Page 1

Kosningaskrifstofa S - listans og annað félagshyggjufólk

er að Garðarsbraut 62, (í gamla sparisjóðshúsinu).

Vinnum saman

Skrifstofan er opin alla virka daga Frambjóðendur

Samfylkingar og annars félagshyggjufólks við sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014 1. Jónas Hreiðar Einarsson, rafmagnsiðnfræðingur, Húsavík 2. Kjartan Páll Þórarinsson, stjórnmálafræðingur/smiður, Húsavík 3. Anna Ragnarsdóttir, skrifstofutæknir/ritari, Húsavík 4. Björn Halldórsson, bóndi, Valþjófsstöðum, Öxarfirði 5. Berglind Pétursdóttir, viðskiptafræðingur, Húsavík 6. Unnur Sigurðardóttir, leikskólakennari, Húsavík 7. Einar Gíslason, framkvæmdastjóri/ferðamálafræðingur, Húsavík 8. Sigríður Valdimarsdóttir, húsmóðir, Raufarhöfn 9. Gunnar Illugi Sigurðsson, tónlistarmaður, Húsavík 10. Erla Dögg Ásgeirsdóttir, náms og starfsráðgjafi, Húsavík 11. Sindri Ingólfsson, nemi, Húsavík 12. Rannveig Þórðardóttir, förðunarfræðingur/leiðbeinandi, Húsavík 13. Hreiðar Másson, nemi, Húsavík 14. Silja Árnadóttir, nemi, Húsavík 15. Júlíus Jónasson, vélstjóri, Húsavík 16. Aðalbjörg Sigurðardóttir, læknaritari, Húsavík 17. Kristbjörg Sigurðardóttir, félagsliði, Húsavík 18. Sigurjón Jóhannesson, fv. skólastjóri Húsavík

Kl. 17:00 - 19:00 og laugardaga Kl. 11:00 - 13:00 Á kjördag verðum við með heitt á könnunni frá kl. 10:00 Kosningakaffi hefst kl. 14:00 - 18:00 Símar á kjördag: Jónas Hreiðar: GSM: 869 -2492 Kjartan Páll: GSM: 868-3757

X

S

1. sæti Jónas

2. sæti. Kjartan

3. sæti. Anna

Helstu áherslumálin Atvinnu- fjölskyldu og umhverfismál

eru okkar mál

X

S


Megin áherslumál

Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er undirstaða velferðar í öllum samfélögum. S - listinn leggur áherslu á fjölskrúðugt atvinnulíf í sveitarfélaginu öllu. Nýta verður þau tækifæri sem þegar eru til staðar og einnig þarf að vera opinn hugur fyrir nýjum leiðum. Auðlindir sveitarfélagsins eru fjölbreyttar. Fyrir utan mannauðinn má nefna orku, náttúrufegurð og auðlindir hafsins.

Vinna að uppbyggingu heilsárs ferðaþjónustu.

Að sveitarfélagið leggi áherslu á uppbyggingu í ferðaþjónustu frá Kelduhverfi til Raufarhafnar. Í því sambandi er Dettifossvegur mikilvægur.

Standa vörð um opinber störf í sveitarfélaginu um leið og við mótmælum uppstyttulausum inngripum ríkisvaldsins í þá veru að færa slík störf í burtu.

Þrýsta á stjórnvöld að styrkja enn frekar verkefnið ,,Brothættar byggðir”. Sameiginlegt hagsmunamál okkar er að halda landinu öllu í byggð og efla þá starfsemi sem þar er. Um leið sýnum við þeirri menningu og sögu sem þar er verðskuldaða virðingu.

Við viljum 

Fylgja eftir frekari áformum um fjölþætta iðnaðaruppbyggingu á Bakka sem byggir á endurnýjanlegri orku.

Styðja við þau fyrirtæki sem þegar eru til staðar í sveitarfélaginu og skapa þeim skilyrði til að vaxa og dafna.

Markvissan stuðning við nýsköpun og frumkvöðlastarf.

Krefja ríki og Fjarskiptasjóð um að koma upp öflugu net og farsímasambandi um allt sveitarfélagið.

Beita okkur fyrir áframhaldandi samvinnu sveitarfélaga á svæðinu í sorpmálum.

Gera sveitarfélagið að ákjósanlegum búsetukosti fyrir unga sem aldna. Tryggja þarf nægjanlegt framboð af leikskóla- og dagvistunarplássum. Auka þarf dvalar og hjúkrunarrými fyrir aldraða.

Taka upp frístundakort fyrir allar íþróttir og tómstundir. Bæta aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi umferð í þéttbýli með sérstaka áherslu á bætt aðgengi fyrir fatlaða.

og annað félagshyggjufólk

X

S

Helstu áherslur S lista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Norðurþingi 2014  

Helstu áherslur S lista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Norðurþingi 2014.

Advertisement