Page 33

Keflavíkurstúlkur á fyrstu árum félagsins.

Viðtal við Heiðrúnu Rós Þórðardóttur:

Evrópumeistara í hópfimleikum 2012 Laufey og Gulla með flottar fimleikastelpur.

Stofnun

Fimleikafélags Keflavíkur

A

ðdragandinn að stofnun Fimleikafélags Keflavíkur var sú að ein stjórnarkona ÍBK Ragnhildur Ragnarsdóttir fór að keyra dóttur sína og vinkonu hennar á fimleikaæfingar í Reykjavík. Ragnhildur kynnist síðan Lovísu Einarsdóttur formanni Fimleikasambands Íslands á ársþingi ÍSÍ og ber það undir hana að gaman væri að stofna fimleikafélag í Keflavík. Lovísa þekkti Margréti Einarsdóttur frá fyrri tíð en þær æfðu saman fimleika. Ragnhildur hafði samband við Margréti og var hún strax til . Þá var farið af stað með að aðlaga lög og reglur að smærra fimleikafélagi með dyggri aðstoð Lovísu. Haft var samband við frábærar konur sem vildu leggja hönd á plóg og stofnfundur var haldinn haustið 1985. Það mæddi mikið á Margréti sem var bæði fyrsti formaður og aðalþjálfari félagsins. Á þessum árum vann hún á vöktum og á milli þess sem hún þjálfaði fimleikahópana og restin af stjórninni skiptist á að aðstoða hana á æfingum. Einnig nýtti Margrét sambönd sín inni í fimleikafélög á stór Reykjavíkursvæðinu og fékk t.d. Hlín Árnadóttur þjálfara frá Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði og dóttur hennar til að koma og þjálfa hjá FK. Bæjarfélagið styrkti félagið til að byrja með, með því að bjóða upp á frítt æfingahúsnæði en enga fjárstyrki. Til að geta rekið félagið varð stjórnin að halda vel á spilunum, því að einu fjármunirnir sem félagið hafði, var það sem kom inn af æfingagjöldum. Fyrstu árin fóru æfingarnar fram í íþróttahúsi Myllubakkaskóla og var notast við þau íþróttaáhöld sem voru til í húsinu. Þrátt fyrir skort á fjármagni var fimleikafélagið vel rekið af hagsýnum konum og var fjárfest í fimleikaáhöldum eftir efnum og aðstæðum. Fyrsta fimleikaáhaldið sem félagið fjárfesti í var jafnvægisslá, klædd með svampi, sem Sigurbjörn Sigurðsson (Bói í Duus) smíðaði. Það tók félagið nokkur ár að safna fyrir dýnum og tækjum

sem þurfti til fimleikaiðkunnar. Margrét var driffjöður félagsins og með sinni bjartsýni og áhuga komst það klakklaust yfir erfiðasta hjallann og lagði grunninn að því stórkostlega starfi sem er hjá Fimleikadeildinni í dag. Til að byggja upp sjálfstraust félagsins og fimleikastúlknanna lét Margrét þær taka þátt í fimleikamótum sem hún vissi að þær gætu staðið sig með reisn. Á fyrsta mótinu mættu stúlkurnar okkar í mislitum leikfimisklæðnaði sem þær áttu sjálfar. Stjórnin lagði áherslu á að láta hanna fimleikabúninga og merki fyrir félagið og fyrstu árin kepptu iðkendur í fallegum rauðum og hvítum búningum. Stjórnin lagði áherslu á að kynna það starf sem fram fór í félaginu og bauð foreldrum iðkenda og bæjarbúum á æfingar. Þetta var undanfari jólsýninga FK, sem flestir þekkja í dag. Til að sýningarnar yrðu sem glæsilegastar lagði stjórnin dag við nótt að sauma búninga á fimleikastúlkurnar til að lífga upp atriðin á sýningunum og erum við stoltar af því að rauðu og hvítu jólapilsin sem við saumuðum eru enn í notkun hjá deildinni eftir öll þessi ár. Fimleikadeild Keflavíkur hélt boðsmót þann 10. nóvember s.l.. Mótið kallast Möggumót og er haldið til heiðurs einum af stofnendum og aðaldriffjöðrum félagsins. Fimleikadeildin hefur ekki haldið þetta mót síðan flutt var í nýtt húsnæði og erum við spenntar yfir því að þessi hefð hefur verið endurvakin. Stjórnin lagði mikla áherslu á hópfimleika til að halda stúlkunum lengur í fimleikum og mikil ánægja að Heiðrún Rós Þórðardóttir „okkar“ er Evrópumeistari í hópfimleikum í ár, en hún fæddist 1985 sama ár og Fimleikafélag Keflavíkur var stofnað. Fyrir hönd fyrstu stjórnar: Inga María Ingvarsdóttir Laufey Kristjánsdóttir

Hvað varst þú gömul þegar þú byrjaðir að æfa fimleika? Ég var 5 ára þegar ég byrjaði fyrst í fimleikum. Hætti svo 18 ára en byrjaði aftur þegar ég var 23 ára og þá fóru hlutirnir að gerast. Náði miklum framförum á stuttum tíma þar sem ég hafði mjög mikinn metnaðað til að ná langt. Hvað var til þess að þú byrjaðir að æfa fimleika? Jane Petra frænka var alltaf að passa mig, hún var í fimleikum sem varð til þess að ég valdi fimleika. Hvernig var aðstaðan þegar þú byrjaðir að æfa fimleika? Aðstaðan var allt allt önnur en hún er í dag. Fimleikarnir voru inni í b-sal á Sunnubrautinni, það var engin gryfja og öll áhöld mjög gamaldags. Lærði t.d arabastökk flikk á grænni dýnu sem er mikið notuð í skólaleikfiminni. Hvernig stóð á því að þú fórst í fimleikaskóla í Danmörk? Hafði heyrt um Ollerup fimleikalýðháskólann áður þar sem stelpur úr bænum höfðu farið í hann og voru mjög ánægðar með sína dvöl þar. Svo eftir að við fengum íþróttaakademíuna urðu miklar framfarir hjá mér í fimleikum og mig langaði bara til að prufa einhvað nýtt. Hafði mjög gott af því að fara ein út, þroskast, læra nýtt tungumál, kynnst fullt af nýju fólki og læra meira um fimleika og þjálfun. Hvernig fannst þér að vera í Danmörk í fimleikum og hvernig standa Danir sig miðað við okkur? Mér fannst bara mjög gaman að fimleikunum úti í Danmörku. Danirnir æfa ekki eins mikið og við hér heima. Það eru færri æfingar og æfingarnar eru styttri, eða ég var allavega vön því að æfa í 3 klst. í senn áður en ég fór út en þarna úti voru æfingarnar í 1 1/2 -2 klst. Danirnir standa sig nokkuð vel í fimleikum. Dönsku strákarnir eru ROSALEGA góðir enda unnu þeir Evrópumótið 2012 en stelpurnar eru ekki eins góðar, þær lenntu í 5. sæti á Evprópumótinu og voru ekki mjög sannfærandi. Enda æfa þær ekki jafn stíft og við hér heima og gera mun minna þrek. Fimleikar eru meira svona “for sjov” (til gamans) þarna úti. Hér er miklu meiri vilji til að ná lengra og vinna stórmót ;)

Jólablað 2012

33

Profile for Keflavik

Jólablað 2012  

Jólablað 2012  

Profile for keflavik
Advertisement