Page 1

Sjónaukinn 33. tbl 28.árg 14.–20. ágúst 2013

Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

Fréttabréf frá “Gærunum” Nú hefur Nytjamarkaðurinn verið opinn 9 sinnum í sumar, og hefur hann sem fyrr vakið mikla lukku, innan héraðs sem utan. Það hefur verið virkilega góð og skemmtileg stemming alla markaðsdagana, og ekki hefur veðrið spillt fyrir, sól og logn flesta daga!!!

ATHUGIÐ! Næstkomandi laugardag 17. ágúst eru síðustu forvöð að koma á Nytjamarkaðinn þetta sumarið. Opið kl: 11:00 – 16:00. Ekki MISSA af þessu tækifæri!!!!! 50 % afsláttur af flestu - minni af öðru!! “Gærurnar” þakka öllum, sem komu með hluti í staðin fyrir að láta urða þá – einnig þökkum við þeim fjölmörgu, sem komu á markaðinn. Hafið öll bestu þakkir fyrir! Ágóðanum verður varið í heimahéraði!

“Eins manns rusl er annars gull” Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn! Kær kveðja “Gærurnar”


Á döfinni Tími

Hvað-Hvar

tbl

Fimmtudagur 15. ágúst kl.15 Uppboð á hrossum að Tindum í Húnavatnshreppi 32 Föstudagur 16. ágúst kl.13:30 Uppboð á ökutækjum í Hnjúkabyggð, Blönduósi 32 kl.17 Kormákur/Hvöt-Magni Hvammstangavöllur 33 Laugardagur 17. ágúst kl.11 Síðasta opnun Nytjamarkaðarins 33 kl.14 Kormákur/Hvöt-Berserkir Hvammstangavöllur 33 Opið íþróttamót Þyts 32 Sunnudagur 18. ágúst Opið íþróttamót Þyts 32 kl.14 Uppskerumessa í Kirkjuhvammskirkju 33 Laugardagur 24. ágúst kl.20 Afmæli Kristínar og Sigtryggs í Víðihlíð 33 Sunnudagur 1. september Golfmót Kormáks (not open) Akranesi 33

Golfmót Kormáks (not open) verður haldið á Garðavelli Akranesi sunnudaginn 1. sept. Skráning hafin hjá Badda í síma 896 0531 og hjá Halli í síma 894 8469, nánar auglýst síðar.

Hesthús til leigu Hesthúsið í Mörk er fljótlega laust til leigu. Áhugasamir geta slegið á þráðinn í síma 8625466 óski þeir frekari upplýsinga. Siggi í Mörk


Kirkjuhvammskirkja Uppskerumessa verður haldin í Kirkjuhvammskirkju sunnudaginn 18. ágúst nk. kl. 14.00. Messan er sameiginleg með Melstaðarprestakalli og eru fermingarbörn komandi vetrar úr öllu héraðinu og foreldrar þeirra sérstaklega boðuð til messu. Sóknarnefnd Hvammstangakirkju býður öllum kirkjugestum í pylsugrill að messu lokinni. Allir velkomnir Sóknarprestur

ATHUGIÐ! Auglýsingar VERÐA AÐ HAFA BORIST FYRIR kl. 21:00 Á MÁNUDAGSKVÖLDI. Netfang: sjonaukinn@simnet.is sími: 869-0353

Afmæli Í tilefni þess að stórbændurnir Kristín í Miðhópi og Sigtryggur á LitluÁsgeirsá verða fimmtug nú á næstu dögum verður opið hús í Víðihlíð laugardagskvöldið 24.ágúst frá kl 20. Hlökkum til að sjá ykkur Villa og Óli


Meistaraflokkur karla í knattspyrnu

Kormákur/Hvöt– Berserkir Hvammstangavöllur Laugardaginn 17. ágúst kl. 14 :00 Frítt á völlinn í boði Húnaþings vestra Fjölmennum og styðjum strákana!

Næstu leikir á Hvammstangavelli 13. ágúst kl.17:00 5.flokkur karla Kormákur/Hvöt–KF 16. ágúst kl. 17:00 4.flokkur karla Kormákur/Hvöt– Magni 17. ágúst kl.14:00 m.fl. karla Kormákur/Hvöt– Berserkir (samkvæmt www.ksi.is )

Allir að mæta og styðja strákana!!

WC– pappír til sölu Umf. Kormákur ætlar að hefja klósettpappírssölu til styrktar íþróttastarfi barna, unglinga og ungmenna. Áhugasamir hafi samband við Hörð í síma: 897-4658

Sjonaukinn33 tbl 2013  

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/sjonaukinn33.tbl.2013.pdf

Advertisement