Page 1

- Sæmundur 3. tölublað, 2. árgangur 20. febrúar 2012

Meðal efnis tölublaðsins: Pistill frá Sigríði Pétursdóttur  Viðtal við nýútskrifaðan kennara  Árshátíð  Myndir úr félagslífinu  Viðburðir á næstunni  Kennaranemar teknir í spjall 

Pistill frá diplómanemum Kæru samnemendur í Háskóla Íslands! Nú er komin upp sú staða að við, nemarnir í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með fötlun, á Menntavísindasviði, erum að berjast fyrir því að útskrifast í Laugardalshöll eins og aðrir útskriftanemar hér í HÍ. Vanalega hafa diplómanemar útskrifast sér í fyrirlestrarsalí Stakkahlíð (gamli Kennó). Ástæðan fyrir því að diplómanemar hafa ekki fengið útskrift í Laugardalshöll er sú að námið okkar eru 2 ár og þar að auki styðsta námsleiðin og við nemarnir í náminu útskrifumst ekki með gráður Okkur langar gjarnan fá að útskrifast með öðrun nemum háskólans. Fyrir hönd diplómanema og sviðsráðs Menntavísindasviðs, Ólafur Snævar Aðalsteinsson. Stefán Ólafur Stefánsson, Flettið upp á undirskriftarsíðu diplómanema á Facebook og styðjið baráttu

Anna Margrét Pálsdóttir, Björn Ágúst Magnússon og Ása Kristín Einarsdóttir Útgefandi: Stúdentafélag Kennó Umbrot: Hafþór Þórarinsson hth111@hi.is Efnisöflun og skrif: Stjórn Kennó 1


Vettvangsnám

pistill frá Sigríði Pétursdóttur 7. febrúar 2013 Ágætu kennaranemar, Vettvangsnám kennaranema í Kennaradeild á að fara fram 25. febrúar til 15. mars en einn hópur byrjar fyrr, eða 18. febrúar. Vettvangsnámið fer fram í samstarfsskólum Menntavísindasviðs sem eru fjölmargir leik- og grunnskólar. Fyrirkomulagið er þannig að Mvs gerir samstarfssamninga við skólana og greiðir þeim fyrir að sjá til þess að kennaranemar fái aðstöðu til að stunda vettvangsnám með upplýsingaöflun, samstarfi við kennara og starfsfólk skólanna og með því að æfa sig í ýmsum þáttum þess starfs sem þeir mennta sig til. Fyrir þetta greiðir Mvs skólunum ákveðna upphæð fyrir hvern kennaranema. Nú hafa Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara gert athugasemd við þetta fyrirkomulag og vilja koma að borðinu vegna greiðslnanna. Því miður hefur ekki fundist lausn sem félögin eru sátt við og hafa formenn þeirra sent félagsmönnum sínum hvatningu um að leiðbeina ekki kennaranemum frá Háskóla Íslands í vettvangsnámi. Þetta hefur að sjálfsögðu gert okkur sem sjáum um að skipuleggja vettvangsnámið erfiðara fyrir. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu allir kennaranemar vitað fyrir janúarlok í hvaða skóla þeir fara, en svo er því miður ekki. Kennaradeild hefur ákveðið að gefa þessu verkefni lengri tíma þar sem margir skólar eru að meta stöðuna og kanna hvort þeir geti tekið á móti fleiri kennaranemum. Það er vitanlega afleitt að þessi staða skuli hafa komið upp og mikilvægt að allir aðilar innan skólasamfélagsins leggist á eitt um að finna lausnir á málum. Það er siðferðileg skylda hverrar fagstéttar að mennta þá sem á eftir koma eins vel og mögulegt er, en það verður að vera sátt um ramma þátttöku hennar og lausn á þessari deilu mjög brýn. Eins og staðan er núna er vitað í hvaða skóla meirihluti kennaranema fer. Við vonum að úrlausn fyrir þetta misseri finnist á næstu dögum. Meira er því miður ekki hægt að segja á þessu stigi málsins en það er eindregið stefnt að því að allir kennaranemar fari í vettvangsnám. Einhverjir munu hafa minni undirbúningstíma en æskilegt er, en við því er ekkert að gera, því miður. Með ósk um farsæla lausn þessu máli, Sigríður Pétursdóttir . Uppfært 22. febrúar 2013 “Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist til ritstjórnarinnar að allir kennaranemar sem biðu eftir vettvangsskóla hafa nú fengið pláss. Viðtaka því lærdómsríkar og vonandi mjög ánægjulegar vikur í vettvangsskólum hjá öllum kennaranemum við Háskóla Íslands." 2


Myndir úr félagslífinu

3


Viðtal við nýútskrifaðan kennara

Fullt nafn: Tinna Sigurjónsdóttir Aldur: 33 ára Nám og útskrift: B.ed. í grunnskólakennarafræðum, 2011 og B.sc. í viðskiptafræði, 2004 Starf: Grunnskólakennari við Ingunnarskóla Á hvaða kjörsviði varstu í Grunnskólakennarafræðinni? Stærðfræðikjörsviði. Prófaðirðu eitthvað annað nám áður en kennslufræðin varð fyrir valinu? Já ég er búin með Bsc í viðskiptafræði Fékkstu starf fljótlega eftir útskrift? Já var í vinnu sem skrifstofustjóri í Ingunnarskóla þegar ég útskrifaðist og fór að kenna þar í október 2011 Hvernig líst þér svo á að vera komin út á vinnumarkaðinn? Mér finnst það mjög fínt, það er mjög mikið að gera hjá mér í vinnunni en verkefnin eru skemmtileg og ég hef mjög gaman af því sem ég er að gera. Hvernig mundir þú lýsa þínu aðlögunartímabili í starfinu? Fannst þér þú strax nokkuð örugg? Mér fannst ég ekki strax örugg í starfinu, ég held að það taki allavega tvö ár að ná öryggi í þessu starfi. Mér finnst ég læra eitthvað nýtt á hverjum degi og það er alltaf eitthvað sem kemur manni á óvart. Það tekur töluverðan tíma að komast inn í námsefnið og að kynnast nemendum. Ég held að kennarastarfið og námið sé ekki þannig að þú ert fulllærð/ur þó þú sért búin með skólann, það er alltaf eitthvað sem bætist við á hverjum degi í þessu starfi.

4


Er eitthvað sem kemur þér á óvart í starfinu? Já alveg ótrúlega margt, það er svo margt sem kemur upp á í samskiptum við nemendur og foreldra sem kemur manni á óvart. Hvernig finnst þér námið nýtast þér í starfinu? Námið nýtist mér mjög vel, það er samt svo margt í þessu starfi sem er ekki hægt að kenna í skóla, margt sem kemur með reynslunni. Eins og ég segi hér að ofan þá er ég ekki fulllærð þó ég sé búin með skólann mér finnst ég alltaf geta bætt við mig meiri þekkingu. Er eitthvað sem þú hefðir viljað fá betri kennslu í? Já ég hefði viljað fá betri kennslu í því að takast á við nemendur sem hafa fengið einhverskonar greiningu eða eru með sérþarfir, ég hefði viljað fá betri kennslu á því hvernig ég get mætt þessum nemendum betur í námi. Ég hefði líka viljað fá meiri undirbúning fyrir lífsleiknikennslu. Hvernig er að takast á við nemendur með greiningar og sérþarfir? Nýtist námið þér á því sviði? Ég hefði viljað hafa meiri þekkingu á þessu sviði til að geta mætt þessum nemendum sem best. Ég á mjög gott samstarf við sérkennsluna í þeim skóla sem ég vinn við og það hvernig við mætum þessum nemendum byggist mikið á samstarfi fagkennara / umsjónarkennara og sérkennara. Starfar þú samkvæmt einhverri ákveðinni aðferðafræði? Í skólanum sem ég starfa í er unnið eftir PBS hegðunarkerfi. Mér finnst mjög gott að starfa eftir því kerfi.

5


Viðtal við 3. ársnema Kristinn Ingi Austmar

Á hvaða ári ertu? 3. ári Á hvaða kjörsviði ertu? Faggreinakennsla á kjörsviðinu: Tónlist, leiklist, dans Ertu ánægður kjörsviðið? Já mjög sáttur. Hvað er heillar þig við það? Hvað það er mikið verklegt og hvað samnemendurnir mínir eru frábærir. Finnst þér námið hérna hafa gagnast þér og vera góður undirbúningur fyrir kennarastarfið? Já, mjög vel. Hvernig líst þér á mastersnámið sem er í boði hérna? Því miður er það ekki alveg nógu gott. Ég legg höfuðáherslu á tónlist og tónmenntakennslu og það stendur bara ekki til boða. Ég er því að skoða aðra möguleika í mastersnámi.

Melkorka Kjartansdóttir

Á hvaða ári ertu? 3. ári Á hvaða kjörsviði ertu? Dönsku Ertu ánægður með kjörsviðið? Mjög svo ! Er ekki frá því að þetta sé besta kjörsviðið. Hvað heillar þig við það? Danska er svo frábær, þetta er lítið kjörsvið og það er vel haldið utan um nemendurna. Kennarinn er líka snillingur. Hvað mætti betur fara? Það mættu alveg vera aaaðeins fleiri nemendur... Finnst þér námið hérna hafa gagnast þér og vera góður undirbúningur fyrir kennarastarfið? Námið hefur klárlega gagnast mér og ég hef lært margt. Hvað undirbuning fyrir kennarastarfið varðar þá held ég að það mætti vera aðeins meira vettvangsnám til þess að fá meiri tilfinningu fyrir því hvað það sé að kenna í alvörunni, annars fínasti undurbúningur. Hvernig líst þér á mastersnámið hérna sem er í boði? Ég er ekkert sérlega spennt fyrir því. Hefurðu hugsað þér að halda áfram í mastersnám í kennarafræði? Nei, allavega ekki stax næsta haust. 6


7


Myndir úr félagslífinu

8


9


10


Gáta (því þær eru skemmtilegar) Gunna er 13 ára stelpa sem er á leið í heimsókn til ömmu sinnar. Hún ætlar að gleðja ömmu sína með því að færa henni 2 kökur. Amma hennar býr hins vegar í hinum enda bæjarins. Gunna þarf því að fara yfir 7 brýr til að komast á áfangastað en undir hverri brú er auðvitað 1 tröll. Tröllin eru, eins og allir vita, sólgin í kökur og hafa sett á kökutoll. Hvert tröll mun taka helminginn af kökunum hennar Gunnu. Tröllin eru samt mjúk inn við beinið og gefur hvert tröll henni því eina köku til baka í sárabætur.

Hvað þarf Gunna að baka margar kökur? (....svarið má finna á baksíðu, REYNDU samt fyrst að leysa gátuna ;)

11


12 Svar við gátunni: Gunna þarf einungis að baka 2 kökur. Þegar hún fer yfir fyrstu brúna tekur tröllið undir þeirri brú helminginn af kökunum hennar, það er 1 köku, en gefur henni 1 til baka í sárabætur. Hún endar því með 2 kökur. Svona gengur þetta þar til hún hefur farið yfir allar 7 brýrnar. Með þetta í huga skiptir engu máli hve margar brýrnar eru, þeir mega vera milljón eða jafnvel enginn. Nokkrir lesendur bentu á að það mætti skilja gátuna þannig að hvert tröll tæki helminginn en í lokin myndi hún fá eina köku í sárabætur, það er eina köku frá þeim öllum samtals en ekki eina köku frá hverju trölli. Ef slíkt er upp á teningnum þarf Gunna að baka 128 kökur en eftir að hafa farið yfir 7 brýr væri hún með 1 köku en fengi svo eina í sárabætur og væri þá að lokum með 2 kökur. Gáta var tekin af Vísindavefnum. Upplagt að nota svona gátur við kennslu í framtíðinni

Létt

Sudoku

ef stund gefst milli stríða... Erfið Auk þessa erum við sífellt að hugsa upp nýja atburði þannig að fylgist með á heimasíðunni (www.kenno-felag.com) og/eða á Facebook síðunni okkar.

Búningakeila 16. febrúar Vísindaferð í Hljóðbókasafnið 8. feb Vísindaferð í Atlantsolíu 18. jan Skíðaferð 18.—20. janúar

Liðnir viðburðir

Pub-quiz 6. mars Árshátíð 16. mars Vísindaferð í Framsóknarflokkinn 22. mars Vísindaferð í Nova 5. apríl

Væntanlegt

Viðburðir á vorönn 2013

Hvað er framundan í félagslífinu?

Sæmundur  
Sæmundur  

Skólablað Stúdentafélags Kennó