Page 1

Sjónaukinn 31. tbl 28.árg 31.júl– 6.ágú 2013

Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

KAFFIHLAÐBORÐ UM VERSLUNARMANNAHELGINA Kaffihlaðborð með rjómapönnukökum, smurbrauði og öðru fjölbreyttu meðlæti að hætti Húsfreyjanna verður í Hamarsbúð á Vatnsnesi laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. ágúst n.k. Opið verður á milli kl. 14 og 18 báða dagana. Verð kr. 2000 en kr. 1000 fyrir 6 - 12 ára. Birgir Þór Þorbjörnsson verður með sýningu á verkum sínum. Verið velkomin í Hamarsbúð, Húsfreyjur


Á döfinni Tími

Hvað-Hvar

Mánudagur 29. júlí kl.18 Héraðsmót í frjálsum íþróttum Laugardagur 3. ágúst kl.14 Messa í Efri– Núpskirkju kl.14-18 Kaffihlaðborð í Hamarsbúð Sunnudagur 4.ágúst kl.14-18 Kaffihlaðborð í Hamarsbúð Laugardagur 10. ágúst Króksmót í knattspyrnu Sunnudagur 11. ágúst Króksmót í knattspyrnu

tbl 29 31 31 31 31 31

Sjónaukinn fyrir þig og þína Landsbankinn er aðal styrktaraðili Umf. Kormáks

Við þökkum skipuleggjendum Elds í Húnaþingi og Grettishátíðar fyrir vel unnin störf og óskum þeim til hamingju með vel heppnaðar hátíðir. Umf. Kormákur


Búfjárhald í þéttbýli í Húnaþingi vestra. Þann 4. júlí 2013 tók í gildi ný samþykkt um búfjárhald í Húnaþingi vestra. 2. gr. samþykktarinnar hljóðar svo „ Með búfjárhaldi samkvæmt samþykkt þessari er átt við nautgripa-, hrossa-, sauðfjár-, svína-, kanínu-, loðdýra-, geita- og alifuglahald, sbr. 2. gr. laga um búfjárhald o.fl., nr. 103/2002, með síðari breytingum. Búfjárhald utan lögbýla í sveitarfélaginu Húnaþingi vestra er óheimilt nema með leyfi sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Þó er takmarkað búfjárhald samkvæmt gildandi deiliskipulagssamþykktum fyrir smábýli við Höfðabraut og í hesthúsahverfi í Kirkjuhvammi á Hvammstanga.“ Skv. samþykktinni er ákvæði til bráðabirgða um að þeir sem við gildistöku þessarar samþykktar eiga eða hafa í umsjá sinni búfé sem fellur undir ákvæði hennar skuli sækja um leyfi til búfjárhalds til sveitarstjórnar innan tveggja mánaða frá gildistöku samþykktarinnar. Samþykktina má finna á heimasíðu Húnaþings vestra www.hunathing.is undir stjórnsýsla/reglur og samþykktir. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 455-2400. Sveitarstjóri Húnaþings vestra

Maríudagar Þökkum öllu því góða fólki sem heimsótti okkur á Maríudögum á Hvoli dagana 13.og 14.júlí. Án ykkar hefði þetta ekki orðið jafn ánægjulegt og raunin var. Sérstakar þakkir til sóknarnefndar Breiðabólstaðarkirkju og allra þeirra sem lögðu okkur lið. Menningarráði Norðurlands vestra þökkum við fyrir veittan styrk. Stórfjölskyldan frá Hvoli


Dreifnámakstursstyrkir. Umsóknum um styrki vegna aksturs í dreifnám í Húnaþingi vestra á vorönn árið 2013, ber að skila á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, Hvammstanga sem fyrst. Sækja þarf um á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu sveitarfélagsins, einnig er hægt að nálgast þau á heimasíðunni www.hunathing.is undir liðnum eyðublöð. Með umsókninni þarf að fylgja með staðfesting skóla um að nemandi uppfylli reglur um námsframvindu. “Útlutunarreglur um akstursstyrki í dreifnám í Húnaþingi vestra” sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 12. apríl 2012 eru á heimasíðunni www.hunathing.is undir liðnum reglugerðir og samþykktir. Nemendur eru hvattir til að kynna sér reglurnar. Nánari upplýsingar veita fræðslu- og félagsmálastjóri eða sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 455-2400 Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Veiðileyfi í Kolgrímsvötn Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal selur veiðileyfi í Kolgrímsvötn á Víðidalstunguheiði. Skammt frá vötnunum er Fellaskáli, gangnamannaskáli Víðdælinga og fylgja afnot af honum með veiðileyfinu. Vötnin eru í 45 km fjarlægð úr byggð og þangað er jeppavegur en engin mikil vatnsföll. Verð á stöng á dag með afnotum af skálanum eru kr. 5.000.– og einnig er hægt að fá leyfi til að leggja net. Allar upplýsingar í Dæli sími 451-2566 eða á póstfangið daeli@daeli.is Ferðaþjónustan Dæli


Efra-Núpskirkja Messa laugardaginn 3. ágúst kl. 14. Almennur söngur, efni fyrir eldri sem yngri. Að messu lokinni er að vanda messukaffi undir kirkjuvegg og öllum heimilt að leggja veitingar á hlaðborð. Endurbætur kirkjunnar og á umhverfi hennar halda áfram og hægt verður að ganga í hollvinafélag kirkjunnar á staðnum. Sóknarprestur og sóknarnefnd

Akstursstyrkir vegna leikskólabarna. Umsóknum um styrki vegna aksturs barna til vistunar í leikskóla tímabilið janúar-júní árið 2013, ber að skila á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, Hvammstanga sem fyrst. Sækja þarf um á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu sveitarfélagsins, einnig er hægt að nálgast þau á heimasíðunni www.hunathing.is undir liðnum eyðublöð. Með umsókninni þarf að fylgja með staðfesting leikskólastjóra. Reglur um akstursstyrki era ð finna á heimasíðunni www.hunathing.is undir liðnum reglugerðir og samþykktir. Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs í síma 4552400 Ath. Sækja þarf um styrkinn innan tveggja mánaða frá birtingu auglýsingar annars fellur hann niður. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Króksmót Króksmótið verður haldið á Sauðárkróki (eins og alltaf) helgina 10. – 11. ágúst n.k. Mótið er ætlað krökkum í 5., 6. og 7. flokki og nú er komið að því að skrá sína fótboltaiðkendur á mótið. Þátttökugjaldið er 8.500 kr. Á hvern keppanda en innifalið er morgunverður, kvöldverður, grillveisla, leikir báða dagana, verðlaunapeningar og/eða þátttökupeningar plús margt meira. Skráningar verða að hafa borist á netfangið benjaminfreyr@simnet.is fyrir klukkan 23:59 á mánudeginum 5. ágúst. Verum dugleg að skrá okkur og fjölmennum á skemmtilegt mót. Hlökkum til að sjá sem flesta Umf. Kormákur


Félagsnúmerið okkar í Getraunum er

Umf. Kormákur

Getraunir til að vinna Landsbankinn er aðal styrktaraðili Umf. Kormáks

Vegna fjölda fyrirspurna ætlum við að fara á stað með klósettpappírssölu á ný til styrktar barna-, unglinga– og ungmennastarfi Kormáks. Nánari upplýsingar verða birtar í næsta Sjónauka. Umf. Kormákur


ATHUGIÐ! Auglýsingar VERÐA AÐ HAFA BORIST FYRIR kl. 21:00 Á MÁNUDAGSKVÖLDI. Netfang: sjonaukinn@simnet.is sími: 869-0353

Sjónaukinn Fyrir þig og þína

Þjónusta í boði- óskast Hvað

Þjónustuaðili

tbl

Búfjárhald Akstursstyrir leiskólabarna Dreifnám– Akstursstyrkir Deiliskipulag Grettisból Starfsmaður óskast Veiðileyfi í Bergá Veiðileyfi í Kolgrímsvötn Tilnefningar Íbúð til leigu Atvinna í boði Sumarslátrun

Húnaþing vestra Húnaþing vestra Húnaþing vestra Húnaþing vestra Arinbjörn á Brekkulæk Ferðaþjónustan Dæli Ferðaþjónustan Dæli Umhverfisviðurkenninganefnd Félagsheimili Víðihlíð N1 Skvh

31 31 31 30 30 30 29 29 29 29 28

Sjónaukinn fyrir þig og þína Til styrktar íþróttastarfi barna og ungmenna

Sjonaukinn31 tbl 2013  

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/sjonaukinn31.tbl.2013.pdf

Advertisement