Page 1

Sjónaukinn 51. tbl 28.árg 18.– 24. des 2013

Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

Viljum minna á að Sjónaukinn er einnig á netinu á http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn.html

Auglýsing frá Húnaþingi vestra Sveitarstjórn Húnaþings hefur samþykkt að leita eftir áhugasömum aðilum til að annast framleiðslu og þjónustu skólamáltíða (hádegisverðar) fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga og Laugabakka frá og með haustinu 2014 og að reka veitingastað á heilsársgrundvelli á Hvammstanga. Við framleiðslu skólamáltíða skal tekið mið af manneldismarkmiðum Manneldiráðs og að næringarinnihald skólamáltíða verði í samræmi við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni. Þá skal fara eftir viðmiðum sem koma fram í handbók um skólamötuneyti. Áhugasamir aðilar sendi Húnaþingi vestra skriflega greinargerð þar sem þeir geri grein fyrir framtíðarsýn sinni gagnvart rekstri veitingastaðar og framleiðslu skólamáltíða á Hvammstanga. Í greinargerðinni skal tilgreina staðsetningu og stærð veitingastaðar, reynslu og þekkingu af sambærilegum rekstri ásamt öðru því sem viðkomandi telur mikilvægt að fram komi. Áhugasamir aðilar skili greinargerð sinni á skrifstofu Húnaþings vestra eigi síðar en föstudaginn 10. janúar 2014. Frekari upplýsingar veitir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í síma 455-2400 og á netfanginu skuli@hunathing.is Sveitarstjórn Húnaþings vestra áskilur sér rétt til að ganga til samninga við aðila eða hafna öllum. Hvammstangi 12. desember 2013 Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.


Á döfinni Hvað-Hvar Fimmtudagur 19. desember Jólatónleikar í grunnskólanum Hvammstanga Snyrting hjá Helen Föstudagur 20. desember Kl.14-17 Hiasyntusala Kvennfélagsins Freyju Snyrting hjá Helen Laugardagur 21. desember Útgáfudagur Jólasjónaukans Mánudagur 23. desember Kl. 18-21 Skötuhlaðborð á Kaffi Sveitó Kl. 18-21 Skötuhlaðborð Hlöðunnar Föstudagur 27. desember Kl. 18 Staðarskálamótið í íþróttamiðstöðinni Laugardagur 28. desember Kl. 13 Staðarskálamótið í íþróttamiðstöðinni Kl. 21 Árlegur jólafundur ungmennafélagsins Grettis Sunnudagur 29. desember Kl.14 Jólaball kvennfélaganna í Ásbyrgi Laugardagur 11. janúar Króksamót í körfubolta

49 50 51 50 50 51 51 51 51 51 51 51


Hinn árlegi jólafundur Ungmennafélags Grettis verður haldinn í Félagsheimilinu Ásbyrgi laugardagskveldið 28. desember og hefst kl. 21:00 Félagsvist, bingó og fleira til gamans gert Kökur og annað meðlæti vel þegið Sjáumst vonandi sem flest Ungmennafélagið Grettir

Hýasintusala. Hin árlega Hýasintusala Kvenfélagsins Freyju verður í anddyri KVH föstudaginn 20. des. kl:14-17. Stykkið kostar litlar 1500.- kr og allur ágóði rennur í Jólasjóðinn. Það er sjóður á vegum Rauða Krossins, Kirkjunnar og Félagsþjónustunnar. Þeir, sem vilja styrkja þetta án þess að kaupa Hiasyntu geta lagt inn á Reikning 0159-05403409 - Kt: 611086-2539 Kvenfélagið Freyja.


Kaffi Sveitó Skötuhlaðborð á Þorláksmessu Skata, sigin fiskur, saltfiskur ásamt meðlæti. Hlaðborð frá kl.18-21 og hvað svo?? Kaldur á tilboði! 2500 kall á haus og frítt fyrir yngri en 12 ára. Vinsamlegast pantið fyrir föstudagskvöldið 20. des Sími: 4512566/8642566 Hlökkum til að sjá ykkur. Höfum gaman saman Ferðaþjónustan Dæli Sigrún, Villi, Kiddi og Haffí

Króksamót 11.janúar

Körfuknattleiksdeild Tindastóls á Sauðárkróki heldur sitt árlega Króksamót í körfubolta fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára, 1-6 bekk. Mótið verður haldið laugardaginn 11.janúar og er áætlað að mótið standi frá 10-16, fer þó eftir þátttöku og fjölda leikja. Skráning fer fram á netfanginu valdimar@hunathing.is fyrir kl 16:00 þann 19. desember. Þátttökugjald er 1500 kr á barn. Allir fá króksabol og máltíð að móti loknu. Með von um góða þáttöku. Kveðja Valdi


JÓLASENDINGAR Hvammstanga og Laugarbakka Móttaka fyrir jólaböggla, sem jólasveinarnir fara með í hús á aðfangadag, verður sunnudaginn 22.desember á milli kl. 21:00 - 22:00 og á aðfangadag milli kl. 10:30 - 11:30 í Félagsheimilinu Hvammstanga. Inngangur undir svölum.

ATHUGIÐ! AÐEINS VERÐUR TEKIÐ Á MÓTI BÖGGLUM!! Óskum félögum okkar og öllum öðrum

gleðilegra jóla Umf. Kormákur Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

Frá Bókasafninu. Bókasafnið verður lokað aðfangadag og gamlársdag. Forstöðumaður.


Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Ef þú kaupir kippu af 2L Egils Appelsí n Færðu 4x2L af Pepsi frítt með Gildir frá þriðjudeginum 17 des. til og með fimmtudagsins 19 des. Eða á meðan birgðir endast

JÓLAHAPPDRÆTTI KVH Eftirtaldir vinningshafar voru dregnir út í jólahappdrætti KVH Þau fá ostakörfu að gjöf Björgvin Skúlason Ingvar Jóhannsson Ólöf Pálsdóttir

Kæst skata 10% afsláttur á kassa Kæst tindaskata 10% afsláttur á kassa

Kaupfélag Vestur Húnvetninga Sími 455 2300


Hlaðan Skötuhlaðborð á Þorláksmessu Hefst klukkan 18:00-21:00 Síðan verður opið eitthvað fram eftir kvöldi. Bestu jólakveðjur Hlöðufrúin

Jólaball -- Jólaball Sameiginlegt jólaball kvenfélaganna í Húnaþingi-vestra verður haldið í félagsheimilinu Ásbyrgi sunnudaginn 29. desember kl. 14:00 Við ætlum að dansa í kringum jólatréð og syngja bæði hátt og snjallt. Því þá er nokkuð víst að til okkar líti kátir sveinar. Komum saman og gleðjumst með börnunum í dans og söng. Vonumst til að sjá ykkur sem flest, allir velkomnir. Kökur og/eða annað meðlæti vel þegið á veisluborðið. Kvenfélagskonur


Munum eftir að senda:

Jólakveðjur í jólablað Sjónaukans sem kemur út

laugardaginn 21. desemeber. Þurfa að berast fyrir klukkan 21:00 föstudaginn 20. desember.

Sjónaukinn Það borgar sig að auglýsa


Staðarskálamót 2013 Hið goðsagnakennda Staðarskálamót verður haldið í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga daganna 27. og 28. desember. Mótið hefst kl. 18:00 á föstudeginum og kl. 13:00 á laugardeginum. Skráningar í síma: 865-2092 (Steini) og 891-6930 (Dóri Fúsa). Skráningu lýkur 26. des. Dregið verður í riðla kl. 12:05 í kaffihorni KVH þann 27. des og hægt verður að sjá uppröðun leikja skömmu síðar á heimasíðu ungmennasambandsins, www. usvh.is Nú er um að gera að smala í lið og skrá það á þetta magnaða mót, þar sem ungmennafélagsandinn berst fyrir hverju frákasti og spenntir áhorfendur hvetja hvern þann sem mætir. Við minnum á að það á ekki að vera að svamla í áfengum drykkjum á meðan þessi helgistund stendur yfir. U.S.V.H. mun heiðra íþróttamann ársins fyrir úrslitaleikina, á seinni keppnisdeginum. Sundlaug verður opin meðan á móti stendur. Gleðilega hátíð og farsælt körfuár. Nefndin


Íþróttamiðstöðin Hvammstanga Opnunartími Um jól og áramót Aðfangadag kl.10:00-13:00 Jólabað frítt fyrir alla Jóladagur lokað Annar dagur jóla lokað Gamlársagur kl.10:00-13:00 Nýársdagur lokað Gleðileg jól Gott og farsælt komandi ár Starfsfólk


Eldhúspappír og klósettpappír Loksins er eldhúspappírinn kominn í hús. Hágæða pappír á góðu verði. Nánari upplýsingar veitir Hörður Gylfason í síma 897-4658 Umf. Kormákur

Næstu Sjónaukar 52.tbl– útgáfudagur er 21.desember auglýsingar og jólakveðjur verða að berast fyrir kl.21:00 föstudaginn 20. desember

53.tbl– útgáfudagur er 28. desember Auglýsingar og áramótakveðjur verða að berast fyrir kl. 21:00 föstudaginn 27. desember


Þjónusta í boði- óskast Hvað Þjónustuaðili tbl Vörur á tilboði KVH 51 Framleiðsla og þjónusta Húnaþing vestra 51 Hiasyntusala Kvennfélagið Freyja 51 Meirapróf Ökuskóli Norðurlands vestra 50 Jólatilboð KIDKA 50 Ýmislegt til sölu Haukur Stefánsson 50 Jólasteikin á tilboði KVH 50 Skatan kemur í hús KVH 50 Akstursstyrkir Húnaþing vestra 50 Akstursstyrkir leikskóla Húnaþing vestra 50 Vörur á tilboði KVH 49 Stöðuleyfi gáma Húnaþing vestra 49 Langafit opin Langafit 49 Opnunartími um jól Leirhús Grétu 49 Opnunartími um jól Verslunarminjasafnið Bardúsa 49 Hross í óskilum Húnaþing vestra 49 Íþróttamaður ársins USVH 48 Ný heimasíða Ferðamálafélag V-Hún 48 Bökunarvörutilboð KVH 48 Breyting á opnunartíma KVH 48 Meistaranám iðnaðarm. Fjölbrautarskóli norðurlands vestra 48 Jólaleikur KVH 48 Áfangar í boði, dreifnám Fjölbrautarskóli norðurlands vestra 48

Sjonaukinn51 tbl 2013  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/sjonaukinn51.tbl.2013.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you