Page 29

Hvers vegna að safna fyrir mótum erlendis fyrir unglinga í íþróttum?

Í

Keflavík hefur skapast sú hefð í körfuboltanum að fara til útlanda með iðkendur, árið sem þeir verða 15 ára. Brottfall er mikið í íþróttum á þessum árum og með því að hafa gulrót haldast iðkendurnir lengur í iðkunn íþrótta. Mikil fjáröflun er að baki þegar farið er erlendis með íþróttamenn og voru krakkarnir hetjur að safna á ýmsan hátt. Foreldrar og krakkarnir unnu til dæmis á Ljósanótt og á Nettómótinu, og ennig með ýmis konar sölu. Eftir miklar pælingar og marga fundi ákváðum við að sameina sól, keppni í körfu og fallegustu borg Evrópu í einn pakka. Við flugum til Barcelona þann 15. júní og þaðan fórum við í strandbæinn Lloret de Mar. Hann er um það bil klukkutíma fyrir utan borgina. Þar kepptu 12 strákar og 7 stelpur fyrir hönd Keflavíkur á Eurobasket körfuboltamóti. Með hópnum voru tveir þjálfarar.Guðbrandur Stefánsson var með strákana og Jón Guðmundsson var með stelpurnar. Foreldrar voru alls 10 auk annarra

Stúlkurnar með bikarinn. Þær urði í fyrsta sæti. Frá vinstri: Kristrún, Elva Lísa, Karen, Laufey Rún, Irena Sól, Ásta og Nína Karen.

voru týnd í tvo tíma og allir orðnir áhyggjufullir þar sem drengurinn gat ekki verið án gleraugna. Við fórum oft á ströndina og að sjálfsögðu var spilaður körfubolti í íþróttahúsi án loftkælingar –prófið það. Bara það að geta klárað leikinn var afrek hjá Íslendingum sem ekki eru vanir að spila í steikjandi hita. Það var upplifun fyrir krakkana okkar. Einnig kepptu strákarnir einn leik úti og unnu krakkarnir okkar gullið að sjálfsögðu. Við héldum heim þann 23.júní (strákarnir) með viðkomu í Barcelóna. Stelpurnar ásamt fjölmennum hóp aðallega súperhressra mæðra voru nokkrum dögum lengur. Í Barcelóna skoðuðum við nokkra fræga staði og versluðum að sið Íslendiga á Römblunni en það er aðalverslunargatan. Margir voru á því að fara aftur í þessa fallegustu borg Evrópu að margra mati. Álfheiður Jónsdóttir körfuboltamamma

Drengirnir á leið í keppni.

Hópurinn með gullverðlaunin.

Einn pabbinn að láta fiska snyrta á sér fæturnar.

fjölskyldumeðlima. Sumir lengdu fríið um nokkra daga í þessari sólarparadís sem Spánn er. Við vorum á alveg frábæru hóteli, Hótel Cleopatra. Góður matur og stutt í allt í þessum vinalega smábæ. Við fórum

í vatnagarð, þar misstu tveir strákar gleraugun sín og við gerðum rólyndu spánverjana brjálaða þegar við fórum út í lendingarlaug rennibrautarinnar að leita að gleraugunum. Gleraugu annars stráksins fundust strax en hin

Á bæjarrölti.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Mömmurnar í bleiku.

Smiðjuvöllum 6 • 230 Keflavík • Sími 421 3500 • www.bilasp.is

Jólablað 2012

29

Profile for Keflavik

Jólablað 2012  

Jólablað 2012  

Profile for keflavik
Advertisement