Page 1

Sjónaukinn 46. tbl 28.árg 13.-19. nóv 2013

Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

Viljum minna á að Sjónaukinn er einnig á netinu á http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn.html

Frá ritnefnd Húna Ritnefnd Húna auglýsir eftir efni til birtingar í Húna tímariti USVH í næsta riti sem kemur út í vor eða síðar. Margskonar efni sem tengist Húnaþingi vestra kemur til greina svo sem sögur, frásagnir, kveðskapur og fleira. Þeir sem luma á efni til birtingar snúi sér til formanns ritnefndar Jónínu Sigurðardóttur netfang: pila@simnet.is Sími 895 2564 Ritnefnd Húna

Uppskeruhátíð Uppskeruhátíð ferðaþjónustuaðila í Húnaþingi-vestra Verður haldin föstudaginn 22.nóv.kl.20.00. Á Pottinum á Blöndósi Matur og rútuferð 5700 kr Skráning er hjá Unni unnur@forsvar.is Sími:455 2500 Skráning fyrir 19 nóv. Ferðamálafélag V-Húnavarssýslu


Á döfinni Tími

Hvað-Hvar

Föstudagur 15. nóvember kl.20 Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra Sunnudagur 17. nóvember kl.14 Guðsþjónusta í Hvammstangakirkju kl.20:30 Kvöldmessa í Staðarkirkju Mánudagur 18. nóvember Augnlæknir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Þriðjudagur 19. nóvember Augnlæknir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Miðvikudagur 20. nóvember Augnlæknir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Fimmtudagur 21. nóvember kl.20 Aðalfundur Ferðamálafélags V-Húnavatnssýslu Föstudagur 22. nóvember kl.20 Uppskeruhátíð ferðaþjónustuaðila Laugardagur 23. nóvember kl.14-17 75 ára afmæli Sólrúnar í Núpsdalstungu

Ljós á leiði í Kirkjuhvammskirkjugarði Munið að endurnýja umsóknir um ljós á leiði í garðinum Í síma 894-1722, 451-2322 eða á netfang brekkugata10@gmail.com fyrir 15. nóvember 2013 Skjanni ehf.

tbl 46 46 46 46 46 46 46 46 46


Hvammstangakirkja Guðsþjónusta nk. sunnudag 17. nóvember kl. 14.00. Kór Sauðárkrókskirkju kemur í heimsókn og leiðir safnaðarsöng ásamt Kirkjukór Hvammstanga undir stjórn organistanna Rögnvaldar Valbergssonar og Pálínu Fanneyjar Skúladóttur. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur á Sauðárkróki prédikar. Kirkjukaffi í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Allir velkomnir Sóknarprestur

Rúlluplast 2013-2014 Við viljum biðja bændur um að hrista hey og jarðefni vandlega úr rúlluplasti og gæta sérlega vel að því að ekki séu net/bönd saman við plastið. Áburðarsekki þarf að skilja í sundur og safna plastinu sér og striganum sér í sekki. Sjái bændur sér ekki fært að verða við þessum óskum verður ekki hægt að safna rúlluplasti hjá þeim endurgjaldslaust. Urðun ehf

Staðarkirkja Kvöldmessa næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.30 Fresta varð síðustu messu vegna veðurs, en nú ætlum við að heiðra kirkjuna og staðinn með helgri stund og nærandi samfélagi. Sóknarprestur og sóknarnefnd


Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra verður haldin föstudaginn 15. nóvember 2013 í Félagsheimilinu Hvammstanga. NEMENDUR MÆTI KL. 19:30 Árshátíðin hefst kl. 20:00 með skemmtiatriðum í Félagsheimilinu Hvammstanga. Að þeim loknum verða kaffiveitingar í Félagsheimilinu. Dansleikur hefst um kl. 22:00 og kaffiveitingar verða áfram í suðursal. Nemendafélagið verður með sjoppu um kvöldið. Sjoppan opnar kl. 19:30 og er opin þar til atriði hefjast. Ekkert hlé verður á sýningunni og opnar sjoppan aftur að þeim loknum. Áætlað er að ballinu ljúki um kl. 01:00.

Miðaverð á árshátíðina er eftirfarandi: Skemmtiatriði, kaffiveitingar og dansleikur 2.000 kr.


Kaffiveitingar og dansleikur fyrir nemendur skólans 1.000 kr. Nemendur drekka í skólanum á Hvammstanga á meðan sýningu stendur. Generalprufa verður kl. 10:00 á föstudag og þar sjá nemendur öll atriði. Aðgangseyrir á generalprufu fyrir aðra en nemendur er 1.000 kr., miðar seldir við inngang. Athugið að ekki er hægt að greiða með kortum. Ef fleiri en tveir nemendur eru frá sama heimili, er frítt frá og með þriðja barni. Börn undir grunnskólaaldri fá frítt inn á árshátíðina. Forsala á miðum verður í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga fimmtudaginn 14. nóvember kl. 12:30 -16:00 Allur ágóði af skemmtuninni rennur í ferðasjóð nemenda. Árshátíðarkveðja frá nemendum og starfsfólki Grunnskóla Húnaþings vestra.


Í tilefni af 75 ára afmæli mínu langar okkur hjónum að eiga góða stund með vinum og ættingjum í félagsheimilinu Ásbyrgi laugardaginn 23. nóvember kl. 14-17. Þeir sem vilja gleðjast með mér og þiggja léttar veitingar eru hjartanlega velkomnir. Gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar en bent er á frjáls framlög, t.d. til Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir þá sem hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Reikningsnúmer 0130-26410420, og kt. 590406-0740. Bestu kveðjur, Sólrún K. Þorvarðardóttir, Núpsdalstungu.

Aðalfundarboð Aðalfundur Ferðamálafélags V-Húnavatnssýslu verður haldinn Fimmtudaginn 21 nóvember n.k í Tangahúsinu á Borðeyri Fundurinn hefst kl. 20:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Farið yfir skýrslu Gúðrúnar Þóru Heimasíðan visithunathing.is formlega opnuð Önnur mál. Nýir félagar velkomnir, sérstaklega íbúar fyrverandi Bæjarhrepps.

Augnlæknir Örn Sveinsson augnlæknir verður á Heilsugæslustöðinni Hvammstanga dagana 18., 19. og 20. nóvember n.k. Tímapantanir í síma 432 1300 Heilsugæslan.


Ljósveitan aðgengileg á Hvammstanga: “Um 65% landsmanna geta nú tengst öflugu og hagkvæmu háhraðaneti Mílu, Ljósveitu. Nú þegar hafa rúmlega 80 þúsund heimili um allt land verið tengd og hafa því möguleika á að nálgast háhraðaþjónustu hjá sínu fjarskiptafyrirtæki. Öll fjarskiptafyrirtæki geta haft aðgengi að Ljósveitu Mílu og hafa notendur möguleika á að komast í háhraðasamband sem veitir allt að 50Mb/s til heimila og 25Mb/s frá heimilum í internethraða” segir Sigurrós Jónsdóttir, deildarstjóri Samskipta hjá Mílu. Míla mun setja upp búnað fyrir Ljósveitu í símstöðina á Hvammstanga í þessari viku, en til að flýta fyrir lagningu á landsvísu, er fyrst um sinn settur upp búnaður fyrir Ljósveitu í símstöðvar. Sú aðferð er fljótvirk og geta þeir sem búa í innan við þúsund metra línulengd frá viðkomandi símstöð tengst hratt og vel. Í seinni áfanga verður farið framkvæmdir til að þétta kerfið og ná til þeirra sem útaf standa. Tenging Ljósveitunnar er einföld og hagkvæm fyrir notendur, því sjaldnast þarf að breyta innanhússlögnum. Að sögn Sigurrósar er ekki þörf á framkvæmdum á lóðum eða í húsum þeirra sem vilja tengjast því nýttar eru fyrirliggjandi lagnir ásamt nútímatækni, til að tengja heimilin við símstöð eða götuskáp. Þar tekur öflugur ljósleiðari við gagnaflutningnum og hraðinn bæði til og frá heimilum margfaldast. Aukinn gagnaflutningshraði Ljósveitu Mílu býður upp á móttöku á allt að fimm háskerpusjónvarpsstöðvum á sama tíma. Hraði og öryggi tengingarinnar skapar kjöraðstæður til fjarvinnu, afþreyingar og samskipta. “Notendur Ljósveitunnar finna sannarlega fyrir auknum hraða, því bæði upp- og niðurhal taka mun skemmri tíma en hefðbundin ADSL tenging býður upp á” segir Sigurrós. Míla starfar eingöngu á heildsölumarkaði og veitir öðrum fjarskiptafyrirtækjum aðgang að netum sínum, þar með að Ljósveitunni. Til að kaupa þjónustu yfir Ljósveitu Mílu þarf að hafa samband við það fjarskiptafyrirtæki sem óskað er eftir að eiga viðskipti við. Á http://www.mila.is/adgangsnet/ljosveitan/ vidskiptavinir/ má sjá þá þjónustuaðila sem veita þjónustu á Ljósveitu Mílu. Frekari upplýsingar er að finna á http://mila.is/ adgangsnet/ljosveitan/


Nemendur Tónlistarskóla Húnaþings vestra leika og syngja í Héraðsbókasafninu þriðjudaginn 19.nóv. kl.10,30. Í dagstofunni á sjúkrahúsinu kl.11,00. Þessi tónlistarfluttningur er tileinkaður degi Íslenskrar tungu. Tónlistarskóli Húnaþings vestra.

Þjónusta í boði- óskast Hvað Ljós á leiði WC-pappír til sölu Sjónaukinn á netinu Ljósveitan Augnlæknir Rúlluplast Ljós á leiði Jólahlaðborð

Þjónustuaðili Skjanni ehf. Umf. Kormákur Umf. Kormákur Míla Heilbrigðisstofnun vesturlands Urðun ehf. Skjanni ehf. Gauksmýri

tbl 46 46 46 46 46 46 44 44

Landsbankinn er aðal styrktaraðili Umf. Kormák

ATHUGIÐ! Auglýsingar .VERÐA AÐ HAFA BORIST FYRIR kl. 21:00 Á MÁNUDAGSKVÖLDI Netfang: sjonaukinn@simnet.is sími: 869-0353 (eftir kl.16)

Sjonaukinn46 tbl 2013  

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/sjonaukinn46.tbl.2013.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you