Page 14

Sigurvegarar úr Vís Skeet mótinu.

Skotdeild Keflavíkur Á

rið 2012 hefur verið með svipuðu sniði og vanalega fyrir utan geysilegan kraft sem við settum í mótahald. Unglingastarfsemin fór smátt af stað og eru uppi væntingar um að efla það til muna á næsta ári. Æfingar eru búnar að vera á laugardögum frá 10:00 til 12:00 allt árið í Skeet en svo bættust við æfingar á mánudögum og fimmtudögum frá kl 18:00 til 20:00 eða lengur ef til þurfti frá apríl fram í október. Mótadagskráin tók heldur betur kipp frá því sem verið hefur undanfarið ár og held ég að það hafi verið haldin fleiri mót á þessu ári en á síðustu 6 árum samanlagt sem voru á undan þessu ári. Mjög góð ásókn var í þessi mót og höfum við ýtt við STÍ og ætla þeir sér að halda Íslandsmeistaramót í 300 metra markrifflagreininni næsta sumar á skotsvæðinu okkar og sóttum við um mót í Skeet líka en haglabyssumótaskráin hefur ekki verið gefin út í þessum rituðu orðum. Sex mót voru haldin í Skeet þetta árið fyrir utan áramótamótið sem verður á sínum stað um áramótin. Þrjú Benchrest mót voru haldin og eitt 22cal lr Sillhuette mót, eitt 100 metra Rimfire mót var líka á dagskránni og auðvitað þrjú 300 metra markrifflamót. Félagsgjöldin eru 8.000 kr og 2.000 kr lykilgjald, sem er mjög gott verð fyrir frábæra aðstöðu til riffils- og haglabyssuskotfimi. Slaufað var af að setja niður gáminn góða sem við áttum og hefur þess í stað verið ákveðið að bæta við riffilhúsið okkar verulega til að bæta aðstöðuna

22. cal. Benchrest mót. fyrir frístandandi skotfimi og auðvitað liggjandi skotfimi. Ætti grunnurinn að vera kominn núna fyrir áramót og byrjað verður að reisa húsið vonandi fljótlega eftir áramót. Nú vitna ég í jólagreinina frá því í fyrra þar sem ég lagði áherslu á að fá félagsmenn til að keppa fyrir félagið og er ánægður með þessi innanfélagsmót sem margir tóku þátt í og svo tveir keppendur skotdeildarinnar sem fóru að keppa á tveimur utanfélagsmótum líka og unnu

báðir sína flokka og stefnan er svo að fá fleiri til að keppa útávið fyrir hönd Skotdeildar Keflavíkur. Mjög gaman var að taka þátt í þessari vinnu í ár og vil ég þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg, hvort sem það var að taka þátt í móti sem keppandi eða dómari, gerast æfingarstjóri, vinna við viðhald á skotsvæðinu okkar eða veita ráðgjöf eða einhverskonar hjálparhönd því við erum „stór“ lítil deild sem erum endalaust að blómstra og dafna. Ég sé fyrir mér að við eigum eftir að ala af okkur topp íþróttaskotmenn sem verða í fremstu röð eftir nokkur ár ef við höldum þessari stefnu áfram. Við tókum 100 metra bakstoppin og breikkuðum þau og bættum markhaldarana til muna og er áætlunin að setja samskonar markhaldara á 200 og 300 metrana. Svo má auðvitað ekki gleyma að í febrúar þá gerðist skotdeildin fyrirmyndarfélag ÍSÍ fyrst allra skot-deilda/-félaga á landinu sem er stór og mikil viðurkenning fyrir skotdeildina og ekki síður fyrir félagið okkar Keflavík sem er þá með allar sínar deildir viðurkenndar sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er í fararbroddi með það á landsvísu. Ég hlakka til næsta árs og vil ég fyrir hönd Skotdeildar Keflavíkur þakka félagsmönnum fyrir árið sem er að líða og hlakka til að sjá ykkur á æfingum og keppnum á næsta ári og minni á áramótamótið í Skeet á gamlársdag. Gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár. F.h. Skotdeildar Keflavíkur Bjarni Sigurðsson Formaður Skotdeildar Keflavíkur.

Theodór Kjartansson einbeittur!

14

Jólablað 2012

Sigurvegarar úr K-Steinarsson Skeet mótinu.

Profile for Keflavik

Jólablað 2012  

Jólablað 2012  

Profile for keflavik
Advertisement