Page 1

Sjónaukinn 40. tbl 28.árg 2.—8. okt 2013

Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

Sviðamessa 2013 Sviðamessa Húsfreyjanna verður haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi föstudaginn 11., laugardaginn 12. og laugardaginn 19. okt. n.k.. Á borðum verða ný, strjúpasöltuð og reykt svið. Að ógleymdum sviðalöppum, kviðsviðum ásamt gulrófum og kartöflum. Borðhald hefst kl. 20 öll kvöldin. Miðaverð kr. 4000. Eingöngu er tekið á móti pöntunum í síma 847 7845 Bára (ekki tölvupósti) frá og með 7.-10. okt. eftir kl. 17. Verið velkomin. Allur ágóði rennur til góðgerðamála í héraði. Húsfreyjurnar

Silfur Hlaðan og Anna Gallerý verða í félagsheimilinu Hvammstanga föstudaginn 4.okt opið frá kl 15 til 19. Vorum að taka upp fullt af flottum fatnaði á stelpur og konur ....Fullt af nýjum glermunum..... sjón er sögu ríkari. Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar tökum á móti ykkur með bros á vör ;)


Á döfinni Tími

Hvað-Hvar

kl.10-22 kl.15 kl..10-22 kl.15-19 kl.13 kl.10 kl.20.30

Fimmtudagur 3. október Snyrting hjá Helen Föndurstarf eldri borgara hefst Föstudagur 4. október Snyrting hjá Helen Silfur Hlaðan og Anna Gallerý í félagsheimilinu Laugardagur 5. október Kraftlyftingakynning á skrifstofu USVH Sunnudagur 6. október Kraftlyftingarkynning í íþróttamiðstöð Mánudagur 7. október Vetrarstarf B-listans hefst Föstudagur 11. október Sviðamessa Húsfreyjanna Laugardagur 12. október Sviðamessa Húsfreyjanna Laugardagur 19. október Sviðamessa húsfreyjanna

tbl 40 40 40 40 40 40 40 39 39 39

Sjónaukinn fyrir þig og þína Sófar eða stólar óskast Nemendafélag Grunnskóla Húnaþings vestra óskar eftir sófum í setustofu á Laugarbakka. Þeir sem geta lagt nemendafélaginu lið eru beðnir um að hafa samband við skólastjóra í síma 8625466 eða á netfangið siggi@hunathing.is Skólastjóri


Íbúar Húnaþings vestra ! Vetrarstarf B – listans er að hefjast og verður með hefðbundnu sniði mánuðina október (7.okt) – apríl þ.e. fundir fyrsta mánudagskvöld í mánuði nema annað verði sérstaklega auglýst. Fundirnir verða haldnir að Eyrarlandi 1 ( Siggi & Nína) kl 20:30 – 22:00. Fundarefni er sveitarstjórnarmál í víðum skilningi og allt það annað sem brennur á fólki.

Allir velkomnir!!! B –listinn og Framsóknarfélag Húnaþings vestra Á fundinum 7. okt verða kosnir fulltrúar á kjördæmisþing NV sem haldið verður á Sauðárkróki helgina 12. – 13.október 2013

Eldri borgarar. Föndurstarfið byrjar í Nestúni fimmtudaginn 3 okt og verður á mánudögum og fimmtudögum kl 15 til 18 í vetur. Allir velkomnir. Leiðbeinandi er Stella Bára

Hvammstangakirkja Messa n.k. sunnudag 6. október kl. 11.00. Heimsóknarvinir kirkjunnar eru messuhópur dagsins og taka þátt í stundinni og bjóða upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Allir velkomnir Sóknarprestur


Snyrting Verð með snyrtiþjónustu að Árbakka 3 Laugarbakka, fimmtudaginn 3. október og föstudaginn 4. október kl. 10:00-22:00 báða dagana. Upplýsingar í símum 568 0009 og 865 8161. Helen Hrólfsson snyrtifræðingur

* Kraftlyftingar* Laugardaginn 5. október kl. 13:00 verður haldin kynning á fyrirhugaðri stofnun kraftlyftingafélags í Húnaþingi vestra. Fer kynningin fram á skrifstofu USVH að Höfðabraut 6. Öll þau sem hafa áhuga á lyftingum og almennu hreysti eru hvött til að mæta. Á sunnudeginum 6. október geta áhugasamir svo mætt í þreksalinn í íþróttahúsinu milli 10:00 og 14:00 þar sem kynntar verða æfingar og réttu handtökin í kraftlyftingum.

Verðskrá slátursölu Lifur Hjörtu Nýru Mör Þindar Eistu Svið Blóð Gervivambir Gervilengjur Nítratsalt Salt

171 kr.kg 257 kr.kg 96 kr.kg 134 kr.kg 332 kr.kg 353 kr.kg 428 kr.kg 118 kr.ltr 130 kr. stk 105 kr. stk 120 kr. kg 70 kr. kg

Sjonaukinn40 tbl 2013  

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/sjonaukinn40.tbl.2013.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you