Page 37

Keflavík valið fyrirmyndarfélag á 15. Unglingalandsmóti UMFÍ.

Unglingalandsmót UMFÍ 2012

F

immtánda Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands var haldið um verslunarmannahelgina á Selfossi þann 3. - 5. ágúst 2012. Keflavík átti 112 keppendur en þátttakendur á mótinu voru á þriðja þúsund og hafa aldrei verið fleiri. Á föstudeginum var mótið formlega sett og gekk undirritaður stoltur inn á leikvanginn með keppendum sem allir voru klæddir í Keflavíkurpeysu. Unglingalandsmótseldurinn var tendraður af Marín Laufey Davíðsdóttur, glímudrottningu, en ávörp fluttu Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og Katrín Jakobsdóttir, menntaog menningarmálaráðherra.Tjaldsvæði Keflavíkur var orðið sneisafullt á föstudeginum af húsakynnum keppenda, foreldra og einnig afa og ömmu sem létu sig ekki vanta í stuðningshópinn en allt var þetta undir stjórn Ólafs Ásmundssonar sem sá um að allt gengi vel fyrir sig. Fjölmargar greinar voru í boði á mótinu og gátu keppendur skráð sig í hvaða grein sem var hvort sem um var að ræða liðaeða einstaklingsgreinar. Dagarnir byrjuðu snemma en voru fljótir að líða því margt var að gera fyrir utan að taka þátt í keppninni sjálfri. Dagarnir enduðu svo með kvöldvökum, með hinum ýmsum uppákomum fyrir ungu kynslóðina. Mótshaldarar eiga mikið hrós skilið fyrir skipulagningu, allt gekk upp meira að segja veðrið. Mitt hlutverk var að fylgja syni mínum, sem spilaði með 6. flokk í körfubolta, á þessu móti og náðu þeir að verða unglingalandsmótsmeistarar. Einnig vorum við í stuðningsliði hjá frænkum okkar sem spiluðu í körfubolta fyrir Keflavík. Allir voru mjög ánægðir með mótið og sumir voru á sínu þriðja móti í röð sem ég skil vel því þeir sem eiga unglinga ættu að prufa að fara á unglingalandsmót þó það sé ekki verið að keppa, það eru aldrei of margir í stuðningsliðinu. Á sunnudagskvöldinu var marserað ásamt öllum ungmennafélögum frá tjaldsvæði og inn á leikvang til að slíta mótinu. Eftir góða skemmtidagskrá var Keflavík útnefnt fyrirmyndafélag mótsins sem er mikill heiður

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

EM EINAR MAGNÚSSON ÞORVALDUR H. BRAGASON TANNLÆKNAR OG STARFSFÓLK S KÓ L AV E G I 10 • 2 3 0 K E F L AV Í K

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Stofnað 1971

Verktakar • Ráðgjöf

fyrir alla Keflvíkinga sem komu að þessu móti. Þessa viðurkenningu fékk félagið fyrir að sína góða hegðun innan sem utan vallar á mótinu og megum við vera stolt af okkar krökkum sem stóðu sig afburðar vel í öllum keppnisgreinum og einnig okkur sem fylgdum þeim eftir. Það var eftir því tekið að þeir sem stóðu fyrir utan völlinn og hvöttu krakkana áfram en voru ekki með neina neikvæðni þó ekki hafi allt gengið upp hjá þeim. Ólafur Ásmundsson tók við veglegum bikar fyrir hönd Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags undir lófaklappi allra viðstaddra á svæðinu. Mótið endaði síðan á svakalegri flugeldasýningu sem ætlaði engan endi að taka. Ég vona að við í Keflavík höldum áfram á þessari braut og fjölmennum á næsta mót sem haldið verður á Höfn í Hornafirði verslunarmannahelgina 2013. Guðjón M. Axelsson.

Sími 421 2884 • rekan@rekan.is

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Jólablað 2012

37

Profile for Keflavik

Jólablað 2012  

Jólablað 2012  

Profile for keflavik
Advertisement