Page 1

Sjónaukinn 32. tbl.

25. árg.

2010

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

11. - 17. ágúst Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Lokaleikur sumarsins hjá 3. flokk karla Íslandsmót í knattspyrnu 3. flokki karla

Hvammstangavöllur Föstudagur 13. ágúst kl. 18:00 Kormákur - KS/Tindast/Hvöt

Fjölmennum á völlinn og sýnum strákunum þann stuðning sem þeir eiga skilið. Leikur þessi er tímasettur í góðri samvinnu við Hestamannafélagið Þyt.

Vinsamlegast athugið! Flautur eru ekki leyfðar nema á meðan á leik stendur. Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Unglingaball Fèlagsheimilinu Hvammstanga, föstudagskvöldið 13. àgùst kl 21:00 - 01:00 fyrir 13 - 18 àra krakka.

Dj Doddi Mix frà Akureyri sèr um stuðið! Munið eftir skilrìkjum!

Rekstur gistiheimilis o.fl. til sölu Til sölu rekstur gistiheimilisins og veitingastaðarins Síróps, Hvammstanga. Veitingasalur tekur um 60-70 manns og gistirými er fyrir 12 í 2 manna herbergjum og er það í góðu ástandi. Húsið ásamt mestu af lausafénu er í eigu lánastofnunar og er því leigt. Gott atvinnutækifæri. - Tilboð óskast. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu.

LIT ehf. Ingi Tryggvason hdl., löggiltur fasteignasali Borgarbraut 61, 310 Borgarnes, s. 437 1700, gsm 860 2181 netfang: lit@simnet.is ,veffang: lit.is


Næstu Knattspyrnuleikir Íslandsmót í knattspyrnu 3. fl. kvenna Siglufjarðarvöllur Fimmtudagur 12. ágúst kl. 17:00 KS/Leiftur - Kormákur/Hvöt

Blönduósvöllur Sunnudagur 15. ágúst kl. 12:30 Kormákur/Hvöt - KS/Leiftur

Íslandsmót í knattspyrnu 5. flokki karla Þórsvöllur Miðvikudagur 18. ágúst kl. 17:00 Þór 2 - Kormákur

Knattspyrnuæfingum hjá 6. og 7. flokki er lokið þetta sumarið. Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

Nuddari Árborg Ragnarsdóttir nuddari verður með aðstöðu til að nudda í Víðigerði næstu vikurnar, Tímapantanir í síma 863 60 16. Klukkutíma heilnudd á kr. 5.000.

Vantar ykkur Herbalife næringarvörur? Góð næring er fyrir alla. Helena 893-9328, Hannes 898-2428, grt14@simnet.is


Átt þú rétt á endurgreiðslu ? Þeir sem eru 60 ára eða eldri og telja að greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði til þeirra hafi verið skertar vegna greiðslna úr séreignarlífeyrissjóði á tímabilinu 1. mars 2009 til dagsins í dag, geta átt rétt á endurgreiðslu úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem nemur fjárhæð skerðingarinnar. Þeim sem þetta á við er bent á að sækja um endurútreikning á greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Umsóknarfrestur er til 1. september. Nauðsynlegt er að láta kvittun eða greiðsluyfirlit vegna greiðslna úr séreignarlífeyrissjóði fylgja með umsókn um endurútreikning. Athugið þetta á ekki við um þá sem eru yngri en 60 ára þar sem greiðslur úr séreignarlífeyrissjóðum skerða ekki greiðslur til þeirra úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Allar frekari upplýsingar um málið og framkvæmdina má fá á vef Vinnumálastofnunar www.vinnumalastofnun.is

Stéttarfélagið Samstaða

Bændur og aðrir áhugasamir: - Viltu vinna sjálf/ur úr þínum afurðum og selja beint frá býli? - Langar þig til þess að prófa ákveðna hrávinnsluaðferð? - Viltu geta selt reykta matvöru?

Matarvirkið á Hvammstanga býður upp á viðurkennda aðstöðu til hrávinnslu og reykingar. Kynningarfundur á Matarvirkinu verður haldinn miðvikudaginn 11. ágúst kl. 16:00 á Höfðabraut 6

Allir velkomnir!

Matarvirkið Hvammstanga www.matarvirki.is


Starfsmanna vantar Ert þú sjálfstæður, duglegur og hress einstaklingur og langar til að vinna í Hlöðunni ? Óska eftir starfsfólki í hlutastarf frá kl 10 - 17 og einnig afleysingar. Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf fyrir 15. ágúst. Nánari upplýsingar gefur María í síma 863 7339.

Fjölskyldudagur í Ásdísarlundi Laugardaginn 14. ágúst n.k. kl. 14:00 - 17:00 Ásdísarlundur í Miðfirði (rétt sunnan Krókstaðamela) er skemmtilegt útivistarsvæði. Þar er hægt að fá sér góðan göngutúr, tína ber, nota leiktækin á staðnum eða bara stinga tánum í lækinn.... : Kvenfélagið Iðja býður upp á veitingar í sölutjaldi. Kaffi, kakó, og heimabakað meðlæti. Komið og eigið góðan dag í fallegu umhverfi Kvenfélagskonur

Orlofsferð

Laugardaginn 21. ágúst n.k. efnir orlofsnefnd húsmæðra til sumarferðar. Dagskrá verður sem hér segir: Lagt verður af stað frá Víðihlíð kl 09:30, kl 10:00 frá Félagsheimilinu Hvammstanga og kl. 10:15 frá Félagsheimilinu Ásbyrgi Laugarbakka. Ekið verður í suðurátt. Brattabrekka - Erpsstaðir - Eiríksstaðir - Skógarströndin Stykkishólmur - Vatnaleið og á heimleið verður kvöldverður í Hraunsnefi.

Komið með hressar og kátar. Þátttaka tilkynnist til: Rögnu í síma 451 2697, Heiðu í síma 451 2696 og Dýrunnar í síma 451 2466 fyrir mánudagskvöldið 16. ágúst.


Frá Farskólanum miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrig›is- og félagsfljónustu á Hvammstanga. Fyrsti hluti í boði á Hvammstanga haustið 2010. Fyrirhugað er að kenna fyrsta hluta Fagnámskeiðs af þremur á Hvammstanga haustið 2010. Kennt verður einn til tvo daga í viku eftir samkomulagi við vinnuveitendur og þátttakendur. Kennsla hefst í byrjun október. Fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagþjónustu er samtals 198 kest. Náminu er skipt í þrjá hluta og er hver hluti 66 kest. Í fyrsta hlutanum er áhersla lögð á sjálfsstyrkingu og samskipti ásamt siðfræði, skyndihjálp og fl. Valgrein sem þátttakendur velja sjálfir í samráði við vinnuveitendur er 14 kest. Menningar- og menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi hvern hluta til styttingar náms í framhaldsskóla um allt að 5 einingar. Námskráin er gefin út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði. Nánari upplýsingar um námið má sjá á slóðinni: http://frae.is/namsskrar/heilbrigdis--og-felagsthjonusta-iii/ Gert er ráð fyrir 10 til 12 manna námshópi. Upplýsingar og skráning í símum 455 - 6010 og 455 - 6013 og á heimasíðu Farskólans www.farskolinn.is


Kaupfélag Vestur Húnvetninga Vetraropnun um helgar Opnunartími í kjörbúð og byggingavörudeild mun breytast frá og með 20. ágúst næstkomandi. Laugardagar Kjörbúð opið frá 11:00 - 16:00 Byggingavörudeild opið frá 12:00 - 16:00

Sunnudagar Lokað

Sumarballið 17. viku sumars Laugardaginn 14. ágúst mun Víðigerði bjóða upp á ball i Víðihlíð. Dj Halli mun mæta á svæðið og halda uppi fjörinu Ballið er opið öllum frá 16 til 66 plús Vonumst til að sjá sem flesta mæta á svæðið og skemmta sér með okkur alla nóttina Miðaverð kr. 1.500 íslenskar

17. vikan - Sumarball Víðigerðis i Víðihlíð Með kveðju Víðigerði & Co.


Sumarslátrun! Sauðfjárslátrun verður eftirtalda daga: Miðvikudaginn 23. ágúst Álag 80 kr. kg ofan á verð í viku 36 Miðvikudaginn 30. ágúst Álag 40 kr. kg ofan á verð í viku 36 Áætlað er að slátra 1000 lömbum 23. ágúst og 500 lömbum 30. ágúst. Nánari upplýsingar gefur Magnús í síma 455-2329. Einnig er hægt að senda í vefpósti á magnus@skvh.is

Sjo%cc%81naukinn%2032 %20tbl %202010  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2032.%20tbl.%202010.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you