Page 20

Keflvísku frjálsíþróttamennirnir Björn Jóhannsson og Guðfinnur Sigurvinsson:

Fengu enga þjálfun en unnu afrek í flestum greinum frjálsíþrótta

Þ

egar skyggnst er um öxl í sögu frjálsíþrótta í Keflavík vekur það furðu og aðdáun hversu marga og góða íþróttamenn bærinn átti, ekki síst þegar litið er til þeirra aðstæðna sem menn bjuggu við varðandi keppnisvelli og æfingasvæði. Fjöldi ungra manna æfði af kappi og fjöldi íþróttamóta voru haldin. Sem dæmi má nefna að árið 1953 hélt UMFK tíu íþróttamót sem 22 félagar tóku þátt í og þar sem þeir settu nær jafnmörg Suðurnesjamet í flestum greinum frjálsíþrótta. Keflvískir frjálsíþróttamenn tóku þátt í flestum opinberum stórmótum og stóðu sig ávallt með prýði. Á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri í ágúst 1953 voru átta keppendur á vegum UMFK og Keflvíkingar fengu þar sinn fyrsta Íslandsmeistara í kringlukasti, Þorstein Löwe. Á árunum frá 1955 til 1960 voru frjálsíþróttamenn úr Keflavík og Njarðvík vel þekktir á landsvísu. Ekki brugðust unglingarnir heldur. Á meistaramóti Íslands fyrir unglinga 16-20 ára unnu Keflvíkingar þrjá Íslandsmeistaratitla. Valbjörn Þorláksson vann tvær greinar, hástökk og stangarstökk, og Gunnar Sveinbjörnsson vann í kúluvarpi og varð auk þess annar í þríþraut. Í hópi unglinganna sem gerðu garðinn frægan á þessum tíma voru m.a. Björn Jóhannsson og Guðfinnur Sigurvinsson. Guðfinnur varð síðar bæjarstjóri í Keflavík 1988-90 og tók þá við af Vilhjálmi Ketilssyni. Í bæjarstjóratíð þeirra náðist stórmerkir áfangar í íþróttamálum bæjarins með tilkomu sundmiðstöðvarinnar og B-salarins. Hvorutveggja olli byltingu í íþróttalífi bæjarins. Sundmiðstöð Keflavíkur var tekin í notkun 3. mars 1990 og þá fór í hönd viðburðaríkt og glæsilegt tímabil í sundlífi Keflvíkinga. Jafnframt gáfu bæjaryfirvöld íþróttahreyfingunni í Keflavík íþróttavallarhúsið við Hringbraut. Körfuboltinn fékk einnig góðan stuðning bæjaryfirvalda á þessum tíma. Við náðum nýlega tali af þeim Birni og Guðfinni og báðum þá að rifja upp með okkur nokkra stórviðburði í sögu íþróttaiðkunar í Keflavík. Guðfinnur ríður á vaðið og segir okkur frá því hvernig allt byrjaði. “Við Björn fórum að stunda íþróttir þrettán ára gamlir. Þetta var haustið 1949 þegar við vorum í fyrsta bekk í gagnfræðaskóla. Þá um haustið skipulögðum við keppni milli fyrsta og annars bekkjar í gaggó, 13 og 14 ára gamalla unglinga. Björn sá um

20

Jólablað 2012

skipulagninguna og skráði allt skilmerkilega niður. Tvö mót voru haldin á skólaárinu, haustmót og vormót. Keppt var í ýmsum greinum frjálsíþrótta og þrír keppendur úr hvorum bekk. Þarna kom margt ágætra manna við sögu. Í 60 m hlaupi var Guðjón Ólafsson fyrstur, Sigurður Egilsson annar en Björn í þriðja. Guðjón var afburða íþróttamaður og hefði getað náð langt en hann vildi ekki leggja íþróttir fyrir sig. Við kepptum líka í 100 metra hlaupi, langstökki, spjótkasti, þrístökki og kúluvarpi. Í

spjótkastinu varð Páll Jónsson, betur þekktur sem Palli Gústu, fyrstur. Björn komst í annað sæti og Páll Axelsson í þriðja. Í kúluvarpi vann Sigurður Egilsson en Björn vann í þrístökki, stökk 10.24. Þetta var ótrúlega fínn árangur hjá 13 ára strákum. Eldri bekkurinn sigraði þarna um haustið en á vormótinu snerist dæmið alveg við og yngri bekkurinn náði betri árangri. Þessi mót urðu kveikjan að frjálsíþróttum í Keflavík. Síðan komu hingað menn sem urðu landskunnir íþróttamenn, flestir 10 árum eldri en við. Meðal þeirra voru kappar eins og Hólmgeir Guðmundsson, Böðvar Pálsson, Einar Ingimundarson, Þorvarður Arinbjarnarson, Vilhjálmur Þórhallsson, Högni Oddsson og fleiri.”

Teygja betur á fótunum! Björn tekur nú við: „Það gekk allt út á vinnu á þessum árum og við æfðum aldrei fyrir mót. Það voru engir venjulegir unglingar sem stóðu í þessu, ýmist í skóla eða fullri vinnu. Það stóð aldrei neinn yfir okkur og sagði hvað við ættum að gera. Leiðsögnin var engin. Ég fékk einu sinni tilsögn á móti í Hafnarfirði frá Sigurði Friðrikssyni. “Þú átt að teygja betur á fótunum!” sagði hann við mig þegar við vorum í langstökkinu. Þetta er eina leiðsögnin sem ég hef fengið á mínum íþróttaferli sem er reyndar heldur gloppóttur. Ég fór að ráðum Sigurðar í næsta stökki og stökk þá lengra en allir hinir. Valdimar Örnólfsson kom síðan í næsta stökki og bætti það um sex sentimetra.“

Profile for Keflavik

Jólablað 2012  

Jólablað 2012  

Profile for keflavik
Advertisement