Page 1

KiwanisfrĂŠttir


Tökum nú höndum saman og eflun starfið Ágætu félagar Það verður að segjast eins og er, að ekki var ritstjóri mjög bjartsýnn í byrjun árs, félagatalan á niðurleið og einhvern vegin dróst undirrituð niður á veginn líka. Var Kiwanishreyfingin að leggjast undir lok - svona hugsanir og margt fleira rann í gegnum hugann - en einhvern veginn vildi ég ekki trúa því að hreyfing eins og Kiwanis þjónaði ekki tilgangi lengur í samfélagi eins og okkar þar sem mikil þörf er fyrir alls kyns hjálp. En strax í lok janúar lyftist ég aðeins. Ægissvæðið blés í herlúðra og sendi frá sér lífsvísir sem alls staðar er vel tekið og hefur nú verið ákveðið að dreifa

lífsvísnum á landsvísu. Með þessu eintaki Kiwanisfrétta fylgir lífsvísirinn og vill ég endilega hvetja alla sem lesa blaðið að lesa lífsvísinn vandlega. Umdæmisstjórn blés síðan í sína herlúðra og boðaði til ráðstefnu þann 8. mars síðastliðinn. Það verður að segjast að slík ráðstefna, varð til þess, að höfuð og herðar lyftust allverulega. Það sýndi sig að mikill hugur er í fólki að efla starfið og að fjölga félögum, þá kom og margt fróðlegt fram þarna. Vil ég sérstaklega þakka fyrir að hafa fengið að vera með þennan dag, þetta var þvílík lyftistöng og kom ég mjög bjartsýn frá þessum degi. Ég vil skora á verðandi umdæm-

Þyrí Marta Baldursdóttir isstjórn að fylgja þessu nú eftir og hafa einn svona dag á ári. Og ekki má gleyma að niðurstöður úr svona ráðstefnu þurfa að liggja fyrir svo að Kiwanisfélagar geti

nálgast þær og dettur mér þá einna helst í hug vefurinn okkar. Eitt vil ég nefna við ykkur góðir Kiwanisfélagar endilega tilkynnið aðseturskipti til skrifstofunnar - það þarf að koma gögnum í póst og er þá hvimleitt að fá allt endursent þar sem póstskráin er ekki rétt. Að lokum vil ég þakka þeim fjölmörgum sem gefið hafa sér tíma til að skrifa í blaðið - án ykkar yrði ekki blað. Tökum nú höndum saman - eflum starfið fjölgum félögum - mætum á Umdæmisþingið í ágúst og síðast en ekki síst munum kjörorð umdæmisstjóra „Kiwanis er vinátta“. Þyrí Marta Baldursdóttir ritstjóri

Byggjum til framtíðar Ágætu félagar. Undanfarna mánuði höfum við rætt mikið um stöðu Kiwanis, öll erum við sammála um að ýmislegt megi betur fara hjá okkur, sérstaklega í útbreiðslu og kynningarmálum. Þess vegna var boðað til ráðstefnu 8. mars undir kjörorðinu BYGGJUM TIL FRAMTÍÐAR til þessarar ráðstefnu var boðið kjörsvæðisstjórum og kjörforsetum allra klúbba. Ýmsir hafa velt því fyrir sér afhverjum þessum félögum var boðið til ráðstefnunnar en ekki eldri og reyndari félögum. Okkur sem erum í stjórninni kom saman um að bjóða framtíðar leiðtogum okkar til að ræða um framtíðina. Þátttaka félaganna í þessari ráðstefnu var framar öllum vonum 42 félagar frá 26 klúbbum mættu og tóku virka þátt í að stíga skrefin fram á við. Nánar er skýrt frá niðurstöðum umræðuhópanna annar stað-

ar hér í blaðinu. Ég vil þakka öllum þeim sem unnu að undirbúningi ráðstefnunnar fyrir vel unnin störf og vil ég sérstaklega nefna undirbúningsnefndina þau Sigurð Pétursson Viðey, Ingu Guðbjartsdóttur Sólborgu og Arnald Bjarnason Eldey. Ég sagði í ávarpi þegar ég tók við embætti umdæmisstjóra að sóknin væri hafin, það sannaðist svo sannarlega á þessari ráðstefnu. Verkefni félaga í Ægissvæði Lífsvísir er eitt merkasta verkefni sem við höfum unnið að á þessu ári og er ég stoltur af þessu fólki sem hefur unnið að þessu verkefni sem þau hafa nú þegar lokið. Nú eru félagar í Eddusvæði og Þórssvæði að undirbúa sig til að taka við og dreifa lífsvísinum á sínum svæðum og áfram skal haldið og takmarkið er að dreifa lífsvísinum í alla framhaldsskóla landsins. Þess má geta

Útgefandi: Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar Ábyrgðarmaður: Valdimar Jörgenson, umsdæmisstjóri Ritstjórn: Þyrí Marta Baldursdóttir Umsjón: Ragnar Örn Pétursson Forsíðumynd: Jökulgil, tekin af Sigurði H. Stefnissyni. 32. árg. • 1. tbl. • Desember 2002 Prentvinnsla: Grágás ehf.

Kiwanisfréttir

2

að félagar í Ægissvæði hafa samið um lægri prentunarkostnað á viðbótar upplag og eru auk þess komin með jákvæðar undirtektir um fjármögnun, svo þetta ætti ekki að kosta styktarsjóði klúbbana mikið. Ég hef á undanförnum mánuðum heimsótt marga klúbba og svæðisráðstefnur og ég hef séð að víða er unnið vel, verkefnin eru mörg, margir klúbbar eru að undirbúa að afhenda reiðhjólahjálma í vor, margir klúbbar réttu hjálparhönd þeim sem eiga í erfiðleikum fyrir jólin. Auk þess sem leikföng hafa verið gefin á leikskóla, börn hafa fengið styrki til tónlistarnáms eða hljóðfærakaupa svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sem nokkrir klúbbar gáfu gjafir til Barnaspítala Hringsins. Allt þetta er í sönnum anda Kiwanishreyfingarinnar. Á alþjóða vettvangi er helst að mynna á sameiginlegt verkefni Umdæmanna í Evrópu um aðstoð barna í austur Evrópu til menntunnar, við erum virkir þátttakendur í undirbúningi þessa verkefnis en framkvæmdaáætlun verður lögð fram á Evrópuþinginu í vor. Nú líður senn að Umdæm-

isþingi sem verður í Reykjavík 29.-31.ágúst, ég vil hvetja alla Kiwanisfélaga til að taka þátt í þingstörfum, því þingið er opið öllum félögum hvort sem þeir eru fulltrúar klúbbanna eða ekki. Umdæmisþing er kjörinn vettvangur til að hitta félaganna og rifja upp gömul kynni, segja nokkra gamlar og góðar sögur og skemmtra sér svo saman á Galaballinu á eftir. Góðir félagar við höfum verð dugleg að vinna að eflingu Kiwanis og að styðja þá sem þurfa á aðstoð okkar að halda. Við skulum halda þessu áfram og efla Kiwanishreyfinguna landi og þjóð til heilla. Við skulum líka að muna eftir sjálfum okkur, reynum að gera starfið skemmtilegt fyrir okkur með því að hafa gott og skemmtilegt starf í klúbbunum og taka þátt í hinum ýmsu skemmtunum sem boðið er upp á bæði hjá klúbbunum og hjá svæðunum. Framundan eru sumarhátíðir, fjölskylduútilegur og ýmis ferðalög, ef við töku virkan þátt í þessum uppákomum verður starfið skemmilegra og við náum betri árangri í starfi. Kiwanis er vinátta Valdimar Jörgensson Umdæmisstjóri


Handboltamót Kiwanis í Eldborg Handboltamót Kiwanis í Eldborg í Hafnarfirði og Hauka var haldið með pompi og prakt að Ásvöllum í Hafnafirði sunnudaginn 5. janúar 2003. Eldborgarfélagar héldu þetta í sextánda skipti og buðu og sáu um veitingar, samlokur og djús og gáfu öllum boli. Handknattleiksdeild Hauka sáu um mótið. Á mótinu tóku krakkar í 7 flokk frá FH, Gróttu, Haukum og Stjörnunni, sem eru krakkar 9 ára og yngri. Þarna er ekki keppt um verðlaun, en markmiðið er að vera með. Mótið tókst mjög vel og fóru keppendur og foreldrar ánægðir heim. Styrkur Eldborgarfélaga í þessu móti er hátt á annað hundrað þúsund. Formaður unglinganefndar er Marteinn Kristjánsson.

STYRKTARSJÓÐUR Kiwanishreyfingarinnar Ísland - Færeyjar Ávallt úrval af Kiwanisvörum til á lagernum Hafið samband!

Munið gull og silfur stjörnurnar og styrktarsjóðsmerkin

Sigurður / Sveinn Sími 5883244 • Fax 5883246 isspor@mi.is

3


Jólafundur Eldborgar Jólafundur Kiwanisklúbbsins Eldborgar var haldinn þann 1.12.2002. Mættir voru 18 félagar og 27 gestir. Fundurinn hófst með því að forseti okkar Guðjón Guðnason bauð gesti og heiðursgest velkominn á þennan 1.033 fund sem var jólafundurinn okkar. Heiðursgestur okkar var Séra Bragi J. Ingibergsson og kona hans. Hann var áður

prestur á Siglufirði. Ekkjur látinna félaga voru einnig á þessum fundir. Fyrrverandi félagi okkar Elvar Borg og frú voru með okkur þetta kvöld og spilaði hann fyrir okkur nokkur jólalög undir söng okkar. Forseti veitti formanni mæðrastyrksnefndar 150.000 þúsund krónur ávísun og þakkaði Erna Matthíasson fyrir hönd nefndar og skjól-

Talið frá vinstri: Sigurbergur Sveinsson, Sigurjón Stefánsson, Magnús P. Sigurðsson ritari, Guðjón Guðnason forseti og Guðmundur Óli Ólafsson féhirðir.

Forseti afhendir formanni mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar 150.000 kr. stæðinga. Fundi var síðan slitið Einnig var veittur styrkur klukkan 22:00 um kvöldið og að upphæð 100.000 kr. til létu félagar vel af þessum styrktar sambýli í Hafnafirði. jólafundi sem er árlega ásamt Presturinn flutti óskaplega ekkjum. fallega jólahugvekju, sem var um hann sjálfan þegar hann Ritari Eldborgar var ungur drengur á jólaMagnús P. Sigurðsson föstu.

Almennur fundur haldinn á Sólvangi Almennur fundur var haldinn á Sólvangi í boði forstjóra Sólvangs, Sveins Guðbjartsonar þann 12.02.2003. Mættir voru 21 félagar og 3 gestir sem allir sækjast eftir inngöngu í klúbbinn. Sveinn, sem einnig er Eldborgar félagi fór yfir byggingar sögu Sólvangs og breytingar sem hefðu verið gerðar á

4

þeim 21 ári sem hann hefur starfað sem forstjóri Sólvangs. Eldborgar félagar reiddu fram 1 milljón króna til bókasafns Sólvangs og voru Eldborgarmenn að afhenta gjafaskjöld í því sambandi. Hér fylgja nokkrar myndir frá kvöldboði forstjóra Sólvangs.


5


Kiwanisklúbburinn Askja Kæru kiwanisfélagar Starfið hjá okkur í Öskju hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin ár. Ekki hefur okkur tekist að fjölga í klúbbnum þetta árið enn erum þó vongóðir að það takist á næsta starfsári. 2 félagar eru frá Bakkafirði og 13. mars síðastliðinn héldum við fund þar og er stefnt á að halda fund þar einu sinni á hverju starfsári. Í vetur hefur klúbburinn gefið rausnarleg-

ar gjafir. Félagsmiðstöð Vopnafjarðarskóla var gefin fartölva að verðmæti 220.000 kr. félagsheimilinu Miklagarði var gefin 253.000 kr. til að kaupa á hljóðkerfi fyrir leiksvið, björgunarsveitin fékk styrk upp á krónur 50.000 kr. leikskólinn Brekkubær fékk 70.000 kr. til kaupa á hjóli og sessum og svo fékk ný stofnað skátafélag 20.000 kr. til að geta byrjað starfsemi. Gjafirnar hafa

verið afhentar með viðhöfn svo bæjarbúar taki eftir því hvað við erum að gera, m.a fóru 5 félagar og heimsóttu félagsmiðstöðina og hittu þar krakkana og sögðu út á hvað kiwanisstarfið gengi, svo var hljóðkerfið afhent á þorrablóti Vopnfirðinga þar sem voru saman komnir 250 manns þannig að vel hefur verið tekið eftir okkur, öðrum hefur veri boðið á fund til að taka við gjöfum. Í sumar

munu félagar hreinsa og snyrta kirkjugarðinn eins og var gert síðastliðið sumar og er það liður í því að styrkja félagasjóð svo halda megi niðri félagagjöldum og hefur þetta mælst vel fyrir. Kiwanisklúbburinn Askja óskar öllum félögum gleðilegra páska og gleðilegs sumar og þakkar fyrir samstarfið í vetur.

Af starfi Kiwanisklúbbsins Helgafells Yfirstandandi starfsár Helgafells hófst með áfalli. Árshátíð klúbbsins og stjórnarskiptafund, sem halda átti 5. október 2002, varð að blása af vegna ónógrar þátttöku. Stjórnarskiptum var þar með frestað til næsta fundar í dagskrá og fóru þau þá fram með hefðbundnum hætti. Í kjölfar þeirra hremminga, sem frestun stjórnaskiptanna var, settu menn á laggirnar 4 manna nefnd til að skoða klúbbstarfið og gera tillögur til úrbóta. Nefndin lagði í mikla vinnu og skilaði af sér vandaðri skýrslu í byrjun febrúar. Skýrslan er nú mjög til skoðunar bæði hjá stjórn og á félagsfundum og mun vafalítið verða starfinu lyftistöng. Svo virðist annars sem þetta áfall hafi vakið félaga af einskonar dvala og þjappað þeim saman, því þátttaka í

6

starfi, á fundum og öðrum samkomum klúbbsins hefur síðan verið aldeilis ágæt. Helstu uppákomur í starfinu til þessa, auk reglulegra funda, eru annir desembermánaðar. Þær hefjast með pökkun jólasælgætis og sölu þess, sem gekk vonum framar í vetur. Skreyting félagshúss og elliheimilis eru og fastir liðir, sem og heimsóknir félaga á bæði sjúkrahús og elliheimili á aðfangadag. Jólafundirnir okkar hafa gegnum tíðina verið glæsilegir, en eftir að félagar Kiwanis og Sinawik slógu saman jólafundum sínum í einn, þá nær orðið glæsilegt tæpast að lýsa herlegheitunum. Á nýju ári ber Þorrablótið hæst en það sóttu 155 manns. Tómstundastarf félaga hefur sjaldan verið blómlegra en í vetur. Þar ber snókerinn hæst og alla mánuði frá september og fram í apríl keppa

menn á aðskiljanlegustu mótum. Sum mótin eru eingöngu ætluð Kiwanisfélögum en önnur einnig opin félögum annarra klúbba, s.s. Akoges og Oddfellow, og þá gjarna keppt innbyrðis milli klúbbanna. Og við ætlum að læra af áminningunni frá í fyrrahaust og halda áfram að vera stór klúbbur með öflugt starf. Til

marks þar um þá eru nú fjórir nýir félagar hjá okkur í „aðlögun“ og munu vonandi allir sjá ástæðu til þess að gerast fullgildir félagar á fjölmennri árshátíð og stjórnarskiptafundi í október í haust. Bestu kveðjur Kiwanisklúbburinn Helgafell


Kiwanisklúbburinn Elliði Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í samheldnum klúbbi eins og okkar, í tilefni 30 ára afmælis Elliða gáfum við lífsmarkamælir að verðmæti um kr.1.200.000.- til Barnaspítala Hringsins, hann var þá ekki kominn til landsins en þann 14. janúar fjölmenntum við Elliða félagar niður á spítala til að afhenda tækið. Það tók heldur lengri tíma en til stóð, því þó að tækið sé lítið, vegur það þungt í tækjaflota spítalans, og skipti engum togum að lyfta spítalans gat ekki borið bæði Elliða félaga og tækið, fór því beina leið niður í kjallara og festist þar milli hæða og varð að kalla út lið til að losa okkur, enn allt endaði þetta vel og tækið komst á leiðarenda, þar sem Ásgeir Haraldsson, prófessor

kvöldið okkar 21. febrúar s.l. í Valsheimilinu. Opnuðum við húsið kl 19.00 og buðum við þá þeim sem mættu fyrir kl 19.30 upp á drykk. Ragnar Hauksson kjörforseti Elliða setti samkomuna í forföllum Grétar Hannesonar forseta, en veislustjóri var Guðmundur Vésteinsson Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi. Ræðumaður kvöldsins var Einar Már Guðmundsson rithöfundur og skemmtikraftur kvöldsins var Jóhannes Kristjánsson eftirherma. Uppboðshaldari var Ásbjörn Egilsson Kjörforseti Evrópusambands Kiwanis, en Veislueldhús Harðar sá um matinn á Villibráðarhlaðborðinu. Gefin var út glæsileg dagskrá í lit meðal annars með myndum af listaverkum sem í boði voru, mat-

Frá villibráðakvöldi klúbbsins. í barnalækningum og forstöðumaður fræðslusviðs Barnaspítala Hringsins, ásamt læknum og starsfólki tók við tækinu og ítrekaði þakklæti til okkar vegna gjafarinnar og talaði um að þetta væri fulkomið tæki til vöktunar á lífsmörkum, blóðþrýstingi, öndun, súrefnismettun og hjartslætti. Eitt aðal fjáröflunarverkefni okkar er Villibráðakvöld, það hefur verið haldið í febrúar á hverju ári. Þar er boðið upp á, frábæran mat, skemmtiatriði, happadrætti með glæsilegum vinningum og málverkauppboði. Engin breyting var á þessu í ár og héldum við Villibráða-

seðli kvöldsins, happdrættisvinningum sem voru gefnir voru af átján styrktaraðilum, einnig voru gefin barmmerki með Kiwanismerki Elliða og ártali, eins og undanfarin ár, eru merki þessi orðin safngripir. Á kvöldið mættu hundrað áttatíu og tveir félagar og gestir og hafa færri komist að en vilja, en þess má geta að það mættu 14 frá Kiwanisklúbnum Þyrli og tókum við fyrr um kvöldið á móti Þyrilsfélögum með léttum veitingum í félagsheimili okkar Elliðamanna að Grensásvegi 8. Til að þetta gengi allt sem best, lögðum við Elliðafélagar á okkur mikla og skemmti-

Barnaspítala Hringsins var afhent lífsmarkamælir á 30 ára afmæli klúbbsins. lega vinnu við undirbúning kvöldsins og einnig á kvöldinu sjálfu enda var í mörgu að snúast, enn margar hendur vinna létt verk hjá samheldnum hóp. Nú er hafin undirbúningur skemmtikvölds fyrir vistfólkið á Hrafnistu í Hafnarfirði, en það hefur verið árlegur viðburður hjá okkur síðustu 20 árin. Með hækkandi sól fara börnin að hjóla og munum við eins og undanfarin ár gefa öllum börnum í 1. bekk grunnskólanna í Breiðholti reiðhjólahjálma. Einnig munum við eins og áður gefa bókagjafir til þeirra barna í 10. bekk grunnskólanna í Breiðholti sem skara fram úr

í móðurmálsfræði og ekki má gleyma sundmóti Íþróttafélagsins Aspar, en þar höfum við séð um tímatökur á mótinu í Sundhöll Reykjavíkur og gefið jafnframt alla bikara og verðlaunapeninga á mótið. Of langt mál yrði, að telja allt upp sem stendur til að gera, en víst er að alltaf er eitthvað skemmtilegt á dagskrá í samheldnum klúbbi eins og okkar, enda er Kjörorðið 2002 - 2003 Kiwanis er vinátta. Með Kiwaniskveðju Skæringur M. Baldursson Blaðafultrúi Elliða

Munið eftir að taka frá helgina 29. ágúst til 31. ágúst 2003 vegna umdæmisþings sem haldið verður í Reykjavík. 7


Kiwanisklúbburinn Grímur 25 ára Á þessu vori eru liðin 25 ár frá því að klúbburinn okkar var stofnaður. Kiwanisklúbburinn Grímur var stofnaður 3. júní 1978, að áeggjan Kiwanismanna frá Dalvík (Hrólfur) og Ólafsfirði (Súlur). Á stofnfundinn voru mættir 23 Grímseyingar og 10 Kiwanismenn frá Reykjavík , Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði. Fyrsti forseti klúbbsins var kosinn, Alfreð Jónsson á Básum. Þess skal getið strax, að frá þeim degi hefur ávallt nýr maður tekið við forsetaembættinu og halda menn að þetta sé jafnvel met hjá hreyfingunni. Grímur hefur starfað af miklum krafti allt frá stofnun og styrkt fjölmörg verkefni í heimabyggð, á Óðinssvæðinu ,á landsvísu svo og tekið þátt í sameiginlegum verkefnum í hinum stóra heimi.

Klúbburinn hefur alla tíð verið ómissandi þáttur í félagslífi Grímseyinga og hefur félagatalan lengst af verið um og yfir 20 sem hefur verið á bilinu 70- 90 % af karlpeningi eyjarinnar! Sögð er sú saga, að þegar klúbburinn var stofnaður hafi allir karlarnir gengið í hann, nema einn og hann er enn að reyna að stofna Lionsklúbb!! Á síðustu árum hefur klúbbmeðlimum tekist í fjáröflun að safna á bilinu 1-2 milljónir á ári og þykir það mjög sérstakt miðað við íbúatölu á staðnum. Fjáröflun hefur verið margs konar. Má nefna: Almanak með auglýsingum ,ruslataka í eynni, aðstoð og framkvæmd á sjóstangaveiðimót „ Sjóvaks“ í Eyjafirði, perusala, sala á jólavörum og fleira mætti telja. Meðal þess sem styrkt hef-

ur verið á allra síðustu árum er: Reist minnismerki um Dr. Daníel Willard Fiske - stuðningur við endurbætur á Miðgarðakirkju-stuðningur við handverkskonur í Gallerí Sól og gistiheimilinu Gullsól, viðhald á Félagsheimilinu Múla, útsýnisskífa sett upp á Fiskepallinum, styrkir til einstaklinga vegna veikinda og margt, margt fleira. Þess ber að geta að um síðustu áramót veitti klúbburinn styrk sem er kannski okkar stærsti til þessa. Við eftirlétum Björgunarsveitinni Sæþór alla flugeldasölu í eynni. Sveitin hafði í nokkur ár verið í fóstri hjá klúbbnum. Til gamans má geta þess að þeir seldu um síðustu áramót fyrir milli 800 og 900 þúsund krónur og eru aðeins um 30 heimili hér! Grímsmenn horfa bjartsýnir til framtíðar og munu vafalítið starfa af miklum krafti

áfram sem hingað til. Stofnmeðlimir voru: Alfreð Jónsson, *Gylfi Gunnarsson, Þorleifur Ólason, *Bjarni Magnússon, *Sigfús Jóhannesson, Sigurður Bjarnason, Gunnar Hjelm, Hannes Guðmundsson, *Þorlákur Sigurðsson, Valdimar Traustason, *Gunnar Ásgrímsson, *Ólafur Jóhannesson, *Gunnar Hannesson, *Garðar Ólason, *Óli H. Ólason, *Sæmundur Ólason, Einar Þorgeirsson, *Jóhannes Magnússon, Haraldur Jóhannsson, Halldór Jóhannsson, Hafliði Guðmundsson, Kristján Jónsson Í dag eru 11 félagar enn í klúbbnum sem voru stofnfélagar og eru þeir merktir með * Dónald Jóhannesson Fjölmiðlapenni Gríms og svæðisstjóri Óðinssvæðis.

Hugleiðingar Hvað er að? Af hverju fækkar okkur? Eflaust eru margar orsakir fyrir þessu enn verðum við ekki að líta okkur nær. Okkur vantar að gera starfið áhugaverða til að ná inn yngra fólki. Við verðum að ná athygli unga fólksins til þess að, bjarga starfinu. Við verðum að byrja á því að sameina klúbba og gera þá stærri (fjölmennari) það gengur ekki að vera sífellt að reyna að stofna nýja klúbba á sama tíma og aðrir eru í molum og á ég þá sérstaklega við klúbba hér á Reykjavíkursvæðinu, það gilda önnur sjónarmið víða á landsbyggðinni. Það er ekki nokkur vafi á því að klúbbar sem telja yfir 40 félaga þeim gengur yfirleitt vel að starfa, starfið verður léttara, fjölbreyttara, skemmtilegra og dreifist á 8

fleiri. Og mun auðveldara er að fjölga í slíkum klúbbum og fá yngra fólk inn til að viðhalda eðlilegum afföllum. Ég vil skora á þá klúbba sem eru í erfiðleikum með að láta starfið ganga upp vegna þess að þeir eru fámennir að athuga þann möguleika að sameinast öðrum klúbbi. Það eru margir klúbbar of fámennir og hamlar það starfinu hjá þeim og kemur að lokum niður á öllu Kiwanisstarfinu. Breytum þessu og hugum síðan að fjölgun klúbba. Þá tel ég að klúbbar eigi að vera opnir fyrir þeim möguleika að verða blandaðir og gamlir rótgrónir kallaklúbbar loki ekki fyrir þá umræðu. Upplýsingar varðandi Kiwanis starfið verða að vera aðgengilegar og þá er best að

nota netið í því sambandi, en þær upplýsingar er þar koma verða að vera réttar og uppfærsla reglulega á slíkum síðum.

Margir klúbbar eru með heimasíður en það efni sem þar birtist er ansi gamalt og rétt væri að slíkar heimasíður fari burt frekar en að vera með gamalt efni. Varðandi síðu Umdæmisins vantar að setja þar inn meira af fræðsluefni þannig að embættismenn klúbba geti á auðveldan hátt sótt á

netið það sem þeim vanhagar um varðandi starfið. Það vantar líka að setja þar inn alls konar upplýsingar um starfið. Dreifa Kiwanisfréttum víða ekki bara til félaga sem flestir rétt fletta því og svo endar það í hillum og gleymist, við þurfum að koma því efni er þar kemur fram til fólks sem ekki eru kiwanisfélagar og vekja þannig á okkur athygli. Ég vil bara að lokum hvetja alla kiwanisfélaga, konur og kalla að vinna saman og nota um leið alla þá upplýsingatækni er boðið er upp á í dag til að kynna kiwanisstarfið og fjölga í hreyfingunni. Mars 2003 Guðm. Helgi Guðjónsson Kiwanisklúbbnum Jörfa


Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar

Til Kiwanisklúbba í umdæminu Ísland - Færeyjar Umdæmisstjórn starfsárið 2002 - 2003 boðar til umdæmisþings Kiwanishreyfingarinnar Ísland - Færeyjar sem haldið verður í Kiwanishúsinu í Reykjavík dagana 29. til 31. ágúst 2003. Föstudagurinn 29. ágúst: Afhending gagna og sala aðgöngumiða á lokahóf hefst kl. 9:00. Dagskrá dagsins hefst kl. 9:30. Þennan dag verður tekið fyrir: Ársfundur tryggingasjóðs, fræðsla forseta, ritara og féhirða, umræðuhópar um málefni Kiwanishreyfingarinnar, umdæmisstjórnarfundur og fundur kjörumdæmisstjóra með umdæmisstjórn, forsetum, riturum og féhirðum næsta starfsárs 2003 - 2004.

Setning þingsins fer fram í Laugarneskirkju kl. 20:30 og eftir setningu verður opið hús í Kiwanishúsinu að Engjateigi 11. Laugardagurinn 30. ágúst: Afhending gagna og sala aðgöngumiða á lokahóf hefst kl. 8:30. Þingfundur hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 16:00 en þá verður gert hlé fram að lokahófi sem haldið verður í Íþróttahúsi Fram við Safamýri. Borðhald hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:00. Það er von umdæmisstjórnar og þingnefndar að allir klúbbar umdæmisins sendi fulltrúa sína til þingsins og einnig er vakin athygli á því að allir kiwanismenn eigaerindi á umdæmisþing til

að sækja sér fróðleik og skemmtun. Munið kjörorð ársins er „Kiwanis er vinátta“. Reykjavík 12. mars 2003

F.h. þingnefndar 2003 Hafsteinn Sigmundsson, Jörfa

Minning Vinur okkar og Kiwanisbróðir til 24ra ára er látinn, langt um aldur fram á 61. aldursári. Hann hélt upp á 60 ára afmæli sitt sl. sumar, sem við Kiwanisfélagar samglöddumst með honum. Óli Kr. eins og hann var alltaf kallaður okkar á milli, hét fullu nafni Óli Kristinn Björnsson. Hann var lærður húsamálari en starfaði sem lögreglumaður í Reykjavík. Óli Kr. gekk í Kiwanisklúbbinn Eldborgu, starfsárið 1978-1979, að áeggjan Andrésar Magnússonar Kiwanisfélaga okkar. Óli Kr. var mjög virkur félagi,

hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn okkar. Hann var forseti hans 1995-1996. Formaður Kdagsins sem er fjáröflunardagur til styrktar geðfötluðum á landsvísu. Óla var mjög annt um þennan dag og var ætíð ósérhlífinn að starfa fyrir þennan málstað. Hann var formaður ýmsa nefnda, síðast í húsnefnd klúbbsins. Honum fór einstaklega vel úr hendi öll þau störf er hann tók sér fyrir hendur, enda verður sæti hans seint (fyllt) mannað, kona hans Lilja Daníelsdóttir var starfandi í Sinawikklúbbnum á sama tíma.

Undirritaður var einnig í stjórn í forsetatíð Óla, og á ég mjög ánægjulegar minningar frá þeim tíma. Fannst mér gott að leita til Óla með ýmis mál og leita ráða, er ég

fékk. Ekki stóð á hreinskiptu svari frá honum. Óli Kr. var einn sterkasti hlekkurinn í klúbbnum og eigum við félagarnir honum mikið að þakka. Við kveðjum Óla Kr. og drjúpum höfði honum og fjölskyldu hans, til virðingar. Elsku Lilja, synir og aðrir aðstandendur, við klúbbfélagarnir í Eldborgu vottum ykkur innilegustu sambúðar vegna fráfalls félaga okkar Óla Kr. Björnssonar. F. h. Kiwanisklúbbsins Eldborgar Magnús P. Sigurðsson ritari

9


Kiwanisklúbburinn Hekla

Styrktarverkefni við Hrafnistu í 38 ár Félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu hafa verið með ýmis verkefni fyrir Hrafnistu í 38. ár. Allt byrjaði þetta með því að árið 1966 að við buðum vistmönnum á Hrafnistu í sumarferð. Var farið með þá á eigin bílum síðustu helgina í júní á Seloss, skoðað Mjólkurbú Flóamanna og farið í Ölfusborgir. Í all mörg ár var farið á eigin bílum voru þetta um 20 til 30 bílar í hverri ferð, en eftir því sem vistmönnum fjölgaði var byrjað að fara með rútum. En geta má þess að fyrstu árin var aðeins Hrafnista í Reykjavík, en þegar Hrafnista í Hafnarfirði kom hafa vistmönnum þar alltaf verið boðið með í sumarferðina. Mjög fljótlega tókum við upp á þeim sið að koma á þrettándanum á Hrafnistu og skjóta upp flugeldum, sem var afgangur frá flugeldasölu, sem við vorum að selja á þessum árum. Um svipað leiti byrjuðum við að halda kvöldvöku á Hrafnistu, sem er skemmtun og dans og er alltaf haldin í febrúar. Síðan þetta hófst hefur ekki eitt einasta ár fallið úr. Á þessum árum hafa flestir af okkar bestu óperu og ljóðasöngvurum og skemmtikröftum komið fram. Við höfum verið með eigin hljómsveit öll árin, sem félagar úr Heklu hafa spilað í og hefur

10

nafnið Heklutríó, en hin kunna söngkona Hjördís Geirs hefur komið og sungið með hljómsveitinni öll árin. Allt þetta hefur verið með hefðbundnum hætti nema

núna kaupum við flugeldasýningu frá slysavarnardeildinni Ársæli. Ef við aðeins segjum frá síðustu sumarferð, sem var farin að Flúðum og í Hruna. En síðustu ár höfum við reynt að virkja Kiwanisklúbbanna á þeim stöðum ,sem við heimsækjum til þátttöku í móttöku á staðnum. Hafa þeir gert þetta með glæsibrag að aðstoðað okkur með húsnæði fyrir kaffi og sett menn í rúturnar og veitt leiðsögn um sín heimasvæði. Viljum við sérstaklega þakka Gullfossmönnum á Flúðum og Kiwanisfélögum

Akranesi og Þorlákshöfn, en slík samvinna setur góðan svip á allt Kiwanisstarfið. Til að menn átti sig á umfanginu í svona ferð þá voru 165 vistmenn í ferðinni á

ari grein fylgja myndir frá kvöldvökunni. Þá söng stórsöngvarinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson óperusöngvari með undirleik Kára Þormar, Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur fór með gamanmál af sinni kunnu snilld. Dregið var í happdrætti með 22. vinningum og að lokum dans. Á þessari kvöldvöku voru 160-170 vistmenn. Eins og lesa má af þessari frásögn þá höfum við félagarnir í Kiwanisklúbbnum Heklu lagt okkur fram við að hlúa að vistmönnum Hrafnistu, með því að bjóða bæði upp á skemmtanir og ferðir. En þar fyrir utan eru ófá lækningatæki, sjúkrarúm, baðstólalyftur, sem við höfum fært Hrafnistu.

Flúðir. Við komum með allar veitingar og sendum vaska sveit manna á undan rútunum til að undirbúa veitingarnar. Afgangs meðlæti er venjulega gefið til dvalar og elliheimila á staðnum, en þó hefur komið fyrir að erlendu farandverkafólki var gefið afgangurinn. Aðalvandamálið í þessum stóru ferðum er að fá nógu stóra sali fyrir kaffiveitingarnar á hinum ýmsu stöðum, sem við heimsækjum. Ef sagt er frá kvöldvökunni á Hrafnistu 27. febrúar síðast liðinn, sem með þess-

Viljum við Heklufélagar nota tækifærið og þakka öllum, sem hafa komið að þessum verkefnum með stuðningi, styrkjum eða vinnu gegnum árin. Sérstaklega viljum við þakka listafólkinu og skemmtikröftunum, sem aðeins hafa fengið greitt með þakklæti gamla fólksins, sem þeir komu og glöddu. Við óskum þeim öllum blessunar. Kiwaniskveðjur frá Heklufélögum. Formaður Hrafnistunefndar Björn Pálsson ljósm.


Fullir fjöri eftir sumarfrí Ágætu Kiwanisfélagar. Starf Kiwanisklúbbsins Bása hófst með hefðbundnum hætti í byrjun október, og voru félagar fullir af fjöri eftir sumarleyfi og langar setur undir sólinni sem heiðraði okkur Ísfirðinga rækilega með nærveru sinni. Hér var haldin svæðisráðstefna 21. september og komu margir félagar af Þórssvæði og áttu með okkur góðar stundir við stjórnaskipti Bása og Þorfinns frá Flateyri Kiwanisklúbburinn Básar festi kaup á nýju húsnæði á vormánuðum 2001 sem var áður í eigu slysavarnafélagsins hér, húsið var í ágætu ástandi þegar það var keypt en lengi getur gott batnað eins og einhver sagði, fyrstu verk innandyra voru að stækka salinn og bættust við u.þ.b. 40 sæti og nú tekur húsið um 120 manns í sæti . Næstu breytingar er án efa stolt okkar en það er setustofan, sem áður var vélageymsla .Þar byrjuðum við að vinna af fullum krafti í nóvember síðastliðnum og má segja að menn hafi varla litið uppúr verkum nema helst að jólin „trufluðu“ menn aðeins frá störfum og uppúr áramótum var þeirri vinnu lokið. Það var svo föstudaginn17.janúar síðastliðinn sem haldin var opnunarveisla. Til hennar var boðið öllum

félögum og velunnurum klúbbsins sem lögðu fram aðstoð sína við þessa framkvæmd með ýmsum hætti, til veislunnar var líka mætt Jóna S. Pálmadóttir ásamt börnum sínum Pálma og Sigrúnu Árnabörnum, sem opnaði stofuna og gaf henni nafnið „Árnastofa“ eftir látnum eiginmanni sínum og félaga okkar til margra ára Árna Sædal Geirssyni. Þegar menn höfðu jafnað sig á herlegheitunum var aftur ráðist í framkvæmdir og nú fékk eldhúsið að kenna á hömrum félaganna sem breyttu þessu litla herbergi með eldavél og vaski í þá stærð sem þokkaleg mötuneyti gætu verið stolt af. Af öðrum verkefnum okkar má nefna að við styrktum unglingadeild björgunarfélagsinns til að sækja námskeið að Gufuskálum í rústabjörgunar námskeið Árlegt jólaball var haldið annan í jólum, þar mættu rúmlega eitt hundrað börn á öllum aldri og skemmtu sér við undirleik Vagnsystkina úr Bolungarvík, jólasveinar sem áttu leið framhjá mættu og skemmtu sér og öðrum. Kiwanisklúbburinn Básar hefur lengi haldið nýársfagnað eldri borgara hér í bæ, og það gerðum við 5. janúar þá buðum við fólki upp á kökuveislu á dvalarheimilinu Hlíf. Eftir kökur var boðið upp á skemmtun þar sem tvær ung-

Frá stjórnarskiptum í september sl.

Nýtt og glæsilegt húsnæði Bása. ar stúlkur léku á fiðlur nokkur lög, þar á eftir lék Harmonikkufélag Vestfjarða fyrir dansi. Sundmót Bása er orðin hefð það hefur verið haldið síðan 1982 og er vel sótt. Í þetta sinn komu sundgestir annarsstaðar af landinu og kepptu við heimamenn. Ann-

ars er allt gott að frétta af okkur hér fyrir vestan, við höfum verið að bæta við okkur félögum hægt en sígandi og stefnum ótrauðir að enn frekari fjölgun á komandi árum. Með Kiwaniskveðju Kristján G. Sigurðsson

Jóna Sigurlína Pálmadóttir afhendir Viggó Bjarnasyni forseta mynd af Árna Sædal Geirssyni.

Frá framkvæmdum við setustofu.

11


Niðurstöður ráðstefnu á vegum Kiwanishreyfingarinnar

„Stefnum til framtíðar“ haldin 8. mars 2003 Hvernig gerum við Kiwanishreyfinguna öflugri, sýnilegri, áhugaverðari, skemmtilegri? • Draga fram sérstöðu Kiwanishreyfingarinnar og kynna hana í ræðu og riti • Styrkja ímynd hreyfingarinnar og tengsl við hverskonar fjölmiðla • Alltof sjaldan farið með kjörorð hreyfingarinnar • Verum jákvæð í allri umfjöllun um hreyfinguna • Breikka val manna í embætti innan umdæmisins Stefna og kynning: • Stefnumótun í hvern klúbb, sem fylgt er eftir af stjórnum - skipulag virkar • Fara í naflaskoðun • Fá kálf í Morgunblaðinu hætta útgáfu Kiwanisfrétta • Klúbbar kynni sig betur í heimabyggð með sýnileg, áhugaverð og skemmtileg verkefni • Klúbbar séu með árviss verkefni og fjáraflanir sem beðið sé eftir og vekja athygli=fjölmiðlavæn verkefni K lykill/K dagurinn sýnilegri e.t.v. einu sinni á ári, jafnvel sameiginlega fjáröflun í umdæminu, skipa sérstakan talsmann stórra verkefna • Stór verkefni eða sameiginleg verkefni í samstarfi við fjölmiðla og sjónvarp og brydda upp á nýjum fjáröflunarleiðum t.d. með hugmyndapotti • Hafa einn sérstakan Kiwanisdag á ári á öllu landinu • Koma á framfæri öllum verkefnum í fjölmiðla, sérstaklega þeirra sem höfða til barna, fylgja málum betur eftir

12

• Vera á mannmörgum stöðum með kynningu t.d. í verslunarmiðstöðvum • Límmiða á hurðir bíla til að kynna hreyfinguna í samfélaginu • Meira samstarf við önnur félagasamtök, bæjarfélög, tengjast út í atvinnulífið/þjóðfélagið með heimsóknum í fyrirtæki/stofnanir • Auka samstarf milli klúbba og umdæmis • Ræðunámskeið séu í boði t.d á nokkurra ára fresti til að þjálfa félaga til að fara í pontu og tjá sig (2ja ára fresti) • Auka fræðslu • Gera það ódýrara að vera í Kiwanis t.d. bjóða út mat og aðstöðu

meiri fjármálaumræðu en nauðsynlegt er, forðast leiðinlega umræðu sem drepur niður klúbbstarfið • Setja ekki of mikla vinnuskyldu á nýja félaga til að þeir hætti ekki strax, ekki of mikla vinnuskyldu á félaga yfirleitt, jafna störfum í klúbbnum á milli félaga, allir eru og vilja vera þátttakendur • Vera með aðra starfsemi fyrir klúbbfélaga, koma saman undir öðrum forsendum, t.d. ganga, útivist, íþróttir o.fl. • Fjölskylduvænt starf, hafa fjölskyldufundi með efni fyrir alla fjölskyldumeðlimi; makakvöld, fjölskyldudag, óvissuferð, sumarhátíð

Fundaformið: • Halda í formfestu og hafa í heiðri fundarsköp, en gera fundina skemmtilegri/léttari- ekki festast í viðjum vanans • Hnitmiðaða, fræðandi, skemmtilega fundi og jákvæða umræðu, brjóta upp starfið á fundum með góðum ræðumönnum • Aðstaða sé góð til funda og annarra starfa klúbbfélaga • Auka standard • Ræða ekki fjármál ef gestir eru á fundum og ekki

Hvernig fjölgum við félögum? • Fjölgunarnefndir í klúbbum, reyna að fá 3-5 aðila í einu, vinna stöðugt og markvisst að fjölgun • Ungt fólk stofni sína eigin klúbba - ungliðahreyfing • Nýliðanefndir, sérstaklega vegna yngri félaga • Yngri félagar hafi verkefni • Skapa viðskiptasambönd innan Kiwanis t.d. með útgáfu starfsgreinaskrár • Kynningarblað klúbba afhent nýjum félögum, frían aðgangseyri á fyrstu 3

fundina • Skemmtilegir kynningarfundir • Maður á mann/maður á konu aðferðin í félagafjölgun, vanda val á félögum • Byggja eingöngu á persónulegum ábendingum annarra félaga • Dreifibréf virkaði í Höfða / útsend boðskort hafa ekki virkað • Margir klúbbar eru að fjölga og sumir vilja ekki fjölga • Láta nýja félaga ekki einangrast • Reyna að fá félaga frá Junior Chamber, sem eru að hætta og kynna þeim kiwanisstarfið Hvernig höldum við félögum inn í klúbbunum? • Forðast blokkamyndanir í klúbbum • Hafa samband við alla félaga sem ekki mæta á fundi, senda þeim stutt ágrip af fundum, þeir detta þá síður úr tengslum við starfið. • Gleyma ekki að styðja við bakið á félögum innan klúbbsins, sem þurfa á aðstoð að halda eða eiga í erfiðleikum. • Fylgja eftir félögum sem flytja milli byggðarlaga og bjóða þeim inn á nýjum stað • Félagsmálanefnd ræði við félaga sem eru að hætta t.d. ef hægt er að greiða úr málum og grípi strax inn í ef mæting fer að slakna • Styrkja samkenndina með vináttu, umhyggju, virkni og þátttöku.

Hvað virkar ekki? AÐGERÐALEYSI


Kiwanis fyrir alla Góðir Kiwanisfélagar. Hratt flýgur stund og hálfnað er mitt undirbúningsár fyrir starf mitt sem umdæmisstjóri starfsárið 2003 - 2004, ef ég lít tvö ár til baka, var það á Reykjavíkur-flugvelli að þrír fyrrverandi umdæmisstjórar sátu fyrir mér með bónorð, ég fór ekki í grafgötur með það hvað þeir vildu, þeir fóru fram á það við mig að ég tæki að mér embætti umdæmisstjóra starfsárið 2003 - 2004, að þessum fundi loknum þakkaði ég þeim fyrir boðið, tók mér umhugsunarfrest og lagðist undir feld, ég vissi að þetta var mikil ákvörðun og ekki auðveld, eftir að ég ráðfærði mig við félaga mína í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda og samstarfsfólk mitt, þá tókum við sameiginlega ákvörðun ég og Erla mín um að taka þetta að okkur. Eftir að ákvörðun var tekin var ekki aftur snúið, þá var að hugsa til framtíðar, hvernig vildi ég sjá starfið fyrir mér, velja mér samstarfsfólk í umdæmisstjórn og nefndarformenn, en eftir stjórnarskiptin s.l. haust var mitt fyrsta verk sem Kjörumdæmisstjóri var f.h. Umdæmisstjóra að heimsækja Kiwanisklúbburinn Herðubreið á 30 afmæli þeirra. Í byrjun nóvember fórum við hjónin í okkar fræðslu til höfuðstöðva Kiwanis í Indianapolish, þar mæta allir Umdæmistjórar og makar frá öllum

Umdæmum sem eru um 50, þessi fræðsla stóð yfir í fjóra daga, frá kl. 8,oo til 17,oo á daginn allt á ensku sem var misgott að meðtaka, en mikið sat eftir og er ég mun fróðari en áður, þá var einnig fræðsla á hverjum morgni þessa dag fyrir maka undir stjórn first lady Jan sem er kona verðandi heimsforseta Bob, að lokinni fræðslu á laugardeginum var lokahóf þar sem snæddur var pinna matur, þar mættu allir sem gátu í héraðs-, fylkis- eða þjóbúningum, og var þetta hin mesta skemmtun, en á sunnudagsmorguninn í hátíðar morgunverði var fræðslunni slitið og allir völdu sér sinn sérstaka bekkjarfélaga og skiptust á gjöfum.

Í byrjun febrúar fór ég ásamt Kjörforseta Evrópu Ástbirni til Gent í Belgíu á Evrópuráðsfund, til fundarins komu Heimsforseti Ido, Kjörheimsforseti Bob, Evrópuforseti Greta, Umdæmis-

stjórar og Kjörumdæmisstjórar Evrópsku Umdæmanna og fleiri, Umdæmisstjórar lögðu fram skýrslur sínar, Kjörumdæmisstjórar settu fram sínar áætlanir og markmið, þar var einnig kynnt nýtt Evrópu verkefni sem er til að efla menntun

barna í Austur Evrópu, og kallast það KIWANIS EDUCATION PROGRAM tillaga að þessu verkefni verður lögð fyrir Evrópuþingið í Cesky Krumlov nú í vor. Nú á síðustu vikum hefur verið unnið að fjárhagsáætlun undir stjórn fjárhagsnefndar, og nú síðast að undirbúning ráðstefnum Kiwanishreyfingarinnar til framtíðar, sem ég tel að hafi tekist mjög vel til með, þar var góð mæting og öll sem að ráðstefnunni komu voru jákvæð og áhugasöm um að snúa vörn í sókn með því að efla Kiwanis-hreyfinguna með nýum áherslum og fjölgun félaga. Sunnudaginn 9. mars s.l.

hélt ég mína fyrstu fræðslu til undirbúnings starfsársins, fræðslu fyrir Kjörsvæðisstjóra undir stjórn Fræðslunefndar, þar setti ég fram það sem ég legg mesta áherslu á starfsárið 2003 - 2004, sem er að undirbúa starfið vel, vinna eftir stefnumótuninni, setja sér markmið og framfylgja þeim, þá hvet ég alla Kiwanis-félaga að taka virkan þátt í þeim verkefnum sem Umdæmið ákveður að fara í hverju sinni, ég veit að ef við vinnum eftir settum markmiðum þá næst árangur. Ég er full viss um að nú eru bjartari tímar, sem munu marka tímamót í starfi Kiwanis og gefa okkur nýja sýn til framtíðar. Ég hef valið mér Kjörorð og sett mér markmið fyrir starfsárið 2003 - 2004. KJÖRORÐ umdæmisstjórnar 2003 - 2004. ,,KIWANIS FYRIR ALLA“ Markmið umdæmisins starfsárið 2003 -2004 1. Eflum Umdæmið og klúbbana með markvissu starfi. 2. Gerum hjálmaverkefnið að veruleika á landsvísu. 3. Verum virk í Evrópuverkefninu. Kiwanis er vinátta. Sigurgeir Aðalgeirsson, Kjör umdæmisstjóri.

13


Frá Kiwanisklúbbnum Herðubreið Starfsárið hófst með stórum degi sem var 5. október 2002. Fyrst fóru fram stjórnarskipti í klúbbunum Herðubreið, Öskju, Skjálfanda, Kaldbaki, Hrólfi, Súlum og Grími, þ.e. öllum klúbbum Óðinssvæðis nema Emblu og annaðist þau Dónald Jóhannesson svæðisstjóri, Grími. Síðan var Svæðisráðsfundur og um kvöldið fór fram afmælishátíð vegna 30 ára afmælis Herðubreiðar 27. ágúst sl. Þar mættu fyrir utan 8 félaga Herðubreiðar á sjötta tug gesta sem voru frá öllum klúbbum svæðisins, Mývatnssveit og Guðmundur Guðfinnsson umdæmisritari Jörfa og eiginkona hans. Guðmundur var líka á fundunum fyrr um daginn. Böðvar Jónsson og Snæbjörn Pétursson sem eru einu stofnfélagarnir sem eftir eru í klúbbnum voru heiðraðir sérstaklega og svo voru gjafir, ræður, söngur og gamanmál og var þetta góð samkoma með dansi á eftir og skemmti fólk sér vel að því best varð séð. Við breyttum fundardögum úr miðvikudögum í fimmtudaga og fengum strax út á það einn karlakórsmann í klúbbinn 17. október og 20. febrúar kom fyrrverandi félagi aftur inn og erum við því orðnir 17 í Herðubreið.

Böðvar Jónsson og Snæbjörn Pétursson sem heiðraðir voru á afmælishátíðinni ásamt Birgi Steingrímssyni forseta Herðubreiðar. Í október fórum við af stað með félagsvistina til fjáröflunar fyrir styrktarsjóð klúbbsins eins og í fyrravetur og fyrst var tekið eitt upphitunarkvöld en síðar þriggja kvölda keppni fyrir jól og varð hagnaður ágætur. Nú er byrjuð önnur þriggja kvölda keppni og er þátttaka góð. Ýmis fyrirtæki hafa verið svo vinsamleg að gefa okkur vinninga á spilakvöldin og er það ómetanlegur stuðningur við styrktarsjóð og fá þau öll bestu þakkir fyrir. Við höfum fengið fimm fyrirlesara á fundi í vetur. Þann

Leifur Hallgrímsson fyrrverandi félagi í Herðubreið og Erna Þórarinsdóttir söngkona voru meðal forsöngvara á afmælishátíðinni.

14

31/10. sagði Þórarinn Pálmi Jónsson frá tölvunámi sínu og starfsferli hérlendis og erlendis en hann er Mývetningur sem er fluttur aftur heim í sveitina sína. 28/11. sagði Sigurgeir Aðalgeirsson kjörumdæmisstjóri, Skjálfanda, frá skipulagningu á væntanlegu umdæmisstjórastarfi sínu og frá ferð þeirra hjóna, hans og Erlu, til Bandaríkjanna í höfuðstöðvar Kiwanis þar sem hann fór í viðamikla fræðslu. 13/12. sagði Ásta Kathleen Price, eiginkona Þórarins Pálma, okkur frá jólunum sínum í Suður-Afríku en hún er fædd í Ghana, alin upp í SAfríku og býr nú í Mývatnssveit og Þórarinn Pálmi sýndi myndir, úr tölvu á tjald, frásögninni til stuðnings. Sérstaklega skemmtileg og vel flutt frásögn og fróðleg að auki. 23/1. fengum við frásögn félaga okkar séra Örnólfs J. Ólafssonar þar sem hann lýsti ferð til S-Afríku og síðan 6/2. mætti Kristján Björn Garðarsson framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. Hann sagði okkur frá afkomu og framtíð verksmiðjunnar og útskýrði fyrirhugaða kísilduftframleiðslu í nýrri verksmiðju sem á að

rísa við hlið hinnar. Af styrkveitingum má nefna Íþróttasamband fatlaðra sem við höfum styrkt undanfarin ár auk annars. Aðeins hafa félagar heimsótt aðra klúbba en mættu gera meira af slíku og gaman væri að fá fleiri heimsóknir til okkar. Undirritaður skrapp í nóvember og heimsótti Kiwanisklúbbinn Prague í hinni fögru samnefndu borg í Tékklandi. Í þeim klúbbi er m.a. ungt og áhugasamt fólk sem gaman var að kynnast. Á félagsmálafundi 14. nóvember var samþykkt „stefnumótun klúbbsins til næstu 5 ára“. Hún er nokkuð ítarleg og tekið þar á mörgu. Markmið klúbbsins á gildistímanum: Byggjum safn í Neslöndum yfir fuglana hans Geira. Það er Sigurgeir heitin Stefánsson sem var félagi í klúbbnum en drukknaði í Mývatni fyrir nokkrum árum. Stefnuskrá þessi gildir til loka október 2007 og skal endurskoða hana árlega.

Með Kiwaniskveðju, Finnur Baldursson kjörforseti Herðubreiðar,


Hörpufréttir Nú þegar lengja fer daginn og vorið farið að nálgast erum við farnar að hugsa til baka og rifja upp hvað hafi verið að gerast hjá okkur frá því fyrir jól. Og það er margs að minnast. Torgsalan sem ég sagði ykkur frá í jólablaðinu, varð heldur í lakara lagi en viðunandi þó. Við sjáum fram á að gera betra átak næst. Jólakveðjur og myndir frá börnunum okkar í SOSbarnaþorpunum fengum við en jólafundurinn vað með fámennara móti þetta árið og gerðu það aðallega veikindi. Fundurinn var þó skemmtilegur og maturinn eins og best var á kosið. Frá því í jan-

úar höfum við haft hefðbundna fundi og mæting hefur verið góð þrátt fyrir skólagöngu og langtíma utanlandsdvöl hjá sumum okkar, þegar ein kom heim fór sú næsta til útlanda. Kaffihúsafundurinn var vel sóttur en það er ein hefðin sem okkur finnst ómissandi. Umdæmisstjóri Valdimar Jörgensson kom á fund til okkar 25. feb. s.l., fundurinn varð langur, þar sem umræður fóru vítt og breytt. Sólborgarkonur koma til okkar þetta árið en við heimsækjum hvorar aðrar til skiptis. Við fórum á afmælisfund Brúar (30 ára) í febrúar, eins og venjulega var frábær mat-

ur og þótti tíðundum sæta að fundurinn fór allur fram á íslensku þar sem enginn útlendingur var viðstaddur. Það rifjaði upp fyrir mér frábært afmæli Elliða 26. okt. s.l. þar sem ég mætti fyrir hönd Hörpu. Heimsóknin var til Viðeyjar móðurklúbbsins okkar á sprengidaginn tókst vel þeir tóku vel á móti okkur þessum fáu sem mættu og gott til þess að vita að við erum ekki munaðarlausar lengur. Hörpukonur tóku þá ákvörðun að styðja mig til framboðs sem kjörsvæðisstjóra Ægissvæðis næsta starfsár. Þó að ég sakni alltaf Þórssvæðis erum við í Ægis-

svæði og þar er gott að vera og ég full áhuga um Kiwanisstarfið í svæðinu og umdæminu yfirleitt. Forseti Hofs er einnig í framboði og er gott til þess að vita að áhugi manna í svæðinu sé svo mikill. Að lokum vil ég óska öllum Kiwanismönnum og fjölskildum þeirra gleðilegra páska og vonandi hittast sem flestir á Umdæmisþinginu hér í Reykjavík 29. og 30. ágúst. Með Kiwaniskveðju, Guðrún Valdemars., blaðafulltrúi.

Litið yfir starfið og það sem er framundan Nú þegar helmingur er liðinn af starfsárinu er gott að líta yfir það sem gert hefur verið í Ægissvæði s.l. mánuði. Starfið hófst að venju á stjórnarskiptum, sem gengu þokkalega vel fyrir sig. Þá tóku við fjáraflanir, en flestir klúbbanna eru með fjáraflanir sínar um og kringum jól og áramót og kennir þar margra grasa t.d. sala á jólatrjám, jólaskrauti, jólakortum, jólastjörnum, leiðiskrossum, flugeldum og margt fleira, þá voru Hraunborgarfélagar með sinn árlega villibráðadag, 15. mars er sjávarréttardagur Eldborgar og í maí er countryball hjá Brú sem er þeirra aðalfjáröflun og vil ég hvetja sem flesta til mæta þar og eiga góða stund með þeim.

Þá áttu tveir klúbbar stórafmæli Hof í Garði varð 30 ára og buðu þeir til kaffisamsætis í nýstandsettu húsi sínu þar sem kiwanisfélagar og íbúar sveitarfélagsins gerðu góð skil á kræsingunum, einnig átti Brú á Keflavíkurflugvelli 30 ára afmæli og mættu kiwanisfélagar af svæðinu til kvöldverðar í „Three flags club“og var mæting góð og kvöldið ánægjulegt, báðum klúbbunum voru afhentar samskonar gjafir, en það var íslenski fáninn til að hafa uppi við á klúbbfundum og við önnur tækifæri. Klúbbarnir í Hafnarfirði Garðabæ og Kópavogi eru að vinna að undirbúningi að balli fyrir fatlaða sem verður haldið í maí. Einnig hafa klúbbar svæð-

isins unnið að sameiginlegu verkefni sem er Lífsvísir Vörn gegn sjálfsvígum, en það er bókamerki með hagnýtum upplýsingum um hvernig hægt er að þekkja einkenni og hegðun þeirra sem hyggjast fremja sjálfsvíg og hvernig bregðast skuli við til að koma í veg fyrir slíkt, bókamerki þetta hefur vakið mikla athygli þeirra fagaðila sem vinna að þessum málum. Dreifing hófst 29. janúar í Hafnarborg Hafnarfirði að viðstöddum forseta Íslands, biskupi Íslands, landlækni og bæjastjóra Hafnarfjarðar. Afhending fór þannig fram að Gylfi Ingvarsson fráfarandi svæðisstjóri bauð gesti velkomna og þá voru forseta biskupi og landlækni afhentir fyrstu Lífsvísarnir.

Þá hélt Salbjörg Bjarnadóttir forvarnarfulltrúi hjá landlæknisembættinu stutt erindi um sjálfsvíg og ýmsar staðreyndir í því sambandi, að því loknu bauð bæjarstjórn Hafnarfjarðar upp á kaffi og meðlæti. Næstu daga var Lífsvísinum dreift í Garðabæ, Kópavogi og Reykjanesbæ. Nú er svo komið að ætlunin er að dreifa Lífsvísinum um allt land og er leitað eftir aðstoð klúbba við það verkefni og er undirbúningur þegar hafin. Að lokum minni ég á að loknum vetri kemur sumar og er þá gott að safna kröftum fyrir næsta starfsár. KIWANIS ER VINÁTTA. Kiwaniskveðjur Reynir Þór Friðþjófsson svæðisstjóri Ægissvæðis.

Aukin samskipti gegnum netið Á vef umdæmisins BelgíaLúxemborg hefur verið sett upp sérstök síða til þess að gera klúbbum og félögum

auðveldara að auka tengslin sín á milli, t.d. er um að ræða íbúðaskipti í stuttan tíma og eins konar nemendaskipti,

en þá eru þeir sem standa að þessu með ungt fólk í huga, einkum það sem er að læra nýtt tungumál.

Sóðin er www.kiwanisbelux.org/exchange.

15


Kiwanisklúbburinn Brú á Keflavíkurflugvelli Kiwanisklúbburinn Brú á Keflavíkurflugvelli átti 30 ára afmæli 7. febrúar síðastliðinn. Við minntumst þessara tímamóta á kvöldfundi 20. febrúar. Auk félaga mættu þar Reynir Þór Friðþjófsson svæðisstjóri og fulltrúar flestra klúbba á Ægissvæði ásamt mökum margra. Fyrir hönd klúbbsins vil ég þakka fjölmargar árnaðaróskir viðstaddra og fjarstaddra og gjafir færðar klúbbnum í tilefni afmælisins. Margar ræður voru fluttar til heiðurs afmælisbarninu. Samstaða og vinskapur einkenndu kvöldið og hvatningarorð ræðumanna blésu okkur byr í brjóst, svo að nú höldum við ótrauð enn fram á veg. Stofnun klúbbsins má rekja til þess, að hópur manna hafði rætt það sín á milli, að íslenskir og bandarískir starfsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þyrftu að geta hittst í næði þrátt fyr fyrir menningarmun sín á milli, rætt málin og jafnvel leyst þau áður en til vandræða kæmi. Þessi hópur lagði til að stofnaður væri klúbbur, sem sameinaði menn í félagsskap og skilningi á högum hvers annars auk þess að geta þjónað samfélaginu á ýmsan hátt. Til að ná þessum markmiðum varð Kiwanishreyfingin fyrir valinu. Ýmsir komu við sögu s.s. Páll H. Pálsson, þá fráfarandi forseti Evrópusambands Kiwanishreyfingarinnar, en ekki síður Eldborgarmennirnir Hermann Þórðarson, þáverandi forseti, Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Verkfræðideild VL og Sveinn Guðbjartsson, þáverandi svæðisstjóri auk Guðmundar Óla Ólafssonar. Klúbburinn var svo stofnaður 7. febrúar 1973 af móðurklúbbunum Eldborg, Heklu og Augsburg í Þýskalandi. Hann hefur alla tíð verið fjölþjóðlegur, en aðallega haft innanborðs íslenska og bandaríska starfsmenn Varnarliðsins. Tveir félagar hafa verið með frá upphafi, þeir Ásgeir Ásgeirsson og Þorgrímur Halldórsson, sem hafa verið heiðraðir fyrir störf sín þessi 30 ár auk þess að hafa fengið Hixsonorðuna. Næstur þeim að félagsaldri er George Stroebel, sem hefur ver-

16

ið félagi frá 1975 og verið heiðraður fyrir störf sín í 25 ár. Nafn klúbbsins varð til, er Bandaríkjamaður einn spurði, hvað umferðarskilti, sem hann hafði séð, merkti. Hugljómun manna þarna leiddi til þeirrar ákvörðunar að Brú skyldi barnið heita, brú á milli ólíkra þjóða og menningarhópa og samstarfsmanna. Úr þessum hugleiðingum og stöfunum BRU kom þá slagorð klúbbsins „Build Richer Understanding“. Það hefur svo farið eftir sem menn ætluðu í upphafi að félagsskapurinn hefur myndað persónuleg tengsl á milli félaganna, sem leiðir þá til betri samskipta milli ólikra hópa og embætta á vellinum og utan hans. Fyrirlestrar um margvísleg málefni hafa komið af stað umræðu og víkkað sýn. Styrktarverkefni hafa hjálpað mörgum um víða veröld og veitt félögunum ánægju og lífsfyllingu. Undanfarin tæp tólf ár hefur klúbburinn svo notið þess að hafa haft konur sem félaga fyrsti og eini blandaði klúbburinn innan Ægissvæðis. Samstarf við aðra klúbba er ekki síst til að ná settum markmiðum. Að hugsa út fyrir girðinguna sína hefur reynst mörgum manninum hollt. Verkefni á milli klúbba, svæðisverkefni, landsverkefni eða heimsverkefni sameina fólk og brjóta múra bæta sumsé heiminn og þá kannski okkur líka. Styrktarverkefnin have verið af ýmsu tagi þessi þrjátíu ár. Örfá ætla ég að minnast á. 1. Fyrst eftir stofnun klúbbsins fóru félagar til Vestmannaeyja og mokuðu þar af húsþökum ösku og vikri, sem komið hafði með eldgosinu í Heimaey. Þeir settu svo ösku ásamt myndum frá eynni í poka, sem seldir voru með miklum ágóða, USD 17,000, sem fór svo til hjálparstarfs vegna eldgossins. 2. Fósturbörn, uþb samtals 9 líklega, hafa verið styrkt í Asíu, Afríku og Ameríku. Þessi styrkur hefur gert þeim kleift að stunda skólagöngu, sem er forsenda aukins velfarnaðar.

3.

4. 5.

6.

7.

8.

Núna styrkjum við stúlku í Dóminíska lýðveldinu. Skólastyrkir til nemenda,sem eru að útskrifast úr framhaldsskólanum hér á vellinum og styrkir til alls konar æskulýðsstarfsemi. Útdeiling reiðhjólahjálma til barna. Jólasælgætispökkun með Eldeyingum og útdeiling til sjúkra og fatlaðra. Við höfum tekið þátt í Kdagssöfnun umdæmisins að drjúgum hluta í samvinnu við Keilismenn. Joðverkefni KI hefur verið styrkt og ýmis verkefni á vegum KIF. Ég hlýt svo að nefna eitt merkasta verkefni svæðisins síðustu árin amk, en það er útgáfa Lífsvísis, sem inniheldur leiðbeiningar til að sporna gegn sjálfsvígum. Honum hefur nú verið dreift um allt Ægissvæðið. Við sjáum það fyrir okkur að Lífsvísinum verði síðar dreift um land allt. Þýðing hans á ensku hefur verið rædd og þá kæmi mér ekki á óvart að hliðstæðu Lífsvísins mætti sjá dreift um allan heim með aðstoð KI. Þeir Gylfi Ingvarsson í Hraunborg og Guðbjartur Greipsson í Brú hafa í samráði við landlæknisembættið og í samvinnu við Svæðisstjóra Ægissvæðis, Reyni Þór Friðþjófsson, verið „primus motorar“ í þessu verkefni. Eiga þeir mikið lof skilið!

Varla styrktarverkefni, en svolítinn þátt áttum við í að „brú milli heimsálfa“ var sett yfir Haugsvörðugjá við Sandvík á Reykjanesi, þar sem jarðskorpuflekar Ameríku og Evrópu mætast. Afar viðeigandi! Fjár til styrktarverkefna hefur lengi verið aflað með sölu jólakorta með myndum eftir Halldór Pétursson af íslensku jólasveinunum. Með þessum sívinsælu kortum fylgja skýringar á sveinunum og fjölskyldu þeirra auk kynningar á listamanninum. Nokkur undanfarin ár höfum við einnig selt með góðum árangri litlar styttur af jólasveinunum og þeirra nánustu. Aðaltekju-

lindin er svo vorballið okkar. Frá 1992 hefur þema ballsins verið „Country & Western“. Þá er boðið upp á glóðmeti að amrískum hætti og dansað við undirleik hljómsveitar, sem framreiðir kántrílög af miklum móð fram eftir kvöldi. Áhugafólk um línudans hefur sett svip á samkomuna og hópar sýnt, hvað þeir hafa verið að æfa. Þessi „kántríböll“ hafa verið vel sótt af Kiwanisfélögum innan og utan Ægissvæðis og ofast verið fullt hús. Í vor verður ballið haldið laugardaginn 17. maí í Þriggja Fána Klúbbnum, sem flestir þekkja sem Offiseraklúbbinn. Tilvalið að slaka á eftir Alþingiskosningarnar og bregða undir sig betri fætinum í kántrí! Við sendum á næstunni til klúbbanna nánari lýsingu á væntanlegri samkomu. Svona til undirbúnings þykir mér þó rétt að nefna það hér, að vegna aðgangsreglna Varnarliðsins verðum við að fá í hendur nöfn og kennitölur ballgesta þremur vikum fyrir ballið. Það er reyndar auðvelt og til ýmissa nota, að hver klúbbur eigi lista á tölvutæku formi með þessum upplýsingum um félaga og maka þeirra auk netfanga. Félögum hefur farið fækkandi undanfarin ár. Til að snúa þeirri þróun við og til að bæta starf klúbbsins, ætlum við að átta okkur betur á stöðunni og móta svo stefnu klúbbsins til næstu ára. Væntanlega getum við notfært okkur eitthvað af þeim hugmyndum, sem fram komu á ráðstefnu umdæmisstjórnar og stefnumótunarnefndar umdæmisins 8. mars. Fundir Brúar eru nú oftast 1. og 3. fimmtudag hvers mánaðar kl. 12:00 í Þriggja Fána Klúbbnum. Þeir, sem áhuga hafa á að koma á fund hjá okkur, geta byrjað t.d. á því að hringja í einhvern félaga í Brú og fá hjá honum allar nauðsynlegar upplýsingar. Verið velkomin! Ég vil að lokum þakka fyrir gott samstarf og viðmót auðsýnt Kiwanisklúbbnum Brú og félögum hans. Við hlökkum til framhaldsins! Tómas B. Ólafsson, Forseti Brúar.


Kiwanisfélagar í Tékklandi sóttir heim Í marsmánuði 2002 fór ég í snögga ferð til borgarinnar fögru, Prag. Við undirbúning ferðarinnar hafði ég samband við Evrópuskrifstofu Kiwanis og fékk uppgefið símanúmer hjá Alexöndru Sukovu sem mér var tjáð að færi fyrir tékknesku Kiwanisfólki á þeim tíma. Illa gekk að ná sambandi við Alexöndru eftir að út kom en miðvikudaginn 20. mars svaraði hún loksins kalli mínu og var þá rétt komin heim frá Bandaríkjunum. Hún bauð mig velkominn á fund í sínum Kiwanisklúbbi er hefjast átti eftir hálfa aðra klukkustund á sama tíma og félagar mínir ætluðu að funda heima. Þetta var í annarri borg og þurfti að taka strætisvagn þangað, ferðalag á annan klukkutíma. Ekki leist mér á að ana út í óvissuna og myrkrið en fékk símanúmerið hjá forseta Kiwanisklúbbsins Prague sem þá var Marie Tupá og hringdi í hana og tók hún mér vel eins og Alexandra. Ekki var fundur í klúbbi Marie meðan ég var í Prag í þetta sinn en hún sagði mér að láta vita í tíma er ég kæmi næst því þá yrði fundur. Í júní var næsta Tékklandsferð bókuð og 8. september sló ég á þráðinn til Marie. Dóttir hennar gegndi og var eitthvað treg að svara því hvort Marie væri heima en þegar ég sagðist vera Kiwanismaður á Íslandi fékk ég strax samband. Ég sagði henni hvenær ég kæmi og hún sagði að það yrði fundur 5. nóvember sem var kvöldið eftir að ég kæmi til Prag. Um kvöldið kom svo tölvupóstur með staðfestingu frá Marie sem hófst á orðunum: „Dear Finnur!“ Hún lýsti yfir ánægju sinni með það að ég skyldi hafa samband og áhuga mínum á hennar klúbbi og bauð mér á klúbbfund í nóvember á meðan ég yrði í Prag. Það er mikið annríki hjá klúbbnum því við erum að skipuleggja fyrsta tékkneska umdæmisþingið í Prag sem verður 14. september 2002 sagði hún og vegna flóðanna þurftum við að breyta næstum öllum undirbúningi fyrir þennan atburð. Ég hlak-

ka til að hitta þig. Bestu kveðjur, Marie Tupá, forseti KC Prague. Liðu nú fram tímar og allt virtist í lagi og hrökk ég því við 26. október er mér barst tölvupóstur frá Prag. Var hann frá ritara klúbbsins Jönu Breznu sem heitir fullu nafni Janinka. Fylgdi með viðhengi með formlegu boði til mín að mæta á fund Kiwanisklúbbsins Prague miðvikudaginn 30. október kl. 19.00 á Café-bar Platýz sem er á Þjóðargötu 37. Var nú hrunin spilaborgin eða hvað? Ég sendi Jönu tölvupóst í ofboði og hringdi í Marie og spurði hvað væri nú að gerast. Marie sagði þau hafa þurft að færa fundinn og ætlaði að tala við sitt fólk til að koma á öðrum fundi með mér 5. nóvember. Jana sendi mér póst og skýrði málið. Hún sagði rétt hjá Marie þegar hún talaði um fundinn 5. nóvember því venjulega væru þau með fund fyrsta þriðjudag í mánuði. Þrír félagar gátu ekki mætt í þetta sinn svo þau flýttu fundinum og bað hún mig afsökunar á þessum ruglingi. Hún hvað ekkert mál að koma á minni formlegum fundi 5. nóv. Og það yrði ekki verra fyrir mig því þá yrðu öll venjuleg vandamál leyst og þau gætu einbeitt sér að mér. Láttu mig vita sagði hún ef þetta er „fine with you“ og auðvitað var þetta „fine with me“ og létti mér stórum. Kom nú 2. nóvember og ég orðinn spenntur mjög og átti að fljúga suður daginn eftir en þá kom póstur frá Jönu. Vegna flutnings fundarins höfðu sumir þurft að breyta vöktum og komust því ekki 5. nóv. en hægt væri að koma á fundi 6. nóv. ef ég hefði ekki ráðstafað mér þá og bað mig að láta vita um það til manns sem sér um samskipti við aðra klúbba og heitir Jaroslav Tupy. Ekki náði ég sambandi við hann og daginn eftir áður en ég flaug suður sendi ég Jönu boð um það og gaf henni upp símanúmer mitt. Ég flaug út til Prag mánudaginn 4. án þess að vita meira um fundinn en Hilmar

Kjörforsetar Kiwanisklúbbsins Herðubreiðar og Kiwanisklúbbsins Prague, Finnur Baldursson og Patrik Marschal, hafa þarna skipst á gjöfum. sonur minn sem býr í Kópavogi yfirtók tölvupóstinn minn og lét mig vita um síma þegar ég kom út að kl. 11.39 um morguninn hefði komið póstur frá Jaroslav. Hann var þá fyrst að opna póstinn sinn frá helginni og fann þá boðin frá mér. Hann bauð mig velkominn til þeirra þann 6. en ekki yrði um reglulegan fund að ræða. Þau mundu sækja mig á hótelið mitt og spurði hvort ég gæti lesið póstinn minn þó ég væri kominn út. Ég lét Hilmar staðfesta það og þann 5. komu boð frá Jaroslav um að ég yrði sóttur á hótelið kl. 18.45 daginn eftir. Létti mér mikið og hélt áfram að skoða borgina því af nógu er að taka í þeim efnum og var veðrið gott. Víða sáust merki um flóðin miklu. Eftir glæfraakstur með leigubíl fyrir 200 korun sem er rúmlega startgjaldið hér heima, neðan úr Karlovagötu úr verslunarleiðangri, komst ég á Hótel Tosca kl. 18.50 þann 6. nóv. Þar biðu þá eftir mér Jaroslav Tupy, f. 1976, sem reyndist vera sonur Marie sem var forseti í fyrra og getið er áður en hún flaug til Bandaríkjanna daginn sem ég flaug til Prag svo við hittumst ekki í þessari heimsókn og verður bætt úr því síðar, Jana Brezná ritari sem er yngri en Jaroslav og svo voru í liðinu kjörforsetahjónin Patrik Marschal, f. 1971, og kona hans. Þau sögðu mér að slappa bara af og ekkert lægi á og biðu róleg meðan ég fór

upp á herbergi að skipta um föt. Var nú haldið fyrir næsta götuhorn og sem leið lá eftir þeirri götu sem heitir Korunni og inn á Na Mlaté Restaurant-Café. Patrik og félagar buðu mér þar í dýrindis matarveislu og sátum við langt fram á kvöld og spjölluðum. Þetta var hresst og skemmtilegt ungt fólk. Klúbburinn þeirra telur aðeins 8 félaga og þeirra aðal markmið á þessu starfsári eru að fjölga félögum og finna fjáröflunarleiðir. Þau vantar líka fastan samastað til fundarhalda. Við skiptumst á gjöfum og klúbbfánum. Ég færði þeim m.a. að gjöf stóra mynd af Herðubreið þjóðarfjalli Íslendinga eða „Národni hory Islandu Herðubreið“ eins og það er á þarlendu máli og lét grafa textann á tékknesku á plötuna sem fest var á myndina með kveðju frá mínum klúbbi. Þessi kvöldstund var ógleymanleg og örugglega allrar fyrirhafnarinnar virði sem þurfti til að koma henni á. Þetta samband á eftir að rækta frekar og hlakka ég mikið til næstu heimsóknar til Prag. Svona ævintýri eiga menn að láta eftir sér að upplifa, það er þess virði, en þau gerast ekki af sjálfu sér ævintýrin. Með Kiwaniskveðju, Finnur Baldursson kjörforseti Herðubreiðar

17


Fréttayfirlit frá starfi Jörfa 2002-2003 28. september voru stjórnarskipti í Jörfa og tók þá við sem forseti Guðjón Kr. Benediktsson. Jörfafélagar eru búnir að setja upp stefnumótun til næstu fimm ára og var hún samþykkt á félagsfundi 2. desember s.l. Afrit af stefnumótuninni var sent umdæmisritara. Jörfafélagar eru mjög stoltir af því að bæði umdæmisstjóri og umdæmisritari eru félagar í Jörfa. Dagskrá okkar í vetur hefur verið með hefðbundnu sniði að öðru leyti en því að við höfum lagt meiri áherslu á fræðslu í klúbbnum, og Þorrablót Jörfa var haldið laugardaginn 22. Þorra, eða 15. febrúar 2003. Að blóti var stefnt á bökkum Ölfusár, þar sem bóndadóttirin Jóra tyllti niður fæti á leið sinni frá hestaatinu í Kaldaðarnesi upp í Grafning þar sem hún gerðist hið versta flagð. Sökum lítillar liðveislu skorti silfur til endurgjalds fyrir greiðann. Var trúnaði við Þorra brugðið og ákveðið að blóta ekki. Vetur konungur hefur sjálfur brugðist og látið rigna sleitulítið með hvassviðrum allan veturinn og því ekki sár svik þótt honum væri goldið líku. Þorri brást illur við og lýsti vanþóknun sinni á skorti á þegnskap, belgdi sig mikinn og blés með fárviðri að mati veðurvita. Römm er forneskjan. Galdramenn að vestan sáu að til landauðnar og hneisu horfði og boðuðu til blóts í Ásbúð. Æsirnir Hafsteinn Vestfirðingur og freyja hans Kristjana á landnámsjörðinni Hofsstöðum gerðu heimili sitt að blóthofi þessa kvöldstund. Þar var Þorri blótaður með gnægð af gömlum mat úr Jörfabúrinu Nóatúni. Eigi mun upplýst hvort maturinn var heilsuskæður, en harðfiskurinn var ekki Vestfirskur, enda upprunninn úr röngum sjó. Blótmenn drukku görótta drykki, hver að eigin 18

reynt að gera átak í því að fjölga í klúbbnum og að fara aðrar leiðir í þeim efnum. Þann 18.nóvember vorum við með unglinga og fjölskyldufund og tvo fyrirlesara. Þeir voru Páll Steingrímsson kvikmyndagerðamaður og Haraldur Finnsson skólastjóri Réttarholtsskóla. Tókst þessi fundur með afburðum vel og var mjög ánægjulegt að sjá hve ungdómurinn hafði gaman af því að kynnast starfi Jörfa og er það víst að Jörfi mun halda svona unglinga og fjölskyldufund að minnsta einu sinni á ári. Jólafundur Jörfa var hald-

inn 13. desember og var vel sóttur. Jörfafélagar seldu sælgæti, hangikjöt og fl. til eflingar styrktarsjóði, þá gáfum við eins og venjulega 10 matarkörfur til bágstaddra fjölskyldna í Árbæjarhverfi í samvinu við sóknarprestinn í Árbæjarkirkju og með stuðningi Nóatúns Rofabæ. 6. janúar var félagsmálafundur og fluttu allir nefndarformenn skýrslu sína og kom þar fram að nefndir í Jörfa starfa vel. 2. febrúar var félagsmálafundur og var fræðslunefndinni boðið á fundinn til að skerpa á kunnáttu Jörfafé-

Meðal Ása @ Ásbúð í Görðum

Þorrablót smekk og þoli. Það varð til mikillar heilsubótar og andagiftar. Kom þar blótinu að flutt voru í bundnu máli blíðuhót þeirra Davíðs konungs lambskolls og Imbu innar lagðprúðu. Var gerður góður rómur að. Mun vandséð hvort fer til Valhallar að loknum vígaferlum á vori aðsteðjandi. Þegar lækkaði í matartrogunum, elnaði mönnum drykkjan. Þorri horfði með velþóknun á fallna stríðsmenn og hafði hægt um sig meðan vígamóðir Jörfamenn leituðu síns heima. Í Íslendingabók verður fært að 29 vaskir menn og konur hafi storkað forlögunum í nafni Kiwanisklúbbsins Jörfa. Upphaflega var ætlunin að halda blótið fyrir austan fjall, en hætt við á síðustu stundu og stóð jafnvel til að hætta við þorrablótið í ár. Að því tilefni orti ritari vor ljóðið hér til hliðar Lýkur hér að segja frá fornum siðvenjum Jörfunga. Þetta er frásögn ritarans okkar í Jörfa og gefur smá hugmynd um það hvað ritari

getur lífgað upp á fundargerðirnar og gert þær áheyrilegri fyrir vikið. Ég hef hér að framan stiklað á stóru í starfinu svona rétt til fróðleiks en við í Jörfa höfum verið að reyna að fjöl-

laga bæði vegna nefndastarfa og fundarskapa og var fræðslunefndinni þakkað vel fyrir góða kennslu og upprifjun á ýmsum félagsmálastörfum. Jörfafélagar seldu blóm eins og venjulega fyrir konudaginn og gekk það mjög vel, en þetta er ein af aðal fjáröflunarleiðum klúbbsins. Haldið var þorrablót þann 15. febrúar og skemmtu menn sér konunglega og finnst blaðafulltrúa rétt að láta fylgja hér með það sem ritarinn okkar Sigursteinn Hjartarson skrifaði niður eftir þorrablótið en hann er afar fær að stílfæra fundargerðir klúbbsins þannig að eftir er tekið. ga félögum reynt að fara ýmsar leiðir í þeim efnum en ekki orðið ágengt og finnst undirrituðum rétt að kanna það hvort ekki sé tími til að sameina klúbba hér á Reykjavíkursvæðinu, því vitað er að sumir eru mjög fámennir og starfið eftir því. Reykjavík í mars 2003 Guðmundur Helgi Guðjónsson Blaðafulltrúi Jörfa

Brúnirnar sigu og brá fyrir glampa í augum, er Bragi frétti að hætta ætti við blótið og bálvondur greipan glóandi símatólið Hvað er að gerast, hvað er að þessum draugum Hafsteinn! hvæstan hvað á að gera við dótið Hvar á að éta, hvar á að drekka og hver á að reka upp gólið. Hafsteini brá ekki hót við að hlusta á’ann skammast Við höldum þá blótið hérna í Garðabænum Í Hofsstaðalandinu góða hér suður með sænum Kallað’á Jóhannes láttu hann hlunkast og hlammast og hendast í Nóatúnsbúðina í einum grænum og hlaða í bílinn sinn sviðum og hrútspungum vænum Svona fór það, þannig varð þett´a að vera Þorrablótið var haldið og þarna var drukkið og etið Og þannig fer, því Jörfamenn fara ekki fetið Það mála er sannast að mönnum er hollast að gera magnaða veislu með hákarl og harðfisk og kviðsviðaketið. Og háma í sig, drekka og spjalla á meðan að veislu er setið Ég hafði mig heimleiðis meira en mettur og saddur Matgræðgin hafði í veislunni tekið öll völd. Með trésmiðum eru mér búin þau maklegu málagjöld Hafsteinn og Kristjana og hópurinn sem þarna var staddur hafði þökk fyrir ánægjustundanna fjöld og þökk fyrir matinn og afar skemmtilegt kvöld


Nýjasta nýtt frá Emblunum á Akyreyri Starfsemi klúbbsins hefur gengið vel frá síðustu grein. Nokkrir gestir hafa verið með okkur á fundum í vetur. Farið var á Þorrablót til Kiwanisklúbbanna Hrólfs Dalvík og Súlna Ólafsfirði sem haldið var á Dalvík. Bragi Guðmundsson dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri var fyrirlesari á fundi hjá okkur 18. febrúar sl. Fjallaði hann um mannlíf og náttúrulíf í Eyjafirði út frá bók sem hann ritstýrði og heitir Líf í Eyjafirði. Var þetta bæði fræðandi og skemmtilegt. Mikið hefur verið að gera hjá okkur Emblunum síðustu vikurnar. Höfum við verið við ýmissa vinnu á þriðjudags og fimmtudagskvöldum

hjá Akureyrardeild Rauða kross Íslands við að undirbúa komu flóttafólks frá fyrrum Júgóslavíu. Nú höfum við tekið að okkur að sjá um að standsetja eina íbúð fyrir fjögurra manna fjölskyldu „fjölskylduna okkar“ eins við köllum hana. Þetta hefur tekið hug okkar allan og verður svo fram undir mánaðamót. Eftir þetta ævintýri verðum við að fara að snúa okkur að okkar fólki. Framundan er sameiginlegur súpufundur með Kiwanisklúbbnum Kaldbak. Í lok apríl munum við svo heimsækja pabba okkar í Ólafsfirði en það er árlegur viðburður að klúbbarnir sækja hvorn annan heim. Áætluð er svæðisráðsstefna í

Grímsey í apríl. Í maí verður svo árleg hjálmaafhending sem er sameiginlegt verkefni okkar og Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri. Endum við svo veturinn með aðalfundi í maí.

Frá okkur er því allt gott að frétta eins og þið sjáið og við brosum allan hringinn þessa dagana. Með bestu kveðju úr sumrinu að norðan. Emblufélagar

Víkkum sjóndeildarhringinn Evrópuskrifstofan í Gent er rekin og kostuð af Kiwanis International og sér um þjónustu við kiwanisklúbba í Evrópu, en jafnframt um þjónustu við umdæmin. Einnig fer þar fram mikil vinna vegna klúbba sem eru utan umdæma í Evrópu Afríku og Asíu . Þetta höfum við margsinnis heyrt og það var þetta sem við vissum þegar við sem aðilar að fræðslunefnd fengum boð um að sækja ráðstefnu í janúar síðastliðnum. Þarna fer fram fræðsla fyrir kiwanisfélaga sem eru að taka við embættum í klúbbum í Evrópu. Það er td. umdæmisstjórnarfólk ásamt aðilum sem sjá um fræðslu í hverju umdæmi fyrir sig einnig var þarna fólk frá klúbbum utan umdæma sem sjá um fræðslu í þeim og á sínum svæðum. Það er óhætt að segja að það hafi verið tekið vel á móti okkur og var ráðstefnan vel lukkuð og í alla staði hin ánægjulegasta og mun án efa eiga eftir að skila okkur betra starfi í fræðslunefndinni. Þarna voru kynntar nýjar

fræðslubækur fyrir embættismenn en það er einmitt eitt af verkefnum skrifstofunnar, nú er komin ný útgáfa á eins bókum fyrir alla kiwanisklúbba í Evrópu og í stað bóka fyrir hvert embætti eins og svæðisstjóra , forseta, ritara og féhirða er nú ein bók fyrir öll embættin. Það kom verulega á óvart hversu mikil og víðtæk starfsemi skrifstofunar er í rauninni, þar eru töluð um 12 tungumál og starfsfólkið vinnur markvist að því að breiða út hreyfinguna, þjónusta og veita alla þá aðstoð við nýja klúbba og þá sem eru ekki innan umdæma t.d. sjá um fræðslu og þing fyrir þá. Fleira er þarna gert svo sem Útgáfa á kiwanisblaðinu. The European Kiwanis og er það þýtt á sjö tungumálum þar á meðal íslensku. Skipuleggja Evrópuþing en það er mikill heiður fyrir hreyfinguna á Íslandi að næsti Evrópuforseti er Ástbjörn Egilsson. Nú er framundan skipulagning á sameiginlegu verkefni Kiwanishreyfingarinnar í

Evrópu og verður það kynnt betur á næstunni. Þetta verkefni er líka í höndum þeirra í Gent. Þau gjöld sem klúbbar í Evrópu og þar á meðal Ísland greiða til Evrópuskrifstofunnar í Gent eru til þess að standa undir þessum rekstri og eftir að hafa verið þarna og séð hve miklu er áorkað teljum við að þessum fjármunum sé vel varið. Það ætti að vera okkur ánægja að hafa þessa skrifstofu í Gent því augljóslega er það auðveldara að hafa samskipti við þá heldur en að sækja þjónustu til Bandaríkjanna . Það fólk sem þarna starfar er mjög alúðlegt og tilbúið að leysa hvers manns vanda svo við ættum ekki að hika við að

leita til þeirra ef einhverjar spurningar vakna og eins og Anne Marie sem er í forsvari þarna sagði þá væri alvega sama hvort það væru lítil eða stór mál bara að hafa samband. Við hvetjum alla kiwanisfélaga að skoða heimasíðu skrifstofunnar í Gent en netfangið þeirra er www.kiwanis-europe.org Að lokum viljum við hvetja alla kiwanisfélaga að taka höndum saman og efla hreyfinguna. Það gerum við með jákvæðu hugarfari og samstarfsvilja ekki bara innan okkar umdæmis heldur líka í samstarfi eins og t.d. væntanlegu Evrópuverkefni f.h. fræðslunefndar Ingibjörg Gunnarsdóttir Oddný Ríkharðsdóttir

Munið eftir Umdæmisþinginu sem haldið verður í Kiwanishúsinu í Reykjavík daga 29. til 31. ágúst 2003 19


„Fortíðin er til að læra af henni en framtíðin til sóknar“ Vitur maður sagði. „Fortíðin er til að læra af henni en framtíðin til sóknar“. Hver er framtíð Kiwanis á Íslandi? Það vitum við að sjálfsögðu ekki en við getum stefnt að því að gera framtíðina ljósari og öruggari með því að leggja á okkur nokkra vinnu. Nú er ég ekki að fullyrða að aldrei hafi verið staðið að skipulagningu fyrir Kiwanis á Íslandi , síður en svo. Ef það hefði aldrei verið gert, þá væri ekki Kiwanis til í dag og við værum ekki með starfandi félagsskap um landið allt. Hinu er svo ekki hægt að neita að fækkun fólks frá hreyfingunni er grafalvarlegt mál sem ber að hugleiða og reyna og sporna eitthvað á móti. Tryggasta leiðin til að viðhalda félagsstarfi eins og Kiwanis er að halda félagafjölda hæfilegum. Láta ekki félagafjöldann falla niður þ.e. að verjast því að missa félaga úr starfi ef möguleiki er. Munum að það á að vera auðveldara að halda félögum í hreyfingunni heldur en að ná nýjum inn. Félagar koma og fara, það vitum við. En við þurfum að halda starfi okkar áhugaverðu svo fólk hafi eftir einhverju að sækja. Nú hafa nokkrir félagar gengið til liðs við Kiwanis á undanfarandi árum og horfið fljótlega aftur frá. Það þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við það, síður en svo. En vert er að spyrja. „Gæti það verið út af fundarformi, framkomu félaga við þá nýju eða eitthvað í starfi klúbbana og hreyfingarinnar sem hrekur frá. Er uppbygging okkar félagsstarfs fráhrindandi á einhvern hátt. Af hverju stenst ekki félagsskapur okkar væntingar þeirra sem hverfa frá svo skjótt? Þessum spurningum ætla ég ekki að svara. Varpa þeim 20

aðeins fram mönnum til íhugunar. Samskipti félaga í Kiwanis, manna á milli eru nokkuð góð að ég tel allmennt. En þegar kemur að samskiptum við Umdæmið virðist einhver snuðra hlaupa á spottann. Hvers vegna, veit ég ekki. Skýrslugerð til umdæmisins er verulega í ólestri hjá mörgum eftir því sem skýrslur svæðisstjóra sýna. Og ég veit af reynslu að bréfum er jafnvel ekki svarað sem send eru til klúbba. Sem betur fer er þetta ekki algild regla en því miður allt of algengt. Er þetta trassa háttur, gleymska eða er þetta beinn ásetningur? Ef svo er, er málið í alvarlegum farvegi. Eða standa kjörnir fulltrúar hreyfingarinnar ekki undir þeim væntingum sem þeir voru kjörnir til? Ekki var ætlun mín að fara að halda uppeldis prédikun hér í þessum pistli en ég kasta þessu fram til að undirstrika huga minn um Kiwanis. Mér finnst, (ekki endilega svo að ég hafi rétt fyrir mér), að starfsemi Kiwanis sé allt of mikið bundin niður í gömul gildi. þ.e. þau gildi sem voru fyllilega frambærileg á þeim tíma er þau voru sett. Í allri þeirri tækni byltingu sem orðið hefur og nokkuð snögglega hefur gengið í garð hjá okkur, hafa mörg gildi okkar fallið eða frekar að segja, færst úr stað eða breyst. Það er þetta sem ég held að við verðum að skoða á sérstakan hátt með framtíð hreyfingarinnar í huga. Ef skoðað er í sögulegu samhengi uppeldisumhverfi þeirra manna sem stofnuðu Kiwanis og þeirra sem við viljum fá inn í hreyfinguna í dag til að taka við af okkur á komandi dögum þá sjáum við hversu yfirþyrmandi munur er þarna á. Stofnendur hreyfingarinn-

ar eru fæddir á byrjun síðustu aldar. Ólust upp jafnvel í torfbæ, engin upphitun, ekkert rafmagn og eini ylurinn sem fólkið hafði til að lifa af harða vetrartíð var ylurinn af skepnunum sem voru jafnvel í fjósi undir húsinu og þótti stórsniðug hugmynd þess er byggði. Á þessum tímum hafði fólk mikið fyrir því að hitta annað fólk frá öðrum bæjum. Lagði á sig jafnvel nokkra tíma göngu í þokkalegu veðri til að hitta nágranna. Það var ekki hoppað upp í gljáandi sjálfrennireið og ekið eftir sléttum vegi, heldur farið yfir keldur og móa og ár þurfti að vaða til að komast á leiðarenda. En þetta var gert! Hvers vegna? Hvað rak fólk til að leggja þetta á sig? Þörf mannsins til að vera í nálægð annarra er svona sterk. Ég þarf ekki frekar að tíunda hversu breytingar eru miklar frá þessum tíma. En fast setja skulum við það í okkar umhugsun, að þær væntingar sem fólk gerir í dag til samveru við hvert annað er heldur betur annað, þó samveru þörfin sé vafalítið ekki mynni. Mörg gildi hafa fallið eða frekar færst úr stað eða breyst. Eða hvað heldur þú lesandi góður. Á tímum afþreyingar sprengingar þar sem allir keppast við að selja og kynna sem víðtækasta og margvíslegasta afþreyingu er róðurinn þyngri til að halda uppi félagsstarfsemi eins og Kiwanis. Hraði þjóðfélagsins og mötun mannfólksins á öllum hlutum er það sem veldur okkur búsifjum í starfsemi eins og við viljum standa að. Kiwanis á Íslandi er stofnað þegar fjölmiðlar voru færi en í dag. Dagblöð voru bara málgagn stjórnmálaflokka. Útvarp Reykjavík var útvarp allra landsmanna og ekkert

annað heyrðist. Sjónvarp ekki til, bjórmenningin var engin og pöbba rölt ekki til í Reykjavík, fáir skemmtistaðir og taldir á fingrum annarrar handa. Og út á landsbyggðinni var alls ekki neitt, nema ef vera mátti eitt félagsheimili. „Þá var maður manns gaman“ Og eitt er víst þetta gamla gildi er enn til staðar. „Það þarf bara að ná þeim saman, finna hinn nýja farveg.“ Ég veit sem tónmennta kennari til margra ára að „Það er auðveldara að gefa öðrum tóninn en að halda lagi sjálfur“. En samt leyfi ég mér að setja þessar vangaveltur fram öðrum félögum til umhugsunar. Einn er sá þáttur sem ég hef staðið að um nokkra ára bil og finnst hægt farið en það er vefurinn okkar http//www.kiwanis.is. Fann ég það strax í upphafi að menn tóku þessum nýja miðli með slíkri varúð en þó með bros á vör og í þvílíkri óvissu að nánast engan vegin var hægt að komast að með þetta málefni. Þó var svo, að þó nokkrir sýndu þessu áhuga og vildu vera með og því er hann það sem hann er í dag. Kiwanisvefurinn okkar er nú að mínu mati búinn að sanna sig og tilveru rétt sinn. Inn á hann hafa nú komið Rúlega 10.000 innkomur á þremur árum en fyrstu árin voru þeir aðeins taldir í fáeinum hundruðum. Hann er enn vistaður hjá Islandia og tekur þar tæplega 85 Mb. En ætti að mínu mati að vera orðin fimm sinnum stærri. Vefhönnun þá sem nú er inni fyrir umdæmið þ.e.a.s. www.kiwanis.is hefur Gestur Halldórsson í Höfða séð um og hefur hann alfarið haldið honum við þetta árið og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.


Að halda svona vef gangandi svo eitthvað gagn sé að tekur töluverðan tíma. Hefur Gestur unnið ötullega að þessu verki í sönnum Kiwanis-anda. Einn er þó sá ljóður á gjöf Njarðar, að efni það sem inn á honum hvílir er nánast komið frá okkur tveimur. Í þúsund manna samfélagi er það í öllu máta óeðlilegt. Vefurinn okkar er ekki aktaður sem lifandi málgagn heldur frekar notaður sem endurvarp eða bergmál annarra miðla Kiwanis. Við félagarnir vildum gjarnan fá inn sent efni til að setja á vefinn okkar Að vísu er þannig einnig farið með málgagn okkar „Kiwanisfréttir“ að erfiðlega gengur að fá menn til að senda inn efni. Og því miður eru ekki margir af þessum fjölda sem setja skoðanir sínar fram þar. Ég spyr? Hafa menn lítinn sem engan áhuga á því hvort Kiwanis starfið gangi eða hangi? Eru allir sáttir við þann framgang sem lesa má úr starfsemi hreyfingarinnar í dag? Er það þess vegna sem engin hefur eitt né neitt að segja? V A R L A. Er ég keypti fyrst vefsvæðið „kiwanis.is“ og setti fyrsta vefinn inn 27.04.1996 voru fjórir vefir uppi í heiminum sem tengdir voru Kiwanis. Innihéldu þeir um 460 síður. Hef ég sennilega verið um það bil 60 sek. Að fá þessa niðurstöðu upp í leitarvél í þá daga og þótti gott. En nú fyrir stuttu er ég skoðaði þessa framþróun tók það mig 11/100 (ellefu hundruðustu) úr sek að fá þá vitnesjum um að 1.638.000 síður væru inni á heims vefnum sem hefðu nafnið Kiwanis í texta. Ég spyr,........ er það gott .............? Í ljósi þessarar þróunar sem sjá má á leitarvélum segir það mér eitt að við höfum svo sannarlega steinsofnað á verði okkar í framþróun fjölmiðlatengsla og samskipta. Við getum sennilega stært okkur af því að hafa verið fyrstir Evrópubúa til að setja upp vefsvæði og setja upp heimasíðu. En svo er það líka talið upp sem við getum stært

okkur af held ég þegar til baka er litið í þessum efnum. Við erum að senda landshornanna á milli skilaboð, skýrslur og fréttabréf okkar með gamla bréfberanum og borgum fyrir það yfir árið sennilega eitthvað á þriðja hundrað þúsund krónur ef allt er talið. Þessir fjármunir eru ekki allir teknir frá Kiwanis hreyfingunni því nokkuð fer upp úr vasa hins almenna Kiwanis manns. Við erum að gefa út Félagatal til allra félaga á prenti. Við erum að prenta lög félagsins og senda þau út einu sinni á ári í stað þess að birta breytingar sérlega á vefnum strax og þær eru samþykktar. Þetta eru svo sannarlega fornaldarleg vinnubrögð í dag. Kiwanis bræður okkar sem stóðu að því að stofna Kiwanishreyfinguna í árdaga hafa verið framsýnir menn og vel með á nótunum um umhverfi sitt. Þeir fóru af stað með hreyfingu sem skilaði þvílíkri útbreiðslu og safnaði ungum athafnamönnum þess tíma svo skart saman að eftir var tekið. Hvar stæðum við í dag ef við værum settir við hlið þessara manna? Ég er hræddur um að lítið færi fyrir okkur þar. Ekki er ég að skrifa þessi orð til að skamma eða ásaka einn né neinn um seinlæti né fyrirhyggjuleysi. Öðru nær. Heldur er markmið mitt að vekja upp hugmyndir um hvað mætti gera til að Skoða fortíðina og læra af henni og nota framtíðina til sóknar. Mér skildist á því erindi sem Eyjólfur Sigurðsson flutti okkur á síðasta sumarfundi okkar hjá Heklu, að við stæðum okkur síst ver en aðrir Kiwanisfélagar okkar t.d. í Evrópu. Þó er nú staðreyndin sú að okkur fækkar ískyggilega mikið nú um þessar mundir eins og áður hefur verið drepið á. Hvar eru ungu mennirnir sem eiga að taka við af okkur „lörfunum“ er við gefumst upp á þessu félagsmála vafstri. Þeir hafa ekki komið inn í hreyfinguna, hafa ekki

áhuga og þeir fáu sem komið hafa hrökklast út svo hratt að þeir eru enn með blauta skóna er þeir yfirgefa raðir okkar aftur. Ég fullyrði að vefurinn okkar og tölvusamskipti sé ein leiðin til að ná til unga fólksins í dag. Við skulum athuga, hvar er unga fólkið með hugann og athygli sína? Ef það vantar eitthvað, fer það á vefinn og leitar eftir því þar. Ef það þarf að læra eitthvað. Þá fer það á vefinn og nær sér í vitneskju þar. Ef það þarf að ná sambandi við einhvern? Þá sendir það SMS eða tölvupóst. Ef það langar að leika sér í frítíma sínum um stutta stund. Þá fer það á netið og spilar leiki eða eitthvað annað afþreyingarefni þar. Einhverjir segja, „Þetta er nú meira ruglið“. „Tölvu þetta og tölvu hitt“. „Hvar eru gömlu góðu samverustundirnar, spilakvöldin, bingófundirnir, og gestakvöldin með ræðumönnum“? Já þetta er einmitt staða okkar í dag. Við tölum ekki sama mál og unga fólkið. Við förum ekki til Ameríku og tölum íslensku. Við förum ekki til Ítalíu og tölum íslensku. Ef þetta viðhorf fær að haldast við, verðum við að setjast í málaskólann Hímir, - (aleinir) - ef við gerum ekki eitthvað í málin til að tala sama tungumál og unga fólkið í dag. Í nútíma þjóðfélagi á byrjun tuttugustu og fyrstu aldarinnar er samskipta form manna á milli að taka þvílíka kollsteypu að annað eins þekkist ekki í mannkynssögunni. Í árdaga er maðurinn fór að gera sig skiljanlegan með orðum, þegar hann fann upp á því að teikna myndir og skrifa letur, er hann fann upp ritsímann eða uppgötvaði talsíma, allt þetta voru stórkostlegar framfarir og skiluðu okkur fram til þekkingar

og samskipta hver við annan. Þetta fleyti okkur til þessara stöðu sem við eru í nú í dag. Ætlum við að spyrna við fótum? Ætlum við að hægja á hjóli tímans? Eða ætlum við að fylgja með? Ég legg það til að sett verði upp umræða og nefnd í hverjum klúbbi þar sem menn taka þetta mál fyrir alvarlega og ígrundi stöðu sína í nútímasamfélagi. Taki ákvörðun um hvað megi gera til að lyfta tölvum*lum klúbbsins sér í hag. Við höfum alla burði, ... þekkingu, ... tækni ... og vafalaust vilja til að gera góða hluti í þessum efnum svo eftir okkur verði tekið. Já góðir Kiwanisfélagar ég er ekki að gera „grín“. Ég er samfærður um að í þeim Kiwanisanda sem ég hef orðið áskynja hér á milli okkar að við getum blásið svo hressilega í tölvulúðra okkar að eftir verður tekið um allann tölvuvædda heimsbyggðina . Ég er ennfremur samfærður um að þetta er einn af lyklunum sem við höfum í hendi okkar til að ná í ungu fólki inn í Kiwanishreyfinguna. „Skoðum fortíðin til að læra af henni og notum framtíðin til sóknar.“ Með Kiwanis kveðju [ Kiwanis er vinátta ] Sigurbergur Baldursson, Kötlu, Formaður Internetnefndar Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar Netfang: sigurbal@islandia.is

21


365. fundur Vífils haldinn í Alþingishúsinu Starf Kiwanisklúbbsins Vífils hefur í vetur gengið með hefðbundnum hætti með tveim fundum í mánuði. Þetta er 23. starfsár klúbbsins og eru félagar nú 13 og hefur fækkað um einn frá upphafi starfsársins. Það er ljóst að það fámenni sem við búum nú við setur óneitanlega sinn svip á starfið en það er öllum kiwanisfélögum áhyggjuefni hversu illa gengur að fjölga í hreyfingunni. Laugardaginn 8. nóvember s.l. hélt klúbburinn ásamt eiginkonum sinn 365. fund sem er ígildi þess að hafa fundað hvern dag heils ár hvort sem er helgan eða rúmhelgan. Til að gera þennan áfanga eftirminnilegan héld-

um við fundinn í Alþingishúsinu í boði fjármálaráðherra Geirs H. Haarde. Á fundinum hélt Sveinn Hallgrímsson Vífilsfélagi og svæðisstjóri Eddusvæðis erindi og fór yfir nokkur atriði úr sögu klúbbsins. Á fundinum var Ingvari Þorvaldssyni fyrrverandi Vífilsfélaga veitt silfurstjarna Kiwanishreyfingarinnar. Var það gert í viðurkenningarskyni fyrir framúrskarandi störf í þágu styrktarsjóðs klúbbsins um árabil. Að fundi loknum fylgdi Geir Haarde fjármálaráðherra okkur um húsið og sagði okkur frá því sem fyrir augu bar og fræddi okkur um það starf sem þarna fer fram og kemur ekki nema að litlu

Hluti fundarmanna á 365. fundi.

Gestir hlýða á fjármálaráðherra og máta sæti þingmanna. er við þessar aðstæður. Að leyti fyrir almenningssjónir. lokum vil ég biðja KiwanisAð lokinni verunni í Alþingisfréttir fyrir baráttukveðjur til húsið þáðu Vífilsfélagar eigKiwanismanna nær og fjær. inkonur og gestir veitingar í Þakklæti vil ég einnig færa boði ráðherrans. Á jólafundi Þyrí Baldursdóttur fyrir klúbbsins var veittur styrkur dugnaðinn við að toga út úr til þurfandi í Breiðholti og mönnum fréttir af starfinu, tók séra Hreinn Hjartarson fréttir sem eiga fullt erindi við honum fyrir hönd kirkjvið fleiri en viðkomandi unnar, en hann og eiginkona klúbb og sýna að við stöndhans Sigrún Halldórsdóttir um ekki ein í vandamálunvoru gestir fundarins. Eins um. og fram kemur hér að framan Með Kiwaniskveðju eru félagar ekki margir eins Snorri Bjarnason forseti og stendur en þrátt fyrir það Vífils er reynt að halda uppi eins öflugu félagsstarfi og kostur

Pistill frá Drangey Stjórnarskiptafundur var haldinn 4. okt. Síðastliðin, þar sem svæðisstjóri Jón Svavarsson leysti Emil Hauksson og félaga frá störfum og setti nýja stjórn undir forsæti Ragnars Guðmundssonar í embætti. Á þennan fund mættu nokkrir félagar frá Skildi, en það er fastur siður í starfi klúbbanna í svæðinu að heimsækja hvern annan á stjórnarskiptum. Þann 18.10 var haldinn svonefndur „Lappafundur“ en á honum er uppistaða í matreiðslu að sjóða sviðar lambsfætur, ásamt sviðum, rófustöppu og kartöflumús. Villibráðarkvöld var haldið í

22

nóvember, var það liður í fjáröflun klúbbsins, þar var veislustjóri Hjálmar Hjálmarsson leikari með meiru, hagnaður var því miður í minna lagi, þá var haldinn skötuveisla á Þorláksmessu og gaf hún ögn meiri hagnað. Jólatrésskemmtun var haldinn milli jóla og nýárs þar mættu um 100 mans á öllum aldri. Ræðumenn hafa verið á 4 fundum, þeir eru Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, Haukur Pálsson bóndi, Bjarni Maronsson bóndi og landgræðslufrömuður og Jón Ormar Ormsson starfsmaður Rúvak með meiru.

Þann 14. maí n.k. verður k.kl. Drangey 25 ára, er ákveðið að minnast þeirra tímamóta með veisluhöldum þann 17. maí í félagsheimilinu Árgarði við Steinsstaðaskóla, ekki er að efa að þar verður glatt á hjalla og gamall kunningsskapur endurnýjaður og væntanlega stofnað til nýrra kynna. Í boði verður meðal annars, fjölrétta matseðill skemmtiatriði og dansleikur, fyrr um daginn er hugmyndin að fara út í Drangey ef verður leyfir og afhjúpa mynnisvarða um Grettir Ásmundarson. Gistiaðstaða hefur verið fengin á Bakkaflöt ferðaþjónustu,

þar er í boði eins og tveggjamanna herbergi, sumarhús fyrir 4 og 6, tjaldstæði og aðstaða fyrir húsbíla. Nánar kynnt í bréfi til klúbbanna. Að sjálfsögðu eru allir Kiwanisfélagar og makar þeirra velkomnir til okkar að gleðjast með okkur á þessum tímamótum, ef einhvern langar í frekari upplýsingar þá lætur afmælisnefnd þær fúslega í té, en formaður hennar er Steinn Ástvaldsson sími heima 453-5513 og í vinnu 895-2239. Með Kiwaniskveðju Steinn Ástvaldsson og Svavar Sigurðsson.


Kiwanisklúbburinn Hof í Garði 30 ára Um þessar mundir fagnar Kiwanisklúbburinn Hof í Garði 30 ára starfsafmæli sínu. Í tilefni þessara merku tímamóta var efnt til sérstaks hátíðarfundar sunnudaginn 10.nóvember s.l. í húsnæði klúbbsins að Heiðartúni 4. Margt góðra gesta mætti og má þar til nefna. Umdæmisstjóra, umdæmisritara, svæðisstjóra og forseta klúbba í svæðinu. Einnig mættu forsvarsmenn annarra félagasamtaka í Garði ásamt fulltrúum frá hreppsnefnd. Eftir að hátíðarfundi lauk var opið hús og komu margir gestir til að samfagna með okkur Hofsfélögum. Margar góðar gjafir bárust til klúbbsins.

Aðdragandi að stofnun Það mun hafa verið fyrir rúmum 30 árum að sú hugmynd kom upp að stofna kiwanisklúbb í Garði. Það voru Kiwanismenn í Keili í Keflavík, sem voru að æsa menn upp í þetta, sagði Jón Hjálmarsson einn af stofnendunum í ræðu, sem hann hélt í afmælishófinu. Gat hann þess að það hefði verið Karl Taylor, sem hafi verið fremstur í flokki góðra Keilismanna, sem mest aðstoðuðu við stofnunina. Klúbburinn var svo stofnaður 26.júní 1972 með 21 félaga innanborðs. Baldvin heitinn Njálsson var fyrsti

forseti Hofs. Skráðir félagar eru núna 16.

Nafnið Hof Miklar vangaveltur voru varðandi nafn á klúbbinn. Einhverjum datt þá það snjallræði í hug að leita til þeirrar merku konu Unu Guðmundsdóttur hér í Garði. Hún var þekkt fyrir það að menn leituðu til hennar með öll heimsins vandamál og treystu henni fullkomlega til að finna gott nafn. Hof, skal hann heita, nefndur eftir fornu hofi, sem mun hafa staðið utarlega á Garðskaga fyrr á öldum.

Húnæðið að Heiðartúni 4 Fyrir nokkru var ráðist í það að festa kaup á húsnæði að Heiðartúni 4 hér í Garði. Fremstur í flokki í þeirri ákvörðun var Baldvin heitinn Njálsson. Á síðustu vikum hefur verið unnið að því að gera ýmsar lagfæringar á húsnæðinu, þannig að það er nú orðið hið vistlegasta. Ágætlega fór um 60 manns í afmælinu. Það er mikið atriði fyrir okkur Hofsfélaga að eiga þetta húsnæði og á örugglega eftir að stuðla að því að starfið verði blómlegt í framtíðinni. Húnæðið er einnig fyrir starfsemi skáta hér í Garði. Við styrkjum starf skáta með

því að leyfa þeim að hafa afnot af húsnæðinu. Skátastarf er hér mjög blómlegt og er það okkur mikið ánægjuefni að geta stuðlað að þessu.

Styrktarverkefni Fyrir utan stuðning við skátastarfið hafa Hofsfélagar stutt við bakið á ýmsum góðum málum í gegnum tíðina. Má þar til nefna að aðstoða við að koma á fót læknastofu. Gefið hefur verið til dvalarheimilis aldraðra Garðvangs, til Gerðaskóla, Þroskahjálpar, Björgunarsveitarinnar, æskulýðsstarfsemi í Garði og margt fleira mætti upp telja. Helsta fjáröflunarleið okkar er sala flugelda fyrir hver áramót.

Tveir heiðraðir. Á afmælishátíðarfundinum hlutu 2 félagar 30 ára heiðursmerki Kiwanis. Ingimundur Þ. Guðnason og Jón Hjálmarsson eru þeir einu af upphaflegu stofnendum, sem enn eru starfandi félagar. Núverandi forseti Hofs Guðmundur Th. Ólafsson sæmdi þá merkinu. Við Hofsfélagar viljum nota tækifærið og þakka öllum sem hafa fært okkur gjafir og árnaðaróskir á þessum tímamótum okkar bestu þakkir. Einnig viljum við þakka fyrir góða þátttöku á sumarhátíðinni s.l. sumar sem haldin var á Garðskaga. Með Kiwaniskveðju Sigurður Jónsson, fráfarandi forseti Hofs.

23


32arg_2tbl_april_2003  

Kiwanisfréttir er vettvangur til að koma á framfæri fréttum um starfsemi Kiwanisklúbba s.o. fréttum frá Kiwanisumdæmi Ísland-Færeyjar.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you