Kjarninn - 46. útgáfa

Page 53

beinn kostnaður vegna mismunandi aðgerða Í ofangreindri skýrslu er gerður samanburður á kostnaði kolefnisbindingar í skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Tekið er fram að kostnaðarmat sé erfiðleikum bundið, einkum þar sem mestur hluti kostnaðar fellur til strax í upphafi en ágóðinn skilar sér á mörgum áratugum. Þetta á ekki síst við um skógrækt. Með þessum fyrirvara er niðurstaðan sú að hvert tonn bundins kolefnis kostar um 900 kr. í framræsluverkefnum en 1.300–1.500 í landgræðslu og skógrækt. Séu þessir útreikningar réttir er hagstæðast fyrir ríkið að leggja fé í endurheimt votlendis til að ná markmiðum í loftslagsmálum. áhrif landnýtingarkosta á lífríki og landslag Í frægri grein, „Hernaðurinn gegn landinu“, sem birtist í Morgunblaðinu á nýársdag árið 1970, rekur Halldór Laxness aðför manna og búsmala að náttúru landsins í gegnum tíðina, hvort sem er vegna landbúnaðar eða stóriðju. Tilefni greinarinnar var aðallega áform sem þá voru uppi um frekari virkjun Laxár í Mývatnssveit, sem hefði drekkt um 12 km af Laxárdal, og um groddalega útfærslu Norðlingaöldulóns sem hefði fært á kaf stóran hluta Þjórsárvera. Í greininni segir nóbelsskáldið m.a.: „Menn komu hér upphaflega að ósnortnu heiðalandi sem var þéttvaxið viðkvæmum norðurhjaragróðri, lýngi og kjarri, og sumstaðar hefur nálgast að vera skóglendi; hér var líka gnægð smárra blómjurta; og mýrar vaxnar háu grasi, sefi og stör, morandi af smákvikindum allskonar og dróu að sér fugla svipað og Þjórsárver gera enn þann dag í dag.“ Mýrarnar segir hann lífseigustu gróðurlendin: „Seigar rætur mýragróðursins halda gljúpum jarðveginum saman og vatnið nærir fjölda lífrænna efna í þessum jarðvegi og elur smádýralíf sem að sínu leyti dregur til sín fugla. Mýrarnar eru stundum kallaðar öndunarfæri landsins.“ Við þessa lýsingu á landkostum Íslands við landnám og mikilvægi votlendis getur náttúrufræðingur fáu gagnlegu bætt. Ekki er um það deilt að lífríki landsins er aðeins svipur hjá sjón hjá því sem það var við landnám. Stór hluti gróðurhulu 04/08 áLit


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.