Page 1

Sjónaukinn 27. tbl.

25. árg.

2010

Útg. Umf.Kormákur. Ábm. Oddur Sigurdarson

7. - 13. júlí Auglýsingar berist fyrir mánudagskvöld. Sími 898-2413, símbréf 451-2786, netfang: sjonaukinn@simnet.is.

HÚNAÞING vestra

Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, kt. 540598-2829 Sími 455-2400 - Fax 455-2409

Akstursstyrkir Umsóknum um styrki vegna aksturs barna/unglinga á íþróttaæfingar og í tónlistarskóla á vorönn 2010, ber að skila á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, Hvammstanga sem fyrst. Sækja þarf um á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu sveitarfélagsins, einnig er hægt að nálgast þau á heimasíðunni www.hunathing.is undir liðnum eyðublöð. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 455 24 00. Athugið! Sækja þarf um styrkinn innan tveggja mánaða frá birtingu auglýsingar annars fellur hann niður. Skrifstofustjóri.


ÆFINGABÚÐIR hefjast kl. 11:00 í Kirkjuhvammi Sameiginlegar æfingabúðir USVH og HSS í knattspyrnu og körfubolta fyrir ULM í Borgarnesi verða sunnudaginn 11. júlí og hefjast kl. 11:00 uppi á knattspyrnuvellinum og færast síðan niður í Íþróttamiðstöð. Að æfingabúðunum loknum verður farið í sund. Mætum tímanlega Iðkendur takið daginn frá. Þjálfarar Umf. Kormáks Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


Frá Selasetri Íslands Sýningar og námskeið. Við minnum á að sýning Eddu Lilju Guðmundsdóttur „52 húfur á 52 vikum“ lýkur 10. júlí, en daginn eftir opnar sýning Guðlaugar Friðriksdóttur „Grafík og skræður“, henni lýkur 4. ágúst. Einnig viljum við minna á skráningarfrest í námskeiðið „Psycic Art og bókagerð“ 10., 11. og 12. júlí en skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 7. júlí næstkomandi. Látið ekki spennandi námskeið framhjá ykkur fara. Nánar um námskeið og sýningar á www.selasetur.is.

Kjötsögun KVH Kjötsögun KVH verður lokuð vegna sumarleyfa mánudaginn 19. júlí, en mun opna aftur á venjulegum tíma þann 26. júlí. Minnum fólk á að gera ráðstafanir í tíma

Kaupfélag Vestur Húnvetninga. kjötsögun sími 455 23 19


Laust starf á Borðeyri Starf í dagvistun í Grunnskólanum á Borðeyri er laust til umsóknar. Um 75-80% starfshlutfall er að ræða. Óskað er eftir áhugasömum og samvinnufúsum starfsmanni sem hefur reynslu af starfi með börnum. Uppeldismenntun æskileg eða önnur góð menntun. Skriflegar umsóknir berist Kristínu Árnadóttur, skólastjóra á Borðeyri, sem veitir nánari upplýsingar í símum: 451 11 04 (heima), 451 11 42 (í skóla) og GSM 844 56 08. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 16. júlí 2010.

Eldur í Húnaþingi 2010 Krotaðiru á blað í vinnunni í gær? Varst þú að prjóna peysu á litla yndið þitt? Málaðiru kannski málverk eða breyttirðu gömlum fötum sem voru að safna ryki inn í skáp? Afhverju ekki að deila innblæstrinum, eldmóðinum og sköpunarverkunum, smáum og stórum, með öðrum á hátíðardögum Elds í Húnaþingi 21. til 25. júlí næstkomandi? Límdu blaðið sem þú krotaðir á, á útvegginn hjá þér, hengdu prjónuðu peysuna út á snúru, skelltu smá kennaratyggjó í gluggann og hengdu upp teikningarnar eftir krakkana þannig að þær snúi út. Eða viltu kannski hugsa eilítið stærra? Viltu fá að halda sýningu? Ekki vandamálið! Hafðu samband við stjórn Elds í Húnaþingi og við hjálpum þér að koma þessu í gang. Stöndum saman og fyllum þéttbýli jafnt og dreifbýli Húnaþings vestra af eldmóði og innblæstri dagana 21. til 25. júlí.. Eldurihun@gmail.com (eða hringdu beint í Jóhannes G. í síma 846 61 49 / 451 26 49), http://eldur.hunathing.is/


Víkingar í Húnaþingi vestra Hefurðu áhuga á víkingum sögu þeirra og menningu? Handverk, búningar, bardagar, vopn, skart, matur og annað frá tímum víkinga Áhugafélag verður stofnað í Grettisbóli á Laugarbakka fimmtudaginn 8. júlí kl. 17.00 Allir áhugasamir um víkinga velkomnir

Safnadagurinn á Byggðasafninu okkar að Reykjum Á safnadaginn 11. júlí n.k. ætlar Þór Magnússon að kynna fyrir okkur sögu þeirra merku gripa sem við eigum á safninu. Safnið er opið frá kl. 10 - 18 og eru allir hjartanlega velkomnir. Safnvörður


Næstu leikir Íslandsmót í knattspyrnu 5. flokki karla KA-völlur FRESTUN Sem vera átti í dag 7. júli er frestað KA2 - Kormákur

Íslandsmót í knattspyrnu 3. fl. kvenna Blönduósvöllur Sunnudagur 11. júlí kl. 17:30 Kormákur/Hvöt - KS/Leiftur

Íslandsmót í knattspyrnu 5. flokki karla Hvammstangavöllur Fimmtudagur 15. júlí kl. 17:00 Kormákur - Magni

Íslandsmót í knattspyrnu 3. flokki karla Krossmúlavöllur Laugardagur 17. júlí kl. 18:00 Mývetningur - Kormákur

Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


VIÐ VILJUM MINNA Á AÐ SKRÁ SIG Á UNGLINGALANDSMÓTIÐ SEM ALLRA ALLRA FYRST. Unglingalandsmótið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina Keppnisgreinar eru tilgreinar á eftirfarandi slóð. http://www.umfi.is/unglingalandsmot/keppni/

Skráning fer fram hjá Oddi í síma 898 2413 og einnig í netfangið kormakur@simnet.is. LJÚKIÐ SKRÁNINGU SEM ALLRA FYRST.

USVH - Umf. Kormákur

Aðalstyrktaraðili Umf. Kormáks


VARSTU BÚIN/N AÐ GLEYMA ÞÉR? Ekki missa af! Fletta <

Sjo%cc%81naukinn%2027 %20tbl %202010  

http://simnet.is/umf.kormakur/Umf._Kormakur/Sjonaukinn_files/Sjo%CC%81naukinn%2027.%20tbl.%202010.pdf

Advertisement