Page 6

2012 telst vera eitt besta ár í 12 ára sögu Taekwondodeildar Keflavíkur

Á

rið 2012 telst vera eitt besta ár í 12 ára sögu taekwondodeildar Keflavíkur. Deildin er handhafi allra Íslandsmeistaratitla liða og iðkendur innan hennar eru handhafar langflestra einstaklingstitla. Einnig komst deildin í langþráð framtíðarhúsnæði og því má með sanni segja að hún hafi blómstrað þetta árið. Í byrjun janúar var haldið annað bikarmótið í bikarmótaröð TKÍ . Í fyrsta mótinu sem haldið var í nóvember 2011 var Keflavík stigahæsta liðið og var annað mótið framhald af því. Liðið fékk 23 gull, 13 silfur og 15 brons og áttum við 3 af 4 stigahæstu keppendunum í samanlögðu, þ.e. bæði formum og bardaga. Þriðja og seinasta bikarmótið var svo haldið í apríl og hélt Keflavík sigurgöngu sinni áfram. Þar áttum við stigahæstu keppendurna í samanlögðu í bæði drengja- og stúlknaflokki. Stóðum við síðan uppi sem heildarsigurvegarar á bikarmótaröðinni og erum því bikarmeistarar félaga. Þetta er þriðja árið í röð sem Keflavík hreppir þennan titil. Íslandsmótið í bardaga var haldið á Ásbrú í mars og tókst það með eindæmum vel. Yfirdómari Alþjóða taekwondosambandsins (WTF) var með námskeið fyrir keppendur og dómara fyrir mótið og var svo yfirdómari mótsins. Reyndist þetta dýrmæt reynsla fyrir alla þá sem tóku þátt, hvort sem það voru keppendur eða aðrir sem komu að mótinu. Keppnin var hörð en svo fór að lokum að Keflavík stóð uppi sem sigurvegari og voru því Íslandsmeistarar í bardaga 2012. Einnig áttum við keppanda mótsins í karlaflokki, en það var Jón Steinar Brynjarsson, en hann átti líka bardaga mótsins. Þetta var einnig þriðja árið í röð sem Keflavík vinnur þennan titil. Í maí var haldið svartabeltispróf og var meistari okkar, Paul Voigt ( 5.dan), fenginn til að gráða iðkendur sem tóku prófið. Í ár voru það 5 iðkendur; Ástrós Brynjarsdóttir, Karel Bergmann Gunnarsson, Svanur Þór Mikaelsson, Sverrir Örvar Elefsen og Þröstur Ingi Smárason sem þreyttu prófið og stóðust það

Á Norðurlandamóti í Svíþjóð. með prýði og fengu 1. poom, en það er svartabeltið fyrir iðkendur undir 16 ára aldri. Það má til gamans geta að allir þessir iðkendur eru ungir að aldri, en sá yngsti er 12 ára og sá elsti 14 ára. Því er hægt að segja að framtíðin sé mjög björt hjá félaginu. Samhliða svartabeltisprófinu voru haldnar æfingabúðir sem voru fjölsóttar af öðrum taekwondodeildum og þóttust heppnast mjög vel. Keflavík átti eina fulltrúa Íslands, Kristmund Gíslason, á heimsmeistaramóti unglinga sem haldið var í Egyptalandi í apríl. Stóð hann sig frábærlega og lenti í 5.-8. sæti í sínum flokki. Erum við mjög stolt af honum og á hann möguleika á að gera enn betur í framtíðinni, þar sem hann er einungis 17 ára. Norðurlandamót var haldið í Svíþjóð í maí og fóru Armbeygjuáskorun.

Ungir iðkendur.

6

Jólablað 2012

7 keppendur á vegum félagsins. Stóðu þau sig öll með stakri prýði og komu heim með 2 silfur og 5 brons. Í lok maí var svo uppskeruhátíð þar sem hið öfluga foreldrafélag sá um veitingar. Veitt voru verðlaun í hverjum hópi fyrir sig og voru það Helgi Rúnar Þórarinsson, Klara Davíðsdóttir, Bjarni Júlíus Jónsson, Sverrir Örvar Elefsen, Jónas Guðjón Óskarsson og Helgi Nikulás Vestmann sem hlutu þau. Nemandi ársins í öllum hópum var svo valinn Ágúst Kristinn Eðvarðsson. Keppt var í taekwondo í fyrsta sinn á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina og sendu Keflvíkingar nokkra keppendur til leiks. Stóðu þau sig vel að vanda og hlutu 4 gull, 3 silfur og 5 brons.

Profile for Keflavik

Jólablað 2012  

Jólablað 2012  

Profile for keflavik
Advertisement