessari vinnu þá var ég búin að verða mér úti um hár frá hárgreiðslustofu og var að virða það fyrir mér og snerta. Ég tók eftir því fólk almennt hrósaði hárteikningunum og ljósmyndunum af hári sem var á höfði, kallaði það ,,fallegt” leit síðan á hárið sem var kuðlað saman á borðinu og liggur við fór að kúgast. Þá fór ég að velta fyrir mér hárfóbíu og hvernig stæði á því að það væri svona mikill munur á hári á höfði og hári sem væri ekki á höfði. Ég komst að þeirri niðurstöðu að hár yrði ekki ógeðslegt fyrr en það væri tekið úr samhengi. Því næst prófaði ég að taka hárið sem var í samhengi á ljósmyndunum mínum og teiknaði það úr samhengi. Ég prófaði að taka einn lokk og teikna hann í þremur bútum. Ég prófaði hvað myndi gerast ef ég myndi setja hárlokk með náttúrulegum liðum á hvolf og ég prófaði að teikna sveipina úr samhengi við höfuð á manneskju. Þar næst teiknaði ég skuggana á hári, og ekkert nema þá og setti á hlið. Út úr þessari vinnu kom fullt af hári sem var tekið úr samhengi og orðið að minimalískum blýantsteikningum. Ég setti þetta upp í innsetningu þar sem ég blandaði saman blýantsteikningum af hári teknu úr samhengi og hári sem var tekið úr samhengi og orðið af hárskúlptúrum. Þetta allt setti ég síðan inn í litla sýningarhillu til þess að athuga hvort eitthvað myndi gerast þegar þú setur viðurkenndan ógeðslegan hlut eins og þetta hár inn í sýningarskáp. Verður hann eitthvað merkilegri?


Hár 2013 Eftir að hafa unnið svona mikið með hár ákvað ég að hætta ekki heldur tók þetta lengra og hóf að taka myndir af hárinu mjög nákvæmlega. Ég tók mjög einfaldar og minimalískar myndir af hárinu bæði þar sem maður gat ímyndað sér að það væri einhversskonar náttúrulegt fyrirbrigði eins og ormur og fjall/landslag og hinsvegar meira abstakt. Prófaði að teikna með hárinu og að taka myndir af því hvernig hárið á borðinu væri eins og sprenging. Hérna eru fjórar myndir af þeim fjölmörgu sem ég tók. Ég sé þetta fyrir mér sem efni í stærra verkefni sem gæti endað á ljósmynda innsetningu, þar sem myndirnar væri risastórar á veggjunum og hár á gólfinu.


Gula bandið og ferð þess um rýmið 2013 Ljósmyndainnsetning með 12 ljósmyndum og spýtu sem fest eru á fjögur 5 metra löng gul bönd. Þetta verk var unnið í samstarfi við samnemanda minn í Myndlistaskólnum í Reykjavík. Pælingin var að teikna inn í rýmið. Við notuðum böndin til þess að breyta rýminu á einn eða annan hátt. Stundum lokuðum við opnu svæði og á öðrum stöðum prófuðum við að setja línuna lífræna og óreglulega á mjög reglulegan flöt eins og stiga. Við prófuðum að láta línuna koma fram í fjarvídd með því að hafa hana beina hliðiná beinum línum og horfðum á hvernig hún breyttist við fjarvíddina. Það voru margar tilraunir í gangi en samt sem áður endaði það sem fagurfræðilegt verk með fallegum ljósmyndum með vel heppnuðum myndbyggingum. Sem við prentuðum síðan út á ljósmyndapappír og settum inn í innsetningu með gula bandinu sem sést á öllum myndunum. Við pældum vel og mikið í compositioninu á uppröðun ljósmyndanna í uppsetningunni. Ég var mjög sátt með útkomuna. Hér til vinstri er brot af ljósmyndunum.


Skuggask贸gur 2012 Vatnslitir og blek


Stiginn aรฐ ....................... ENGU 2012 Vatnslitir, penni, blek.


B贸kverk 2012


Dēntes Kristín 2012 Þetta er bókverk af sjálfum mér. Sjálfsportrait. Tók myndir af lýsandi atriði sjálfsins - tönnunum mínum. Ég ljósritaði og klippti þær úr ramma, til þess að gera ljósmyndirnar meira abstrakt. Í rauninni er þetta eina og sama myndin. Skírði bókverkið Tennur Kristínar, á latínu.


Eðli steinsins Bókverk 2012

Tók abstakt steinsteyptum Reykjavíkur. stækkaði þær harðspjöld og með bókalími.

ljósmyndir af vegg í miðborg Ljósritaði og upp, límdi á límdi þau saman


Ljóti kötturinn 2012 Blönduð tækni. Handahófskennar límur þrykktar á pappír. Málaði yfir með bleki og bjó til fígúratífa mynd með svörtum penna.


Kaos hugans 2012 Blönduð tækni. Þrykkti á pappír handahófskenndar línur. Teiknaði yfir allt á myndinni nema þessar línur sem ég teiknaði í þrykkinu. Teiknaði munstur yfir með penna og hellti vatni yfir suma staði munstursins.


Portrait myndir af fjórum mönnum 2013 Ég setti mennina í þá stöðu sem var þeim mjög ónáttúrulegt. Þeir sátu á stól og settu hálsinn eins aftarlega og þeir gátu. Ég tók síðan mynd af undirhökunni og barkakýlissvæðinu. Þeim leið óþægilega og meiriháttar berskjölduðum allan tímann. Eins og

ég

væri

mynd

af

einhverju

leyndarmáli.

Mér fannst áhugavert hvernig það væri eins og það mynduðust andlit á þeim öllum, ætli þetta séu þeirra sönnu andlit? Þessi ljósmyndasyrpa er mjög falleg fyrir það leyti

þessi

portrait

verða

abstrakt

ljós-

mynd þar sem áhorfandinn þarf að pæla í hvað þetta er. Það finnst mér mjög skemmtilegt og fallegt.


TIL ÖRYGGIS Þá kann ég samt alveg að teikna


OKEI BÆPortfolio-nr-1-prufa