Page 1

Kiwanisfréttir

Gleðileg jól


Ritstjóraspjall Ágætu félagar Nú er hafið nýtt starfsár og vetur konungur genginn í garð og við horfum eins og ávallt björtum augum á framtíðina. Félagafjölgun er eitt af þeim markmiðum sem við verðum að setja stefnuna á - ekki seinna en núna. Töluverð fækkun hefur orðið í hreyfingunni á undanförnum árum og nú verðum við að snúa blaðinu við. Hvert lykilorðið er til að fjölga, veit ég ekki, en allt verðum við að gera sem í okkar valdi stendur til að afla félaga. Fyrir nokkrum árum var Kiwanisklúbburinn Viðey sameinaður Heklu, en nú hafa þeir sem voru í Viðey

ákveðið að endurreisa klúbbinn og er það vel og heyrst hefur að félagar þar gætu orðið á milli 20 og 25 og er það góð viðbót við félagafjölda okkur, en betur má ef duga skal. Við í ritstjórninni höfum ákveðið að verða með blaðið á svipuðum nótum og það var á síðasta starfsári. Umdæmisstjóri hefur samþykkt að vera með smágreinar í hverju blaði og verður ugglaust fróðlegt að fylgja honum eftir í vetur. Svæðisstjórarnir verða með í hverju blaði líkt og í fyrra og koma á framfæri því sem er að gerast í svæðunum og þar sem út koma þrjú blöð á

starfsárinu og svæðisstjórarnir eru sex - eru tveir svæðisstjórar í hverju blaði. Þar sem Umdæmisstjóri er í Sögusvæði og ritstjórn í Ægissvæði fannst okkur að þeir tveir Geir Þorsteinsson og Gylfi Ingvarsson ættu að marka þetta blað með ritsnilld sinni. Þá verður „Fræðsluhornið“ á sínu stað undir öruggri stjórn Drafnar Sveinsdóttur. Þá vil ég hvetja alla félaga að senda okkur fréttir hvort sem þær eru smáar eða stórar. Dreifing á Kiwanisfréttum verður á sama hátt og á síðasta starfsári enda var henni vel tekið. En allt er breytingum háð

Þyrí Marta Baldursdóttir - og ef þú Kiwanisfélagi góður hefur eitthvað gott í pokahorninu handa okkur þá láttu okkur endilega vita. Að lokum óskar ritstjórnin ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Með jólakveðjum Þyrí Marta Baldursdóttir ritstjóri Kiwanisfrétta

Mikil áhersla lögð á vináttu Fyrsta verkefni mitt sem kjörumdæmisstjóri var að fara til Indianapolis í höfuðstöðvar Kiwanis International. Þar hittust allir kjörum-

dæmisstjórar heimsins og tóku þátt í fræðslu til undirbúnings næsta starfsárs. Fræðslan stóð í 4 daga og var dagskráin mjög markviss og góð, og lærði ég margt og

Valdimar Jörgensson, kjörumdæmisstjóri á fræðslufundi í höfuðstöðvum Kiwanis. Útgefandi: Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar Ábyrgðarmaður: Ingþór H. Guðnason, umdæmisstjóri. Ritstjórn: Þyrí Marta Baldursdóttir Umsjón: Ragnar Örn Pétursson Forsíðumynd: Hveragerðiskirkja, Þorsteinn H. Ingibergsson 31. árg. • 1. tbl. • Desember 2001 Prentvinnsla: Grágás ehf.

Kiwanisfréttir

2

mikið. Ég vaknaði klukkan 6 á morgnana til að vera tilbúinn þegar dagsskráin hófst. Góð samvinna var hjá okkur Evrópubúum, og vorum við sannfærð um að við værum besti hópurinn. Pólland átti í fyrsta sinn fulltrúa á fræðslu, en á næsta ári verður stofnað umdæmi í Pólandi. Þarna kynntist ég verðandi heimsforseta Ido Torres sem er frá Filippseyjum, en

hann verður fyrsti Asíubúinn til að verða heimsforseti. Ido lagði mikla áherslu á vináttu, kiwanisfjölskylduna, og að þjóna börnum heimsins. Fræðslunni lauk svo með glæsilegu lokahófi þar sem allir þátttakendur og makar okkar kynntu landið sitt. Valdimar Jörgensson Kjörumdæmisstjóri.


3


Afhending fyrsta K-lykils til forseta Íslands.

Frá K-dagsnefnd Kæru Kiwanisfélagar, nú þegar tíundi K-dagurinn er liðin er rétt að hugleiða hvort við séum á réttri leið. Afrakstur dagsins var allþokkalegur eins og ykkur er kannski kunnugt söfnuðust alls sextánmilljónirogfimmhundruðþúsund krónur, en kostnaður er u.þ.b. þrjármilljónir króna. Afrakstur klúbbana er misjafn miðað við síðasta K-dag, sumir söfnuðu meira aðrir minna. Fólk er orðið mjög þreytt á því að ganga í hús og selja,

því voru klúbbar hvattir til að leita til ýmissa félagasamtaka til að selja K-lykillinn, en sjá sjálfir um fyrirtækin með platta sölu hjá þeim sem virkilega gerðu það gekk hún vel. Þann 2. nóvember s. l. afhentum við eftir töldum aðilum styrki: Klúbbnum Geysi sem eru áhugasamtök fólks sem er eða hefur átt við geðræn veikindi að stríða, og er að koma sér aftur út í lífið, til húsnæðiskaupa, krónur tíumilljónir.

Ritstjórn Kiwanisfrétta vill komast í samband við Kiwanisfélaga sem hefur áhuga á að selja auglýsingar í Kiwanisfréttir. Ágæt laun í boði. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Þyrí Mörtu Baldursdóttur, ritstjóra. Ritstjórn Kiwanisfrétta.

4

Geðverndarfélagi Akureyrar til handa Áfangaheimilinu Álfabyggð 4, Akureyri til viðhalds húsnæðinu, krónur tværmilljónirogþrjúhundruð þúsund, rétt er að geta þess að allt það fé sem safnaðist frá Sauðarkrók og austur til Vopnafjarðar var látið aftur norður. Hringsjá sem er skóli til endurhæfingar rekin af Öryrkjabandalaginu til tölvukaupa krónur ein milljón og tvöhundruð þúsund. Eins og ég minnist á í upphafi var mikið rætt um það í

nefndinni hvort við ættum að breyta um aðferð við söluna á K-lyklinum enn fallið frá því þar sem allflestir þekktu þær aðferðir sem notaðar hafa verið á hinum K- dögunum þannig að auðvelt væri að framkvæma hana. Að lokum færum við nefndarmenn öllum þeim sem lögðu okkur lið bestu Kkveðjur og óskir um gleðileg jól. Sigurður Pálsson, formaður.


5


Kiwanisklúbburinn Embla:

Hugað að málefnum geðsjúkra Ágætu Kiwanisfélagar Vetrastarfið hjá Kiwanisklúbbnum Emblu starfsárið 2001-2002 hófst með hefðbundnum hætti. Stjórnarskipti fóru fram þann 2. október og sá svæðisstjóri Þorgeir Jóhannesson um stjórnarskiptin með aðstoð Stefáns Jónssonar Kiwanisklúbbnum Kaldbak. Forseti Kiwanisklúbbsins Emblu þetta starfsár er Júlía B. Björnsdóttir. 1.-6. október var undirbúningur og sala á K-lykli og komu margar hendur þar að verki. Teljum við söluna hafa gengið þokkalega. Árshátíð og svæðisráðstefna Óðinssvæðis var laugardaginn 27. október. Góð mæting var á svæðisráðsstefnuna og var ýmislegt rætt þar, bæði um hreyfinguna í heild og einstök málefni klúbba á svæðinu, og bar þá helst uppi fjölgun klúbba og fjölgun félaga í þeim klúbb-

6

Konur úr Kiwanisklúbbnum Emblu Akureyri að undirbúa sölu á K-dagslykli ásamt, Kiwanisklúbbnum Kaldbak Akureyri. um sem eru starfandi, og hvernig helst væri best að hlúa að þeim. Fremur fámennt var á árshátíðinni, en skemmtiatriði klúbbana voru frábær og skemmtu allir sér vel og var síðan dansað fram á nótt, og segja má að þeir sem ekki mættu hafi misst af

góðri skemmtun. Sameiginlegur fundur Kiwanisklúbbsins Emblu og Kiwanisklúbbsins Kaldbaks var 6. nóvember. Á fundinn fengum við Kristján Jósefsson sem fyrirlesara og fjallaði hann um málefni geðsjúkra, og kom hann víða við

í málefnum þeirra. Góðar fyrirspurnir voru gerðar á eftir fyrirlestrinum og er greinilegt að félögum í Kiwanishreyfingunni er umhugað um þetta málefni. Framundan er hið hefðbundna, en það eru vinnufundir til að gera kertaskreytingar og selja ásamt dagatalskertum og fer ágóðinn eins og undanfarin ár til að styrkja mæðrastyrksnefnd. Jólafundurinn okkar verður 14. desember og er síðasti fundur okkar á þessu ári. Byrjun á nýju ári hefst hjá klúbbnum í byrjun janúar með dekurkvöldu. Við viljum senda Kiwanisfélögum og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Með kiwaniskveðju Svandís Pétursdóttir Jóhanna Júlíusdóttir

Kiwanisklúbburinn

Kiwanisklúbburinn

Búrfell

Embla

Sendum öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum.

Sendum öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum.


42 klúbbar starfandi á landinu Ágæti lesandi. Í nokkurn tíma hefur þessu blaði verið dreift til sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, læknastofa og víðar. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá að gefa fólki kost á að kynnast starfsemi okkar og vonandi vekur lestur blaðsins áhuga hjá einhverjum að koma til liðs við okkur, allavega ætti lestur blaðsins að stytta lesandanum biðina. Ég ætla því að stikla á stóru um hreyfinguna, félögum mínum til upprifjunar og öðrum lesendum til fróðleiks. Kiwanishreyfingin var stofnuð í Bandaríkjunum árið 1914 en fyrsti klúbburinn utan þeirra var stofnaður í Mexico 1962 og ári seinna sá fyrsti í Evrópu. Fjöldi klúbba í Evrópu er rúmlega 1.200 með yfir 32.000 félaga. Elsti klúbburinn í Kiwanisumdæminu Ísland-Færeyjar er, Hekla sem var stofnuð 14. janúar 1964 og hefur Kiwanisstarfið staðið hér á landi í tæp 38 ár. Í dag eru 42 klúbbar í umdæminu, þar af 2 í Færeyjum og félagafjöldi er ríflega eitt þúsund. Af hálfu Alþjóðasambands Kiwanis er, og hefur verið, lögð rík áhersla á það að klúbbum og þar með félögum, fjölgi. Því fleiri félaga sem hreyfingin hefur á að skipa þeim mun meiri aðstoð getur hún veitt og því miður eru verkefnin vísast nær óteljandi. Að þessu markmiði keppa öll 48 um-

dæmi heimsins auk þess sem unnið er markvisst að fjölgun klúbba í löndum sem enn eru utan umdæma. Á síðasta starfsári fjölgaði klúbbum um 291 en markmið þessa starfsárs er 375 nýir klúbbar og í október, sem er fyrsti mánuður þessa starfsárs, fjölgaði þeim um 26. Fjöldi klúbba, á heimsvísu, er því að nálgast 9.000 og félagafjöldinn yfir 300.000. Alþjóða-Kiwanishreyfingin starfar undir kjörorðinu „Hjálpum börnum heims“ og hefur vakið á sér verðskuldaða athygli, heimshorna á milli, fyrir verkefnið „útrýmum joðskorti“ en til þessa hefur hún aflað rúmlega 8 milljarða ísl. króna og bjargað fleiri en 8 milljónum barna frá að verða andlega þroskaheft. Mörg af styrktarverkefnum Íslensku klúbbanna eru í þágu barna en þau einskorðast ekki við þau og eru klúbbarnir frjálsir að því að leggja hönd á plóg þar sem þeir sjá ástæðu til. Í sameiningu halda svo klúbbarnir í okkar umdæmi sérstakan K-dag, á 3ja ára fresti og var 10. K-dagurinn í byrjun síðasta mánaðar. Væntingar margra til þessa dags voru meiri en árangurinn en þó reyndist unnt að gefa yfir 13 milljónir til ýmissa verkefna á sviði geðverndarmála. Áætla má að alls hafi um 200 milljónir króna safnast, frá upphafi, á þessum K-dögum og ég leyfi mér, fyrir hönd

Kiwanishreyfingarinnar, að þakka þjóðinni fyrir sína gjafmildi og skilning. Það að taka þátt í störfum Kiwanis er miklu meira en að leggja á

sig tímafreka sjálfboðavinnu við að afla fjár til styrktarverkefna. Það er einnig mannrækt! Markmiðin okkar sex ættu að útskýra hvað ég á við, en þau eru: 1. Að láta andleg og mannleg verðmæti skipa æðri sess, en verðmæti af veraldlegum toga spunnin. 2. Að hvetja til þess að dagleg breytni manna á meðal byggist á hinni gullvægu reglu: „Eins og þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. 3. Að beita sér fyrir bættum viðskiptaháttum, starfsháttum og félagslegri hegðan. 4. Að efla borgaralegar dyggðir með góðu fordæmi. 5. Að skapa með stofnun Kiwanisklúbba leiðir til að binda varanleg vináttubönd, veita ósérplægna þjónustu og stuðla að betra samfélagi. 6. Að vinna saman að

mótun og eflingu heilbrigðs almenningsálits og göfugrar hugsjónastefnu, sem er undirstaða aukinnar ráðvendni, bættrar réttvísi, vaxandi þjóðrækni og bræðralags. Það er mjög ánægjulegt að sjá hilla undir það að nýr

kiwanisklúbbur líti dagsins ljós hvern einasta dag ársins! Ég er sannfærður um það að miklu fleiri aðhyllast þær hugsjónir sem kiwanisstarfið byggir á en þeir rúmlega 300 þús. félagar sem nú eru og það er m.a. eitt af okkar hlutverkum að kynna þessar hugmyndir og þá möguleika sem störf okkar bjóða upp á. Ég óska öllum lesendum blaðsins gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Ingþór H. Guðnason Umdæmisstjóri

Viðurkenning frá Umdæminu Á 31. umdæmisþinginu í Færeyjum afhenti Gísli H. Árnason umdæmisstjóri fyrir hönd umdæmisins Demant Hixson orðu til Ævars Breið-

fjörð fyrir störf hans fyrir Kiwanishreyfinguna á Íslandi og Færeyjum. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi viðurkenning er veitt á Íslandi.

Ævar Breiðfjörð tekur við viðurkenningunni úr hendi Gísla H. Árnasonar umdæmisstjóra. 7


Jólin - Gullna reglan - Kiwanis Kiwanishreyfingin hefur kærleikann að markmiði sínu. Hún hvetur til þess að Gullna reglan sé til leiðsagnar í daglegri breytni mannanna: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“. Annað í markmiðslýsingu Kiwanismanna er útfærsla á þessu. Boðskapur jólanna, boðskapur kristninnar og kirkjunnar er kærleikurinn. Mennirnir skulu vera góðir en ekki vondir, tala vel og af sanngirni hver um annan og færa allt til betri vegar. Þeir skulu fylla hugann af góðsemi og ætla náunganum slíkt hið sama. Með því að taka þessum gegnheila og sanna boðskap Drottins verður lífið betra og bjartara. Með því að opna hugann fyrir jólabirtunni verður samfélagið séð í réttara ljósi. Mennirnir eru samþegnar í veröld sem Guð hefur gefið en ekki andstæðingar í hörðum heimi. Gjafirnar sem ein-

kenna jólaundirbúninginn eru vottur af kærleika Guðs - innpakkaður kærleikur til okkar nánustu og frá þeim til okkar, hulinn, leyndur, en kemur í ljós þegar umbúðirnar eru fjarlægðar á jólunum. Gjafir gefnar sem endurskin af jólagjöf Guðs til mannkynsins „...hið sanna ljós sem upplýsir hvern mann...“ og er Jesús Kristur. Guð gefur okkur jólin og þegnrétt í ríki sínu um alla eilífð. Jólagjöfin hans er gefin af einlægni og takmarkalausum kærleika. Hann stofnar nýtt ríki jörð, annars eðlis en heimsríkin, en því er ætlað að hafa áhrif til góðs á ríki og ráðslag mannanna. Vald þess og umboð byggist á kærleikanum og það er sameiginlegt öllum sem vilja tilheyra því og telja sig kristinnar trúar. Inntökuskilyrðin eru ekki flókin, skírn. Í framhaldinu ræðst það af sjálfum þér hvað þú þiggur mikla blessun lífi þínu. Umfram allt þarf að vilja það sjálfur.

Guðrún Valdemarsdóttir Kiwanisklúbbnum Hörpu Sendir öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum.

8

Til þess að rækta sjálfan sig og láta gott af sér leiða þarf líka vilja. Jólin með gleðiboðskap sínum getur aukið þann vilja. Það er fallegasta sagan sem við heyrum um ársins hring. Hin arfhelga frásögn um fæðingu frelsarans er innihald jólanna. Hvergi er boðskapurinn um kærleika Guðs jafn skýr, tær og djúpur og þar nema í sögunni af týnda syninum. Báðar sögurnar vitna um kærleika Guðs þrátt fyrir breyskleika mannanna. Hvort tveggja svo auðskilið að hvert barn getur meðtekið boðskapinn. Hvað varðar efnið og dýptina á bak við þessar einföldu frásagnir getum við alltaf ausið af þeim til góðs fyrir líf okkar og samfélag. Kiwanishreyfingin vinnur gott verk meðal þjóðarinnar samkvæmt háleitri hugsjón sinni og göfugum markmið-

Hjálmar Jónsson. um. Eins og við annað slíkt starf felst mesta þökkin í verkunum sjálfum. En fáum dylst gott framlag Kiwanismanna og samfélagið metur það og virðir að verðleikum. Þér, sem lest þessi orð, bið ég blessunar og farsællar framtíðar. Gleðileg jól. Hjálmar Jónsson

Félagsandi Mikilvægt atriði í öllum félagsstörfum er félagsandinn og það hugarfar sem mótar félagslífið. Forsenda félaga er hin lýðræðislega starfsaðferð en í fáum orðum má segja að hún hvíli á gagnkvæmu trausti og tillitssemi félagsmanna, þótt skoðanir kunni að vera skiptar um ýmis viðfangsefni. Nauðsynlegt er að hafa í huga að félagar geta stirnað og orðið nokkurs konar stofnun. Við slíkt ástand víkur hið frjóa félagslíf fyrir reglubundnum verkefnum sem afgreidd eru samkvæmt venju. Við þetta geta félagsmenn skipts í tvo hópa. Annars vegar eru áhugamennirnir sem smátt og smátt taka öll völd og forræði. Og hins vegar er fjöldinn sem haldinn er vantrausti á sjálfan sig, áhugaleysi eða lakari aðstöðu og verður brátt að

þolanda í starfinu. Í andrúmsloft sem þessu geta ýmsir smáhópar eða klíkur blómstrað en þær hvíla á þeirri forsendu að hið gagnkvæma félagslega traust hefur beðið hnekki og félagsandinn er orðinn lævi blandinn. Það er eitt megin hlutverk forystumanna í félagsstörfum að standa vörð um góðan félagsanda og er það raunar ótæmandi verkefni. Í félagslífi sem og á öðrum vettvangi, gildir að sá veldur sem á heldur. Skyldur forystumanna við hina lýðræðislegu starfsaðferð eru alveg ótvíræðar og á ekki að sniðganga þær. En án aðhalds og þátttöku hinna almennu félagsmanna einangrast forystan og verður að taka ákvaðanir upp á sitt einsdæmi. Dröfn Sveinsdóttir.


Kiwanisklúbburinn Setberg:

25 ára og einu betur Kiwanisklúbburinn Setberg er orðinn 26 ára. Hann var stofnaður sjötta júní 1975 og því er nú meira en eitt ár liðið frá því við hefðum átt að minnast 25 ára afmælisins í Kiwanisfréttum. Stofnfélagar Setbergs voru 23 en á 10 ára afmælinu voru þeir orðnir 29. Núna 16 árum síðar hefur þeim fækkað niður í 17. Menn hafa komið og farið en harður kjarni stofnfélaga og nokkurra annarrar sem snemma gengu til liðs við klúbbinn er ennþá starfandi og er aðal forgöngumaður um stofnun klúbbsins, Árni Hróbjartsson, þeirra á meðal. Örfáir yngri menn hafa ílengst í klúbbnum og segja má að þeir séu nú stoð og stytta þeirra eldri í klúbbstarfinu. Eitt algengasta umræðuefni í klúbbnum hefur lengi verið hvernig snúast beri til varnar gegn áhugaleysi um Kiwanisstarf. Gerðar hafa verið tilraunir til þess að vekja áhuga í bæjarfélaginu en með slökum árangri, eins og félagatalið sýnir. Orsakir þessarar öfugþróunar eru ef til vill ekki alveg ljósar en ætla má að sjónvarpið eigi hér ekki lítinn hlut að máli. Þegar Setberg hóf starfsemi sína var aðeins um eina sjónvarpsrás að ræða, sem sendi út sex daga vikunnar. Sjónvarpslausi dagurinn var þá gjarnan valinn til fundarhalda og þótti vel gefast. Nú eru sjónvarpsrásir orðnar fleiri en tölu verði á komið, í fljótu bragð, og greinilegt er að hér er við ramman reip að draga. Ef til vill er það merki um forpokun og afturhald að halda því fram, að hér sé um afturför að ræða og menn missi, með þessum hætti, af tækifærum til þess að þroska sjálfa sig í heilbrigðu og uppbyggjandi félagsstarfi og af tækifærum til þess að láta gott af sér leiða. Viðfangsefni Setbergs hafa, gegn um tíðina, verið hefðbundin Kiwanisverkefni.

Í tilefni 10 ára afmælis klúbbsins var skrifað að hann hefði styrkt æskulýðsstarf í bænum m.a. með viðhaldi og endurbótum á skátaheimili staðarins, þar sem félagsstarfið hafði raunar aðsetur fyrstu árin. Átta ára börnum í bænum hafði þá, um nokkurt skeið, verið gefin endurskinsmerki á hverju hausti. Siglingaklúbburinn Vogur hafði notið fjárstyrks og Skákklúbbur Garðabæjar fengið skákklukkur að gjöf. Á afmælisárinu styrkti klúbburinn Garðbæinga til þátttöku í heimsmeistaramóti fatlaðra. Nú um margra ára skeið hefur þorrablót með öldruðum verið fastur liður í starfsemi klúbbsins og hefur það verið fjölsótt og vinsælt í bænum. Fyrir nokkrum árum gaf klúbburinn einnig merkilegan æfingabekk til notkunar við þjálfun aldraðra. Margskonar önnur verkefni hafa verið á döfinni m.a. voru, fyrir fáum árum, Vídalínskirkju gefnir kyrtlar til notkunar fyrir kirkjukórinn. Í mörg ár hafa nemendur í skólum bæjarins, sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í íslensku, verið verðlaunaðir með áritaðri bókagjöf. Um nokkur ár aðstoðuðu Kiwanismenn Styrktarsjóð Garðakirkju við söfnun fjár til bágstaddra í bænum. Þátttaka Setbergs í sameiginlegri fjársöfnun Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi hefur einnig ávallt verið mikil. Hin síðari ár hefur Setberg liðsinnt fötluðum á svæðinu bæði með gjöfum til sambýla og skemmtanahaldi fyrir fatlaða og hefur það verið gert í samvinnu við aðra Kiwanisklúbba í nágrenninu. Af framansögðu má ráða, þótt upptalningin sé engan veginn tæmandi, að Setberg hefur komið víða við í styrktarverkefnum sínum. Ýmsar aðferðir hafa verið reyndar til þess að afla fjár til starfseminnar. Í eina tíð var talsvert gert að því að kaupa fisk í

Keflavík, sem síðan var unninn af félögum og seldur í hús. Á tímabili önnuðust félagar bókaútburð í Hafnarfirði og Garðabæ fyrir útgáfufélag í Reykjavík. Um skeið gaf klúbburinn út jólakort sem skreytt voru myndum teiknuðum af skólabörnum í bænum. Frá árinu 1979 til 1997 stóð klúbburinn að útgáfu símaskrár fyrir Garðabæ annað hvert ár en síðastliðin vor gaf klúbburinn út veglegt götukort af Garðabæ. Af sölu auglýsinga í skrána og nú síðast á götukortið hefur orðið verulegur hagnaður sem staðið hefur, að nokkru, undir styrktarverkefnum síðari árin. Eins og segir í upphafi þessarar greinar er Kiwanisklúbburinn Setberg orðinn 26 ára. Á afmælisárinu þegar hann varð 25 ára brugðu félagar á það ráð, í tilefni tímamótanna, að efna til hópferðar til Þýskalands. Þar í landi hafði hópurinn rútu til um-

ráða og var hún óspart notuð til útsýnisferða um nágrenni Rüdesheim, þar sem hópurinn hafði aðsetur. Ferð þess þótti takast svo vel að nokkur hópur Setbergsfélaga tók sig upp og ferðaðist um Skotland á síðasta sumri og þótti sú ferð einnig takast með ágætum. Þegar alls er gætt má ljóst vera að Kiwanisstarf er ekki eingöngu streð við fjáröflun til góðra verka. Þvert á móti er oft um skemmtileg samstarfsverkefni að ræða, sem ánægjulegt er að taka þátt í. Því skal heldur ekki gleymt að Setberg, eins og aðrir Kiwanisklúbbar, hefur gert í því að efna til skemmtifunda fyrir félaga og maka þeirra, gjarnan með heimafengnu efni. Í því sambandi má minnast samkórs Kiwanisfólks, sem skemmti, við góðar undirtektir, á 15 ára afmælishátíð klúbbsins. Stjórnin

Kiwanisklúbburinn

Harpa Sendum öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum.

9


Þáttur af Þórði jarli frá Brekku og hinum knáu köppum hans Það ber til á hverju ári að haldin eru þing þeirra sem eru af húsi og kynþætti KIWANIS. Haustið eftir hinn mikla aldamótavanda bárust þau boð frá Gísla umdæmisstjóra að þing hið næsta haust skyldi haldið í Færeyjum, sem liggja í suðaustur frá Íslandi, og þangað yrðu sem allra flestir Kiwanismenn að mæta ásamt spúsum og húskörlum og öðru hyski sínu, því telja skyldi allan lýðinn. Því var það að morgni Óðinsdags í 17. viku sumars, þá er Bubbi kóngur hafði setið í tíu sumur, að hreyfing sást allnokkur á veginum upp Borgarfjörð syðri. Þar var á ferð Þórður jarl frá Brekku ásamt spúsu sinni Agnesi, höfðingi þeirrar ættkvíslar KIWANIS sem kennd er við Smyril. Í föruneyti hans voru Jón smiður frá Fálkakletti ásamt spúsu Sædísi, Einar óðalsbóndi á Tungulæk ásamt Sóleyju, Indriði hinn forni af Loftorku ásamt Ástu, Þorsteinn Dalamaður og snyrtipinni í Fíflholtum ásamt Önnu og fylgdi honum einnig Auðunn húskarl hans og bróðir. Jón hinn Stóri og Jón hinn snoðni, báðir kenndir við Loftorku, voru í föruneytinu og báðir lausríðandi. Síðastan skal nefna Gvend smala í Borgarverkskoti og spúsu hans Helgu, sem nýlega höfðu hrakist úr landnámi Helga Magra og sett sig niður nærri Brákarsundi og gengið Þórði jarli á hönd. Fengu að fljóta með fyrir náð og miskunn. Þeim fylgdi líka kantskerinn Hinrik af Skipaskaga. Var sá af kynþætti Kiwanis, þeirri grein sem kennd er við Þyril á Skaga. Hafði hann villst í hinum víðáttumikla kastala sínum er hann hugðist leggja af stað til Færeyja og þannig orðið viðskila við slekti sitt og fékk því að fylgja Smyrlum sakir rómaðrar góðmennsku þeirra. Í Borgarfirði sunnanverðum er nokkur dreif KIWANISmanna, kennd við Jökla. Er þar gott lið ættstórra manna, en fer fækkandi sökum fólksflótta þess sem þjakað hefur dreifðar byggðir Borgarfjarðar undanfarin ár. Jarl þeirra, Haukur af Jörfa, vill frekar sinna túnasléttun og slíkum verkum en ríða um lönd og héruð eða leggjast í víking. Varð því að ráði að ætt-

10

menn hans slógust í för með þeim Þórði jarli. Voru þar kennimaðurinn Trausti frá Hvanneyri og spúsa hans þingeysk, Jakobína; austmaðurinn Meinert færeyingur ásamt Sigríði og nutu þau þess heiðurs að hafa flest ár að baki allra í hópnum. Meinert hafði fyrir margt löngu flust af Færeyjum og talaði því mál innfæddra og þekkti nokkuð til manna og mannvirkja þar. Sverrir vélari af Andakíl og Jón Páll snikkari, kenndur við Brák, voru og með í för. Til farar völdust nokkur traust æki af austurvegi gjörr; búin vagnhjólum háum og breiðum og fyrir beytt skáeygðum hrossum í hundraða tali og drukku þau dísil. Jón smiður sat einnig í austrænu tæki, svo og Indriði af Loftorku, þótt ekki væri hjólabúnaður eins veglegur og hinna og hross færri, rýrari og litu ekki víð dísli, heldur drukku bert bensín. Lestina rak svo smalinn Gvendur ásamt kerlingu og kantskera. Beitti hann fyrir vagnhrip sitt miðevrópskum múldýrum og þótti sýnu verst akandi. Komst hann þó alla leið að lokum. Kennimaðurinn Trausti var ekki með í för, heldur kunni aðra leið, Hina leiðina, og fór hana og sagði greiða. Lítt segir af ferðum Þórðar jarls og manna hans í fyrstu. Fóru þeir að mestu með friði þar til komið var í stað þann er heitir að Blönduósi. Þar býr fátt Kiwanismanna og eru líflitlir. Þar var áð og tekið hús á fólki. Lítið hafðist upp úr því krafsi, helst mjöður í þynnra lagi, súpugutl og hvítt brauð. Var því sprett úr spori og farið mikinn sem leið liggur allt til eyrar sem kennd er við Akur í landnámi Helga hins magra. Þar var gert strandhögg, m.a. í skemmu við Hólabraut þar sem innfæddir geyma mjöð sinn og var gott til fanga. Lyftist þá brún á mörgum, sérlega þeim sem sagðir voru bremsulausir. Þó báru kúskar sig aumlega og kvörtuðu undan þorsta og hungri. Voru þeim þá fengin grjúpán til átu og blávatn. Áfram var riðið mikinn austur yfir Þingeyjarsýslur og lítið áð. Var þó klárum brynnt hér og þar. Komu menn undir kvöldskatt í dal einn mikinn

sem kenndur er við Fljót. Sáu sumir reyk leggja upp úr skógi um miðjan dal og fóru að gæta hverju sætti og fundu þar fyrir í rjóðri Sæmund smið frá Votadal og spúsu hans ásamt ómegð. Var þar gott til fanga og mikið á hlóðum og átu Jarlsmenn allt sem til var í kotinu enda hraktist Sæmundur skömmu síðar aftur í heimahrepp sinn. Aðrir

Sædís spúsa Jóns mjög við þessi orð og greip til kökukeflis síns og hugðist leggja til smalans. Gengu menn í milli þeirra og báðu smalanum lífs. Sædís bað hann hvergi þrífast og sljákkaði lítið í henni þrátt fyrir að smalinn bæði sér griða, auðmjúklega og ítrekað. Allgott var til fanga um borð í fleyinu og nægur mjöður og gör-

Þórðar jarls og manna hans í fyrstu. Fóru Lítt segir af ferðum

þeir að mestu með friði þar til komið var í stað þann er heitir að Blönduósi.

Þar býr fátt Kiwanismanna og eru líflitlir. Þar var áð og tekið hús á fólki. héldu sem leið liggur ofan í fjörð þann sem Seyðisfjörður nefnist. Þaðan skyldi siglt að morgni með langskipi einu miklu er Norröna heitir. Er þangað kom var þeim vísað í úthús eitt undir fjalli, því ekki var rúm fyrir þau í gistihúsinu. Höfðu þau þar allgóða vist og hresstust kúskar nokkuð eftir erfiðan og þurran dag í vegarryki. Segir ekki af svefnförum, en ekki er talið að nokkur hafi orðið léttari um nóttina og engra vitringa varð vart, enda sá ekki til stjarna. Innfæddir fjárhirðar gættu gesta um nóttina og kyntu bál mikið. Fylgdu þeim herskarar nokkrir, og sungu ákaflega, en ekki voru öll þau hljóð himnesk. Er leið á næsta dag kom skipið af hafi, hlaði fólki og fénaði. Tók langan tíma að losa skipið, þannig að sumir gerðust óþolinmóðir og vörpuðu varningi sínum fyrir borð og í hafið. Líkaði Heródesi þeirra Seyðfirðinga það miður og gerðu húskarlar hans mikið hark og leituðu þeir víða að delinkventunum og fundust þeir um síðir og varningur þeirra. Ruddust menn jarls svo um borð og tóku með sér stærstu ækin, þau er dísil drukku. Þegar Jón smiður hugðist taka með sér æki sitt, spurði Gvendur smali hverju það sætti að hann hygðist taka með sér smælki þetta. Fyrtist

óttur nokkuð. Menn jarls gerðu sér alldælt við höfðingja skipsins, austrænan mann af Færeyjum, og gáfu honum skjöld einn fagran og lét hann vel af. Leið svo nóttin. Byr var enginn, en þó gekk skipið svo mikinn að ýmsir töldu galdri líkast. Tók það land í plássinu Þórshöfn að morgni snemma. Voru þá sumir ölþreyttir en aðrir síður. Gengu menn á land og hertóku snarlega húskofa einn skammt frá fjörunni þar sem heitir að Skansi, og tóku sér þar bæli. Réð þar húsi kerling ein og fékk ekki að gert og lét sér líka bærilega, en nöldraði þó með köflum. Síðan var haldið ofar í plássið og hugsanlegt herfang kannað, en farið gætilega og með friði að mestu. Fljótlega kom í ljós að innfæddir kunnu vel að sjóða öl og var nóg til víðast hvar. Þegar leið á dag fóru þeir Jón smiður, Þorsteinn dalamaður og Gvendur smali að hitta Gísla umdæmisstjóra og lið hans. Var það mannamót í húsi einu miklu undir fjalli og gengu þar sauðir á þakinu. Dvaldist þeim lengi dags og er sagt að þar hafi hrútar heyrst skornir af allnokkrum krafti. Aðrir menn Jarls beittu hrossum fyrir æki sín og höfðu uppi njósn um nágrennið og leituðu fanga. Kvöldskatt höfðu menn í húsi einu miklu og var þar etið spað ýmiskonar, gras


og grjón, og allt með amboðsspækjum af viði, líkum þeim sem kerlingar nota við prjónaskap. Það þótti Jarlsmönnum illt og töldu sig seint hafa kviðfylli með því lagi. Tóku þeir því griðkonur herfangi og létu ekki lausar fyrr en á borð voru borin boðleg amboð og gnægð öls við. Þegar menn höfðu matast, var haldið í musterishús það sem mest líkist duggu undir seglum og kennt er við áttina Vestur. Var þar samankominn mikill hópur af kyni KIWANIS og hlýddu á ýmsan boðskap og kenningar. Nokkuð var þar skorið af hrútum. Síðan var haldið í annað hús skammt frá, en okkar mönnum þótti þar skorta allnokkuð á mjöð og matföng og lögðu náttúrulega undir sig kofa einn er stóð á krossgötum í plássinu og hafði að geyma mjöð nægan, svo og aðrar vistir. Sátu menn þar löngum að sumbli og lögðu sumir lag sitt við griðkonur af staðnum. Næsta dag var enn þingað í húsinu þar sem sauðir gengu um þök og aðrir menn Jarls leituðu fanga sem áður. Um kvöldið var skattur borinn fram í mesta húsi plássins og mettaðist þar hálft þúsund manna. Munu þar ekki hafa dugað til fimm fiskar og lítið eitt af brauði. Þar var og nægur mjöður og líkaði mönnum jarls þar vel að vera og dvöldust lengi nætur við lyftingar og fótamennt. Varð þar og háreysti nokkur og ófögur með köflum. Fyrir dyrum hússins var sex manna far á stokkum, fullbúið með rá og reiða, og leist ýmsum vel á og þótti völundarsmíð. Menn jarls vildu hafa það heim með sér og nýta til fiskiveiða á Borgarfirði, en fengu ekki fyrir innfæddum. Var þar nokkuð tekist á en mest í góðu og helst vegist með orðum. Var seint gengið til náða þessa nótt að Skansi og gleðskapur fram á morgunn. Hinn næsta dag var ekki risið úr rekkju mjög árla, utan þeir sem kristnir þóttust, og gengu þeir til tíða. Sumir kúskar gátu vart valdið svipu fyrr en mjög leið á dag, þannig að ekki varð haldið til ránsferða. Í staðinn var gengið um þann stað sem innfæddir nefna skóg, en jafnvel Íslenskir kalla kjarr. Gerðust ýmsir þyrstir og svangir og tóku hús nokkurt þar sem matarþef lagði út. Fannst þar matur vel ætur, en enginn mjöður göróttur. Þar drukku Jarlsmenn ropvatn og þótti þunnt. Á Mánadegi og Týsdegi var haldið út og fanga leitað víða um eyjarnar. Mönnum jarls

þóttu leiðir allgreiðar og fóru mikinn. Svo var grannt farið yfir að jafnvel kirkjur voru kannaðar til hlýtar í sumum plássum og þykir ástæða til að hafa slíkt lengi í minnum. Hellar miklir eru víða í fjöllum og hægt að komast um þá með stór æki á milli staða. Einnig fara knerrir víða um sund milli eyja og flytja fólk, fénað og æki. Veður eru nokkuð válynd og vot þar um slóðir og þótti búandkörlum ekki gott undir bú. Sauðir voru rýrir og naut voru að mestu höfð á húsi allt árið. Sérstæðastur þótti þó Jarlsmönnum heyskapur innfæddra. Slá þeir túnbleðla sín, marga og smáa, með smáaboðum og hengja síðan heyið til þerris í nokkurs konar fiskinet sem komið er fyrir á staurum. Ef þurrkur er fýkur heyið úr netunum, en ef rignir hrekst það. Sýndist mönnum sem þar kæmi skýring á rýrum sauðum og lyktsterku keti, sem innfæddir eta og kalla skerpukjöt. Til sönnunar um ógæði þess konar kjöts má nefna að Trausti kennimaður, sem kunnugur er um eyjarnar og þekkir til margra innfæddra, bæði karla og kvenna, leiddi hópinn á stað nokkurn sem Saksund heitir. Þekkti hann þar konu eina og veitti hún mönnum Jarls kjöt og mjöð. Ásta, spúsa Indriða, bragðaði á kjöti þessu og þótti svo vont, að hún drakk hið snarasta heila krukku af miði göróttum, þótt hún alla jafna láti engan slíkan inn fyrir varir sínar og hafi ekki gert síðan hún afdjöflaðist á táningsaldri. Á þessum ferðum voru allir helstu staðir eyjanna kannaðir. Leist mönnum best undir bú þar sem heiti í Klakksvík. Þar sjóða innfæddir öl og kunna vel til verka. Þó voru beykjar nær dauða en lífi af þreytu þegar Jarlsmenn komu þar. Höfðu þeir þá staðið við ölsuðu óslitið í heila viku og höfðu ekki undan. Létu þeir af því að ekki hefði jafn stíft verið drukkið í Færeyjum í annan tíð og undruðust mikið þorsta manna. Þegar fréttist að Jarlsmenn hygðust yfirgefa eyjarnar innan skamms, glöddust beykjar mjög og leystu þá út með gjöfum og blótuðu Frey. Á Óðinsdegi í 18. viku sumar barst fregn af langskipinu Norrænu, sem nú væri aftur á leið til Íslands. Bjuggust menn Jarls þá til brottfarar og biðu skips í fjöru lengi dags og þótti vistin ill. Þegar fleytan lagði loks að landi var þar hvert rúm skipað og margir ölþreyttir mjög og gekk seint að bera þá í land. Ölsýki hafði verið á skipinu og var

griðkonum óhægt að þrífa. Var mönnum Jarls mál að nærast þegar þeir komust um borð og átu vel og lengi, og varð þurrð á ýmsum vistum. Byr var nokkur og valt langskipið og gerðust sumir krankir. Höfðu þó af nóttina og komu til Seyðisfjarðar undir hádegi næsta dag. Þegar fólk og farangur hafði verið borið í land, voru sumir svo glaðir yfir því að hafa aftur Íslenska jörð undir fótum að þeir föðmuðu næstu fánastengur þar sem veifa Ólafs konungs Ragnars á Bessastöðum blakti. Var nú búið um farangur og fólk á ækjum. Indriði hárfagri vildi ólmur reyna Hina leiðina og fór þar ásamt Meinhart hinum Færeyska og Sigríði. Að sögn var leið sú allgreið, en votviðrasöm, fáfarin og þokukennd og leist Þórði jarli hún einnig fýsilig mjög. Þó fór svo að menn hans töldu það óráð hið mesta. Varð úr að allir utan Indriðis lögðu á Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfi, en flestir áðu strax að Egilsstöðum og brynntu. Voru þar ýmsir bæði þreyttir og þyrstir. Áfram var haldið norður og vestur og farið mikinn. Á Akureyri var gert strandhögg að nýju og voru Jónar hinir Stóru og Snoðnu atkvæðamestir ásamt Hinrik kanskera, enda bremsulausir. Enn var farið mikinn og segir nú ekki af ferðum þeirra Jarlsmanna fyrr en í Borgarnesi og var þá dagur mjög að kvöldi kominn. Svo var ferð þeirra mikil að Þórður jarl náði ekki að stöðva æki sitt í Borgarnesi og staðnæmdist ekki fyrr en við sunnanverðan Hafnarfjörð, í suðurjaðri StórBorgarsvæðisins, þar sem heiti að Agnesi. Býr hann þar síðan, og hefur selt Jóni smið frá Fálkakletti jarlstignina. Er Sæmundur smiður í Votadal orðinn aurapúki Kiwanismanna og Gvendur smali párar á skinn eða roð það sem frásagnarvert getur talist í ættinni. Einar Óðalsbóndi á Tungulæk situr nú yfir greifa-

dæmi því sem kennt er við Eddu og skal því alltaf ávarpaður Háæruverðugi svæðisstjóri Eddusvæðis Einar Óskarsson. Hefur hann af þessu nokkurn baga. Þarf hann að ríða um héruð og hitta allar greinar ættarinnar sem EDDU tilheyra og viðhafa allskyns hundakúnstir. Situr hann við flesta daga og safnar sögum sem kenndar eru við viðkvæm líffæri neðan þindar, til að flytja á ættarmótunum. Eftirmál hafa enn ekki orðið umtalsverð af för þessari. Þó hefur spurst að músagangur sé nú óvenju mikill um Borgarfjarðarhérað. Hefur sá kvittur komið upp að um sé að kenna hljóðpípuleik Jóns Snoðins, en í Færeyjum áskotnaðist honum hljópípa af málmi og tré, sem sumir nefna munnhörpu. Blés hann í hana ákaflega hvar sem hann fór og sérstaklega á leiðinni frá Seyðisfirði til Borgarness. Hald manna er, að þar séu samankomnar allar mýs af Norður- og Austurlandi, auk þeirra innfæddu, og hafi þær heillast af tónlist Snoðins og elt hann suður yfir fjöll. Sýnist ráðlegast að senda Jón aftur norður við skál og með hljóðpípu, áður en frekari skaði hlýst af um Borgarfjörð. Áhugi Jarlsmanna á sauðfjárrækt sýnist hafa aukist til mikilla muna við för þessa. Ræða þeir enga iðju frekar sín á milli en meðferð og neyslu hrúta og gera tíðar ferðir suður með sjó, á suðurjaðar Stór-Borgarsvæðisins, þar sem heitir að Heiðrúnu. Þar fæst mikið val hrúta og þykja afbragðsgóðir og hafa Jarlsmenn gert þar verslun mikla og hafa af því skemmtan stóra er heim kemur að slátra hrútum. Lýkur hér að segja frá frægðarför Jarlsmanna til Færeyja þá er liðnir voru ellefu hundruð tuttugu og sjö vetur frá því Ingólfur Arnarson nam land þar sem aldrei skyldi verið hafa. Smyrilsfélagar.

Aðventukvöld Kiwanis Aðventukvöld Kiwanis verður í Dómkirkjunni, sunnudaginn 9. desember kl. 20:00. Dómkórinn syngur. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarson flytur hugvekju. Samsöngur. Kaffi á kirkjuloftinu á eftir

Undirbúningsnefndin. 11


Frá stefnumótunarnefnd umdæmisins Ágætu kiwanisfélagar. Á umdæmisþingi í ágúst 1998 var samþykkt tillaga til stefnumótunar fyrir umdæmið Ísland-Færeyjar og gerði tillagan ráð fyrir ákveðnu vinnuferli af hálfu umdæmisstjórnar og í starfsemi klúbbanna. Með þessari samþykkt var stigið stórt framfara skref í þá átt, að samræma störf og stefnu hreyfingarinnar til nokkra ára í senn. Umdæmið hefur lagt mikla vinnu í þessa stefnumótun og þá ekki síst í að kynna hana úti í klúbbunum, enda byggist stór hluti hennar á því starfi sem unnið er í klúbbunum sjálfum. En það er með þessa stefnumótun eins og annað sem mennirnir áætla, það er ekki alltaf sem markmiðin ná fram að ganga, eða að þau gerast fyrr en áætlað var. Þetta þýðir að slík stefnumótun þarfnast endurskoðunar á hverju ári svo hægt sé í tíma að bregðast við þeim breytingum sem vilja verða í starfsumhverfi okkar. Á síðasta umdæmisþingi var lagður fram til samþykktar viðauki við samþykkta stefnuyfirlýsingu frá 1998. Með þessum viðauka reynum við að aðlaga okkur enn betur að því umhverfi sem kiwanishreyfingin býr við í dag. Eftirfarandi er stefnuyfirlýsingin með viðauka nr. 1. Kiwanishreyfingin á Íslandi og Færeyjum setur sér það markmið að vera í fremstu röð Kiwanisumdæma í heiminum og leitast við að inna af hendi dugmikil og fórnfús líknar- og styrktarstörf. 1.Félagafjöldi verði á árinu 2003 kominn í 1200. 2.Auka og vanda fræðslu fyrir nýja félaga og efla fræðslu um alla þætti kiwanisstarfsins. 2.Endurbæta og efla skal fræðslu embættismanna klúbba og umdæmis.

12

3.Gera meiri kröfur um vandvirkni og skilvirkni embættismanna klúbba og umdæmis. 4.Vanda skal meðferð allra fjármuna og endurskoða ber reglur og lög þar um. 5.Nýta skal með öllum ráðum tækifæri til kynningar á markmiðum og starfi hreyfingarinnar. 6.Nýta enn betur svæðisráðsfundi til skoðanaskipta og hvetja til stóraukinnar þátttöku í þeim. Framkvæmd stefnumótunar skal vera í höndum stefnumótunarnefndar sem skal skipuð sem hér segir. Formaður, fráfarandi umdæmisstjóri Varaformaður, formaður Einherja Umdæmisstjóri Kjörumdæmisstjóri Fulltrúi í Evrópustjórn Tveir fulltrúar kiwanisklúbba, sem nefndin velur Væntanlegur kjörumdæmisstjóri Nefndin getur auk þess kallað til starfa aðra þá ráðgjafa sem þurfa þykir. Nánari útfærsla stefnuyfirlýsingar: Félagatala í umdæminu er í dag um 1040. Það þýðir að stefnt er að 160 félaga aukningu á 2 árum. Strax verði hafist handa við að fá alla klúbba til að setja sér raunhæf markmið í fjölgun. Ef þessu væri skipt niður á alla klúbba sést að við erum að tala um 2 félaga á klúbb í raunaukningu. Nú er það vitað að margir hætta á hverju ári af ýmsum skiljanlegum ástæðum. Fólk flytur milli staða, breytir um vinnu og m.fl. Það er því raunsætt að gera ráð fyrir 4 nýjum félögum í hvern klúbb að jafnaði. Er það mögulegt? Já, en aðeins ef allir leggjast á eitt. Allir forsetar verða að hafa fjölgun á stefnuskránni. Umdæmið er sem fyrr reiðubúið að veita aðstoð þar sem hennar er þörf. Settur verði af stað vinnuhópur sem hafi samband við

alla klúbba um framkvæmd þessa máls. Á undanförnum árum höfum við vísvitandi dregið úr mikilvægi fræðslu. Vitað er að í öllum klúbbum er til staðar reynsla og þekking á málefnum kiwanis og klúbbar ættu um margt að geta uppfyllt skyldur um fræðslu gagnvart nýjum embættismönnum. Þetta hefur ekki gengið eftir og við verðum að gera betur í fræðslumálum. Ekki með ítroðslu heldur með meiri samræðu um hvernig við getum betur staðið að öllum hlutum. Við verðum líka að gera átak í fræðslu embættismanna umdæmis og vanda betur undirbúning starfsársins. Kjörumdæmisstjóra falið að leggja fram tillögur í samráði við fræðslunefnd. Embættismenn og nefndarformenn á vegum umdæmis verða að vera í fararbroddi og hvetja til meiri vandvirkni í störfum. Framkoma og klæðaburður verður að vera til fyrirmyndar. Við skulum sýna að við berum virðingu fyrir starfinu og merkinu sem við berum. Umdæmisstjórn útbúi handbók embættismanna umdæmisstjórnar og nefnda. Það er sífellt þörf á meiri vandvirkni í meðferð fjármuna sem umdæmið innheimtir til sinna þarfa. Viðurkennd er nauðsyn þess að standa myndarlega að málum og skera ekki við nögl þá fjármuni sem umdæminu er ætlað til rekstrar. En um leið er það krafa allra kiwanisfélaga að vel sé farið með fjármuni og að ekki sé eytt umfram tekjur. Endurskoða þarf vel lög og reglur um meðferð fjármuna. Umdæmisstjórn leggi fram tillögur í samvinnu við lagaog stefnumótunarnefnd. Kiwanishreyfingin verður að nýta öll tækifæri sem gefast til kynningar.

Gísli H. Árnason. Klúbbar sem eru að afhenda styrki eða standa fyrir verkefnum eru besta auglýsingin sem hreyfingin getur fengið. Með þessu er almenningi einnig gerð grein fyrir meðferð þess fjár sem sótt er til hans. Því er beint til klúbba og umdæmis að taka sig verulega á í þessum efnum. Svæðisráðstefnur ættu að vera besti vettvangur kiwanisfélaga til skoðanaskipta. Til þess þarf mæting í flestum tilfellum að vera betri, Skipulagning og undirbúningur af hálfu svæðisstjóra vandaðri og dagskrá markvissari. Efna þarf til hringborðsumræðna eða samræðu milli manna þannig að þeir séu ekki bara þiggjendur upplýsinga heldur einnig uppspretta virkrar umræðu um gagnsemi kiwanisstarfsins. Svæðisstjórum falið að undirbúa betur dagskrá svæðisráðsfunda. Ágætu kiwanisfélagar Hér hefur verið rakin sú stefnuyfirlýsing sem fulltrúar klúbbanna og umdæmisins samþykktu á umdæmisþinginu í Færeyjum. Er það von mín að við getum öll tekið höndum saman og unnið að framgangi hennar. Bestu kiwaniskveðjur Gísli H. Árnason Formaður stefnumótunarnefndar og fráf. Umdæmisstjóri.


Kiwanisstarfið má ekki vera leiðinlegt Ágætu Kiwanisfélagar. Þá er nýhafið enn eitt starfsárið og þar með það 12. hjá okkur í Höfða. Það er dapurlegt að greina frá því að okkur Höfðafélögum fækkaði nokkuð á síðasta starfsári. Bæði er um tímabundin leyfi að ræða en auk þess eru nokkrir félagar hættir. Eitt markmiðanna okkar fyrir þetta starfsár er því að snúa þessari þróun við. Við félagarnir höfum nú þegar nokkra góða menn í sigtinu sem við vonumst til að fá í okkar raðir. Beinum við sjónum okkar núna aðallega til yngri manna en það er orðin full þörf á að „yngja aðeins upp“ í hreyfingunni. Kiwanisstarfið má ekki vera leiðinlegt og fráhrindandi. Það er reyndar fjarri því að sú sé raunin hjá okkur í Höfða og eru ástæður þessarar fækkunar því allt aðrar, en nánar verður ekki farið út í þær hér. Við ætlum að leggja meira upp úr skemmtilegum samverustundum í leik og starfi. Stofnuð hefur verið svoköll-

uð íþrótta- og tómstundanefnd en við félagarnir erum, sumir hverjir a.m.k., miklir íþóttamenn. Auðvitað höfum við líka okkar ferðaog skemmtinefnd. Þessar tvær nefndir tengja okkur og fjölskyldur okkar traustari böndum. Við stundum blak einu sinni í viku yfir vetrartímann, við höldum okkar eigið golfmót og við förum í sumarferðir og veiðtúra. Á næsta ári höfum við t.d. sett stefnuna á Arnarvatnsheiðina. U.þ.b. helmingur klúbbfélaga ásamt eiginkonum, fór í vel heppnaða helgarferð til Dublin um síðustu mánaðarmót og fyrir nokkrum árum fór stór hópur Höfðafélaga til Glasgow. Við látum því til okkar taka, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Ég vék hér að framan lítillega að markmiðunum fyrir nýhafið starfsár. Einu markmiðanna er mér sérstök ánægja að segja frá. Við félagarnir ætlum (sumir hverjir a.m.k.), ásamt fjölskyldum okkar, að gefa blóð a.m.k. þrisvar á starfsárinu. Nokkr-

ir félagar voru reglulegir blóðgjafar fyrir. Allir sem uppfylla ákveðin heilsufarsskilyrði og eru á aldrinum 18-60 ára geta gefið blóð. Skora ég hér með á alla Kiwanisfélaga sem það geta, að fylgja þessu fordæmi okkar í Höfða. Í Blóðbankanum höfum við mætt miklu þakklæti, starfsfólkið þar er einkar vingjarnlegt og kaffihlaðborðið þeirra er landsfrægt. Annað markmið okkar er að færa Barnaspítala Hringsins veglega gjöf, en sem kunnugt er standa byggingarframkvæmdir hins nýja spítala nú yfir. Stefnt er að verklokum í lok ársins 2002. Jólafundur okkar verður þann 8. desember næstkomandi og þann 13. desember er vinnufundur vegna væntanlegrar og árlegrar flugeldasölu okkar, en flugeldasalan er okkar helstu tekjulind. Það er því ekki úr vegi að nota þetta tækifæri til að hvetja ykkur Kiwanismenn til að kaupa flugeldana hjá okkur og benda jafnframt ættingjum og vinum á að

gera slíkt hið sama. Það ætti að vera óþarft að taka fram að við erum með mjög góða vöru á sérlega hagstæðu verði. Salan í ár fer fram á Stórhöfða 24, en þar vorum við líka í hitteðfyrra. Bendi ég áhugasömum á að kíkja á heimasíðu okkar www.kiwanis.is/hofdi/ en þar eru nánari upplýsingar um vörurnar og verð þeirra. Það er full ástæða til að banda Kiwanisfélögum og öðrum á heimasíðu Höfða, þó ekki sé af þessu tilefni einvörðungu, því þar er að finna ýmsan fróðleik, bæði um Höfða sem og önnur mál er tengjast Kiwanis. Gestur Halldórsson fyrrverandi forseti Höfða hefur hannað síðuna og séð um hana að öllu leyti. Kunnum við félagarnir honum bestu þakkir fyrir. Óska ég að lokum öllum Kiwanismönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Guðni Walderhaug Forseti Höfða

Kiwanisklúbburinn

Höfði Sendum öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum.

Umdæmisstjóri

Ingþór H. Guðnason Sendir öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum.

13


Fréttir frá Sögusvæði Hér verður fjallað um starf klúbbanna í Sögusvæði síðastliðna mánuði. Hefðbundið fundarstarf liggur niðri yfir sumarmánuðina en þó er ýmislegt sem félagar og fjölskyldur þeirra gera sameiginlega yfir sumartímann. Helgafellsfélagar tóku þátt í hreinsunarátaki í Vestmannaeyjabæ, og hreinsuðu Helgafellið og nágrenni þess. Þá fóru þeir félagar einnig í árlega fjölskylduferð að Laugalandi í holtum og tóku um 50 manns þátt í þeirri ferð. Einnig fór um 40 manna hópur frá Helgafelli á umdæmisþingið í Færeyjum. Félagar í Búrfelli Selfossi gefa út blað sem heitir umhverfið þar sem fjallað er um umhverfismál og málefni Kiwanis í Sögusvæði. Þarft framtak sem er þar á ferðinni! Félagar í Ós Höfn halda árlega humarhátíð á Hornafirði ásamt ung-

mennafélagi og björgunarsveitinni á staðnum. Þetta er þriggja daga bryggjuhátíð með heimatilbúnum skemmtiatriðum og söng. Síðasta hátíð þótti takast með ágætum og megum við Ós félagar vel við una með okkar þátttöku. Félagar úr Ölveri Þorlákshöfn halda sumarhátíð ásamt félögum úr Jörfa Reykjavík. Hátíðin var haldin að Stokkalæk á Rangárvöllum og voru þátttakendur um 60 manns. Flestir klúbbarnir innan Sögusvæðis hafa haft fyrir venju að gefa börnum í fyrsta bekk reiðhjólahjálma. Þetta verkefni er mjög þarft og ekki veitir af að brýna fyrir okkur öllum að nota reiðhjólahjálma. Þetta verkefni á vel við markmið Kiwanis Börnin fyrst og fremst. Hér hefur verið stiklað á stóru um starfsemi klúbbanna yfir sumartímann. Í byrjun

Geir Þorsteinsson, svæðisstjóri Sögusvæðis. september hefst svo hið eiginlega vetrarstarf klúbbana. Fyrstu stjórnarskiptin voru hjá Ós félögum á Höfn þann 16. september. 21. september voru stjónarskipti hjá Ölveri Þorlákshöfn. Þann 5. október voru sameiginleg stjórnarskipti hjá Gullfossi Flúðum og Búrfells Selfossi á Hótel Flúð-

um. Daginn eftir þann 6. október voru svo stjórnarskipti og árshátíð hjá Helgafelli í Vestmannaeyjum. Starfsemi klúbbanna er kominn í fullan gang og hafa nokkrir nýir félagar bæst í hópinn. Hjá Helgafelli voru teknir inn þrír nýir félagar og tveir nýir félagar bættust í hópinn hjá Ölveri. Fundir hafa almennt verið góðir og fjölbreyttir og félagar verið duglegir að mæta. Nú fer að styttast til jóla og klúbbarnir byrjaðir að skipuleggja fjáröflun sem tengist hátíð ljóss og friðar. Þar ber helst að nefna; jólatréssölu, sælgætisöskjur, jólastjörnur og fleira sem klúbbarnir eru að selja. Að svo komnu máli læt ég lokið fréttum úr Sögusvæði með kiwaniskveðju Geir Þorsteinsson svæðisstjóri.

Fréttir frá Ægissvæði Féttir úr Ægissvæði, klúbbarnir í Ægissvæði fóru í fjölskylduferð í sumar að Brautarholti á Skeiðum og mættu þar rúmlega 170 gestir og skemmtu allir sér mjög vel yfir helgi í leik og keppni þrátt fyrir úrhellisrigningu og m.a. sigruðu Keilismenn, Eldeyjarmenn í hörku úrslitaleik í knattspyrnu og unnu bikar annað árið í röð, sumarhátíðin er í umsjá kjörsvæðisstjóra og kjörforseta klúbbanna. Starfið hefur farið vel af stað, stjórnarskipti í svæðisstjórn Ægissvæðis var 15. sept. þar sem Oddný Ríkharðsdóttir skilaði góðu starfi sem svæðisstjóri og við tók undirritaður sem svæðisstjóri, Andrés Hjaltason í Keili gekk úr stjórninni og inn kom Kristján Sverrisson í Hraunborg aðrir í stjórn verða áfram þau Reynir Friðþjófsson og Hildisif Björgvinsdóttir, á fundinum var Konráð Jónsson forseti Hraunborgar valinn fyrirmyndar forseti Ægissvæðis og þau Aage Petersen ritari Setbergs og Erla María Kjartansdóttir ritari Sól-

14

borgar valdir fyrirmyndar ritarar Ægissvæðis og var þeim afhentu skjöldur með nýju merki svæðisins. (sjá bréfhaus hér aða ofan) Stjórnarskipi í klúbbum svæðisins voru frá 20. sept. til 11. okt, sem byrjaði með stjórnarskiptum hjá Keili, og 22. sept. var stjórnarskipti hjá Brú, Hörpu, Setberg og Sólborg sem fór fram á veglegri hátíð í Kópavogi með góðum skemmtiatriðum og dansi og var þessi samkoma kúbbunum til mikils sóma. Þann 28. sept. var stjórnarskipti hjá Hraunborg og þann 29. var stjórnarskipti fyrst hjá Eldborg í Hafnarfirði og strax á eftir hjá Eldey í Kópavogi og síðan var haldið á Engjateiginn en þar var stjórnarskipti umdæmisins og voru þau rétt um garð gengin er ég kom þangað. Ég hef lagt á það áherslu á að næsta ár verði stjórnarskipti í svæðinu þannig að það skarist ekki þannig að svæðisstjóri geti eytt kvöldinu með þeim klúbbi þar sem stjórnarskipti eru. Síðan var stjórnarskipti þann 11 okt. hjá Hofi í Garði.

Gylfi Ingvarsson, svæðisstjóri Ægissvæðis. Stjórnarskipti í klúbbunum gengu mjög vel fyrir sig og var Reynir kjörsvæisstjóri með mér við öll stjórnarskiptin nema hjá Eldborg þar sem hann var veislustjóri hjá Eldey á sama tíma. Næst tók við undirbúningur að sölu K-lykilins og er ljóst að þörf er á að setjast niður og gera úttekt á þessu merka verkefni Kiwanishreyfingarinnar til þess að sníða af ágalla og marka ný vinnubrögð sem skili betri árangri en nú náðist. Fyrsti fundur nýrrar svæðisstjórnar fór fram hjá Keili í

Reykjanesbæ 27. okt. sl. og voru allir klúbbar svæðisins búnir að skila mánaðarskýrslum og samkvæmt skýrslum forseta klúbbanna á fundinum fer starfið hjá öllum vel af stað. Svæðisstjóri sagðist leggja ríka áherslu á skýrsluskil, einnig að ábendingar kæmu frá kúbbum um málefni sem fara ætti með á umdæmisfundi og að þau málefni sem þar væru rædd skiluðu sér til klúbbanna. Mikil óánægja er með seinagang á að félagatal og lög umdæmisins séu ekki tilbúin eins og ætti að vera og að heimasíða umdæmsisins skuli ekki enn vera uppfærð síðast í okt. Framundan er mikið starf hjá klúbbum svæðisins og er að vænta einhverrar fjölgunar. Að lokum minni ég kjörorð starfsársins 2001 - 2002 „Treystum undirstöðurnar svo framtíðarvæntingarnar rætist“ Með Kiwaniskveðju Gylfi Ingvarsson svæðisstjóra Ægissvæðis


Helstu störf ritara Þar sem hreyfingin okkar alþjóðleg þjónustuhreyfing verðum við að gefa þær upplýsingar sem okkur ber þ.e. þær upplýsingar sem við gefum með skýrslunum. Án þeirra verður klúbburinn aðeins einangraður við heimabyggðina. Upplýsingar um störf klúbbsins skapar aukna samheldni. Ritarinn sem dreifir upplýsingum frá klúbbnum er því máttarstoð klúbbsins. En eins og segir í kaflanum þegar ritari er settur í embætti. Innan Kiwanishreyfingarinnar er ritari klúbbs „hin gleymda hetja“ sem vinnur störf sín í kyrrþey. Verður að fylgjast náið með öllum smáatriðum klúbb- og stjórnafunda, skrifa fundargerðir, halda skýrslur, gefa skýrslur, skrifa bréf og sinna öðrum nauðsynlegum störfum til tryggingar því að klúbburinn starfi snuðrulaust. Þegar ritari tekur til starfa er hann um leið að taka að sér eitt mikilvægasta starf klúbbsins. Ritari er meðlimur í stjórn, sem tekur ákvarðanir um stefnumál klúbbsins Ritari er meðlimur í svæðisráði ásamt forseta klúbbsins. ritari skal taka virkan þátt í störfum stjórnar. Samhent stjórn er vænlegri til árangurs, en sú stjórn sem hver meðlimur vinnur í sínu horni án samráðs við aðra stjórnarmenn,

Helstu störf ritara 1. Mánaðarskýrslur Fyllir út mánaðarskýrslu og sendir fyrir 10.hvers mánaðar. Þessi skýrsla er opinbert gagn yfir starf klúbbsins og því mjög áríðandi að hún sé fyllt vel og samviskusamlega út. 2. Félagaskrá/Félagatal Leiðrétta ef um breytingar er að ræða og þá notum við formið breytingar á félaga skrá þetta þarf að fylla út hvort sem um nýjan félaga, hættan félaga eða breytingar eru á heimilisfangi eða einhverju hjá félögunum. 3. Fundargerðir. Rita fundargerðir allra funda þ.e. stjórnar-, almennra, og félagsmálafunda. Það sem

koma verður fram í fundargerð er: • Stund og staður fundarins • Hverjir eða hversu margir mæta á fundinn. • Hver setur fundinn. Hver stjórnar fundi. • Dagskrá fundar og í hvaða röð mál eru tekin fyrir • Allar samþykktir og ályktanir sem gerðar eru allar atkvæðagreiðslur og kosningar með nákvæmum tölum. • Hverjir hafa framsögu og gjarna helstu efnisatriði þess sem þeir bera fram. • Hverjir taka til máls og getið um helstu atriði þess sem fram kemur. • Loks fundarslit klukkan hvað. Fundargerð er í eðli sínu útdráttur úr umræðum og öðrum athöfnum fundarins. Um útdrátt er þetta helst að segja. • Gera þarf skýran greinarmun aðalatriða og aukaatriða og falli öll aukaatriði brott. • Miða skal við kjarna máls en fella brott nánari útskýringar. • Miða skal við aðalorð, lykilorð, en fella brott öll aukaorð. • Lýsa skal þungamiðju, meginatriðum þeirra hugsunar, skoðunar eða þess boðskapar sem fram kemur. • Útdráttur svarar einkum þessum spurningum: Um hvað er fjallað? Hvaða megineinkenni eru nefnd? Hvaða mat eða skoðun kemur fram? Hver eru aðalrökin? Á hvað er sérstök áhersla lögð? Hver er ályktunin eða niðurstaðan?. • Fundargerð er heimild og sönnun um fund og það sem á honum hefur gerst. Hún er heimild sú sem leitað er til þegar færa þarf söngfuglar á að eitt eða annað hafi gerst eða verið samþykkt á fundi. Jafnfram er hún söguleg heimild fyrir síðari tíma um starf klúbbsins. Af þessu leiðir að hún verður að vera traust, færð af fullkomnu hlutleysi og hún verður að vera undirrituð af fundarritaranum og staðfest af fundarstjóra (forseta).

4. Bréf/bréfaskriftir Ritar þau bréf sem honum er falin. Sendir greinar um klúbbstarfið í kiwanisfréttir Sér um að halda til haga öllum skjölum klúbbsins. 5. Mætingarviðurkenningar Útbýr mætingaviðurkenningar fyrir þá kiwanisfélaga sem eru gestir á fundi í klúbbnum. Sér um að taka á móti mætingarviðurkenningum hjá félögunum. 6. Svæðisráðsfundir Ritari er fulltrúi klúbbsins, ásamt forseta í svæðisráði og

hefur skyldumætingu. Vinnur með forseta skýrslu fyrir svæðisráðstefnu og vinnur það meðal annars upp úr mánaðarskýrslum. Enn og aftur kemur fram hvað það er mikilvægt að hafa mánaðarskýrslurnar sem réttastar. Þarna kemur berlega í ljós hvað það er mikilvægt að þessi 2 embætti vinni saman. Ef ritari vinnur einn mánaðarskýrsluna og forseti einn skýrslu til svæðisráðsfunda koma oftar en ekki misræmi í störfum klúbbsins. Fræðslunefnd.

Kveðja frá Umdæmisstjórn Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi og Færeyjum Látinn er Hörður Helgason framkvæmdastjóri, en hann var um árabil einn af forystumönnum í Kiwanishreyfingunni á Íslandi og í Færeyjum. Hörður var vanur félagsmálamaður, er hann kom til liðs við hreyfinguna og var því gott að leita til hans með úrlausnir á hinum ýmsu verkefnum og tóku þau hjónin Hörður og María alltaf höfðinglega á móti Kiwanisfélögum þegar komið var til þeirra, til að biðja Hörð ráða, eða biðja hann um að sinna einhverju starfi fyrir Kiwanis. Hörður var félagi í Kiwanisklúbbnum Dímon á Hvolsvelli og var hann forseti þess klúbbs, síðar varð hann Svæðisstjóri fyrir Sögusvæði 1978-1979, einnig gegndi Hörður starfi Umdæmisstjóra fyrir Umdæmið Ísland og Færeyjar árið 1982-1983. Síðar flutu þau hjón frá Hvolsvelli til Hafnarfjarðar og gekk Hörður í Kiwanisklúbbinn Eldborg í Hafnarfirði þar sem hann gegndi einnig forsetaembætti í þeim klúbbi. Hörður gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa fyrir klúbbana sem hann var í og fyrir hreyfinguna í heild. Hörður var félagi í félagsskap fyrrverandi Umdæmisstjóra „Einherjum,, og hafði hann gegnt formennsku í því félagi. Skarð er höggvið í raðir okkar Kiwanisfélaga sem erfitt er að fylla, en stjórnarmenn í Kiwanishreyfingunni vilja þakka þessum góða og trausta dreng fyrir ánægjulegt samstarf og góð kynni í gegnum árin. Fyrir hönd Kiwanishreyfingarinnar vottum við eiginkonu hans Maríu Gröndal, börnum þeirra og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu. Blessuð sé minning þín ágæti félagi og vinur.

15


Minning Georg Þór Kristjánsson Georg Þór Kristjánsson lést 11. nóvember s.l. á heimili sínu í Vestmannaeyjum, 51 árs að aldri. Georg Þór fæddist í Vestmannaeyjum 25. mars árið 1950 sonur hjónanna Kristjáns Georgssonar frá Vestmannaeyjum og Helgu Björnsdóttur frá Seyðisfirði. Hann var elstur átta systkina. Georg Þór kvæntist þann 6. ágúst 1976 eftirlifandi eiginkonu sinni Kristrúnu Hörpu Rútsdóttur, f. 2. júní 1952 og áttu þau saman þrjú börn, Kristján, f. 5. október 1975, Ragnheiður Rut, f. 23. júní 1977 og Helgu Björk, f. 20. október 1982. Fyrir átti Georg Þór eina dóttur, Lilju, f. 15. febrúar 1970. Georg Þór vann mikið að félagsmálum í Vestmannaeyjum. Hann var formaður handknattleiks- og knattspyrnudeildar íþróttafélagsins Þórs og í stjórn knattspyrnudeildar ÍBV 1976-

1978. Hann tók mikinn þátt í félagsstarfi í gagnfræðaskóla, var formaður skólafélagsins 1965 til 1966. Starfaði í skátafélaginu Faxa 19621969 og var varaformaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna, 1980 til 1985. Georg Þór var fyrst kjörinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja árið 1978. Hann sat alls fjögur kjörtímabil í bæjarstjórn, þrjú fyrir Sjálfstæðisflokkinn en kjörtímabilið 1994 til 1998 sat hann fyrir H-listann sem hann stofnaði ásamt stuðningsmönnum sínum. Georg Þór starfaði sem forseti bæjarstjórnar frá

desember 1983 til júní 1984. Þá sat Georg Þór í fjölda nefnda á vegum Vestmannaeyjabæjar. Georg Þór gekk í Kiwanisklúbbinn Helgafell árið 1978 og gerði markmið og hugsjónir hreyfingarinnar strax að sínum. Hann gegndi stöðu ritara í þrígang og var síðast kjörinn ritari við stjórnarkjör í haust. Hann var forseti Helgafells árið 1988 til 1989. Svæðisstjóri Sögusvæðis 1994 til 1995 og varð síðan æðsti maður Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi er hann gegndi stöðu umdæmisstjóra Íslands og Færeyja 1998 til

1999. Eitt síðasta verk hans fyrir Kiwanishreyfinguna var formennska í K-dagsnefnd klúbbsins. Þrátt fyrir baráttu við illskeyttan sjúkdóm undanfarna mánuði vann hann að málum Kiwanis eins og þrek leyfði og ríflega það. Að leiðarlokum kveðjum við Georg Þór með þakklæti fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu Kiwanis. Það hefur verið ánægjulegt og lærdómsríkt að starfa með þessum góða dreng og minning hans verður okkur hvatning í framtíðinni. Við sendum Hörpu, börnum þeirra og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng lifa meðal okkar allra. Útför Georgs Þórs fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 17. nóvember s.l. Helgafellsfélagar.

Kveðja frá umdæmisstjórn

Kiwanisklúbburinn

Setberg Sendum öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum.

16

Genginn er Georg Þór Kristjánsson. Kiwanishreyfingin á Íslandi og í Færeyjum sér á bak góðum félaga og forystumanni. Georg gegndi starfi svæðisstjóra Sögusvæðis starfsárið 1994-1995 og starfi umdæmisstjóra í umdæminu Ísland-Færeyjar starfsárið 1998-1999. Hann var einlægur talsmaður þeirra hugsjóna sem Kiwanishreyfingin stendur fyrir og lagði sig allan fram bæði á heimavelli og utan til að efla og bæta starf klúbbs og umdæmis. Það er mikið starf og tímafrekt að leiða slíka hreyfingu og vera í forsvari heima og erlendis. Miklum

tíma verja menn á ferðalögum og fundum, slíkt gera menn ekki án þátttöku maka síns og Georg naut fulltingis Hörpu konu sinnar í sínum störfum. Við samstarfsmenn hans og kiwanisfélagar allir þökkum af alhug leiðsögn þeirra, minnumst kátínu hans og skemmtilegrar framkomu og velvilja til allra samferðamanna. Fyrir hönd kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar sendi ég Hörpu, börnum þeirra og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Ingþór H. Guðnason umdæmisstjóri.


Kiwanisklúbburinn Keilir:

Kraftur á nýju starfsári Stjórnarskipti voru hjá Kiwanisklúbbnum Keili í september s.l. og þá tók Arnbjörn Arnbjörnsson við starfi forseta af Erlingi R. Hannessyni. Í lok sumars og áður en nýtt starfsár hófst voru gerðar allmiklar lagfæringar á húsnæði klúbbsins við Iðavelli 3. Skipt var um parket og salurinn málaður, auk þess sem breytingar voru gerðar í eldhúsi. Keilisfélagar unnu að þessum breytingum, en húsnæðið er í eigu Keilis og félagsmanna. Eitt af síðustu verkum fráfarandi forseta var að afhenda nokkrum félögum viðurkenningar á stjórnarskiptafundinum. Jakob Kristjánsson var gerður að ævifélaga í klúbbnum, en hann er einn af stofnendum Keilis. Halldór Guðmundsson féhirðir fékk bikar sem gefinn er af ekkju og börnum Þórðar Karlssonar fyrrum forseta Keilis sem lést af slysförum í október 1991. Róbert Benitez fékk viðurkenningu frá forseta fyrir gott starf í þágu klúbbsins. 600. fundur í Kiwanisklúbbnum Keili var haldinn í október og gestir fundarins voru hagyrðingarnir Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Kristján Hreinsson. Þá var mikið fjölmenni á Lundakvöldi í október, en veislustjóri og ræðumaður var Árni Johnsen. Keilismenn stóðu sig vel í sölu K-lykilsins, en gengið

Ný stjórn í Keili f.v. Arnbjörn forseti, Jón H. kjörforseti, Karl varaforseti, Óskar ritari, Halldór féhirðir, Jón Snævar meðstjórnandi og Erlingur fráfarandi forseti. Á myndina vantar Sæmund Pétursson og Bergstein Jónasson meðstjórnendur var í hús í Reykjanesbæ. Nú stendur yfir undirbúningur að jólatréssölu Keilis en hún er aðalfjáröflun klúbbsins. Salan verður við Hafnargötu 12 í Keflavík, en auk jólatrjáa, íslenskra og danskra þá eru einnig seldir skreyttir krossar og greinar sem unnið er af Sinawikkonum í Vík. Starfið í haust hefur verið með ágætum og þokkaleg mæting á fundi. Eitt af helstu verkefnum þessa starfsárs verður að vinna að fjölgun félaga í Keili. Ragnar Örn Pétursson, fjölmiðlafulltrúi Keilis

Erlingur forseti afhenti Halldóri bikar sem gefinn var til minningar um Þórð heitin Karlsson fyrrum forseta Keilis

Jakob Kristjánsson t.v. tekur við viðurkenningur sem ævifélagi í Keili frá Erlingi forseta og til aðstoðar var Einar Már Jóhannesson

Róbert Benitez með bikar sem Erlingur forseti afhenti fyrir gott starf í þágu klúbbsins. 17


Kiwanisklúbburinn Jörfi:

500. fundur haldinn í Ölfusborgum Jörfafélagar héldu sinn 500. fund 12. maí síðastliðin. Tekin voru á leigu 6 hús í Ölfusborgum. Flestir komu á föstudagskvöldinu, slöppuðu af í heitu pottunum og nutu lífsins. Um hádegi á laugardeginum var farið í góðan göngutúr í nágrenni Selfoss, með góðum leiðsögumanni. Hátíðarfundurinn var haldinn á veitingastaðnum Básnum í Ölfusi og hófst hann

með kvöldverði, að borðhaldi loknu var tekinn inn einn nýr félagi Guðlaugur Helgason. Bragi Stefánsson rifjaði upp gamlar minningar frá fundum, en hann hefur líklega mætt á 470-480 fundi. Áður en að dansinn byrjaði voru sagðir nokkrir góðir brandarar, og konurnar okkar þökkuðu fyrir að vera með í svo frábærum félagsskap sem þessum. Um miðnætti var farið aft-

ur heim í Ölfusborgir þar var safnast saman hjá Sigurjóni forseta og stór sælgætiskarfa opnuð sem var gjöf frá félaga okkar Jóni Jóhannessyni. Við Jörfafélagar erum stoltir, að hafa haldið 500

fundi og látið margt gott af okkur leiða á 26 árum og fóru allir glaðir heim, eftir að hafa treyst vináttuböndin um þessa helgi. Valdimar Jörgensson Blaðafulltrúi Jörfa.

Fréttir frá Hörpu

Svæðisstjóri Ægissvæðis

Gylfi Ingvarsson Ég óska öllum kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á á liðnum árum.

18

Hörpurnar héldu stjórnarskipti ásamt Setbergi, Sólborgu og Brú þann 22. september s.l. og tókst það mjög vel. Allir með góða skapið eftir langt og gott sumarfrí með sínum nánustu ýmist hér heima eða erlendis. Guðrún forseti hafði farið á heimsþingið í Taipei á Taiwan og átt þar góða daga ásamt Gísla umdæmisstjóra, Önnu konu hans o.fl. Hefðbundnir fundir hafa verið haldnir og konur átt góðar stundir saman ásamt góðum gestum og fyrirlesari Guðrún Lára Ásgeirsdóttir var á almenna fundinum í október og sagði hún okkur og sýndi frá siðum og venjum í Japan. K-dagurinn var aftur á móti ekkert til að hrósa sér af, salan hjá félögunum ekki nándar nærri eins góð og síðast og þátttakan ekki fjölmenn. Hörpukonur hafa fengið kveðjur frá Kristínu Egilsdóttur sem var félagi í klúbbnum áður en hún og Bragi hennar fluttu til Spánar og hafa búið sér þar fal-

Kristín Egilsdóttir og Guðrún Valdemarsdóttir. legt heimili og senda þau Kiwanisfélögum sem þau þekkja bestu kveðjur og óskir um gleðileg jól og allt gott á nýju ári það gerum við líka Hörpukonur. Með kiwaniskveðjum, Guðrún Valdemars. forseti


Golfnefnd Kiwanisklúbbana:

Nóg að gera í sumar Þór/Edda/Ægis golfmót Haldið hjá Golfklúbbi Hellu 22. júlí 2000 Mótið var sett í roki og rigningu og voru keppendur 22 að tölu með gestum. Keppt var með og án forgjafar í karla, kvenna og gestaflokki. Úrslit urðu eftirfarandi. Gestir: Helgi Axel . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 131 högg Kjartan Gunnarsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120 högg Hreiðar Gíslason . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 102 högg Kvennaflokkur: Ragnheiður Gunnarsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . 141 högg Dóra Guðleifsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 133 högg Ása Ásgrímsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 118 högg Karlar með forgjöf: Björn Árnason . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 81 högg Guðbjörn Þórðarson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79 högg Steingrímur Steingrímsson . . . . . . . . . . . . . . . . 78 högg Karlar án forgjafar: Helgi Guðmundsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 101 högg Friðbjörn Björnsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 100 högg Þorsteinn Björnsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96 högg Besta skor: Kristinn Eymundsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 högg Veitt voru verðlaun fyrir að vera næstur holu á öllum par 3 og fyrir fæst pútt. Kosnir voru þrír til að sjá um næsta mót að ári og var ákveðið að hafa það punktamót eftir að kosning fór fram um val milli höggleiks eða punktamóts. Umsjón með mótinu hafði Allan J. Clements.

Þór/Edda/Ægis golfmót Haldið hjá Golfklúbbi Kiðabergs 15. júlí 2001 Mótið var sett í blíðskapar veðri og voru keppendur 36 að tölu með gestum. Spilaður var höggleikur með og án forgjafar í karla, kvenna og gestaflokki með forgjöf.. Úrslit urðu eftirfarandi. Gestir með forgjöf: Árni Sveinbjörnsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68 högg Jón Ágústsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68 högg Þórður Sigurðsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 61 högg Kvennaflokkur með forgjöf: Lilja Bragadóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 97 högg Ingunn Magnúsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96 högg Anna Aðalsteinsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 95 högg Kvennaflokkur án forgjafar: Elínborg Kristjánsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 103 högg Anna Karlsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 94 högg Nanna Þorleifsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 92 högg Karlar með forgjöf: Hólmþór Morgan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86 högg Ævar Þórhallsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 83 högg Steingrímur Steingrímsson . . . . . . . . . . . . . . . . 68 högg Karlar án forgjafar: Helgi Guðmundsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 98 högg Keith Mustard . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 98 högg Þorsteinn Björnsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 93 högg

Besta skor: Kristinn Eymundsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

87 högg

Veitt voru verðlaun fyrir að vera næstur holu á báðum par 3 holum og næstu holu á eftir annað högg 9/18 og fyrir fæst pútt. Kosnir voru þrír til að sjá um næsta mót að ári og eru þeir: Steingrímur Steingrímsson, Jón A. Karlsson og Helgi Guðmundsson. Ákveðið var að hafa punktamót að ári. Umsjón með mótinu hafði Kristinn Eymundsson.

Ægisgolfmót Haldið golfvelli Sandgerðis 9. september 2001 Mótið var sett í miklu roki og svo kom rigningin. Keppendur voru 23 kiwanisfélagar og gestir. Spilaðar voru 18 holu punktakeppni í öllum flokkum, einnig var keppt um farandbikar í karla- og kvennaflokki fyrir besta skor. Úrslit urðu eftirfarandi. Gestir: Gunnar Austmann . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 punktar Grétar Einarsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35 punktar Einar Hreiðarsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 punktar Konur: Ólöf G. Guðmundsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 punktar Nanna Þorleifsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 punktar Dóra Guðleifsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 punktar Besta skor kvenna: Nanna Þorleifsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . .104 högg (25 p) Karlar: Helgi Guðmundsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 punktar Björn Árnason . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 punktar Keith Mustard . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 punktar B Kristinn Eymundsson . . . . . . . . . . . . . . . . . . .92 högg (31 p) Dregið var úr skorkortum um hverjir myndi sjá um næsta mót að ári: Sigurður Ingibergsson, formaður, Björn Árnason og Þorvaldur Guðmundsson. Mótið verður framvegis opið öllum Kiwanisfélögum og gestum, en farandbikar veður áfram á Ægissvæði. Umsjón með mótinu hafði Kristinn Eymundsson. 19


31arg_1tbl_desember_2001  

Kiwanisfréttir er vettvangur til að koma á framfæri fréttum um starfsemi Kiwanisklúbba s.o. fréttum frá Kiwanisumdæmi Ísland-Færeyjar.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you