Page 1

Sjónaukinn 29. tbl.

25. árg.

2010

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

21. - 27. júlí Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

23. JÚLÍ KL. 19:00 ÞÁ ERU SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ TILKYNNA ÞÁTTTÖKU Á UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ sem verður í Borgarnesi. Keppnisgreinar eru tilgreinar á eftirfarandi slóð. http://www.umfi.is/unglingalandsmot/keppni/

Skráning fer fram hjá Oddi í síma 898 2413 og einnig í netfangið kormakur@simnet.is. LJÚKIÐ SKRÁNINGU SEM ALLRA FYRST.

USVH - Umf. Kormákur Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Króksmót 2010 Þau börn og foreldrar sem ætla með á Króksmótið verða að vera búin að skrá sig fyrir 23. júlí n.k. Mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk. Allir sem að æfa í þessum flokkum eru velkomnir og vona að sem flestir mæti. Nánari upplýsingar og skráning í síma 869 9083 eða á netfangið: birgittav8@ru.is Birgitta Maggý þjálfari

Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Selatalningin mikla 2010 Selatalningin mikla 2010 fer fram sunnudaginn 25. júlí næstkomandi og sem fyrr treystum við á ykkar hjálp til þess að talningin verði að veruleika. Gengnir verða ríflega 100 km af strandlengju frá Hrútafirði til Húnafjarðar. Kakó og skúffukaka í boði að talningu lokinni. Mæting í Selasetrið kl. 13:30. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Söndru á tölvupóstfangið sandra@veidimal.is eða í síma 451 23 45 fyrir kl. 16:00 á fimmtudag.

Rannsóknardeild Selaseturs Íslands

Snyrting Verð með snyrtiþjónustu að Árbakka 3 Laugarbakka, föstudaginn 23. og laugardaginn 24. júlí. kl. 10:00-22:00 alla dagana. Upplýsingar í símum 568 0009 og 865 8161. Helen Hrólfsson snyrtifræðingur

Grettishátíðin 2010 Grettisból Laugarbakka 7. - 8. ágúst Fjölbreytt dagskrá laugardag og sunnudag m.a: √ Víkingabúðir fyrir börn báða dagana. Þau fá að prófa sig við fjölbreytta leiki og störf í anda víkinga. M.a. verður bogfimi, skylmingar, brauðbakstur, víkingaklæði, víkingaskart skapað og fjölbreyttir víkingaleikir. √ Grettisbikarinn - aflraunakeppni karla og kvenna á sunnudeginum. Skráningar hafnar. Góð verðlaun í boði.

Nánari upplýsingar á www.grettistak.is


ELDUR Í HÚNAÞINGI Skotboltamót Keppnin fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga, fimmtudaginn 22. júlí og hefst klukkan 15:00. 6 manns eru saman í liði og verður keppt í eldri og yngri flokk ef þátttaka verður næg. Eldri flokkurinn er 14 ára og eldri og yngri flokkurinn er 13 ára og yngri. Keppnin í yngri flokkunum fer fram frá 15:00-16:00 og keppni í eldri flokkunum hefst eftir það. Hver leikur stendur yfir í 6 mínútur. Að loknum leikjum verður svo verðlaunaafhending fyrir fyrsta sætið í báðum flokkum. Skráning er á eldurihun@gmail.com og hjá Sveinbjörgu í síma 866 53 90.

Borðtennismót Keppt verður í flokki 14 ára og yngri og 15 ára og eldri, um er að ræða einstaklingskeppni. Hver leikur er 5 mínútur eða þangað til annar keppandinn hefur náð 11 stigum. Keppnin fer fram samhliða Skotboltamótinu í íþróttamiðstöðinni. Yngri flokkurinn er frá 15:0016:00 og keppni í eldri flokknum hefst eftir það. Verðlaunaafhending fer fram að leik loknum. Skráning er á eldurihun@gmail.com og hjá Sveinbjörgu í síma 866-5390.

Sápubolti Óhætt er að segja að Sápuboltinn sé orðinn einn af þessum föstu liðum á Eldi í Húnaþingi. Sem fyrr eru veitt verðlaun fyrir vinningslið sem og fyrir bestu búninga. Sápuboltinn fer fram á fjölskyldudeginum laugardaginn 24. júlí og er áætlað að hann hefjist klukkan 16:00. Fimm manns eru saman í liði og hvert lið þarf að mæta í samskonar búningum. Hver leikur stendur yfir í 6 mínútur. Sápuboltinn á fjölskyldudeginum er ætlaður fyrir 14 ára og eldri en sápubolti fyrir 13 ára og yngri fer fram þá um morguninn. Skráning er á eldurihun@gmail.com og hjá Sveinbjörgu í síma 866 53 90.


ELDUR Í HÚNAÞINGI Melló Músíka Vegna gríðarlegrar aðsóknar á Melló Músíka undanfarin ár var ákveðið að færa viðburðinn í Félagsheimilið Hvammstanga. Eins og venjulega fer Melló Músíka fram á fimmtudagskvöldinu. Þeir sem vilja koma fram á tónleikunum geta skráð sig hjá Önnu Dröfn í síma 867 42 22, eða hjá Bergþóru í síma 693 76 59. Vinsamlegast verið búin að skrá ykkur fyrir miðvikudaginn 21. júlí.

Hverfakeppnin Á fimmtudaginn 22. júlí á milli klukkan 18:00 og 20:00 ætla hverfin að bjóða upp á góðgæti til að reyna að kaupa sér stig í hverfakeppninni þegar dómarar fara um svæðin. Gula hverfið ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á lummur og kakó í suðurendanum á Kidka. Bláa hverfið ætlar að bjóða upp á nýtt heimalagað bakkelsi á sundlaugarplaninu. Rauða hverfið ætlar að bjóða upp á góðgæti af ýmsu tagi við Ráðhúsið. Græna hverfið ætlar að bjóða upp á grænar vöfflur á Kaffi Síróp.

Boot Camp fyrirtækjakeppnin 2010 Fyrirtækjakeppnin í ár er styrkt af Boot Camp. Hvert fyrirtæki þarf að leggja til 4 liðsmenn, erfiðleikastig keppninnar verður ekki í samræmi við Boot Camp æfingar og ættu því allir að geta tekið þátt. Skorað er á öll fyrirtæki í Húnaþingi vestra að skrá sig en veitt verða verðlaun fyrir besta liðið sem og bestu búningana. Skráningar fara fram á eldurihun@gmail.com og hjá Hjördísi í síma 822 38 48.


Næstu Knattspyrnuleikir Íslandsmót í knattspyrnu 3. flokki karla Hvammstangavöllur Fimmtudagur 22. júlí kl. 19:00 Kormákur - KA

Íslandsmót í knattspyrnu 5. flokki karla Blönduósvöllur Mánudagur 9. ágúst kl. 17:00 Hvöt - Kormákur

Íslandsmót í knattspyrnu 3. fl. kvenna Siglufjarðarvöllur Laugardagur 7. ágúst kl. 13:00 KS/Leiftur - Kormákur/Hvöt

Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


ATHUGIÐ! Auglýsingar VERÐA AÐ HAFA BORIST fyrir kl. 21:00 á mánudagskvöld, nema um annað sé sérstaklega samið. Netfang: sjonaukinn@simnet.is,

símbréf 451 27 86, sími: 898 24 13.

Það borgar sig að auglýsa.

Sjónaukinn Dreifingarsvæði póstnúmer 500, 530 og 531 Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks

Firmakeppni Þyts Hin árlega Firmakeppni Þyts verður haldin sunndaginn 25. júlí og hefst kl. 17:00 uppi í Hvammi. Keppt verður í polla, barna, unglinga, kvenna og karla flokki. Skráning er á staðnum, því er mikilvægt að mæta stundvíslega. Skráning er ókeypis. Firmakeppnisnefnd.


Aðdáendur rauðahverfisins munu gefa viðskiptavinum Söluskálans rauðan ís í brauði n.k. fimmtudag 22. júlí.

OSTBORGARA TILBOÐ frá miðvikudegi til sunnudags er tilboð á ostborgara með frönskum, koktelsósu og 1/2 ltr. af Coca Cola á kr. 1.000.

Einnig tilboð á kjúllabitum sömu daga.

Söluskálinn og Kjörís

Sjo%cc%81naukinn%2029 %20tbl %202010  
Sjo%cc%81naukinn%2029 %20tbl %202010  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2029.%20tbl.%202010.pdf

Advertisement