__MAIN_TEXT__

Page 1

FERÐABLAÐ Kennarasamband Íslands

SUMAR 2017

UPPLÝSINGAR UM ORLOFSHÚS

GÖNGUFERÐIR

SUMARHÚS ERLENDIS

VEIÐI- OG ÚTILEGUKORT

GJAFABRÉF Í FLUG

REGLUR ORLOFSSJÓÐS

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

1


EFNISYFIRLIT Punktastýrð úthlutun á viku- og flakkaraleigu í sumar . . 4 Afslættir af gistingu og flugi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Stjórn Orlofssjóðs KÍ á fundi í Kennarahúsinu 20. mars 2017.

Fróði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7

Ágætu félagar!

Mínar síður og Frímann . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8

Vorið heilsar okkur senn og til marks um það er þessi vorboði, Ferðablaðið 2017, nú kominn í ykkar hendur. Við leggjum hér fram allt það helsta sem Orlofssjóður býður félagsmönnum þegar kemur að orlofskostum víða um land. Fjöldi orlofshúsa er svipaður og á liðnum árum en þó hefur orðið breyting landshluta á milli. Hús eru horfin af skránni hjá okkur en ný koma sem betur fer alltaf inn. Flest ný hús að þessu sinni eru á Akureyri og Austfjörðum. Þá er ánægjulegt að greina frá því að orlofshúsum erlendis hefur fjölgað um eitt. Þau eru nú fjögur á Spáni og eitt á Englandi. Húsin ytra hafa notið mikilla vinsælda og verður vafalaust svo áfram. Orlofshúsum, þar sem dýrahald er leyft, hefur hins vegar fækkað frá fyrra ári. Því miður gengur erfiðlega að fá slík hús á skrá um þessar mundir. Happdrætti fyrir nýja og nýlega félagsmenn verður áfram. Veiði- og Útilegukort verða áfram niðurgreidd en Golfkortið er dottið út. Ég hvet ykkur einnig til að kynna ykkur aðra spennandi kosti, svo sem hótelávísanir, niðurgreiðslu á gönguferðum innanlands og sérkjör í innanlandsflugi. Þá er vert að nefna að frá og með næsta hausti ætlum við að bjóða sérkjör til félaga í FKE sem felst í punktalausri vetrarleigu í miðri viku sé bókað með vikufyrirvara. Úthlutanir verða með þrennum hætti að þessu sinni. Sumarúthlutun í húsin á Spáni og Englandi hófst 30. janúar síðastliðinn. Hefðbundin úthlutun fyrir sumarúthlutun í orlofshús innanlands hefst dagana 3. til 6. apríl. Vetrarleigan verður sett fram í tveimur hlutum; 29. maí verður hægt að bóka hús frá hausti og fram yfir áramót. Þann 1. september verður svo hægt að bóka eignir frá áramótum 2017–2018 og fram að sumartímabilinu.

Orlofshús erlendis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Höfuðborgarsvæðið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Kjarnabyggð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 Flúðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Vesturland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Vesturland / Vestfirðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Norðurland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Norðurland / Austurland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 Austurland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Suðurland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 Reglur / þjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32

Lýsingar á orlofshúsum, búnaði þeirra og ljósmyndir eru á Orlofsvef KÍ www.ki.is

Að lokum minni ég ykkur á að heimsækja Orlofsvefinn en þar birtast nýjar fréttir og upplýsingar eftir því sem við á. Stjórn Orlofssjóðs KÍ sendir félagsmönnum og fjölskyldum þeirra óskir um sólríkt og skemmtilegt sumar. Elís Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Orlofssjóðs KÍ.

Stjórn Orlofssjóðs KÍ skipa Elís Þór Sigurðsson (FG), Sigríður Óladóttir (FF), Íris Guðrún Sigurðardóttir (FL), Þórarinn Ingólfsson (FS), Valborg Hlín Guðlaugsdóttir (FSL), Ólöf Inga Andrésdóttir (SÍ) og Þórarinn Sigurbergsson (FT).

FERÐABLAÐ KÍ Ábyrgðarmaður: Elís Þór Sigurðsson. Ritstjóri: Arndís Þorgeirsdóttir. Efnisöflun: Ólöf S. Björnsdóttir og Elísabet Anna Vignir. Forsíðumynd: Herdís Kristinsdóttir. Hönnun og prentun: Oddi - Umhverfisvottuð prentsmiðja. Orlofssjóður KÍ, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík - S: 595 1111.

2

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


Punktastýrð úthlutun á vikuleigu og flakkaraleigu í sumar REGLUR UM ÚTHLUTUN OG PUNKTAKERFI

Flakkarahús

Úthlutun sumarhúsa fer eftir orlofspunktaeign félaga. Á hverju tímabili gildir reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“. Hún felur í sér að þeir félagsmenn sem eiga flesta punkta geta fyrstir byrjað að bóka leigu á Orlofsvefnum (sjá hér að neðan). Frá og með 6. apríl geta allir félagsmenn sem eiga allt að mínus 23 punktum bókað það orlofshúsnæði sem er laust á Orlofsvefnum.

Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er veittur 50% afsláttur. Sólarhringsleiga er frá klukkan 16 á komudegi og til klukkan 12 á brottfarardegi. Athugið að ekki er veittur afsláttur á „rauðum dögum“ eða almennum hátíðisdögum.

Orlofsvefurinn er stilltur þannig að einungis þeir sem eiga tilskilinn fjölda orlofspunkta komast inn á sumartímabilið 2. júní – 25. ágúst til að bóka á neðangreindum dagsetningum. Félagsmenn í Félagi kennara á eftirlaunum (FKE) eiga ekki lengur punktaeignarforgang til að bóka orlofseignir þegar opnað verður fyrir sumarúthlutanir. Þeir geta því einungis bókað orlofseignir þegar opnað verður fyrir almenna úthlutun sumartímabilsins, fimmtudaginn 6. apríl 2017 kl. 18:00.

Rauðir dagar eru nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, laugardagur fyrir páska, páskadagur, annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar í hvítasunnu, 17. júní, frídagur verslunarmanna, aðfangadagur, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur. Allar viðbótarbókanir (viðbótarnætur) teljast nýjar bókanir og greiða verður fyrir þær í samræmi við gjaldskrá. Allar breytingar og afbókanir skulu tilkynnast skriflega á netfangið á orlof@ki.is.

Lengri dvalartími á sunnudögum að vetri

PUNKTAÚTHLUTUN SUMARÚTHLUTUN 2017 Erlendis – sumarhús á Spáni og Englandi • 30. janúar (mánudagur) kl. 18.00.

Innanlands – Vikuleiga og flakkari

Heimilt verður að dvelja í orlofshúsum á Flúðum og í Kjarnaskógi til kl. 17 á sunnudögum. Óski félagsmaður eftir að dvelja lengur en til kl. 17 á sunnudegi þarf hann að hafa samband við skrifstofu Orlofssjóðs fyrirfram. Þetta gildir á vetrartíma 2017-2018.

• 3. apríl (mánudagur) kl. 18.00. Þeir sem eiga 300 punkta eða fleiri. • 4 apríl (þriðjudagur) kl. 18.00. Þeir sem eiga 100 punkta eða fleiri. • 5. apríl (miðvikudagur) kl. 18.00. Þeir sem eiga 1 punkt eða fleiri. • 6. apríl (fimmtudagur) kl. 18.00. Þeir sem eiga enga punkta og allt að mínus 23 punktum. Ef orlofshús er laust gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Félagsmenn í FKE geta einnig bókað á þessum tíma. Mánudaginn 29. maí 2017 verður sumum húsum sem verða ekki komin í leigu breytt í flakkara og standa þá öllum þeim félagsmönnum til boða sem hafa réttindi til að bóka eign. Punktakerfi KÍ byggist á því að félagsmenn fá tuttugu og fjóra punkta (24) fyrir hvert unnið ár, tvo punkta fyrir hvern mánuð. Við hverja bókun eru punktar dregnir frá heildarpunktaeign félagsmanns; allt frá tveimur punktum fyrir ýmsa afsláttarmiða til rúmlega sextíu punkta fyrir bókun á dýrasta stað að sumri. Fjöldatakmarkanir á leigueiningum og 96 punkta þak voru afnumin sumarið 2016. Félagsmenn hafa því heimildir til að bóka á meðan þeir eiga næga punkta.

Nýir félagsmenn

Happdrætti um sumarhús á Flúðum, Ásabyggð Til að koma til móts við nýja félagsmenn KÍ, sem hafa starfað í fjögur ár eða skemur, verður efnt til happdrættis þar sem tvö hús, 40 og 41 í Ásabyggð, verða frátekin yfir sumartímabilið. Húsin eru leigð í vikuleigu, án punktafrádráttar, frá föstudegi til föstudags. Orlofssjóður sendir félagsmönnum tölvupóst með nánari upplýsingum.

BÓKUNARVEFUR ORLOFSSJÓÐS Hægt er að skoða hvað er laust til bókunar án innskráningar á bókunarvef. Aðgangur að bókunarvef fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli. Ef þú hefur gleymt eða glatað lyklinum þínum getur þú sótt um nýjan á innskráningarsíðunni og fengið hann sendan í heimabanka eða í pósti á lögheimili.

4

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


N M 74 8 0 7 ENNEMM / SÍA /

VIÐ TÓKUM ÁKVÖRÐUN: AÐ VEITA BESTU BANKAÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI ... ... svo þú eigir auðveldara með að taka þínar ákvarðanir Sumar ákvarðanir um fjármál eru hversdagslegar, aðrar með þeim mikilvægustu á lífsleiðinni. Okkar hlutverk er að veita þér bestu ráðgjöf, fræðslu og þjónustu sem völ er á til að auðvelda þér að taka þínar ákvarðanir. Við tökum vel á móti þér í næsta útibúi og á islandsbanki.is

Bank of the Year 2014, 2016

2013-2016


Afslættir af gistingu og flugi HÓTELGISTING INNANLANDS OG UTAN

VEIÐI- OG ÚTILEGUKORT

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér þau hótel sem eru í boði sumarið 2017 á Orlofsvef KÍ. Hver félagsmaður á kost á að kaupa fjóra hótelmiða með afslætti á hverju orlofsári á bókunarvef KÍ. Þessi hótel eru í boði; Hótel Edda, Fosshótel, Hótel Keflavík, Hótel KEA, Hótel Norðurland, Heydalir, Hótel Vestmannaeyjar og fleiri.

Orlofssjóður niðurgreiðir Veiðikortið og Útilegukortið. Fullt verð á Útilegukorti er 18.900 kr. en verð til félagsmanna er 12.200 kr. með sendingarkostnaði og 8 punkta frádrætti.

GJAFABRÉF Í FLUG ICELANDAIR

GÖNGUFERÐIR INNANLANDS

Hver félagsmaður á kost á að kaupa þrjú gjafabréf í flug á 365 daga tímabili. Gjafabréf með Icelandair kostar kr. 24.000 / 6 pt. og er að andvirði kr. 30.000. Einnig stendur félagsmönnum til boða að kaupa allt að tíu gjafabréf Icelandair á kostnaðarverði kr. 27.000 (án punktafrádráttar). Félagsmenn geta kannað stöðu gjafabréfa Icelandair (gildistíma og upphæð) á slóðinni: http://www.icelandair.is/flights/ book-gift-certificate/gift-certificate-status/

Félagsmenn kaupa gönguferðir hjá viðurkenndum ferðaþjónustu-/ útivistaraðila og framvísa síðan greiðslukvittun ásamt staðfestingu á greiðslu á skrifstofu Orlofssjóðs eða senda í tölvupósti á orlof@ki.is. Allt að 15% af kostnaðarverði ferðar eru endurgreidd, þó að hámarki 7.500 kr./15 pt. fyrir hverja ferð. Gildir einungis fyrir félagsmenn.

GJAFABRÉF Í FLUG INNANLANDS Orlofssjóður niðurgreiðir ekki gjafabréf flugfélaga innanlands en félagsmenn njóta þess í stað sama afsláttar og Orlofssjóður. Gjafabréf með Flugfélagi Íslands kostar kr. 6.750 og er að andvirði kr. 7.500. Flugfélagið Ernir býður upp á fjórar flugleiðir til og frá Reykjavík; Vestmannaeyjar, Höfn í Hornafirði, Húsavík og Bíldudal og geta félagsmenn keypt flugávísanir á því afsláttarverði sem býðst Orlofssjóði hverju sinni. Engar fjöldatakmarkanir eru á þessum flugávísunum en vert er að taka fram að þær gilda einvörðungu fyrir félagsmenn KÍ, ekki maka þeirra eða börn. Þá eru takmarkanir á notkun flugávísana sem greint er frá á Orlofsvefnum.

Fullt verð á Veiðikortinu er 6.900 kr. en verð til félagsmanna er 4.125 kr. og 3 punktar. Golfkortið verður ekki í boði sumarið 2017.

GÖNGUM ÁVALLT VEL UM! Mikilvægt er að skilja vel við orlofshúsið. Við brottför skal þrífa húsið vel og gæta þess að hver hlutur sé á sínum stað. Þetta á við um öll orlofshús, hvort sem gist er eina nótt eða lengur. Því miður hafa verið brögð að því að húsum er ekki skilað í viðunandi ástandi. Orlofssjóður hvetur félagsmenn til að ganga vel um húsin og vanda frágang þegar þeim er skilað. Verði vanhöld á þrif­um getur það varðað sektum/áminningu. Sjá nánar í reglum Orlofssjóðs aftast í blaðinu og á Orlofsvefnum.

Athugið: Reykingar eru bannaðar í öllum orlofshúsum KÍ og dýrahald bannað nema annað sé tekið fram. Lausaganga hunda er bönnuð í orlofs­byggðum. Munið að rúmföt eru ekki til staðar í orlofshúsum og –íbúðum KÍ.

Tristan Máni Gunnarsson léttur á sér í sumarleyfinu. Myndina tók Hafrún Halla Ingvarsdóttir leikskólakennari, móðir Tristans, á Suðureyri við Súgandafjörð síðasta sumar. Myndin lenti í 2.–3 sæti í samkeppninni um forsíðu Ferðablaðsins 2017.

6

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


RÁÐSTEFNUR, FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR Í FRÓÐA

Ráðstefnu- og fundarsalur Orlofssjóðs KÍ er staðsettur í Heiðarbyggð á Flúðum, nánar tilekið á neðri hæð húss númer 2. Salurinn er hlýlegur og bjartur og tekur 60-70 manns í sæti. Hann er búinn öllum helsta búnaði fyrir ráðstefnur, fundi og mannfagnaði. Gott eldhús er í salnum og borðbúnaður fyrir 100 manns. Þrif eru innifalin í leiguverði. Orlofssjóður hefur lækkað leiguverð á Fróða og félagsmenn eru hvattir til að kynna sér málið á Orlofsvefnum. Þeir sem hyggjast leigja Fróða eru beðnir um að hafa samband við Orlofssjóð í Kennarahúsinu eða senda póst á orlof@ki.is.

Hægt er að greiða fyrir þjónustu OKÍ með millifærslu. Félagsmaður þarf fyrst að hafa samband við skrifstofu KÍ. Millifæra skal á eftirfarandi reikning: 0516-26-14000, kt. 701090-1879. Senda skal rafræna kvittun á orlof@ki.is.

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

7


ORLOFSHÚS Á

MÍNAR SÍÐUR OG FRÍMANN Bókunarvefur Orlofssjóðs KÍ

Ísafjörður

Súðavík Strandir Bær III

Bolungarvík

SVONA FERÐ ÞÚ INN Á ORLOFSVEFINN

Blönduós

Önundarfjörður

Þú smellir á táknið ORLOFSVEFUR á heimasíðu KÍ www.ki.is þá opnast ný síða fyrir „Frímann“ orlofsbókunarkerfi OKÍ. Farið upp í hægra horn og smellið þar í INNSKRÁNING . Innskráningarsíða / nýr gluggi: „island.is“ með tveimur reitum opnast. Annar reiturinn biður um kennitölu félagsmanns og Íslykil fyrir innskráningu eða rafræn skilríki. Ef Íslykil vantar þá er hægt að sækja um nýjan með því að smella á „Smelltu hér til að panta Íslykil“. Ath.: Aðstoð vegna Íslykils veitir Þjóðskrá Íslands, sími: 515 5300, netfang: island@island.is. Eftir innskráningu opnast „Síðan þín“ hjá Kennarasambandi Íslands með fjórum valflipum; Tilkynningar, Orlofssjóður, Endurmenntunarsjóður og Sjúkrasjóður birtist. Þú smellir á Orlofssjóð og þá ertu komin/n inn á bókunarvef Orlofssjóðs KÍ. Þar blasir við kort af Íslandi sem er gagnvirkt og fyrir ofan það er stika með valmyndunum: ORLOFSKOSTIR, LAUS TÍMABIL, MIÐAR, AFSLÁTTUR, UPPLÝSINGAR og SÍÐAN MÍN. Eftirleikurinn er einfaldur og auðvelt að finna allar upplýsingar um leigu orlofshúsa, hótelávísanir, flugávísanir og kort.

Barðaströnd Búðardalur Stykkishólmur

Skorradalur Svínadalur Hvalfjarðarströnd

Reykjavík

HVAÐ MERKIR TÁKNIÐ? F

FLAKKARI

V

VIKULEIGA

Bláskógabyggð Brekkuskógur

HEITAVATNSPOTTUR RAFMAGNSPOTTUR GÆLUDÝR LEYFÐ

8

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

F


VEGUM KÍ SUMARIÐ 2017 Hörgárdalur Siglufjörður Hólar

Kjarnabyggð

Akureyri Hrísey

Bárðardalur

Raufarhöfn

Fnjóskadalur Þingeyjarsveit

Egilsstaðir

Skógargerði / Litlihagi

Mjóifjörður Neskaupstaður Hallormsstaður Úlfsstaðaskógur Eyjólfsstaðaskógur Einarsstaðaskógur Múlastekkur

Höfn

Bjarnanes

Kirkjubæjarklaustur

Kirkjubæjarklaustur

Flúðir Vestmannaeyjar

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

9


SPÁNN CIUDAD QUESADA Fallegt 89 m2 einbýlishús í Ciudad Quesada, skammt frá Alicante. Þrjú svefnhergi eru í húsinu og tvö baðherbergi. Gisting fyrir sex í rúmum; tvö herbergi með tvíbreiðum rúmum og eitt herbergi með tveimur einbreiðum rúmum. Tveggja manna svefnsófi í stofu, barnaferðarúm og barnastóll. Eldhús, borðstofa og sjónvarpsaðstaða (lítil stofa) eru í opnu rými. Einkasundlaug og stór sólbaðsverönd (89 m2) er á þakinu með góðu útsýni. Þar er hægt að grilla og borða. Matvöruverslanir og veitingastaðir eru í nágrenninu, stór verslunarmiðstöð í 20 til 30 mínútna akstursfjarlægð. Tíu mínútna akstur á góða strönd en fleiri en ein strönd er í nágrenninu, Marquesa-golfvöllurinn er í 5 mínútna akstursfjarlægð. Það tekur um 40 mínútur að aka frá flugvellinum í Alicante að húsinu. Leigutímabil 10. júní til 1. júlí & 29. júlí til 12. ágúst 2017.

CALLE CANARIAS NÝTT

Húsið, sem er raðhús á þremur hæðum, er staðsett í Alicante, um 10 mínútna akstur frá flugvellinum (11 km). Kjallari með einu svefnherbergi með hjónarúmi og sjónvarpsholi. Í sjónvarpsholinu er svefnsófi sem gæti hentað börnum/unglingum. Á fyrstu hæð er eldhús, stofa, borðstofa og bað með baðkari/sturtu sem og þvottahús með þvottvél. Á annarri hæð eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og hitt með tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að setja saman og baðherbergi (sturta). Gengið er út á litlar svalir úr báðum svefnherbergjum. Af annarri hæð er stigi upp á þak. Fjöldi í gistingu 6 fullorðnir og ef til vill 2 börn. Öll helstu eldhústæki eru á staðnum. Borðbúnaður fyrir 8 manns. Sjónvarp, útvarp og DVD-spilari. Við inngang í húsið er lítill garður með garðhúsgögnum en einnig er sólgarður á þaki með fjórum sólstólum og ísskáp. Stutt er í sundlaug hverfisins. Leigutímabil 10. júní til 12. ágúst 2017.

CALLE CIUDAD REAL 90 m2 íbúð á tveimur hæðum, nálægt Alicante á Spáni. Gisting fyrir sex; sængur og koddar fyrir sex. Þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, sameiginlegt stofurými og eldhús. Tvíbreitt rúm er í einu svefnherbergjanna, tvö einbreið í hvoru hinna. Öll helstu eldhústæki, þvottavél. Tekkborð og fjórir tekkstólar á verönd. Húsið er í Rojales (póstnúmer 03170) í um það bil 8 kílómetra fjarlægð frá Torrevieja og í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante. Tveggja akreina vegur liggur að verslunarmiðstöðvum Carrefour og Habaneras í Torrevieja. Um 1 kílómetri er niður að hafnarsvæðinu í Torrevieja og göngugötunni meðfram ströndinni þar sem er fjöldi verslana og veitingahúsa. Upplýsingar um lín- og þrifgjald er að finna á Orlofsvefnum. Leigutímabil: 10. júní til 19. ágúst 2017.

10

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


SPÁNN / ENGLAND LA TORRE Björt og falleg 83 m2 íbúð á efstu hæð í 3 hæða lyftuhúsi. Tvö svefnherbergi með 2 einbreiðum rúmum í hvoru herbergi, útgengt á svalir úr báðum herbergjum. Sjónvarp í öðru herberginu. Vel búið eldhús. Stofa og borðstofa í einu rými, þaðan er gengið út á verönd með sólbekkjum og útihúsgögnum. Flatskjár í stofu með evrópskum sjónvarpsstöðvum. Wifi innifalið. Baðherbergi með baðkari og sturtu. Loftkæling. Sundlaug í garðinum. Íbúðin er staðsett við La Torre golfvallarsvæðið, um klukkutíma akstur frá Alicante.

NÝTT

Á svæðinu eru sundlaugar, barnaleiksvæði, verslanir, veitingahús og barir, sem og 18 holu golfvöllur, hannaður af Jack Nicklaus. Svæðið er afgirt og lokað utanaðkomandi. Í nágrenninu: Margir golfvellir eru örstutt frá íbúðinni. Þá tekur fimm mínútur keyra í næsta bæ, Roldan, 15 mínútur á strönd, 25 mínútur til Murcia og 30 mínútur til Cartagena. Leigutímabil 10. júní til 29. júlí 2017.

BOURNEMOUTH – ENGLAND Snotur 75 m2 íbúð í fjölbýlishús í miðbæ Bournemouth á Suður-Englandi. Húsið stendur við Meyrick Park, 18 holu golfvöll, og Bournemouth Gardens, margverðlaunaða garða sem liggja niður að strönd. Tvö svefnherbergi, hjónarúm í öðru og tvö einstaklingsrúm í hinu. Glænýr svefnsófi, sem tveir geta sofið í, er í stofu. Öll helstu eldhúsáhöld, gaseldavél, borðbúnaður, þvottavél og þurrkari. Í stofu er jafnframt Lazyboy-stóll og nýtt flatsjónvarp. Tvö salerni og baðkar í öðru þeirra. Úr stofu er gengið út á svalir sem snúa í suður, með útsýni yfir fallegan garð. Stutt í alla þjónustu, golfvöllur í einnar mínútu fjarlægð, og ein fallegasta strönd Englands í um 15 mínútna göngufæri. Leigutímabil 3. júní til 29. júlí 2017.

Hús Ciudad Quesada Calle Canarias Ciudad Real La Torre Bournemouth

Eign Einbýlishús Raðhús Raðhús Íbúð Íbúð

Vikuleiga kr. 70.000* kr. 55.000* kr. 55.000* kr. 43.000* kr. 55.000*

Punktar

Svefnpláss

50 35 35 30 30

8 manns 6 manns 6 manns 4 manns 6 manns

*Gjald fyrir þrif og lín er innheimt sérstaklega. Sjá Orlofsvef KÍ. Athugið! Laugardagar eru skiptidagar á öllum eignum erlendis.

Breytingar á endurgreiðslu og fyrirkomulagi flakkara Stjórn Orlofssjóðs hefur gert breytingar á reglum er varða afbókun á orlofshúsnæði. Sé orlofshúsnæði skilað á bilinu 14 – 8 dögum áður en leiga hefst fæst 75 prósent leigugjaldins endurgreitt. Þá eru punktar bakfærðir að fullu. Fari svo að félagmaður „skili“ eign þegar á bilinu 7 til 3 dagar er í upphaf leigutöku fæst fjórðungur, 25 prósent, leigugjaldsins endurgreitt. Punktarnir eru jafnframt bakfærðir. Of seint er að „skila“ orlofshúsnæði þegar þrír dagar (72 klukkustundir) eða skemur er í upphaf leigutöku. Þá þarf félagsmaður að greiða fulla leigu auk punkta.

Þá hefur fyrirkomulagi á „flakkara“ verið breytt á þann veg í orlofshúsum, sem eru í eigu OKÍ, (Flúðir og Kjarnaskógur) að þar verður helgin bundin frá föstudegi til sunnudags. Þetta þýðir að ekki gefst kostur á að leigja stakan föstudag eða laugardag. Flakkari í öllum eignum sumarið 2017 er hins vegar almennt í boði frá tveimur sólarhringum (lágmarksleiga tvær nætur) og upp í sjö sólarhringa á sama stað. Ef stakar nætur verða eftir í eignum þá verða þær opnaðar fyrir bókun 29. maí 2017.

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

11


HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

SÓLEYJARGATA 25

SÓLEYJARGATA 33

Sóleyjargata 25 er orlofshús í miðbæ Reykjavíkur, á horni Sóleyjargötu og Njarðargötu (inngangur frá Fjólugötu). Í húsinu eru sex íbúðir. Ein þriggja herbergja 63 m² íbúð með svefnaðstöðu fyrir sex, þar af fyrir tvo í svefnsófa í stofu. Tvær tveggja herbergja 48–55 m² íbúðir með hjónaherbergi og svefnplássi fyrir tvo í svefnsófa í stofu. Þrjár 34 og 46 m² stúdíóíbúðir með svefnaðstöðu fyrir fjóra, þar af fyrir tvo í svefnsófa í stofu. Nettengd tölva og þráðlaust netsamband er í húsinu. Lín fylgir ekki lengur íbúðum/herbergjum. Gestir geta komið með eigið lín; sængurföt, handklæði, diskaþurrkur eða pantað slíkt við bókun gegn 1.500 króna greiðslu á mann. Lín þarf að panta með 24 klst. fyrirvara. Allt árið er hægt að panta þrif að lokinni dvöl með því að haka við í reit fyrir þrif þegar bókað er.

Sóleyjargata 33 er orlofshús með fjórum íbúðum og fimm herbergjum. Stærri íbúðirnar eru 55 m² með svefnaðstöðu fyrir tvo fullorðna og tvo í svefnsófa auk barnarúms. Stúdíóíbúðirnar eru 30 og 35 m² með svefnaðstöðu fyrir tvo fullorðna og tvo í svefnsófa. Að auki eru tvö eins manns herbergi með sturtu og salerni; tvö tveggja manna herbergi, annað með sturtu og salerni; og eitt fjögurra manna herbergi. Í kjallara er setustofa, eldhús, bað og salerni fyrir gesti sem dvelja í herbergjum. Nettengd tölva og þráðlaust netsamband er í húsinu. Lín fylgir ekki lengur íbúðum/herbergjum. Gestir geta komið með eigið lín; sængurföt, handklæði, diskaþurrkur eða pantað slíkt með sólarhringsfyrirvara gegn 1.500 króna greiðslu á mann. Allt árið er hægt að panta þrif að lokinni dvöl með því að haka við í reit fyrir þrif þegar bókað er.

29. maí 2017 verður opnað fyrir bókanir á tímabilinu 25. ágúst 2017 til 8. janúar 2018

Unnið verður að viðhaldi á Sóleyjargötu 25 í sumar og gætu gestir fundið fyrir ónæði vegna þess.

Stutt er í alla þjónustu, miðborgin innan seilingar. BSÍ er í göngufæri og strætisvagnar stoppa skammt frá. Verðskrá sumar 2017 – gildir frá 9. júní til 25. ágúst 2017 Sóleyjargata 25 & 33 – 10 íbúðir & 5 herbergi Aukanótt 2 umfram (2)*** 1 nótt nætur

3 nætur

4 nætur

5 nætur

6 nætur

7 nætur

Stór íbúð: Sól 25 nr. 4 - 3ja herbergja

5.400

10.800 21.600 27.000 32.400 37.800 43.200 48.600

5

35

Stór íbúð: Sól 33 nr. 103, 202 – Sól 25 nr. 6, 5 – 2ja herb.

4.800

9.600

19.200 24.000 28.800 33.600 38.400 43.200

5

35

Lítil íbúð: Sól 33 nr. 102, 201 – Sól 25 nr. 1, 2, 3 - stúdíóíb.

4.250

8.500

17.000 21.250 25.500 29.750 34.000 38.250

4

28

Herbergi m/baði: Sól 33: nr. 101, K1, K2*

3.000

6.000

12.000 15.000 18.000 21.000 24.000 27.000

3

21

Herbergi með sameiginlegu baðherbergi: Sól 33 nr. K3, K4**

2.700

5.400

10.800 13.500 16.200 18.900 21.600 24.300

3

21

Ath.: Fullt verð gildir á hátíðisdögum og rauðum dögum. *K1 og nr. 101 eru eins manns herbergi, K2 er tveggja manna herbergi. - ** K3 er þriggja manna og K4 er tveggja manna. - *** Fyrstu tvær næturnar eru á fullu verði.

12

P. á dag Vikup.

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


AKUREYRI – KJARNABYGGÐ

KJARNABYGGÐ VIÐ KJARNASKÓG Kjarnabyggð við Kjarnaskóg er 3,5 km sunnan Akureyrar, beint upp af flugvellinum. Þar á Kennarasamband Íslands fjögur orlofshús, öll þriggja herbergja. Hús nr. 4 og 12 eru 55m2, með einu tveggja manna herbergi og tveimur herbergjum með kojum. Hús nr. 5 og 7 eru 70 m2, með einu tveggja manna herbergi, einu fjögurra manna herbergi (tvíbreitt rúm og kojur) og því þriðja með kojum.

Afhending lykla í Kjarnabyggð er nú í höndum Securitas og er fyrirkomulagið kynnt í leigusamningi. Securitas býður upp á þrif og kosta þau kr. 12.300.

GÆLUDÝR ERU VELKOMIN Í ÞESSI ORLOFSHÚS Sumarleigutími 9. júní til 25. ágúst Hús nr. 4 og 5 verða í vikuleigu – Hús 12 og 7 leigð sem flakkarar. Vikuleiga

Verð á viku

Punktar

Svefnpláss

Hús 4 – 55 m2

kr. 36.000

45 / vikan

6–8 manns

Hús 5 – 70 m

kr. 43.300

60 / vikan

6–8 manns

2

Flakkaraleiga*

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Hús 12 – 55 m2

kr. 9.600

kr. 4.800

7 / nótt

6–8 manns

Hús 7 – 70 m

kr. 10.800

kr. 5.400

8 / nótt

6–8 manns

2

Ásabyggð, Flúðum, hús 35 & 36 Austurbali, Hvalfjarðarströnd. Eitt gæludýr Indriðastaðir 20, Skorradal Tröð, Bolungarvík Steðji, Hörgárdal Víkurbraut, Raufarhöfn Laufás, Hallormsstað Eyjólfsstaðaskógur Mjóifjörður

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

13


FLÚÐIR – ÁSABYGGÐ

ÁSABYGGÐ Alls eru þrettán orlofshús í Ásabyggð við Flúðir í Hrunamannahreppi í eigu Kennarasambandsins. Stærð húsanna er frá 53 m² til 83 m². Flest húsanna eru 53 m² en nýrri húsin (nr. 32, 33) eru 74 m² og eru með tveimur hjónaherbergjum og einu kojuherbergi. Í hinum húsunum eru þrjú svefnherbergi; eitt með hjónarúmi og tvö með kojum. Sængur og koddar eru fyrir sex. Hús nr. 44 er 62 m² og er sérstaklega hannað fyrir fatlaða. Barnarúm og barnastólar eru í öllum húsunum. Lágmarksleiga er tvær nætur, fullt verð gildir á „rauðum“ hátíðisdögum. Í tveimur húsanna, nr. 35 og nr. 36, er leyfilegt að hafa gæludýr. Sumarleigutími 9. júní til 25. ágúst Vikuleiga

Verð á viku

Punktar

Svefnpláss

Hús 36, 38, 43 – 53 m

kr. 36.000

45 / vikan

6 manns

Hús 32, 33 – 74 m2

kr. 43.300

60 / vikan

8 manns

2

Flakkaraleiga*

Verð á dag

Aukadagur

Punktar Svefnpláss

Hús 35, 40, 41, 42 – 53 m2 44 – 62 m2 f. fatlaða

kr. 9.600

kr. 4.800

7 / nótt

6 manns

Hús 34 – 83 m2

kr. 10.800

kr. 5.400

8 / nótt

8 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

14

Félagsmenn sem dvelja í sumarhúsum KÍ á Flúðum og í Kjarnaskógi geta nú tengst netinu í gegnum netþjónustu Vodafone gegn vægu gjaldi. Upplýsingar er að finna í hverju húsi.

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


FLÚÐIR – HEIÐARBYGGÐ

HEIÐARBYGGÐ

FLÚÐIR, HEIÐARBYGGÐ 14, HÁTORFA

Kennarasamband Íslands á þrettán orlofshús í Heiðarbyggð í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi. Hús nr. 1, 3, 5, 7, 9 og 11 eru 87 m² en hús nr. 2, 4, 6, 8, 10 og 12 eru 99 m². Í eldri húsunum, þeim sem eru með oddatölu, eru þrjú svefnherbergi en í nýrri húsunum eru fjögur svefnherbergi, tvö með hjónarúmi auk barnarúms og ýmist eitt eða tvö herbergi með kojum. Sængur og koddar eru fyrir átta. Barnarúm og barnastólar eru í öllum húsunum. Sameiginlegt leiksvæði fyrir yngri börn er við hús nr. 3 og 14. Við hús nr. 9 er einnig leikvöllur og körfuboltavöllur. Lágmarksleiga er tvær nætur, fullt verð gildir á „rauðum“ hátíðisdögum.

Húsið er 63 m² með 29 m² gestahúsi, en alls er þar gisting fyrir 8 manns. Í húsinu eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og hitt með kojum, með gistingu fyrir fjóra. Í gestahúsi eru hjónarúm og svefnsófi með gistingu fyrir fjóra. Sængur og koddar eru fyrir átta. Stór og góður leikvöllur er við húsið.

Sumarleigutími 9. júní til 25. ágúst Vikuleiga

Verð á viku

Punktar

Svefnpláss

Hús 1, 3, 5 – 87 m

kr. 36.000

45 / vikan

8 manns

Hús 4, 6 – 99 m2

kr. 43.300

60 / vikan

8 manns

2

Flakkaraleiga*

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Hús 7, 9, 11 – 87 m2

kr. 9.600

kr. 4.800

7 / nótt

8 manns

Hús 2, 8, 10, 12 – 99 m2 Hús 14 – 63m2 + 29 m2

kr. 10.800

kr. 5.400

8 / nótt

8 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Viðbótarbókun, ef fólk lengir dvöl, telst ný bókun og er innheimt samkvæmt gjaldskrá.

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

15


VESTURLAND HVALFJARÐARSTRÖND, EYSTRA-MIÐFELL, AUSTURBALI

V

Bústaðurinn er 50 m². Í honum er stofa með tvíbreiðum svefnsófa og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö, bæði með tvíbreiðu rúmi. Á svefnlofti eru þrjár aukadýnur. Sængur og koddar eru fyrir átta. Sólpallur er við húsið og heitur pottur ásamt gasgrilli. Hægt er að leigja rúmfatnað og fá þrif gegn gjaldi hjá umsjónarmanni. Bústaðurinn er í landi Eystra-Miðfells og þaðan er fallegt útsýni yfir Hvalfjörð. Stutt er í sundlaug að Hlöðum, góðar gönguleiðir, golfvöllur í næsta nágrenni og veiði í vötnunum í Svínadal. Eitt gæludýr leyft. Leigutími 9. júní–11. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 36.000

Á ekki við

45 / vikan

6 manns

HVALFJARÐARSTRÖND, EYSTRA-MIÐFELL, HÁIBALI

V

Bústaðurinn er 60 m² og í honum er stofa með tvíbreiðum svefnsófa og sjónvarpi. Svefnherbergi eru tvö, bæði með tvíbreiðu rúmi og koju. Sængur og koddar eru fyrir átta. Hægt er að leigja rúmfatnað og fá þrif gegn gjaldi hjá umsjónarmanni. Sólpallur er við húsið með heitum potti ásamt gasgrilli. Bústaðurinn er í landi EystraMiðfells og þaðan er fallegt útsýni yfir Hvalfjörð. Stutt er í sundlaug að Hlöðum. Góðar gönguleiðir, golfvöllur í næsta nágrenni og veiði í vötnunum í Svínadal. Leigutími 9. júní–11. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 41.000

Á ekki við

50 / vikan

8 manns

V

SVÍNADALUR, MIÐÁS 9

60 m² timburhús ásamt 6 m² geymslu. Svefnherbergi eru tvö, sængur og koddar fyrir sex; hjónarúm (160x200) í öðru svefnherberginu og svefnsófi (110x190) í hinu svefnherberginu. Stór svefnsófi er í stofu, barnaferðarúm og barnastóll. Stofa og eldhús eru í sama rými, öll helstu eldhústæki og borðbúnaður fyrir 12 manns. Sjónvarp, heimabíó, DVD-spilari, útvarp og vagga fyrir IPod. Útihúsgögn, gasgrill og rafmagnspottur. Næsta verslun er Ferstikla, í 8 km fjarlægð, og sundlaug að Hlöðum. Náttúrulegur birkiskógur og fjallasýn af verönd. Veiði í vötnunum í Svínadal. Leigutími 16. júní–11. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 45.000

Á ekki við

63 / vikan

6 manns

SKORRADALUR, DRAGAVEGUR 14 DJÚPILÆKUR

F

Bústaðurinn er 32 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir fjóra í rúmum og sængur og koddar fyrir fimm. Svefnherbergi eru tvö, annað með kojum en hitt með tvíbreiðu rúmi (130 cm). Tvær aukadýnur á svefnlofti, önnur fyrir barn. Eldhúskrókur og stofa. Bústaðurinn stendur á fögrum stað við lítinn læk rétt við Skorradalsvatn. Leigutími 16. júní–11. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.000

kr. 4.000

6 / nótt

4 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

16

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


VESTURLAND SKORRADALUR, INDRIÐASTAÐIR 20

F

NÝTT

Fallegt 43 m sumarhús á gróinni eignarlóð í landi Indriðastaða í Skorradal. Herbergi með hjónarúmi og annað lítið með L-laga koju, alls 4-5 svefnpláss, ekki svefnloft. Rúmgóð stofa og eldhús með öllum helstu tækjum, baðherbergi með sturtu og þvottavél. Sængur og koddar fyrir fimm, borðbúnaður fyrir átta. Stór pallur, útihúsgögn og rafmagnspottur. Húsið er í botnlanga innan lokaðs svæðis og hentar einkar vel fyrir fjölskyldu með börn. Náttúrulegur birkiskógur og fjallasýn. 2

Leigutími 9. júní–18. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.750

kr. 4.375

7 / nótt

4 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

STYKKISHÓLMUR, BERGHÓLL, AUSTURGATA 5

V

Berghóll er 67,3 m² á jarðhæð, með 35 m² risi sem er opið rými. Svefnpláss fyrir fimm; sængur og koddar fyrir sjö. Hjónarúm er í svefnherbergi á jarðhæð og í risi er góður svefnsófi (130x200) auk rúms (90x190). Barnaferðarúm, barnastóll og tvær aukadýnur eru í húsinu. Stofa, borðstofa, öll helstu eldhústæki, borðbúnaður fyrir tólf manns. Baðherbergi með sturtu. Sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Útihúsgögn eru á verönd ásamt góðu grilli. Berghóll er í gamla bænum, rétt við höfnina. Stutt að fara á veitingastaði, í sund og verslanir. Níu holu golfvöllur er í Stykkishólmi og umhverfið vel fallið til gönguferða. Leigutími 2. júní–25. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 45.000

Á ekki við

45 / vikan

5 manns

BÚÐARDALUR – THOMSENSHÚS, BÚÐARBRAUT

V

Húsið er 90 m² timburhús, hæð og ris. Gisting er fyrir fimm í rúmum og sængur og koddar fyrir sex. Í risi eru tvö rúmgóð svefnherbergi með fimm rúmum ásamt barnarúmi og þremur aukadýnum. Thomsenshús er fyrsta húsið sem var byggt í Búðardal. Húsið stendur á friðsælum stað við sjóinn og þaðan er hægt að fara í fjöruferðir og göngur um nágrennið. Stutt er að Eiríksstöðum í Haukadal, þar sem Eiríkur rauði bjó, en þar hefur verið byggður tilgátubær sem gaman er að skoða. Leigutími 16. júní–11. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 34.000

Á ekki við

40 / vikan

5 manns

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

17


VESTURLAND / VESTFIRÐIR BARÐASTRÖND – KROSSHOLT, ÆGISHOLT

F

120 m² einbýlishús. Gisting er fyrir átta og sængur og koddar fyrir sama fjölda. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi. Í einu þeirra er hjónarúm og rimlabarnarúm og tvö einbreið rúm í hvoru hinna. Í stofu er svefnsófi fyrir tvo. Stutt er í Flókalund (24 km) og til Patreksfjarðar (30 km). Sundlaug er í Krossholti og einnig í Flókalundi, þar sem er líka lítil verslun og bensínstöð. Gönguleiðir eru margar á svæðinu. Frá Brjánslæk gengur ferjan Baldur yfir Breiðafjörð til Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Leigutími 2. júní–25. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 11.700

kr. 5.850

9 / nótt

8 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

BARÐASTRÖND, LITLA HLÍÐ Í KROSSHOLTUM

F

Litla Hlíð er 27 m² sumarhús. Gisting er fyrir fjóra, tvo fullorðna og tvö börn, og sængur og koddar eru fyrir sama fjölda. Eitt svefnherbergi með hjónarúmi og barnarúmi. Stofa, baðherbergi með sturtu og eldhús. Stór sólpallur og útihúsgögn. Stutt er í Flókalund (24 km) og til Patreksfjarðar (30 km). Sundlaug er í Krossholti og einnig í Flókalundi, þar sem er líka lítil verslun og bensínstöð. Merktar gönguleiðir eru margar á svæðinu. Frá Brjánslæk gengur ferjan Baldur yfir Breiðafjörð til Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Leigutími 2. júní–25. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 7.200

kr. 3.600

6 / nótt

4 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

ÖNUNDARFJÖRÐUR – ÞINGEYRI VALÞJÓFSDALSVEGUR, ÞÓRUSTAÐIR

F

Húsið er 54 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir sex í rúmum og sængur og koddar fyrir tíu. Svefnherbergi eru tvö. Í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu er koja með breiðri neðri koju. Á svefnlofti er svefnsófi fyrir einn og þrjár aukadýnur. Stofa. Barnarúm. Leiksvæði með rólum og sandkassa er við húsið. Til Þingeyrar er hálftíma akstur, til Ísafjarðar 20 mínútna akstur og svipað til Suðureyrar við Súgandafjörð um Vestfjarðargöngin. Leigutími 23. júní–11. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.500

kr. 4.750

8 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

ÍSAFJÖRÐUR, SKÓGARBRAUT 2A

F

Húsið er 100 m² með gistingu fyrir sex; sængur og koddar fyrir sex. Svefnherbergi eru tvö, hjónarúm í öðru og kojur í hinu. Tvíbreiður svefnsófi í stofu. Gengið er í gegnum þvottaherbergi inn í eitt svefnherbergið. Góð borðstofa og gott eldhús. Þvottavél og þurrkari. Baðherbergi er nýuppgert og nýir gluggar eru í húsinu. Stór pallur með útihúsgögnum og kolagrilli. Stutt er í útivistarsvæði, golfvöll og margar fallegar gönguleiðir, t.d. í Tungudal. Boðið er upp á siglingar með ferðamenn frá Ísafirði út í Vigur og á Hornstrandir. Leigutími 16. júní–11. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.900

kr. 4.450

8 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

18

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


VESTFIRÐIR F

TRÖÐ, BOLUNGARVÍK

Tvílyft einbýlishús, byggt árið 1960. Hvor hæð 85 m², húsið stendur á 1.500 m² lóð, efst í bænum, neðan við nýlegan snjóflóðavarnargarð. Efri hæð skiptist í gang, stofu, eldhús með búri, þrjú svefnherbergi og baðherbergi með baðkari. Í tveimur svefnherbergjanna eru hjónarúm og einstaklingsrúm í því þriðja. Öll almenn eldhúsáhöld, örbylgjuofn, borðbúnaður fyrir 10-12 manns, barnastóll, útvarp og sjónvarp. Á neðri hæð eru tvö rúmgóð svefnherbergi með rúmum/kojum fyrir sex og barnarúm. Einnig setustofa með tveimur svefnsófum fyrir þrjá til fjóra, lítið baðherbergi með sturtu, þvottahús með þvottavél. Sérinngangur á neðri hæð. Skjólgóður pallur með grilli og húsgögnum. Sængur og koddar fyrir átta. Leigutími 9. júní–25. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 13.500

kr. 6.750

10 / nótt

14 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

V

SÚÐAVÍK (stór) – AÐALGATA 2A

80 m² íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir átta og sængur og koddar fyrir sama fjölda. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, eldhús, bað, anddyri og stofa með tvennum svölum, móti austri og suðri. Í tveimur svefnherbergjum eru tvíbreið rúm og kojur í því þriðja. Í stofu er svefnsófi fyrir tvo. Á svölum eru borð og stólar ásamt kolagrilli. Margar fagrar gönguleiðir eru í Álftafirði og nágrenni. Stutt til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Leigutími 2. júní–25. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 33.000

Á ekki við

45 / vikan

8 manns

STÓR

V

SÚÐAVÍK (lítil) – AÐALGATA 2A

64 m² íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir fjóra fullorðna og tvö börn og sængur og koddar fyrir sex. Eitt svefnherbergi með hjónarúmi og svefnsófi fyrir tvo í stofu. Barnarúm. Kolagrill er á svölum. Margar fagrar gönguleiðir eru í Álftafirði og nágrenni. Stutt til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Leigutími 2. júní–25. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 29.000

Á ekki við

35 / vikan

4 manns

BÆR III, STRANDASÝSLU

LÍTIL

F

Bústaðurinn er 40 m² og svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex manns. Tvö svefnherbergi, bæði með kojum; tvíbreiðri neðri koju (140x200) og einbreiðri efri koju. Öll helstu eldhústæki og borðbúnaður fyrir 8 manns. Verönd með útihúsgögnum. Næsta verslun er í Drangsnesi en þangað eru 3 kílómetrar. Til Hólmavíkur eru 20 kílómetrar. Leigutími 9. júní–11. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.300

kr. 4.150

6 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

19


NORÐURLAND BLÖNDUÓS, BRAUTARHVAMMUR 21

F

Bústaðurinn er 56 m². Gisting er fyrir sex og sængur og koddar fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö, í öðru hjónarúm en tvö rúm í hinu. Svefnsófi fyrir tvo í stofu. Stofa og eldhús með borðkróki. Barnarúm. Stór pallur með heitum potti. Aðgangur að þvottavél er í þjónustuhúsi á svæðinu. Á Blönduósi er heimilisiðnaðarsafn, sundlaug, hestaleiga, kaffihús og veitingastaðir. Möguleiki á sela- og fuglaskoðunarferðum. Leigutími 9. júní–25. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 10.600

kr. 5.300

9 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

F

SIGLUFJÖRÐUR– LAUGARVEGUR 24

Húsið er steinsteypt einbýlishús 132 m – en til leigu eru 125 m . Efri hæð (neðri hæð bílskúr ekki leigður) góð bílastæði við húsið. Lyklaskápur við útihurð. Útsýni er gott úr húsinu yfir höfnina og fjörðinn. Þrjú svefnherbergi með parketi og fataskápum. Rúmgott eldhús með borðkrók, borðstofa og stofa, þaðan er gengið út á skjólgóða flísalagða suðurverönd. Í holinu er sjónvarp og DVD spilari og útvarp í eldhúsi og svefnherbergi. Ein góð sturta er í húsinu. Stutt er í sundhöllina þar er 25 m laug og heitur pottur og sána. Í þvottahúsi eru bæði þvottavél og þurrkari ásamt snúrum úti og inni. Sunnan við húsið er gróðurhús sem veitir gott skjól á veröndina og þar eru oft fallegar rósir sem gleðja augað. Sunnan við húsið er grill. 2

Leigutími 16. júní–11. ágúst

2

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.500

kr. 4.250

8 / nótt

5 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Allar viðbótarbókanir, það er þegar dvöl er lengd, teljast nýjar bókanir og greiða verður fyrir þær í samræmi við gjaldskrá.

NÝTT

Tilkynna skal allar breytingar og afbókanir skriflega svo fljótt sem auðið er til Orlofssjóðs, netfang: orlof@ki.is. Athugið: Þó breyting sé í upphafi tilkynnt símleiðis, verður skrifleg beiðni að fylgja í kjölfarið.

Ertu á leið í flug?

Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu n Bókanlegt í síma eða í tölvupósti n Rúmgóð herbergi með gervihnattasjónvarpi og baði n Morgunverður er innifalinn n Þráðlaus nettenging

12% afsláttur fyrir þá sem skrá sig í Bed & Breakfast klúbbinn.

20

Aðeins 13.900 k fyrir tve r. ggja manna herberg i

s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


NORÐURLAND F

HJALTADALUR HÓLAR, NÁTTHAGI 19

98 m² íbúð á jarðhæð. Gisting er fyrir fimm, sængur og koddar fyrir átta. Svefnherbergi eru þrjú, öll með tveimur einbreiðum rúmum. Tvær aukadýnur. Barnarúm. Stofa. Húsið er í nýrri byggð á Hólum og í um fimm mínútna göngufjarlægð frá dómkirkjunni og ferðaþjónustunni. Þvottavél er í þvottahúsi. Hægt að ganga beint út úr stofu á jarðhæð. Fjölbreyttar gönguleiðir og ýmsir möguleikar til afþreyingar, söfn, veiði, golf, sundlaugar og skoðunarferðir. Leigutími 9. júní–11. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.100

kr. 4.550

7 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

HJALTADALUR – HÓLAR, BRÚSABYGGÐ 16

F

66 m² parhús. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex manns. Svefnherbergi eru þrjú; tvíbreitt rúm er í einu þeirra en í hinum kojur. Barnaferðarúm. Stofa og eldhús er opið rými. Baðherbergi er með sturtu. Þvottavél á baði. Uppþvottavél. Barnastóll. Borðbúnaður er fyrir 8-10 manns. Gasgrill. Í stofu er sjónvarp, útvarp og DVD- og geislaspilari. Fjölbreyttar gönguleiðir og ýmsir möguleikar til afþreyingar, söfn, veiði, golf, sundlaugar og skoðunarferðir. Á Hólum er sundlaug og heitur pottur. Leigutími** 2. júní–25. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.600

kr. 4.800

7 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

V

BÁRÐARDALUR, ARNARSTAÐIR

100 m² einbýlishús, staðsett í Bárðardal, milli Kálfborgarár og Jarlstaða. Svefnherbergi eru þrjú; hjónarúm (180x200) í einu þeirra auk pláss fyrir barnaferðarúm, í öðru svefnherbergi er hjónarúm (160x200) og kojur, í því þriðja eru kojur og einbreitt rúm. Hornsófi og tveir stólar í stofu, sjónvarp, DVD-spilari og geislaspilari. Borð fyrir átta í eldhúsi, borðbúnaður fyrir 12. Öll helstu eldhústæki. Verönd með útihúsgögnum, lítill grasblettur og kjarr. Húsið stendur fjarri öðrum húsum og er tilvalið fyrir þá sem vilja njóta kyrrðar. Birkiskógur, árniður og fjallasýn. Rafmagnskynding og lélegt farsímasamband. Leigutími 16. júní–11. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 39.500

Á ekki við

47 / vikan

9 manns

V

HÖRGÁRDALUR, STEÐJI

Bústaðurinn er 42 m², staðsettur í landi Steðja í Hörgárdal. Svefnpláss, sængur og koddar fyrir fimm manns. Tvö svefnherbergi, annað með tvíbreiðu rúmi (160x200) og hitt með kojum (2x80x200). Auk þess er svefnaðstaða fyrir einn í stofu (80x200). Einnig er í húsinu hermannabeddi sem koma má fyrir í stofu. Öll helstu eldhústæki, baðherbergi með sturtu, borðbúnaður fyrir átta, sjónvarp og útvarp. Stór verönd ásamt stórri lóð í kringum húsið. Útihúsgögn. Skógrækt er á jörðinni og hægt að fara í göngutúra um svæðið. Innan við 5 mínútna akstur á Þelamörk þar sem er sundlaug og innan við 15 mínútna akstur til Akureyrar. Leigutími 16. júní–11. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 36.000

Á ekki við

40 / vikan

5 manns

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

21


NORÐURLAND F

HRÍSEY, NORÐURVEGUR 7–11

65 m² íbúð í endurgerðu gömlu húsi í miðjum byggðarkjarna Hríseyjar. Gisting er fyrir fimm, sængur og koddar fyrir fimm. Eitt svefnherbergi með tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að setja saman. Í stofu eru tveir svefnsófar, annar tvíbreiður og hinn einbreiður. Stórt og rúmgott baðherbergi, þvottavél í þvottaherbergi. Eldhús og stofa eru í sama rými. Kjörbúð, kaffihús og veitingahús eru í Hrísey, sem og sundlaug með heitum potti og æfingasal. Hálftíma akstur er frá Akureyri að Árskógssandi þar sem hægt er að taka ferjuna út í Hrísey. Siglingin tekur um 15 mínútur og er göngufæri úr ferjunni að húsinu. Leigutími 16. júní–11. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 7.500

kr. 3.750

6 / nótt

5 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

AKUREYRI, HAFNARSTRÆTI 81 – ÍB 305 & 401

F

Tvær um 50 m2 íbúðir, 401 og 305, með einu svefnherbergi. Í svefnherbergi er tvíbreitt rúm, svefnsófi fyrir tvo í stofu sem og aukarúm. Sængur og koddar fyrir fimm. Húsið er í hjarta bæjarins, við hliðina á Hótel KEA, skammt frá göngugötunni og höfninni. Þvottavél er í íbúð 401. Leigutími 9. júní –25. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.900

kr. 4.950

8 / nótt

4-5 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

AKUREYRI, HAFNARSTRÆTI 101 – AMARO

F

160 m² íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi. Gisting er fyrir níu og sængur og koddar fyrir sama fjölda. Svefnherbergi eru fjögur, stofa og eldhús. Svalir snúa að göngugötunni með frábæru útsýni. Þvottavél, uppþvottavél ásamt öðrum húsbúnaði og auka snyrting. Í stofu er 42“ sjónvarp ásamt DVD-spilara og hljómflutningstækjum. Íbúðin er í gömlu verslunarmiðstöðinni Amaro-húsinu í hjarta bæjarins. Leigutími 9. júní–18. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 13.500

kr. 6.750

10 / nótt

9 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

AKUREYRI, DREKAGIL 21– nemendaíbúðir

V

Fjórar nemendaíbúðir í sjö hæða fjölbýlishúsi við Drekagil. Íbúðirnar eru misstórar, frá 54 til 70 m². Í íbúðunum eru ýmist eitt eða tvö svefnherbergi, svefnsófi í stofu og aukadýnur. Gestir geta fengið aðgang að þvottahúsi. Fallegar og fjölbreyttar gönguleiðir.

22

Leigutími – lítil

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

2. júní–18. ágúst

Vikuleiga

kr. 29.000

Á ekki við

35 / vikan

4 manns

Leigutími – stór

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

2. júní–18. ágúst

Vikuleiga

kr. 34.000

Á ekki við

40 / vikan

6 manns

2 HERBERGI 3 HERBERGI

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


NORÐURLAND AKUREYRI, ÞÓRUNNARSTRÆTI 104

V

100 m² íbúð á miðhæð í þriggja hæða húsi. Gisting, sængur og koddar eru fyrir sex. Svefnherbergi eru þrjú; tvíbreitt rúm í einu þeirra, eitt einbreitt rúm í öðru og tvö einbreið rúm í því þriðja. Í stofunni er svefnsófi og að auki tvær aukadýnur. Borðbúnaður fyrir tólf. Sundlaug Akureyrar og miðbærinn eru í göngufæri. Leigutími 9. júní–11. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 38.000

Á ekki við

40 / vikan

6 manns

V

AKUREYRI, NORÐURGATA 48

Íbúðin er 103 m2. Gengið er inn á neðri hæð götumegin en þar eru 3 bílastæði, pallur með grilli og lóð við útiskúr tilheyrir íbúðinni. Á neðri hæð er forstofa og eitt herbergi með 2 rúmum. Á aðalhæð er hol með skrifborði, hjónaherbergi með hjónarúmi, fataskáp og svölum. Baðherbergi er með baðkari og sturtu. Stofa er með húsgögnum og borðstofusetti, glerskáp, sjónvarpi o.fl. Úr stofu er gengið í svefnherbergi með rúmi og fataskáp. Eldhús er með öllum helstu tækjum og borðbúnaði fyrir 8 manns. Þvottavél og þurrkari er í þvottahúsi. Í íbúðinni er barnarúm og barnstóll. Sjónvarp, útvarp m/CD, DVD spilari. Nettenging. Verönd, gasgrill, útihúsgögn. Í næsta nágrenni: Skóli með stóru leiksvæði er 100 m fjarlægð. Stutt í verslanir, veitingahús og afþreyingu. Leigutími 16. júní–11. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 38.000

Á ekki við

40 / vikan

5 manns

NÝTT

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

23


NORÐURLAND F

AKUREYRI – BREKATÚN

Fjögurra herbergja 115 m² íbúð á fyrstu hæð í litlu fjölbýlishúsi. Þrjú svefnherbergi, eitt með hjónarúmi, eitt með tveimur stökum rúmum, forstofuherbergi með einu rúmi. Svefnsófi í stofu. Eldhús með eldhúsinnréttingu og eldavél. Inn af eldhúsi er búr og þvottahús. Baðherbergi flísalagt, upphengt salerni, sturta og baðkar. Parket í stofu og tveimur herbergjum en flísar í forstofu, forstofuherbergi og á eldhús- og baðherbergisgólfi. Stór verönd sem snýr í suður. Leigutími 9. júní–25. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 11.000

kr. 5.500

9 / nótt

7 manns

NÝTT

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

AKUREYRI – LÆKJARTÚN 18 / #202

F

Íbúðin er 81 m² í sex íbúða húsi sem var byggt árið 2004. Gengið er upp tröppur í turni, á pall þar sem er sérútihurð. Stofa, eldhús og tvö svefnherbergi og rúmgóð geymsla með rúmi, í raun þriðja herbergið en þar er líka þvottavél. Sængur og koddar fyrir sex. Baðker og sturta í baðherbergi. Öll helstu eldhústæki, borðbúnaður fyrir sex manns. Sjónarp og DVD-spilari í stofu og útvarpstæki í eldhúsi og svefnherbergi. Suðursvalir, gasgrill, fjórir stólar. Húsið er sunnarlega í Naustahverfi, skammt sunnan við kirkjugarðinn. Góðir göngustígar í allar áttir um hverfið og niður í fjöru. Leigutími 9. júní–11. ágúst**

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.900

kr. 4.950

8 / nótt

5 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga. ** Íbúðin er ekki í útleigu 13. til 19. júní 2017.

FNJÓSKADALUR SELGIL, SKÓGARHLÍÐ

F

Bústaðurinn er 45 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir fjóra í rúmum og sængur og koddar fyrir sex. Tvö svefnherbergi; í öðru lítið hjónarúm (120 cm) og í hinu kojur. Þrjár aukadýnur eru á svefnlofti. Bústaðurinn er gegnt Vaglaskógi, í fallegu skógarrjóðri við lítinn læk, ekki fjarri gömlu bogabrúnni. Um 30 mínútna akstur er til Akureyrar, Húsavíkur og í Mývatnssveit. Leigutími 16. júní–11. ágúst**

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 7.500

kr. 3.750

6 / nótt

4 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga. **Húsið er ekki í leigu 21. til 28. júlí 2017.

ÞINGEYJARSVEIT BJÖRG Í LJÓSAVATNSHREPPI

F

Húsið er 130 m². Gisting er fyrir átta í rúmum og sængur og koddar fyrir átta. Svefnherbergi eru fjögur; tvö stærri með tveimur tvíbreiðum rúmum, eitt með tveimur einbreiðum rúmum og eitt lítið herbergi með kojum. Stór stofa, baðherbergi og stórt eldhús. Fimm aukadýnur. Góð dagsferð er að Goðafossi, Ásbyrgi og Dettifossi. Húsavík er skammt frá eða í 44 km akstursfjarlægð. Verslun á Húsavík og við Goðafoss. Leigutími 9. júní–28. júlí

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.000

kr. 4.500

6 / nótt

8 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

24

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


NORÐURLAND / AUSTURLAND V

RAUFARHÖFN, VÍKURBRAUT 20

Húsið er 120 m² og stendur við fjöruborðið, með fallegu útsýni yfir á Höfðann. Gisting er fyrir sex til átta og sængur og koddar fyrir níu. Svefnherbergi eru fjögur; í einu hjónarúm, tvíbreiður svefnsófi í öðru og einstaklingsrúm í hinum tveimur. Einnig eru tvær aukadýnur. Góð stofa, sjónvarpshol og stórt eldhús með borðkrók. Útihúsgögn fyrir sex til átta. Athugið takmarkaðan opnunartíma verslunar og sundlaugar. Í íþróttahúsi eru æfingatæki og sauna. Á Melrakkasléttu er mikið fuglalíf og fjörurnar einstakar. Merktar gönguleiðir. Stutt er til Þórshafnar en þar er stór innisundlaug og verslun. Leigutími 16. júní–11. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 35.000

Á ekki við

30 / vikan

6 manns

F

SKÓGARGERÐI, LITLIHAGI

Bústaðurinn er 52 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir sex til níu, sængur og koddar fyrir níu. Svefnherbergi eru tvö; annað með hjónarúmi en hitt með tveimur einbreiðum rúmum. Fimm aukadýnur eru á svefnlofti og svefnsófi fyrir tvo í stofu. Eldhús og stofa eru samliggjandi. Skógargerði er um 10 km frá Egilsstöðum og í næsta nágrenni eru Hallormsstaðaskógur, Lagarfljót, Skriðuklaustur og fleiri áhugaverðir staðir. Leigutími 16. júní–11. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.900

kr. 4.450

7 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

Fyrirhugaðar söguferðir 26. júní – 3. júlí. Pólland-Kaliningrad. Á slóðir seinni heimstyrjaldar. Austur vígstöðvar, úlfsgreni Hitlers og aðalstöðvar SS á austurvígsöðvunum. 15. júlí – 2. ágúst. Georgía, Armenía-Nagorno Karabakh. Hugmyndin er að þetta verði fyrsti hluti silkileiðarinnar sem við rannsökum á næstu árum í áföngum. 20. – 27. október. Lista- og menningarferð til Varsjár og Minsk. Ópera, tónleikar, ballett og myndlist að ógleymdri sögunni, allt í einum pakka. Flogið til Varsjár og heim frá Vilníus. Aðventuferðir til Gdansk. Kynnumst pólskum jólahefðum í fegurstu Hansaborg Evrópu. Flogið á mánudögum og föstudögum. Páskar á Kúbu 2018, (dagsetning ekki endanleg). Við ferðumst um eyna, kynnumst þjóðlífi og gróinni menningu. Þeir sem kjósa geta farið um á reiðhjólum að hluta. Með öðrum orðum gefst fólki kostur á að hjóla eða fara um í rútu hluta ferðar eða alla. Fararstjórar Þorleifur Friðriksson ásamt sérfræðingum. Við höfum áralanga reynslu af að vinna með kennarahópum að undirbúningi skólaheimsókna erlendis. Frekari upplýsingar gefur Þorleifur Friðriksson í sína 564 3031/ 611 4797. soguferdir@soguferdir.is www.soguferdir.is

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

25


AUSTURLAND EINARSSTAÐASKÓGUR SKÓGARHOLT, HÚS NR. 17

F

Húsið er 50 m² auk 30 m² svefnlofts. Gisting er fyrir fimm í rúmum og sængur og koddar fyrir átta. Svefnherbergi eru tvö. Á neðri hæð er herbergi með hjónarúmi og barnarúmi. Á svefnlofti er herbergi með tveimur rúmum, annað rúm í opnu rými, stækkanlegt barnarúm og tvær aukadýnur. Tvær gashellur og borðbúnaður fyrir 10 manns. Á neðri hæð er sófi. Umhverfis húsið er trépallur með útihúsgögnum. Húsið er undir kletti ofarlega í Eyjólfsstaðaskógi. Kyrrlátur staður, mjög fallegt útsýni. Til Egilsstaða eru um 11 kílómetrar. Leigutími 16. júní–11. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.300

kr. 4.650

7 / nótt

5 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

EYJÓLFSSTAÐASKÓGUR, SJÓNARHÓLL, HÚS NR. 25

F

39 m² timburhús í Eyjólfsstaðaskógi, nærri Egilsstöðum. Svefnpláss, sængur og koddar eru fyrir sex manns. Tvö svefnherbergi, í öðru er hjónarúm (140x200) og í hinu kojur (185x75). Svefnsófi er í stofu. Barnaferðarúm og barnastóll. Stofa, borðstofa og helstu eldhústæki. Borðbúnaður fyrir 10 manns. Baðherbergi með sturtu. Sjónvarp, útvarp, geisla- og DVD-spilari. Verönd og útihúsgögn. Stórt leiksvæði er í nágrenninu, minigolf, boltavöllur, rólur og rennibraut. Næsta verslun og sundlaug er á Egilsstöðum, í 10 mínútna akstursfjarlægð. Náttúrulegur birkiskógur er í kringum bústaðinn og víðsýnt af verönd. Fallegar náttúruperlur, svo sem Hengifoss og Hallormsstaðaskógur í næsta nágrenni auk Skriðuklausturs og Óbyggðaseturs. Leigutími 9. júní–25. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 8.000

kr. 4.000

6 / nótt

6 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

ÚLFSSTAÐASKÓGUR, LUNDUR, HÚS NR. 36

F

Bústaðurinn er 73 m timburhús í Úlfsstaðaskógi, 10 km innan við Egilsstaði. Svefnpláss, sængur og koddar fyrir 8 manns. Svefnherbergi eru tvö auk svefnlofts. Hjónarúm (150x200) eru í báðum svefnherbergjum og tvö stök rúm (90x200) á svefnlofti ásamt 2 dýnum. Barnastóll. Stofa og borðstofa samliggjandi. Öll helstu eldhústæki eru á staðnum. Baðherbergi með sturtu. Þvottavél. Borðbúnaður fyrir 8 manns. Örbylgjuofn. Sjónvarp, útvarp m/CD, DVD spilari. Verönd, útihúsgögn og heitur pottur. Á lóðinni er sandkassi. Næsta verslun er á Egilsstöðum og þar er sundlaug. Náttúrulegur birkiskógur og fjallasýn af verönd. Stutt er að fallegum útsýnisstöðum. 2

Leigutími 23. júní–11. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.900

kr. 4.950

9 / nótt

6 manns

NÝTT

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

NESKAUPSTAÐUR, HAFNARBRAUT 4

V

50 m² íbúð á miðhæð í 3ja hæða húsi. Gisting, sængur og koddar eru fyrir fjóra. Svefnherbergi eru tvö, annað með hjónarúmi en hitt, sem er afþiljað frá stofu, með tveimur rúmum. Tvær aukadýnur eru í húsinu. Þjónusta fyrir ferðamenn í byggðarlaginu er margvísleg og má þar nefna bátsferðir og hestaleigu. Stutt er í golf. Gönguleiðir eru margar og skemmtilegar, bæði ofan og utan við kaupstaðinn. Stutt er yfir til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar um Oddsskarð og 60 mínútna akstur til Egilsstaða. Góð sundlaug og fallegt safnahús. Leigutími 9. júní–11. ágúst

26

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 25.000

Á ekki við

30 / vikan

4 manns

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


AUSTURLAND F

LAUFÁS, HALLORMSSTAÐUR

Húsið er 98 m² auk 50 m² kjallara. Gisting fyrir átta, sængur og koddar fyrir átta. Svefnherbergi eru fjögur; hjónaherbergi með hjónarúmi og einbreiðu rúmi, tvö minni herbergi, annað með rúmi (120 cm á breidd) og hitt með kojum. Lítið baðherbergi með baði og sturtu. Eldhús, búr og þvottavél í þvottahúsi. Borðbúnaður fyrir tíu manns. Á neðri hæð er svefnherbergi með hjónarúmi og tvær aukadýnur eru í geymslu. Umhverfis húsið er trjágarður og sunnan megin hellulögð stétt með útihúsgögnum og gasgrilli. Kyrrlátur staður í fallegu umhverfi. Um 26 kílómetrar eru til Egilsstaða, um 678 til Reykjavíkur. Leigutími 9. júní–25. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.500

kr. 4.750

8 / nótt

8 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

MJÓIFJÖRÐUR, ÞINGHÓLSVEGUR 3

V

68 m einbýlishús. Komið er inn í forstofu með fataskáp þar er gengið inn í annað svefnherbergið sem er með tvíbreiðu rúmi og á móti því er þvottahús með þvottavél. Þaðan er gengið inn í íbúðina sjálfa þar sem á vinstri hönd er stærra svefnherbergi með fataskápum og hjónarúmi, baðherbergi með baðkari með sturtu. Stofa með sjónvarpi og DVD-spilara og opið inn í eldhúsið þar sem er öll almenn tæki og tól, ísskápur með frysti, eldavél með bakarofni, örbylgjuofni og Senseo kaffivél ásamt uppþvottavél. Svefnsófi í stofu. Afgirtur garður en sameiginlegur með næsta húsi sem er alveg eins, sérverönd með gasgrilli og bekk. Það er engin verslun í Mjóafirði en þó hægt að fara í Sólbrekku sem er ferðaþjónustufyrirtæki og fá þar kaffi og/eða mat. 2

Leigutími 16. júní–4. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 42.000

Á ekki við

45 / vikan

6 manns

NÝTT

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða!

00000

www.veidikortid.is

Nýttu þér sérkjör á orlofsvef fyrir félagsmenn.

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

27


AUSTURLAND F

SKRIÐDALUR, MÚLASTEKKUR

NÝTT

Einbýlishús á tveimur hæðum. Fimm svefnherbergi, hvert með tveimur einbreiðum rúmum eða kojum en eitt með hjónarúmi. Sængur og koddar fyrir 12 manns. Barnarúm og barnastóll eru til staðar. Fullbúið eldhús með borðbúnaði fyrir 12 manns, eldavél, ísskáp, örbylgjuofni. Borðstofa er með stóru matarborði og stólum fyrir 8 til 10 manns. Baðherbergi með sturtu á hvorri hæð. Stofa: Sjónvarp og DVD-tæki, útvarpi, 3ja + 2ja sæta sófasetti, stólum og sófaborði. Þvottavél í þvottahúsi á jarðhæð, tveir inngangar eru í húsið. Sólpallur, útihúsgögn og gasgrill. Margvíslegar gönguleiðir eru í nágrenninu, til dæmis á Múlakoll og stangveiði í Múlaá en hún rennur í landi jarðarinnar. Einnig er hægt að kaupa stangveiðileyfi í Skriðuvatni. Leigutími 16. júní–18. ágúst

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.900

kr. 4.550

8 / nótt

10 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

BJARNANES, NESJUM V/HÖFN Í HORNAFIRÐI

F

Tveggja hæða íbúðarhús, fyrrum prestsetur. Fimm svefnherbergi eru á neðri hæð, þvottahús og snyrting með sturtu og eitt svefnherbergi á efri hæð. Í herbergi á efri hæð er einbreitt rúm (90x200) ásamt barnarimlarúmi. Svefnpláss fyrir 12 manns í rúmum, auka barnarúm og kojur, sængur og koddar fyrir sama fjölda. Á neðri hæð eru hjónarúm í tveimur herbergjum og í einu er tvíbreitt rúm sem hægt er að skilja í sundur. Eitt herbergi með kojum, annað herbergi með tveimur svefnbekkjum. Aukadýnur eru til staðar. Eldhús með borðstofu. Stofur eru á efri hæð og snyrting með baðkari. Þvottahús með þvottavél og þurrkara. Sjónvarp. Húsið er 7 kílómetra vestan við Höfn. Ómetanleg náttúrufegurð með Vatnajökul í bakgarðinum og margar góðar gönguleiðir. Golfvöllur og veiðivatn í grenndinni. Fyrsta flokks sundlaug á Höfn, náttúrupottar í Hoffelli. Stutt í þjónustu á Höfn, flugvöllur skammt frá og kirkja á hlaðinu. Leigutími 16. júní–14. júlí

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 13.500

kr. 6.750

10 / nótt

12 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga.

28

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


SUÐURLAND V

KIRKJUBÆJARKLAUSTUR, ÁLFHEIMAR

Bústaðurinn er 41,2 m2 timburhús í landi Hæðargarðs, nálægt Kirkjubæjarklaustri. Svefnpláss, sængur og koddar fyrir 6 manns. Eitt svefnherbergi auk svefnlofts. Hjónarúm er í svefnherberginu og dýnur á svefnloftinu. Stofa og borðstofa. Öll helstu eldhústæki eru á staðnum. Baðherbergi með sturtu. Borðbúnaður fyrir 6 manns. Sjónvarp, útvarp m/CD, DVD spilari. Verönd og útihúsgögn. Í næsta nágrenni: Sandfjara við Hæðargarðsvatn, körfuboltaspjald og rennibraut. Næsta verslun er á Klaustri, í u.þ.b. 2 km fjarlægð, og þar er einnig sundlaug, kaffihús, boltavöllur (KSÍ) o.fl. Leigutími 9. júní–25. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 45.000

Á ekki við

63 / vikan

4 manns

BISKUPSTUNGUR BREKKUSKÓGUR, HÚS NR. 6

NÝTT

V

Bústaðurinn er 46 m² auk svefnlofts. Gisting er fyrir fjóra til sex og sængur og koddar fyrir sex. Tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og hitt með kojum með breiðri neðri koju. Stofa, eldhús og baðherbergi með sturtu. Barnarúm. Á svefnlofti eru fjórar aukadýnur. Útipallur er með útihúsgögnum. Í þjónustumiðstöðinni Brekkuþingi er þvottavél og netaðgangur og hægt að leigja rúmfatnað. Hægt er að leigja aðgang að Stöð 2. Á svæðinu er leikvöllur og minigolfvöllur. Tveir golfvellir eru í grenndinni, stutt í sundlaugar í Úthlíð, á Laugarvatni og í Reykholti. Leigutími 2. júní–25. ágúst

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 36.000

Á ekki við

45 / vikan

6 manns

Skólavefurinn.is kynnir

Stöðupróf í íslensku 1. til 10. bekkur Léttir sumarjakkar frá

virkt á vefnum stærðir 38 - 58 prentunar ahefti ni

Mældu námsstöðu Nýjung Nýjung nemenda með tilliti í námi til þess hvar þeir geti í námi bætt sig í náminu.

- Gagnvirkt á vefnum - Til útprentunar - Lausnahefti - Ítarefni

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

29


SUÐURLAND BLÁSKÓGABYGGÐ, VALLARHOLT 12

V

95,4 m² timburhús. Svefnpláss, sængur og koddar fyrir 9 manns. Svefnherbergi eru fjögur; hjónarúm (160x200) í einu, tvö herbergi eru með kojum (80x200) og einu er stærri neðri koja (120x200) og sú efri (80x200). Svefnsófi í stofu, barnaferðarúm, barnastóll. Stofa og borðstofa, öll helstu eldhústæki. Baðherbergi með sturtu, sjónvarp, útvarp með geisla- og DVD-spilara. Útihúsgögn á verönd og heitur pottur. Barnaleiksvæði á lóðinni. Stutt í alla þjónustu, banka, verslun, veitingastaði, fimm golfvelli, sundlaug og bensínstöð. Leigutími 16. júní–11. ágúst*

Leiga

Verð

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Vikuleiga

kr. 48.000

Á ekki við

63 / vikan

9 manns

*Húsið er ekki í leigu vikuna 7. til 14. júlí 2017.

F

VESTMANNAEYJAR, BIRKIHLÍÐ 4

Íbúðin er 93 m² á jarðhæð, miðsvæðis í Vestmannaeyjum. Gisting fyrir fjóra til sex, sængur og koddar fyrir sex. Tveir geta gist í svefnherbergi, tveir í svefnsófa í stofu og síðan fylgja tvær góðar aukadýnur. Gasgrill og þvottavél. Húsið var byggt árið 1976 en íbúðin gerð upp árið 1990. Gæludýr eru ekki leyfð Leigutími 16. júní–11. ágúst**

Leiga

Verð á dag

Aukadagur

Punktar

Svefnpláss

Flakkari*

kr. 9.500

kr. 4.750

8 / nótt

4 manns

* Tveir fyrstu sólarhringarnir eru á fullu verði en síðan er 50% afsláttur næstu 5 daga. **Íbúðin er ekki til útleigu á meðan á Þjóðhátíð stendur, dagana 3. til 8. ágúst 2017.

30

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


BRUGÐIÐ Á LEIK Í MÝVATNSSVEIT

HELSTU VERKEFNI STJÓRNAR ORLOFSSJÓÐS 2014–2018 • Stjórn Orlofssjóðs KÍ leitast við að hafa hagsýni að leiðarljósi í rekstri sjóðsins. Fram mun fara óháð úttekt á rekstri Orlofssjóðs KÍ til að fylgja eftir markmiði um hagkvæmni í rekstri. • Áfram verður unnið að því að auka fjölbreytni orlofstilboða. Kannaðir verða möguleikar á leigu húsnæðis erlendis. • Stefnt verður að kaupum / byggingu a.m.k. tveggja nýrra húsa í orlofs- byggðinni í Kjarnaskógi við Akureyri. Einnig verður stefnt að kaupum á eignum í orlofshúsabyggðum í öllum landshlutum gefist forsendur til þess, sem og að byggingu þriggja nýrra húsa í stað þriggja gamalla í Ásabyggð við Flúðir (sambærileg húsi nr. 34 í Ásabyggð). FERÐABLAÐ KÍ 2016

– Ítarlegar lýsingar á

orlofshúsum og búnaði

• Kynning á starfsemi Orlofssjóðs KÍ skal efld til muna. Fundargerðir Orlofssjóðs KÍ verða aðgengilegar á vef sjóðsins. • Þráðlaus netaðgangur hefur nú verið tryggður í sumarhúsum KÍ á Flúðum og í Kjarnaskógi í gegnum netþjónustu Vodafone gegn vægu gjaldi. Þar með er samþykkt frá 6. þingi KÍ orðin að veruleika. • Hugað verður að viðhaldi á húsunum við Sóleyjargötu og endurnýjun húsgagna.

sumar 201

ÚS

UPPLÝSINGAR UM ORLOFSH SUMARHÚS ERLENDIS GJAFABRÉF Í FLUG

þeirra eru á Orlofsvef

www.ki.is

S igurvegari í forsíðumynda-

Ferðablað7

keppni Orlofssjóðs KÍ þetta árið er Herdís Kristinsdóttir, grunnskólakennari í Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Myndina prýða dætur Herdísar, Júlía og Emilía Ósk Rafnsdætur. Herdís segist taka mikið af ljósmyndum. Forsíðumyndina tók hún í Mývatnssveitinni um mitt sumar í fyrra en þá dvaldi fjölskyldan í sumarhúsi Orlofssjóðs í Bárðardal. „Við vorum á gangi þarna og þegar stelpurnar sáu þetta fína tún þá héldu þeim engin bönd,“ segir Herdís um tilurð myndarinnar. Herdís hlýtur 45 þúsund krónur í verðlaun fyrir myndina. Þátttaka í forsíðumyndakeppninni var góð og hafði dómnefnd úr mörgum góðum myndum að velja. Orlofssjóður KÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt í samkeppninni. Kennarasam band Íslands

– Ítarlegar lýsingar FERÐABLAÐ KÍ 2016

GÖNGUFERÐIR GOLFKORT VEIÐI-, ÚTILEGU- OG REGLUR ORLOFSSJóÐS

á orlofshúsum og búnaði

þeirra eru á Orlofsvef

www.ki.is

1

Heimsins ferskasti og besti kanill Ground Saigon Cinnamon frá Víetnam er af sérfræðingum talinn vera besti fáanlegi kanillinn í heiminum í dag. Gefur ferskt, angandi, kryddað og kraftmikið bragð.

Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is

31


REGLUR / ÞJÓNUSTA REGLUR ORLOFSSJÓÐS KENNARASAMBANDS ÍSLANDS (OKÍ) UM LEIGU ORLOFSHÚSA OG AÐRA ÞJÓNUSTU AÐILD AÐ SJÓÐNUM

Aðild að Orlofssjóði KÍ eiga allir fullgildir félagsmenn í Kennarasambandi Íslands. Einnig getur félagsmaður átt aðild að sjóðum í: • Fæðingarorlofi kjósi hann að greiða stéttarfélagsgjald af fæðingarorlofsgreiðslum. • Atvinnuleysi kjósi hann að greiða stéttarfélagsgjald af atvinnuleysisbótum. • Á sjúkradagpeningum kjósi hann að greiða stéttarfélagsgjald af sjúkradagpeningum. • Launalausu leyfi: Réttur til úthlutunar fellur niður á meðan launalaust leyfi er, en stofnast að nýju við fyrstu iðgjaldagreiðslu eftir það. Stjórn KÍ getur heimilað sjóðfélaga í launalausu leyfi að greiða félagsgjald eitt ár í senn og halda réttindum. • Félagsmenn í Félagi kennara á eftirlaunum (FKE) eiga aðild meðan þeir eiga orlofspunkta. Réttindi að sjóðnum skapast í gegnum punktainneign, en hver félagsmaður sem er í 33% eða hærra starfshlutfalli ávinnur sér 24 punkta á ári, eða 2 punkta á mánuði. Punktar eru færðir inn eftir á, yfirleitt í mars ár hvert.

REGLUR UM ÚTLEIGU

Reglur um útleigu til sjóðsfélaga (félagsmanna) eru einkum með tvennum hætti, þ.e. sumarleiga og vetrarleiga og byggjast á punktakerfi sjóðsins (punktaeign sjóðfélaga). Óheimilt er með öllu að lána/framselja orlofshúsasamningana, hvort heldur er innan fjölskyldu eða til annarra. Félagsmenn í Félagi kennara á eftirlaunum (FKE) hafa ekki punktaeignarforgang til að bóka orlofseignir þegar opnað verður fyrir sumarúthlutanir. Þeir geta bókað orlofseignir þegar opnað verður fyrir almenna úthlutun sumartímabilsins. Vetrartímabilið 2017–2018 býðst FKE-félögum að leigja orlofseignir á Flúðum og í Kjarnaskógi í miðri viku án punktafrádráttar sé bókun gerð með viku (eða styttri) fyrirvara. Gildir ekki á rauðum dögum. Hægt verður að bóka slíkt á Orlofsvefnum frá og með 21. ágúst 2017.

LÁGMARKSPUNKTAEIGN

Til að geta bókað eða nýtt aðra þjónustu OKÍ þurfa félagsmenn að eiga orlofspunkta. Ef punktaeign fer niður fyrir mínus -23 punkta missa félagsmenn réttinn það árið eða þar til ný orlofspunktaúthlutun hefur átt sér stað (mars ár hvert). Félagsmenn ávinna sér 24 orlofspunkta á ári. Félagsmenn geta ef svo ber undir keypt viðbótarpunkta að hámarki 24 punkta á 365 daga tímabili og er verðgildi hvers punkts kr. 500. Hafa þarf samband við skrifstofu ef slíks er óskað. Leiga orlofshúsa eða önnur niðurgreidd þjónusta krefst þess að félagsmenn eigi tiltekinn fjölda punkta. Á vef Orlofssjóðs er að finna gjafabréf í flug, flugmiða innanlands, kort, orlofshús og annað til sölu án punktafrádráttar. Sjóðfélagar sem eiga orlofspunkta geta keypt þjónustu á bókunarvef sjóðsins eða á skrifstofu Orlofssjóðs.

SUMARLEIGA / VETRARLEIGA

Sumarleigutímabil er frá byrjun júní til loka ágúst (9-12 vikur). Sumarleiga er með tvennu móti: vikuleiga og flakkaraleiga. Vikuleiga er frá föstudegi til föstudags en Flakkari leigist frá tveimur upp í sjö sólarhringa á sama stað. Lágmarksleiga Flakkara er tvær nætur. Nýtt sumar 2017. Flakkaraleiga: Í orlofshúsum í eigu OKÍ (Flúðir og Kjarnaskógur) verður helgin bundin frá föstudegi til sunnudags, þ.e. ekki hægt að leigja stakan föstudag/ eða laugardag. Leigutími er frá klukkan 16:00 á upphafsdegi og leigutaka ber að skila leigueign eigi síður en klukkan 12:00 á skiladegi. Vetrartími er frá síðari hluta ágúst til mánaðamóta byrjun júní ár hvert. Reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“ gildir á þessum tíma. Sú nýbreytni var tekin upp veturinn 2016–17 að hafa fasta helgarleigu í orlofshúsum OKÍ og seinka brottför á sunnudegi til kl. 17:00. Slíkt fyrirkomulag verður áfram veturinn 2017–18. Opnun orlofstímabils er nú þrisvar á ári.

Haust/vetur-tímabilið hefst um miðjan ágúst 2017 og er til og með 8. janúar 2018. Vetur/vor-tímabilið er frá 8. janúar til byrjun júní 2018. Opnað verður bókanir fyrir haust/vetur-tímabilið þann 29. maí 2017. Sumartímabilið er frá byrjun júní til loka ágúst og opnað fyrir það í byrjun apríl ár hvert.

LEIGUGJALD FYRIR EIGNIR Á VEGUM ORLOFSSJÓÐS

Leiguupphæð er mismunandi eftir eignum og er ákveðin árlega af stjórn Orlofssjóðs. Leigutaka ber að greiða leigu við bókun. Kjósi félagsmaður annað greiðslufyrirkomulag þarf hann að hafa samband við skrifstofu Orlofssjóðs eða senda póst á orlof@ki.is. Allar viðbótarbókanir teljast nýjar bókanir og greiða verður fyrir þær í samræmi við gjaldskrá.

LYKLAR AÐ HINU LEIGÐA HÚSNÆÐI

Lyklar að orlofshúsum í eigu KÍ eru í lyklakassa og eru lykilnúmer uppgefin á leigusamningi. Upplýsingar um afhendingu lykla að endurleiguhúsum eru skráðar á leigusamningi vegna leigunnar. Undantekning frá þessi reglu eru orlofshús OKÍ Kjarnaskógi, lyklar í þau hús er afhentir á skrifstofu Securitas á Akureyri. Sjá nánar í samningi.

ÞEGAR UPP KOMA VANDAMÁL

Ef aðbúnaður á leigðri eign er ekki í samræmi við lýsingu er sjóðfélagi beðinn um að láta viðkomandi umsjónarmann vita strax og á hann þá að leitast við að koma hlutunum í lag. Símar umsjónarmanna eru tilteknir á leigusamningi og á bókunarvefnum. Ef slíkt tekst ekki er sjóðfélagi beðinn um að láta vita á skrifstofu Orlofssjóðs með því að senda tölvupóst á orlof@ki.is, um leið og hægt er. Ef þörf er á skal senda myndir með.

VEIKINDI, ÓVEÐUR OG AÐRAR ÓVIÐRÁÐANLEGAR AÐSTÆÐUR

Leiga er aldrei endurgreidd ef tilkynning berst eftir að leigutími hefst. • Ef veikindi eða önnur meiriháttar áföll koma í veg fyrir orlofsdvöl skal tilkynna skrifstofu sjóðsins það skriflega svo fljótt sem kostur er. Í slíkum tilfellum er heimilt að endurgreiða leigugjald gegn framvísun læknisvottorðs og uppfærist þá punktastaða. Athugið: OKÍ greiðir ekki fyrir læknisvottorð. • Ef veður eða aðrar óviðráðanlegar ytri aðstæður svo sem ófærð, aðvaranir lögreglu eða Veðurstofu koma í veg fyrir orlofsdvöl, endurgreiðir sjóðurinn 80% leigugjaldsins og uppfærir punktastöðu. Skrifleg beiðni verður að berast Orlofssjóði á orlof@ki.is, sem og staðfesting opinberra aðila á ófærð. • Ef leigutaki þarf að afpanta eða breyta orlofsdvöl þarf að greiða breytinga- eða skilagjald sem kemur fram í gjaldskrá. Árið 2017 helst sú upphæð óbreytt frá 2015, kr. 2.500 og áskilur stjórn Orlofssjóðs sér rétt til að endurskoða gjaldið árlega. • Sé orlofshúsnæði skilað með meira en tveggja vikna (14 daga) fyrirvara er leigugjald að fullu endurgreitt en skilagjald innheimt. Punktar eru þá bakfærðir að fullu. • Sé orlofshúsnæði skilað innan 14–8 daga áður en leiga hefst er 75% leigugjalds endurgreitt og punktar bakfærðir að fullu. • Sé orlofshúsnæði skilað áður en 7–3 dagar eru í upphaf leigutöku fæst 25% leigugjaldsins endurgreitt og punktar bakfærðir að fullu. • Sé orlofshúsnæði skilað þegar minna en 3 dagar – 72 klst eru í upphaf leigutöku þarf að greiða fulla leigu fyrir húsið auk punkta. • Þjónusta sem keypt er samhliða leigu, s.s. leiga á líni eða þrif á orlofseign er alltaf endurgreidd að fullu. Sjá nánar reglur um afbókanir á Orlofsvefnum. Framhald á síðu 34.

32

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


ENDALAUS AFÞREYING

MEÐ ICELANDAIR Alltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun | Afþreyingarkerfi 350 klst. | 10 kg handfarangur Meira pláss milli sæta | Ein ferðataska allt að 23 kg | Matur fyrir börnin | Óáfengir drykkir Vildarpunktar | Flug- og flugvallarskattar

+ Nánar á icelandair.is/fljugdu-vel


REGLUR / ÞJÓNUSTA BREYTINGAR / AFBÓKANIR

Tilkynna skal allar breytingar og afbókanir skriflega svo fljótt sem auðið er til Orlofssjóðs, netfang: orlof@ki.is. Athugið: Þó breyting sé í upphafi tilkynnt símleiðis, verður skrifleg beiðni að fylgja í kjölfarið.

HÓTEL- OG FLUGÁVÍSANIR / AFSLÁTTARKORT

Frá og með 3. apríl 2017 geta félagsmenn OKÍ keypt fjórar (4) Icelandair flugávísanir fjóra (4) hótelmiða með punktaafslætti. Einnig verða Útileguog Veiðikort niðurgreidd af orlofssjóði sumarið 2017. Sjá nánar um framboð í orlofsblaði. Hótelmiðar, flugávísanir og önnur afsláttarkort eru aldrei endurgreidd.

UMGENGNI, ÁBYRGÐ OG SKIL LEIGUEIGNA

Leigutaka ber að hafa leigusamning við höndina á meðan á dvöl stendur. Leigutaki ber ábyrgð á umgengni við orlofshús, orlofssvæði og aðrar eigur á vegum Orlofssjóðs KÍ eftir almennum reglum skaðabótaréttar og leiguréttar, þ.e. að almennt skulu greiddar skaðabætur sem nema þeim útgjöldum sem tjón bakar Orlofssjóði, ef tjóni er valdið af ásetningi eða gáleysi af félagsmanni eða gesti hans. Leigutaki þarf að sjá um að húsið sé vel þrifið við brottför. Ef frágangi eða annarri umgengni er ábótavant áskilur OKÍ sér rétt til að innheimta sérstakt gjald fyrir slæman viðskilnað. Ef um tjón eða skemmdir á húsbúnaði / eignum OKÍ er að ræða þá er, auk kröfu um greiðslu kostnaðar, heimild til að áminna félagsmann. Honum gefst þó tækifæri á að skýra mál sitt við stjórn OKÍ áður en endanleg áminning verður ákveðin. Ef annað sambærilegt brot er framið innan tveggja (2) ára missir sjóðfélagi rétt til nýtingar á orlofstilboðum næstu fimm (5) ár hafi kostnaður við hvort tjón um sig farið yfir árlega viðmiðunarupphæð sem stjórn OKÍ setur sér. Sjá

nánar á um sektarupphæðir á orlofsvefnum. http://ki.is/styrkir-og-sjodir/ orlofssjodur2/orlofssjodur#afbókanir-reglur Reikningur fyrir þrifum og/eða skemmdum verður sendur félagsmanni og er gjaldfrestur reiknings 15 dagar. Sé hann ekki greiddur innan tiltekins frests verður reikningurinn sendur í innheimtu hjá lögfræðingi með tilheyrandi kostnaði.

REYKINGAR ERU MEÐ ÖLLU BANNAÐAR Í HÚSNÆÐI ORLOFSSJÓÐS.

GÆLUDÝR

Óheimilt er að hafa hunda, ketti eða önnur gæludýr í leiguhúsnæði á vegum Orlofssjóðs KÍ nema sérstaklega komi fram í leigusamningi að það sé heimilt. Lausaganga hunda í orlofsbyggðum Orlofssjóðs er bönnuð. Áhersla er lögð á að félagsmenn virði þessar reglur, ekki síst með það í huga að sýna ofnæmissjúklingum tillitssemi.

HJÓLHÝSI / FELLIHÝSI / TJALDVAGNAR O.FL.

Óheimilt er að nota tjöld, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna og annan slíkan búnað við orlofshúsin.

BROT Á REGLUM OKÍ OG SEKTIR

Sjá á orlofsvefnum: http://ki.is/styrkir-og-sjodir/orlofssjodur2/orlofssjodur#afbókanir-reglur

GILDISTAKA

Reglur þessar voru samþykktar í stjórn Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands 20. mars 2017. Nýjasta útgáfa reglna OKÍ er ávallt á vefnum.

Bræðurnir Sigurjón Kári og Arnar Páll Halldórssynir kæla sig niður. Höfundur myndarinnar er Guðrún Sigríður Pálsdóttir. Myndin var tekin á Akureyri síðasta sumar. Myndin lenti í 2. til 3. sæti í samkeppni um forsíðumynd blaðsins.

34

FERÐABLAÐ KÍ 2017 – Ítarlegar lýsingar á orlofshúsum og búnaði þeirra eru á Orlofsvef KÍ  www.ki.is


Staldraðu við, njóttu! Farfuglaheimilin bjóða gæða gistingu

Á 33 Farfuglaheimilum um land allt er alþjóðlegt andrúmsloft í heimilislegu umhverfi. Upplifðu náin tengsl við náttúru, menningu og fjölbreytta afþreyingu á ferð þinni um landið.

Farfuglar ❚ info@hostel.is ❚ www.hostel.is


Profile for Kennarasamband Íslands

Ferðablað Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands 2017  

Orlofssjóður KÍ býður félagsmönnum upp á fjölbreytta orlofskosti. Upplýsingar um þá má finna í Ferðablaði Orlofssjóðs.

Ferðablað Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands 2017  

Orlofssjóður KÍ býður félagsmönnum upp á fjölbreytta orlofskosti. Upplýsingar um þá má finna í Ferðablaði Orlofssjóðs.