Page 1

Hugmyndin er að gera þennan hvíta gang spennandi og líflegan. Mikill umgangur er um ganginn og eiga börn og aðstandendur þar leið um þegar þau fara í og koma úr rannsóknum. Síðast en ekki síst á svo heilbrigðisstarfsfólk þar leið um en það vinnur ótrúlegt starf undir miklu álagi alla daga. Við völdum þessa fimm liti hér að neðan til að bæta umhverfið og gera það bjartara. En þessir litir eru bjartir og fallegir án þess þó að vera of krefjandi.


Valdir voru fimm litir og hér að neðan má sjá mismunandi útfærslur á lengd litakassa og uppröðun á þeim. Listamennirnir hafa val um fjóra liti utan þess litar sem er á þeim fleti er listamaðurinn vinnur á. Þetta fyrirkomulag veldur því að ósjálfrátt myndast samræmi milli verkanna er prýða ganginn og gangurinn er fallegur í nærmynd og úr fjarlægð. (Sjá. blaðsíðu 3.)

#806E5C

#FF6C20

#E2C479

#F6F6DC

#8F97A4


Hér að neðan er sýnt dæmi um hvernig hugsanleg verk myndu líta út unnin í þessum tilgreinda litaskala. Settur er upp einfaldur kassi og hringur til að gefa smá mynd af tillögunni.

Tillaga litir nefnd final  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you