Page 1

Málgagn útskriftarnema Skipstjórnarskólans 1. tbl. 34. árg. 2012


Þegar gæðin skipta máli

PIPAR\TBWA - SÍA

Rekstrarvörudeild Olís býður mikið úrval rekstrarvara fyrir fiskvinnslu og sjávarútveg. Vörurnar eru þaulreyndar við íslenskar aðstæður og þeir sem þekkja þær vita að þeir geta stólað á gæðin.

Kvoðuhreinsiefni Sótthreinsiefni Hreingerningaefni á gólf, veggi og aðra harða fleti Handsápur, -sótthreinsir og -áburður

Uppþvottalögur og -gljái Hreinlætispappír Hreingerningaáhöld og -tæki Einnota hlífðarfatnaður Plastpokar Vinnufatnaður

REKSTRARVÖRUR Sími 515 1100 | pontun@olis.is | olis.is


Efnisyfirlit

Ritstjóraröfl

Útskriftarnemar 2012

4

Félagslíf, félagslíf og annað jafn mikilvægt

8

Vandamálin eru af mannavöldum

6

Myndir úr skemmtiferðum

10

Námið og skólinn

14

Afkoma og öryggi Siglingafræðin

í fyrirsjáanlegri framtíð

Breiðafjörðurinn er „opfyldt af klipper og skær“ Vondur draumur Úr félagslífinu Naustmarine

12 16 16 18 22 24

29

Kæri lesandi! Að vera nemandi í Skipstjórnarskólanum er ákaflega gaman þessa dagana, félagslífið eykst með hverri vikunni, það hefur verið stofnaður kór, sem akkurat vann Söngkeppni framhaldskólanna nú í apríl, góðlátlegt grín milli Nemendafélaga og margt annað sem er í gangi í skólanum. Plús auðvitað námið, sem er sífellt er að aukast og breytast, til hins betra vonandi. Blaðið er nú að koma út í 34 skipti, við höfum lagt dag og nótt við verkið, í leit að greinum, og auðvitað auglýsingum til að koma blaðinu út. Hugmyndin var að í blaðinu væru greinar frá öllum þeim sem tengjast sjávarútvegi við ísland, eða allavega einum forsvarsmanni hverrar greinar, ekki fengum við þó svör frá öllum, en þær greinar sem hafa skilað sér eru vonandi þér að skapi lesandi góður. Hreinn Eggert Birkisson

Útskriftarblað Skipstjórnarskólans 1. tbl. 34. Árg. 2012

Útgefandi: Útskriftarnemar Skipstjórnarskólans 2012 Ritnefnd: Hreinn Eggert Birkisson, Sigmar Logi Hinriksson, Magnús Pálmar Jónsson. Ábyrgðarmaður: Hreinn Eggert Birkisson

Útlit og uppsetning: Sökkólfur ehf. - dot.is Prentun: Prentsmiðjan Ásprent ehf.

Kompás er prentaður í 3000 eintökum og er dreift sem fylgiblað með Víkingi sjómannablaði. Kompasblad2012@gmail.com

3


Útskriftarnemar 2012

4

Franklín Steindór B Ævarsson

Garðar Alfreðsson

Gunnlaugur Þór Ævarsson

Haraldur Tryggvi Snorrason

Hreinn Eggert Birkisson

Jón Steinar Valtýsson

Kristgeir Arnar Ólafsson

Magnús Pálmar Jónsson

Sigmar Logi Hinriksson

Stefán Cramer Hand

Viðar Snær Gunnarsson


Vandamálin eru af mannavöldum Við allar venjulegar aðstæður ætti að vera áhugavert og spennandi að fást við sjávarútveg nú um stundir. Þorskstofninn, okkar mikilvægasti nytjastofn, er á uppleið, markaðsstarf hefur gengið vel og sjávarútvegurinn okkar nýtur gríðarlega góðs orðspors á alþjóðavettvangi. Loðnuvertíðin sem nýlokið er, var sú besta um árabil og makríllinn hefur skilað inn í þjóðarbúið 25 milljörðum. En er þá ekki allt í himnalagi? Þarf sjávarútvegurinn og það fólk sem þar starfar yfir nokkru að kvarta? Svarið er þetta: Aðstæður þær sem hið ytra umhverfi skaffar okkur eru góðar, en því víkur allt öðruvísi við þegar kemur að mannanna verkum. Þar er því miður aðra og leiðinlegri sögu að segja. Það hefur þrátt fyrir þessar aðstæður ríkt mikil kyrrstaða í greininni. Fjárfestingar eru nær engar Hún er um þessar mundir um 5 milljarðar á ári, þegar greinin fjárfestir í eðlilegu pólitísku árferði um 25 milljarða árlega. Miðað við hið lága gengi, góðan afla og góðar aðstæður á mörkuðum, má ætla að fjárfestingin hefði orðið ennþá meiri. Því er þó ekki að heilsa. Við höfum misst úr fjárfestingu sem svarar amk. 60 milljörðum á þriggja ára tímabili. Það er grafalvarlegt mál. Alvarlegt fyrir þær atvinnugreinar sem hefðu notið mjög góðs af slíkum

6

Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.

fjárfestingum. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Marel, 3 X technology, Skagann og tugi stærri og minni fyrirtækja af margs konar toga og um allt land. Þetta er mjög slæmt, en þó ekkert á borð við það að við erum að tapa forskoti sem við höfðum á keppinauta okkar á hinum harðsóttu erlendu mörkuðum. Hættan sem við stöndum núna frammi fyrir, er að við töpum

forskotinu , keppinautarnir taki fram úr okkur og nái fótfestu á dýrustu og bestu mörkuðunum, á okkar kostnað. Margir bundu vonir við að þetta myndi breytast með nýjum kvótalögum. Það mun því miður ekki rætast. Sá fimbulkuldi sem hefur umlukið sjávarútveginn verður enn um hríð. Við erum ekki að sjá að þessari brælu, sem pólitíkin hefur kallað yfir sjávarútveginn, sé nokkuð að linna. Þetta er auðvitað hið hörmulegasta mál. Við getum þó huggað okkur við að mannanna verkum, - jafnvel þeim sem er skipað með lögum - má breyta. Þá er gott að vita til þess að við eigum öflugan sjávarútveg, skipaðan vel menntuðu og ungu fólki, jafnt til sjós og lands. Þess vegna verðum við að hlúa að öllu því sem viðkemur ytri umgjörð greinarinnar. Efling sjómannamenntunar, stýrimannanámi, vélstjórn eða öðrum þáttum, er stór liður í því. Þar hefur margt verið mjög vel gert. Það skiptir líka miklu máli, þegar um er að ræða sjálfan undirstöðuatvinnuveginn okkar. Og eins og fyrri daginn megum við ekki missa móðinn þó á móti blási og það af manna völdum. Sjávarútvegurinn mun komast upp úr þeim öldudal, sem mannanna verk hafa skapað. Í honum felst nefnilega framtíðin.


Hver vilt þú vera? 55% Skyldulífeyrir skv. lögum Lágmarkslífeyrir

Einstaklingur 1

Einstaklingur 1 valdi bara skyldulífeyri og fær aðeins 55% af launum sínum við starfslok

72% Allianz Viðbótarlífeyrir Skyldulífeyrir skv. lögum Lágmarkslífeyrir

Einstaklingur 2

Einstaklingur 2 bætti við sig Allianz viðbótarlífeyri og fær 72% af launum sínum við starfslok

Hafðu samband og við stillum upp framtíðinni með þér eins og þú vilt hafa hana

Allianz Ísland hf. | Digranesvegi 1 | 200 Kópavogi | 595 3300 | allianz@allianz.is | allianz.is


Félagslíf, félagslíf og annað jafn mikilvægt Félagslífið hjá okkur í vetur hefur einkennst af því að allir eru tilbúnir að taka þátt, 30 – 40 manns hafa verið að mæta á viðburðina og þar ber fyrst að nefna að í haust fórum við í nýnema siglingu á Rósinni, ásamt fullu kari af ís og mjólk, kjötsúpukvöld, þorrablót og síðast en ekki síst nú í marsmánuði að loknum skrúfudegi var haldin vegleg árshátíð ásamt vélstjóranemum á Spot í kópavogi. Að sjálfsögðu reyndum við eins og við gátum að komast í vísindaferðir útum kvippinn og kvappinn og ber þá sérstaklega að nefna dagsferð sem farin var til Grindarvíkur og þar var litið inn til Veiðafæragerðarinnar, Þorbjarnar og Vísis HF. Þar sem okkur var kynnt starfsemi þessara fyrirtækja sem og við sáum nokkur veiðafæri í Aksjón í veiðafæratanknum hjá þeim í Veiðafæragerðinni. Einnig var farið í Hleragerðina, LÍÚ, Ísfell og Samskip og þökkum við

8

Einar Pétur Eiríksson fyrrverandi formaður Nemendafélags Stýrimannaskólans þeim öllum kærlega fyrir frábærar móttökur. En félagslífið er ekki bara dans á rósum, þó svo að spor voru tekin um borð í Rósinni, það kostar nefnilega sitt að reka nemendafélag og halda því innan skynsamlegra marka í kostnaði og það þykir sjálfsagt með einsdæmum að stjórnarmenn þessa félags þurftu í vetur að leggja sjálfir út fyrir kostnaði á hinum ýmsu viðburðum svo þeir gætu

átt sér stað, og ekki var það vegna þess að við færum fram úr áætlunum hvað varðar kostnað, heldur skiluðu sér ekki peningarnir sem áttu að vera komnir strax og önnin hófst en nemendafélagsgjöld eru tekin af öllum sem skrá sig í skólann þegar skólagjaldið er greitt, og því er lokið í desember. Þess vegna viljum við hvetja Skólann að bæta úr þessu fyrir næstu önn. Að lokum vill ég þakka öllum nemendum, kennurum, Skólastjóra og öðru starfsfólki skólans þakkir fyrir frábært ár, þó svo að ágreiningur sé oft á milli okkar um hin ýmsu mál, þá hafa þau, eru þau eða allavega verða þau leyst í nákominni framtíð og vill ég meina að þetta sýni bæði sjálfstæði nemenda og framsækni skólans að nemendur og stjórn skólans rífist út af öllum breytingum, og að ef málin eru leyst sameiginlega er fyrir vikið miklu meiri alúð lögð í verkin sem við jú öll viljum að séu vel leyst.


Þekkingarfyrirtæki í málmiðnaði og véltækni Héðinn hefur 90 ára reynslu af að þjóna íslenskum sjávarútvegi. Þekkingar- og þjónustusvið Héðins spannar alla þætti málmsmíða og véltækni, frá hönnun til uppsetningar, frá viðhaldi til viðgerða.

Héðinn starfar eftir ISO 9001 skráðu gæðastjórnunarkerfi.

hedinn.is

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100


Myndir úr skemmtiferðum

13

rsins 2012 - 20

Formaður skólaá

Ástin er í loftinu

10

Þessir bræddu þær ófáar

Magnús og Pálmar

Það eru engin aldurstakmörk í skólanum. Börn og gamalmenni


Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands... ...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 www.isfell.is • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is


Afkoma og öryggi Mér er mjög minnisstæð stund fyrir um 35 árum þar sem ég undirritaður sat í matsal Sjómannskólans í Reykjavík og drakk kaffi einn með sjálfum mér þegar ég stundaði þar nám. Ég hef sjálfsagt verið að hugsa um orðræðu þess dags sem var um það hvort betra væri að drepa lambsfulla ær eða slátra lambinu áður en það næði aldri til að bera nýju lambi. Þá rifust menn sem sagt um hvort fjölgun skuttogara sem mokuðu ungviði út um lensportin væri ástæða hnignunar þorskstofnsins eða hvort netamorka vertíðarbátanna og sókn í stóra fiskinn væri ástæðan. Ég var og er Grindavíkingur og tók því málstað netabátanna. Sjávarútvegsfyrirtækin voru í taprekstri og eðlilega leituðu menn skýringa á því og fundu hana hjá öllum öðrum en sjálfum sér. Þessar deilur náðu alltaf hámarki um helgar á „vistinni“ sem þá var á efstu hæð Sjómannaskólans þar sem bjuggu saman menn og stráklingar alls staðar að af landinu sem allir báru hag sinnar heimabyggðar fyrir brjósti. Sem ég sit þarna í matsalnum sest fyrir framan mig ungur maður og spyr hvort ég sé Pétur Hafsteinn. Ég játti því og sagði hann mér þá beint yfir borðið án frekar málalenginga að ég héti í höfuðið á föður hans. Þar kynnti sig fyrir mér í fyrsta sinn Kristinn Pétursson sonur Péturs Hafsteins Sigurðssonar skipstjóra á Goðanesinu sem fórst með því við Færeyjar í janúar 1957 en ég var skírður í höfuðið á honum. Kristinn stundaði nám í stýrimannakólanum á þessum tíma eins og ég sjálfur. Þessi stund er mér minnisstæð vegna að þess að ef ekki hefði verið fyrir þetta sjóslys þá hefði ég heitið Sighvatur í höfuðið á móðurafa mínum sem var bóndi á Ragnheiðarstöðum í Flóa og mikill heiðursmaður. Ég var þess vegna ágætlega viðræðuhæfur þegar borin var saman sauðfjárræktun og þorskveiðar. Faðir minn, Páll Hreinn Pálsson, ólst upp á Þingeyri við Dýrafjörð og upplifði hann það ellefu ára gamall að missa föður sinn, Pál Jónsson í sjóslysi þegar Hilmir ÍS sökk á Faxaflóa í nóvember 1943. Allir sem um borð voru fórust og enginn þeirra fannst frekar en annað

12

úr skipinu. Þrettán ára upplifir hann að seinna skip fjölskyldunnar, Fjölnir ÍS sem móðir hans gerði út áfram eftir hið hörmulega Hilmisslys var siglt niður við Bretland í mars 1945 og fórust með honum fimm menn, þar með talinn móðurbróðir hans. Skipið var að sigla með ferskan fisk á Bretland eins og það gerði öll stríðsárin. Þegar faðir minn er orðinn ungur maður missir hann vin sinn og félaga, umræddan Pétur Hafstein, í sjóslysinu við Færeyjar 1957 þegar togarinn Goðanes NK strandaði og sökk þar. Pétur Hafsteinn var sá eini sem fórst eftir hetjulega björgun 23 annara af skipinu. Þegar pabbi hafði nýhafið eigin útgerð sökk undan honum mb Farsæll KE í línuróðri við Garðskaga en mannbjörg varð til allra lukku. Uppeldi mitt mótaðist því eðlilega af umræðum og sögum af hetjum hafsins, sjósókn, aflabrögðum og sjóslysum. Upplifunin í matsal Sjómannskólans forðum þegar Kristinn kynnti sig sem son einnar hetju minnar úr æsku tengdi mig með ólýsanlegum hætti við forsögu mína beint og milliliðalaust, rétt eins og hetjurnar sjálfar sætu með okkur og hvettu okkur til dáða til að gera nú það sem þeim entist ekki aldur til að gera sjálfir. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar frá kynnum okkar Kristins þá er einkum tvennt sem stendur uppúr og er innblástur minn við skrif þessa greinastúfs og ætti að vera veganesti ungum mönnum sem halda munu

Pétur Hafsteinn og Páll Hreinn merkjum sjómanna og sjávarútvegs á lofti um ókomin ár. Hið fyrra er að viðgangi þorskstofnsins hefur verið bjargað. Þetta atriði er grunnurinn að lífsafkomu okkar hér á þessu yndislega skeri úti í reginhafi. Sama má segja um aðra mikilvæga stofna þó betur megi gera í mörgum öðrum. Ofveiði hefur verið hætt og uppbygging og verndun er nú höfð að leiðarljósi. Meiri skilningur er nú á því en áður að eðlilegt ástand er þegar mikið sést af fiski og auðvelt er að veiða hann og það er eðlilegt að hætta veiðum þegar ákveðnum heildarafla er náð þó miðin séu full af fiski. Þetta tókst með miklum átökum og fórnum. Fyrirtækin tóku sjálf á sig byrðarnar við takmörkun veiða með kerfi sem enn er deilt um. Það hefur einnig verið deilt um hvort forsendur kerfisins hafi verið réttar, hvort betra hefði verið


að takmarka aðganginn einhvern veginn öðruvísi og hvort réttlætið sé nægjanlegt gagnvart þeim sem voru í greininni, eru nú í greininni eða vilja komast í greinina núna þegar vel árar. Eitt er óumdeilt, verkefnið tókst. Ekki bara það að ástandið í hafinu er gott heldur einnig það, sem eðlilega fylgir, að fyrirtækjunum gengur vel og eru rekin með hagnaði. Þau fyrirtæki sem ákváðu að fjárfesta í aflaheimildum til móts við niðurskurð og tilfærslur af öllum toga þurfa nú tíma til að borga fjárfestingarnar niður en að öllu óbreyttu gera þau það á skömmum tíma. Þannig munu þau koma sér í varanlega góða fjárhagslega stöðu sem tryggir það að þau geti endurnýjað tæki og skip, greitt góð laun og reksturinn verði arðsamur. Forsenda þess er að áfram verði varlega gengið um auðlindina og rekstrarumgjörð fyrirtækjanna bjóði uppá nauðsynlega hagnaðarmöguleika. Þetta tvennt, verndunin og afkoman, eru samofnar forsendur þess síðara sem ég ætla að benda ungum mönnunum á og er öllu öðru mikilvægara. Það er ótrúlegt að lesa sjóslysasögu okkar Íslendinga. Við misstum tugi manna árlega í sjóslysum. Misstum unga menn, hetjur hafsins, sem skildu eftir sig djúp spor í þjóðarsálinni að ekki sé minnst á ættingja og fjölskyldur. Það tekur meira en mannsaldur fyrir þannig sár að gróa, þarf í raun tvær kynslóðir til þess. Ég veit af eigin raun um þau áhrif sem föðurmissir hefur á son í gegnum föður minn nú tæpum 70 árum eftir slysið sjálft. Það eru margar sögur óskrifaðar frá þessum tíma og jafnvel þegar ég byrja mína sjómennsku eftir 1973 eru að farast tugir manna árlega. Nú höfum við upplifað tvö ár án þess að missa mann á sjó, árin 2008 og 2011. Hvað varð til þess að sá sigur vannst og hvað þarf að gera til að það verði regla en ekki undantekning að allir skili sér heilir heim á hverju ári? Sjómennskan er og verður hættuleg og því verður ekki breytt. Ástæðan fyrir slysalausum árum nú tel ég aðallega vera tvíþætta og ætla ég ekki að gera upp á milli þeirra þátta. Hið fyrra er viðhorfsbreytingin hjá sjómönnum sjálfum sem birtist í þátttöku þeirra í Björgunarskólanum og Slysavarnaskóla sjómanna. Þekking þeirra sjálfra,

Goðanes NK.

Ljósmynd: Snorri Snorrason, snorrason.is

þjálfun og miðlun í gegnum þann skóla og Sjómannskólann sjálfan er lykilatriði í þessum árangri sem og eftirlitsþáttur tilkynningarskyldunnar og stöðugt rafrænt eftirlit með nýjustu samskiptatækni sem gerir allt viðbragð miklu fljótvirkara. Hitt atriðið er bættur skipakostur. Þó við eigum talsvert í land með að vera með bestu fánlegu skipin eru þau upp til hópa talsvert betri en þær fleytur sem við sóttum sjóinn á fyrir áratugum. Til að fylgja eftir þessum árangri þarf að hafa rekstur í lagi og viðhorf og þekkingu sjómanna þannig að allir geri sér grein fyrir hættunni sem fylgir sjósókn. Umgjörð og afkoma fyrirtækjanna verður að vera þannig að hægt sé að fylgja eftir kröfum og ábendingum sjómanna sjálfra til að bæta skipakostinn. Við þurfum ekki fleiri skip, við þurfum betri skip. Um það hefur öll útgerð snúist frá því menn reru á árbátum á þar síðustu öld. Umræðan nú þegar þetta greinarkorn er skrifað ógnar hvoru tveggja. Afkomuna á að hirða af útgerðinni og

opna á ný fyrir allar fleytur sem búið var að leggja. Það mun leiða til fleiri skipa og verri sem sigla um höfin með íslenska unga menn. Sjávarútveguinn er flókin grein og margþætt. Á meðan fólki í veiðum og vinnslu fækkar vegna takmörkunar og nýrrar tækni fjölgar þeim sem þjónusta greinina á alla lund. Það verður að myndast sátt um þessa atvinnustarfsemi sem byggir á þekkingu og skilningi. Það má aldrei fórna öryggi og afkomu þeirra sem vinna við sjósókn á hinu pólitíska altari. Um leið og ég óska útskriftarnemum til hamingju með útskriftina úr hinum virta og sögumikla skóla á ég mér þá ósk heitasta að þið siglið öruggir inní framtíðina – bæði fjárhagslega og með örugga heimkomu til þeirra sem bíða ykkar þar. Missið aldrei sjónar af þessu tvennu - afkomunni og örygginu. Ég stend í þeirri trú að hetjurnar sem sátu til borðs með okkur Kristni fyrir 35 árum hafi ætlað okkur að gera þann draum að veruleika.

Skrifað í Grindavík í mars 2012. Pétur Hafsteinn Pálsson

13


Námið og skólinn Skipstjórnarréttindi, nú þegar þau eru í höfn eða nánast þegar þetta er skrifað, þessi bóklegi hluti það er. Þá er gaman að skoða og líta yfir námið í heild sinni, hvaða má gagnrýna og hvað er vel gert. Eftir þrjú ár í skólanum þar sem skólinn er að sameinast fleiri skólum undir nafni Tækniskólans er ákaflega fróðlegt, í Sjómannaskóla húsinu, þessu með klukkunni og vitanum ofan á sér, sitja ekki lengur bara nemendur sem stunda nám við skipstjórn eða vélstjórn, nú er ekki lengur heimavist, mötuneytið á jarð- Sofnum ekki, fylgjumst með og gerum betur hæð er nú komið upp á þá rafrænar afladagbækur og ýmis skeyti fjórðu. Ýmsar smábreytingar sem þarf að senda áður en í land er sem ætla mætti að breyttu ekki miklu en staðreyndin er sú að margt breytist komið aftur. Auðvitað er stiklað á stóru í kringum þetta en ekki er farið með, nú eru komnar 3 aðrar deildir mjög djúpt í þetta og finnst okkur innan þessara veggja, Margmiðlunar, mörgum nemendum hér að það ætti ljósmynda og náttúrufræði deild. Hafa þessar breytingar jákvæð áhrif á skólann og námið? Eftir margar, mjög margar umræður um þessar breytingar þá held ég allavega að það geri það, að sjá heiminn með augum annara getur ekki verið slæmt að sjá annan vínkil á það sem fólk hugsar og lærir. Ef ég horfi yfir farinn veg í náminu er margt gott sem sjá má útúr því en margt sem má gagnrýna, tölvuvæðing er t.d. hér í skólanum að aukast verkefni byggja á Excel vinnslu, skoðuð eru rafræn sjókort í samlíki í bland við þau hefðbundu, tækjatímar hafa aukist, kennt er á ýmis tæki og tól og kannaðir möguleikar þeirra. Kennt er á allt sem tengist fjarskiptum, farið er í siglingarfræði og stöðuleika skipa, kennd er aflameðferð, veiðafæratækni og svo margt annað sem nýtist manni þegar fram líða stundir. En ef maður ræðir við fólk sem er að útskrifast eða hefur nýlega útskrifast, þá finnst manni einn hlut sárlega vanta en það er kennsla í allri þeirri skriffinsku sem fylgir því að stjórna skipi, í dag er það nefnilega ekki bara að komast á miðin og heim aftur með fullan bát af fiski, í dag eru komnar

14

að taka upp samnings tíma, þar sem menn fara um borð í fiskiskip og fraktara og kanna það hvað menn eru í raun að gera, læra af þeim, þetta er gert í öllum greinum, vélstjórar fara á samning í vélsmiðjum, Hárgreiðslufólk á hárgreiðslustofur, nemendur hér vilja taka upp einhverskonar svona kerfi. Þar sem við mætum um borð erum í brúnni og fylgjum stýrimönnum og skipstjórum eftir líkt og draugar, lærum af þeim, því ef það er eitthvað sem við heyrum og vitum að þegar kallið kemur um að maður skuli mæta upp í brú að þá ertu einn og þarft að vekja þá sem ekki eru á vakt til að aðstoða þig. Í dag þarftu að skila vissum siglingartíma til að fá réttindin þín, en er það nóg? Hreinn Eggert Birkisson


VIÐ TÖKUM VATNSHELDNIPRÓFANIR OKKAR MJÖG ALVARLEGA

Úrsmíðameistari okkar missir aldrei einbeitinguna Vegna annálaðrar einbeitingar, nákvæmni og 45 ára reynslu, tryggir úrsmíðameistarinn að við tökum vatnsheldniprófanir okkar alvarlega. Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar. JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra.

www.jswatch.com

www.gilbert.is


Siglingafræðin í fyrirsjáanlegri framtíð Skipstjórnarnámið hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum árin. Auknar kröfur um þekkingu hefur kallað á aukið nám, lengri námstíma. Það er nú á síðustu árum sem aftur verða breytingar og þá sérstaklega vegna nýrrar og aukinnar tölvutækni. Þar er fyrst að nefna að nú eru rafræn sjókort að verða staðalbúnaður um borð í hverju skipi. Ekki aðeins þær siglingatölvur sem hafa verið um árabil í fiskiskipum hér og eru frekar notaðar til að halda utan um veiðislóð, ferla togslóða og þ.h. heldur siglingatölvur með opinberlaga útgefnum rafrænum sjókortum sem nota má í stað pappírskorta, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, sem ég kýs að kalla hér siglingakerfi. Þessi tækni, auk sjálfvirks auðkenningarkerfis skipa á eftir að breyta verulega vinnuaðferðum í siglingafræði. Það verður líklega minni breyting fyrir Íslenskan fiskiskipa skipstjóra, sem notað hefur siglingatölvu um langa hríð, heldur en skipstjóra eða stýrimann á flutningaskipi sem unnið hefur nær eingöngu í pappírskortum hingað til. Þessar siglingatölvur, eða rafrænt sjókorta og upplýsingakerfi, sem er þýðing á „Electronic Chart Display and Information System, ECDIS“, eru meira en ferilriti, þetta eru einnig upplýsingakerfi og með merkjum frá sjálfvirku auðkenningarkerfi skipa „AIS“ þá koma þar fram upplýsingar um nálæg skip sem áður fengust eingöngu með „ARPA“ ratsjá sem mun líklega breyta því hvernig unnið er með „ARPA“-ratsjánni. Einnig er hægt

16

Mynd 1 ECDIS, ARPA, GMDSS Samlíkir að fá inn aðrar siglingafræðilegar upplýsingar svo sem eins og um verður og þá auðveldar það gerð siglingaáætlana sem taka mið af veðri og verðurspám. Eftir því sem gervitungalkerfum fjölgar verður notkun ECDIS- siglingakerfis öruggari, en í náinni framtíð munu verða þrjú gervitungla staðsetningakerfi aðgengileg, en það eru GPS, GLONASS og Galileo. Þau tvö fyrrnefndu eru nú þegar í notkun og unnið er að því að koma gervitunglum á braut fyrir hið Evrópska Galileo. En búast má við að tæki framtíðarinnar verði þannig að þau nemi merki frá þeim öllum og er síkur móttakari til nú þegar. Nú eru kröfurnar þannig að gert er ráð fyrir að öll (nánast öll) skip verði búin ECDIS siglingakerfi árið 2018, en kröfurnar verða settar á í skrefum og byrjað á því að ný farþegaskip yrir 500 BT og ný olíuskip yfir 3000 BT skulu búin ECDIS eftir 1. Júlí 2012. En búast má við að flest skip verði kominn með

þennan búnað fyrir 2018 vegna þess hagræðis sem hlýst af því að þurfa ekki að vera með pappírskort, sem mikil vinna og kostnaður er í að viðhalda. Auk þess sem búast má viðað kostnaður við framleiðslu þeirra hækki með fækkandi notendum. Öll þessi stafræna tækni hefur gert skipstjórnarnámið að meira tækninámi en það hefur nokkru sinni verið og þurfa skipstjórar og stýrimenn framtíðarinnar að kunna góð skil á allri þeirri tölvutækni sem starf þeirra mun byggjast á, bæði hvað varðar siglingatæki og fjarskipti. Það er því lífsnauðsyn, fyrir lítinn skóla eins og okkar, hafa góðan búnað til kennslu svo þeir sem héðan útskrifast séu samkeppnisfærir á vinnumarkaði og færir um að tileinka sér þessa nýju tækni, e- Navigation“, sem starf þeirra mun að miklu leiti byggjast á í framtíðinni. Vilbergur Magni Óskarsson Skólastjóri Skipstjórnarskólans.


SAILOR

FA J A1 A2 A3 A4

Sailor A3 GMDSS

GMDSS

Þetta er hinn margrómaði Sailor fjarskiptapakki frá Thrane & Thrane. Tengingar á milli eininga í búnaðinum hafa aldrei verið auðveldari en nú með ThraneLink sem er CAN bus tenging. Hægt er að uppfæra búnaðinn með hugbúnaðarleifum . Tölva fyrir Inmarsat er sú fyrsta sem er með snertiskjá og valmyndakerfi sem er samþykkt af IMO og Inmarsat. Fjarskiptapakkar frá A1 til A4.

SAILOR 6222

VHF talstöðvar frá Sailor

VHF

SAILOR VHF talstöð með DSC.Hún er með 240 sek upptöku á samtali. Forritanlegar 100 einkarásir. Vatnsþétt IPx6 og IPx8 og er því kjörin fyrir björgunarbáta. Stærri skjáir en áður.

SAILOR Friðrik A. Jónsson ehf Viðurkenndur þjónustuaðili Fyrir Sailor og Thrane&Thrane Sailor system 5000/6000 Sailor VHF/MF/HF Sailor Epirb/Sart Thrane&Thrane Sat-com C/MiniC/SSAS/LRIT Iridium IMO regulations

Friðrik A. Jónsson ehf Akralind 2 - 201 Kópavogur S: +354 552 2111 - F: + 354 552 2115 www.faj.is

Inmarsat

Inmarsat Mini-C Nýtt Inmarsat C frá Thrane&Thrane. Nýlega setti Thrane á markaðinn nýtt Inmarst C tæki og er það fyrsti IMO samþykkti búnaðurinn sem er með snertiskjá og valmyndarkerfi sem einfaldar alla notkun búnaðarins. Þetta er hluti af hinni nýju Sailor fjarskipta línu sem byggir á samtenginum með ThraneLink sem einfaldar og flýtir allri uppsetningarvinnu.

SAILOR

SAILOR GMDSS

Heildar lausnir í fjarskiptum

SC4000 SAILOR Iridium

Iridium fjarskiptakerfi. Með Iridium getur þú verið með óháð fjarskiptakerfi til að hringja í, milli tveggja Iridium síma eða hringja úr Iridium í landlínukerfið. Tal, tölvufax,gagnasendingar.

Mini-C

Við bjóðum allan neyðarog fjarskiptabúnað fyrir skip frá Thrane & Thrane/Sailor og Navico/Simrad. Sailor SART, EPIRB, 4 gerðir handstöðva o.m.fl.

SAILOR

70

Ára

Flytjum í haust að Miðhrauni 13 Garðabæ við hlið 66° Norður. Friðrik A. Jónsson ehf verður 70ára

Heildar lausnir í fjarskiptum


Breiðafjörðurinn er „opfyldt af klipper og skær“

– um sjómælingar og sjókortaútgáfa á síðustu misserum Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar (LHG) gefur reglulega út nýjar útgáfur af sjókortum og einnig eftir atvikum ný sjókort. Hér verður fjallað um nokkur þessara sjókorta sem komið hafa út á síðustu tveimur árum. Í október 2010 kom út ný útgáfa af yfirsiglingakorti nr. 51 Horn – Rauðinúpur. Kortið er í mælikv. 1:300.000. Með útgáfu korts 51 lauk umfangsmikilli vinnu sem hófst árið 2006. Verkið fól í sér endurskoðun og gerð nýrra útgáfa af strandsiglingakortum í 1:100.000 af sama svæði. Kortunum fækkaði um eitt, voru sex áður. Tvö gömul kort af Húnaflóa voru sameinuð í eitt nýtt kort.

Fyrir nokkru ákvað Alþjóðasjómælingastofnunin (International Hydrographic Organization – IHO) að framvegis yrði ár hvert haldinn alþjóðlegur

dagur sjómælinga þann 21. júní sem er stofndagur samtakanna árið 1921. Á liðnu ári var þema dagsins mannauður og fagleg sérfræðiþekking. Samstarf milli ríkja á sviði sjómælinga varð fyrst með alþjóðlegri ráðstefnu

um siglingamál árið 1899. Á ráðstefnu árið 1919 var ákveðið að koma

á formlegu samstarfi. Þremur árum síðar eða árið 1921 var sameigin-

legri skrifstofu komið á fót í Mónakó með aðild 19 ríkja. Ísland varð aðili

árið 1957. Í sáttmála um IHO, sem tók gildi árið 1970, er kveðið á um að aðildarríki vilji leggja sig eftir samstarfi um sjómælingar á fjölþjóðlegum

grunni, í þeim tilgangi að auðvelda siglingar og gera þær öruggari með því að bæta sjókort og tilheyrandi sjóferðagögn á heimsvísu. Aðildarríki IHO eru nú 80 - www.iho.int.

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar - Sjómælingar Íslands

Yfirsiglingakortið Horn – Rauðinúpur og strandsiglingakortin fimm af norðurströndinni, 52, 53, 55, 57 og 62. Í Landhelgisgæsluáætlun frá 2007 fyrir árin 2008 til 2010, var m.a. markmið í starfsemi sjómælingasviðs að búið yrði að gefa öll íslensk sjókort út á rafrænu formi fyrir lok árs 2010. Það þarf kannski ekki að nefna að áætlunin fór öll meira og minna úr skorðum haustið 2008. Þrátt fyrir ytri áföll náði sjómælingasvið settu markmiði. Tvö gömul kort af Breiðafirði verða ekki gefin út rafrænt fyrr en gerðar hafa verið nýjar útgáfur af þeim eða ný kort gefin út. Áður en það verður þarf að ráðast í dýptarmælingar af stórum hluta fjarðarins. Auk nýrra

18

Yfirlit yfir íslensk sjókort sem gefin hafa verið út á rafrænu formi - ENC


Sjókortin af Breiðafirði, nr. 44 Norðurflói, gefið út 1915 og nr. 42 Breiðafjörður, gefið út 1946.

Strandsiglingakort í 1:100.000.

korta af Breiðafirði vantar tvö kort í strandkortaseríuna í 1:100.000. Eitt af suðurströndinni eins og sést á meðfylgjandi korti og eitt af vesturströndinni.

Nýtt sjókort, það 17. í flokki korta í 1:100.000, var gefið út í júní 2011. Kort 43 byggir á dýptarmælingum sem að stærstu leiti fóru fram sumrin 2004 til 2007 á sjómælingabátnum Baldri. Áformað er að gefa út nýtt kort (45) sem brúar bilið milli korta 43 og 46 af Ísafjarðardjúpi. Mælingar fyrir það kort hófust sumarið 2008. Illu heilli lögðust sjómælingar á Baldri af þegar efnahagurinn hrundi haustið 2008 og hafa legið niðri síðan. Öll él birtir upp um síðir. Nú liggur fyrir að mælingar

Nýjasta sjókortið í 1:100.000, Öndverðarnes – Tálkni nr. 43.

Landhelgisgæsla Íslands (LHG) ber ábyrgð á sjómælingum og útgáfu íslenskra sjókorta skv. 11. lið 4. gr. laga nr. 52/2006. Sjómælingasvið LHG (Sjómælingar Íslands*) hefur það meginhlutverk að sjá sjófarendum við

strendur Íslands fyrir sjókortum og ýmsum öðrum sjóferðagögnum er stuðla að öruggri siglingu. Sjómælingasvið LHG stundar sjómælingar og gefur út um 80 prentuð sjókort (yfirsiglinga-, strandsiglinga- og hafna-

kort). Sömu kort, um 70 að tölu, eru einnig gefin út á rafrænu formi. Rafrænu kortin eru aðeins færri vegna sameiningar korta t.d. eru 365 og

366 hluti ENC útgáfunnar af korti 36. Starfsmenn sjómælingasviðs LHG eru um þessar mundir átta, mælingamenn eru tveir og kortagerðarmenn eru sex. Upplýsingar um sjókort og aðrar útgáfur er að finna á vef LHG. http://www.lhg.is/starfsemi/sjomaelingasvid/sjokort/kortaskra/

* Sjómælingar Íslands er gamalt heiti á sjómælingasviði LHG og er notað á allar útgáfur sjómælingasviðs.

19


hefjast að nýju í sumar og ganga áætlanir út á að ljúka mælingum í kort 45 sem fyrst. Hins vegar hefur ekki verið ákveðið hvenær gatið á suðurströndinni verður fyllt. Um síðustu áramót komu út tvö ný sjókort. Kort nr. 10 Ísland – Grænland (INT 112), mælikv. 1:3.500.000 og kort nr. 15 Ísland – Efnahagslögsaga, mælikv. 1:2.000.000. Kort 10 er alþjóðleg útgáfa (INT) sem áður var gefin út af þýsku sjómælingunum. Það varð að samkomulagi milli Þjóðverjar annarsvegar og Íslands og Noregs hinsvegar að Ísland tæki við útgáfunni á INT 112 og Norðmenn tækju að sér útgáfu á INT 113, Grænlandshaf. Með útgáfu INT 112 hefur LHG gefið út öll alþjóðleg kort sem stofnun hefur tekið að sér. Árni Þór Vésteinsson deildarstjóri kortadeildar sjómælingasviðs LHG.

20

Ljósmynd: Árni Sæberg / GunHil

Hluti sérkorts frá 1946 af Hvammsfjarðarröst.

Kort nr. 15, Ísland – Efnahagslögsaga. Kortið sýnir íslensku efnahagslögsöguna og mörk hennar við lögsögur næstu nágranna Íslands.


21

Ljósmynd: Árni Sæberg / GunHil


Vondur draumur Einn mánudag í apríl vöknuðum við í nemendafélaginu við vondan draum, þegar var búið að koma inn akkeri til okkar á skrifstofunni, akkerið var sjálfsagt hátt í tonn að þyngd og brösuðu menn við það að koma akkerinu upp að vegg, þar sem þar er enn. Okkar eina huggun var sú að einn hrekkjalómana hafði fingurbrotnað og var í gifsi. Hefnda var þörf, plastmál, vatn og bleik máling urðu fyrir valinu, seinna kom svar hrekkjalómanna við þessari bleiku málingu, 600 kg af rifnum dagblöðum. NÚ var komið nóg, okkar hugmynd var sú að klára málið í eitt skipti fyrir öll, þökulagt var gólfið á vélstjóraskrifstofunni og góðum klukkutíma eitt í það að elta uppi kanínu við Elliðaárdalinn. Að þessu loknu var undirritaður samningur um vopnahlé FRAM Á HAUSTÖNN.

22

s


ENNEMM / SÍA / NM51956

Aflaðu frétta með stærsta 3G neti landsins

Stærsta 3G net landsins

siminn.is | #siminn

Sjómenn geta verið í persónulegu sambandi við fjölskyldu og vini með snjallsímanum eða spjaldtölvunni á 3G neti Símans sem nær langt á haf út hringinn í kringum landið.

23


Úr félagslífinu

Hrekkur vélstjóranna, hálf óþroskaður, að okkur fannst

rir okkur! Takk

fy Akkerið, það var

vélstjórar

Pappírspésanir okkar að

24

vinna


Goldfinger Heimsklassa

næturklúbbur

þar sem við leggjum okkur fram við að stjana við þig

Opið öll kvöld frá kl. 20.00

Smiðjuvegi 14 - 200 Kópavogur Sími 577 4230 - www.goldfinger.is

25


Úr félagslífinu

Hagyrðingurinn og vélstjórinn Agnar, og tvíburabróður hans Maggi Mix á góðri stund

a” sem var Gjaldkerinn með “mjólkin á leið um borð í Rósina

Fræðin, að leggja eru ekki kennd öllu m þeim sem stunda nám við Skipstjórna rskólann

r og Sölví(hvít skyrta) að

e diska Þorrablót, bleikir barbi

tjá sig

“Útskriftarefnið” 2013, oft nefndur Íslands eina von!

26

Siggi Friðfin ns og vélstjó ri með staðla öryggisbúna ðan djamm ð vélstjóra…


Þökkum eftirtöldum fyrir dyggan stuðning Bergur–Huginn - Vestmannaeyjum Djúpiklettur ehf. – Grundarfirði Hótel Framnes – Grundarfirði Kaffi 59 – Grundarfirði Nesfiskur ehf. – Garði Nesskip HF. Skipafélag – Seltjarnarnesi Ragnar og Ásgeir – Grundarfirði

Samtök Dragnótamanna – Íslandi Sjómannasamband Íslands Spennubreytar ehf. – Hafnarfirði Umbúðamiðlun ehf. – Hafnarfirði Útgerðarfélagið Glófaxi ehf. – Vestmannaeyjum Vélsmiðja Árna Jónssonar ehf. – Hellissandi Þórsnes HF. – Stykkishólmi

kaupa.is Kaupum makríl til frystingar á komandi vertíð Upplýsingar veita Bergur Þór 892 8123 Ævar 420 2800

27


Úr félagslífinu

Módel nr. 1

28

Módel nr. 2

Formaðurinn og “útsk riftarefnið” að fylgja steinaldarmanni(vélstjóra nemi) með bráð kvöld sins heim!


Naust Marine í sókn til austurs og vesturs Mjög lítil endurnýjun hefur verið í íslenska fiskiskipaflotanum undanfarin ár. Á það bæði við um nýbyggingu skipa og endurnýjun búnaðar um borð í skipunum. Fyrirtæki sem framleiða búnað fyrir fiskiskip hafa því þurft að aðlaga sig að þessum aðstæðum. Naust Marine, sem framleiðir rafknúinn tæknibúnað í fiskiskip, er eitt þessara fyrirtækja en fyrirtækið hefur brugðist við með því að leggja stóraukna áherslu á að afla verkefna á erlendum mörkuðum. Hefur fyrirtækið m.a. opnað söluskrifstofu í Seattle í Bandaríkjunum auk þess sem áhersla hefur verið lögð á aukið markaðsstarf bæði í Rússlandi og austurlöndum fjær. Á síðustu tveimur áratugum hefur Naust Marine framleitt og sett upp ATW stýrikerfi fyrir rafknúnar togvindur í rúmlega áttatíu togurum af

Skip með ATW kerfi frá Naust Marine stunda nú veiðar í fjórum heimsálfum.

...

Í sókn til austurs og vesturs

ATW togvindukerfi Auto Gen aflstjórnkerfi ESG vírastýri Hjálparvindustýringar

M i ð h e l l a 4 │ 2 2 1 H a f n a r f j ö r ð u r │ s . 4 1 4 8 0 8 0 │ w w w. n a u s t . i s │ n a u s t @ n a u s t . i s

29


öllum stærðum og gerðum. Þegar skipalistar yfir skip með ATW kerfi eru skoðaður má glöggt sjá að hlutfall erlendra viðskiptavina fyrirtækisins hefur aukist jafnt og þétt á þessu tímabili. Fyrstu árin voru kaupendur kerfisins nær eingöngu íslenskar útgerðir en þetta tók að breytast upp úr árinu 2000 og hefur verið sérlega áberandi frá árinum 2006. Af þeim 83 ATW kerfum sem Naust Marine hafði afhent við árslok 2011 voru 47 kerfi keypt af íslenskum fyrirtækjum. Þar af voru 29 keypt fyrir árið 2000 og 37 fyrir árið 2006. Á síðasta ári var einungis eitt ATW kerfi keypt af íslenskri útgerð. Aðrir kaupendur ATW kerfa það ár voru rússneskir, bandarískir, kínverskir og úkraínskir. Einnig hafa mörg þeirra skipa, sem upphaflega fengu ATW kerfi á Íslandi, verið seld úr landi á undanförnum árum. Slík skip stunda nú veiðar víða um heim með búnaði frá Naust Marine. Nokkuð hefur einnig verið um uppfærslur á eldri ATW kerfum bæði í skipum sem skráð eru hér á landi og

skipum sem seld hafa verið úr landi. Slíkar uppfærslur tengjast oft annars konar breytingum á búnaði skipanna enda þarf ATW kerfið lítið sem ekkert viðhald eftir að það hefur verið gangsett. Færri og eldri skip Fram kom á Alþingi í vetur að íslenskum fiskiskipum hafi fækkað um 370 frá árinu 1998. Á sama tímahefur meðalaldur íslenskra fiskiskipa hækkað um sex ár. Í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn um málið kom fram að árið 1998 hafi fjöldi skráningarskyldra fiskiskipa hér á landi verið 2.029 og meðalaldur þeirra átján ár. Sex árum

síðar hafði skipunum fækkað niður í 1.876 og meðalaldurinn hækkað upp í tuttugu ár. Árið 2008 hafði íslenskum fiskiskipum enn fækkað en þá voru þau 1.646 og meðaldurinn 22 ár. Árið 2009 voru íslensk fiskiskip 1.533 en árið 2011 voru þau 1.659 og meðalaldur þeirra 24 ár.

Muuuuuuuu! Vörur á lager

ar r nýj a t n ? Va mur“ m ö „

Rörabaulur svartar og ryðfríar í öllum stærðum r! Nýir eigendu sla! yn Áratuga re

TÆKNI VÉLMSMIÐJA

Súðarvogi 9 104 Reykjavík Sími 553 3599

Samstarfsaðili Tækni ehf. 30

www.taeknihf.is taekni@taeknihf.is

élsmiðjan

ehf

Flugumýri 6 • 270 Mosfellsbæ Sími 566 6705 • Fax 566 7726 E-Mail: velsveinn@velsveinn.is www.velsveinn.is


Skjรกmynd af Hlerasjรก


5ára

*

Nýr SS4 frá Scanmar! Ný rafhlöðutækni - allt að tveggja mánaða ending á rafhlöðu Þú getur treyst þeim upplýsingum sem berast frá nýja SS4 nemanum frá Scanmar. SS4 getur unnið á sama tíma í senn sem: • Aflanemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll) • Dýpisnemi - hitanemi - hallanemi (pits og roll) Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lága bilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu. *12 mánaða ábyrgðartími á rafhlöðu.

Scanmar ehf. • Grandagarði 1a • 101 Reykjavík • Sími: 551 3300 / 691 4005 • Fax: 551 3345 • Netfang: scanmar@scanmar.is

www.scanmar.no

thorrisig.12og3.is 450.010

ábyrgð

Kompás 2012  

Blað útskriftarnema Skipstjórnarskólans

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you