Page 7

Á Sandgerðisdögum og Ljósanótt var deildin með fjáröflun og nokkrir iðkendur voru með sýningar. Gengu bæði sýningarnar og fjáröflunin vel og megum við vera stolt af bæði iðkendum og foreldrum þeirra fyrir áhuga og fórnfýsi í þágu félagsins. Í október rættist svo langþráður draumur deildarinnar að komast í sitt eigið húsnæði. Umræður hafa staðið yfir í nokkur ár en á haustmánuðum komst loksins skrið á málið og í október var skrifað undir samning um leigu á húsnæði við Iðavelli 12, en því deilum við með Júdódeild Njarðvíkur. Hlökkum við mikið til að halda áfram okkar góða starfi á nýjum stað þar sem hægt er að búa til þá aðstöðu sem okkur hefur lengi vantað. Í byrjun nóvember fór svo seinasta stórmót ársins fram, Íslandsmótið í formum. Keflavík stóð uppi sem sigurvegari á því móti í fyrsta sinn, en liðið var með jafn mörg stig og Ármann sem lenti í öðru sæti, en Keflvíkingar voru með fleiri gullverðlaun. Í heildina fékk félagið 10 gull, 8 silfur og 5 brons. Sannarlega glæsilegur árangur. Um miðjan nóvember fer svo fram sterkt alþjóðlegt mót, Scottish Open, og sendir Keflavík 7 keppendur á það mót, en þau munu keppa fyrir hönd Íslands. Er það mikill heiður að eiga svona marga í landsliðinu sem keppa á alþjóðlegu móti. Seinasta mót ársins mun svo fara fram í lok nóvember, en það er fyrsta bikarmót Taekwondosambands Íslands og mun það vera haldið hjá okkur Keflvíkingum. Þar stefnum við á sigur eins og á öllum þeim mótum sem við tökum þátt í. Taekwondodeild Keflavíkur hefur því átt gott ár og má með sanni segja að deildin sé sú besta á landinu. Með tilkomu nýs húsnæðis er hægt að gera enn betur og stefna margir keppendur á okkar vegum á góðan árangur erlendis sem hérlendis og því hlökkum við til ársins 2013. Stjórn Taekwondodeildar Keflavíkur.

Á Norðurlandamóti í Svíþjóð.

Æfingabúðir með Master Paul Voigt.

DYNAMO REYKJAVÍK

Óskum

Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða. Sími 420 2500

www.skolamatur.is

Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Óskum viðskiptavinum okkar, sem og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Vinur við veginn Jólablað 2012

7

Profile for Keflavik

Jólablað 2012  

Jólablað 2012  

Profile for keflavik
Advertisement