Page 1

Fréttapési Kennó 27.09.2011, 1. tölublað, 1. árgangur

Nafnasamkeppni Þetta er fyrsta tölublaðið og okkur vantar gott og fallegt nafn á það! Komið með hugmyndir og sendið á thg53@hi.is

Verðlaun í boði fyrir besta nafnið!

Ávarp formanns

Klukkan er 7:20 og vekjaraklukkan hringir. Þú slekkur á henni án þess að hugsa og snýrð þér á hina hliðina. Þú hugsar að það sé ólöglegt að vakna svona snemma og byrja daginn strax. Þegar þú áttar þig á því að þú hefur snúsað til kl. 7:50 hendist þú á fætur. Þú klæðir þig en dettur svo um sokkinn því þú hafðir ekki tíma til að klæða þig alveg í hann. Þú hleypur á klósettið, þú pissar og burstar tennurnar. Þú grípur drykkjarjógúrt til að drekka á leiðinni í skólann. Fyrst bölvarðu því að þurfa að sitja allan daginn og hlusta á fyrirlestra. Því nær sem þú svo færist Stakkahlíðinni/Skipholtinu, því jákvæðari verða hugsanir þínar. Þú fyllist löngun til að brosa. Þú stendur fyrir utan skólann þinn, brosir í annað og hugsar: Þetta verður góður dagur, mikið hlakka ég til að eyða honum með góðu fólki. Þetta er mögulega samantekt á góðum haustmorgni hjá mörgum kennaranemum. Það er eitthvað við Stakkahlíð og Skipholt sem fær mann til að brosa. Tilhugsunin við að eyða næstu klukkutímunum í hlýlegu og notalegu umhverfi þar sem allir eru vinalegir og til í lífið. Í raun erum við í Kennó ein stór fjölskylda sem mann langar bara til að knúsa. Ég trúi því að við munum öll hjálpast að við að gera þetta skólaár að einni stórri ógleymanlegri minningu. Ég hlakka til. -Kristjana Björk Traustadóttir Formaður Kennó

1


Leiðari...

Heiðruðu samnemendur.

Gleðilegt haust! Nú þegar flestir hafa komið sér sæmilega fyrir á skólabekknum á ný er ekki úr vegi að renna yfir bleðil sem þennan. Við í stjórn nemendafélagsins ákváðum síðastliðið vor að í tilefni af afmælismánuði Menntavísindasviðs gæfum við í fyrsta skipti út smá fréttapésa. Tilgangur hans er meðal annars að skapa vettvang fyrir kennaranema að skrifa stuttar greinar um áhugaverð málefni sem og að fara yfir hvað sé á döfinni í félagslífinu. Allir sem taka virkan þátt í námi sínu rekast á efni sem vekur áhuga þeirra og þetta blað er vettvangur til að deila áhuganum með okkur hinum. Stuttar greinar er auðveldara að skrifa en margur heldur og það er ennfremur góð æfing fyrir það sem koma skal. Þeir sem hafa áhuga á að skrifa eina grein eða fleiri hvet ég eindregið til að hafa samband við undirritaðan. Njótum þess að lifa og hrærast í háskólasamfélaginu, saman! .

Þorleifur Örn Gunnarsson Varaformaður Kennó og ritstjóri (thg53@hi.is)

Stjórn Kennó Kristjana Björk Traust adóttir, formaður

(615-1518—kbt1@hi. is)

Hver er þín námsleið? Ég er í smíðinni núna... svo er ég að meta myndmenntin a og textílinn. Mottó: Að sofa út sem oftast.

Anna Sigurrós Sigurjónsdóttir,

ritari

(865-4036—thg53@hi.is) Hver er þín námsleið? Samfélagsgreinar. Mottó: Karma er snilld. Gott mottó! en segðu mér þá hvað þú gerðir til að verðskulda þrefalt fótbrot? Ég er einfaldlega of góður í fótbolta, það þarf að fótbrjóta mig til að stöðva mig.

i Hafþór Þórarinsson, gjaldker

(847-1883—ass49@hi.is) fræði. Hver er þín námsleið? Náttúru Mottó: Að gera allt mitt besta. gur? Neeei eg hugsa ekki. Myndirðu vilja vera einhyrnin n dag. Ég er svo sem En í einn dag? Jáá kannski í ein kannski bara einhyrningur.

Ólöf Rut Halldórsdótti

Þorleifur Örn Gunnarsson, varaformaður

(868-0971—hth111@hi.is) og tónlist, Hver er þín námsleið? Enska leiklist, dans. hógvær þegar maður er Mottó: Það er erfitt að vera jafn awesome og ég. r mínir leyna sér ekki. Leyndir hæfileikar: Hæfileika

r, formaður skemmtin

(847-8750—orh6@hi. is)

efndar

Hver er þín námsleið? Textílmennt. Mottó: Pollýana. Hvað geriru þegar þé r leiðist uppí skóla? Le ita til sjálfsalans, alltaf gott að tala við hann.

stjór Sigrún Ólafsdóttir, vefsíðu

i

(864-0915—sio34@hi.is) ólakennarinn Hver er þín námsleið? Leiksk ð! Mottó: Hey, gerum eitthva ha hvorugur....jú eða Haffi Frikki Dór eða Haffi Haff? Ha aðan bílinn hjá frænda Haff af því hann fær oft lán leiðis. mínum fyrir gay pride og svo

Hildur Rut Stefánsdóttir, varamaður

Kristín Ýr Lyngdal, fulltrúi nýnema

(697-5784—hrs36@hi.is)

(849-7819 —kyl2@hi.is) hugsað lega bara ennþá á fyrsta ári en hef Hver er þín námsleið? Ég er náttúru eftir allir yta bre list, dans og dönsku. - Það mér að fara á kjörsviðið tónlist, leik ði. fræ úru ð ætlar þú að breyta? Nátt fyrsta árið þú veist það...yfir í hva er að na í mig.... ohh ókei sorrí heyrðu það Mottó: Neih, hvað er ég að maka hér verða betri kennari en pabbi. bjórglasi. um helgina? Ég rotaði Hafþór með Af hverju fórstu heim í lögreglubíl

2

Hver er þín námsleið? Leikskólakennarinn Mottó: Lifa lífinu.

Ingi, dís Hanna, Kristinn Skemmtinefnd: Ás Arna Dalrós. Rakel Ósk, Unnar og


Skemmtum okkur saman! Síðasta skólaár var margt í boði í skemmtanalífinu en þetta ár verður enn betra! Nýnemagleðin okkar var haldin með Tuma þetta árið, þann 2.september, með metmætingu og dúndurstemningu. Dagurinn var tekinn í að kynnast nýnemunum okkar þar sem öllum var boðið í ratleik og aðra leiki ásamt drykkju og stanslausu fjöri. Um kvöldið hittumst við svo í partýi þar sem spilað var á gítar, sungið og drukkið þar til haldið var niður í bæ og dansað af sér fæturna. Nýnemagleðin fór fram úr okkar allra björtustu vonum og vonum við að þetta sé það sem koma skal. Rúm vika er síðan Októberfest var haldið og voru Kennó og Tumi með sameiginlega vísindaferð á föstudeginum í Vífilfell, en sætin í ferðina seldust upp á innan við 5 mínútum! Í næstu vísindaferð förum við í Ölgerðina og þar verða 50 sæti í boði fyrir okkur í Kennó. Þeir sem ekki komust með síðast ættu því að fylgjast með hvenær skráning hefst og næla sér í sæti. Viðburðir Kennó verða fjölmargir þetta árið og leggjum við mikinn metnað í að bjóða okkar fólki upp á toppskemmtun. Sem dæmi um viðburði sem eru framundan þetta árið eru hin árlega Laugarvatnsferð 1.okt, vísindaferð í Ölgerðina 7.okt., Halloween partý 28.okt., skíðaferð í janúar, árshátíð í mars, konu- og karlakvöld, vísindaferð í Nova í febrúar, vísindaferð í Kennarasamband Íslands ásamt fleiru sem er enn í vinnslu. Við hvetjum því alla þá sem hafa enn ekki skráð sig í félagið að gera það núna en það margborgar sig að vera í félaginu. Sem dæmi má nefna að félagar ganga fyrir í vísindaferðir og aðrar skemmtanir þar sem sætafjöldi er takmarkaður. Einnig munu félagar þurfa að borga mun minna inn á viðburði vetrarins svo ekki sé minnst á alla frábæru afslættina sem við höfum fengið fyrir okkar fólk. Skemmtum okkur vel í vetur!

Um stjórnina

Stjórn Kennó sér um viðburði nemendafélagsins og er það skemmtinefndin sem skipuleggur þá. Svo það má segja að skemmtinefndin sjái um að nemendur kennaradeildar hafi gaman á meðan námi stendur. Stjórnin sér einnig um hagsmunamál nemenda og finnur t.d. nemendur til að sitja námsnefndir. Hlutverk námsnefnda er að skipuleggja fyrirkomulag námsins okkar og finna bestu úrræðin til að bæta og gera betur. Ákvarðanir námsnefnda eru svo kynntar á deildarfundum þar sem fara fram kosningar og endanlegar ákvarðanir teknar. Nemendur í kennaranámi eiga rétt á að sitja þessa fundi og hafa fullan atkvæðarétt. Ef þú hefur áhuga á að koma skoðunum þínum á framfæri og nýta þér kosningarétt þinn hafðu samband við formann Kennó sem fyrst og vertu með! Við í Kennó ætlum að vinna mikið með Tuma í vetur og verða margir viðburðir með þeim sem er mjög skemmtilegt þar sem að þau eru ekkert nema snillar! Svo þegar kemur að Laugarvatnsferðinni mun Padeia bætast í hópinn og munu öll þrjú félögin halda árshátíðina saman. Nýlega bættist við nýnemafulltrúi í stjórnina og vonumst við til þess að með því verði meiri tenging og öflugra samstarf með nýnemum. Að vísu er ekki hægt að segja annað en að nýnemarnir í ár séu svo sannarlega hressir og viljugir að taka þátt í félagslífinu, sem er osom. Við í stjórninni gerum okkar besta til að skemmta okkur sjálfum og öðrum. Við viljum að nemendur deildarinnar hafi það gott í skólanum og utan hans. Við viljum heyra í ykkur. Hvað er það sem þið viljið? Hvað viljiði að sé gert betur? Hvað er gert vel? Hvað má halda áfram að gera og hvað má hætta að gera? Látið í ykkur heyra, ekki hika við að hafa samband. Til þess eru margar leiðir. Það er hægt að hringja í okkur, senda okkur tölvupóst, spjalla við okkur í skólanum nú eða bara á Laugarveginum... eða Kringlunni.... eða Bláa lóninu...... eða í Perlunni.... eða í paintball..... eða bara þar sem hentar ykkur best.

3


Aðferðir 20. aldarinnar duga ekki fyrir 21. öldina ...eða hvað? Sir Ken Robinson er breskur fyrirlesari sem hefur

Höf. Þorleifur Örn Gunnarsson

lagt áherslu á mikilvægi þess að kenna skapandi námsgreinar innan grunnskóla. Fyrir störf sín í þágu menntunar var hann sleginn til riddara árið 2003. Hann er mörgum kunnur en milljónir hafa horft á myndbönd af fyrirlestrum hans sem finna má á netinu með einfaldri leit; sem ég raunar hvet alla til að framkvæma. Fyrirlestrar hans eru síður en svo þreytandi enda Sir Ken ákaflega fyndinn og heillandi. Meginefni fyrirlestra hans er oftast gagnrýni á núverandi skólakerfi sem byggir á gamaldags stigveldi (e. hierarchy) sem hann telur að eigi rætur sínar að rekja aftur í iðnvæðinguna. Sir Ken segir að til að undirbúa nemendur fyrir 21. öldina sé ómögulegt að notast við kennsluaðferðir 20. aldarinnar.

Námsgreinar njóta heldur ekki

sammælis innan skólakerfisins; skapandi námsgreinar og kennsluaðferðir þykja ekki nægilega merkilegar. Gott dæmi um þetta voru hin íslensku samræmdu próf; sem gáfu nemendum, kennurum og foreldrum skýr skilaboð um hvað skipti „raunverulegu“ máli. Sir Ken fjallar bæði í bókum sínum sem og fyrirlestrum mikið um sköpunargáfuna (e. creativity); hvers vegna hún sé mikilvæg og hvernig hægt sé að hlúa að henni. Flest börn á leikskólaaldri séu uppfull af lifandi hugmyndum um umhverfi sitt og búi yfir ómældum hæfileikum til sköpunar en með aldrinum fullorðnast fólk og þroskast, er eðlilegur fylgifiskur þess að koðna niður og sætta sig við hlutina eins og þeir eru? Sir Ken vill meina að skólakerfið brjóti með markvissum hætti niður þessa meðfæddu hæfileika barna með gamaldags skipulagi. Árið 2009 kom út skýrsla á vegum Menntamálaráðuneytis um Listmenntun á Íslandi (Bamford, A. (2009). Arts and cultural education in Iceland. Menntamálaráðuneytið). Ein af niðurstöðum hennar var sú að mikilvægt væri að auka skapandi nálgun á viðfangsefni allra námsgreina, með öðrum orðum að kennarar ættu að taka í auknu mæli upp skapandi kennsluaðferðir.

4


Áhugi minn á breska fræðimanninum og fyrirlesaranum Sir Ken Robinson er töluvert mikill. Hugmyndir hans um skóla eru áhugaverðar. Ekki bara vegna þess að hann hefur ef til vill ýmislegt til síns máls, heldur ekki síður vegna þess að hann gerði mér ljóst að hægt er að hafa allt að því byltingarkenndar hugmyndir um skólakerfið. Það er svona núna en það gæti orðið hinsegin. Í námi mínu í grunnskólakennarafræði las ég bók eftir Carol Ann Tomlinson sem reynist vera sammála þessu og gaman var að lesa eftirfarandi orð hennar: „Auðvelt er að gleyma ástæðum þess að kennarastarfið leit eitt sinn út fyrir að vera besta starf í heimi sökum þess hvernig „skólinn virkar“ og missa fyrir vikið sjónar af vonum okkar.“ Við sem kennaranemar og kennarar framtíðarinnar berum faglega ábyrgð á því að hafa augun opin fyrir áhugaverðum nýjungum sem og aðlögun skólakerfisins að samfélagi í stöðugri þróun.

Sudoku

ef stund gefst milli stríða...

Létt

Miðlungs

....erfið kemur í næsta blaði! 5


Hljóðið í kennaranemum... Kristín Ýr Ly n

gdal (Fyrsta á

r

í grunnskóla Aldur: 23 á kennarafræ ra. ði) Af hverju k ennaranám ? Foreldrar m ínir eru báð ir kennarar. ætlað að ve Ég hef allta rða kennari f in n við beinið loksins að v og er iðurkenna þ a ð Þetta verðu fyrir sjálfri m r æði. Þetta ér núna. er mér í bló Hvernig er ð borið. hinn týpísk i kennari? Nett nörda legur, hann er frekar alv lúmskt skem arlegur me mtilegan hú ð mor og veit Hvernig ve allt. rður veturi n n ? Mjög skem mtilegur m eð mega hre gúrmei féla ssu fólki og gslíf. Skóstærð? 39-40. Litur? Rauð ur. Hvaða disk ertu að hlu sta á þessa Fórstu á Bie dagana? Ju ber parade stin Bieber. ? Algjörlega Hamar, kle ..never say , var fremst ttur eða en never. í flokki. ni? Klettur þar sem ma af því hann mma og pa e r gamall. Þá bbi voru að Hvaða kjörs er ég virkile læra. Ég vil við ætlarðu ga að labba v era eins og a ð velja? Tó Gleraugnast þ au. nlist, leiklist yrkur? -1 , dans og da Ipod, geisla nska. spilari eða walkman? Helsta fóbía Ip h o ne... lawyere ? Tær. d. Te eða kaffi ? Alltaf kaffi .

yjólfsdótti E k s Ó y e Sól

r æði)

afr lakennar ó k s ik le í ár

r námið? E kennara la um ó n k a s íð ik s mið á irðu le n ld a a r v a n ju n r Af hve að vinna ikskólake tefna á le að ég hef áhuga á búin að s að mér í ss ég hef afl vo vegna þe m e s n la s fermingu eyn ína. S num og r örðun m r v ö k á b t ð k e r m r sty fólk. árin hefu mmtilegt e kringum k s o v s bara eru börn a m eð an ég í að vinn v þ f a a börn síð líka unnið á s lu s s a n p y e ð r a a Hefurðu vo hef ég in að ver sluvelli. S Já! Er bú æ ? g m á u r n r u ö m b su taskóla. því. a. Vann 4 krifaðist úr menn r á 6 1 rei pælt í r ld a a v ts a ú g g le é igin síðan ti? Hef e leikskóla mi“ í útli e n a r a n . en u r h óp u r týpíski k fjölbreytt er hinn „ g jö ig n m r e a r v H a ve ýnist þett En mér s

(Fyrsta

6


Birna Aðalheiður Á

ár í grunnskólakenn

rdal Birgisdóttir (Þrið ja

aranum)

Aldur: 23 ára Hvers vegna fórstu í kennaranám? Mig langaði alltaf að verða kennari. Þega r ég var í leikskóla lan gaði mig að verða leikskólakenna ri og í grunnskóla lan gaði mig að vera grunnskólakennari. Með nýju 5 ára-ker fi gefst mér síðan kostur á að vera lík a framhaldsskólaken nari. Húrra! Hvað ertu að læra? Samfélagsgreinarna r eiga hug minn. Uppáhalds bíómyn d? Ég eeeeeelska Ja ckass myndirnar. Einhver góð ráð til nýnema? Passaðu upp á námsbækurn gegnum allt námið ar þínar, þú þarft að þitt og svo býst ég vitna í þær í við að nota þær miki ð þegar ég verð loks ins kennari!

Sigfús Heimisson (Annað ár í grunnskólakennarafræði) Aldur: 29 ára. Af hverju kennaranám? Ég hef gaman af því að hjálpa börnum að þroskast og sjá þau læra eitthvað nýtt. Ég er alveg ótrúlega þolinmóður sem skemmir ekki fyrir í kennslu. Þetta eru nokkrir af stóru kostunum sem góður kennari þarf að hafa. Sumir eru bara fæddir í ákveðin störf og ég var því miður fæddur til að vera kennari á láglaunakjörum en ekki bankastjóri sem partýar með 50 Cent. Einhver góð ráð til nýnema? Vá þau eru svo mörg en eitt stórt sem er mjög mikilvægt. Ekki kaupa bækur! það er mesta peningasvindl síðan bankakerfið rústaði öllu (Staðfest). Síðan er líka góð regla að vera ekkert að stressa sig neitt of mikið á þessum lærdómi, það kemur alltaf ár eftir þetta. Ég hef heyrt að þeir nemendur sem mæta vel á alla viðburði sem skólinn heldur gangi alltaf betur í prófum en aðrir nemendur.... bara eitthvað til að hugsa út í þegar kemur að bjórkvöldum, árshátíðum, vísindaferðum og öðrum skemmtunum.

a ð ð o k R i t s

7


Hvað er framundan í félagslífinu? Viðburðir 2011-2012 Vorönn

Haustönn Nýnemagleðin 2. sept. Októberfest 16. sept. Vísindaferð í Vífilfell 16. sept.

Skíðaferð 20. jan Árshátíð 17. mars Konu- og karlakvöld Vísindaferð í Nova og já-Ísland í febrúar

Laugarvatnsferð 1. okt Vísindaferð í Ölgerðina 7. okt Halloween 28. okt Jólaskemmtun í desember

Vísindaferðir í Kennarasamband Íslands, Atlantsolíu og fleiri ferðir eiga eftir að detta inn þegar á líður.

Ennþá er hægt að skrá sig í nemendafélagið. Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á hth111@hi.is.

8

Fréttapési Kennó  

27.09.2011, 1. tbl, 1. árg. Útgefandi: Stúdentafélag Kennó Ritstjóri: Þorleifur Örn Gunnarsson

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you