Page 1

Sjónaukinn 31. tbl.

27. árg.

2012

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

1. - 7. ágúst Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898 24 13, símbréf 451 27 86, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

Kaupfélag Vestur Húnvetninga Lokað verður mánudaginn 6. ágúst (frídag verslunarmanna)

Engar knattspyrnuæfingar mánudaginn 6. ágúst Umf. Kormákur (frídagur þjálfara)

Íbúðarhúsnæði óskast til leigu Óska eftir íbúðarhúsnæði á Hvammstanga til leigu. Upplýsingar í síma 894 13 13.


Þjónusta í boði-óskast Hvað

Þjónustuaðili

Húsnæði óskast Aðalskipulag breyting Púttvöllurinn Starfsmaður óskast Fasteign til sölu Kennari/leiðb. óskast Óbyggðanefnd Starf í boði Maríudagar Til sölu tindar og fest

Upplýsingar í síma Húnaþing vestra Opinn á venjulegum fótaferðatíma Íslandspóstur Hvammstanga Fífusund 7, Hvammstanga Skólabúðirnar í Reykjaskóla Pacta lögmenn Húnaþing vestra þakkir fyrir stuðning og heimsóknir Jóhannes í síma 451 22 53

tbl. 31 31 30 30 30 30 29 29 29 29

Á döfinni Tími

Hvað - Hvar

tbl.

Miðvikudagur 1. ágúst kl. 10:00

Snyrting - Helen Hrólfs Laugarbakka

30

Fimmtudagur 2. ágúst kl. 10:00

Snyrting - Helen Hrólfs Laugarbakka

30

Föstudagur 3. ágúst kl. 8:00 kl. 10:00

Unglingalandsmótið á Selfossi byrjar Snyrting - Helen Hrólfs Laugarbakka

30 30

Laugardagur 4. ágúst kl. 14:00

Árleg messa á Efra-Núpi

31

Sunnudagur 5. ágúst kl. 14:00 kl. 20:30

Messa í Prestsbakkakirkju Kvöldmessa í Víðidalstungukirkju

31 31

Mánudagur 6. ágúst LOKAÐ

Kaupfélag Vestur-Húnavetninga Engar knattspyrnuæfingar - Umf. Kormákur

31 31


Efra-Núpskirkja Árleg messa á Efra-Núpi verður laugardaginn 4. ágúst kl. 14. Almennur söngur. Að venju verður kaffi undir kirkjuvegg eftir messu og öllum velkomið að leggja þar á borð með sér. Enn hafa hollvinir staðið í endurbótum og margt er að sjá á þessum góða stað. Verið velkomin til messu að gömlum íslenskum sveitasið.

Prestbakkakirkja Messa sunnudag 5. ágúst kl. 14. Samvera í safnaðarheimili eftir messu.

Víðidalstungukirkja Kvöldmessa sunnudag 5. ágúst kl. 20.30 sr. Guðni Þór Ólafsson, sóknarprestur


HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Auglýsing

sveitarstjórnar um skipulag í Húnaþingi vestra. Breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014 í landi Melstaðar. Auglýsing um breytingar á aðalskipulagi Húnaþings vestra 20022014 í samræmi við 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreyting þessi tekur til staðsetningar á nýju verslunar- og þjónustusvæði fyrir olíu og veitingasölu við þjóðveg nr. 1. Skipulagssvæðið er um 2 ha. á stærð og er í landi Melstaðar í Miðfirði. Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustulóð í landi Melstaðar Auglýsing um deiliskipulag fyrir veitingasölu og þjónustustöð með eldsneytistönkum ásamt tilheyrandi mannvirkjum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Stærð lóðar er um 1,2 ha. á stærð og er í landi Melstaðar í Miðfirði. Skipulagsuppdrættir, ásamt greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Húnaþings vestra og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík frá 30. júlí til 19. september 2012 Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5 eða á netfangið alla@hunathing.is merkt annars vegar „aðalskipulag Húnaþing vestra“ og hins vegar „deiliskipulag í landi Melstaðar“. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunum. Hvammstangi, 25. júlí 2012 Guðrún Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri.

Sjo%cc%81naukinn%2031 %20tbl %202012  
Sjo%cc%81naukinn%2031 %20tbl %202012  

http://www.simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2031.%20tbl.%202012.pdf