Page 26

Annáll þessi er fyrir tímabilið 2011 – 2012 - en tímabilinu lauk með lokahófi í maí síðastliðnum

Þ

að er ávallt við hæfi þegar körfuknattleikstímabilinu lýkur að renna aðeins yfir árangur og stöðu yngri flokka deildarinnar og veita iðkendum félagsins viðurkenningar fyrir góða frammistöðu og árangur og ljóst að víða leynast efnilegir afreksmenn innan deildarinnar. Stærsta einstaka verkefni Barna- og unglingaráðs KKDK á hverju tímabili er framkvæmd Nettómótsins sem við höldum ávallt í góðu samstarfi við UMFN og er stærsta körfuboltamót sem haldið er á Íslandi ár hvert. Þetta mót halda félögin síðan í góðri samvinnu við stærstu bakhjarla mótsins sem eru Reykjanesbær og Samkaup. Auðvitað koma síðan fjölmörg önnur fyrirtæki að þessu með dýrmætum stuðningi og velvilja við okkur. Mótið hefur stækkað hratt á undanförnum tveimur árum og aldrei verið stærra en í ár þegar við héldum 21. mótið á jafnmörgum árum. 1.200 þátttakendur - 24 félög - 188 keppnislið - 447 leikir - 5 íþróttahús 13 vellir - 10 bíósýningar - 430 pizzur - 1000 næturgestir á 7 stöðum Á Ljósanótt höfum við einnig tekið þátt í fjáröflun s.l. þrjú ár með UMFN og mun það samstarf halda áfram, en þessi sameiginlegu verkefni vinnum við undir nafninu KarfaN sem er sameiginlegt fjáröflunar- og hagsmunafélag barna- og unglingaráða Körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur. Barna- og unglingaráð KKDK hefur einnig séð um miðasölu og veitingasölu á heimaleikjum meistaraflokks karla og kvenna og hefur það starf verið ánægjulegt og myndað mikla samheldni og stemmingu innan raða unglingaráðs þó vissulega hafi það aukið álagið. Meðal nýjunga á tímabilinu voru morgunæfingar sem við buðum uppá fyrir áhugasama iðkendur í 8. bekk og eldri, tvisar í viku og stjórnaði Einar Einarsson æfingunum. Voru þær vel sóttar og nokkuð ljóst að framhald mun verða á þessum valkosti næsta vetur.

7. flokkur drengja.

26

Jólablað 2012

– Þjálfari Rannveig Kristín Randversdóttir 5. bekkur drengja – Þjálfari Björn Einarsson Í mb 11 ára (6.b) 7. og 8. bekk er keppt í fjórum umferðum, eða fjórum helgarmótum þar er fjórða umferð A-liða úrslitamót þar sem efsta liðið verður Íslandsmeistari. Þau mót eru haldin á heimavelli þess liðs sem bestum árangri hefur náð í fyrstu þremur umferðunum.

Minnibolti 11 ára drengja

MB ll ára drengja

MB 11 ára stúlkna. Við í unglingaráði viljum færa öllum þjálfurum bestu þakkir fyrir tímabilið auk þess fá allir þeir áhugasömu foreldrar sem lögðu hönd á plóginn með ýmsum hætti miklar þakkir. Alls sendi barna- og unglingaráð KKDK 15 lið til keppni á Íslandsmótið tímabilið 2011-2012 og 9 lið í bikarkeppni yngri flokka. Krakkar í 1. – 5. bekk keppa ekki á Íslandsmóti en þau hafa verið dugleg við að sækja önnur mót sem í boði eru fyrir þennan aldurshóp. Flest

fóru þau á Orkumót KR og Actavismót Hauka. Mörg fóru á Sambíómót Fjölnis, Jólamót Nettó&ÍR og Póstmót Breiðabliks og öll fóru þau að sjálfsögðu á Nettómótið sem er mót mótanna.

Þjálfarar 1.-4. bekkur stúlkna – Þjálfari Helena Jónsdóttir 1.-4. bekkur drengja – Þjálfari Elentínus Margeirsson 5.-bekkur stúlkna

7. flokkur stúlkna.

Hófu leik í A-riðli og t.d.var keppnin svo jöfn í riðlinum að KRingar sem unnu fyrsta mótið, töpuðu öllum í 2. umferð og féllu í B-riðil. Keflvíkingar unnu þrjá og töpuðu einum í öllum fjórum mótum vetrarins og sá árangur dugði peyjunum heldur betur í lokamótinu og tryggði þeim þar með Íslandsmeistaratitilinn í þessum aldursflokki. Glæsilegt hjá strákunum sem voru 8. flokkurinn hjá Keflavík til að verða Íslandsmeistarar í þessum aldursflokki en Keflavík varð síðast Íslandsmeistarar í mb. 11. ára drengja fyrir 12 árum. Strákarnir kepptu einnig á Nettómótinu, Orkumóti KR, Actavismóti Hauka og enduðu veturinn á að fara á mót hjá Þórsurum á Akureyri nú á dögunum. Þjálfari Björn Einarsson Mestar framfarir: Elvar Snær Guðjónsson Besti varnarmaðurinn: Arnór Sveinsson Besti leikmaðurinn: Arnór Sveinsson

Minnibolti 11 ára stúlkna A-lið Hófu leik í A-riðli og náðu að vinna alla leikina örugglega í fyrsta mótinu nema Grindavík sem þær unnu með einu stigi. Þær skáru sig þó enn frekar frá hinum liðunum þegar leið á mótið og fóru taplausar í gegnum allt tímabilið og urðu Ísandsmeistarar með glæsibrag þegar þær unnu Grindavík í lokaleik mótsins 40-16. Stelpurnar kepptu einnig á Nettó-

Profile for Keflavik

Jólablað 2012  

Jólablað 2012  

Profile for keflavik
Advertisement