Page 1

Kjölur Stéttarfélag • Ráðhústorgi 3 • 602 Akureyri • Sími 525 8383 • www.kjolur.is • Mars 2005 • 1 . tölublað • 2. árgangur

Efnisyfirlit: • Orlofsdvalarstaðir sumarið 2005

• Umsóknareyðublað vegna sumarhúsa

• Það helsta um orlofsdvalarstaðina

Orlof 2005


Frá orlofsnefnd Orlofsblað KJALAR býður upp á kynningu á dvalarmöguleikum sem í boði eru árið 2005 til 2006. Umsóknarfrestur er til 15. apríl og má búast við að um mánaðarmótin apríl - maí verði búið að svara öllum umsækjendum. Reynt verður að svara allri eftirspurn og er í athugun með viðbótarhús á Héraði. Stjórn KJALAR hefur falið orlofsnefnd að kanna og fylgjast með sölum á íbúðum í Reykjavík með það fyrir augum að festa þar kaup á íbúð. Aðsókn er jöfn allt árið í Reykjavík svo grundvöllur er fyrir að fjárfesta þar. En að öðru leyti ætlar orlofsnefndin að leigja hús í öðrum landshlutum. Að lokum óskum við orlofsgestum ánægjulegrar dvalar og félagsmönnum öllum gleðilegs sumars. Viljum við benda á að gott er að halda þessu blaði til haga enda gilda allar upplýsingar sem hér birtast langt fram

Barnahúsi komið fyrir við Lyngás.

á sumar og allt árið. - Umsóknareyðublað er á heimasíðu KJALAR www.kjolur.is - Ef notuð er rafræna formið þá þarf að taka fram dvalarstað í reit sem er merktur „athugasemdir“. Njótið sumarleyfisins. Orlofsnefndin

Gott að vita... „Veikist starfsmaður í orlofi, telst sá tími, sem veikindum nemur ekki til orlofs enda sanni starfsmaður með læknisvottorði, að hann geti ekki notið orlofs.“ Þegar veikindi hefjast ber starfsmanna að tilkynna það á vinnustað með sannanlegum hætti sama hvar hann er staddur í veröldinni eins og hann væri í vinnu. Getur

hann þá tekið orlofið síðar þegar hann hefur náð heilsu aftur með samkomulagi við sinn yfirmann. Yfirmaður ákveður í samráði við starfsmenn hvenær orlof skuli veitt. Honum er skylt að verða við óskum starfsmanns um hvenær orlof skuli veitt á sumarorlofstíma ef því verður við komið vegna starfa stofnunarinnar. Yfirmaður skal að lokinni könn-

un á vilja starfsmanna tilkynna svo fljótt sem unnt er og í síðasta lagi mánuði fyrir byrjun orlofs hvenær orlof skuli hefjast nema sérstakar ástæður hamli.

1. tbl. 2. árgangur · Mars 2005 Ritnefnd: Ritstjóri Hanna Rósa Sveinsdóttir, Lára Ágústa Ólafsdóttir, Jón Hansen, Ingibjörg Ásgeirsdóttir Forsíða: Fólk á göngu upp Ystuvíkurhnjúka. Mynd: Lára Á. Ólafsdóttir Ábyrgðarmaður: Arna Jakobína Björnsdóttir Símanúmer KJALAR: 525 8383 Speglun í sumarblíðunni.

Félagar!

- Mynd. Lára Á Ólafsdóttir.

Munið að umsóknarfrestur um orlofshús

er til 15. apríl • 2 •


Nokkrir valkostir í orlofi 2005 Tjaldvagn / fellihýsi Til leigu eru tveir tjaldvagnar og eitt fellhýsi með svefnstæði fyrir fjóra til sex. Leigutími er frá föstudegi til fimmtudags. Afhending fer eftir samkomulagi. Leigutími: Sumar.

Hótel Loftleiðir, Hótel Rangá, Flughótel Keflavík Gistimiðar á Hótel Loftleiðir, Hótel Rangá og Flughótel Keflavík eru seldir á skrifstofu KJALAR og gilda til 30. apríl 2005. Gistimiðinn gildir fyrir tvo með morgunmat af hlaðborði. Verð kr. 6.100.

Hótel EDDA Frá byrjun júní verða seldir gistimiðar á Hótel Eddu og gilda miðarnir um allt land. Verð er kr. 4.000 og gildir miðinn sem greiðsla fyrir tveggja manna herbergi með handlaug. Ef herbergi með baði er tekið á leigu þá þarf að greiða mismun. Panta þarf herbergi og taka fram að greitt verði með gistimiða. Staðsetning hótelanna er mjög hentug til útivistar. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi svo sem hesta-, báta- og jöklaferðir, veiðar og mislangar gönguferðir í fallegri náttúru. Sundlaugar eru víða við hótelin.

Hótel Edda Laugarvatni.

Hótel Edda Skógum.

Hótel Edda Stórutjörnum.

Hótel Edda Akureyri

FOSS-hótel Á skrifstofu KJALAR eru til sölu gistimiðar sem gilda til 31. des. 2005. Verð fyrir hvern miða er kr. 4.500 sem gildir fyrir gistingu í tveggja manna herbergi ásamt morgunverði. Félagsmenn þurfa síðan að greiða eftirfarandi aukagjald í gestamóttöku á viðkomandi hóteli: - kr. 1000 í júlí og ágúst á Fosshótel Áningu, Fosshótel Bifröst og Fosshótel Nesbúð - kr. 3500 í júlí og ágúst 2005 fyrir herbergi á Fosshótel Lind, og Baron Reykjavík; Fosshótel Laugum, Fosshótel Hallormsstað Fosshótel Mosfell, Hellu - Fosshótel Reyðarfirði - Fosshótel Vatnajökli, Höfn - Hlíð, Selfossi og Fosshótel Húsavík. - kr. 1500 í jan.-jún. 2005 og sept.-des. 2005 fyrir herbergi á Fosshótel Lind og Baron Reykjavík. - kr. 2700 fyrir auka rúm.

• 3 •


Turen går til Danmark Til leigu 90 fm einbýlishús við Neesvej 53 b, 7570 Vemb við Nissum-fjörð á Jótlandi. Í húsinu eru tvö svefnherbergi með rúmum fyrir fjóra en einnig fylgja fimm lausar dýnur. Allur hefðbundinn búnaður fylgir húsinu. Sængurfatnað er hægt að leigja á staðnum og er viðbótar leiguverð á rúmfötum 350 kr. isl á settið. Leiguverð fyrir vikudvöl er 21.000 kr. frá laugardegi til laugardegi og er boðið upp á að leigja húsið í eina eða tvær vikur. Úthlutun hefur farið fram og því sem verður skilað inn er auglýst á heimasíðu KJALAR, www.kjolur.is.

Neesvej 53b, 7570 við Nissumfjörð á Jótlandi.

Sumardvöl í CALPE á Spáni KJÖLUR hefur gert samning við Sumarferðir um sölu á ferðum og gistingu til Calpe, Costa Blanca ströndinni á Spáni. Ferðirnar eru tveggja vikna og miðast við brottfarir fyrir tímabilið 26. maí til 18. ágúst. Fjöldi 6 5 4 3 2

Íbúð / Tegund

Verð 14 dagar

(Tvö herb.) A2 (Tvö herb.) A2 (Eitt herb.) A1 (Eitt herb.) A1 (Eitt herb.) A1

Kr. 42.323 Kr. 45.588 Kr. 44.448 Kr. 50.597 Kr. 62.895

Innifalið er flug, gisting og flugvallaskattar og fararstjórn. Áður en pantað er þurfa félagar á fá staðfestingu frá KILI um félagsaðild til að framvísa við pöntun ferða. Allar nánari upplýsingar er að finna á: http://www.sumarferdir.is/template11.asp?pageid=108 Sími 575 1515.

Frá Spáni.

Úthlutunarreglur á orlofshúsum 1.

Við úthlutun sumarhúsa vegur félagsaldur mest þ.e.a.s. hvað félagsmaður hefur verið mörg ár í félaginu samanlagt.

2.

Hvenær félagsmaður fékk úthlutað sumarhúsi síðast þ.e á hvaða tíma sumartímabils.

3.

Hvort félagsmaðurinn hefur fengið neitun um sumarhús.

4.

Ef um nokkrar umsóknir er að ræða með jafnan rétt, þá er dregið úr umsóknum.

5.

Ef aðeins ein umsókn er um viku þá fær viðkomandi hana óháð tíma í félaginu.

6.

Ef mögulegt er þá er tekið tillit til sérstaka aðstæðna sem tilgreindar eru á orlofsumsókn.

Þar sem félagsaldur ræður mestu er mjög áríðandi að félagsmenn tilgreini samviskusamlega félagsaldur sinn.

• 4 •


Orlofshús og íbúðir KJALAR 2005 Suðurland Suðurland nær austan frá Skeiðarársandi vestur í Herdísarvík á Reykjanesskaga. Landshlutinn er stærsta samfellda láglendi Íslands. Sumir þekktustu staðir íslenskrar náttúru eru í þessum landshluta s.s. Hekla, Geysir, Gullfoss, Þórsmörk og Dyrhólaey. Margir merkir sögustaðir eru á Suðurlandi. Þeirra fremstir eru Þingvellir, hinn forni þingstaður þjóðarinnar, og Skálholt þar sem biskupar sátu um aldir. Söguslóðir Njálu eru í nágrenni Hvolsvallar og í nágrenni Kirkjubæjarklausturs blasa við ummerki Skaftárelda 1783. Af söfnum á svæðinu má nefna Byggðasafnið að Skógum (www.skogasafn.is) en þar er sérstakt samgönguminjasafn. Í Sögusetrinu Hvolsvelli er boðið upp á Njálusýningu en sögu verslunar eru einnig gerð þar skil. Á Keldum á Rangárvöllum er minjasafn í einu af elstu húsum landsins. Byggðasafn Árnesinga Nesbúð er í „Húsinu“ á Eyrarbakka og þar er einnig sjóminjasafn. Á Stokks- Nesjavellir eyri er Þuríðarbúð og 5 km austan Stokkeyrar er rjómabúið Reykjavík á Baugsstöðum (sjá nánar www.husid.is).

Úlfljótsvatn

Fyrir þá sem hyggja á ferðalög um svæðið í sumar má Fosshótel Hlíð (Selfoss) benda á þessar slóðir: www.atvinnuferda.is - www.dyrholaey.com - www.hveragerdi.is - www.icefire.is www.klaustur.is - www.olfus.is www.rangarthingytra.is - www.southiceland.is Sumar af þessum síðum eru heimasíður sveitarfélaga en þar er oftast að finna mikið úrval af krækjum og kynningarefni um afþreyingarmöguleika á svæðinu og ekki síður um það sem er á döfinni á menningarsviðinu.

Lyngás Sumarhús KJALAR í Reykjaskógi, Efri-Reykjum, Biskupstungum, er 95 km frá Reykjavík. Það er með þremur svefnherbergjum og búið öllum nauðsynlegum húsbúnaði. Rúmstæði eru fyrir níu og tvær aukadýnur, sængur og koddar eru í húsinu. Heitur pottur er við húsið. Starfsmannafélag Selfoss er á næstu lóð og er sameiginlegur barnaleikvöllur fyrir bæði húsin á lóðamörkum. Orlofsbyggðin er bæði með einkaaðilum og félagasamtökum. Hvorki þjónustumiðstöð eða verslun er í hverfinu en 14 km eru til Laugarvatns annars vegar og til Geysis hins vegar. Hægt er að kaupa veiðileyfi í Brúará sem rennur þar rétt hjá. Lyklar eru afhentir frá skrifstofu KJALAR. Hafa þarf með sér sængurfatnað. Leigutími: Allt árið. Lyngás.

Úlfljótsvatn Við suðurenda Úlfljótsvatns er orlofshúsabyggð Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í 70 km fjarlægð frá Reykjavík. Húsið er með tveimur svefnherbergjum og með svefnlofti. Húsið eru búin öllum húsbúnaði, góð verönd með heitum potti er við húsið. Að Úlfljótsvatni er glæsileg þjónustumiðstöð með aðstöðu fyrir gesti, gufubað, billjard o. fl. Góðar gönguleiðir eru um allt nærliggjandi svæði. Sundlaug í nágrenninu og stutt er á Selfoss. Lyklar eru afhentir í þjónustumiðstöðinni að Úlfljótsvatni. Hafa þarf með sér sængurfatnað. Leigutími: Allt árið.

Úlfljótsvatn.

• 5 •

Sumarhús Hótel Edda - Reykjavík: Baron - Lind Fosshótel

Lyngás Hótel Edda Laugarvatni

Fosshótel Mosfell, Hellu Hótel Edda Skógum Hótel Edda Vík

Ásar


Ásar Sumarhúsið Ásar er í Skaftártungu ca. 235 km frá Reykjavík. Húsið er tvær hæðir ca 70 m2 hvor hæð. Á efri hæð er stofa með hornsófa, setustofa með tveimur svefnsófum, eldhús, eitt svefnherbergi og snyrting. Á neðri hæð er hjónaherbergi , tvö herbergi, baðherbergi og þvottahús. Svefnpláss er fyrir a.m.k. tíu manns og þar er eitt barnarúm. Tíu sængur fylgja en hafa þarf með sér sængurfatnað. Húsið er búið öllum nauðsynlegum húsbúnaði svo sem borðstofuborði fyrir 10 manns, örbylgjuofn, sjónvarpi, útvarpi, þvottavél og uppþvottavél. Við húsið er sólpallur með húsgögnum og heitum potti. Kolagrill. Gæludýr eru leyfileg. Lyklar afhentir á Ytri Ásum. Ásar.

Sólheimar 25 Sólheimar 25, Ásheimar, er þriggja herbergja íbúð (95 fm) í Reykjavík í göngufæri við Grasagarðinn, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og Laugardalslaug. Íbúðin er á 10. hæð og þaðan er stórkostlegt útsýni yfir borgina. Í henni eru rúm fyrir sex, barnarúm og auk þess fjórar dýnur til að hafa á gólfi. Íbúðin er útbúin öllum nauðsynlegum húsbúnaði. Lyklar eru afhentir frá skrifstofu KJALAR. Leigutími: Allt árið.

Sólheimar 25.

Sólheimar 27 Sólheimar 27, Hulduheimar, er þriggja herbergja íbúð (75 fm) í Reykjavík í göngufæri við Grasagarðinn, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og Laugardalslaug. Íbúðin er á 9. hæð og þaðan er gott útsýni yfir borgina. Í henni eru rúm fyrir fjóra , barnarúm, auk þess eru til tvö „gestarúm“. Íbúðin er útbúin öllum nauðsynlegum húsbúnaði. Lyklar eru afhentir frá skrifstofu KJALAR. Leigutími: Allt árið.

Sólheimar 27.

Efstaland 10 Efstaland 10, Reykjavík efst í Fossvogsdalnum. Stutt er í rómaða göngustíga sem liggja upp í Árbæ og út á Seltjarnarnes. Íbúðin er tveggja herbergja og um 50 fm á jarðhæð og gengið er úr stofu út á verönd. Hún er með einu svefnherbergi með rúmi fyrir tvo og lausar dýnur fyrir þrjá, sængur og koddar eru fyrir fimm. Íbúðin er útbúin öllum nauðsynlegum húsbúnaði. Þvottahús er á hæðinni í sameign. Lyklar eru afhentir frá skrifstofu KJALAR. Leigutími: Allt árið. Efstaland 10.

• 6 •


Norðurland Landslag á Norðurlandi er mjög fjölbreytt. Þar eru gróðursælar sveitir og örfoka land. Þar eru stórir firðir og stórar eyjar úti fyrir, margir dalir og þar eru grænar grundir. Þar eru fjöll fyrir útivistarfólk, lautir fyrir lautartúra, Fosshótel laxveiðiár fyrir veiðimenn, hraun fyrir feluleiki, lygnar tjarnir fyrir Húsavík rómantík, náttúruperlur fyrir ferðafólk, söfn fyrir fróðleiksfúsa, flúðsiglingar fyrir ofurhuga, hvalaskoðunarferðir fyrir sjóhetjur, Laxárlundur Ytri-Vík Pæjumót fyrir fótboltastelpur, menningarviðburðir fyrir sálina o.s.frv. Hótel Edda Af markverðum stöðum má nefna Ásbyrgi, Vesturdal og Dettifoss, Fosshótel Stórtjörnum Fagravík Áning Mývatnssveit, Aldeyjarfoss, Hrísey, Kotagil, Hóla í Hjaltadal, Fosshótel Akureyri Siglufjarðarskarð, Hveravelli, Kálfshamarsvík, Borgarvirki og Laugar Hótel Edda Hótel Edda Hvítserk. Húnavellir Akureyri Byggðasafn er í hverju héraði en byggðasöfnin á GlaumHótel Edda bæ og Grenjaðarstað eru í gömlum torfbæjum. Söfn af Laugabakka örðum toga eru t.d. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi (www.simnet.is/textile), Vesturfarasetrið á Hofósi (www.hofsos.is), Síldarminjasafnið á Siglufirði (www.siglo.is/herring), Samgönguminjasafnið Ystafelli Sumarhús (www.ystafell.is) og Hvalamiðstöðin á Húsavík . Slóðir sem gefa meiri upplýsingar um afþreygingu og viðHótel Edda burði á svæðinu, hvort heldur verið er að tala um FiskiFosshótel daginn á Dalvík, Þjóðlagahátíð á Siglufirði, Fullveldishátíð í Hrísey, Þýska daga eða Mæru daga, eða jafnvel eitthvað annað, eru t.d. www.northwest.is, www.siglo.is, www.eyjafjordur.is, www.husavik.is.

Laxárlundur Laxárlundur er sumarhús KJALAR í Aðaldal. Húsið er lítið þriggja herbergja hús með rúmstæðum fyrir tvo fullorðna og þrjú börn, en tvær lausar dýnur eru til staðar fyrir gesti. Góð grasflöt er við húsið svo hægt er að tjalda. Húsið er í sumarbústaðahverfi í Aðaldalshrauni rétt við Húsavíkurflugvöll. Hvorki þjónustumiðstöð eða verslun er í hverfinu en stutt er til Húsavíkur. Lyklar eru afhentir frá skrifstofu KJALAR. Leigutími: Vor og haust. Húsið er í leiguskiptum við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um hús að Úlfljótsvatni.

.Laxárlundur.

Ytri - Vík Sumarhús í Ytri Vík ( Kálfskinni) hjá ferðaþjónustu Sportferða. Húsin eru afar vel búin með öllum venjulegum búnaði. Gistirými og sængur og koddar eru fyrir fjóra til sex. Heitur pottur er við öll húsin. Sportferðir ehf. Kálfskinni eru með sérstök verðtilboð fyrir félagsmenn í snjósleðaferðir, jeppaferðir, dorgveiði, sjóferðir og svartfuglsveiðar. Leigutími: Vor, haust og vetur. Ytri-Vík.

Fagravík Á sumarhúsakerfinu Fögruvík, sem er 4 km. norðan Akureyrar, er KJÖLUR með sex til átta manna sumarhús. Í húsinu eru tvö tvíbreið rúm og tvær kojur. Koddar og sængur fylgja en greiða þarf þvottagjald ef sængurföt eða handklæði eru leigð. Húsið er útbúin öllum nauðsynlegum húsbúnaði.Við húsið er verönd með húsgögnum og útigrilli ásamt heitum potti (sjá www.fagravik.is) Lyklar og sængurfatnaður afhentur á Sílastöðum. Leigutími: Sumar. Fagravík.

• 7 •


Drekagil 21, Giljahverfi á Akureyri Íbúðin er 70 fm á 1. hæð í fjölbýlishúsi og er með tveimur herbergjum, stofu og eldhúskrók. Íbúðin er útbúin öllum nauðsynlegum húsbúnaði. Svefnstæði eru fyrir sjö; tvíbreitt rúm, tvíbreiður svefnsófi, eitt einstaklingsrúm og tvær lausar dýnur. Sex sængur og koddar fylgja. Hafa þarf með sér sængurfatnað. Á hverri hæð er þvottahús til afnota. Hjá umsjónarmanni er hægt að leigja rúmföt á kr. 750 á viku, aukasæng og kodda á kr. 750 á viku, aukadýnu á 750 kr. viku og gjald fyrir ræstingu á íbúðinni að dvöl lokinni er eftir samkomulagi við umsjónarmann. Lyklar afhentir hjá umsjónarmanni hússins. Leigutími: 3. júní -19. ágúst

Drekagil 21.

Austurland Sumarhús Hótel Edda

Þegar dvalist er á Héraði þá eru fjölmargar dagsferðir sem hægt er að fara út frá bústöðunum. Borgarfjörður eystri er ein náttúruparadís og er gott að gefa sér góðan tíma þar. Skoða Kjarvalssafn, Álfastein, Álfaborg sem er sérstök hamraborg sem mikil álfatrú er á. Svo er ómissandi að ganga í Stórurð, hægt er að velja 3 mislangar leiðir. Einnig er hægt að keyra yfir í Loðmundarfjörð sem er eyðifjörður með gömlu prestssetri. Dagsferðir niður á firði til Norðfjarðar í gegnum Eskifjörð og skoða stríðsminjasafnið á Reyðarfirði. Skreppa til Seyðisfjarðar sem er elsti verslunarstaður landsins með gömlum og uppgerðum húsum og er áfengisverslunin ein af þeim elstu og hefur verið í óbreyttri mynd í áratugi.

Fosshótel

Eiðar Hótel Edda Egilsstaðir Fosshótel Egilsstaðir Hallormsstaður

Hótel Edda Eiðar Hótel Edda Neskaupsstað Fosshótel Reyðarfjörður

Einn dagur getur farið í að keyra inn í Fljótsdal í gegnum Hallormsstaðarskóg og koma við á Skriðuklaustri. Í Végarði sem er gamalt samkomuhús er nú upplýsingamiðstöð Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar. Ef farið er áfram norðan megin við Lagarfljótið þá blasir Hengifoss við í leiðinni sem er einn af okkar hæstu og fallegustu fossum (www.egilstadir.is ) (www.landsvirkjun.is) (www.lagarfljot.is ). Hótel Edda Nesjaskóli

Fosshótel Vatnajökull, Höfn

Í boði verða nokkrar vikur í sumarhúsi á Einarstöðum og /eða Úlfstöðum, sem verða úthlutað eftir eftirspurn á Eiða og sem annar valkostur.

Eiðar Á orlofshúsasvæði BSRB að Eiðum eru 17 hús og hefur KJÖLUR eitt þeirra til umráða. Húsið er með þremur svefnherbergjum og rúmstæði eru fyrir sex manns. Það er í einstaklega skemmtilegu kjarrivöxnu landi við Eiðavatn. Hægt er að róa út vatnið en árabátur og björgunarvesti fylgja húsinu. Afgreiðsla lykla og rúmfata fer fram á Edduhótelinu á Eiðum. Leigutími: Vor, sumar og haust.

Eiðar.

• 8 •


Vesturland Landshlutinn er margbreytilegur og býður upp á fjölda athyglisverðra staða til að skoða. Fjallageitur geta gengið á Akrafjall og séð þannig mestan hluta Vesturlands, allt frá Faxaflóa að Snæfellsjökli á meðan aðrir kjósa að busla í sjónum á Langasandi. Jarðhiti er mikill í Borgarfirði og í Reykholtsdal er að finna vatnsmesta hver landsins, Deildartunguhver. Í sömu ferð er tilvalið að skoða sögustaðinn Reykholt og enda í Húsafelli þar sem margvíslegir útivistarmöguleikar eru í boði. Snæfellsjökull er helsta tákn Vesturlands og með yngstu þjóðgörðum landsins en innan hans eru einnig stórkostleg strandlengja þar sem skiptast á náttúrumyndanir og merkilegar sögulegar minjar um útræði fyrri tíma. Á sunnanverðu nesinu er tilvalið að skoða klettamyndanir á Djúpalónssandi, aflraunasteina við Dritvík, írsku búðir á Gufuskálum og brunninn Fálka með sínum 17 steindrepum. Frá Arnarstapa er boðið upp á ferðir upp á jökul og á Hellissandi er upplýsingamiðstöð fyrir þjóðgarðinn. Ekki má gleyma eyjunum á Breiðafirði en frá Stykkishólmi eru ferðir yfir Breiðafjörð til Brjánslækjar á Barðaströnd með viðkomu í Flatey. Fyrir unnendur sögu og menningar eru fjöldi safna, sýninga og Hótel Edda handverkshúsa á Vesturlandi. Má þar nefna Safnasvæðið á AkraHellissandi nesi, (www.museum.is), Safnahús Borgarfjarðar, Reykholt í Borgarfirði, (www.snorrastofa.is), Hvanneyri með búvélasafni og ullarseli, (www.buvelasafn,is), (www.ull.is), Norska húsið í Stykkishólmi og Eiríksstaði í Dölum, (www.leif.is),

Sumarhús Hótel Edda Fosshótel

Hótel Edda laugar

Munaðarnes

Á hverju sumri eru haldnar margar hátíðir á Vesturlandi. Má þar nefna Borgfirðingahátíð,fjölskylduhátíð í júní (sjá www.borgarbyggd.is). Á Akranesi eru írskir dagar aðra helgina í júlí (sjá www.akranes.is), og í Reykholti er Reykholtshátíð, tónlistarhátíð haldin í júlí, (sjá www.reykholt.is), Í Ólafsvík eru Færeyskir dagar fyrstu helgina í júlí, (www.snb.is), og í Grundarfirði er fjölskylduhátíðin Á góðri stundu í júlí, sjá (www.vesturland.is) . Danskir dagar eru í Stykkishólmi í ágúst (sjá www.stykkisholmur.is), og Leifshátíð á Eiríksstöðum í Dölum í júlí (www.leif.is) Nánari upplýsingar er að finna á síðunum (www.vesturland.is), (www.west.is), og (www.borgarfjordur.is), auk þess sem upplýsingamiðstöðvar eru í hverju héraði.

Munaðarnes Í orlofshúsabyggð BSRB í Munaðarnesi og Stóru Skógum eru 95 hús og hefur KJÖLUR þrjú hús til umráða. (hús nr. 21 36 og 37 ) Heitur pottur er við öll húsin. Byggðin dreifist mjög skemmtilega um svæðið þannig að ekki finnst mikið fyrir öllum þessum fjölda. Þar er mjög góð þjónustumiðstöð og þar er verslun, vín- og veitingasala til staðar. Skemmtilegt gönguleiðakort af merktum gönguleiðum er hægt að fá af svæðinu. Stutt er yfir í Varmaland í sund og golfvöll að Hamri og hestaleigu. Afgreiðsla lykla og sængurfatnaðar og hreinlætisvara er í þjónustumiðstöðinni. Leigutími: allt árið.

Munaðarnes 36.

Nr. 36 37 Munaðarnes

Munaðarnes 21. Nr. 21

• 9 •

Fosshótel Bifröst


Vestfirðir Sumarhús Hótel Edda

Þegar dvalist er í Súðavík er hægt að fara ýmsar leiðir þar um kring. Á leið vestur hvort sem ekið er Strandir og með viðkomu í Hólmavík ( sjá www.holmavik.is) eða Barðaströndina eru margir áhugaverðir viðkomustaðir (sjá www.vestfirdir.is). Á Ísafirði er hægt að fara í gömlu pakkhúsin niðri í Neðsta kaupstað. Einnig er hægt að sigla í dagsferð til Hornvíkur þar sem náttúrufegurðin engu lík og víkin er umgirt stærstu fuglabjörgum Íslands. Í þessari ferð gefst m.a. tækifæri til að ganga á Hornbjarg og skoða stórkostlegt fuglalíf og búskap refa í friðlandinu. Á góðum degi sést alla leið suður að Geirólfsnúpi af bjarginu. Ferðin tekur um 12 tíma og þar af er dvalið í Hornvík í um 6 tíma (sjá www.vesturferdir.is).

Súðavík

Hótel Edda Ísafjörður

Hótel Edda Núpi

Súðavík Félagið hefur tekið á leigu rúmgóða tveggja herbergja íbúð að Aðalgötu 2 á Súðavík. Íbúðin er eitt svefnherbergi og tvíbreiður svefnsófi í stofu. Íbúðin er útbúin öllum húsbúnaði. Sængur og koddar fyrir fjóra, en hafa þarf með sér sængurfatnað. Á Súðavík er að finna alla þjónustu s.s. heilsugæslu, banka, matvörubúð og veitingahús með vínveitingaleyfi. (sjá www.sudavik.is) Lyklar eru afhentir fyrir vestan hjá Sumarbyggð hf. á Súðavík. Leigutími: 24. júní - 5.ágúst

Frá Súðavík.

Tindar á Borgarfirði Eystri.

- Ljósm. Arna Jakobína.

• 10 •


h-sími :

Vinnustaður:

gsm-sími:

Móttekið:

Félagsaldur:

@

Fellihýsi

Tjaldvagn

Leigutímabil hefst: Leigutímabili lýkur:

Efstaland 10 Reykjavík

Sólheimar 27 Reykjavík

Sólheimar 25 Reykjavík

Leigutímabil hefst: Leigutímabili lýkur:

Úlfljótsvatn

Súðavík

Lyngás Biskupstungum

Laxárlundur Aðaldal

Munaðarnes 36 og 37

Munaðarnes 21

Eiðar

Fagravík við Akureyri

Drekagil 21, Akureyri

Ásar í Skaftártungum

Leigutímabil hefst: Leigutímabili lýkur:

3/6 9/6

11/5 18/5

13/5 20/5

10/6 16/6

18/5 25/5

20/5 27/5

17/6 23/6

25/5 1/6

27/5 3/6

24/6 30/6

1/6 8/6

3/6 10/6

1/7 7/7

8/6 15/6

10/6 17/6

8/7 14/7

15/6 22/6

17/6 24/6

15/7 21/7

22/6 29/6

24/6 1/7

22/7 28/7

29/6 6/7

1/7 8/7

29/7 4/8

6/7 13/7

8/7 15/7

5/8 11/8

13/7 20/7

15/7 22/7

12/8 18/8

20/7 27/7

22/7 29/7

19/8 25/8

27/7 3/8

29/7 5/8

26/8 1/9

3/8 10/8

5/8 12/8

10/8 17/8

12/8 19/8

17/8 24/8

19/8 26/8

24/8 31/8

26/8 2/9

31/8 7/9

2/9 9/9

7/9 14/9

9/9 16/9

Merkja skal með tölunni 1,2,3, eða 4 (ekki fleiri) við það orlofshús og tímabil sem óskað er eftir. Talan 1 stendur fyrir það sem félagsmaður kýs helst og talan 4 það sem hann vill síst. - Húsin eru ekki til leigu það tímabil sem er skyggt. - Nánari upplýsingar eru í síma 525 8383 eða kjolur@kjolur.is og www.kjolur.is

Póstnr.

Heimili: v-sími:

Kennitala: Netfang:

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 15. APRÍL 2005

Orlofssjóður KJALAR, Pósthólf 75, 602 Akureyri

Umsækjandi:

Dagsetning:

Sumarúthlutun árið 2005


140 80 50 50 50 35 55 90 47 50 102 79 60

4 2 1 3 2 2 3 2 2 3 2 2 1

55

1-2

10 4 2 6 6 4 9 4 6 6 7 5 4 4-6 4***

10 6 5 8 6 6 12 8 8 8 10 8 4

nei nei nei já nei nei nei já já já já já nei

6-8 4-6

nei nei

nei nei nei nei já já já nei nei nei nei nei nei nei nei já

já nei nei já nei já já nei já já nei nei já nei já nei

já já já já já já já já já já já já já já já

já nei nei nei já nei já nei já já nei nei nei

verð

skiptidagar

heitur pottur

sjónvarp

kolagrill

gasgrill

sængurfatnaður

sængur

svefnstæði

svefnherbergi

Orlofshús og íbúðir Ásar í Skaftártungum . . . . . . . . . . Drekagil 21 Akureyri . . . . . . . . . . . Efstaland 10 Reykjavík . . . . . . . . . . Eiðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Fagravík við Akureyri . . . . . . . . . . . Laxárlundur Aðaldal . . . . . . . . . . . . Lyngás Biskupstungum . . . . . . . . . Nees Danmörk . . . . . . . . . . . . . . . Munaðarnes 21 . . . . . . . . . . . . . . Munaðarnes 36 & 37 . . . . . . . . . . Sólheimar 25 Reykjavík . . . . . . . . . Sólheimar 27 Reykjavík . . . . . . . . . Súðavík . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tjaldvagn / Fellihýsi . . . . . . . . . . . Úlfljótsvatn . . . . . . . . . . . . . . . . . Ytri-Vík - lítið hús . . . . . . . . . . . . . . Sjá umfjöllun um hótel og gistimiða á www.kjolur.is

stærð í fm

Það helsta um orlofsdvalarstaðina

fös 18.000 fös 16.500 mið 13.000 fös 15.000** fös 18.000 fös 13.000 fös 18.000 lau 21.000 fös 18.000* fös 18.000* mið 16.500 mið 16.500 fös 13.000 8-10.000 fös nei fös 18.000* já helgi 11.500>

Allur venjulegur húsbúnaður fylgir öllum húsum. Getsir þurfa að þrífa og ganga frá húsunum að dvöl lokinni. Í hverju húsi eru leiðbeiningar um frágang og þrif. * Verð skiptist þannig að frá 13. maí - 27. maí og 19. ágúst - 9. sept. er leiguverð kr. 14.500. ** Verð skiptist þannig að frá 13. maí - 27. maí og 19. ágúst - 9. sept. er leiguverð kr. 12.000. *** Svefnpláss eru fyrir fjóra en auk þess eru húsin með 4-6 manna svefnlofti. > Vetrarleiga Ytri-Vík (helgarverð). Lítið hús kr. 8.000 (Snúður og Snælda) Miðlungs hús kr. 9.500 (Gil og Sel) Stórt hús kr. 11.500 (Bakki/Brekka/Hlíð)

Félagsmenn athugið Líkur á úthlutun fyrstu og síðustu vikur sumarsins eru mun meiri en um mitt sumar. Vetrarleiga hefur ekki áhrif á sumarúthlutun. Heimasíða KJALAR er www.kjolur.is

Profile for Kjölur stéttarfélag

Kjolfesta 1 2005  

Kjolfesta 1 2005  

Advertisement