Page 22

Sigríður Jóhannsdóttir hástökkvari.

Átta keflvískir íþróttamenn kepptu í fjögurra héraða keppninni á Akureyri 1958. aldrei séð grindur áður. Þeim var raðað þarna upp og ég bara lagði af stað og hélt áfram. Við vorum þrír keppendur og ég náði öðru sæti. Við komum heim með sitt hvorn silfurpeninginn, ég og hún systir mín.” “Við fórum á landsmótið á Eiðum 1952,” segir Guðfinnur. “Það var full rúta, við vorum um 30 manns frá Keflavík. Á leiðinni austur stoppuðum við á Grímstöðum á Fjöllum og fengum okkur

snæðing. Þetta var ægilegt kalt sumar og þeir voru búnir að byggja útilaug á Eiðum þar sem sundfólkið átti að keppa. Þarna voru Inga Árnadóttir, sunddrottning Suðurnesja til margra ára, Guðbjörg Árnadóttir og fleiri sundfólk frá okkur. Austfjarðarhitinn frægi og umtalaði átti að velgja laugina en það klikkaði illilega. Það var 4-5 stiga hiti í lauginni og þegar þær voru að stinga sér heyrði maður öskrin í þeim langar leiðir og þær voru strax komnar

REYKJANESBÆR

Sendir öllum bæjarbúum hugheilar óskir um gleðileg jól, gott og farsælt nýtt ár

Minnum á dagskrá kirkjunnar um aðventu og jól. Sjá nánar www.keflavikurkirkja.is

þar sem einnig eru upplýsingar um annað starf í kirkjunni. Kirkjuvegi 25 • 230 Keflavík • Sími 420 4300 • Fax 420 4305 • www.keflavikurkirkja.is

22

Jólablað 2012

Erna Sigurbergsdóttir í langstökki. upp á bakkann. Við fundum ekki eins mikið fyrir þessu sem vorum að hlaupa, gátum alltaf hlaupið okkur til hita. Þetta mót tókst samt ágætlega og töluvert af fólki að keppa. Í minningunni standa þó upp úr drengjahlaup Ármanns og víðavangshlaup ÍR sem við tókum þátt í. Ég fór í Samvinnuskólann og var þar að æfa allan tímann, náði ágætum árangri, varð annar eftir Svavari Markússyni sem var yfirburða hlaupari. Eftir skólann fór ég að vinna hjá kaupfélaginu hérna og síðan fórum við Sigurður Eyjólfsson að stunda verslunarrekstur, aðeins 19 ára gamlir. Þá datt ég út úr íþróttunum því það gríðarmikið að gera hjá okkur, ekki síst vegna þess að við vorum mjög hógværir í allri álagningu á vörum, lögðum t.d. ekki flutningsgjald á vörur og seldum þarafleiðandi miklu meira en hinar búðirnar. Það var enginn tími fyrir íþróttir lengur. Björn hefði hins vegar orðið tugþrautarmaður hefði hann haldið áfram.”

Taldir fullorðnir um fermingu „Við vorum bara ósköp venjulegir menn,“ segir Björn. „Á þessum tímum voru menn taldir fullorðnir um fermingu og fóru bara að vinna. Ég sá í Faxa einu sinni að það var fundið að því við mig að ég gæfi mér ekki nógu mikinn tíma til æfinga. Þetta var árið 1954 á sama tíma og ég var að steypa upp þetta hús frá grunni hér við Hringbrautina og uppi á velli í fullu starfi. Allar mínar frístundir fóru í húsið. Það var fundið að því að unglingar gæfu sér lítinn tíma til æfinga, en á sama tíma var litið á íþróttir sem dundur fyrir fullorðið fólk. Clausen bræður og fleiri íþróttamenn á heimsmælikvarða urðu að hætta í íþróttum rétt rúmlega tvítugir. Svona var hugsunin gagnvart þessu, þetta var bara leikur meðan þú hafðir tíma til að leika þér.“ „Við vorum góðir félagarnir í flestum greinum,“ segir Guðfinnur. „Sextán ára gamlir fórum við á sveinameistaramóti Íslands þar var keppt í 6 greinum og einu boðhlaupi. Bjössi varð hlutskarpastur í fjórum greinum af sex. Ein grein varð útundan hér með tímanum og það var stangarstökkið. Ástæðan var alvarlegt slys sem hafði orðið úti í Garði þegar Ágúst Hallmann Matthíasson, seinna landsþekktur sem „lamaði íþróttamaðurinn“, fjölhæfur og efnilegur íþróttamaður, varð fyrir alvarlegu slysi á æfingu sem batt enda á feril hans. Við vorum svo heppnir í Keflavík að fá liðsstyrk utanfrá, Valbjörn Þorláksson og Högni Gunnlaugsson gerðu garðinn frægan hér, urðu báðir Íslandsmeistarar í stangarstökki fyrir Keflavík.“

Profile for Keflavik

Jólablað 2012  

Jólablað 2012  

Profile for keflavik
Advertisement