Page 1

Sjónaukinn 45. tbl.

25. árg.

2010

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

10. - 16. nóvember Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Grunnskóli Húnaþings vestra við Kirkjuveg, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2900 - Fax 455-2908

Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra 2010 verður haldin föstudaginn 12. nóvember í Félagsheimilinu Hvammstanga og hefst kl. 20:00. Árshátíðin hefst kl. 20:00 með skemmtiatriðum í Félagsheimilinu Hvammstanga. Að skemmtidagskrá lokinni verða kaffiveitingar í húsnæði skólans á Hvammstanga og jafnhliða hefst dansleikur þar sem plötusnúðurinn Óli Geir sér um fjörið. - Dansleik lýkur kl. 01:00. Miðaverð á árshátíðina er eftirfarandi: Skemmtiatriði, kaffiveitingar og dansleikur: 2.000 kr. Kaffiveitingar og dansleikur fyrir nemendur skólans: 1.000 kr.

Athugið að ekki er hægt að greiða með kortum. Ef fleiri en tveir nemendur eru frá sama heimili, er frítt frá og með þriðja barni. Börn undir grunnskólaaldri fá frítt inn á árshátíðina. Forsala á miðum verður í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga fimmtudaginn 11. nóvember kl. 11-16. Miðar verða einnig seldir við innganginn.

Allur ágóði af skemmtuninni rennur í ferðasjóð nemenda.

Með árshátíðarkveðju, Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Húnaþings vestra.


Auglýsingar VERÐA AÐ HAFA BORIST fyrir kl. 21:00 á mánudagskvöld, nema um annað sé sérstaklega samið. Netfang:

sjonaukinn@simnet.is, símbréf 451 27 86, sími: 898 24 13.

Það borgar sig að auglýsa.

Sjónaukinn Dreifingarsvæði póstnúmer 500, 530 og 531 Umf. Kormákur Allur ágóði rennur til íþróttastarfs barna og ungmenna. Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

Félagsnúmer okkar í Getraunum er

530 Umf. Kormákur - Getraunir til að vinna Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Bökunartilboð KVH DDS sykur 2kg . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .499 kr. DDS Flórsykur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .219 kr. Kornax hveiti 2kg . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .299 kr. X-tra rúsínur 250 gr . . . . . . . . . . . . . . . . . . .119 kr. Kjarna smjörlíki 500 gr . . . . . . . . . . . . . . . .199 kr. Náttúra Síróp 500ml . . . . . . . . . . . . . . . . . .229 kr. Nóa Konsúm súkkulaði 200gr . . . . . . . . . . .299 kr. Nóa Konsúm súkkulaði 300gr . . . . . . . . . . .439 kr. Egg 10% afsláttur á kassa

Enn fleiri bökunar vörur eru á tilboði í verslun KVH.

Jólabækurnar eru komnar viljum minna á að þær eru á ganginum á milli kjörbúðar og byggingavörudeildar


Körfuboltamót fyrir 1. - 6. bekk

laugardaginn 13. nóvember 2010 á Sauðárkróki frá kl. 11 - 16. Nánari upplýsingar og skráning hjá Oddi í síma 898 24 13 og/eða í netfangið kormakur@simnet.is.

Skráningu lýkur miðvikudaginn 10. nóvember 2010, kl. 23:00. Umf. Kormákur Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Sauðfjárslátrun! Sauðfé verður slátrað mánudaginn 6. desember. Vinsamlegast sendið ekki ný rúið fé til slátrunar. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband á skrifstofu í síma 455 23 30 eða Steinbjörn í síma 893 50 70. Einnig er hægt að senda í vefpósti á magnus@skvh.is.

Hvað er Virki Þekkingarsetur? Virki Þekkingarsetur mun standa fyrir mánaðarlegum súpufundum í vetur, þar sem farið verður yfir möguleika í atvinnumálum í Húnaþingi vestra. Fyrsti fundurinn verður haldinn föstudaginn 12. nóvember kl. 12 - 13 á Hlöðunni og verður hann ætlaður sem kynning á Virki Þekkingarsetri.

Súpan á kr. 500 - Allir velkomnir!


Augnlæknir Örn Sveinsson, augnlæknir verður á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga dagana 17., 18. og 19. nóvember 2010. Tímapantanir frá kl. 8:00 - 12:00 og 12:30 - 16:00 í síma 455 21 00. Heilbrigðisstofnunin

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til stjórnlagaþings sem fram eiga að fara laugardaginn 27. nóvember 2010 er hafin hjá sýslumanninum á Blönduósi, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi. Opið er alla virka daga frá kl. 09:00 - 15:00 eða eftir nánara samkomulagi. Eftirtaldir hafa verið skipaðir til að gegna starfi hreppsstjóra vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu en þeir eru:

Húnaþing vestra: Helena Halldórsdóttir, Grundartúni 14, Hvammstanga, skv. samkomulagi / s: 893 93 28 Sveitarfélaginu Skagaströnd: Lárus Ægir Guðmundsson, Einbúastíg 2, Skagaströnd, skv. samkomulagi / s: 864 74 44. Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni eigi síðar en kl. 16:00, fjórum dögum fyrir kjördag. Það skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannaembættum landsins. Blönduósi, 8. nóvember 2010 Bjarni Stefánsson sýslumaður


VERUM TÍMANLEGA FYRIR JÓLIN 15% AFSLÁTTUR AF ÞVOTTI OG ÞURRHREINSUN Á GARDÍNUM Í NÓVEMBER.

ÞVOTTAHÚSIÐ PERLAN HVAMMSTANGA 451 24 40 Er komin með POSA.

Gleraugnaþjónusta Verðum með gleraugnaþjónustu í Heilsugæslustöðinni Hvammstanga föstudaginn 19. nóvember frá kl. 11.

Verið velkomin Gleraugnaþjónustan Akureyri Karl Davíðsson sjónfræðingur


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR 173. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 11. nóvember 2010 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins. Dagskrá:

1.

Byggðarráð. Fundargerð 664. fundar. Fundargerð 665. fundar. Fundargerð 666. fundar. Fundargerð 667. fundar. Fundargerð 668. fundar.

2.

Félagsmálaráð Fundargerð 108. fundar.

3.

Fræðsluráð. Fundargerð 116. fundar.

4.

Landbúnaðarráð. Fundargerð 98. fundar.

5.

Menningar- og tómstundaráð. Fundargerð 91. fundar. Fundargerð 92. fundar.

6.

Skipulags- og umhverfisráð. Fundargerð 187. fundar Fundargerð 188. fundar Hvammstanga 8. nóvember 2010 Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.

Sjo%cc%81naukinn%2045 %20tbl %202010  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2045.%20tbl.%202010.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you