Page 1

Ferðablað Kennarasamband Íslands

sumar 2016

UPPLÝSINGAR UM ORLOFSHÚS

GÖNGUFERÐIR

SUMARHÚS ERLENDIS

VEIÐI-, ÚTILEGU- OG GOLFKORT

GJAFABRÉF Í FLUG

Reglur orlofssjóðs

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

1


Stjórn OKÍ Á myndinni eru (fremri röð) Þórarinn Ingólfsson, Elís Þór Sigurðsson og Jón Ólafsson. Aftari röð: Dagrún Hjartardóttir (varamaður), Íris Guðrún Sigurðardóttir, Ólöf S. Björnsdóttir, Valborg Hlín Guðlaugsdóttir og Ólöf Inga Andrésdóttir.

Bætt í fyrir unga fólkið hjá Orlofssjóði Senn hækkar sól á lofti og dagur lengist. Eitt merki um það er þessi vorboði hér, ferðablað Orlofssjóðs, sem ætti að reynast félagsmönnum skemmtilegt að skoða meðan þeir vonast eftir góðu og skemmtilegu sumri eftir eril vetrarstarfsins. Þau orlofshús sem félagsmönnum standa til boða í sumar eru álíka mörg og undanfarin ár. Nokkur hús sem í boði voru liðið sumar eru ekki í boði í ár en önnur koma í þeirra stað. Félagsmönnum KÍ munu í sumar standa til boða þrjú sumarhús á Spáni auk þess sem eitt nýtt bætist við á Englandi en tillaga þess efnis var afgreidd á fundi stjórnar Orlofssjóðs í febrúar. Leigutími sumarhúsanna erlendis er ekki sá sami og þeirra sem eru hér á landi, en m.a. eru allar eignirnar erlendis í vikuleigu og fara fyrr í sölu en það sem er í boði hérlendis. Nánar er fjallað um þessi hús aftar í blaðinu sem og á vef Orlofssjóðs. Það reynist Orlofssjóði stöðugt erfiðara að fá hús til útleigu yfir sumartímann þar sem húseigendur kjósa í auknum mæli að leigja eignir sínar erlendum ferðamönnum sem greiða mun hærra verð fyrir gistingu en sjóðurinn ræður við. Þessu til viðbótar dragast tekjur Orlofssjóðs enn frekar saman með breytingu á framlagi til sjóðsins frá félagsmönnum, en nú greiða allir starfsmenn sama gjald sem er 0,25% af grunnlaunum. Þetta gjald er það lægsta sem stjórn Orlofssjóðs veit til að sé greitt til orlofssjóða, og er það eitthvað sem tímabært er að skoða við gerð komandi samninga. Orlofshúsum þar sem leigutökum er heimilt að taka með sér gæludýr hefur fækkað á milli ára. Því miður berast okkur ítrekað kvartanir félagsmanna um lausagöngu hunda þar sem hún er bönnuð, svo og ummerki eftir dýr þar sem dýrahald er bannað. Þetta gerir okkur sambúðina erfiðari og er því ósk okkar að bann við dýrahaldi og lausagöngu sé virt. Stjórn Orlofssjóðs hefur leitað leiða til að auðvelda starfsmönnum innan KÍ að leigja orlofshús þar sem punktastýring ræður. Sem framlag í þá vinnu var samþykkt að setja sérstaka reglu um úthlutun tveggja húsa á Flúðum. Þessi hús eru eingöngu ætluð starfsmönnum með 4 ára starfsaldur eða minna og geta þeir sem þannig eru settir sótt um úthlutun á þeim. Einnig var samþykkt að breyta sölu gjafabréfa í flug til að koma betur til móts við þennan hóp. Það verður gert með því að hafa tvær gerðir af gjafabréfum, en þau eru betur kynnt hér aftar í blaðinu sem og leiga húsanna tveggja. Kaup á ódýrari gjafabréfunum eru án orlofspunkta og það sama gildir um leigu þessara tveggja húsa til ungra kennara. Aftur verða tekin í sölu ýmis afsláttarkort, s.s. útilegukortið, veiðikortið, og golfkortið, og njóta félagsmenn þeirra með góðum afslætti. Stjórn Orlofssjóðs óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og ánægjulegs orlofs. Elís Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Orlofssjóðs KÍ

2

EfniSYFIRLIT Punktastýrð úthlutun á viku- og flakkaraleigu í sumar ���� 4 Mínar síður og Frímann���������������������������������������������������� 6 Orlofshús á vegum KÍ sumarið 2016����������������������������� 6-7 Afslættir af gistingu og flugi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Spánn og England . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Höfuðborgarsvæðið ������������������������������������������������������ 10 Kjarnabyggð ������������������������������������������������������������������ 11 Ásabyggð ���������������������������������������������������������������������� 12 Heiðarbyggð������������������������������������������������������������������ 13 Vesturland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Vesturland / Vestfirðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17 Vestfirðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Vestfirðir / Norðurland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Norðurland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Norðurland / Austurland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Austurland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Suðurland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Reglur / þjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33

Lýsingar á orlofshúsum, búnaði þeirra og ljósmyndir eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is

FERÐABLAÐ KÍ Ábyrgðarmaður: Elís Þór Sigurðsson. Ritstjóri: Arndís Þorgeirsdóttir. Efnisöflun: Ólöf S. Björnsdóttir og Elísabet Anna Vignir. Forsíðumynd: Hafrún Halla Ingvarsdóttir. Hönnun og prentun: Oddi - Umhverfisvottuð prentsmiðja. Orlofssjóður KÍ, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík - S: 595 1111.

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


Einfalt að rukka eða borga með Kass - það er nóg að hafa símanúmer

Með Kass getur þú … - Borgað vinum þínum - Splittað kostnaði - Rukkað hina í hópnum Sæktu appið á kass.is

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

3


Punktastýrð úthlutun á vikuleigu og flakkaraleigu í sumar Reglur um úthlutun og punktakerfi

Flakkarahús

Úthlutun sumarhúsa fer eftir orlofspunktaeign félaga. Á hverju tímabili gildir reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“. Hún felur í sér að þeir félagsmenn sem eiga flesta punkta geta fyrstir byrjað að bóka leigu á Orlofsvefnum (sjá hér að neðan). Frá og með 7. apríl geta allir félagsmenn sem eiga allt að mínus 23 punktum bókað það orlofshúsnæði sem er laust á Orlofsvefnum.

Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er veittur 50% afsláttur. Sólarhringsleiga er frá klukkan 16 á komudegi og til klukkan 12 á brottfarardegi. Athugið að ekki er veittur afsláttur á „rauðum dögum“ eða almennum hátíðisdögum.

Orlofsvefurinn er stilltur þannig að einungis þeir sem eiga tilskilinn fjölda orlofspunkta komast inn á sumartímabilið 3. júní – 26. ágúst til að bóka á neðangreindum dagsetningum. Félagsmenn í Félagi kennara á eftirlaunum (FKE) eiga ekki lengur punktaeignarforgang til að bóka orlofseignir þegar opnað verður fyrir sumarúthlutanir. Þeir geta því einungis bókað orlofseignir þegar opnað verður fyrir almenna úthlutun sumartímabilsins, fimmtudaginn 7. apríl 2016 kl. 18:00. FKE félögum bjóðast sérstök leigukjör í orlofshúsum OKÍ (Flúðum og Kjarnaskógi) á tímabilinu 20. maí til 3. júní og frá 12. til 26. ágúst. Til að bóka þurfa félagar í FKE að hafa samband við skrifstofu Orlofssjóðs eða senda póst á orlof@ki.is.

PUNKTAÚTHLUTUN SUMARÚTHLUTUN 2016 Erlendis – Sumarhús á Spáni og Englandi • 14. mars (mánudagur) kl. 18.00.

Innanlands – Vikuleiga og flakkari • 4. apríl (mánudagur) kl. 18.00. Þeir sem eiga 300 punkta eða fleiri. • 5. apríl (þriðjudagur) kl. 18.00. Þeir sem eiga 100 punkta eða fleiri.

Rauðir dagar eru nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, laugardagur fyrir páska, páskadagur, annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar í hvítasunnu, 17. júní, frídagur verslunarmanna, aðfangadagur, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur. Allar viðbótarbókanir (viðbótarnætur) teljast nýjar bókanir og greiða verður fyrir þær í samræmi við gjaldskrá. Allar breytingar og afbókanir skulu tilkynnast skriflega á netfangið á orlof@ki.is.

Orlofssjóður hefur komið upp þráðlausu neti í sumarhúsum OKÍ í Kjarnaskógi, Heiðarbyggð og Ásabyggð. Hægt er að tengjast netinu í gegnum þjónustu Vodafone gegn vægu gjaldi.

Lengri dvalartími á sunnudögum að vetri Heimilt verður að dvelja í orlofshúsum á Flúðum og í Kjarnaskógi til kl. 15 á sunnudögum ef ekki eru keypt þrif. Þetta gildir á vetrartíma 2016-2017.

• 6. apríl (miðvikudagur) kl. 18.00. Þeir sem eiga 1 punkt eða fleiri. • 7. apríl (fimmtudagur) kl. 18.00. Þeir sem eiga enga punkta og allt að mínus 23 punktum. Ef orlofshús er laust gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Félagsmenn í FKE geta einnig bókað á þessum tíma. Miðvikudag 1. júní verður öllum húsum sem verða ekki komin í leigu breytt í flakkara og standa þá öllum þeim félagsmönnum til boða sem hafa réttindi til að bóka eign. Punktakerfi KÍ byggist á því að félagsmenn fá tuttugu og fjóra punkta (24) fyrir hvert unnið ár, tvo punkta fyrir hvern mánuð. Við hverja bókun eru punktar dregnir frá heildarpunktaeign félagsmanns; allt frá tveimur punktum fyrir ýmsa afsláttarmiða til sextíu punkta fyrir bókun á dýrasta stað að sumri. Frá og með sumri 2016 verða felldar úr gildi fjöldatakmarkanir á leigueiningum (10 leigur á ári) og afnumið núverandi 96 punkta þak. Félagsmenn hafa því heimildir til að bóka á meðan þeir eiga næga punkta.

Almenn úthlutun til félaga í FKE og þeirra sem eru punktalausir hefst klukkan 18:00 fimmtudaginn 7. apríl 2016.

Nýir félagsmenn

Happdrætti um sumarhús á Flúðum, Ásabyggð Til að koma til móts við nýja félagsmenn KÍ, sem hafa starfað í fjögur ár eða skemur, verður efnt til happdrættis þar sem tvö hús, 40 og 41 í Ásabyggð, verða frátekin yfir sumartímabilið. Lágmarksleiga er 2 dagar og hámark 7 dagar. Þeir sem vilja taka þátt senda póst á sjodir@ki.is vikuna 14.-20. mars þar sem fram kemur nafn félagsmanns, starfsferill og ósk um leigutímabil. Dregið verður úr innsendum umsóknum og verða félagsmenn að staðfesta úthlutun innan 48 stunda eftir að póstur er sendur frá OKÍ. Fullt verð verður tekið fyrir leiguna en engir punktar.

Bókunarvefur Orlofssjóðs Hægt er að skoða hvað er laust til bókunar án innskráningar á bókunarvef. Aðgangur að bókunarvef fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli. Ef þú hefur gleymt eða glatað lyklinum þínum getur þú sótt um nýjan á innskráningarsíðunni og fengið hann sendan í heimabanka eða í pósti á lögheimili.

4

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


Orlofshús á

Mínar síður og Frímann Bókunarvefur Orlofssjóðs KÍ

Suðursveit

Ísafjörður

Súðavík Strandir Bær III

Bolungarvík

Blönduós

Strandir

Skálholtsvík

Svona ferð þú inn á Orlofsvefinn

Önundarfjörður

Þú smellir á táknið ORLOFSVEFUR á heimasíðu KÍ www.ki.is þá opnast ný síða fyrir „Frímann“ orlofsbókunarkerfi OKÍ. Farið upp í hægra horn og smellið þar í INNSKRÁNING . Innskráningarsíða / nýr gluggi: „island.is“ með tveimur reitum opnast. Annar reiturinn biður um kennitölu félagsmanns og Íslykil fyrir innskráningu eða rafræn skilríki. Ef Íslykil vantar þá er hægt að sækja um nýjan með því að smella á „Smelltu hér til að panta Íslykil“. Ath.: Aðstoð vegna Íslykils veitir Þjóðskrá Íslands, sími: 515 5300, netfang: island@island.is. Eftir innskráningu opnast „Síðan þín“ hjá Kennarasambandi Íslands með fjórum valflipum; Tilkynningar, Orlofssjóður, Endurmenntunarsjóður og Sjúkrasjóður birtist. Þú smellir á Orlofssjóð og þá ertu komin/n inn á bókunarvef Orlofssjóðs KÍ. Þar blasir við kort af Íslandi sem er gagnvirkt og fyrir ofan það er stika með valmyndunum: ORLOFSKOSTIR, LAUS TÍMABIL, MIÐAR, AFSLÁTTUR, UPPLÝSINGAR og SÍÐAN MÍN. Eftirleikurinn er einfaldur og auðvelt að finna allar upplýsingar um leigu orlofshúsa, hótelávísanir, flugávísanir og kort.

Barðaströnd Búðardalur Stykkishólmur

Hvítársíða Munaðarnes Borgarnes Skorradalur Svínadalur Hvalfjarðarströnd

Reykjavík

Hvað merkir táknið? F

Flakkari

V

Vikuleiga

Grímsnes Apavatn Bláskógabyggð Brekkuskógur

Heitavatnspottur Rafmagnspottur Gæludýr leyfð

365 leigt allt árið

6

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

Fl


vegum KÍ sumarið 2016 Hörgárdalur Ólafsfjörður Hofsós

Hólar

Kjarnabyggð

Akureyri Hrísey

Bárðardalur

Raufarhöfn

Fnjóskadalur Þingeyjarsveit

Egilsstaðir

Skógargerði / Litli Hagi

Fljótsdalshérað Einarsstaðaskógur

Neskaupstaður Hallormsstaður

Höfn

Bjarnanes

Kirkjubæjarklaustur

lúðir Vestmannaeyjar

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

7


Afslættir af gistingu og flugi Hótelgisting innanlands og utan

Veiði-, útilegu- og golfkort

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér þau hótel sem eru í boði sumarið 2016 á Orlofsvef KÍ. Hver félagsmaður á kost á að kaupa fjóra hótelmiða með afslætti á hverju orlofsári á bókunarvef KÍ. Þessi hótel eru í boði; Hótel Edda, Fosshótel, Hótel Keflavík, Hótel KEA, Hótel Norðurland, Heydalir, Hótel Vestmannaeyjar og fleiri. Athugið að Icelandair Hótel eru ekki í boði yfir sumarið. Þá býður Scandic Hótel í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð félagsmönnum KÍ afslátt af gistingu. Nánari upplýsingar um hótelafslætti er að finna á Orlofsvef KÍ.

Orlofssjóður mun niðurgreiða eftirtalin kort sumarið 2016: veiði-, útilegu- og golfkortið. Sjá nánar um verð og punktafrádrátt á bókunarvef Orlofssjóðs á orlof.is/ki.

Gjafabréf í flug Icelandair Hver félagsmaður á kost á að kaupa þrjú gjafabréf í flug á 365 daga tímabili. Gjafabréf með Icelandair kostar kr. 24.000 / 6 pt. og er að andvirði kr. 30.000. Frá og með 4. apríl 2016 mun félagsmönnum einnig gefast kostur á að kaupa Icelandair gjafabréf á kostnaðarverði kr. 27.000 (án punktafrádráttar).

Gjafabréf í flug innanlands Frá og með 4. apríl 2016 mun Orlofssjóður hætta að niðurgreiða gjafabréf flugfélaga innanlands. Félagsmenn munu njóta sama afsláttar og Orlofssjóður. Gjafabréf með Flugfélagi Íslands kostar kr. 6.750 og er að andvirði kr. 7.500. Flugfélagið Ernir býður upp á fjórar flugleiðir til og frá Reykjavík; Vestmannaeyjar, Höfn í Hornafirði, Húsavík og Bíldudal og geta félagsmenn keypt flugávísanir á því afsláttarverði sem býðst Orlofssjóði hverju sinni. Engar fjöldatakmarkanir eru á þessum flugávísunum en vert er að taka fram að þær gilda einvörðungu fyrir félagsmenn KÍ, ekki maka þeirra eða börn. Þá eru takmarkanir á notkun flugávísana sem greint er frá á Orlofsvefnum. Sjá nánar um gjafabréf í flug á bókunarvef Orlofssjóðs á orlof.is/ki.

Gönguferðir innanlands Frá og með sumri 2016 verða aftur teknar upp niðurgreiðslur á gönguferðum innanlands. Félagsmenn kaupa gönguferðir beint hjá viðurkenndum ferðaþjónustu-/útivistaraðila og framvísa síðan greiðslukvittun ásamt staðfestingu á greiðslu á skrifstofu Orlofssjóðs eða senda í tölvupósti á orlof@ki.is. Allt að 15% af kostnaðarverði ferðar eru endurgreidd, þó að hámarki 7.500 kr./15 pt. fyrir hverja ferð. Gildir einungis fyrir félagsmenn.

Göngum ávallt vel um! Mikilvægt er að skilja vel við orlofshúsið. Við brottför skal þrífa húsið vel og gæta þess að hver hlutur sé á sínum stað. Þetta á við um öll orlofshús, hvort sem gist er eina nótt eða lengur. Verði vanhöld á þrifum getur það varðað sektum/áminningu. Sjá nánar í reglum Orlofssjóðs á síðu 33 og á Orlofsvefnum. Reykingar eru bannaðar í öllum orlofshúsum KÍ og dýrahald bannað nema annað sé tekið fram. Lausaganga hunda er bönnuð í orlofsbyggðum. Munið að rúmföt eru ekki til staðar í orlofshúsum og –íbúðum KÍ.

Hægt er að greiða fyrir þjónustu OKÍ með millifærslu. Félagsmaður þarf fyrst að hafa samband við skrifstofu KÍ. Millifæra skal á eftirfarandi reikning: 0516-26-14000, kt. 701090-1879. Senda skal rafræna kvittun á orlof@ki.is.

RÁÐSTEFNUR, FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR Í FRÓÐA

Ráðstefnu- og fundarsalur Orlofssjóðs KÍ er staðsettur í Heiðarbyggð á Flúðum, nánar tilekið á neðri hæð húss númer 2. Salurinn er nýlegur og bjartur og tekur 60-70 manns í sæti. Hann er búinn öllum helsta búnaði fyrir ráðstefnur, fundi og mannfagnaði. Gott eldhús er í salnum og borðbúnaður fyrir 100 manns. Þrif eru innifalin í leiguverði. Orlofssjóður hefur lækkað leiguverð á Fróða og félagsmenn eru hvattir til að kynna sér málið á Orlofsvefnum. Þeir sem hyggjast leigja Fróða eru beðnir um að hafa samband við Orlofssjóð í Kennarahúsinu eða senda póst á orlof@ki.is.

8

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


spánn og england

CALLE CIUDAD REAL

CIUDAD QUESADA

90 m íbúð á tveimur hæðum, nálægt Alicante á Spáni. Gisting fyrir sex; sængur og koddar fyrir sex. Þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, sameiginlegt stofurými og eldhús. Tvíbreitt rúm er í einu svefnherbergjanna, tvö einbreið í hvoru hinna. Öll helstu eldhústæki og þvottavél. Tekkborð og fjórir tekkstólar á verönd. Húsið er í Rojales (póstnúmer 03170) í um það bil 8 kílómetra fjarlægð frá Torrevieja og í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante. Tveggja akreina vegur liggur að verslunarmiðstöðvum Carrefour og Habaneras í Torrevieja. Um 1 kílómetri er niður að hafnarsvæðinu í Torrevieja og göngugötunni meðfram ströndinni þar sem er fjöldi verslana og veitingahúsa. Upplýsingar um lín- og þrifgjald er að finna á Orlofsvefnum.

Fallegt 89 m2 einbýlishús í Ciudad Quesada, skammt frá Alicante. Þrjú svefnhergi eru í húsinu og tvö baðherbergi. Gisting fyrir sex í rúmum; tvö herbergi með tvíbreiðum rúmum og eitt herbergi með tveimur einbreiðum rúmum. Tveggja manna svefnsófi í stofu, barnaferðarúm og barnastóll. Eldhús, borðstofa og sjónvarpsaðstaða (lítil stofa) eru í opnu rými. Einkasundlaug og stór sólbaðsverönd (89 m2) er á þakinu með góðu útsýni. Þar er hægt að grilla og borða. Matvöruverslanir og veitingastaðir eru í nágrenninu, stór verslunarmiðstöð í 20 til 30 mínútna akstursfjarlægð. Tíu mínútna akstur á góða strönd en fleiri en ein strönd er í nágrenninu, Marquesa-golfvöllurinn er í 5 mínútna akstursfjarlægð. Það tekur um 40 mínútur að aka frá flugvellinum í Alicante að húsinu.

2

Leigutímabil: 4. júní til 13. ágúst 2016.

Leigutímabil 4. júní til 25. júní & 23. júlí til 30. júlí 2016.

BOURNEMOUTH – ENGLAND

LA MARINA 80 m2 íbúð auk sólbaðsaðstöðu á þaki yfir allri íbúðinni. Íbúðin er staðsett í bænum La Marina, mitt á milli Alicante og Torrevieja. Íbúðin er rúmgóð fyrir fjóra; hjónarúm í hjónaherbergi og tvö einbreið rúm í hinu svefnherberginu. Stofa með sófa, sófaborði, stólum og sjónvarpi. Borðstofuborð fyrir fjóra og öll helstu eldhúsáhöld. Á svölum er fjögurra manna sófi, stólar og borð. Á þaki er sófasett og fjórir sólbekkir sem hægt er að taka með í sundlaugina sem er sameiginleg með öðrum íbúðum. Á þaki er einnig borð og stólar fyrir fjóra, hlaðinn arinn/ grill, þvottahús og snúrur. Íbúðin er á friðsælum stað í jaðri La Marina. Matvöruverslun og litlir veitingastaðir í 5 til 10 mínútna göngufjarlægð. Ströndin er í 5 til 10 mínútna akstursfjarlægð og stutt er í nágrannabæi, svo sem Torrevieja þar sem er verslunarmiðstöð, strandlengja með veitingastöðum og vatnsrennibrautagarður. Golfvellir eru í grenndinni. Leigutímabil 4. júní til 13. ágúst 2016.

Snotur 75 m2 íbúð í fjölbýlishúsi í miðbæ Bournemouth á SuðurEnglandi. Húsið stendur við Meyrick Park, 18 holu golfvöll, og Bournemouth Gardens, margverðlaunaða garða sem liggja niður að strönd. Tvö svefnherbergi, hjónarúm í öðru og tvö einstaklingsrúm í hinu. Glænýr svefnsófi, sem tveir geta sofið í, er í stofu. Öll helstu eldhúsáhöld, gaseldavél, borðbúnaður, þvottavél og þurrkari. Í stofu er jafnframt Lazyboy-stóll og nýtt flatsjónvarp. Tvö salerni og baðkar í öðru þeirra. Úr stofu er gengið út á svalir sem snúa í suður, með útsýni yfir fallegan garð. Stutt í alla þjónustu, golfvöllur í einnar mínútu fjarlægð, og ein fallegasta strönd Englands í um 15 mínútna göngufæri. Leigutímabil 3. júní til 12. ágúst 2016.

Hús Ciudad Quesada La Marina Ciudad Real Bournemouth

Eign Einbýlishús Raðhús Raðhús Íbúð

Vikuleiga kr. 70.000* kr. 48.000* kr. 53.000* kr. 45.000*

Punktar 58 35 40 35

Svefnpláss 8 manns 4 manns 6 manns 6 manns

*Gjald fyrir þrif og lín er innheimt sérstaklega. Sjá Orlofsvef KÍ. Athugið! Laugardagar eru skiptidagar á Spáni en íbúðin í Bournemouth er leigð frá föstudegi til föstudags.

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

9


Höfuðborgarsvæðið

Sóleyjargata 25

Sóleyjargata 33

Sóleyjargata 25 er orlofshús í miðbæ Reykjavíkur, á horni Sóleyjargötu og Njarðargötu (inngangur frá Fjólugötu). Í húsinu eru sex íbúðir. Ein þriggja herbergja 63 m² íbúð með svefnaðstöðu fyrir sex, þar af fyrir tvo í svefnsófa í stofu. Tvær tveggja herbergja 48–55 m² íbúðir með hjónaherbergi og svefnplássi fyrir tvo í svefnsófa í stofu. Þrjár 34 og 46 m² stúdíóíbúðir með svefnaðstöðu fyrir fjóra, þar af fyrir tvo í svefnsófa í stofu. Nettengd tölva og þráðlaust netsamband er í húsinu. Lín fylgir ekki lengur íbúðum/herbergjum. Gestir geta komið með eigið lín; sængurföt, handklæði, diskaþurrkur eða pantað slíkt við bókun gegn 1.500 króna greiðslu á mann. Allt árið er hægt að panta þrif að lokinni dvöl með því að haka við í reit fyrir þrif þegar bókað er.

Sóleyjargata 33 er orlofshús með fjórum íbúðum og fimm herbergjum. Stærri íbúðirnar eru 55 m² með svefnaðstöðu fyrir tvo fullorðna og tvo í svefnsófa auk barnarúms. Stúdíóíbúðirnar eru 30 og 35 m² með svefnaðstöðu fyrir tvo fullorðna og tvo í svefnsófa. Að auki eru tvö eins manns herbergi með sturtu og salerni; tvö tveggja manna herbergi, annað með sturtu og salerni; og eitt fjögurra manna herbergi. Í kjallara er setustofa, eldhús, bað og salerni fyrir gesti sem dvelja í herbergjum. Nettengd tölva og þráðlaust netsamband er í húsinu. Lín fylgir ekki lengur íbúðum/herbergjum. Gestir geta komið með eigið lín; sængurföt, handklæði, diskaþurrkur eða pantað slíkt við bókun gegn 1.500 króna greiðslu á mann. Allt árið er hægt að panta þrif að lokinni dvöl með því að haka við í reit fyrir þrif þegar bókað er.

Opnað verður fyrir leigu orlofseigna tvisvar á ári; fyrir sumartímabil og vetrartímabil. Opnað verður fyrir bókanir á vetrartímabili, 19. ágúst 2016 – 2. júní 2017, þann 1. júní 2016 kl. 18:00.

Stutt er í alla þjónustu, miðborgin innan seilingar. BSÍ er í göngufæri og strætisvagnar stoppa skammt frá. Verðskrá sumar 2016 – Gildir frá 3. júní til 19. ágúst 2016 Sóleyjargata 25 & 33, Reykjavík – 10 íbúðir og 5 herbergi Aukanótt 2 umfram (2)*** 1 nótt nætur

3 nætur

4 nætur

5 nætur

6 nætur

7 nætur

Stór íbúð: Sól 25 nr. 4 - 3ja herbergja

5.300

10.600 21.200 26.500 31.800 37.100 42.400 47.700

5

35

Stór íbúð: Sól 33 nr. 103, 202 – Sól 25 nr. 6, 5 – 2ja herb.

4.700

9.400

5

35

18.800 23.500 28.200 32.900 37.600 42.300

Lítil íbúð: Sól 33 nr. 102, 201 – Sól 25 nr. 1, 2, 3 - stúdíóíb.

4.150

8.300

16.600 20.750 24.900 29.050 33.200 37.350

4

28

Herbergi m/baði: Sól 33: nr. 101, K1, K2*

2.950

5.900

11.800 14.750 17.700 20.650 23.600 26.550

3

21

Herbergi með sameiginlegu baðherbergi: Sól 33 nr. K3, K4**

2.650

5.300

10.600 13.250 15.900 18.550 21.200 23.850

3

21

Ath.: Fullt verð gildir á hátíðisdögum og rauðum dögum. *K1 og nr. 101 eru eins manns herbergi, K2 er tveggja manna herbergi. - ** K3 er þriggja manna og K4 er tveggja manna. - *** Fyrstu tvær næturnar eru á fullu verði.

10

P. á dag Vikup.

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


AKUREYRI – KJARNABYGGÐ

Kjarnabyggð við Kjarnaskóg Kjarnabyggð við Kjarnaskóg er 3,5 km sunnan Akureyrar, beint upp af flugvellinum. Þar á Kennarasamband Íslands fjögur orlofshús, öll þriggja herbergja. Hús nr. 4 og 12 eru 55m2, með einu tveggja manna herbergi og tveimur herbergjum með kojum. Hús nr. 5 og 7 eru 70 m2, með einu tveggja manna herbergi, einu fjögurra manna herbergi (tvíbreitt rúm og kojur) og því þriðja með kojum.

Gæludýr eru velkomin í þessi orlofshús

Sumarleigutími 3. júní til 19. ágúst Hús nr. 4 og 5 verða í vikuleigu – Hús 12 og 7 leigð sem flakkarar. Vikuleiga

Verð á viku

Punktar

Svefnpláss

Hús 4 – 55 m2

kr. 35.200

45

6–8 manns

Hús 5 – 70 m

kr. 42.400

60

6–8 manns

2

Flakkaraleiga*

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Hús 12 – 55 m2

kr. 8.800

kr. 4.400

7

6–8 manns

Hús 7 – 70 m

kr. 10.600

kr. 5.300

8

6–8 manns

2

Ásabyggð, Flúðum, hús 35 & 36 Austurbali, Hvalfjarðarströnd. Eitt gæludýr Tunga, Hvítársíðu Tröð, Bolungarvík Kárastígur, Hofsósi Gunnólfsgata, Ólafsfirði. Eitt gæludýr Brekkugata, Ólafsfirði Víkurbraut, Raufarhöfn Laufás, Hallormsstað Eyjólfsstaðaskógur

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

11


FLÚÐIR – ÁSABYGGÐ

Ásabyggð Alls eru þrettán orlofshús í Ásabyggð við Flúðir í Hrunamannahreppi í eigu Kennarasambandsins. Stærð húsanna er frá 53 m² til 83 m². Flest húsanna eru 53 m² en nýrri húsin (nr. 32, 33) eru 74 m² og eru með tveimur hjónaherbergjum og einu kojuherbergi. Í hinum húsunum eru þrjú svefnherbergi; eitt með hjónarúmi og tvö með kojum. Sængur og koddar eru fyrir sex. Hús nr. 44 er 62 m² og er sérstaklega hannað fyrir fatlaða. Barnarúm og barnastólar eru í öllum húsunum. Lágmarksleiga er tvær nætur, fullt verð gildir á „rauðum“ hátíðisdögum. Í tveimur húsanna, nr. 35 og nr. 36, er leyfilegt að hafa gæludýr. Sumarleigutími 3. júní til 19. ágúst Vikuleiga

Verð á viku

Punktar

Svefnpláss

Hús 36, 43 – 53 m

kr. 35.200

45

6 manns

Hús 32, 33 – 74 m2

kr. 42.400

60

8 manns

2

Flakkaraleiga*

Verð á dag

Aukadagur

Punktar Svefnpláss

Hús 35, 40, 42 – 53 m2 44 – 62 m2 f. fatlaða

kr. 9.400

kr. 4.700

7

6 manns

Hús 34 – 83 m2

kr. 10.600

kr. 5.300

8

8 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

12

Félagsmenn sem dvelja í sumarhúsum KÍ á Flúðum og í Kjarnaskógi geta nú tengst netinu í gegnum netþjónustu Vodafone gegn vægu gjaldi. Upplýsingar er að finna í hverju húsi.

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


FLÚÐIR – heiðarBYGGÐ

Heiðarbyggð

Flúðir, Heiðarbyggð 14, Hátorfa

Kennarasamband Íslands á þrettán orlofshús í Heiðarbyggð í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi. Hús nr. 1, 3, 5, 7, 9 og 11 eru 87 m² en hús nr. 2, 4, 6, 8, 10 og 12 eru 99 m². Í eldri húsunum, þeim sem eru með oddatölu, eru þrjú svefnherbergi en í nýrri húsunum eru fjögur svefnherbergi, tvö með hjónarúmi auk barnarúms og ýmist eitt eða tvö herbergi með kojum. Sængur og koddar eru fyrir átta. Barnarúm og barnastólar eru í öllum húsunum. Sameiginlegt leiksvæði fyrir yngri börn er við hús nr. 3 og 14. Við hús nr. 9 er einnig leikvöllur og körfuboltavöllur. Lágmarksleiga er tvær nætur, fullt verð gildir á „rauðum“ hátíðisdögum.

Húsið er 63 m² með 29 m² gestahúsi, en alls er þar gisting fyrir 8 manns. Í húsinu eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og hitt með kojum, með gistingu fyrir fjóra. Í gestahúsi eru hjónarúm og svefnsófi með gistingu fyrir fjóra. Sængur og koddar eru fyrir átta. Stór og góður leikvöllur er við húsið.

Sumarleigutími 3. júní til 19. ágúst Vikuleiga

Verð á viku

Punktar

Svefnpláss

Hús 1, 3, 5 – 87 m

kr. 35.200

7

8 manns

Hús 4, 6 – 99 m2

kr. 42.400

8

8 manns

2

Flakkaraleiga*

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Hús 7, 9, 11 – 87 m2

kr. 9.400

kr. 4.700

7 / nótt

8 manns

Hús 2, 8, 10, 12 – 99 m2 Hús 14 – 63m2 + 29 m2

kr. 10.600

kr. 5.300

8 / nótt

8 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Viðbótarbókun, ef fólk lengir dvöl, telst ný bókun og er innheimt samkvæmt gjaldskrá.

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

13


vesturland Hvalfjarðarströnd, Eystra-Miðfell, Austurbali

V

365

Bústaðurinn er 50 m². Í honum er stofa með tvíbreiðum svefnsófa og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö, bæði með tvíbreiðu rúmi. Á svefnlofti eru þrjár aukadýnur. Sængur og koddar eru fyrir átta. Sólpallur er við húsið og heitur pottur ásamt gasgrilli. Hægt er að leigja rúmfatnað og fá þrif gegn gjaldi hjá umsjónarmanni. Bústaðurinn er í landi Eystra-Miðfells og þaðan er fallegt útsýni yfir Hvalfjörð. Stutt er í sundlaug að Hlöðum, góðar gönguleiðir, golfvöllur í næsta nágrenni og veiði í vötnunum í Svínadal. Eitt gæludýr leyft. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar*

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 36.000

Á ekki við

45 / vikan

6 manns

*Punktalausir yfir vetrartímann

Hvalfjarðarströnd, Eystra-Miðfell, Háibali

V

365

Bústaðurinn er 60 m² og í honum er stofa með tvíbreiðum svefnsófa og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö, bæði með tvíbreiðu rúmi og koju. Sængur og koddar eru fyrir átta. Hægt er að leigja rúmfatnað og fá þrif gegn gjaldi hjá umsjónarmanni. Sólpallur er við húsið með heitum potti ásamt gasgrilli. Bústaðurinn er í landi Eystra-Miðfells og þaðan er fallegt útsýni yfir Hvalfjörð. Stutt er í sundlaug að Hlöðum. Góðar gönguleiðir, golfvöllur í næsta nágrenni og veiði í vötnunum í Svínadal. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar*

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 41.000

Á ekki við

50 / vikan

8 manns

*Punktalausir yfir vetrartímann

Skorradalur, Indriðastaðir 14 Djúpilækur v/Dragaveg

F

Bústaðurinn er 32 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir fjóra í rúmum og sængur og koddar fyrir fimm. Svefnherbergi eru tvö, annað með kojum en hitt með tvíbreiðu rúmi (130 cm). Tvær aukadýnur á svefnlofti, önnur fyrir barn. Eldhúskrókur og stofa. Bústaðurinn stendur á fögrum stað við lítinn læk rétt við Skorradalsvatn. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.000

kr. 4.000

6 / nótt

4 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Borgarnes, Kjartansgata 17

F

NÝTT

Íbúðin er 57 m² neðri hæð í húsi nærri Hyrnutorgi. Svefnpláss eru fjögur, sængur og koddar fyrir fjóra. Svefnherbergi eru tvö; hjónarúm (140x200) í öðru, kojur (90x200) í hinu. Barnaferðarúm, barnastóll. Stofa og eldhúskrókur, öll helstu eldhústæki. Baðherbergi með sturtu. Þvottavél og þurrkari er í sameign og er gestum heimil notkun. Borðbúnaður er fyrir fjóra, sjónvarp og útvarp. Lítil verönd með útihúsgögnum við útidyr en gestir mega einnig nota lóð við húsið. Húsið er miðsvæðis í Borgarnesi, stutt í þjónustu, sundlaug, verslanir og veitingastaði. Stórt leiksvæði í nágrenninu. Leigutími 6. júní–15. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.000

kr. 4.000

7 / nótt

4 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

14

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


www.fi.is

s d n a l s Í g a l é f Ferða r

á 6 8 r i f y í i m e s f r a t s t t ds

Fjölbrey

n a l s Í u r ú t t á n Upplifðu

Líf og fjör í starfseminni

Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni.

Allir finna eitthvað við sitt hæfi Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 86 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum.

Öflug útgáfustarfsemi Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta.

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

Sjálfboðastarf í góðum félagsskap Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af

miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap.

Samgöngubætur og uppbygging svæða Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum.

Sæluhúsin standa öllum opin Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 36 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu.

| Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

Skráðu þig inn – drífðu þig út


vesturland V

Munaðarnes, Foss

NÝTT

Bústaðurinn er 52 m². Gisting fyrir fjóra í rúmum en sængur og koddar fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö; tvíbreið rúm í báðum herbergjum. Stofa og eldhús eru opið rými. Baðherbergi með sturtu, barnaferðarúm, barnastóll, sjónvarp, DVDspilari og útvarp. Heitur pottur er við húsið og þjónustumiðstöð skammt frá. Leigutími 3. júní–19. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 35.200

Ekki í boði

45 / vikan

4 manns

Miðás 9, í landi Kambshóls, Svínadal

F

NÝTT

60 m² timburhús ásamt 6 m² geymslu. Svefnherbergi eru tvö, sængur og koddar fyrir sex; hjónarúm (160x200) í öðru svefnherberginu og svefnsófi (110x190) í hinu svefnherberginu. Stór svefnsófi er í stofu, barnaferðarúm og barnastóll. Stofa og eldhús eru í sama rými, öll helstu eldhústæki og borðbúnaður fyrir 12 manns. Sjónvarp, heimabíó, DVD-spilari, útvarp og vagga fyrir IPod. Útihúsgögn, gasgrill og rafmagnspottur. Næsta verslun er Ferstikla, í 8 km fjarlægð, og sundlaug að Hlöðum. Náttúrulegur birkiskógur og fjallasýn af verönd. Veiði í vötnunum í Svínadal. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.900

kr. 4.950

9 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Tunga, Hvítársíðu

F

Bústaðurinn er 86 m² með fjórum svefnherbergjum. Tvö eru hjónaherbergi með tvíbreiðum rúmum (140x200). Eitt minna herbergi er með einbreiðu rúmi (60x200) og í fjórða herberginu er einbreiður svefnsófi. Sængur og koddar eru fyrir sex manns. Eldhús og stofa eru eitt rými og öll helstu eldhústæki eru til staðar; svo sem gaseldavél og gasofn, matvinnsluvél, pastagerðarvél og örbylgjuofn. Góð verönd með útihúsgögnum og gasgrilli. Þráðlaust net. Bústaðurinn er á Hvítársíðu í Borgarfjarðarsveit og stutt er upp að Hraunfossum og í Húsafell þar sem er sundlaug. Næsta verslun er í Húsafelli en einnig er verslun í Reykholti og í Borgarnesi. Gæludýr eru leyfð. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.900

kr. 4.950

9 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

16

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


vesturland / vestfirðir Stykkishólmur, Berghóll, Austurgata 5

V

NÝTT

Berghóll er 67,3 m² á jarðhæð, með 35 m² risi sem er opið rými. Svefnpláss fyrir fimm; sængur og koddar fyrir sjö. Hjónarúm er í svefnherbergi á jarðhæð og í risi er góður svefnsófi (130x200) auk rúms (90x190). Barnaferðarúm, barnastóll og tvær aukadýnur eru í húsinu. Stofa, borðstofa, öll helstu eldhústæki, borðbúnaður fyrir tólf manns. Baðherbergi með sturtu. Sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Útihúsgögn eru á verönd ásamt góðu grilli. Berghóll er í gamla bænum, rétt við höfnina. Stutt að fara á veitingastaði, í sund og verslanir. Níu holu golfvöllur er í Stykkishólmi og umhverfið vel fallið til gönguferða. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga*

kr. 40.000

Ekki í boði

45 / vikan

5 manns

Búðardalur – Thomsenshús, Búðarbraut

V

Húsið er 90 m² timburhús, hæð og ris. Gisting er fyrir fimm í rúmum og sængur og koddar fyrir sex. Í risi eru tvö rúmgóð svefnherbergi með fimm rúmum ásamt barnarúmi og þremur aukadýnum. Thomsenshús er fyrsta húsið sem var byggt í Búðardal. Húsið stendur á friðsælum stað við sjóinn og þaðan er hægt að fara í fjöruferðir og göngur um nágrennið. Stutt er að Eiríksstöðum í Haukadal, þar sem Eiríkur rauði bjó, en þar hefur verið byggður tilgátubær sem gaman er að skoða. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 33.000

Ekki í boði

40 / vikan

5 manns

Barðaströnd – Krossholt, Ægisholt

F

120 m² einbýlishús. Gisting er fyrir átta og sængur og koddar fyrir sama fjölda. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi. Í einu þeirra er hjónarúm og rimlabarnarúm og tvö einbreið rúm í hvoru hinna. Í stofu er svefnsófi fyrir tvo. Stutt er í Flókalund (24 km) og til Patreksfjarðar (30 km). Sundlaug er í Krossholti og einnig í Flókalundi, þar sem er líka lítil verslun og bensínstöð. Gönguleiðir eru margar á svæðinu. Frá Brjánslæk gengur ferjan Baldur yfir Breiðafjörð til Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Leigutími 3. júní–26. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 11.500

kr. 5.750

9 / nótt

8 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Barðaströnd, Litla Hlíð í Krossholtum

F

Litla Hlíð er 27 m² sumarhús. Gisting er fyrir fjóra, tvo fullorðna og tvö börn, og sængur og koddar eru fyrir sama fjölda. Eitt svefnherbergi með hjónarúmi og barnarúmi. Stofa, baðherbergi með sturtu og eldhús. Stór sólpallur og útihúsgögn. Stutt er í Flókalund (24 km) og til Patreksfjarðar (30 km). Sundlaug er í Krossholti og einnig í Flókalundi, þar sem er líka lítil verslun og bensínstöð. Merktar gönguleiðir eru margar á svæðinu. Frá Brjánslæk gengur ferjan Baldur yfir Breiðafjörð til Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Leigutími 3. júní–26. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 7.000

kr. 3.500

6 / nótt

4 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

17


vestfirðir Önundarfjörður – ÞINGEYRI Valþjófsdalsvegur, Þórustaðir

F

Húsið er 54 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir sex í rúmum og sængur og koddar fyrir tíu. Svefnherbergi eru tvö. Í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu er koja með breiðri neðri koju. Á svefnlofti er svefnsófi fyrir einn og þrjár aukadýnur. Stofa. Barnarúm. Leiksvæði með rólum og sandkassa er við húsið. Til Þingeyrar er hálftíma akstur, til Ísafjarðar 20 mínútna akstur og svipað til Suðureyrar við Súgandafjörð um Vestfjarðargöngin. Leigutími 24. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.000

kr. 4.500

8 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Ísafjörður, Skógarbraut 2A

F

Húsið er 100 m² með gistingu fyrir sex; sængur og koddar fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö, hjónarúm í öðru og kojur í hinu. Tvíbreiður svefnsófi í stofu. Gengið er í gegnum þvottaherbergi inn í eitt svefnherbergið. Góð borðstofa og gott eldhús. Þvottavél og þurrkari. Baðherbergi er nýuppgert og nýir gluggar eru í húsinu. Stór pallur með útihúsgögnum og kolagrilli. Stutt er í útivistarsvæði, golfvöll og margar fallegar gönguleiðir, t.d. í Tungudal. Boðið er upp á siglingar með ferðamenn frá Ísafirði út í Vigur og á Hornstrandir. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.800

kr. 4.400

7 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

F

Tröð, Bolungarvík

NÝTT

Tvílyft einbýlishús, byggt árið 1960. Hvor hæð 85 m², húsið stendur á 1.500 m² lóð, efst í bænum, neðan við nýlegan snjóflóðavarnargarð. Efri hæð skiptist í gang, stofu, eldhús með búri, þrjú svefnherbergi og baðherbergi með baðkari. Í tveimur svefnherbergjanna eru hjónarúm og einstaklingsrúm í því þriðja. Öll almenn eldhúsáhöld, örbylgjuofn, borðbúnaður fyrir 10-12 manns, barnastóll, útvarp og sjónvarp. Á neðri hæð eru tvö rúmgóð svefnherbergi með rúmum/kojum fyrir sex og barnarúm. Einnig setustofa með tveimur svefnsófum fyrir þrjá til fjóra, lítið baðherbergi með sturtu, þvottahús með þvottavél. Sérinngangur á neðri hæð. Skjólgóður pallur með grilli og húsgögnum. Sængur og koddar fyrir átta. Leigutími 3. júní–26. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.800

kr. 4.400

6 / nótt

14 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

V

Súðavík (stór) – Aðalgata 2A

80 m² íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir átta og sængur og koddar fyrir sama fjölda. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, eldhús, bað, anddyri og stofa með tvennum svölum, móti austri og suðri. Í tveimur svefnherbergjum eru tvíbreið rúm og kojur í því þriðja. Í stofu er svefnsófi fyrir tvo. Á svölum eru borð og stólar ásamt kolagrilli. Margar fagrar gönguleiðir eru í Álftafirði og nágrenni. Stutt til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Leigutími 3. júní–26. ágúst

18

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 32.000

Ekki í boði

45 / vikan

8 manns

stór

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


vestfirðir V

Súðavík (lítil) – Aðalgata 2A

64 m² íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir fjóra fullorðna og tvö börn og sængur og koddar fyrir sex. Eitt svefnherbergi með hjónarúmi og svefnsófi fyrir tvo í stofu. Barnarúm. Kolagrill er á svölum. Margar fagrar gönguleiðir eru í Álftafirði og nágrenni. Stutt til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Leigutími 3. júní–26. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 28.000

Ekki í boði

35 / vikan

4 manns

LÍTIL

Bær III, Strandasýslu

F

Bústaðurinn er 40 m² og svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex manns. Tvö svefnherbergi, bæði með kojum; tvíbreiðri neðri koju (140x200) og einbreiðri efri koju. Öll helstu eldhústæki og borðbúnaður fyrir 8 manns. Verönd með útihúsgögnum. Næsta verslun er í Drangsnesi en þangað eru 3 kílómetrar. Til Hólmavíkur eru 20 kílómetrar. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.000

kr. 4.000

6 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Heimsins ferskasti og besti kanill Ground Saigon Cinnamon frá Víetnam er af sérfræðingum talinn vera besti fáanlegi kanillinn í heiminum í dag. Gefur ferskt, angandi, kryddað og kraftmikið bragð.

Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

19


vestfirðir / norðurland F

Skálholtsvík – Strandir

Húsið er 140 m², á einni hæð. Gisting er fyrir sex og sængur og koddar fyrir sama fjölda. Fjögur svefnherbergi, eitt með tvíbreiðu rúmi, eitt með kojum og tvö herbergi með einbreiðum rúmum, þar af eitt mjög lítið. Skálholtsvík er Strandamegin í Hrútafirði en þar er skemmtileg fjara og sellátur. Fuglalíf er mjög fjölbreytt og margar fallegar gönguleiðir í grenndinni. Næsta verslun er Óspakseyri (15 km), til Hólmavíkur eru 60 km en 70-80 km til Hvammstanga og Búðardals. Leigutími# 17. júní - 12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.000

kr. 4.000

6 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Blönduós, Brautarhvammur 21

F

365

Bústaðurinn er 56 m². Gisting er fyrir sex og sængur og koddar fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö, í öðru hjónarúm en tvö rúm í hinu. Svefnsófi fyrir tvo í stofu. Stofa og eldhús með borðkróki. Barnarúm. Stór pallur með heitum potti. Aðgangur að þvottavél er í þjónustuhúsi á svæðinu. Á Blönduósi er heimilisiðnaðarsafn, sundlaug, hestaleiga, kaffihús og veitingastaðir. Möguleiki á selaog fuglaskoðunarferðum. Leigutími 3. júní–26. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Flakkari*

kr. 10.500

kr. 5.250

Punktar** Svefnpláss 9 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga. ** Enginn punktafrádráttur yfir vetrartímann.

F

Hofsós, Kárastígur 1

NÝTT

Húsið er 113 m² á tveimur hæðum. Þrjú svefnherbergi, í hjónaherbergi eru tvö 90 cm rúm og stór fataskápur. Í suðurherbergi eru jafnframt tvö 90 cm rúm og í því þriðja eitt 120 cm rúm. Úr stofu er hægt að ganga út á timburverönd og þaðan er tröppur niður í garðinn. Búr er inn af eldhúsi. Baðherbergi með sturtu. Á neðri hæð er rúmgott þvottahús, þvottavél og þurrkgrind, einnig aukasturta. Af neðri hæð er gengið beint út í garð. Húsið er miðsvæðis á Hofsósi, fallegt sjávarútsýni; Drangey og fjöll. Fimm mínútna gangur í fjöru, verslun og sundlaug. Það tekur 25 mín að keyra á Sauðárkrók, 20 mín að Hólum í Hjaltadal og 45 mín á Siglufjörð. Leigutími** 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.800

kr. 4.400

7 / nótt

5 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga. **Húsið er ekki í útleigu á meðan á Landsmóti hestamanna stendur, frá 26. júní til 4. júlí 2016.

Ólafsfjörður (Fjallabyggð), Gunnólfsgata 8

F

Húsið er 163 m² á tveimur hæðum. Gisting fyrir sjö í fjórum svefnherbergjum. Barnarúm, sængur og koddar fyrir sama fjölda. Stofa, sjónvarp, DVD-spilari, baðherbergi með baðkeri og sturtu. Þvottahús. Grill og borðbúnaður fyrir 10 manns. Almenn þjónusta er í bænum; verslun, veitingastaðir, kaffihús, sundlaug með rennibrautum, heitum pottum og líkamsræktarstöð. Góður golfvöllur og aðstaða til boltaíþrótta. Um 45 mínútna akstur til Akureyrar, 15 mín til Dalvíkur, 10 mín til Siglufjarðar um Héðinsfjarðargöng. Gunnólfsgata er gömul og rótgróin gata á Ólafsfirði. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 10.500

kr. 5.250

9 / nótt

7 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

20

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

NÝTT


norðurland Ólafsfjörður (Fjallabyggð), Brekkugata 23

F

90 m² íbúð í miðbæ Ólafsfjarðar. Gisting er fyrir sex manns í rúmum. Svefnherbergi eru þrjú. Baðherbergi með sturtu. Stofa og eldhús í einu björtu og rúmgóðu rými. Í einu svefnherberginu er tvíbreitt rúm og tvö einbreið rúm í hinum tveimur. Allur helsti húsbúnaður og eldhúsáhöld. Sófasett í stofu, þráðlaust net, barnastóll, flatskjár, DVD-spilari og geislaspilari, útvarp og gasgrill. Borðbúnaður fyrir tólf. Leiksvæði í næsta nágrenni. Öll almenn þjónusta, svo sem verslun, veitingastaðir og kaffihús í bænum. Góð útisundlaug með tveimur rennibrautum. 15 mínútna akstur til Siglufjarðar, um Héðinsfjarðargöng, og 15 mínútna akstur til Dalvíkur en þar eru vinsælir veitingastaðir. Um klukkustundarakstur er til Akureyrar. Gæludýr leyfð. Leigutími 3. júní-15. júlí

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.600

kr. 4.800

8 / nótt

6 manns

*Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Hjaltadalur Hólar, Nátthagi 22

F

98 m² íbúð á jarðhæð. Gisting er fyrir fimm, sængur og koddar fyrir átta. Svefnherbergi eru þrjú, öll með tveimur einbreiðum rúmum. Tvær aukadýnur. Barnarúm. Stofa. Húsið er í nýrri byggð á Hólum og í um fimm mínútna göngufjarlægð frá dómkirkjunni og ferðaþjónustunni. Þvottavél er í þvottahúsi. Hægt að ganga beint út úr stofu á jarðhæð. Fjölbreyttar gönguleiðir og ýmsir möguleikar til afþreyingar, söfn, veiði, golf, sundlaugar og skoðunarferðir. Leigutími 10. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.000

kr. 4.500

7/ nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Ljúffengur Morgunverður Geymsla á bíl Akstur á völlinn - allt innifalið!

www.kef.is stay@kef.is 420 7000

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

21


norðurland Hjaltadalur – Hólar, Brúsabyggð 16

F

66 m² parhús. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex manns. Svefnherbergi eru þrjú; tvíbreitt rúm er í einu þeirra en í hinum kojur. Barnaferðarúm. Stofa og eldhús er opið rými. Baðherbergi er með sturtu. Þvottavél á baði. Uppþvottavél. Barnastóll. Borðbúnaður er fyrir 8-10 manns. Gasgrill. Í stofu er sjónvarp, útvarp og DVD- og geislaspilari. Fjölbreyttar gönguleiðir og ýmsir möguleikar til afþreyingar, söfn, veiði, golf, sundlaugar og skoðunarferðir. Á Hólum er sundlaug og heitur pottur. Leigutími**

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

3. júní-2. sept.

Flakkari*

kr. 8.800

kr. 4.400

7 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga. **Húsið er ekki í útleigu á meðan á Landsmóti hestamanna stendur, frá 26. júní til 4. júlí 2016.

V

Bárðardalur, Arnarstaðir

100 m² einbýlishús, staðsett í Bárðardal, milli Kálfborgarár og Jarlstaða. Svefnherbergi eru þrjú; hjónarúm (180x200) í einu þeirra auk pláss fyrir barnaferðarúm, í öðru svefnherbergi er hjónarúm (160x200) og kojur, í því þriðja eru kojur og einbreitt rúm. Hornsófi og tveir stólar í stofu, sjónvarp, DVD-spilari og geislaspilari. Borð fyrir átta í eldhúsi, borðbúnaður fyrir 12. Öll helstu eldhústæki. Verönd með útihúsgögnum, lítill grasblettur og kjarr. Húsið stendur fjarri öðrum húsum og er tilvalið fyrir þá sem vilja njóta kyrrðar. Birkiskógur, árniður og fjallasýn. Rafmagnskynding og lélegt farsímasamband. Leigutími 17. júní-12. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 39.000

Ekki í boði

47 / vikan

9 manns

V

Hörgárdalur, Steðji

NÝTT NÝTT

Bústaðurinn er 42 m², staðsettur í landi Steðja í Hörgárdal. Svefnpláss, sængur og koddar fyrir fimm manns. Tvö svefnherbergi, annað með tvíbreiðu rúmi (160x200) og hitt með kojum (2x80x200). Auk þess er svefnaðstaða fyrir einn í stofu (80x200). Einnig er í húsinu hermannabeddi sem koma má fyrir í stofu. Öll helstu eldhústæki, baðherbergi með sturtu, borðbúnaður fyrir átta, sjónvarp og útvarp. Stór verönd ásamt stórri lóð í kringum húsið. Útihúsgögn. Skógrækt er á jörðinni og hægt að fara í göngutúra um svæðið. Innan við 5 mínútna akstur á Þelamörk þar sem er sundlaug og innan við 15 mínútna akstur til Akureyrar. Leigutími 3. júní-12. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 35.000

Ekki í boði

40 / vikan

5 manns

Hrísey, Norðurvegur 7–11

F

65 m² íbúð í endurgerðu gömlu húsi í miðjum byggðarkjarna Hríseyjar. Gisting er fyrir fimm, sængur og koddar fyrir fimm. Eitt svefnherbergi með tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að setja saman. Í stofu eru tveir svefnsófar, annar tvíbreiður og hinn einbreiður. Stórt og rúmgott baðherbergi, þvottavél í þvottaherbergi. Eldhús og stofa eru í sama rými. Kjörbúð, kaffihús og veitingahús eru í Hrísey, sem og sundlaug með heitum potti og æfingasal. Hálftíma akstur er frá Akureyri að Árskógssandi þar sem maður tekur ferjuna út í Hrísey. Siglingin tekur um 15 mínútur og er göngufæri úr ferjunni að húsinu. Leigutími 17. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 7.200

kr. 3.600

6 / nótt

5 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

22

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


norðurland Akureyri, Hafnarstræti 81 – íb 305 & 401

F 365

Tvær um 50 m2 íbúðir, 401 og 305, með einu svefnherbergi. Í svefnherbergi er tvíbreitt rúm, svefnsófi fyrir tvo í stofu sem og aukarúm. Sængur og koddar fyrir fimm. Húsið er í hjarta bæjarins, við hliðina á Hótel KEA, skammt frá göngugötunni og höfninni. Þvottavél er í íbúð 401. Leigutími 30. maí–30. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.900

kr. 4.950

8 / nótt

4-5 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Akureyri, Hafnarstræti 101 – Amaro

F

160 m² íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir níu og sængur og koddar fyrir sama fjölda. Svefnherbergi eru fjögur, stofa og eldhús. Svalir snúa að göngugötunni með frábæru útsýni. Þvottavél, uppþvottavél ásamt öðrum húsbúnaði og auka snyrting. Í stofu er 42“ sjónvarp ásamt DVD-spilara og hljómflutningstækjum. Íbúðin er í gömlu verslunarmiðstöðinni Amaro-húsinu í hjarta bæjarins. Leigutími 3. júní–19. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 13.200

kr. 6.600

10 / nótt

9 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr www.veidikortid.is

Kæru félagsmenn! Sjúkrasjóður KÍ, Vonarsjóður FG og SÍ, Vísindasjóður FL og FSL og Starfsmenntunarsjóður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum eru komnir með nýtt netfang: sjodir@ki.is. Athugið einnig að Vísindasjóður FF og FS er ekki með afgreiðslu í Kennarahúsinu en hægt er að ná til sjóðsstjórnar í gegnum netfangið visffogfs@gmail.com. Sjá nánari upplýsingar á vef KÍ. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur úthlutunarreglur sjóðanna á ki.is. Með góðri kveðju,

00000 00000

Kynnið ykkur sértilboð til félagsmanna á ORLOFSVEFNUM.

Þjónustusvið KÍ

H e s ta f e r ð i r

StofnAð 1985 Stefán og Juliane Grýtubakka II, 601 Akureyri Sími: 463-3179 polarhestar@polarhestar.is www.polarhestar.is Við veg 83

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

23


norðurland Akureyri, Drekagil 21– nemendaíbúðir Fjórar nemendaíbúðir í sjö hæða fjölbýlishúsi við Drekagil. Íbúðirnar eru misstórar, frá 54 til 70 m². Í íbúðunum eru ýmist eitt eða tvö svefnherbergi, svefnsófi í stofu og aukadýnur. Gestir geta fengið aðgang að þvottahúsi. Fallegar og fjölbreyttar gönguleiðir. . Leigutími – lítil

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

3. júní–12. ágúst

Vikuleiga

kr. 29.000

Ekki í boði

35 / vikan

4 manns

Leigutími – stór

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

3. júní–12. ágúst

Vikuleiga

kr. 34.000

Ekki í boði

40 / vikan

6 manns

Akureyri, Þórunnarstræti 104

2 herbergi 3 herbergi

V

100 m² íbúð á miðhæð í þriggja hæða húsi. Gisting, sængur og koddar eru fyrir sex. Svefnherbergi eru þrjú; tvíbreitt rúm í einu þeirra, eitt einbreitt rúm í öðru og tvö einbreið rúm í því þriðja. Í stofunni er svefnsófi og að auki tvær aukadýnur. Borðbúnaður fyrir tólf. Sundlaug Akureyrar og miðbærinn eru í göngufæri. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 33.000

Ekki í boði

40 / vikan

6 manns

Kæru kennarar Félagsmönnum í KÍ býðst að nota hótelmiða til að greiða fyrir gistingu á litlu hlýlegu gistiheimili í Grjótaþorpinu. Í boði er gisting í eins og tveggja manna herbergjum eða í íbúð með 2 svefnherbergjum og möguleika á svefnplássi í stofunni. Nánari upplýsingar á ki.is og brattagata.com Hlakka til að sjá ykkur Ingunn, sími 612 9800

24

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


norðurland Akureyri – Tjarnarlundur 13H

V

Íbúðin er 75 m², staðsett í brekkunni á Akureyri. Svefnpláss er fyrir fjóra + barn en hægt er að blása upp tvíbreiða vindsæng í stofu. Svefnherbergi eru tvö; í öðru er hjónarúm (153x200) og í hinu minna rúm (120x200) sem getur rúmað tvo. Barnaferðarúm, barnastóll. Flatskjár í stofu, öll helstu eldhústæki, baðherbergi með nuddbaðkari og sturtu. Þvottavél er í íbúðinni og hægt að fá aðgang að þurrkara. Borðbúnaður fyrir átta manns, útihúsgögn á svölum. Við hlið fjölbýlishússins eru leiksvæði fyrir börn. Örstutt í næstu verslun, sundlaug og golfvöllur er skammt undan. Miðbærinn er í 15 mínútna göngufjarlægð. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 35.000

Ekki í boði

42 / vikan

4 manns

Akureyri – Lækjartún 18 / #202

NÝTT

F 365

Íbúðin er 81 m² í sex íbúða húsi sem var byggt árið 2004. Gengið er upp tröppur í turni, á pall þar sem er sérútihurð. Stofa, eldhús og tvö svefnherbergi og rúmgóð geymsla/þvottahús sem er í raun þriðja herbergið. Sængur og koddar fyrir fimm manns. Þvottavél og aukadýna er í þessu „þriðja“ herbergi. Baðker og sturta í baðherbergi. Öll helstu eldhústæki, borðbúnaður fyrir sex manns. Sjónarp og DVD-spilari í stofu og útvarpstæki í eldhúsi og svefnherbergi. Suðursvalir, gasgrill, fjórir stólar. Húsið er sunnarlega í Naustahverfi, skammt sunnan við kirkjugarðinn. Góðir göngustígar í allar áttir um hverfið og niður í fjöru. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Flakkari*

kr. 9.900

kr. 5.450

Punktar** Svefnpláss 8 / nótt

4 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga. ** Enginn punktafrádráttur yfir vetrartímann.

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

25


norðurland / austurland Fnjóskadalur Selgil, Skógarhlíð

F

Bústaðurinn er 45 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir fjóra í rúmum og sængur og koddar fyrir sex. Tvö svefnherbergi; í öðru lítið hjónarúm (120 cm) og í hinu kojur. Þrjár aukadýnur eru á svefnlofti. Bústaðurinn er gegnt Vaglaskógi, í fallegu skógarrjóðri við lítinn læk, ekki fjarri gömlu bogabrúnni. Um 30 mínútna akstur er til Akureyrar, Húsavíkur og Mývatnssveitar. Leigutími** 17. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 7.000

kr. 3.500

6 / nótt

4 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga. **Húsið er ekki í leigu 15. til 22. júlí 2016.

Þingeyjarsveit Björg í ljósavatnshreppi

F

Húsið er 130 m². Gisting er fyrir átta í rúmum og sængur og koddar fyrir átta. Svefnherbergi eru fjögur; tvö stærri með tveimur tvíbreiðum rúmum, eitt með tveimur einbreiðum rúmum og eitt lítið herbergi með kojum. Stór stofa, baðherbergi og stórt eldhús. Fimm aukadýnur. Góð dagsferð er að Goðafossi, Ásbyrgi og Dettifossi. Húsavík er skammt frá eða í 44 km akstursfjarlægð. Hægt er að kaupa inn á Húsavík og við Goðafoss. Leigutími 3. júní–22. júlí

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.800

kr. 4.400

6 / nótt

8 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Raufarhöfn, Víkurbraut 20

V

Húsið er 120 m² og stendur við fjöruborðið, með fallegu útsýni yfir á Höfðann. Gisting er fyrir sex til átta og sængur og koddar fyrir níu. Svefnherbergi eru fjögur; í einu hjónarúm, tvíbreiður svefnsófi í öðru og einstaklingsrúm í hinum tveimur. Einnig eru tvær aukadýnur. Góð stofa, sjónvarpshol og stórt eldhús með borðkrók. Útihúsgögn fyrir sex til átta. Athugið takmarkaðan opnunartíma verslunar og sundlaugar. Í íþróttahúsi eru æfingatæki og sauna. Á Melrakkasléttu er mikið fuglalíf og fjörurnar einstakar. Merktar gönguleiðir. Stutt er til Þórshafnar en þar er stór innisundlaug og verslun. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 33.000

Ekki í boði

30 / vikan

6 manns

Skógargerði, Litli-Hagi

F

Bústaðurinn er 52 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir sex til níu, sængur og koddar fyrir níu. Svefnherbergi eru tvö; annað með hjónarúmi en hitt með tveimur einbreiðum rúmum. Fimm aukadýnur eru á svefnlofti og svefnsófi fyrir tvo í stofu. Eldhús og stofa eru samliggjandi. Skógargerði er um 10 km frá Egilsstöðum og í næsta nágrenni eru Hallormsstaðaskógur, Lagarfljót, Skriðuklaustur og fleiri áhugaverðir staðir. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.800

kr. 4.400

7 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

26

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina.

Njóttu hverrar mínútu Þú þarft ekki að flýta þér með pönnupizzuna eða rjúka á milli búða á Michigan Avenue. Það sem skiptir máli er að njóta tímans. Rölta meðfram Lake Michigan eða kíkja á sýningu í The Goodman Theatre. Spegla þig í Bauninni, Cloud Gate, staldra við og litast um. Eyða heilum degi í The Museum Park. Eiga gæðastundir og safna minningum sem lifa.

+ Bókaðu núna á icelandair.is

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

Vertu með okkur

ÍSLENSK A SI A .IS ICE 78528 02/16

GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í CHICAGO Verð frá 39.600* kr.


AUSTURLAND Einarsstaðaskógur Skógarholt, hús nr. 17

F

Húsið er 50 m² auk 30 m² svefnlofts. Gisting er fyrir fimm í rúmum og sængur og koddar fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö. Á neðri hæð er herbergi með hjónarúmi og barnarúmi. Á svefnlofti er herbergi með tveimur rúmum, annað rúm í opnu rými, stækkanlegt barnarúm og tvær aukadýnur. Tvær gashellur og borðbúnaður fyrir 10 manns. Á neðri hæð er sófi. Umhverfis húsið er trépallur með útihúsgögnum. Húsið er undir kletti ofarlega í Eyjólfsstaðaskógi. Kyrrlátur staður, mjög fallegt útsýni. Til Egilsstaða eru um 11 kílómetrar. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.300

kr. 4.650

7 / nótt

5 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

NÝTT

Fljótsdalshérað, Eyjólfsstaðaskógur

F

39 m² timburhús í Eyjólfsstaðaskógi, nærri Egilsstöðum. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex manns. Tvö svefnherbergi, í öðru er hjónarúm (140x200) og í hinu kojur (185x75). Svefnsófi er í stofu. Barnaferðarúm og barnastóll. Stofa, borðstofa og helstu eldhústæki. Borðbúnaður fyrir 10 manns. Baðherbergi með sturtu. Sjónvarp, útvarp, geisla- og DVD-spilari. Verönd og útihúsgögn. Stórt leiksvæði er í nágrenninu, minigolf, boltavöllur, rólur og rennibraut. Næsta verslun og sundlaug er á Egilsstöðum, í 10 mínútna akstursfjarlægð. Náttúrulegur birkiskógur er í kringum bústaðinn og víðsýnt af verönd. Fallegar náttúruperslur, svo sem Hengifoss og Hallormsstaðaskógur í næsta nágrenni auk Skriðuklausturs og Óbyggðaseturs. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 7.800

kr. 3.900

6 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Neskaupstaður, Hafnarbraut 4

V

50 m² íbúð á miðhæð í 3ja hæða húsi. Gisting, sængur og koddar eru fyrir fjóra. Svefnherbergi eru tvö, annað með hjónarúmi en hitt, sem er afþiljað frá stofu, með tveimur rúmum. Tvær aukadýnur eru í húsinu. Þjónusta fyrir ferðamenn í byggðarlaginu er margvísleg og má þar nefna bátsferðir og hestaleigu. Stutt er í golf. Gönguleiðir eru margar og skemmtilegar, bæði ofan og utan við kaupstaðinn. Stutt er yfir til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar um Oddsskarð og 60 mínútna akstur til Egilsstaða. Góð sundlaug og fallegt safnahús. Leigutími 3. júní–21. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 24.000

Ekki í boði

30 / vikan

4 manns

F 365

Laufás, Hallormsstaður

Húsið er 98 m² auk 50 m² kjallara. Gisting fyrir átta, sængur og koddar fyrir átta. Svefnherbergi eru fjögur; hjónaherbergi með hjónarúmi og einbreiðu rúmi, tvö minni herbergi, annað með rúmi (120 cm á breidd) og hitt með kojum. Lítið baðherbergi með baði og sturtu. Eldhús, búr og þvottavél í þvottahúsi. Borðbúnaður fyrir tíu manns. Á neðri hæð er svefnherbergi með hjónarúmi og tvær aukadýnur eru í geymslu. Umhverfis húsið er trjágarður og sunnan megin hellulögð stétt með útihúsgögnum og gasgrilli. Kyrrlátur staður í fallegu umhverfi. Um 26 kílómetrar eru til Egilsstaða, um 678 til Reykjavíkur. Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Flakkari*

kr. 9.350

kr. 4.675

Punktar** Svefnpláss 8 / nótt

8 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga. ** Enginn punktafrádráttur yfir vetrartímann.

28

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


AUSTURLAND Bjarnanes, nesjum v/Höfn í hornafirði

F

Tveggja hæða íbúðarhús, fyrrum prestsetur. Fimm svefnherbergi eru á neðri hæð, þvottahús og snyrting með sturtu og eitt svefnherbergi á efri hæð. Í herbergi á efri hæð er einbreitt rúm (90x200) ásamt barnarimlarúmi. Svefnpláss fyrir 12 manns í rúmum, auka barnarúm og kojur, sængur og koddar fyrir sama fjölda. Á neðri hæð eru hjónarúm í tveimur herbergjum og í einu er tvíbreitt rúm sem hægt er að skilja í sundur. Eitt herbergi með kojum, annað herbergi með tveimur svefnbekkjum. Aukadýnur eru til staðar. Eldhús með borðstofu. Stofur eru á efri hæð og snyrting með baðkari. Þvottahús með þvottavél og þurrkara. Sjónvarp. Húsið er 7 kílómetra vestan við Höfn. Ómetanleg náttúrufegurð með Vatnajökul í bakgarðinum og margar góðar gönguleiðir. Golfvöllur og veiðivatn í grenndinni. Fyrsta flokks sundlaug á Höfn, náttúrupottar í Hoffelli. Stutt í þjónustu á Höfn, flugvöllur skammt frá og kirkja á hlaðinu. Leigutími 3. júní–1. júlí

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 13.200

kr. 6.600

10 / nótt

12 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Tilkynna skal allar breytingar og afbókanir skriflega svo fljótt sem auðið er til Orlofssjóðs, netfang: orlof@ki.is. Athugið: Þó breyting sé í upphafi tilkynnt símleiðis, verður skrifleg beiðni að fylgja í kjölfarið.

Allar viðbótarbókanir, það er þegar dvöl er lengd, teljast nýjar bókanir og greiða verður fyrir þær í samræmi við gjaldskrá.

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

29


suðurland Biskupstungur Brekkuskógur, hús nr. 6

V

Bústaðurinn er 46 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir fjóra til sex og sængur og koddar fyrir sex. Tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og hitt með kojum með breiðri neðri koju. Stofa, eldhús og baðherbergi með sturtu. Barnarúm. Á svefnlofti eru fjórar aukadýnur. Útipallur er með útihúsgögnum. Í þjónustumiðstöðinni Brekkuþingi er þvottavél og netaðgangur og hægt að leigja rúmfatnað. Hægt er að leigja aðgang að Stöð 2. Á svæðinu er leikvöllur og minigolfvöllur. Tveir golfvellir eru í grenndinni, stutt í sundlaugar í Úthlíð, á Laugarvatni og í Reykholti. Leigutími 3. júní–26. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 35.200

Ekki í boði

45 / vikan

4–6 manns

Grímsnes Hestland, Höfði 125

V

Bústaðurinn er 45 m² með 28m2 svefnlofti. Gisting er fyrir þrjá til sjö og sængur og koddar fyrir sjö. Í bústaðnum eru tvö lítil svefnherbergi; annað með tveimur einbreiðum rúmum og hitt með einu. Á svefnlofti eru fjórar aukadýnur. Stór verönd. Bústaðurinn stendur rétt við Hvítá, með fallegu útsýni yfir ána og Ingólfsfjall. Kiðjaberg, þar sem er golfvöllur, er í næsta nágrenni. Stutt er í sund að Hraunborgum, verslun er í Þrastarlundi og á Minni-Borg í Grímsnesi og þar er einnig góð sundlaug með rennibraut fyrir börn. Leigutími* 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 35.200

Ekki í boði

45 / vikan

3–7 manns

*Bústaðurinn er ekki til útleigu 24. júní til 1. júlí.

Þröstur Atlas prýðir forsíðuna Sigurvegari í forsíðumyndakeppni Orlofssjóðs að þessu sinni er Hafrún Halla Ingvarsdóttir, leikskólakennari í leikskólanum Hólmasól á Akureyri. Myndefnið stendur Hafrúnu nærri enda sonur hennar, Þröstur Atlas, tveggja ára sem prýðir myndina. Hafrún tók myndina á Gásum í Eyjafirði í fyrrasumar en ljósmyndun er eitt af áhugamálum hennar. Hafrún hlýtur 40 þúsund krónur í verðlaun fyrir forsíðumyndina. Þátttaka í forsíðumyndakeppninni var með afbrigðum góð en þetta er í þriðja skipti sem Orlofssjóður leitar til félagsmanna um myndefni. Vel á annað hundrað ljósmyndir bárust í keppnina og fá þeir sem sendu inn myndir innilegar þakkir fyrir. Kennarasam band Íslands

Ferðablað 6 sumar 201

ÚS

UPPLÝSINGAR UM ORLOFSH SUMARHÚS ERLENDIS GJAFABRÉF Í FLUG

þeirra eru orlofshúsum og búnaði

á Orlofsvef KÍ www.ki.is

30

FERÐABLAÐ KÍ 2016

– Ítarlegar lýsingar á

GÖNGUFERÐIR GOLFKORT VEIÐI-, ÚTILEGU- OG REGLUR ORLOFSSJóÐS

orlofshúsum og búnaði

þeirra eru á Orlofsvef

KÍ www.ki.is

1

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


Farfuglaheimili - frábær kostur

el

G

re

rf u gl a

i m ili

Græn

Fa

he

t

www.hostel.is

e n H ost

Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa. Þau eru öllum opin og bjóða gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði. Flest heimilanna bjóða upp á 2-6 manna herbergi og sum bjóða einnig sumarhús. Á öllum heimilunum eru gestaeldhús. Nánari upplýsingar er að finna á www.hostel.is

Farfuglar

Sundlaugavegur 34 . 105 Reykjavík Sími 553 8110 . Fax 588 9201 Farfuglar ❚ info@hostel.is ❚ www.hostel.is . www.hostel.is Email: info@hostel.is


suðurland F

Apavatn, Háahlíð

NÝTT

Bústaðurinn er 55,3 m² með 20 m svefnlofti. Svefnpláss fyrir sex, sængur og koddar fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö auk svefnlofts. Hjónarúm (160x200) eru í báðum svefnherbergjum. Á svefnlofti er tvíbreitt rúm (160x200) og stök dýna. Barnaferðarúm og barnastóll. Stofa, borðstofa, helstu eldhústæki, þvottavél, borðbúnaður fyrir 12 manns. Baðherbergi með sturtu. Sjónvarp, útvarp, geislaog DVD-spilari. Útihúsgögn og heitur pottur á verönd. Barnaleiksvæði, sandkassi og ungbarnaleikföng á lóðinni. Stórt leiksvæði, körfuboltaspjald, rólur og rennibraut í næsta nágrenni. Verslun og sundlaug í 6-8 km fjarlægð. Náttúrulegur birkiskógur og fjallasýn af verönd. 2

Leigutími 3. júní–12. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.900

kr. 4.950

9 / nótt

6 manns

Bláskógabyggð, Vallarholt 12

F

NÝTT

95,4 m² timburhús. Svefnpláss, sængur og koddar fyrir 9 manns. Svefnherbergi eru fjögur; hjónarúm (160x200) í einu, tvö herbergi eru með kojum (80x200) og einu er stærri neðri koja (120x200) og sú efri (80x200). Svefnsófi í stofu, barnaferðarúm, barnastóll. Stofa og borðstofa, öll helstu eldhústæki. Baðherbergi með sturtu, sjónvarp, útvarp með geisla- og DVD-spilara. Útihúsgögn á verönd og heitur pottur. Barnaleiksvæði á lóðinni. Stutt í alla þjónustu, banka, verslun, veitingastaði, fimm golfvelli, sundlaug og bensínstöð. Leigutími 24. júní–5. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 47.500

Ekki í boði

60 / vikan

9 manns

Vestmannaeyjar, Birkihlíð 4

F

Íbúðin er 93 m² á jarðhæð, miðsvæðis í Vestmannaeyjum. Gisting fyrir fjóra til sex, sængur og koddar fyrir sex. Tveir geta gist í svefnherbergi, tveir í svefnsófa í stofu og síðan fylgja tvær góðar aukadýnur. Gasgrill og þvottavél. Húsið var byggt árið 1976 en íbúðin gerð upp árið 1990. Gæludýr eru ekki leyfð Leigutími 3. júní–19. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.000

kr. 4.500

8 / nótt

4 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga. **Íbúðin er ekki til útleigu á meðan á Þjóðhátíð stendur, dagana 28. júlí til 1. ágúst 2016.

Helstu verkefni stjórnar Orlofssjóðs 2014–2018 • Stjórn Orlofssjóðs KÍ leitast við að hafa hagsýni að leiðarljósi í rekstri sjóðsins. Fram mun fara óháð úttekt á rekstri Orlofssjóðs KÍ til að fylgja eftir markmiði um hagkvæmni í rekstri. • Áfram verður unnið að því að auka fjölbreytni orlofstilboða. Kannaðir verða möguleikar á leigu húsnæðis erlendis. • Stefnt verður að kaupum / byggingu a.m.k. tveggja nýrra húsa í orlofs- byggðinni í Kjarnaskógi við Akureyri. Einnig verður stefnt að kaupum á eignum í orlofshúsabyggðum í öllum landshlutum gefist forsendur til þess, sem og að byggingu þriggja nýrra húsa í stað þriggja gamalla í Ásabyggð við Flúðir (sambærileg húsi nr. 34 í Ásabyggð). • Kynning á starfsemi Orlofssjóðs KÍ skal efld til muna. Fundargerðir Orlofssjóðs KÍ verða aðgengilegar á vef sjóðsins. • Þráðlaus netaðgangur hefur nú verið tryggður í sumarhúsum KÍ á Flúðum og í Kjarnaskógi í gegnum netþjónustu Vodafone gegn vægu gjaldi. Þar með er samþykkt frá 6. þingi KÍ orðin að veruleika. • Hugað verður að viðhaldi á húsunum við Sóleyjargötu og endurnýjun húsgagna.

32

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


Reglur / Þjónusta Reglur Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands (OKÍ) um leigu orlofshúsa og aðra þjónustu Aðild að sjóðnum Allir fullgildir félagsmenn í Kennarasambandi Íslands eru aðilar að sjóðnum. Það á einnig við um félagsmenn í fæðingarorlofi sem greiða félagsgjöld til KÍ.

Reglur um útleigu Reglur um útleigu til sjóðfélaga (félagsmanna) eru einkum með tvennum hætti, þ.e. sumarleiga og vetrarleiga og byggjast á punktakerfi sjóðsins (punktaeign sjóðfélaga). Óheimilt er að leigja öðrum en sjóðfélögum og með öllu er óheimilt að framleigja eða lána leigueiningar Orlofssjóðs til þriðja aðila. Félagsmenn í Félags kennara á eftirlaunum (FKE) eiga ekki lengur punktaeignarforgang til að bóka orlofseignir þegar opnað verður fyrir sumarúthlutanir. Þeir geta því einungis bókað orlofseignir þegar opnað verður fyriralmenna úthlutun sumartímabilsins, fimmtudaginn 7. apríl 2016 kl. 18:00. FKE félögum bjóðast sérstök leigukjör í orlofshúsum OKÍ (Flúðum og Kjarnaskógi) á tímabilinu 20. maí til 3. júní og frá 12. til 26. ágúst. Til að bóka þurfa félagar í FKE að hafa samband við skrifstofu Orlofssjóðs eða senda póst á orlof@ki.is.

Leigutaka ber að greiða leigu við bókun. Kjósi félagsmaður annað greiðslufyrirkomulag þarf hann að hafa samband við skrifstofu Orlofssjóðs eða senda póst á orlof@ki.is.

Þegar upp koma vandamál Ef aðbúnaður á leigðri eign er ekki í samræmi við lýsingu er sjóðfélagi beðinn um að láta strax viðkomandi umsjónarmann vita og á hann þá að leitast við að koma hlutunum í lag. Ef það tekst ekki er sjóðfélagi beðinn um að láta vita á skrifstofu Orlofssjóðs, um leið og hægt er eftir að dvöl lýkur.

Breytingar/ Afbókanir Tilkynna skal allar breytingar og afbókanir skriflega svo fljótt sem auðið er til Orlofssjóðs, netfang: orlof@ki.is. Ath.: Þó breyting sé í upphafi tilkynnt símleiðis, verður skrifleg beiðni að fylgja í kjölfarið.

Veikindi, óveður og aðrar óviðráðanlegar aðstæður

Lágmarkspunktaeign

Leiga er aldrei endurgreidd fyrsta sólarhringinn berist tilkynning um forföll til skrifstofu eftir að leigutími hefst.

Til að geta bókað eða nýtt aðra þjónustu OKÍ þurfa félagsmenn að eiga orlofspunkta. Ef punktaeign fer niður fyrir mínus -23 punkta missa félagsmenn réttinn það árið eða þar til ný orlofspunktaúthlutun hefur átt sér stað (mars ár hvert). Félagsmenn ávinna sér 24 orlofspunkta á ári. Félagsmenn geta ef svo ber undir keypt viðbótarpunkta að hámarki 24 punkta á 365 daga tímabili og er verðgildi hvers punkts kr. 500. Hafa þarf samband við skrifstofu er slíks er óskað. Leiga orlofshúsa eða önnur niðurgreidd þjónusta krefst þess að félagsmenn eigi tiltekinn fjölda punkta. Á vef Orlofssjóðs er að finna gjafabréf í flug, flugmiða innanlands, kort, orlofshús og annað til sölu án punktafrádráttar.

• Ef veikindi eða önnur meiriháttar áföll koma í veg fyrir orlofsdvöl skal tilkynna skrifstofu sjóðsins það skriflega svo fljótt sem kostur er. Í slíkum tilfellum er heimilt að endurgreiða leigugjald gegn framvísun læknisvottorðs og uppfærist þá punktastaða. Ath. OKÍ greiðir ekki fyrir læknisvottorð. Sjá reglur um afbókanir á Orlofsvefnum.

Sumarleiga / Vetrarleiga Sumarleigutímabil er frá byrjun júní til um miðjan ágúst (10–12 vikur). Sumarleiga er með tvennu móti: vikuleiga og flakkaraleiga. Vikuleiga er frá föstudegi til föstudags en Flakkari leigist frá einum upp í sjö sólarhringa á sama stað. Leigutími er frá klukkan 16:00 á fyrsta degi og leigutaka ber að skila leigueign klukkan 12:00 á skiladegi. Vetrartími er frá miðjum ágúst til mánaðarmóta maí/júní. Reglan „Fyrstur kemur, fyrstur fær“ gildir á þessum tíma. Sjóðfélagar sem eiga orlofspunkta geta keypt þjónustu á bókunarvef sjóðsins eða á skrifstofu Orlofssjóðs.

• Ef veður eða aðrar óviðráðanlegar ytri aðstæður svo sem ófærð, aðvaranir lögreglu eða Veðurstofu koma í veg fyrir orlofsdvöl, endurgreiðir sjóðurinn 80% leigugjaldsins og uppfærir punktastöðu. Skrifleg beiðni verður að berast Orlofssjóði á orlof@ki.is, sem og staðfesting opinberra aðila á ófærð. • Ef leigutaki þarf að afpanta eða breyta orlofsdvöl þarf að greiða breytinga- eða skilagjald sem kemur fram í gjaldskrá. Árið 2016 helst sú upphæð óbreytt frá fyrra ári, kr. 2.500 og áskilur stjórn Orlofssjóðs sér rétt til að endurskoða gjaldið árlega. • Sé orlofshúsnæði skilað með meira en tveggja vikna (14 daga) fyrirvara er leigugjald að fullu endurgreitt en skilagjald innheimt. Punktar eru þá bakfærðir að fullu. • Sé orlofshúsnæði skilað innan 14 daga áður en leiga hefst er 75% leigugjalds endurgreidd og punktar bakfærðir að fullu. • Sé orlofshúsnæði skilað innan 7 daga áður en leiga hefst er 50% leigugjalds endurgreidd og punktar bakfærðir að fullu.

Allar viðbótarbókanir teljast nýjar bókanir og greiða verður fyrir þær í samræmi við gjaldskrá.

• Sé orlofshúsnæði skilað innan 48 tíma áður en leiga hefst er 25% leigugjalds endurgreidd og punktar bakfærðir að fullu.

Opnun orlofstímabils er nú tvisvar á ári.

• Sé orlofshúnæði skilað samdægurs þá þarf að greiða fyrstu nóttina að fullu en 25% leigugjald af eftirstöðvum eru endurgreidd. Punktar eru bakfærðir nema fyrir fyrstu nótt.

Síðustu ár hefur verið opnað fyrir leigu orlofseigna með fjögurra mánaða fyrirvara klukkan 18:00 fyrsta virka dag hvers mánaðar. Frá og með hausti 2016 verður sú breyting að opnað verður fyrir leigu orlofseigna tvisvar á ári; fyrir sumartímabil og vetrartímabil. Vetrartímabilið hefst um miðjan ágúst 2016 og er til og með 2. júní 2017. Opnað verður fyrir vetrartímabilið þann 1. júní 2016.

Leigugjald fyrir eignir á vegum Orlofssjóðs

• Þjónusta sem keypt er samhliða leigu, s.s. leiga á líni eða þrif á orlofseign er alltaf endurgreidd að fullu.

Hótel- og flugávísanir Frá og með 8. apríl 2016 geta félagsmenn OKÍ keypt þrjár (3) Icelandair flugávísanir og fimm (5) hótelmiða með punktaafslætti. Sjá nánar á blaðsíðu 8 um afslætti. Hótelmiðar og flugávísanir eru aldrei endurgreiddar.

Leiga er mismunandi eftir eignum og er ákveðin árlega af stjórn Orlofssjóðs.

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

33


Reglur / Þjónusta Umgengni, ábyrgð og skil leigueigna Leigutaka ber að hafa leigusamning við höndina á meðan á dvöl stendur. Leigutaki ber ábyrgð á umgengni við orlofshús, orlofssvæði og aðrar eigur á vegum Orlofssjóðs KÍ eftir almennum reglum skaðabótaréttar og leiguréttar, þ.e. að almennt skulu greiddar skaðabætur sem nema þeim útgjöldum sem tjón bakar Orlofssjóði, ef tjóni er valdið af ásetningi eða gáleysi af félagsmanni eða gesti hans. Leigutaki þarf að sjá um að húsið sé vel þrifið við brottför. Ef frágangi eða annarri umgengni er ábótavant er áskilur OKÍ sér rétt til að innheimta sérstakt gjald fyrir þrif, kr. 15.000. Ef um tjón eða skemmdir á húsbúnaði / eignum OKÍ er að ræða þá er, auk kröfu um greiðslu kostnaðar, heimild til að áminna félagsmann. Honum gefst þó tækifæri á að skýra mál sitt við stjórn OKÍ áður en endanleg áminning verður ákveðin. Ef annað sambærilegt brot er framið innan tveggja (2) ára missir sjóðfélagi rétt til nýtingar á orlofstilboðum næstu fimm (5) ár hafi kostnaður við hvort tjón um sig verið hærri en kr. 25.000. Reikningur fyrir þrifum og/eða skemmdum verður sendur félagsmanni og er gjaldfrestur reiknings 15 dagar. Sé reikningur ekki greiddur innan tiltekins frests verður reikningurinn sendur í innheimtu hjá lögfræðingi með tilheyrandi kostnaði. Reykingar eru með öllu bannaðar í húsnæði Orlofssjóðs.

Gæludýr Óheimilt er að hafa hunda, ketti eða önnur gæludýr í leiguhúsnæði á vegum Orlofssjóðs KÍ nema sérstaklega komi fram í leigusamningi að það sé heimilt. Lausaganga hunda í orlofsbyggðum Orlofssjóðs er bönnuð.

Áhersla er lögð á að félagsmenn virði þessar reglur, ekki síst með það í huga að sýna ofnæmissjúklingum tillitssemi. Óheimilt er að nota tjöld, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna og annan slíkan búnað við orlofshúsin.

Gildistaka Reglur þessar voru samþykktar í stjórn Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands 8. febrúar 2016.

Eftirfarandi eignir eru til leigu allt árið: Flúðir Kjarnaskógur Sóleyjargata Akureyri: Hafnarstræti 81 Hvalfjarðarsveit: Austur- og Háibali (án punkta) Munaðarnes: FOSS Blönduós (án punkta) Akureyri: Lækjartún (án punkta) Laufás, Hallormsstað (án punkta)

ERLENDIS Alicante: Ciudad Real

FJÓRHJÓLAFERÐIR - MATUR - SUND - DANS - EINKASALUR - HELLASKOÐUN - HJÓLAFERÐIR - HÓPEFLI

4x4 adventures iceland / 240 Grindavík / 857-3001 / www.fjör.is

34

FERÐABLAÐ KÍ 2016 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


Ávísun á frábært sumarfrí

ORLOFSÁVÍSANIR GILDA Á ÖLLUM EDDU HÓTELUM

11 HÓTEL ALLAN HRINGINN 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal • 5 Höfn • 6 Neskaupstaður 7 Egilsstaðir • 8 Stórutjarnir • 9 Akureyri • 10 Ísafjörður • 11 Laugar í Sælingsdal

Veitingastaðir á öllum hótelum • Alltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta • Gjafabréf fáanleg

Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000.


Profile for Kennarasamband Íslands

Ferðablað Orlofssjóðs KÍ 2016  

Orlofssjóður KÍ býður félagsmönnum upp á fjölbreytta orlofskosti. Upplýsingar um þá má finna í Ferðablaði Orlofssjóðs.

Ferðablað Orlofssjóðs KÍ 2016  

Orlofssjóður KÍ býður félagsmönnum upp á fjölbreytta orlofskosti. Upplýsingar um þá má finna í Ferðablaði Orlofssjóðs.