Kjarninn - 39. útgáfa

Page 76

stundina – sem ég var að enda við að pósta instagrammynd af og monta mig af því að eiga fallegustu og bestu vini í heimi. enn einn snjallfallinn Einn þeirra fékk sér snjallsíma um daginn og kættumst við hin í hópnum þegar hann smellti inn þessu á bók bókanna: „Var að fá snjallsíma. Hvað geri ég næst? (fyrir utan að hætta að tala við vini mína þegar ég sit með þeim til borðs, obviously).“ Við hlökkuðum til að sjá fyndni hans ná nýjum hæðum með snjallsímamyndavél að vopni. Hann stendur sig með miklum sóma (hahaha – ritvinnsluforritið leiðrétti sóma í síma), nema að hann er ekki orðinn eins snjallóþolandi og við hin. Hann heldur ennþá fast í hefðina að grínast við fólkið sem hann er að hanga með þá stundina. Ég hef spjallað vona að hann haldi í þessa hefð sem lengst.

„Ég við sambýliskonu mína í tölvunni – þó að hún sé í næsta herbergi.“

læk Þrír samfélagsmiðla-/snjalltækjaspádómar hræða mig. Í 1984 er talað um að tungumálið sé að rýrna – og brátt skorti orð til að tjá blæbrigði. Í heimi þar sem „like“ þýðir allt frá „það besta sem ég hef á ævinni séð“ til „ég votta þér innilega samúð mína“ hringir þetta viðvörunarbjöllum. Nánast allt í LoveStar er óhugguleg lesning, sérstaklega í ljósi þess að hún er gefin út árið 2002. Í kvikmyndinni Wally, fara öll samskipti hinna almennu borgara fram með skjáforriti, þeir nenna ekki einu sinni að snúa höfðinu í átt að þeim sem situr við hliðina á þeim. Ég hef spjallað við sambýliskonu mína í tölvunni – þó að hún sé í næsta herbergi.

tvær konur „Ég hélt þú værir hressari í alvörunni,“ sagði maður við mig einu sinni, „þú ert nefnilega svo fyndin á feisbúkk“. Ég vissi ekki hvort þetta væri hrós til handa internet-Margréti eða diss á lifandi Margréti. Líklega bæði, því þær eru langt í frá sama manneskjan. Internet-Margrét svífur á milli danstíma og búningapartía og er mun beinni í baki og brosmildari en 62/63 kjaFtæði


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Kjarninn - 39. útgáfa by Sameinaða útgáfufélagið - Issuu