Page 1


efni

2 KAVALÉR NO.3


efni

NO.3 KAVALÉR 3


kavalér |

herramaður, virðingarmaður kurteis og vel siðaður karlmaður / hann er mikill kavalér


30


50 26 EFNISYFIRLIT 9

RITSTJÓRAPISTILL

44 VÆNTANLEGAR Í BÍÓ

10 TÍSKA

50 THE GIRL WITH THE DRAGON TATTOO

14 HERRAFATAVERLZUN KORMÁKS OG SKJALDAR

54 CAMERON CROWE

16 SNYRTIVÖRUR 22 BÍLAR

62 11 HLJÓMSVEITIR SEM EIGA EFTIR AÐ VERÐA URRANDI HEITAR 2012

30 GULLI GUÐMUNDSSON

74 PLÖTUDÓMAR

38 SINDRI ÞJÁLFARI

76 NOKIA N9

40 10 BESTU JÓLAMYNDIR ALLRA TÍMA

78 GARÐAR GUNNLAUGS OG NÝJI BJÓRINN HANS

62


Kavalér Tölublað no. 3

Ritstjóri Heimir Berg Vilhjálmsson heimirberg@kavaler.is Orð Lóa Hrönn Ingvaldsdóttir, Heiðar Mar Björnsson, Heimir Berg Vilhjálmsson, Sindri Þór Kristjánsson, Rut Ragnarsdóttir, Heimir Berg Halldórsson, Ólafur Halldór Ólafsson, Dana Rún Hákonardóttir, Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson, Efnisvinnsla Heimir Berg Vilhjálmsson Ábyrgðarmaður Heimir Berg Vilhjálmsson Hafðu samband Ritstjóri heimirberg@kavaler.is Auglýsingar rut@kavaler.is Almennt kavaler@kavaler.is facebook.com/kavalermag - twitter.com/kavalermag - www.kavaler.is

DEILIÐ ENDILEGA BLAÐINU MEÐ VINUM YKKAR!


ritstj óri Þetta er í þriðja skipti sem ég sest niður og spila ritstjórakortinu. Allt undir. Svitinn bogar af efri vörinni. Fyrir það fyrsta lít ég ekki á mig sem ritstjóra, ég sé alltaf fyrir mér eldri mann með áratuga reynslu úr bransanum sem ritstjóra. Ég er ekki eldri maður. Ég er ekki með reynslu úr bransanum. Enn síður skiptir sú litla reynsla sem ég hef áratugum. Það sem ég hef hinsvegar er áhugi. Það er nú eitthvað. Annars vill ég bjóða ykkur velkomin í þriðja tölublað af Kavalér sem er smekkfullt af góðgæti og viljum við meina að þetta sé flottasta blaðið hingað til. Við tókum viðtal við Gulla Guðmunds, en hann fær borgað fyrir að renna sér. Við heyrum líka í Garðari Gunnlaugs sem er að fikra sig áfram í bjórbransanum. Hvaða tónlist áttu að hlusta á árið 2012? Glöggir lesendur hafa ef til vill tekið eftir því að við erum komin með miklu flottara logo á forsíðuna heldur en á fyrri blöðunum. Þetta er það útlit sem við höfum tryggt okkur með belti og axlarböndum og verður á öllum tölublöðum sem koma héðan í frá. Það var snillingurinn Daniel Imsland hjá Dimms ehf sem sá um að hann útlit þess. Gleðileg jól! Of snemmt? Heimir Berg

NO.3 KAVALÉR 9


TÍSKA JÓLAMAVURINN Ritstjórn Kavalér fór á stúfana og fann nokkrar vel valdar vörur sem myndu sóma sér vel á heimili hvaða herramanns sem er fyrir jólin og ljóst að sá myndi seint fara í jólaköttinn.

ETON OF SWEDEN SKYRTA, KÚLTÚR MENN

EN ELS MI CH LÚ R, DA H SEN RO

K

MAR

AIRY

McN


HERRINGBONE BLAZER, ZARA

PAUL SMITH, KÚLTÚR MENN

GUCCI GUILTY

Vekjum athygli á því að hægt er að smella á hringinn hjá myndunum til þess að versla vöruna beint af netinu. Ath. virkar eingöngu þegar vefverslun er í boði hjá viðeigandi búð.


TÍSKA

JÓLAPEYSA, BARNEYS

V-HÁLSMÁLS PEYSA, H&M

BINDISNÆLA, RALPH LAUREN

GRENSON HERRASKÓR, KRONKRON


THREE-PIECE SUIT, SIMON SPURR


TÍSKA

14 KAVALÉR NO.3

Ljósmyndir: Baldur Kristjánsson


KORMÁKUR & SKJÖLDUR Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar efndi nýlega til skemmtikvölds í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem nýjasta lína fyrirtækisins var kynnt til leiks með miklum bravúr. Við mættum í kjallarann og féllum í stafi yfir glæsilegum fötunum sem herramennirnir buðu upp á. Við birtum hér nokkrar myndir af nýjustu línunni sem Guðmundur Jörundsson hannaði og getum staðfest það að við munum öfunda hvern þann mann sem verður á okkar vegi í þessum fötum. Ef það vantar betri föt í skápinn fyrir jólin þá mælum við eindregið með því að menn kíki við hjá þeim og kanni úrvalið. Það er alltaf veisla.

NO.3 KAVALÉR 15


grooming Lóa Hrönn snyrtifræðingur hjá Victoria Salon fann nokkrar vörur fyrir okkur strákana sem henta vel yfir köldustu mánuðina... Armani Code svitalyktasprey

Guinot longue vie homme

Einfalt og handhægt í sundtöskuna. Frábært blettalaust sprey. Heldur þér ferskum allan daginn.

Krem fyrir viðkvæma húð, exem og húð sem þarf viðgerð. Ef þú ert leiður á öllu þessu sem virkar ekki eyddu þá pening í þetta! Án efa eitt besta og virkasta kremið sem þú getur fjárfest í. Snilldar umbúðir ekkert krukkuvesen. Fæst aðeins á Guinot Snyrtistofum.

Biotherm Varasalvi Í þessum kulda er nauðsynlegt að huga að vörunum. Hafðu þennan í vasanum. Frábær varasalvi sem má fara á börnin og konuna líka. Gefur vörunum strax góðan raka og vernd fyrir kuldanum. Bráðnar inn, lítið bragð og enginn litur.

Biotherm - Facial Exfoliator Kornakrem fyrir húðina. Best að geyma inní sturtu svo það gleymist ekki. Notist 1-2 í viku. Farðu í sturtu, smelltu þessu í andlitið, nuddaðu létt og skolaðu af. Kornakremið freiðir og því þarf lítið af því.

16 KAVALÉR NO.3


different

Le nouveau parfum pour Homme. Jared Leto pour Hugo.

just

HuGO

THE NEW FRAGRANCE FOR MEN KAVALÉR 17 FEATURINGNO.3 JARED LETO


grooming byrjunarliðið klárt hjá David Beckham David Beckham sendi ellefta ilminn í snyrtivörulínu sinni frá sér í síðasta mánuði og vænst er til þess að hann slái í gegn líkt og forverar hans sem hafa selst í miklu mæli síðustu árin. Nýjasti ilmurinn ber nafnið Homme og er eins og áður segir ellefti ilmur fótboltakappans frá árinu 2005 - en þá kom fyrsti ilmurinn, Instinct, út. Í viðtali við breska GQ segir Beckham að honum þyki lykilatriði að góður og karlmannlegur ilmur skuli vera hógvær og yfirgnæfi ekki aðstæður. Það hafi því verið lögmálið sem unnið hefur verið eftir við alla ilmi sem hafa komið út í hans nafni, og er þar sá nýjasti engin undantekning en Homme ber mjúkan keim af leðri, kasmír og einhverskonar gamaldags fílíng sem er þó ferskur og léttur. Aðspurður segist Beckham á sínum yngri árum ávallt hafa stolist í Old Spice rakspíra sem afi hans átti og því komi sér vel að vera búinn að fylla skápinn af eigin ilmvatni ef ske kynni að litlu mennirnir á heimilinu fari að stelast í skápinn hjá pabba sínum.

18 KAVALÉR NO.3


HOMME BY DAVID BECKHAM

Það er ljóst að fátt fer úrskeiðis hjá David Beckham þessa dagana; innan vallar lyftir hann titlum og utan hans vex vörumerkið á ógnarhraða, og skemmir þar sennilega ekkert fyrir hversu vel hann ilmar maðurinn.

NO.3 KAVALÉR 19


You like Kavalér Ólafur Ragnar Grímsson likes this.


BÍLAR & HJÓL efni

22 KAVALÉR NO.3


NO.3 KAVALÉR 23


DUCATI

Ducati Streetfighter 848 er nýjasti meðlimur götunnar frá ítalska mótorhjólaframleiðandanum Ducati. Hjólið er það fyrsta í þessari eiginlegu línu, Streetfighter línunni, sem hefur verið gert notendavænna en áður hefur þekkst. Þannig hafa hjólin frá Ducati oft á tíðum verið ansi hrá þó svo kraftinn hafi aldrei vantað og að sama skapi hafa þau kostað formúgu, sem hefur aftur leitt til ófullnægjandi sölu að mati forstjóranna í

24 KAVALÉR NO.3

Bologna. 848 býður því upp á mýkri línur og fínni smáatriði sem auka þægindi þeirra sem sitja hjólið, en það má t.d. nefna að algjörlega nýrri vél hefur verið komið fyrir í hjólinu sem á stóran þátt í því að gera það þægilegra til langra ferða og þó svo það sé örlítið kraftminna en gengur og gerist meðal Ducati hjóla þá ættu menn að komast allra sinna leiða á þessum töffara.


DUCATI STREETFIGHTER 848

upplýsingar um hjólið Vél: Vökvakæld 849.4cc L-Twin; 8 val. DOHC Bore x Stroke: 94 x 61.2mm Compression Ratio: 13.2:1 Hestöfl: 132 hestöfl @ 10,00 rpm Torque: 69 lb-ft @ 9500 rpm Bremsur: Wet; Multi-plate; Hydraulic actuation Gírkassi: 6-speed; Chain final drive Frame: Steel-Trellis Front Suspension: Marzocchi 43mm inverted fork, fully adjustable Rear Suspension: Sachs monoshock, fully adjustable with progressive linkage Fremri bremsa: 320mm discs with radial-mount Brembo four-piston monobloc calipers Aftari bremsa: 245mm disc, twin-piston caliper Dekk: Pirelli Diablo Corsa 120/70R17 180/60R17 Þyngd: 169.2 kg . Lengd: 212.09 cm. Halli: 24.5 gráður, Hæð sætis: 84.6 cm hæð. Olíutankur: 16.5 lítrar Litir: Gulur, Svartur, Rauður Fer í sölu: Nóvermber 2011 NO.3 KAVALÉR 25


GÆJALEGASTI BÍLL

allra tíma varð enn gæjalegri þegar Porsche sendi frá sér nýja útgáfu af hinum klassíska Porsche 911 sem kallast einfaldlega BLACK EDITION. Forsprakki Top Gear, hinn málglaði og yfirlýsingaglaði Jeremy Clarkson lét einhverntímann hafa eftir sér að Porsche 911 væri ekkert annað en vel útilátin og óþarflega vinsæl útgáfa af WV bjöllu. Þrátt fyrir að við myndum sennilega ekki vinna hann í rökræðum um málefnið þá ætlum við að opinbera það hér að við erum ekki sammála honum á neinn hátt þegar kemur að Porsche 911. Porsche 911 var fyrst kynntur til sögunnar árið 1963 og er hann einn fárra bíla sem hefur haldist nær óbreyttur í stöðugri framleiðslu í svo langan tíma. Auðvitað hafa verið gerðar einhverjar breytingar en í grunninn er þetta sami bíll og upprunalega. Nú hinsvegar stígur fram á sjónvarsviðið svalasta útgáfan af 911 hingað til að okkar mati hér hjá Kavalér. Þeir segja að hann sé fáanlegur í öllum litum - svo lengi sem hann sé svartur. Það er nefnilega bókstaflega allt svart nema felgurnar, rúðurnar og nokkrir smámunir í mælaborðinu. Bremsudiskurinn og klossarnir voru meira að segja málaðir svartir svo það myndi enginn auka litur stela senunni. Bíllinn kemur eingöngu með afturhjóladrifi og 345 hestafla vél. Hámarkshraði er skorðaður við rétt tæplega 290 km hraða á klukkustund og er bíllinn tæplega 4.5 sekúndur að ná 100 km/hraða. Þá eru dekkinn sérstök 19”

PORSCHE 911 1963 - Fyrsta módel af Porsche 911 var kynnt til sögunnar þann 11. september árið 1963. 5 - Porsche 911 endaði í fimmta sæti yfir áhrifamestu bíla 20. aldarinnar. Ford T Model vann yfirburðasigur.

26 KAVALÉR NO.3


„Þeir segja að hann sé fáanlegur í öllum litum - svo lengi sem hann sé svartur.“

911 Turbo II dekk og hljómkerfið er ekki af verri endanum en Bose Surround System passar upp á að enginn missi af fréttunum. Það verða eingöngu framleidd 1.911 eintök af þessari ofursvölu týpu og því þurfa menn að hafa hraðar hendur ef þeir ætla að lenda einni svona glæsikerru í innkeyrsluna - og þá þýðir ekkert að hugsa um hvað risinn í Top Gear hefði að segja um málið ef þú skildir rekast á hann á sunnudagsrúntinum þínum um hverfið.

NO.3 KAVALÉR 27


PORSCHE 911

>

28 KAVALÉR NO.3


NO.3 KAVALÉR 29


Gulli Guðmundsson

Orð: Heimir Berg Vilhjálmsson

atvinnumaður á snjóbrettum

30 KAVALÉR NO.3


G

ulli var að skríða inn úr brekkunum í Austurríki þegar við náðum í hann en þar var hann að taka upp video fyrir styrktaraðila sína. Áður en við náum að spyrja hann eitthvað nánar út í það útskýrir hann fyrir okkur að brettaíþróttin skiptist í raun í tvo mismunandi hópa, það séu annars vegar þeir sem einbeita sér að því að keppa á mótum og svo hinsvegar þeir sem eru meira í því að taka upp vídeo með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í brettamyndum. Þó svo hann keppi af og til þá tilheyrir Gulli seinni hópnum og einblínir hann á að ná góðum skotum fyrir kameruna sem stjórnað er af þeim bestu í bransanum. Hann heitir fullu nafni Guðlaugur Hólm Guðmundsson og er 25 ára gamall Akureyringur. Hann hlustar á klassískt rokk, er kallaður Gulli og fær borgað fyrir að leika sér. Ferill hans sem atvinnumaður á snjóbrettum hófst í raun fyrir u.þ.b. þrettán árum þegar hann steig á bretti í fyrsta sinn. Hann byrjaði á hjólabrettum eins og eðlilegt er en fór fljótlega að sýna snjóbrettunum áhuga. Þegar hann var átján ára ákvað hann svo að nýta áhuga sinn á þeim vettvangi og fara í snjóbrettaskóla í

Malung, litlum bæ í Dalarna í Svíþjóð. „Ég var þar í fjögur ár með ferðum um Skandinavíu og víða í Evrópu, byrjaði að renna mér fyrir Bataleon Snowboards og fór síðan á atvinnusamning hjá þeim sumarið eftir að ég lauk við skólann.“ Þrátt fyrir að vera kominn með atvinnusamning við risa í bransanum þá ákvað hann að flytja aftur heim til Akureyrar og hefur hann þess vegna verið reglulegur gestur á Keflavíkurflugvelli síðustu árin. „Eftir að ég flutti heim hef ég alltaf verið á ferðinni. Tek kannski tíu daga og upp í mánuð úti í einu áður en ég kem heim í nokkra daga áður en næsta ferð byrjar.“ Gulli á kærustu sem býr á Íslandi og því nýtur hann þess að komast heim og eyða tíma með henni, vinum sínum og fjölskyldu inn á milli þess sem hann fer í ferðir og vinnur að því að ná góðu skoti fyrir myndavélina. Þó svo það hljómi auðveldlega á blaði þá er það langur vegur frá sannleikanum þar sem það getur tekið allann daginn ef því er að skipta að ná því sem menn vilja og fer það oft eftir aðstæðum hverju sinni hve langan tíma það tekur að ná jafnvel bara nokkrum sekúndum sem geta nýst á skjánum.

Besti snjóbrettamaður í heimi? erfið spurning. Það fer náttúrulega eftir því hvernig maður horfir á snjóbrettaíþróttina. en ég myndi segja að travis rice sé einn sá besti og halldór er nú alveg ofarlega á þeim lista líka.

NO.3 KAVALÉR 31


GULLI GUÐMUNDS

Þó svo dagurinn geti verið langur þá leiðist mönnum ekki og er vinnudagurinn hjá Gulla þar engin undantekning því það vill til að hann hefur oftast tvo æskufélaga sína með sér í brekkunni. Bræðurnir Eiki og Halldór Helgasynir eru líka atvinnumenn á snjóbrettum og reyna þeir ásamt Gulla alltaf að vera að taka upp fyrir sama fyrirtæki á sama tíma. Þeir þrír eru einu atvinnumenn Íslendinga á snjóbrettum og var til að mynda að koma út mögnuð mynd frá Standard Films, einu stærsta og virtasta fyrirtæki í bransanum, fyrir nokkrum mánuðum þar sem þeir komu allir við sögu. „Það var góð tilfinning,“ sagði Gulli því þeir ólust upp við að horfa á þessar myndir þegar þeir voru krakkar. Myndin heitir TB20 fyrir áhugasama.

Þ

„Svo fór það út í stærri hluti, við fluttum út saman, kláruðum skólann og erum þannig séð alltaf saman ennþá á ferðinni að gera það sem okkur dreymdi að gera þegar við byrjuðum á Akureyri.“

egar við spjölluðum saman þá furðaði ég mig á því af hverju það væri svona lítið fjallað um afrek þeirra hér á landi þar sem þeir eru allir mikils metnir innan bransans og vel þekkt nöfn. Gulli viðurkenndi að það væri frekar leiðinlegt og sagði að hérlendis væru menn nokkrum skrefum á eftir öðrum löndum þar sem snjóbrettaíþróttin er ekki einu sinni viðurkennd íþrótt samkvæmt Íslenskum reglubókum. „Flestir Íslendingar gera sér ekki grein fyrir því hvað þetta er virkilega stór bransi,

snjóbrettaiðnaðurinn er mikið stærri en handbolti til dæmis og hjólabrettin enn stærri en snjóbrettin,“ áður en hann hélt áfram „og ef það kemur einhver umfjöllun um okkur þá er hún aldrei samhliða íþróttafréttunum þar sem þetta er ekki viðurkennd íþrótt. En mér finnst þetta bara vera hægur process í íþróttaumfjöllun á Íslandi. Við höldum okkur alltaf við það sama, boltaíþróttirnar og Ólympíuleikana. En ég verð samt að segja að þetta er vonandi að lagast, við eigum ótrúlega efnilegt snjóbretta og hjólabrettafólk sem á skilið umfjöllun en það er mikið að gerast hjá okkur sem stundum þessar íþróttir og sportið aldrei verið vinsælla.“

E

ins og áður segir eru það þrír félagar frá Akureyri sem eru einu atvinnumenn okkar Íslendinga þegar kemur að snjóbrettaíþróttinni. Þeir kynntust í gegnum sameiginlegan áhuga á hjólabrettum þegar þeir voru töluvert yngri og byrjuðu fljótlega að gera sínar eigin myndir sem þeir gáfu svo út með hjálp góðra vina. „Svo fór það út í stærri hluti, við fluttum út saman, kláruðum skólann og erum þannig séð alltaf saman ennþá á ferðinni að gera það sem okkur dreymdi að gera þegar við byrjuðum á Akureyri.“ Þrátt fyrir að vera miklir keppnismenn þá líta þeir félagar ekki á snjóbrettin sem keppnisíþrótt enda

er einhver snjóbrettakappi sem þú lítur upp til? Ég horfði alltaf upp til JP Walker og Jeremy Jones þegar ég var yngri. Maður lítur samt mest upp til vina sinna sem maður er að renna sér með og fær inspiration frá þeim.

32 KAVALÉR NO.3


NO.3 KAVALÉR 33


GULLI GUÐMUNDS

34 KAVALÉR NO.3


er mikið frelsi í sportinu „og hægt að leika sér svo mikið í tenglsum við þetta, endalaust af hugmyndum um það hvernig hægt er að nota brettið til að gera eitthvað nýtt. Þannig að við njótum þess að gera þetta sem við höfum alltaf gert og viljum ekki finna fyrir pressu til þess að vera í fyrsta sæti í einhverju móti.“ Þegar talið berst að þessu frelsi sem menn upplifa þegar þeir eru mættir í brekkurnar með brettin sem sitt eina vopn, fljúgandi niður heilu fjöllin og stökkvandi marga metra upp í loftið í leitinni að hinu fullkomna trixi berst talið að einmitt því. Gulli segist ekki vera að stressa sig á því að fullkomna eitthvað stunt, heldur sé hann alltaf að reyna eitthvað nýtt og stækka þannig vopnabúrið sitt þar sem það sé hægt að gera endalaus stunt á snjóbretti. En hvernig sér hann framtíðina fyrir sér. „Ég verð í þessu eins lengi og ég get, það er allt á uppleið og engin ástæða til að hægja á því. Svo þegar ferlinum lýkur væri mjög áhugavert að vinna innan bransans með sitt eigið merki eða bara vinna hjá merkjum sem maður er búinn að vera hjá í gegnum árin.“ Áður en hann þarf að fara að hafa áhyggjur af því getur hann glaðst yfir því að nýtt bretti í hans nafni er að fara að koma á markað á næstunni. „Bataleon er brettafyrirtæki sem ég er búinn að vera hjá í nokkur ár. Þeir buðu mér að hanna mitt eigið bretti sem mun svo fara í sölu veturinn 2012/13. Ég var alltaf á módeli sem heitir Disaster sem er frekar sveigjanlegt og gott bæði fyrir innanbæjarrennsli og í pörkum þannig að við ákváðum að gera Disaster Gulli Edition bretti.“ Það er því alveg ljóst að það er nóg að gerast hjá okkar manni og fullt af spennandi hlutum í gangi sem verður skemmtilegt að fylgjast með í framtíðinni og er eitt verkefni sem hann sagði okkur frá sérstaklega spennandi en það má ekki fjalla um það enn sem komið er. Þegar við loks kvöddum hann var hann á leiðinni í smá frí heima á Íslandi, en fyrst var stefnan sett á stutt stopp í Osló. Líf atvinnumannsins í hnotskurn. NO.3 KAVALÉR 35


GULLI GUÐMUNDS

36 KAVALÉR NO.3


„Draumabrekkan er náttúrulega bara þessi pörk sem eru í útlöndum, sem maður getur mætt í á morgnana og allt er troðið og mokað fullkomnlega. Svo getur maður eytt öllum deginum í það að renna sér á því sem fjallið hefur uppá að bjóða.“

NO.3 KAVALÉR 37


ÞJÁLFARINN TALAR

Dómharka orð Sindri Þór Kristjánsson Ég rakst á áhugaverða auglýsingu um daginn frá líkamsræktarstöð í Bandaríkjunum sem heitir Planet Fitness. „Það sem gerir líkamsræktarstöðina okkar einstaka er að hún er fordómalaus. Það eru engir sterahausar sem henda lóðum á gólfið, pósarar sem spenna brjóstvöðvana (flexa pecsana) í speglinum eða egóistar sem hlægja að fólki sem er minna en þeir. Segðu bless við dómharða fólkið og heilsaðu fordómalausa fólkinu hjá Planet Fitness.“ Það er auðvitað frábært fyrir byrjendur að geta komið á svona líkamsræktarstöð en ég er ekki alveg að kaupa það að hún sé algjörlega laus við alla fordóma. Þó svo að það væru bara sköllóttir karlmenn í stuttbuxum og samlitum bol að þá held ég að menn yrðu samt ekki algjörlega fordómalausir. Persónulega þá var ég einn af þeim sem þurfti alltaf að taka aðeins þyngra heldur en gaurinn við hliðina á mér. Það kom svo niður á gæðum æfingarinnar. Þetta var áður en ég heyrði setninguna „gæði umfram magn.“ Ég fór svo í aðgerð á öxl síðustu jól og var í langri endurhæfingu eftir aðgerðina. Ég fór í Sporthúsið á hverjum degi þar sem ég er vanur að lyfta og vann mig upp úr því að vera með 1 kg í hvorri hendi. Ég var mikið að spá í því hvað aðrir voru að hugsa um mig þegar ég var að lyfta þessum þyngdum og langaði helst að búa mér til bol þar sem á stóð stórum stöfum „var í aðgerð“. Sem betur fer gerði ég það ekki og með tímanum fór mér að standa á sama. Ég hef heyrt skemmtilegar sögur frá stelpum þar sem þær segjast verða pirraðar á öðrum stelpum sem glápa á þær í ræktinni. Svo kíkja þær samt alltaf sjálfar á næstu stelpu í brennslutækjunum til þess að sjá hvort þær séu ekki örugglega í hærra leveli, búnar að brenna fleiri kalóríum og séu að fara hraðar. Ég heyrði líka eina lýsa því hvað hún væri pirruð á stelpum sem eru á brennslutækjum og hafa ekki uppgötvað takkann þar sem á að hækka um level. Svo líta þær alltaf á stelpuna við hliðina á sem er í level 12 og eru hrikalega stoltar yfir því að fara miklu hraðar en hún.

38 KAVALÉR NO.3

Mikilvægt er að setja sér persónuleg markmið og einbeita sér að því að sigra sjálfan sig. Hætta að bera sig saman við aðra og hætta að hugsa um hvað aðrir eru að gera. Byrja á því að setja sér langtímamarkmið og svo nokkur skammtímamarkmið í átt að því. Ef við ætlum að ná sem bestum árangri í ræktinni þá er lykilatriði að okkur líði vel á þeim stað sem við æfum á. Ég tek að ofan fyrir hverjum einasta manni sem mætir í ræktina. Sumir hafa m.a. yfirstigið hræðslu við að mæta í fyrstu skiptin. Ég hvet alla til þess að vera óhræddir við að leita sér hjálpar hjá þjálfurum til þess að koma sér af stað því oft vantar bara félagslegan stuðning. Reynum svo eftir bestu getu að minnka fordóma í ræktinni og vera hress og kát. Það versta sem gæti gerst er að þið gætuð eignast nýjan vin. Sindri er ÍAK einkaþjálfari og starfar í Sporthúsinu.


efni

NO.3 KAVALÉR 39


10 bestu jólamyndir allra tíma orð Heiðar Mar Björnsson

10. Joyeux Noël (2005) Sannsöguleg mynd sem gerist í fyrri heimstyrjöldinni. Á jóladag árið 1914 lágu hermenn frá Skotlandi, Þýskalandi og Frakklandi í skotgröfum sínum. Þessir fjandmenn fundu jólaandann og sömdu um vopnahlé án þess að láta yfirmenn sína hafa fregnir af þeim áformum. Spilað var á sekkjarpípur, sungnir jólasálmar, keppt í fótbolta og sett upp jólamessa. Joyeux Noël segir frá þessum merku atburðum. Jólaboðskapur: Jólin eru tími friðar.

9. GREMLINS (1984) Faðir Billys gefur syni sínum óvenjulegt gæludýr í jólagjöf, sem reynist síðar vera versta gjöf sem hægt er að hugsa sér, svokallað Mogwai-dýr. Þrjár reglur fylgja dýrinu sem verður að fara eftir. Aldrei varpa skæru ljósi á það og alls ekki sólarljósi því þá drepst það. Það má alls ekki bleyta það, því þá margfaldar það sig og ALLS EKKI gefa því að borða eftir miðnætti því þá breytist dýrið í gremlin! En eins og góðum hryllingi sæmir klúðrast allt sem klúðrast getur. Hressandi áhorf og enn í dag stórgóð og rugluð mynd. Jólaboðskapur: Verið stillt um jólin og hlýðið því sem ykkur er sagt. 40 KAVALÉR NO.3


8. Home Alone (1990) Stórfjölskyldan er á leið til Frakklands um jólin. Kvöldið fyrir flug hafði Kevin litli (Macaulay Culkin) verið óþægur og er sendur upp á háaloft að sofa. Um nóttina fer rafmagnið af sem veldur því að allir sofa yfir sig og í stressi að ná fluginu gleymist Kevin litli á loftinu og það kemur ekki í ljós fyrr en rétt áður en vélin lendir í Frakklandi. En það sem verra er að það eru innbrjótsþjófar á ferli í hverfinu og ætla sér að ræna fjölskylduna meðan hún er í burtu. Kevin tekst því á við hversdagslífið án fjölskyldunnar auk þess sem hann þarf að glíma við innbrotsþjófana klaufalegu. Á meðan reynir fjölskyldan eftir fremsti megni að komast heim til hans. Falleg fjölskyldumynd sem er líka ótrúlega fyndinn. Jólaboðskapur: Ekki fara sofa í fýlu og jólin eru tíminn til að bæta upp glataða tíma.

7. Love Actully (2003) Hér tengjast margar sögur saman og skapa eina heild sem tengist merkilegt nokk jólunum. Gömul rokkstjarna með “comeback”, einmanna forsætisráðherra, einstæður fósturfaðir, eiginkona sem áttar sig á framhjáhaldi eignmannsins, besti vinur sem er ástfangin af konu vinar síns, umboðsmaður sem á engan að nema sorglegu eigingjörnu rokkstjörnuna. Já, það er dramatík fyrir allan peninginn í þessari mynd en þó ná allar þessar litlu sögur að setja saman flotta mynd. Mynd sem jafnvel bíður upp á tár niður hvarm. Ekta jólamynd. Jólaboðskapur: Jólin er tíminn til að finna tilfinningarnar.

6. Scrooged (1988) Það þekkja allir jólaævintýri Dickens, Cristmas Carol sem segir frá hinum eigingjarna og vellauðuga Ebenezer Scrooge og þegar hann hittir jólaandana þrjá. Hér er sagan sett í nútímabúning og skartar hinum gríðarskemmtilega Bill Murray í hlutverki Scrooge. Hann er sjónvarpsframleiðandi í New York sem er að setja upp jólaævintýri Dickens þegar hann sjálfur fer að fá jólaandana til sín. Snilldar vel heppnuð frásögn á þekktasta jólaævintýri okkar. Jólaboðskapur: Jólin eru tími til að slaka á og sýna af sér væntumþykju.

NO.3 KAVALÉR 41


10 GÓÐAR FYRIR JÓLIN

5. The Nightmare Before Christmas (1993) Brúðumynd úr hugarheimi Tim Burtons (þó svo að sagan sé bara frá honum). Myndin er í svokölluðum Stop Motion stíl og er ævintýrasöngleikur. Beinagrindur vilja kannski líka boða fögnuðinn, getur jólasveinninn komið gjöfunum til skila? Hvað ef ekki? Jólaboðskapur: Innst inni vilja allir halda hátíðleg jól.

42 KAVALÉR NO.3

4. (National Lampoon’s) Christmas Vacation (1989)

3. Miracle on 34th street (1947/1994)

Griswold fjölskyldan hefur marga hildina háð í fríum sínum, en hér fer hún gjörsamlega á kostum. Chevy Chase leikur fjölskylduföðurinn sem þráir ekkert heitar en fullkomna jólahátíð með vel skreyttu húsi og nánustu ættingja við borðið. Þegar bróðir hans mætir hins vegar á svæðið með sína vafasömu fjölskyldu fer spilaborgin að hrynja - og það með látum. Það þekkja þessa allir.

Ég ætla ekki að dæma á milli þeirra, en í endurgerðinni eru allir leikarar frekar pirrandi fyrir utan Kris Kringle sem er flottasti jólasveinn kvikmyndasögunnar. Hér er um að ræða fallega mynd um mann sem telur sig vera hvorki meira né minna en sjálfur jólasveinninn og endar það mál allt í réttarhöldum þar sem fólk er ekki á sama máli og hann. Hann á þó litla vinkonu sem trúir á hann, en nú þurfa þau að fá fólkið til að trúa líka.

Jólaboðskapur: Hversu klikkuð sem fjölskyldan þín er, þá stendur hún alltaf við bakið á þér.

Jólaboðskapur: Berum virðingu fyrir náunganum.


2. Home Alone 2: Lost in New York (1992) Það þykir nánast tabú að finnast framhaldsmynd betri en frumburðurinn. En ef við hugsum um jólamynd þá hefur þessi allt. Hér er Macaulay Culkin aftur í hlutverki Kevins og aftur endar hann einn yfir jólin, nú í svítunni á Plaza hótelinu í New York. Borgin skartar sínu fegursta, þarna er allskonar fólk að halda jólin hátíðleg á meðan Kevin litli þarf aftur að glíma við vitleysingana úr fyrri myndinni. Samband hans við dúfukonuna er sterkt og fallegt, þar er jólaboðskapur settur í skemmtilegan búning (horfið á myndinna á athugið hvaða jólasaga er þar á ferð). Þessi mynd er nauðsynlegur hluti jólahaldsins á mínu heimili. Jólaboðskapur: Ef þú átt þess kost að eyða jólunum með fjölskyldunni, gerðu það þá.

1. It’s a Wonderful Life (1946) Þessi listi er bara skoðun eins manns og þarf engan vegin að endurspegla mat þjóðarinnar, en í fyrsta sæti er ekki bara besta jólamyndin, heldur ein besta mynd sem hefur verið gerð. Bæði leikstjórinn Frank Capra og leikarinn James Stewart eru í miklum metum hjá matsmanni þessa lista og sýnir James Stewart hér úr hverju hann er gerður. Hann fer gjörsamlega á kostum sem aðalsögupersónan George, sem hefur sett líf sitt í annað sæti á meðan hann eyðir allri orku sinni í að fegra bæinn sinn. Á aðfangadagskvöld fer hann hinsvegar að hugsa til baka og finnst eins og hann sé búinn að klúðra sínu persónulega lífi og er til alls líklegur. Verndarengillinn Clarence kemur honum til bjargar og sýnir honum hvað hann er mikilvægur mörgum og sýnir honum hvernig lífið í bænum hefði orðið án aðkomu hans. Þessi mynd ætti að vera skylduáhorf um jólin. Hér með er RÚV bent á það. Jólaboðskapur: Látið fólk vita hversu mikilvægt það er, það þurfa allir að heyra það.

NO.3 KAVALÉR 43


VÆNTANLEG Í BÍÓ

SHERLOCK HOLMES: a game of shadows

Guy Ritchie er aftur við stjórnvölin þegar kemur að Sherlock Holmes, að þessu sinni í kvikmyndinni Sherlock Holmes: A Game of Shadows. Robert Downey Jr. fer aftur með hlutverk hins eldklára spæjara og Jude Law er sömuleiðis mættur aftur sem Dr. Watson. Guy Ritchie tókst gífurlega vel upp með fyrri myndina þar sem að handritshöfundarnir hristu vel upp í ímynd Holmes og „pimpuðu“ kallinn nokkuð upp. Robert Downey Jr. verður seint sagður ómyndarlegur og brýtur þetta kannski nokkuð í bága við fyrri hugmyndir manna um útlit Sherlock Holmes, a.m.k. miðað við hvernig Arthur Conan Doyle lýsir honum í bókum sínum. Áhorfendur taka allavega vel í þetta nýja útlit Holmes og í þessari nýju mynd þarf hann að kljást við erkióvin sinn, Prófessor James Moriarty, sem leikinn er af Jared Harris. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að krónprins Austurríkis finnst látinn og lítur allt út fyrir að um sjálfsmorð sé um að ræða. En Holmes kemst að því að prinsinn hafi verið myrtur og uppgötvar um leið að hann sé fastur í enn stærri og hættulegri vef sem teygir anga sína víða um Evrópu. Ef þessi mynd sé eitthvað í líkingu við fyrri myndina ættu áhorfendur að fá sinn skammt af hasar og skemmtun, í ljósi þess að Guy Ritchie hefur sjaldan klikkað á þeim hlutum í myndum sínum. Swept Away er að sjálfsögðu ekki talin með. //hms

44 KAVALÉR NO.3


NO.3 KAVALÉR 45


efni VÆNTANLEG Í BÍÓ

46 KAVALÉR NO.3


efni

MY WEEK WITH MARILYN My Week with Marilyn byggir á sönnum atburðum og segir frá einni viku í lífi hins nýútskrifaða 23 ára gamla Colin Clarke. Hann var staðráðinn í því að á langt í kvikmyndaiðnaðinum og fékk sitt fyrsta starf í bransanum sem lágt settur aðstoðarmaður við upptöku á The Prince and the Showgirl, sem skartaði Marilyn Monroe í aðalhlutverki og fór fram í London árið 1956. Fjörutíu árum síðar opinberar hann dagbækur sínar að einni viku undanskilinni - vikunni sem hann eyddi með skærustu stjörnu í heimi, Marilyn Monroe. Myndin segir frá þessari viku. My Week with Marylin er að fá virkilega fína dóma í erlendum miðlum og telja margir að Michelle Williams sem fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Eddie Redmayne komi til með að fá tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki. Leikstjóri er hinn breski Simon Curtis sem hefur hingað til eingöngu leikstýrt sjónvarpsmyndum og því er myndin frumraun hans á ‘stóra sviðinu’ ef svo má segja. //hbv

NO.3 KAVALÉR 47


kvikmyndir // væntanlegar myndir VÆNTANLEG Í BÍÓ


MISSION IMPOSSIBLE: ghost protocol

Ethan Hunt er mættur aftur í fjórðu myndinni um njósnarann ráðagóða. Í þetta sinn lendir hann og hópurinn hans í talsverðum leiðindum þegar að hryðjuverkaárás er gerð á Rússland og öll spjót beinast að samtökunum (IMF) sem Ethan heyrir undir. Yfirvöld Bandaríkjanna eru snögg að neita því að IMF sé til og þurfa Ethan og hans menn því að standa einir gegn þeim sem eru að reyna að koma sök á IMF og jafnframt hindra að kjarnorkustyrjöld brjótist út vegna hryðjuverkamannanna. Brad Bird sér um leikstjórn og virðist honum hafa tekist nokkuð vel til, þar sem myndin hefur verið lofuð fyrir góðar og flottar brellur, og vel útfærð hasaratriði. Leikaraúrvalið er nokkuð gott sem endranær í svona stórmyndum og skal þar nefna fyrstan að sjálfsögðu Tom Cruise sem er að leika Ethan Hunt í fjórða sinn, og stendur væntanlega fyrir sínu enda orðinn sjóaður í að leika þennan karakter. Ving Rhames er að sjálfsögðu þarna, Paula Patton er fegurðardísin að þessu sinni og Simon Pegg snýr hér aftur í hlutverki Benji og geta áhorfendur því búist við einhverjum hlátrasköllum í bland við hasarinn. Leikaravalið lítur semsagt nokkuð vel út, þó svo að „vondi kallinn“ í þessari mynd verði aldrei jafn töff og Philipp Seymor Hoffman var í MI3. Þeir sem kunna að meta hamagang, skotbardaga, Tom Cruise og flottar brellur ættu að drífa sig á Ghost Protocol yfir jólin. //hms

NO.3 KAVALÉR 49


THE GIRL WITH THE DRAGON TATTOO Það er óhætt að segja að sennilega flestir þeirra sem sjái amerísku endurgerð myndarinnar Karlar sem hata konur hér á landi hafi annað hvort lesið bókina eftir Steig Larsson eða séð sænsku myndina sem bókin er byggð á, Män som hater kvinnor. Í upprunalegu útgáfunni fóru Michael Nyqvist og hin íslensk ættaða Noomi Rapace með hlutverk Mikael Blomskvist og Lisbeth Salander, en að þessu sinni taka við keflinu hinn eitursvali Daniel Craig og hin lítt þekkta Rooney Mara sem hefur verið að klífa metorðastigann í Hollywood hægt og rólega síðustu árin. Leikstjóri myndarinnar er hinn magnaði David Fincher sem hefur sent frá sér verðlaunamyndir á borð við Seven, Fight Club, The Curious Case of Benjamin Button og nú síðast The Social Network. Þegar kom að leikaravali myndarinnar vildi leikstjórinn helst fá Noomi Rapace til þess að túlka Lisbeth Salander enn á ný – og hann var ekki einn um

50 KAVALÉR NO.3

það því einvalalið sænskra áhrifamanna hvatti hana til þess að taka stóra skrefið, en allt kom fyrir ekki því hún neitaði ávallt bónum þeirra. Hún bar því fyrir sig að geta hreinlega ekki leikið Lisbeth Salander aftur þar sem það hafi tekið svo svakalega á bæði andlega og líkamlega. Eftir að hafa undirgengist ansi þéttar áheyrnaprufur stóð Rooney Mara því uppi með hnossið þrátt fyrir að ýmsar mun frægari og ‘söluvænlegri’ leikkonur hafi sóst eftir hlutverkinu. Sögur segja að Daniel Craig hafi verið orðinn ansi óþreyjufullur á því að fá að vita hver myndi leika á móti sér þar sem hann hafði ekki hugmynd um það hvaða andliti hann myndi mæta þegar upptökur hæfust í Stokkhólmi og má færa rök fyrir því að hann hafi mætt algjörlega nýju andliti þegar tökur hófust loks þar sem Rooney Mara hafði þá þegar aflitað augabrýrnar og klippt hárið stutt ásamt því að gata varirnar, augabrýrnar og nefið (og aðra geirvörtuna) til þess að koma sér almennilega inn í hlutverkið.


efni

NO.3 KAVALÉR 51


THE GIRL WITH THE DRAGON TATTOO

Fyrir þá fáu sem hafa aldrei heyrt um Stieg Larsson og Millenium seríuna svokölluðu, eins og bækurnar þrjár um Mikael og Lisbeth kallast, þá segja þær frá ævintýrum blaðamannsins Mikael Blomkvist sem dregst inn í ótrúlegar aðstæður þegar hann kafar ofan í saumana á hinum ýmsu málum sem virðast þefa hann uppi. Í fyrstu bókinni/myndinni tekur hann að sér að rannsaka dularfullt mál sem snertir hvarf ungrar stúlku fjörutíu árum áður. Það er Henrik Vagner, vellauðgur og aldraður viðskiptajöfur, sem ræður hann til verksins þar sem unga stúlkan sem hvarf var frænka hans. Þrátt fyrir að hafa leitað hennar í öll þessi ár hafði leitin engan árangur borið og virtist sem hún hafi horfið sporlaust. Hann vildi þó gera eina atlögu enn að sannleikanum áður en það yrði um seinan og fékk Mikael til liðs við sig sem þótti málið hið athyglisverðasta. Fljótlega hleypur á snærið hjá blaðamanninum og í kjölfarið fer honum að berast aðstoð úr ólíklegustu átt. Þegar Daniel Craig var spurður að því hvernig myndin kæmi út sagði hann að hún minnti á eldri kynslóðir kvikmynda að því leyti að þetta sé mynd fyrir fullorðna, og

52 KAVALÉR NO.3

nefndi hann til dæmis þríleikinn um Corleone fjölskylduna sem dæmi. Það sem hann á við með því er að stundum þarf áhorfandinn að lesa á milli línanna og túlka á sinn hátt hvað hefur gerst þar sem það sé ekki sýnt skref fyrir skref. Hollywood hefur þróast að hans mati frá svona myndum yfir í eitthvað sem höfðar til fjöldans og öll fjölskyldan geti horft á saman þar sem útgáfufyrirtækin sem leggja mestan pening í framleiðslu myndanna þori ekki að taka slíkar áhættur lengur af ótta við fjárhagslegan skell. The Girl With The Dragon Tattoo er síður en svo að fylgja þeirri formúlu og segir hann að leikstjórinn David Fincher hafi fengið frjálsar hendur til að taka dæmið alla leið og haldi honum því engin bönd þegar kemur að ofbeldinu sem Larsson sagði frá í bókum sínum. Eins og áður segir er það hinn mikilsvirti David Fincher sem leikstýrir myndinni og þrátt fyrir að hann sé að frumsýna þá mynd sem beðið er eftir með hvað mestri eftirvæntingu fyrir þessi jólin þá segist hann vera handviss um að hann komi ekki til með að þurfa að pressa smókinginn fyrir Óskars-


efni

“Whose ass do i have to ram a dildo up to get this part?” Rooney Mara, eftir langan dag í prufum fyrir myndina.

verðlaunahátíðina á næsta ári. Ofbeldið og viðbjóðurinn sem hann býður uppá sé hreinlega of mikið fyrir akademíuna. Þegar hann var spurður um framhaldið fyrir forsýningu myndarinnar þar sem helstu gagnrýnendur vestanhafs voru mættir, vakti athygli manna að hann sagðist alls óviss um það hvort hann myndi taka slaginn þegar það kæmi að því að ráðast á næstu bók sænska rithöfundarins. Það skyldi þó ekki vera að hann myndi feta í fótspor hins danska Niels Arden Oplev sem ákvað að halda ekki áfram eftir að hafa leikstýrt fyrstu sænsku myndinni. Það hefur lítið spurst út um myndina og þrátt fyrir að Fincher fylgi bókinni og sænsku myndinni að miklu leyti þá segir hann að sumt eigi eftir að koma áhorfandanum á óvart. Hvað það er sem mun koma þeim sem þekkja sögurnar eins og lófann á sér á óvart getum við með engu móti getað til um, en hvort við eigum að trúa þeim sögusögnum um að átt hafi verið við endann á myndinni skal ósagt látið. Við vonum að minnsta kosti að Fincer fokki þessu ekki upp.

DAVID FINCHER

The Girl with the Dragon Tattoo (2011) The Social Network (2010) The Curious Case of Benjamin Button (2008) Zodiac (2007) George Michael: Twenty Five (2006) Paula Abdul: Video Hits (2005) Panic Room (2002) Madonna: The Video Collection (1999) Fight Club (1999) Ladies & Gentlemen: The Best of George Michael (1999) The Game (1997) Se7en (1995) The Best of Sting: Fields of Gold 1984-1994 (1994) Aerosmith: Big Ones You Can Look At (1994) Dangerous: The Short Films (1993) Alien 3 (1992) Madonna: The Immaculate Collection (1990) Express Yourself (1989) Now That’s What I Call Music 7 (1986) The Beat of the Live Drum (1985)

NO.3 KAVALÉR 53


Hann leikstýrir skærustu kvikmyndastjörnum í heimi á daginn og tjillar með helstu rokkstjörnum samtímans á kvöldin. Hann fílar ekki sviðsljósið en elskar tónlist Jónsa í Sigur Rós. Heiðar Mar ætlar að skauta yfir lífshlapið hjá þessum ótrúlega manni með okkur. Orð: Heiðar Mar Björnsson

Kvikmyndin Almost Famous sem kom út árið 2000 hlaut gríðarlega athygli og frábæra dóma. Enn meiri athygli vakti þó að hetjan og aðalsögupersóna myndarinnar, William Miller, væri í raun byggður á leikstjóra og handritshöfundi myndarinnar, Cameron Crowe. Sitt sýndist hverjum, skiljanlega, þar sem William var aðeins 15 ára og fékk tækifæri á að túra með stórhljómsveitinni Stillwater og skrifa stóra grein um þá í Rolling Stone. Ekki nóg með að hann væri að túra um Bandaríkin með rokkhljómsveit, heldur beið móðir hans heima full af áhyggjum og efasemdum en hún hafði lagt blátt bann við því að hann fengi að hlusta á rokkmúsík. Því er spurningin hvort William sé í raun byggður á Cameron sjálfum sanngjörn, enda endurspeglast í honum ameríski draumur rokkþyrsta ungmenna landsins, þ.e. að vinna fyrir eitt stærsta tímarit heims og vingast við rokkstjörnur og grúppíur í leiðinni. Þetta hljómar allt eins og vel skrifuð dramasaga með upp- og niðursveiflum á réttum tímapunktum. Er því ekki tilvalið að kynnast Cameron Crowe betur og sjá hvað er til í þessu öllu saman? 54 KAVALÉR NO.3

Kalifornía hefur alltaf verið heimahérað leikstjórans, hann fæddist árið 1957 í Palm Springs en fluttist snemma með foreldrum sínum til San Diego, þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans voru af gamla skólanum og sú þróun sem amerískir unglingar voru að taka upp með sér var ekki boðleg. Í þeirra augum voru frjálsar ástir og sá félagshyggjuhugsunarháttur sem því öllu fylgdi ávísun á glötun samfélagsins, sem þau og þeirra forfeður höfðu byggt upp. Pabbi hans seldi fasteignir og var mikið að heiman, en móðir hans sem kenndi félagsfræði og enskar bókmenntir var meira og minna heima við og byrjaði strax að kenna drengnum. Áður en forskólanám (5-6 ára) byrjaði hjá Cameron var hann þegar orðin læs og skrifandi og á grunnskólagöngu sinni hoppaði hann í heild yfir þrjá bekki. Cameron Crowe var því mættur í gagnfræðiskóla 11 ára gamall og settist á skólabekk með 14 ára unglingum. Það gaf því augaleið að hann átti enga samleið með skólasyst-


kynum sínum, sem voru með alla hormóna á fleygiferð á sólarströndum Kaliforníu að bera saman sólbrúna líkamana. Cameron átti erfitt með að verða sólbrúnn stælgæji því þegar hann var kominn í gaggó átti nýrnasjúkdómur sem hann var með eftir að koma reglulega við sögu, og af þeim sökum varð hann oft að liggja heima við og hvíla sig. Hvort þetta hafi verið með ráðum gert til þess að þurfa ekki að mæta í skólanum er ekki vitað, en 11 ára gutti með 14-15 ára gaurum í leikfimi var ekki að hjálpa til. Það var því ljóst að fölur, lítill innipúki í San Diego sem átti sér ekkert félagslíf og mátti meira segja ekki hlusta á rokktónlist varð að finna sér eitthvað til að láta daginn líða. Hann eyddi því frítíma sínum í að skrifa sögur og stundum þegar hann átti pening þá stalst hann til að kaupa tónlistartímarit og lesa í laumi. Þegar hann var hálfnaður með gaggó var sjálfstraustið orðið meira og allur tíminn sem hann

hafði nýtt í skrif skilaði því að hann var orðinn lúnkinn penni. Hann fór því að skrifa í skólablaðið og strax fór boltinn að rúlla af stað. Eins og kom fram var rokktónlist bönnuð heima hjá honum og það gerði hana mun meira spennandi í hans huga, en einnig var rokkið aðalmálið í félagslífinu og þekking á því sviði hjálpaði Cameron að falla inn í hópinn. Eina tenging hans við tónlistina fólst í því sem hann las, en þegar rokksveitin Iron Butterfly hélt tónleika í San Diego breytist það. Cameron vann nefnilega miða á þá í útvarpsleik. Eftir tónleikana fór hann að sanka að sér plötum sem hann gat hlustað á þegar enginn var heima. Rokkið var komið til að vera. Á þessu þrettánda ári sínu var hann orðinn fastapenni hjá San Diego Door (fyrstu greinar 12.71 – Rita Coolidge og Carole King), þar sem hann skrifaði tónlistargagnrýni. Lester Bangs ritstjóri Creem (eitt virtasta tónlistartímaritið) hafði áður verið í herbúðum San Diego Doors og fór hann fljótlega að veita litla undrinu gaum. Cameron leitaði gjarnan til Lesters, til að fá leiðbeiningar um hvernig væri best að snúa sér í hinu og þessu og áttaði Lester sig fljótlega á því að þessum manni yrði hann að ná áður en það yrði of seint. Rolling Stone kallar Fimmtán ára gamall var hann farinn að skrifa reglulega fyrir Creem og í framhaldi af því birtust tónlistargreinar eftir hann í tímaritunum Playboy, Penthouse, Music World og Los Angeles Times (í L.A. Times birtist fræg grein um Led Zeppelin). Þarna í miðri San Diego stóð lítill 15 ára drengur, fölur og með aðeins of stóran haus, NO.3 KAVALÉR 55


CAMERON CROWE

lúðinn sem eiginlega engin þekkti almennilega og var að skrifa í öll helstu tímarit Bandaríkjanna, og þau dreifðust meira segja víða um heim. Sama ár, þ.e.a.s. þegar hann var 15 ára gamall útskrifaðist hann ásamt hópi 18 ára samnemenda sinna. Cameron var á þeim tíma orðið þekkt nafn og honum stóðu engar hindranir í vegi í að eigna sér heiminn, að undanskildum foreldrum hans að sjálfsögðu, en honum til mikillar undrunar sýndu þau honum stuðning og hélt hann þetta sumar til borg draumanna, Los Angeles. Þar hélt draumur Camerons áfram því í Los Angeles var hann ráðinn til starfa við Rolling Stone, en það var auðvitað blað blaðanna, tímarit tímaritanna árið 1972 (fyrsta grein 04.73 – við Poco). Kultúr miðstöðin. Led Zeppelin, Bob Dylan, David Bowie og Neil Young voru meðal þeirra sem Cameron eyddi tíma með til að skrifa sínar nákvæmu og vel heppnuðu greinar. Það vildu allir komast að hjá honum. Greinar hans um tónlistarmennina voru persónulegri en áður þekktist, lesandinn kynntist í raun og veru tónlistarfólkinu og skyldi engan undra þar sem mömmustrákurinn þekkti ekkert þetta villta líferni sem fylgdi rokkinu og hafði lítinn áhuga á glans og glamúr – hann vildi annað og allt í einu voru rokkstjörnur orðnar mannlegar. Auk þess var hann fyrsti blaðamaðurinn sem sýndi nýju rokkstefnunni áhuga, hann var rödd unga fólksins. Líf hans flaug áfram á milljón kílómetra hraða.

56 KAVALÉR NO.3


NO.3 KAVALÉR 57


CAMERON CROWE Almost Famous? Og nú kemur kunnulega saga. Fyrsta forsíðuviðtal hans fyrir Rolling Stone birtist í kjölfar þess að 18 ára gamall hélt hann í þriggja vikna tónleikaferð með The Allman Brothers Band, þar sem hann dvaldi með hljómsveitinni og öllu því fólki sem henni fylgdi. Hann fylgdist með úr innsta hring og tók viðtöl við alla sem þar voru, ekki bara stjörnurnar. Á síðasta kvöldi ferðarinnar kallar svo Gregg Allman (forsprakki The Allman Brothers Band) Cameron inn á hótelherbergið sitt og spyr hann hvort hann sé í raun og veru blaðamaður. Gregg er nokkuð æstur og Cameron reynir að sannfæra hann um að hann sé raunverulega blaðamaður á vegum Rolling Stone. Eftir að Gregg er búinn að mæla hann allan út fullyrðir hann að Cameron sé í raun og veru lögreglumaður og stendur fast á því þótt hann fái að sjá skilríki sem segi aðra sögu. Hann brjálast yfir að þessi lögreglumaður sé búinn að vera að taka allt upp á kasettur og heimtar að fá þær. Skelkaður Cameron sér því ekkert annað í stöðunni en að afhenda Gregg öll viðtölin. Niðurbrotin heldur hann aftur heim í hérað, vitandi það að hann er búinn að klúðra sínum málum. En eins og í góðri bíómynd þá er gleðimómentið handan við hornið. Umboðsmaður hljómsveitarinar sendir Cameron allar kassetturnar og vill endilega að þetta verði forsíðugrein. Og núna erum 58 KAVALÉR NO.3

við komin lengra en Almost Famous. Cameron Crowe varð síðar aðstoðarritstjóri Rolling Stone um tíma, en það varði ekki lengi því þegar Rolling Stone ákvað að flytja höfuðstöðvar sínar til New York árið 1977 ákvað hann að vera eftir í draumaborginni. Kvikmyndabransinn Þegar Cameron var 22 ára gamall settist hann aftur á skólabekk, nú sjálfur fjórum árum eldri en elstu nemendur gagnfræðiskólans. Hann hafði ári áður birst í örmynd í kvikmyndinni American Hot Wax og var dáður af amerískum ungmennum fyrir skrif sín í tímaritum landsins. Hvað í ósköpunum var hann að gera í gaggó, sem hann hafði staðist með glans aðeins 15 ára gamall? Jú, nú var hann að færa sig yfir í bókmenntir og fyrsta skáldsaga hans fjallaði einmitt um líf unglinga og var hann í rannsóknarvinnu fyrir söguna. Bókin Fast Times at Ridgemont High kom í kjölfarið út og varð metsölubók. Hún var svo vinsæl að Universal Pictures ákvað að kaupa kvikmyndaréttinn og koma henni á hvíta tjaldið, og auðvitað fengu þeir Cameron sjálfan til að skrifa kvikmyndahandritið. Nú var nýrnasjúki lúðinn sem varð blaðamaður hjá Rolling Stone orðinn metsölurithöfundur og handritshöfundur í Hollywood. Árið 1982

kom svo loks út kvikmyndin Fast Times at Ridgemont High sem var ein vinsælasta kvikmyndin það árið, auk þess sem hún hjálpaði nokkrum ungum leikurum að koma ferli sínum á skrið, t.d. Sean Penn, Forest Whitaker og Nicolas Cage. Ári síðar var hann sjálfur sestur í leikstjórastólinn og gerði myndband við lagið Change of Heart með Tom Petty and the Heartbreakers. Þótti fróðum mönnum honum takast vel til. Cameron Crowe varð orðinn heimsfrægur í Bandaríkjunum og áður en hann leikstýrði sinni fyrstu


listin spilar sinn leik sem persóna. Mannleg mynd yfirfull af tilfinningum; góðum, fyndnum og sætum. Til gamans má geta að hinn virti kvikmyndagagnrýnandi Roger Ebert hefur gefið það út að Say Anything… sé ein af hans uppáhaldsmyndum. Fyrir þau sem ekki þekkja myndina er þetta myndin þar sem John Cuscak heldur á hljómflutningsgræjum fyrir ofan höfuðið á sér en sú ímynd festist svo við ungling þess tíma. Ferillinn í Hollywood

mynd skrifaði hann handritið af Wild Life sem var líka unglingamynd og þótti bara sæmileg. Stuttu síðar giftist hann Nancy Wilson söngkonu og gítarleika í Heart. Nancy ólst upp í Seattle og varð sú borg viðfangsefni Camerons í næstu myndum. Árið 1989 kemur svo út fyrsta kvikmyndin í leikstjórn Camerons Crowe. Hann yfirgaf sólina í Kalforníu og skrifaði mynd sem gerist í regnborginni Seattle. Kvikmyndin Say Anything… fjallar um dreng sem er leikinn af John Cuscak. Hann þráir að bjóða sætu gáfuðu stelpunni út, sem er erfitt og nánast vonlaust verkefni. Myndin er frábær og í henni eru öll bestu einkenni Camerons sem kvikmyndagerðamanns, ótrúlega sterk og skýr saga, persónurnar eru allar vel upp byggðar og tón-

Síðan þá hefur hann gert myndirnar Singles, Jerry Maguire, Almost Famous, Vanilla Sky og Elizabethtown. Auk þess komu á þessu ári út heimildarmyndirnar The Union, sem fjallar um samvinnu Elton John og Leon Russel að gerð The Union, og svo heimildarmynd í tilefni af 20 ára afmæli Pearl Jam, Pearl Jam Twenty. Til að rífa upp þjóðarstoltið þá tapaði sú mynd fyrir íslensku heimildarmyndinni Amma Lo-Fi á kvikmyndahátíðinni Copenhagen DOX. Og fyrst við erum byrjuð að rífa upp þjóðarstoltið þá skulum við staldra stutt við hér í lokin. Cameron Crowe er stórkostlegur penni og skrifar frábær kvikmyndahandrit. Hans bestu vinir eru meðal færustu og bestu tónlistarmanna heims. Hann hefur hrærst í þeim heimi stærstan hluta ævi sinnar og því spilar tónlist stóran þátt í myndum hans. Nú um jólin verður einmitt frumsýnd nýjasta kvikmynd hans, We Bought a Zoo, sem byggir á sönnum atburðum og er gerð eftir samnefndri bók. Um tónlistina í þeirri mynd sér Jónsi, stundum nefndur Jónsi í Sigur Rós. Aðspurður af hverju Jónsi svaraði Cameron því að platan Go hafi haft svo mikil áhrif á undirbúningsvinnu myndarinnar að það hefði legið beinast við að fá hann til að taka þátt í myndinni með beinum hætti. Jónsi er búinn að vera mikið með í undirbúningum og segir Cameron hann hafa meðfædda hæfileika í að semja kvikmyndatónlist og notaði hann að sama skapi tónlist eftir Sigur Rós í myndinni Vanilla Sky árið 2001. Áfram Ísland? We Bought a Zoo er frumsýnd 23. desember í Bandaríkjunum. NO.3 KAVALÉR 59


TÓNL

efni

MORGUNDAGSINS ...nánast, að minnsta kosti það sem álitsgjafar Kavalér telja að verði urrandi heitt á næstu mánuðum!

ÁLITSGJAFAR Ólafur Halldór Ólafsson Heimir Berg Halldórsson Dana Rún Hákonardóttir

60 KAVALÉR NO.3


LIST efni

Það getur verið gaman að lesa í framtíðina eins og gjarnan er gert þegar nýtt ár ber að garði. Kavalér er þar engin undantekning og fengum við nokkra valinkunna einstaklinga til þess að spá fyrir okkur um hvaða tónlistarmenn/hljómsveitir komi til með að slá í gegn á næsta ári.

Á næstu síðum munum við fjalla um 11 bönd sem við teljum að verði sjóðandi heit árið 2012 og er algjört lykilatriði fyrir tónlistarunnendur að kynna sér eftirfarandi atriði vel ef þau vilja að Ipodinn sé hlaðinn öllu því nýjasta og ferskasta langt fram eftir næsta ári...

NO.3 KAVALÉR 61


efni 11 URRANDI FERSKAR 2012

SPECTOR SPECTOR er fimm manna rokk band frá London, Bretlandi. Þeir byrjuðu að spila saman á þessu ári og hafa náð nokkuð langt miðað við það. Þeir eru með einstaklega góðan hljóm, sem nær strax athygli manns og hefur þeim til dæmis verið líkt við hljómsveitir á borð við The Strokes og Roxy Music. Ég tel að 2012 verði gott ár fyrir Spector þar sem þeir munu gefa út sína fyrstu plötu, ásamt því að vera upphitunarsveit í komandi tónleikaferðalagi Florence and the Machine árið 2012. //dana

62 KAVALÉR NO.3


efni

AZEALIA BANKS

Ungfrú Banks er tvítugur töffari frá Harlem, New York. Eftir að hafa vakið á sér athygli á netinu barst tal um hana eins og eldur í sinu og ekki leið á löngu þangað til hún var komin með sinn fyrsta plötusamning. Fyrsta plata hennar er í vinnslu og mun koma út á næsta ári. Hún hefur þó gefið okkur smá forsmekk með laginu ‘212’ sem maður stenst ekki mátið að dilla sér við. Það verður erfitt að láta hana framhjá sér fara á næstunni. //dana

NO.3 KAVALÉR 63


efni 11 URRANDI FERSKAR 2012

WISE BLOOD WISE BLOOD er ungur listamaður að nafninu Chris Laufman sem býr í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Wise Blood notast mikið við “sömpl” í tónlist sinni, hann blandar þeim saman og syngur yfir og útkoman er eitthvað alveg nýtt og ferskt! //ólidóri

64 KAVALÉR NO.3


efni

THE WEEKND

Abel Tesfaye aka THE WEEKND er búinn að vera að gera allt tryllt í internetheimum á árinu 2011 eftir að að hafa sett 3 lög á Youtube í byrjun árs og í framhaldi af því gaf hann út 2 mixtape frítt á heimasíðu sinni. Það var svo rapparinn Drake og nágranni hans frá Toronto sem byrjaði að tala The Weeknd út fyrir borgina og í dag bíða aðdáendur spenntir eftir þriðja og síðasta mixtape-inu í trilogy-inu sem á að koma út fyrir jól. Abel var svo fengin til að endurhljóðblanda lög frá Florence and the Machine og Lady Gaga undir lok árs sem hafa fengið mikla athygli og síðan kemur hann mikið við sögu á nýjustu plötu Drake sem mun líklega poppa upp sem plata ársins 2011 hjá mörgum gagnrýnendum. Svo er gaman að segja frá því að The Weeknd hafnaði sjö milljón dollara plötusamning fyrir nokkrum vikum og stefnir án efa á að fara sínar eigin leiðir áfram. OVOXO //heimirberg

NO.3 KAVALÉR 65


efni 11 URRANDI FERSKAR 2012

LOW ROAR Tónlistarmaðurinn Ryan Karazija er búsettur hér á landi og gefur út tónlist undir formerkjum LOW ROAR. Hann hefur nýlega sent frá sér fyrstu plötu sína sem hann tók upp í stofunni heima hjá sér og tókst afskaplega vel til - svo vel til að mynda að hann flaug í fyrsta sæti yfir mest seldu albúmin á sinni fyrstu viku hjá Gogoyoko - og hoppaði þ.á.m. upp fyrir bæði Mugison og Hjálma. Tónlistin sem Ryan býður upp á er með því huggulegra sem þú finnur og má nefna að nafnið Thom Yorke hefur oftar en einu sinni verið notað til að lýsa tónlist Low Roar, nú síðast af NME. Ég mæli með því að fólk fylgist vel með honum á næsta ári og verði vakandi fyrir uppákomum þar sem hann kemur fram. Við fjöllum nánar um nýútkomna plötu hans á bls 72. //hbv

66 KAVALÉR NO.3


efni


efni 11 URRANDI FERSKAR 2012

WU LYF Manchester bandið WU LYF aka Woo Life aka World Unite Lucifer Youth er eitt af mínum uppáhalds böndum eftir árið 2011 og ég held að þeir eigi eftir að blómstra enn meira á árinu 2012. Öll helstu plötufyrirtæki í heiminum hafa boðið þeim risa samninga og reynt að sign-a þá síðustu mánuði en í staðin létu þeir starfsmenn þessa fyrirtækja greiða tvöfalt aðgangsgjald inn á tónleika sína, mjög rebel !! Þeir gáfu út plötu sína Go Tell Fire to the Mountain fyrr á árinu undir miklum áhrifum frá Brooklyn flokknum Wu Tang Clan og hefur platan fengið frábæra dóma hjá helstu gagnrýnendum. //heimirberg

68 KAVALÉR NO.3


efni

NIKI AND THE DOVE

NIKI AND THE DOVE er dúó sem kemur frá Stokkhólmi, Svíþjóð. Þau hafa verið starfrækt síðan 2010 og hafa gefið frá sér hvern smellinn á eftir öðrum; þar á meðal DJ Ease My Mind og Under The Bridges. Þessi elektróníska popphljómsveit mun gera það gott með fyrstu plötu sinni sem kemur út í maí á næsta ári. Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves 2011 og sló í gegn. //dana

NO.3 KAVALÉR 69


efni 11 URRANDI FERSKAR 2012

CHARLI XCX CHARLI XCX er 19 ára söngkona og lagahöfundur sem hefur verið í hljómsveitum frá því hún var 7 ára og gaf út sína fyrstu sólóplötu aðeins 14 ára gömul. Hún gaf nýlega út hið frábæra lag Nuclear Seasons og von er á stórri plötu frá henni á árinu 2012. //ólidóri

70 KAVALÉR NO.3


efni

FRIENDS

FRIENDS er fimm manna band sem kemur frá Brooklyn, New York. Bandið kom saman árið 2010 og hefur góðan funky-popp hljóm í sér, sem má líkja til dæmis við hljómsveitirnar ESG og TomTom Club. I’m His Girl er þeirra fyrsta útgefna lag og hefur það slegið í gegn meðal fjölmiðla og annara tónlistarunnenda. Ég mæli eindregið með því að þið skoðið þetta band. //dana

NO.3 KAVALÉR 71


efni 11 URRANDI FERSKAR 2012

A$AP ROCKY Rakim aka ASAP ROCKY frá Harlem poppaði dáldið seint upp á árinu 2011 en hefur strax fengið gríðarlega mikla athygli og þar á meðal frá “BBC Sound of 2012” sem tilnefnir hann sem eina af vonarstjörnum næsta árs og það er ekki lítil tilnefning. Það er ekki mikið um hann að segja nema það að hann gaf út brjálað mixtape fyrir nokkrum vikum og þar negldi hann þetta, tryllt flæði og mikið SWAG ! //heimirberg

72 KAVALÉR NO.3


efni

GUARDS

GUARDS er Richie Follin, bróðir Madeline Folin söngkonu Cults. Richie er einnig fyrrverandi gítarleikari Cults (hann er nýlega hættur til að einbeita sér að guards). Árið 2010 samdi Richie 7 lög fyrir Cults sem hann sendi svo systir sinni. Henni fannst lögin frábær, en ekki henta Cults, lét þau á netið án þess að segja Richie frá því, nokkur blogg fóru á stað og síðan hafa margir beðið spenntir eftir fyrstu stóru plötu guards. guards ep var ein af mínum uppáhaldsplötum á árinu 2010. //ólidóri

NO.3 KAVALÉR 73


PLÖTU DÓMAR

LOW ROAR

ADHD

ELDAR

Mest spilaða platan á skrifstofu Kavalér síðustu vikurnar og vekur það jafn mikla furðu í hvert skipti sem hún rúllar í gegnum spilarann af hverju í ósköpunum þessi maður er ekki að ná til stærri hóps hlustenda. En svo staldrar maður við og áttar sig á því að það eru ekki nema nokkrir dagar síðan platan Low Roar kom út í föstu formi og þá fattar maður það. Ryan Karizja sem er maðurinn á bakvið Low Roar nafnið er nefnilega bara rétt að byrja!

ADHD er sennilega sú hljómsveit í heiminum sem hvað erfiðast er að gúgla, einfaldlega þar sem áhyggjufullir foreldrar stútfylla tölvuskjáinn á núll einni ef menn leyfa sér eitthvað kæruleysi við innslátt í leitarvélina. Og það sem meira er þá skiptir engu máli á hvaða tungumáli viðkomandi leitar. Á endanum er þó blessunarlega hægt að finna drengina í ADHD.

Fjarlæg nálægð er ávöxtur samstarfs söngvarans Valdimars Guðmundssonar úr Valdimar og Björgvins Ívars Baldurssonar sem hefur m.a. spilað með Lifun og Bergrisunum hans Bjartmars. Auk þeirra koma nokkrir góðir gestir að plötunni sem setja allir sinn svip á útkomuna.

Low Roar

Frumraum upp á fjórar stjörnur og þó svo platan sé í heild nokkuð jöfn og góð þá eru fyrstu þrjú lög hennar, Give up, Just a habit og Nobody else, í uppáhaldi á þessum bænum. Frábær plata fyrir þá sem fíla afslappaða tóna eftir leiðinlegan dag í vinnunni. //hbv

74 KAVALÉR NO.3

ADHD2

Þrátt fyrir að hér eigi að vera ritað eitthvað um tónlistina á nýjustu plötu hljómsveitarinnar ADHD2 (sem kom þó út í ágúst síðastliðnum) þá ætlum við ekki einu sinni að reyna að gera tónlist þeirra skil á nokkurn hátt að öðru leyti en því að skreyta hana með fullu húsi. Ástæðan fyrir því að ekki verður kafað eitthvað dýpra í lýsingar á tónsmíðum þeirra félaga er sú að í hreinskilni vitum við eiginlega ekki hvernig á að gera henni skil í fáeinum orðum svo vel sé. Hvað er þetta eiginlega? Gott stöff er það eina sem kemur upp í hugann. //hbv

Fjarlæg nálægð

Þeir félagar bjóða hlustendum upp í afskaplega þægilegt ferðalag þar sem viðkunnaleg söngrödd Valdimars teymir hlustandann áfram af hlýleika og fagmennsku. Hægt er að túlka alla plötuna sem eina sameiginlega sögu sem inniheldur 10 mismunandi kafla og nær hámarki í þekktasta lagi plötunnar, Bráðum burt, sem hefur fengið góðar viðtökur og þónokkra spilun á útvarpsstöðum landsins. Við viljum endilega heyra meira frá þeim félögum, en þangað til látum við okkur nægja að hlustum bara aftur á Fjarlæg nálægð. Og aftur. //hbv


HJÁLMAR

MUGISON

Það kveður við nýr hljómur á nýjustu plötu Hjálma, takturinn er örlítið hraðari en á fyrri plötum sveitarinnar og smá elektrónískur fílingur sem dansar við taktfast gæða reggíið sem þeir eru hvað þekktastir fyrir. Órar inniheldur ellefu lög (þrettán ef við tölum um online útgáfuna sem er a.m.k. hægt að nálgast á Gogoyoko) og þrátt fyrir örlitlar áherslubreytingar hjá meðlimum sveitarinnar þurfa áhangendur ekki að vera smeykir eitt augnablik því gæðin eru þau sömu og á eldri verkum sveitarinnar, ef ekki meiri. Órar er jafnvel besta plata Hjálma til þessa og nokkuð öruggt að hún kemur til með að leynast í ófáum jólapökkunum þetta árið.

Nýjasta platan frá Mugison er hundleiðinleg. Áður en lengra er haldið skal þó tekið fram að fyrsta setningin er auðvitað djók. Haglél er meistaraverk. Lögin á plötunni eru hvert öðru betra, í heildina rólegri en hann hefur sent frá sér áður og svo syngur hann auðvitað á íslensku - og það listavel. Lögin Kletturinn, Stingum af, Gúanóstelpan, Ljósvíkingur, Þjóðarsálin og Blindflug eru frábær lög og þykist undirritaður ekki vera einn um að gleðjast í hjartinu við þessa tóna því það má í raun færa haldbær rök fyrir því að þessi lög, og sennilega fleiri, megi nú þegar telja til klassískra íslenskra dægurlaga sem flestir, ef ekki allir landsmenn fíla í spað.

Órar

Í sérstöku uppáhaldi hjá undirrituðum eru lögin Áttu vinur augnablik, Ég teikna stjörnu, Eilífð auðn, Borð fyrir tvo og Í gegnum móðuna. //hbv

Haglél

Ef fólk er að fara að glíma við þjóðveginn yfir hátíðarnar þá er þetta diskurinn sem á að vera í græjunum, a.m.k. inn á milli jólalaganna. PS. kæri Mugison, ekki láta okkur bíða svo lengi eftir næstu plötu. //hbv

Kavalér mæ lir með því að fólk ver sli íslenskar plötur fyrir hátíðarnar og ef svo hep pilega vill til að gleðja skuli nákom na, þá vekur góð tón listar gjöf ávallt lukku. vekjum við því athygli á því að þes sar fimm plö tur myndu sóma sér vel á hvaða hei mili sem er. NO.3 KAVALÉR 75


NOKIA N9 Nokia N9 er nýjasti snjallsíminn frá finnska farsímaframleiðandanum og eftir að hafa prufað símann getur Kavalér hæglega tekið undir þau orð þeirra að um sé að ræða byltingarkennt tæki. Stýrikerfið, örgjörvinn, vinnsluminnið og skjárinn sem er alveg sérstaklega góður, gera alla upplifun við notkun Nokia N9 meiri og betra en áður hefur sést. Myndavélin er þrælgóð, 8 MP með Carl Zeiss linsu. Innbyggt minni N9 er einnig vel útilátið, eða 16 GB. Síminn er ennfremur búinn svokallaðri NFC tækni sem gerir pörun við önnur tæki, t.d. höfuðtól og hátalara, einstaklega einfalda en nóg er að láta tækin tvö snertast til að para þau saman. Hann kemur í þremur litum (svartur, bleikur og blár) og kostar rétt rúmlega eitt hundrað þúsund alíslenskar krónur. Gjöf?


EIGINLEIKAR ALMENNT LITUR: Svartur STÆRÐ: 116.5 x 61.2 x 12.1 mm ÞYNGD: 135 g Á ÍSLENSKU: Valmyndakerfi FARSÍMAKERFI: HSDPA og Quad-band GSM850/900/1800/1900 STÝRIKERFI: MeeGo OS, v1.2 Harmattan SKJÁR OG RAFHLAÐA UPPLAUSN: 16 millj. litir STÆRÐ: 480x854 BIÐTÍMI: Allt að: 380 klst (2G) / Allt að: 450 klst (3G) TALTÍMI: Allt að: 11 klst (2G) / Allt að: 7 klst (3G) MYNDAVÉL MYNDAVÉL: Já með vídeó GÆÐI: 8 MP MINNI INNBYGGT MINNI: Já, 16GB, 1GB RAM GAGNAFLUTNINGUR 3G: Já GAGNASAMSKIPTI: 3G (HSDPA) eða EDGE TENGIMÖGULEIKAR: Bluetooth/USB/WiFi MÓTALD: JÁ TÖLVUPÓSTUR: Já SAMKEYRANLEGUR VIÐ OUTLOOK OG/EÐA LOTUS NOTES: Já SÉRKENNI SKILABOÐ: SMS/MMS/ E-mail HRINGITÓNAR: MP3/ Pólýtónar TITRARI: Já TÓNLISTARSPILARI: Já FM ÚTVARP: Nei GPS: Já Skjalaskoðari : Já Diktafónn : Já


Garðar

Gunnlaugs mætir á klakann með stæl og flytur inn

bjór sem heitir

krummi

Þ

ar sem við hjá Kavalér elskum bjór og erum miklir áhugamenn þegar kemur að gullinu fljótandi þá fannst okkur tilvalið að setjast niður með knattspyrnukappanum Garðari Gunnlaugssyni, sem hefur nýlega tekið á móti fyrstu sendingu af bjórnum Krumma sem hann flytur inn til landsins og býður landsmönnum til sölu í vinsælustu búð landsins. „Síðustu ár hef ég búið í Búlgaríu þar sem 1,5 og 2 lítra plastflöskur eru mjög vinsælar. Af forvitni þá ákvað ég að prófa og það kom mér á óvart hvað bjórinn var góður og hve lengi hann hélt sér eftir að flaskan var opnuð“, sagði Garðar þegar við furðuðum okkur á stærð flöskunnar sem kemur Íslendingum kannski spánskt fyrir sjónir þar sem Krummi er eingöngu fáanlegur í eins líters flöskum. Það var einmitt þessi hugsun sem leiddi til þess að Garðar tók eftir því að það vantaði algjörlega svona konsept á markaðinn hérlendis og því upphófst leit hans að rétta bjórnum til að flytja til landsins. Eftir að hafa eytt

78 KAVALÉR NO.3

ómældum (og gefandi) tíma í það að smakka hinar ýmsu bjórtegundir lá leiðin til Lettlands þar sem rétti bjórinn fannst og hugmyndin varð að raunveruleika. „Þessi uppskrift hefur verið brugguð í Lettlandi síðan 1850 og fengum við svokallað private label á hann sem þýðir í raun að við tökum þennan bjór og merkjum hann okkur áður en hann er settur í sölu,“ sagði hann áður en hann hélt áfram að lýsa því hvernig tókst að sannfæra eigendur bruggverksmiðjunnar úti um ágæti þess að fara á Íslandsmarkað. „Það er mjög mikið lagt í framleiðsluna á bjórnum og borar eigandinn til að mynda 120 metra ofan í jörðina eftir eigin vatnsuppspretti. Einnig notar hann einungis eðal humla þannig að það er engu til sparað.” Þegar þarna var komið við sögu var athyglin farin að einblína um of á svellkaldar flöskurnar sem láu í ísbaði fyrir augum okkar þannig að hér endar í raun kennslustundin sjálf og ekkert annað að gera en að prufa nýjasta bjór landsins.


Lærðir menn lýsa bjórnum á þá leið að í honum sé að finna meðalfyllingu og milda sýru, þá sé hann ósætur og örlítið beiskur með ristuðum kornum, baunum og leyndarmálinu sjálfu – heyi. Garðar hló þegar við töluðum um mögulegt heybragð af bjórnum sem hann hafði flutt inn og talaði þá um besta hey sem hann hafi nokkurn tímann smakkað. Fyrir hinn

almenna neytanda og þá sem leggja ekki mikið upp úr því að sundurgreina hvert bragðefni sem boðið eru upp á má þó geta þess að það fyrsta sem maður tekur eftir við Krumma er sterkt og gott eftirbragðið sem leikur við bragðlaukana og getum við ímyndað okkur að hann henti afskaplega vel í næsta matarboði. Niðurstaðan er því sú að Krummi er virkilega fínn bjór og þó svo undirrituðum hafi þótt heldur mikið í fyrstu að slátra eins líters flösku í einu þá sé bara ekki annað hægt þegar um er að ræða besta hey sem er í boði á landinu.

NO.3 KAVALÉR 79

Orð: Heimir Berg Vilhljálmsson Mynd: Finnur Andrésson

„Skál,“ sagði hann og brosti eftir að hafa fyllt glösin af vel gylltum og ísköldum lagerbjórnum, sem fékk eins og áður segir nafnið Krummi þar sem Garðar vildi hafa tenginguna við Ísland mjög sterka „og það gerist varla meira íslenskt en Krummi.“


Kavalér likes You Davíð Oddsson likes this.


oo:


:04

Tölublað no. 4 kemur 9. janúar 2012


kavaler no 3  

kavaler, no, 3

kavaler no 3  

kavaler, no, 3