Fáksblaðið

Page 12

12

Hestamannafélagið Fákur

Verðum að halda forystu

Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra, nú framkvæmdastjóri Samtaka afurðarstöðva í mjólkuriðnaði hefur verið ötull baráttumaður fyrir framgangi íslenska hestsins í gegnum tíðina. Í ráðherratíð sinni hratt hann úr vör ýmsum verkefnum til styrktar starfseminni í kringum hestamennsku og hrossarækt í landinu. Hann var og er óþreytandi við að kynna hestinn, tala máli hans og hestamanna. Guðni hefur ákveðnar skoðanir á hvað gera þurfi til að hesturinn haldi stöðu sinni til framtíðar litið. En hvernig ætli standi á þessari miklu tryggð við þetta áralanga baráttumál Guðna? “Í barnæsku fór ég strax að unna hestinum og á Brúnastöðum voru til góðir hestar, hafði fljótt auga fyrir fallegum hestum og dáði mikla hestamenn,” segir hann. “Hesturinn hefur því verið nærri mér frá barnæsku. Svo hef ég átt einstaka vini, leiðtoga lífs míns á margan hátt, sem voru miklir hugsjónamenn.” Talið berst að reiðhöllum sem hafa rennt styrkum stoðum undir hestamennsku og reiðkennslu og rifjar Guðni upp í því sambandi að flokksbróðir hans, Ólafur Þ. Þórðarson hafi flutt fyrstur manna tillögu á Alþingi Íslendinga um reiðhöll og af þeirri tillögu reis reiðhöllin í Víðidalnum. Þegar ég varð ráðherra var ég búinn að vera í svona

starfi með Ólafi og fleirum, þannig að ég hafði hugmyndir um að ýmsu þyrfti að breyta. Svo er það auðvitað rétt; ég tók hestinn að mér eftir að ég varð ráðherra og vann með hestamönnum. Sumir kölluðu þetta gæluverkefni, en mér fannst vanta ýmislegt inn í starfsemina í kringum hann til þess að dæmið gengi upp. Hrossabúgarðarnir hafa gert hestinn að atvinnugrein ekkert síður en kúa eða sauðfjárbúskap. Hestamenn hafa fyllt sveitirnar af lífi og krafti” Guðni lagði leið sína á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Ryden árið 1999 og kveðst þá hafa séð hvers lags ævintýri íslenski hesturinn var orðinn á alþjóðavísu. “Þar var forsetinn líka, Ólafur Ragnar Grímsson, og við vorum sama sinnis og heilluðumst gjörsamlega af þeirri stemningu sem þarna skapaðist. Að sjá einhverjar tuttugu þjóðir eiga aðeins einn guð, sem var íslenski

hesturinn. Þá fór ég heim, staðráðinn í að vinna að þeim verkefnum sem talin voru mikilvægust.” Kannski er hesturinn mesta sameigin sem við eigum. Hann er brú á milli borgar, bæja og sveitarinnar, þannig að hann er lykilatriði í að sameina þessa þjóð. Margir vilja verða hestamenn og bændur. Höfuðborgarbúarnir verða sveitamenn. Þeir vilja hafa hestalykt af sér, moka skít og ríða út í íslenskri náttúru, komast úr erlinum og hvíla sálina.”

Framtíðin í börnunum

“Svo búum við einnig við það að í tugum þjóðlanda eigum við samherja. Það er jafn mikill fjöldi af íslenskum hrossum erlendis og hér heima. Þar skiptir máli að halda forystunni og því eru tvö stór verkefni sem þarf að huga að,” segir Guðni og eldmóðurinn leynir sér ekki. “Hestamennskan hefur í raun-

inni haldið merkilega vel velli, þrátt fyrir hrunið. Við höfum séð þetta hér, sem ekki var til áður, að nú eru hundruð hrossabúgarða um allt land, mannaðir fólki sem hefur atvinnu af hestinum. Þetta fólk skiptir máli og það vinnur gríðalega mikla, faglega vinnu. Svo eigum við hestamannafélögin, sem kalla á fólk inn í sinn félagsskap og eru með mikið umleikis. Ég tel eitt af stærstu verkefnunum sem ég vann að í ríkisstjórn og Alþingi og kom áfram vera stuðninginn við reiðhallir, sem eru nú í hverju hagsældarhéraði. Menn geta sótt námskeið yfir harðasta vetrartímann og kennslan er með allt öðrum hætti. Þess vegna er það mjög mikilvægt að hestamannafélögin hugi alveg sérstaklega að barna- og unglingastarfinu. Framtíðin liggur í börnunum og unglingunum og þess vegna hafa reiðhallirnar og námskeiðin, sem


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.